Flettibók 6. - 7. bekkjar

Page 1

FLETTIBÓK 6. - 7. BEKKJAR

Laugalandsskóla í Holtum Kennari: Ásta Kristjana Guðjónsdóttir Unnið í tölvutímum á vordögum 2013


The world Of minecraft Hannes og smรกri


Minecraft snýst um að finna eins mikið af dóti og maður getur eins og járn demanta gull og margt fleira. Þegar maður ætlar að finna demanta þá þarf maður að fara alveg á botninn. Maður getur búið til garða og námur og þegar maður er búinn að finna nóg af efni berst maður við drekann og það tekur langan tíma. Til þess að sjá hvernig maður craftar allt fer maður á: http://www.minecraftwiki.net/wiki/Crafting/ CompleteList


Maður verður verður að passa sig á kóngulóm, Zombium, bogamönnum, creeper, enderman og drekanum. Bogamenn geta skotið úr fjarlægð en örvarnar fara eftir dálítinn tíma. Ef þú meiðist mikið þarftu að borða til að fá líf og þá kemur það í rólegheitunum. Minecraft er leikur sem maður þarf að fara neðanjarðar til að ná í dót. Nether er einn hættulegasti staðurinn, það er endalaust af skrímslum og fullt af hrauni. Maður getur búið til drykki til þess að gera mann ósýnilegan og sjá í myrkri og miklu fleiri tegundir


J贸hanna Sigr煤n


Sverðkettir draga nafn sitt af ógurlegri stærð vígtanna en rannsóknir hafa leitt í ljós að þær voru allt að 18 cm langar. Fræðimenn eru nokkuð sammála um að þessar miklu tennur hafi verið notaðar við veiðar en þá greinir á um hvernig þeim hafi verið beitt. Sumir steingervingafræðingar eru þeirrar skoðunar að tennurnar hafi verið notaðar til þess að grípa bráðina og halda henni fastri en fleiri hallast að því að tennurnar hafi verið notaðar til þess að skera bráðina á háls eða rista gat á kviðinn. Heimild: http://is.wikipedia.org/wiki/Sver%C3%B0kettir

Loðfílar voru misstórir og af ólíkum tegundum. Stærstur var loðfíllinn sem lifði í norðurhluta Ameríku og kallaður er keisaraloðfíllinn (Mammuthus imperator) á íslensku. Hann var allt að 4 metrar á hæð eða nokkuð stærri en afríkufíllinn sem er stærsta núlifandi fílategundin. Hins vegar voru til mjög smávaxnar loðfílategundir sem einangrast höfðu á norðlægum eyjum. Þar á meðal var tegundinMammuthus exilis sem var um 120 sentímetrar á hæð við herðakamb. Heimild: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2360


Eygl贸 Krist铆n


Sumardagar á Núpstað Ég þekki mann sem lærði að spila á orgel hér í bænhúsinu. Heimalningarnir koma hoppandi ofan af grasivöxnu þaki gamla bæjarins og taka á móti mér í hlaðinu. Gola þýtur í reynitrjám upp undir klettunum. Smiðjan hálfopin, þar inni aldargömul horn af villifé. Tjöruilmur af stafnþili bænhússins, og ofan frá himninum hellist birta sem nær langt út yfir gröf og dauða Gyrðir Elíasson


Vaknað líf Enn kom vorið. Allt er á sínum stað: Árborin sól á himni, fugl og blóm, langsvæf tré sem ljúka upp grænum augum litast um, sjá fólkið streyma hjá, svo marglitt fólk að götur breytast í beð Með blómum, gangandi rósum! Og hús sem stóðu lengi lotin og grá lygndu sljóum gluggum og biðu,- biðu Yngjast að nýju, fylla fangið af ilmi og fuglasöng jafn tærum og stjarna. Hver rúða: skál með ávöxtum, öllum rauðum að enduðum degi, þegar kvöldloftið skín! Enn kom vorið. Allt er á sínum stað. Elskum hið vaknaða líf! Rísum frá dauðum! Hannes Pétursson


Sumarást Ég er vínið og þú ert hinn granni stafur. Ég er víntréð, unnusti minn. Ég hef vafizt um arma þína og fætur, fléttast í sumar um líkama þinn. Ég var ungt vín og súrt. Nú er haust og safi minn er sætur. Hannes Pétursson


Sigurlín Franziska

Spóinn Spóinn kemur á sumrin og er vinsæll farfugl. Hann flýgur svo aftur til heitu landanna með hinum fuglunum. Spóinn verpir 4 eggjum og er ungtímabilið u.þ.b. maí til september. Spóinn liggur á eggjunum 27—28 daga og ungtímabilið er 35 -40 dagar. Spói er stór vaðfugl, háfættur og rennilegur. Á flugi þekkjast spóar á hröðum vængjatökum. Þeir fljúga oft um í hópum á sumrin, áður en þeir yfirgefa landið.

Heimild: http://www1.nams.is/fuglar/

Ljósmynd: http://poppy-print.blogspot.com/2007/07/g-finn-ekki-fyrir-hendinni-mr.html


Sigurlín Franziska

Tjaldur Tjaldurinn er auðgreindur á stærð og lit en hann er í hópi stærstu vaðfugla sem verpa á Íslandi. Tjaldur er hávaðasamur og félagslyndur fugl. Hann er kröftugur flugfugl en vængjatökin eru ekki djúp. Hann flýgur venjulega fremur lágt. Er einn fárra vaðfugla sem matar unga sína. Fjöldi eggja 2 - 4, liggur á 24-27 daga og ungtimi 28-32 daga. Varp og ungtímabil u.þ.b. maí til ágúst.

Heimild: http://www1.nams.is/fuglar/

Ljósmynd: http://www.simnet.is/dna/Icelandic-Birds /Tjaldur.html






S贸ley Kristj谩nsd贸ttir.


1. Hjóla 2. Fara út að ganga 3. Fara í frisbí 4. Sippa 5. Kríta 6. Fara í snúsnú 7. Fara í sund 8. Húlla með húlla hring 9. Klifra í tré 10.Fara á strönd 11.Fara til útlanda 12.Fara í vatnslag 13.Fara í heitapott 14.Fara út að skokka 15.Fara í útilegu 16.Blása sápukúlur 17.Fara í sólbað 18.Grilla með vinum 19.Bjóða vinum sínum að koma og gista í tjaldi og borða nammi


1. Hafa það kózý og horfa á góða mynd 2. Baka 3. Föndra 4. Fara í tölvunna 5. Lesa 6. Teikna 7. Lita 8. Sauma 9. Prjóna 10. Hlusta á tónlist 11. Fara í hárgreiðsluleik 12.Fara í söngvakeppni 13.Fara í danskeppni 14.Fara í ratleik inni 15.Fara út og dansa rigningadans 16.


1.Fara í snjó stríð 2.Búa til snjóhús 3.Búa til snjókall 4.Búa til engla í snjóinn 5.Borða grýlukerti 6.Borða snjó


1.Spila 2.Lesa með vasaljós 3.Segja draugasögur 4.Segja brandara 5.Segja sögur

Takk fyrir mig Höfundur: Sóley Kristjánsdóttir.


Tjaldsvรฆรฐiรฐ รก Laugalandi


Tjaldsvæðið á Laugalandi er flottur staður til skemmta sér, halda ættarmót eða einfaldlega til að slaka á.

Tjaldsvæðið að Laugalandi í Rangárvallasýslu er í um 6 kílómetra frá þjóðvegi 1 og er beygt hjá Landvegamótum upp Landveg nr. 26, sama afleggjara og að Galtalækjarskógi. Vegalengd frá Selfossi er 35 km og frá Reykjavík eru 90 km.

Opnunartímar árið 2013 15.maí til 15.september.


Laugaland er skemmtilagt svæði fyrir börn á öllum aldri. Það er stórt svæði fullt af leiktækjum m.a. er sandkassi, aparóla, rólur og trampólín og svo er grunnskóla og leikskólavöllur.

Verð fyrir fullorðna: 850 kr. Verð fyrir börn: Frítt fyrir 16 ára og yngri Rafmagn: 600 kr nóttin.


Ég, Jana Lind Ellertsdóttir er 13 ára íþróttastelpa. Við í bekknum áttum að búa til flettubók í skólanum á netinu.

Þar sem foreldrar mínir og vinafólk þeirra vinna á tjaldvæðinu fannst mér tilvalið að skrifa um tjaldsvæðið á Laugalandi enda stór skemmtilegt svæði og ekki þekkt svæði

S. 895-6543 Netfang: ran@laugaland.is



Ég verð að tala um Landmannaafrétt. Þar er margt hægt að gera. Þar er mjög fallegt land og fallegar leiðir. Þar eru mörg hús t.d. Landmannahellir, Áfangagil, Landmannalaugar og Höllin. Allt af þessu nema Höllin eru gistiskálar. Þetta eru staðir sem ég elska. Ég hef oft farið á þá svo ég er að segja eitthvað satt og þetta eru í alvöru skemmtilegir staðir. Ef þið eruð að pæla hvað mér finnst skemmtilegast þá er ómögulegt að segja það en ef þið viljið eitthvað í gömlu útliti þá er það Áfangagil. Ef þið eruð mörg þá eru það Landmannastaðirnir en ef þið viljið bara kaffi og kósý þá er það Höllin.


Í Áfangagili er hægt að gera margt t.d. eru margir hellar þar og gaman er að skoða þá og inni í gilinu er hægt að fara í kalda sturtu. Fjallið fyrir ofan Áfangagil heitir Valafell og í því fjalli er hægt að fara í stuttar og langar, léttar og erfiðar fjallgöngur. Þar er líka hestagerði og góð aðstaða fyrir hesta. Þar er líka tjaldsvæði. Ef maður fer þangað í september eru réttir í Áfangagili. Þá eru margar kindur í réttunum og þá kemur margt fólk til að sækja sínar kindur og sumir koma bara til að hjálpa til og hafa gaman af. Það er alltaf mjög gaman í Áfangagili.



Höllin er lítið hús inni á Landmannafrétti. Ef maður beygir ekki í Landmannalaugar heldur inná Fjallabaksleið þá ættirðu að finna þetta hús eða þennan kofa. Hann er lítill hvítur og stendur einn inni á Kýlingum. Þar er svona dalur og þar er kofinn. Það er alveg ofsalega fallegt þar og allt grænt og líflegt og hægt að vaða í litlum læk sem er þarna fyrir framan. Þessi kofi er ekki til að gista í þó að það séu kojur og rúm þarna þá myndi ég ekki gista þarna en hann er tilvalinn til að borða nesti í. Við förum stundum og erum að girða þarna og fáum okkur þá að borða þarna.



Það er mjög gaman og margt hægt að gera í Landmannahelli. Þar er kvísl sem hægt er að sulla og vaða í. Hún heitir Helliskvísl. Þar eru átta gistiskálar. Og líka klósetthús og varðarhús og hesthús. Kofarnir eiga sér allir sitt nafn og nöfnin eru Hlíð, Fell, Höfði, Gil, Tindur, Sáta, Dyngja, Fit, Kringla, Varða og Staður. Svo eru mörg fjöll þarna t.d. Sáta, Hellisfjall, Sátubarn, Löðmundur, Langasáta og Rauðufossafjöll. Þarna er líka tjaldsvæði og hestagerði. Þarna er hellir sem heitir Landmannahellir. Í gamla daga gisti fólk í honum þegar það var að fara á milli Rángárvallasýslu og Skaftafellssýslu því þarna lá þjóðleiðin.


Landmannalaugar er skemmtilegur staður. Þar er stór gistiskáli, tjaldsvæði og náttúruleg laug sem er stundum full af slími eða svona grænu dóti sem er nokkuð ógeðslegt en það er samt magnað að leika sér með það og í því. Laugin er nokkuð mikið stór en þar er foss og ef það er sumar þá myndi ég ekki fara of nálægt honum því þar er heitast. Það er stigi ofan í laugina og er pallur ofan á honum sem hægt að klæða sig í og úr en það er betra að klæða sig í klósetthúsinu. Ef þið farið og gistið í skálanum eru þar örugglega margir aðrir því þetta er sameiginnlegur skáli. Í Landmannalaugum eru líka allskonar gönguleiðir og falleg fjöll svo er JÖKULGIL einn fallegasti staður í heimi að mínu mati. Inní Laugar kemstu með hesta og á hestbak.



Twilight Guðrún Jóna Edward og Bella eru aðalleikararnir. Bella er bara venjuleg stelpa.


Carlisle Cullen


L

Íris Þóra og Telma Dögg


Hvað er betra en sumar ? Liggja í sólbaði og slaka á og hlusta á tónlist.


Á sumrin fer maður oftast í ferðalög og hoppar til dæmis á trampólínunum og fer á ættarmót sem er ótrúlega gaman.


Fyrir þá sem vilja dekur nota góða veðrið til að ,,tana” :) Nokkrir fara líka oft í sund þökk sé góða veðrinu.


Svo er auðvitað skemmtilegt að kíkja til vinar síns og skemmta sér úti í góða veðrinu með honum :D


Takk fyrir okkur Við vonum að ykkur þótti þetta góðar upplýsingar til að njóta sumarsins og vonum að þú njótir þess :) Allavega ætlum við að gera það ;)

Um höfunda:

Við erum 13 ára stelpur sem elska sumarið. Við pössum okkur að láta okkur alls ekki leiðast á sumrin! Við búum í sveitinni sem er frábært! Íris Þóra Sverrisdóttir Telma Dögg Tyrfingsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.