Ljóð nemenda í 6. -7. bekk

Page 1

Ljóðasafn 15. maí 2013

Laugalandsskóli í Holtum

Ljóð nemenda í 6. - 7. bekk

Brynjar Örn, 5. bekk

Fiskur syndir hræddur er, hákarl eltir hann. Allar plöntur niður sker, niður sjóinn rann. Áfram syndir hákarl sver, strákur lítill fann. Mamma, greyið fiskinn sker, amma stráknum ann. Dagný Rós, 6. bekk


PAGE 2

LJÓÐ NEMENDA Í 6. - 7. BEKK

Ég er lítil prinsessa, með litla krónu á höfði. Ég er lítil prinsessa í litlum bleikum kjól. Ég er lítil prinsessa með langt liðugt ljóst hár. Ég er lítil prinsessa að fara í afmæli. Eygló Kristín, 7. bekk

Guðný Karen, 5. bekk

Ég fann kind sem var blind. Sett inn í stíu og númerið var tíu. Hannes Árni, 6. bekk

Hildur, 5. bekk


LJÓÐASAFN

PAGE 3

Í húsi ég bý nokkuð stórt en samt lítið. Yfir því er ský sem er nokkuð skrítið. Íris Þóra, 7. bekk

Aldís Freyja, 3. bekk

Eitt sinn fann ég flækings hund Seppi heitir hann. Tók hann að mér, gaf að borða, heilan vetrarforða! Hann rosa glaður varð. Jónas, 6. bekk

Guðný Karen, 5.bekk


Ólafur, 4. bekk

Kóngur dýranna ljónið er. Allir fylgja honum hvert sem hann fer. Hann greiðir makka sinn alla daga. En hann leiddi til dauðadaga. Þá hans sonur tók nú við. Með kalt blóðið hann sveik öll dýr heimi í með illsku og partý. Nú bróðir hans brjálaður var þá hann afsvarar: “Nú ég konungur verð!” Öll dýrin voru sátt og fóru saman kvöldverð. Sóley, 6. bekk


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.