Boló Fréttir - 1 tbl 2 árg

Page 1

Boló fréttir Miðstig 2021-2022 1. tbl 2022

Þemavika

ns t a sv á r ng i r H

he B im etr ab i yg gð

Kos ning a

r

Miðstig





Betri heimabyggð Við vorum að horfa á gamla kvikmynd sem var um Bolungarvík og hvernig hún hafi breyst. Þegar við vorum búin að horfa á myndina þá ræddum við um hvað okkur fannst vanta í bæinn og hvað væri mjög gaman. Þegar við vorum búin að ræða um myndina þá bjuggum við til líkan af því sem okkur fannst vanta í bæinn. Fyrir kosningarnar fengum við frambjóðendur í heimsókn og þá gátum við kynnt og sýnt þeim hugmyndirnar okkar. Hugmyndirnar okkar voru til dæmis gókartbraut, krossarabraut, trampolíngarður, skylaug og sundlaugagarð. Líkönin sem við bjuggum til voru til sýnis í sundlauginni í heilar þrjár vikur fyrr í vetur. Marinó Steinar


Víkin okkar Fyrr í vetur gerðum við líkön af því sem okkar fannst vanta í Bolungarvík. Við kynntum hugmyndir um það með því að kynna líkanið okkar fyrir frambjóðendum fyrir sveitarstjórnar kosningarnar. Það voru Baldur Smári Einarsson og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir sem voru fulltrúar sjálfstæðismanna og óháðra en Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir og Magnús Ingi Jónsson fyrir hönd Máttar meyja og manna. Það sem okkur fannst að vanta var trampólína garður, hundagarður, stór rennibraut og betri sundlaug.

Emmy og Winitha


Búningar, nytjahlutir og kosningar Það eru mjög spennandi fréttir í dag. Það voru krakkar frá grunnskóla Bolungarvíkur að gera nytjahluti eða grímubúning úr verðlausu efni og þau höfðu tvær vikur til að gera nytjahlutinn. Fyrir einni viku síðan voru krakkar frá grunnskóla Bolungarvíkur að vinna verkefni um kosningar. Nemendurnir voru að gera verkefni þar sem þau áttu að kjósa í bæjarstjórn, en þetta er skugga kosningar og það komu einhver frá framboðunum í heimsókn og krakkar voru að gera verkefni og sýna verkefni sem krakkar voru að gera til að gefa hugmynd handa framboðunum. Aron N.


Grímubúningar – Fréttir Við vorum að búa til búninga úr rusli, pappír, ónytum hlutum og fötum í samþættingu. Fyrst fengum við lýsingu hvað við áttum að gera, eftir það fengum við blað til að teikna skissu af ákveðinn hugmyndinni sem við vorum spá í. Þegar að við vorum

´´

búin með það byrjuðum við að búa til búningin og skrifa um það hvað við erum að gera. Við gerðum smá kynningu inn á Padlet, við tókum mynd af búningnum, sumir tóku mynd af þeim klædd í búningnum, við skrifuðum stutta lýsingu um hvernig við gerðum búninginn og hvað búningurinn átti að vera. Grunnskóli Bolungarvíkur- Nikola :)


Þemavika 2021-2022 Þemavika er skemmtileg og þemavika er snilld og þemavika er geggjuð, elsta stig var að búa til þemaviku og það var góð hugmynd og það var geggjað hjá þeim. Á mánudegi var náttfatadagur. Á þriðjudegi var öfugurdagur. Á miðvikudegi var íþróttadagur og á fimmtudegi var hattadagur Margir tók þátt í þessu bæði kennarar og nemendur, ég væri til í að svona dagar yrðu oftar í skólanum😊 Meyvant Stefánsson


Fundur með frambjóðendum Frambjóðendur komu í heimsókn til krakkana í Grunnskóla Bolungarvíkur. Krakkarnir fengu tækifæri til að sýna líkön sem þau gerðu fyrr í vetur um það sem þeim fannst vanta í Bolungarvík. Það komu allskonar hugmyndir eins og KFC, gókartbraut, hundagarður og trampolíngarður. Þau fengu eina mínútu til að kynna líkönin fyrir frambjóðendum. Krakkarnir drógu miða úr dollu sem voru með allskonar spurningum sem þau voru búin að búa til, svo spurðu þau frambjóðendur. Við spurðum nokkra nemendur hvað þeim hefði fundist um fundin með frambjóðendum. Þeim fannst gaman að fá frambjóðendur í heimsókn í skólann. Svo spurðum við frambjóðendur. Og þeim fannst gaman að koma í heimsókn í skólann. Höfundur: Hugrún Brynja Guðbjartsdóttir.

mmm xd


VINNA OG KYNNING Á HAGSMUNASMTÖ KUM É g dró miða fyrir samþættingu á miðstigi og ég dró Þroskahjá lp. Hó purinn minn og é g byrjuðum að finna upplýsingar og þegar við vorum bú in að finna allar upplýsingar sem að við vildum þá skrifuðum við á blö ð og vö ldum við svo plakat og settum upplýsingarnar og myndir á plakatið og þá vorum við bú in. Við sýndum foreldrum og krö kkum plakatið og sö gðu þeim frá því.

LAUFEY MARÍA MAGNÚ SDÓ TTIR



Heimsókn frambjóðenda Miðvikudaginn 9. maí komu frambjóðendur til bæjarstjórnar í Bolungarvík í heimsókn. Þau skoðuðu verkefnin okkar á miðstigi úr fyrrverandi lotu sem hét Betri heimabyggð. Öllu miðstigi var skipt í tvær stofur. Baldur Smári og Guðbjörg Stefanía byrjuðu í 5. bekkjarstofunni, á meðan Sigríður Hulda og Magnús Ingi í 7. bekkjarstofu. Í stofunni fengum við tækifæri til að segja frá hvað okkur langaði til að sjá í Bolungarvík. Þar á eftir fengum við að spyrja spurningar og fengum mörg jákvæð svör við hvað þau gætu gert. Við fengum að vita hvernig allt var skipulagt. Það var æðislegt að fá þau í heimsókn og við læðum mikið af þessu.😊

Sigurborg S.


Heimsókn í 8. bekk Við í 7. bekk fórum að læra með 8. bekk og það var mjög gaman. Við þurftum að læra mikið en það var mjög gaman þegar við fórum að leika með eldri krökkunum. Það var svo gaman og við horfðum á kvikmyndina Sódóma REYKJAVIK. Myndin fjallar um gaurinn hann á systur sínar eins og party og hann var að hjálpa vinum sínum. Þetta var mjög skemmtilegt, en við gátum verið með þeim bara í 7 daga, ég er mjög ánægður með þessa viku. Thammapon Khuiklang


KFC til Bolungarvíkur Við viljum fá KFC til Bolungarvíkur. KFC er með bestu kjúklingana. KFC er góður veitingastaður. Í einu verkefninu í skólanum gerðum við líkan af KFC veitingastað. Þar erum við með góða kjúklinga og góða sófa og fínt menu og vatn, coca cola og pepsi vél okkar KFC er hvít og rauð við erum með stóra KFC billboard við erum líka með KFC bíl við erum með stórt eldhús þar sem við eldum kjúkling.

Af hverju Okkur langar að fá KFC til Bolungarvíkur af því að okkur langar borða kjúkling og KFC kjúklingar er besti matur í heimi Fabian Kluk


Kosningar í Félagsheimilinu Við Löbbuðum út í félagsheimili til að kjósa. Svo er farið inní kosningaklefann og merkja x við flokkinn sem þú vilt kjósa. Það voru 2 flokkar, K-listinn og D-listinn. Þegar þú ert búinn að setja x þá lokarðu miðanum svo það sé ekki hægt að sjá hvað þú kaust. Við kusum líka um hvort að Bolungarvik og Ísafjörður ættu að sameinast. Eftir að allir voru búnir að kjósa töldum við atkvæðin. Við skiptum í 2 hópa til að telja sitthvora kosninguna, annarsvegar sveitarstjórnar og hinsvegar sameiningu sveitarfélaga.


KFC til Bolungarvíkur Við viljum KFC núna, af því að við viljum fá að borða KFC besta matinn í heiminum. Við gerðum líkön úr pappa kassa og úr plast. Við vorum að horfa á gamla mynd um Bolungarvík svo vissum við hvað vantar í Bolungarvík.

Igor og Bartek


Krossarabraut Við horfðum á gamalt video og svo áttum við að gera líkan að því sem myndi gera bæinn að betri stað og okkur fannst að það vantaði krossarabraut. Við gerðum líkan af krossarabraut með pappa og plasti, spýtum og rörum. Við þurftum að líma fullt af auka hlutum á brautina.

Einar Jóhann


Líkan – fréttir Við gerðum líkön við eitthvað sem við hugsuðum að það þurfti í bæinn okkar. Ég og Sveinbjörg gerðum betri sund og settum barna rennibraut í sveppapottinn og stækkuðum sveppinn. Á toppinum er gler svo maður sér inn í hann og gat á neðri partinum og smá vatn í botninum svo að það er hægt að synda í hann. Við gerðum líka helli í innisundlaugina og stökkpall og ruslatunnu fyrir glösin með kaffi eða vatni. Við settum líka klósettrennibraut og dót í sveppinn og kaldakerið er enn þá hér.

Valborg Stefánsdóttir


McDonalds Við horfðum á gamla mynd af Bolungarvík og þar sáum við hvað mikið hefur breyst, eftir það forum við að velta fyrir okkur hvað vantar í Bolungarvík og gerðum líkan hvað okkur fannst vanta. Við gerðum Mcdonalds því að við viljum að sjá Mcdonalds veitingastað í Bolungarvík. Olga og Alicja


McDonald´s Við viljum McDonalds af því það er gott, það er betra en Burger King. Við vorum gera líkan af McDonald´s úr pappír, karton, plast og meira


Ræktun 5. bekkjar Við byrjuðum á að rækta basilíku, oreganó og rósmary 5. mars. Fyrst þvoðum við mjólkurfernur og settum mold, fræ og vökvuðum. Þegar við vorum búinn að rækta í nokkra daga þá kom einhver leynivinur (einhver planta sem við höfðum ekki sáð fyrir), við vorum ekki alveg viss um hvað þetta væri en við erum spennt að sjá hvað þetta er. Við erum líka að rækta hádegisblóm og blöndu af blómum sem gengur mjög vel. 28. apríl fórum við í gróðurhúsið og settum mold í körin og sáðum radísum og jarðarberjum. 16. maí þá voru radísurnar 5 cm og jarðarberin voru 6 cm. Við erum að rækta 6 jarðarberja plöntur og 143 radísur. Það er öllum velkomið að skoða. Gróðurhúsið er fyrir aftan fótboltavöllinn GB. Við ætlum að taka upp radísurnar fyrir skólalok og rækta kál. Elín Þóra Stefánsdóttir er búin að vera að hjálpa okkur með alla ræktunina. Alma Katrín S. Jóhannsdóttir Kristín Líf Kristjánsdóttir


Sjálfbærni Fyrsta var verkefni 1 hvað þýða orðin við gerðum það, til dæmis hvað er græn orka. Verkefni 2 kveikja við horfðum á kvikmynd um vatn og hvernig á að bjarga því. Verkefni 3 hringrás vatns við teiknuðum og máluðum hringrás vatns. Verkefni 4 plastmenguð hringrás vatns gerði a pizzu til að búa til pizzu hringrás vatns og td hvernig fiskur borðar rusl og annað. Verkefni 5 þín vatnsnotkun var einmitt um þetta verkefni að skrifa hversu mikið fjölskyldan sóar vatni og ef þú notar mikið vatn þá þurftirðu að skrifa hvað gera til að nota ekki mikið vatn. Verkefni 6 vatnsskortur við þurftum að skrifa hvert fjölskyldan ætti að fara til að fá vatn, ég skrifaði að það gæti komið til Íslands því það er mikið af hreinu og góðu vatni á Íslandi. Það eru almennt 8 verkefni en ég gerði bara 6 svo ég veit ekki hver 7 og 8 verkefnin eru. í þessum verkefnum. Lærðum við að nota vatn, hringrás vatns og fleira. Nataniel Szpet 7. bekkur


Skemmtigarður/Rush

Okkar hópur bjó til skemmtigarð. Við bjuggum til skemmtigarð úr pappa, töppum, röri, prikum og hönskum. Við höldum að ef að þetta kemur í bæinn þá myndi flytja fleiri fólk í bæinn. Það eru 3 trampolín, 1 klifurgrind, 1 risastór dýna, lítil sjoppa og lítið sjúkraherbergi í horninu. Við gætum talað við Rush og athuga hvort þeir vilji opna stað í Bolungarvík. Okkur langar í skemmtigarð því að það er ekki hægt að vera á belgnum á veturnar. Skemmtigarðurinn gæti verið staðsettur á milli blokkanna. Þú getur verið í 60 mínútur á 2.800 kr, 90 mínútur á 3.500 kr, 120 mínútur á 3.900 kr og 180 mínútur á 5.000 kr. Það er opið mánudag – föstudag kl 15:00 – 19:00 og Laugardag – Sunnudag kl 9:00 – 19:00. Í sjoppuni er hægt að fá Krap,skittles,súkkulaði,allskonar drykki, pizzur og ís. Katrín Lind Rúnarsdóttir


Stærðfræðiverkefni Við gerðum stærðfræðiverkefni 7. , 6. og 5. bekkur. Það var skift okkur öllum í hópa sem að voru þrír saman. Við áttum að hjálpa hvort öðru í hópnum okkar. Þegar heftið var búið þá þurftum við að gera könnun, verkefnið og könnunin var um rúmfræði Flatarmál, ummál. Flatarmál er hæð sinnum grunnlína og ummál er plús allar hliðar flatarmál

5cm

sinnum

7cm

ummál

5cm

+ 5cm

5cm +

+

5cm

Höfundur: Birgitta Rut Valþórsdóttir 7.bekkur


Stærðfræðiverkefnið Ég var með Valborgu, Winitu og Alicju og það var gaman í stærðfræðiverkefninu. Við gátum valið verkefni, Bókamerki-lopapeysu-keila-ferðalag um Ísland-kaplakubbar-húfaperlumunstur-talnakapphlaup. Það sem mér fannst gaman var að búa til bókamerki, þá fengum við ferkantað plast stykki með götum, band og nál sem við notuðum til þess að sauma munstur.

Sveinbjörg Frigg Sigurðardóttir.


VERKEFNIÐ MITT Í KJÖRSTJÓRN Ég var kosin í kjörstjórn, við vorum mörg sem buðum okkur fram og þrjú voru kosin. Við fórum í félagsheimilið til að kjósa. Ef einhver er að reyna svindla þá stoppum við hann. Í kjörstjórn situr maður á rassinum og er að gefa fólki kjörseðla til að kjósa og maður strokar yfir nöfnin á þeim sem koma, og segir „þú mátt fara inn í kjörklefann“ og þar kýs maður og brýtur það saman og setur það ofan í kassa og síðan segjum við „takk fyrir að koma“

Sigurður Hólmsteinn


Þemavika Þemavika er þegar allir koma í sérstökum fötum. Það er alltaf einhver sem sér um hvernig fötum á að koma í, í þemaviku. Hjá okkur var það unglingastigið Á föstudaginn var skyrtudagur Á mánudaginn var náttfatadagur Á þriðjudaginn var öfugurdagur Á miðvikudaginn var íþróttadagur Á fimmtudaginn var hattadagur Alberta Kristín


Líkanið mitt, KFC Ég og hópurinn minn bjuggum til líkan af KFC það var búið til úr pappa kössum og fullt af lími ástæðan að það voru búin til svona mörg líkön því það var kosið um hvað við vildum í Bolungarvík . Ástæðan að mér og hópnum langaði í Kfc mér er það vantar meiri úrval af skyndibita í Bolungarvík, maður nennir ekki alltaf að vera fara á Ísafjörð til þess að fá sér skyndibita. Ásberg Júl


Þemavika Þemavika er vika þar sem krakkar í skólanum mæta í allskonar fötum. Það var svona fata þema eina vikuna í skólanum. Þá var náttfatadagur á mánudeginum, þá voru allir í náttfötum í skólanum Það var öfugurdagur á þriðjudegi og þá voru allir öfugt í fötunum í skólanum Svo var íþróttadagur á miðvikudegi og allir komu í íþrótta fötum í skólann Í enda vikunnar var hattadagur á fimmtudaginn og allir komu með mismunandi og flotta hatta á hausnum þann daginn í skólann. Þessi vika var mjög skemmtileg og ég myndi vilja hafa svona viku aftur

Hafdís Ósk


Líkön Við á miðstigi bjuggum til líkön af allskonar dóti sem við viljum fá í bæinn. Það voru u.þ.b 11 líkön. Við bjuggum til líkönin úr pappa, rörum, prikum og fleira. Við settum upp sýningu í sundlauginni sem við sýndum líkönin. Sá sem bjó verkefnið til er Gunnlaugur Gunnlaugsson (Gulli) hann var umsjónamaður í verkefninu. Við vorum 2- 4 í hópum, hver hópur gerði eitt líkan. Allir á miðstigi fengu að velja eitt sem þeir vildu bæta við í Bolungarvík. Þessa frétt gerði Valgerður og Katrín.


Takk fyrir að lesa Bolófréttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.