Brauðtertur

Page 1

Kvennadeild Slysavarnafélags Bolungarvíkur

Hvernig við gerum

Brauðtertur



Rækjubrauðtertur

3,5 kg rækjur 30 egg 2,5 kg majónes 6 dósir sýrður rjómi Búið til salat með því að hræra saman majónesi og sýrðum rjóma, kryddað með paprikukryddi og aromatkryddi. Síðan eru rækjum og eggjum blandað samanvið. Þetta magn er hægt að setja inn í 6 þrjátíumanna þriggjalaga brauðtertur, ekki er sett lag af salati ofan á terturnar. Í hverja brauðtertu fer tíu og hálf sneið af langsskornu brauðtertubrauði. Fallegustu sneiðarnar eru teknar innan úr soðnum eggjunum til að nota í skreytingarnar. Í skreytingar er notað 13 eggjasneiðar á lang- og stutthliðar 13 gúrkusneiðar á lang- og stutthliðar 0,5 kg rækja paprika 1/2 - 1 gúrka steinselja 1 sítróna annað ef vill



Skinkubrauðtertur 8 pakkar af skinku 3 dósir af aspas 1,5 kg majónes 4 dósir sýrður rjómi 1 gúrka 1 paprika Búið til salat, tekið er frá 24 sneiðar af skinku til að setja utan á 4 tertur, sneiðarnar eru skornar í tvennt en 12 hálfsneiðar fara utan á hverja tertu. Í skreytingar er notað skinka ferskjur paprikur gúrka sveskjur vínber steinselja



Gott að vita Utan um brauðterturnar er sett sambland af majónesi og sýrðum rjóma. Utan um 10 tertur er notað u.þ.b. 2 kg majónes og 2 dósir sýrður rjómi. Gott er að skera niður í skreytingarnar um leið og verið er að skera utan af brauðunum og gera salötin. Fjórar konur eru um 3 til 3,5 klst að gera 10 brauðtertur.


Upplýsingabæklingur til kvenna í Kvennadeild Slysavarnafélags Bolungarvíkur. Í gegnum árin hafa konur í deildinni kennt nýjum félagskonum brauðtertugerð en með þessum bæklingi eru upplýsingarnar settar á blað til komandi kynslóða.

Ábyrgðarmaður: Auður Hanna Ragnarsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.