Hundavernd a4 v2

Page 1

Hundavernd Vรกtryggingarskilmรกlar nr. ED14

Gilda frรก: 1. oktรณber 2012


Efnisyfirlit I.

Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5

II.

Almennir skilmálar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19.

Vátryggðir hagsmunir . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Vátryggður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Vátryggingin gildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Sérstakar takmarkanir á bótaskyldu. . . . . . 5 Varúðarreglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Brot á varúðarreglum . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Samsömun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Greiðsla iðgjalds . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Endurgreiðsla iðgjalds . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Eigendaskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Slys . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Sjúkdómur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Lækniskostnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Læknismeðferð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Tvítrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Umferðaróhapp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Upplýsingaöflun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Skammstafanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Fyrning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

III. Sjúkrakostnaðartrygging. . . . . . . . . . . . . . 7 1. 2. 3. 4. 5.

Bótasvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Vátryggingarfjárhæð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Aldurstakmörk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Eigin áhætta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Bótakrafa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

IV. Líftrygging. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 1. 2. 3. 4.

Bótasvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Vátryggingarfjárhæð. . . . . . . . . . . . . . . . . . .11 Ákvörðun bóta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .11 Aldurstakmörk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

V.

Afnotamissistrygging . . . . . . . . . . . . . . . 12

1. 2. 3. 4.

Bótasvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Vátryggingarfjárhæð. . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Ákvörðun bóta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Aldursmörk. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

VI. Umönnunartrygging. . . . . . . . . . . . . . . . . 15 1. 2. 3. 4.

Bótasvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vátryggingarfjárhæð. . . . . . . . . . . . . . . . . . Bótatími . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bótakrafa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

15 15 15 15

VII. Ábyrgðartrygging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. Ábyrgðartími . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. Bótasvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3. Vátryggingarfjárhæð. . . . . . . . . . . . . . . . . . 4. Eigin áhætta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5. Ákvörðun bóta fyrir líkamstjón . . . . . . . . . 6. Ákvörðun bóta fyrir munatjón . . . . . . . . . . 7. Staða tjónþola við tjón . . . . . . . . . . . . . . . . 8. Meðferð bótakrafna . . . . . . . . . . . . . . . . . .

15 16 16 16 16 17 17 17 17


Hagnýtar upplýsingar Hlutverk og gildi VÍS VÍS er traust, leiðandi og framsækið þjónustufyrirtæki sem veitir viðskiptavinum viðeigandi vátryggingavernd og stuðlar að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum. Starfsfólk okkar hefur gildi VÍS ávallt að leiðarljósi við vinnu sína en þau eru Umhyggja – Fagmennska – Árangur. Þjónusta VÍS státar af öflugu þjónustukerfi sem samanstendur af 41 þjónustuskrifstofu um land allt. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga milli 8:30 og 16:30 en þar að auki er hægt að hringja í þjónustuver og tjónaþjónustu í síma 560-5000 alla virka daga milli 8 og 17. Eins er hægt að hafa samband í gegnum netspjall á virkum dögum eða senda tölvupóst á vis@vis.is. Eftir lokun er hægt að hafa samband í Neyðarsíma VÍS í síma 560-5070. Þannig geta viðskiptavinir VÍS sótt fyrsta flokks þjónustu hvenær sem er og hvar sem er. Á heimasíðu VÍS má finna áhugaverðar upplýsingar um þær tryggingar sem eru í boði, forvarnir, og þjónustu VÍS. Auk þess að þar er að finna beiðnir, tjónstilkynningar og annað gagnlegt efni. Á heimasíðunni er líka að finna mínar tryggingar en þær gera viðskiptavinum kleift að skoða tryggingavernd sína, tilkynna tjón, fá upplýsingar um iðgjöld, skattaframtal, skoða greiðslustöðu og fá staðfestingu á ferðatryggingu. Það er bæði einfalt og þægilegt að nota mínar tryggingar og allir viðskiptavinir VÍS hafa aðgang. Forvarnir VÍS er leiðandi tryggingarfélag á sviði forvarna. Forvarnir eru sýnilegur hluti af starfseminni og hafa þann tilgang að fækka slysum og tjónum meðal viðskiptavina og í samfélaginu. Hjá VÍS eru allir starfsmenn forvarnarfulltrúar í þjónustu sinni við viðskiptavini. Forvarnir eru þannig hluti af fyrirtækjamenningu VÍS og mikilvægur hlekkur í starfsemi félagsins. Bílahjálp VÍS Með F plús fjölskyldutryggingu færð þú aðstoð frá Bílahjálp VÍS hvenær sem er sólarhringsins og víðast hvar á landinu. Þjónustan býðst innanlands öllum viðskiptavinum VÍS með F plús fjölskyldu tryggingu. Hvað þarf ég að gera til að notfæra mér þjónustu Bílahjálpar VÍS? Þú hringir í 560-5000 og færð samband við þjónustufulltrúa. Hafðu samband og hjálpin er á næsta leiti.

3|


Gott að vita Almennt Þegar keyptar eru tryggingar skiptir miklu máli að þær byggi á raunverulegri tryggingaþörf einstaklings eða fjölskyldu. Ef valin er of lág fjárhæð getur verið að einstaklingurinn sé undirtryggður og ef valin er of há fjárhæð getur tryggingin verið mun dýrari en hún þarf að vera. Ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að meta tryggingarþörfina þína þá getur starfsfólk VÍS ráðlagt þér með það, sem og ef vátryggingarþörf þín breytist. Hvernig á að lesa skilmála? Tryggingaskilmálar eru samningur þinn og vátryggingafélagsins þíns. Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því er mikilvægt fyrir viðskiptavini að kynna sér þá vel. Gott er að hafa tryggingaskírteinið til hliðsjónar þegar farið er yfir skilmála en á því má sjá hvaða tryggingar eru í gildi, vátryggingarfjárhæðir og eigin áhættur. Tryggingaskírteinið má nálgast á mínum tryggingum á heimasíðu VÍS. Flestir skilmálar eru settir þannig upp að til að byrja með er farið yfir almenn atriði tengd skilmálanum, næst kemur fram hvað og hverjir eru vátryggðir og síðan bótasviðið og takmarkanir á því. Í skilmálanum má einnig finna t.d. varúðarreglur, kafla um samsömun, iðgjöld, vátryggingarfjárhæðir, ákvörðun bóta og undirtryggingu. Mikilvægt er að kynna sér vel hvert bótasvið tryggingarinnar er, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin. Orðaskýringar Í skilmálum má finna orð sem eru (feitletruð/skáletruð/stjörnumerkt). Það þýðir að orðið er skýrt nánar í orðaskýringum aftast í skilmálanum. Varúðarreglur Tryggingafélög geta sett fyrirvara um ábyrgð í skilmála sem kallað er varúðarreglur. Þetta þýðir að ef varúðarreglum er ekki fylgt takmarkast ábyrgð félagsins og því er mikilvægt fyrir tryggingataka að kynna sér þær. Varúðarreglur eru t.d. vegna ráðstafana sem tryggingartaki þarf að gera til að koma í veg fyrir tjón (hafa eldhurð milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis), hæfniskröfur (pípari þarf að sjá um pípulagnir) og varðandi viðhald, not eða geymslu á hlut (læsa útidyrahurð og loka gluggum og krækja aftur þegar enginn er heima). Ef tjón hefur átt sér stað Ef tjón hefur átt sér stað er mikilvægt að vita hvaða tryggingar eru til staðar og hvort þær dekki tjónið. Til að finna út hvaða tryggingar eru í gildi þarf að skoða vátryggingaskírteinið, t.d. í gegnum mínar tryggingar á heimasíðu VÍS, eða hafa samband við starfsfólk VÍS. Á vátryggingarskírteininu kemur m.a. fram hvaða tryggingu þú ert með, hver vátryggingarfjárhæðin er og hvort þú þurfir að greiða eigin áhættu vegna tjónsins. Ef trygging er til staðar getur þú tilkynnt tjónið með því að koma til okkar á næstu þjónustuskrifstofu eða farið inn á mínar tryggingar á heimasíðu VÍS og fyllt út tilkynningu um tjón þar.

|4


sambærilegri stofnun, nema annað komi fram á vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun.

I. Inngangur Um vátrygginguna gilda: • Vátryggingarskírteinið ásamt áritunum og sérskilmálum. • Skilmálar þessir nr. ED14. • Sameiginlegir skilmálar félagsins nr. YY10. • Lög um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Ákvæði í vátryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun ganga framar ákvæðum í skilmálum. Ákvæði í vátryggingarskírteini, endurnýjunarkvittun og skilmálum ganga framar frávíkjanlegum lagaákvæðum. Í skilmálum þessum er að finna skilmála fyrir vátryggingar í Hundavernd VÍS svo og almenna skilmála fyrir þær vátryggingar. Á vátryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun kemur fram hvaða vátryggingar eru í gildi fyrir viðkomandi hund.

4. Sérstakar takmarkanir á bótaskyldu Vátryggingin bætir ekki tjón eða aukningu á tjóni sem beint eða óbeint hlýst af eða er af völdum: 4.1

Jarðskjálfta, eldgoss, skriðufalls, snjóflóðs eða annarra náttúruhamfara.

4.2 Styrjaldar, innrásar, hernaðaraðgerða, borgarrósta, uppreisnar, uppþots, verkfalls eða svipaðra aðgerða. 4.3 Kjarnabreytingar, jónandi geislunar, mengunar af geislavirkum efnum, kjarnaeldsneytis eða kjarnaúrgangsefnis.

5. Varúðarreglur

II. Almennir skilmálar 1. Vátryggðir hagsmunir Vátryggingin tekur til þess hunds sem tilgreindur er í vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun. 2. Vátryggður 2.1 Eigandi hundsins er vátryggður. 2.2 Veðhafar og aðrir þeir sem eiga fjárhagslega hagsmuni í hinu vátryggða eru ekki meðvátryggðir í skilningi laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 3. Vátryggingin gildir 3.1

Vátryggingin gildir á Íslandi.

3.2 Fyrir innfluttan hund tekur vátryggingin gildi eftir dvöl hans í einangrunarstöð eða

5.1

Umhirða hundsins, vistarverur og fóðrun, skal vera í samræmi við ákvæði laga um dýravernd nr. 15/1994 með síðari breytingum, svo og öðrum lögum og reglugerðum sem við eiga.

5.2 Hundurinn skal bólusettur fyrir þeim sjúkdómum og sýkingum sem dýralæknar ráðleggja. Einnig skal farið eftir öðrum ráðleggingum dýralækna varðandi heilsu hundsins. Farið skal eftir þeim heilbrigðiskröfum sem eru skilyrtar í leyfum vegna hundahalds. 5.3 Ef feldur hundsins krefst sérstakrar meðferðar, loftslags, rakastigs eða hann hefur aðrar sérstakar þarfir eða þolir ekki venjulega umhirðu, skal vátryggingartaki bera ábyrgð á að þess sé gætt. 5.4 Vátryggingartaki verður að hafa samband við dýralækni eins fljótt og auðið er, ef hundurinn sýnir merki um lasleika eða þyngdartap. Einnig þarf að hafa tafarlaust

5|


samband við dýralækni hraki heilsu hundsins meðan á meðferð stendur. Fylgja skal fyrirmælum dýralæknis skilyrðislaust á meðan hundurinn er í meðferð hjá honum vegna sjúkdóms eða slyss. 5.5 Vátryggingartaki skal halda utan um allar heimsóknir hundsins til dýralæknis. 5.6 Sé ferðast með hundinn í farþegarými ökutækis skal hann vera í þar til gerðu búri eða hundabílbelti. Ef hundurinn er laus í farangursrými skal vera grind í bílnum sem skilur að farþega- og farangursrými. 5.7 Hundurinn skal vera í hundaól á þeim stöðum sem krafa er gerð um slíkt. 6. Brot á varúðarreglum Skylt er að fara eftir varúðarreglum í skilmálum þessum. Sé varúðarreglum ekki fylgt getur ábyrgð félagsins fallið niður í heild eða að hluta, sbr. 26. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 7.

Samsömun

7.1

Félaginu er heimilt að bera fyrir sig háttsemi manns sem með samþykki vátryggðs er ábyrgur fyrir hinum vátryggða hundi.

7.2

Í atvinnurekstri getur félagið borið fyrir sig háttsemi stjórnenda vátryggð og umsjónarmanni hins vátryggða hunds.

8. Greiðsla iðgjalds 8.1 Iðgjald fyrir vátrygginguna fellur í gjalddaga þegar greiðslu þess er krafist. 8.2 Vanskil á greiðslu iðgjalds geta valdið réttindamissi og niðurfellingu vátryggingarsamnings, sbr. 33. gr. laga um vátryggingar-

|6

samninga nr. 30/2004. 9. Endurgreiðsla iðgjalds 9.1

Falli vátryggingarsamningur úr gildi áður en vátryggingartímabili lýkur endurgreiðir félagið iðgjald í hlutfalli við þann tíma sem vátryggður hefur greitt fyrir og vátryggingin er ekki í gildi.

9.2 Þetta gildir þó ekki ef vátryggingarsamningur hefur fallið úr gildi vegna þess að félagið hefur fullnægt skyldum sínum með því að greiða bætur fyrir algert tjón. 9.3 Ef tjón er bætt úr líftryggingu eða afnotamissistryggingu falla allar tryggingar hundsins í Hundavernd niður frá tjónsdegi. Ef hundurinn lifir gilda ábyrgðartryggingin og umönnunartryggingin þó áfram, ef þær voru til staðar þegar tjónið varð. 10. Eigendaskipti Ef eigendaskipti verða að hinum vátryggða hundi fellur vátryggingin úr gildi þegar eigendaskipti hafa átt sér stað. Félagið er þrátt fyrir þetta ábyrgt ef vátryggingaratburður verður innan 14 daga frá eigendaskiptum ef hinn nýi eigandi hefur ekki sjálfur tekið vátryggingu.

11. Slys Með orðinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, eða verknað hundsins sjálfs, sem veldur meiðslum á hundinum og gerist án vilja þess sem annast hann. 12. Sjúkdómur Með orðinu sjúkdómur er átt við að hundurinn veikist af þekktum og skilgreindum sjúkdómi.


13. Lækniskostnaður 13.1 Með orðinu lækniskostnaður er átt við greiðslur til dýralæknis, dýralæknastofu eða dýraspítala á Íslandi vegna skoðunar eða meðferðar vegna sjúkdóms og slyss. Ennfremur lyfja sem sömu aðilar afhenda eða ávísa vegna sjúkdóma og slysa. 13.2 Ferða- og flutningskostnaður vegna meðferðar og skoðunar telst ekki vera lækniskostnaður. 13.3 Kostnaður vegna sjúkraþjálfunar og endurhæfingar telst ekki vera lækniskostnaður. 13.4 Fóður, fæðubótarefni, heilsu- og hreinlætisvörur og aðrar sambærilegar vörur teljast ekki vera lækniskostnaður. 14. Læknismeðferð Skoðun og meðferð skal vera framkvæmd af dýralækni með starfsleyfi á Íslandi og í samræmi við reynslu, sérfræðiþekkingu og viðurkenndar aðferðir á sviði dýralækninga. 15. Tvítrygging 15.1 Ef sama tjón fellur undir fleiri en eina vátryggingu getur vátryggður valið hvaða vátryggingu hann vill nota þar til hann hefur fengið þær bætur sem hann á kröfu til. 15.2 Ef fleiri en eitt vátryggingarfélag bera ábyrgð á tjóni samkvæmt gr. 15.1 skulu þau, sé ekki um annað samið, greiða bætur hlutfallslega eftir ábyrgð hvers þeirra um sig á tjóninu 16. Umferðaróhapp Ef ekið er á hundinn verður að skila inn upplýsingum um hvaða ökutæki átti í hlut. Ef það er ekki vitað skal tilkynna lögreglu um að ekið

hafi verið á hundinn og skila lögregluskýrslu til félagsins. 17. Upplýsingaöflun Við uppgjör tjóns og ákvörðun bótaskyldu er félaginu heimilt að afla upplýsinga hjá dýralæknum um fyrri sjúkrasögu og heilsufar hundsins og annað sem skipt getur máli við uppgjör tjónsins. 18. Skammstafanir HRFÍ merkir í skilmálum þessum Hundaræktarfélag Íslands. 19. Fyrning 19.1 Vegna ábyrgðartryggingar fyrnist ábyrgð félagsins samkvæmt reglum um fyrningu skaðabótaábyrgðar, sbr. 2. mgr. 52. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 19.2 Vegna annarra vátrygginga fyrnist krafa um bætur á 4 árum. Fresturinn hefst við lok þess almanaksárs er vátryggður fékk nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem eru grundvöllur kröfu hans. Krafan fyrnist þó í síðasta lagi á 10 árum frá lokum þess almanaksárs er vátryggingaratburður varð.

III.

Sjúkrakostnaðartrygging

1. Bótasvið Vátryggingin bætir lækniskostnað vegna: 1.1

Skoðunar og meðferðar hundsins vegna sjúkdóms eða slyss.

1.2

Keisaraskurðar sem talinn er læknisfræðilega nauðsynlegur að áliti dýralæknis, þó greiðir félagið aldrei meira en tvo keisaraskurði vegna hverrar tíkar meðan hún

7|


lifir. Aldrei er greiddur keisaraskurður fyrir Boston terrier, enskan bulldog eða franskan bulldog. Ef tíkin var hvolpafull við tryggingartöku greiðir félagið ekki bætur ef til keisaraskurðar kemur í því tilviki. 1.3 Geldingar eða ófrjósemisaðgerðar sem framkvæma þarf af læknisfræðilegum ástæðum vegna eftirfarandi sjúkdóma: sykursýki (diabetes mellitus), legbólgu (metritis), meiðsla vegna gots, skeiðarsigs (vaginal prolapse), sjúkdóms í blöðruhálskirtli, spangarkviðslits (pernieal hernia), kirtilæxlis við endaþarm (anal adenoma), eistnabólgu (testicular inflammation) og æxlisvaxtar í legi, eistum, leggöngum eða eggjastokkum. 1.4

1.6. Mjaðmaloss (Hip Displacia, HD) og liðbólgu í mjaðmalið (arthrosis of the hip), ef hundurinn er ættbókarfærður hjá HRFÍ og hefur verið tryggður hjá félaginu, samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri. 1.6.1 Áður en tjón fæst bætt vegna þess að hundurinn er með HD eða liðbólgu í mjaðmalið skulu niðurstöður aflestra röntgenmynda vegna þess vera staðfestar af HRFÍ. 1.6.2 Ef hundurinn er af tegund, sem skilyrði er hjá HRFÍ að sé mjaðmamynduð fyrir pörun skal framvísa staðfestingu frá HRFÍ þar sem fram kemur að HRFÍ staðfesti að aflestur röntgenmynda af foreldrum hafi sýnt að þeir hafi verið einkennalausir. Kröfu um að foreldrar skuli hafa verið myndaðir skal miða við þá dagsetningu er reglurnar um viðkomandi tegund tóku gildi í reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ.

Lýtalækninga sem taldar eru læknisfræðilega nauðsynlegar að mati dýralæknis.

1.5 Olnbogaloss (Elbow Displacia, ED) og liðbólgu í olnboga (arthrosis of the elbow), ef hundurinn er ættbókarfærður hjá HRFÍ, og hefur verið tryggður samfellt hjá félaginu frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.

1.7

Beinklökkva, bein- og brjóskkvelli (osteochondrosis) í öðrum liðum en mjaðma- og olnbogalið ef hundurinn er ættbókarfærður hjá HRFÍ, og hefur verið tryggður hjá félaginu samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.

1.5.1 Áður en tjón fæst bætt vegna þess að hundurinn er með ED eða liðbólgu í olnboga skulu niðurstöður aflestra röntgenmynda vegna þess vera staðfestar af HRFÍ.

Vátryggingin bætir ekki lækniskostnað vegna:

1.5.2 Ef hundurinn er af tegund, sem skilyrði er hjá HRFÍ að sé olnbogamynduð fyrir pörun skal framvísa staðfestingu frá HRFÍ þar sem fram kemur að HRFÍ staðfesti að aflestur röntgenmynda af foreldrum hafi sýnt að þeir hafi verið einkennalausir.

1.8 Sjúkdóms sem hundurinn fær innan 14 daga frá gildistöku vátryggingarinnar, eða vegna sjúkdóms eða slyss sem áttu sér upphaf fyrir þann tíma sem vátryggingin tók gildi, hvort sem greining hafði átt sér stað eða ekki. Ákvörðun um upphaf sjúkdóms eða meiðsla grundvallast á áliti dýralæknis. Félagið áskilur sér rétt til að leita sérfræðiálits dýralæknis.

Kröfu um að foreldrar skuli hafa verið myndaðir skal miða við þá dagsetningu er reglurnar um viðkomandi tegund tóku gildi í reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ.

|8

1.9 Skoðunar eða meðferðar í tengslum við meðgöngu eða got. 1.10 Geldingar eða ófrjósemisaðgerðar vegna


annarra orsaka en getið er í gr. 1.3. 1.11 Mjaðmaloss (HD), olnbogaloss (ED), liðbólgu í mjaðmalið eða í olnboga (arthrosis of the hip or elbow), nema samkvæmt því sem tilgreint er í gr. 1.4 og 1.5. 1.12 Naflakviðslits (umbilical hernia) eða launeista (cryptorchidism). 1.13 Fyrirbyggjandi aðgerða og reglulegra skoðana. 1.14 Skoðunar og meðferðar sem ekki er læknisfræðilega nauðsynleg og/eða réttlætanleg.

1.23 Smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis, HCC). 1.24 Hundafárs (canine distemper). 1.25 Slyss sem rekja má beint eða óbeint til þess að hundurinn hafi verið bundinn við vélknúið ökutæki, hafi verið fluttur óvarinn í opnu rými vélknúins ökutækis eða tengitækis eða yfirgefinn í ökutæki. Félagið greiðir ekki: Álag á lækniskostnað vegna þess að leita þurfti til dýralæknis utan dagvinnutíma, nema brýna nauðsyn hafi borið til.

1.15 Aukakvilla sjúkdóms og slyss sem ekki eru bótaskyld úr vátryggingunni, né heldur aukakvilla vegna meðferðar á þeim.

Kostnað vegna lyfseðla, reikningsgerðar, vottorða eða sjúkraskýslugerðar.

1.16 Augn- og húðsjúkdóma í Shar Pei hundakyni.

2. Vátryggingarfjárhæð

1.17 Skýs á augasteini (cataract).

2.1

1.18 Geðsjúkdóma, atferlisbrests, skapgerðargalla eða annarra geðrænna einkenna. 1.19 Sjúkdóma í tannholdi, tannhirðu, tannviðgerða eða galla í tönnum eða biti. Vátryggingin bætir þó meðhöndlun á tönnum sem brotna vegna slyss. 1.20 Segulómskoðunar (Magnetic Resonance Imaging, MRI) eða sneiðmyndatöku (Computer Tomography, CT). 1.21 Sýnatöku og rannsókna til þess að ákvarða mótefni eða styrk mótefna. 1.22 Smáveirusýkingar (canine parvovirus infection) nema hundurinn hafi verið bólusettur á síðustu 12 mánuðunum áður en sýkingin hófst. Miðað er við 24 mánuði ef lifandi bóluefni var notað.

Vátryggingarfjárhæð, sem er hámarksbætur í hverju tjóni, og jafnframt hámarksbætur á hverju vátryggingartímabili kemur fram á vátryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun.

2.2 Þegar talað er um hámarksbætur er átt við bætur, þegar búið er að draga eigin áhættu frá. 2.3 Vátryggingarfjárhæð breytist samkvæmt vísitölu neysluverðs.

3. Aldurstakmörk Við endurnýjun á því almanaksári sem hundurinn verður 7 ára gamall lækka hámarksbætur um 20%, og síðan árlega um 20% af hámarksbótum hverju sinni við endurnýjun næstu 3 árin. 4. Eigin áhætta 4.1

Hvert tímabil eigin áhættu er 100 dagar.

9|


Á hverju tímabili greiðir vátryggingartaki einu sinni fasta fjárhæð í eigin áhættu sem er tilgreind á vátryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun og síðan 10% af lækniskostnaði á tímabilinu umfram hana. 4.2 Upphaf tímabils miðast við þá dagsetningu er fyrst er leitað til dýralæknis vegna tjóns sem telst bótaskylt úr vátryggingunni. Tímabilinu lýkur 100 dögum síðar. 4.3 Næsta tímabil eigin áhættu hefst síðan við næstu heimsókn til dýralæknis vegna bótaskylds tjóns. 4.4 Fjárhæð eigin áhættu breytist samkvæmt vísitölu neysluverðs. 5. Bótakrafa Með bótakröfu skal skila nákvæmri sundurliðun á kostnaði við meðferð og skoðun. Þar skal einnig koma skýrt fram vegna hvaða hundar kostnaðurinn er, með því að láta fylgja upplýsingar um tegund hundsins og einstaklingsmerkingu, svo sem örmerki eða húðflúrnúmer auk annarra einkenna hundsins.

IV. Líftrygging 1. Bótasvið Félagið greiðir bætur ef: 1.1

1.2

Hundurinn deyr af völdum sjúkdóms eða slyss. Hundurinn er svo sjúkur eða slasaður að aflífun er ráðlögð samkvæmt áliti dýralæknis, þar sem læknismeðferð bryti í bága við dýraverndunarsjónarmið.

1.3 Hundurinn hverfur og þrátt fyrir eðlilega leit finnst ekki aftur innan þriggja mánaða. Þegar hundur hverfur ber vátryggingartaka

| 10

að auglýsa eftir honum í fjölmiðlum og standa fyrir leit að honum. 1.4

Hundurinn er svo sjúkur að dýralæknir ráðleggur aflífun vegna olnbogaloss (ED) eða liðbólgu í olnboga (arthrosis of the elbow). Hundurinn verður að vera ættbókarfærður hjá HRFÍ, og hafa verið tryggður samfellt hjá félaginu frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.

1.4.1 Áður en tjón fæst bætt vegna þess að hundurinn er með ED eða liðbólgu í olnboga skulu niðurstöður aflestra röntgenmynda vera staðfestar af HRFÍ. 1.4.2 Ef hundurinn er af tegund, þar sem skilyrði er hjá HRFÍ að hún sé olnbogamynduð fyrir pörun skal framvísa staðfestingu frá HRFÍ þar sem fram kemur að HRFÍ staðfesti að aflestur röntgenmynda af foreldrum hafi sýnt að þeir hafi verið einkennalausir. Kröfu um að foreldrar skuli hafa verið myndaðir skal miða við þá dagsetningu er reglurnar um viðkomndi tegund tóku gildi í reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ. 1.5 Hundurinn er svo sjúkur að dýralæknir ráðleggur aflífun vegna mjaðmaloss (HD) eða liðbólgu í mjaðmalið (arthrosis of the hip). Hundurinn verður að vera ættbókarfærður hjá HRFÍ og hafa verið tryggður hjá félaginu samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri. 1.5.1 Áður en tjón fæst bætt vegna þess að hundurinn er með HD eða liðbólgu í mjaðmalið skulu niðurstöður aflestra röntgenmynda vera staðfestar af HRFÍ. 1.5.2 Ef hundurinn er af tegund, þar sem skilyrði er hjá HRFÍ að hún sé mjaðmamynduð fyrir pörun skal framvísa staðfestingu frá HRFÍ þar sem fram kemur að HRFÍ staðfestir að aflestur röntgenmynda af foreldrum hafi


sýnt að þeir hafi verið einkennalausir. Kröfu um að foreldrar skuli hafa verið myndaðir skal miða við þá dagsetningu er reglurnar um viðkomandi tegund tóku gildi í reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ. 1.6 Hundurinn er svo sjúkur að dýralæknir ráðleggur aflífun vegna beinklökkva, beinog brjóskkvelli (osteochondrosis) í öðrum liðum en mjaðma- og olnbogalið ef hundurinn er ættbókarfærður hjá HRFÍ, og hefur verið tryggður hjá félaginu samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.

Félagið greiðir ekki bætur ef hundurinn deyr eða þarf að aflífa hann vegna: 1.7

Sjúkdóms sem hundurinn fær innan 14 daga frá gildistöku vátryggingarinnar, eða vegna sjúkdóms eða slyss sem áttu sér upphaf fyrir þann tíma sem vátryggingin tók gildi, hvort sem greining hafði átt sér stað eða ekki. Ákvörðun um upphaf sjúkdóms eða meiðsla grundvallast á áliti dýralæknis. Félagið áskilur sér rétt til að leita sérfræðiálits dýralæknis.

1.13 Smáveirusýkingar (canine parvovirus infection) nema hundurinn hafi verið bólusettur á síðustu 12 mánuðunum áður en sýkingin hófst. Miðað er við 24 mánuði ef lifandi bóluefni var notað. 1.14 Smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis, HCC). 1.15 Hundafárs (canine distemper). 1.16 Þess að rekja má dauða hundsins beint eða óbeint til þess að hann hafi verið bundinn við vélknúið ökutæki, hafi verið fluttur óvarinn í opnu rými vélknúins ökutækis eða tengitækis eða yfirgefinn í ökutæki. 1.17 Fyrirmæla opinberra yfirvalda eða annarra sambærilegra ráðstafana. Félagið getur farið fram á krufningu telji félagið að það sé nauðsynlegt til að skera úr um bótaskyldu eða orsök dauða hundsins. Í slíkum tilfellum greiðir félagið krufninguna. 2. Vátryggingarfjárhæð 2.1

1.8 Mjaðmaloss (HD), olnbogaloss (ED), liðbólgu í mjaðmalið eða olnboga (arthrosis of the hip or elbow), nema samkvæmt því sem tilgreint er í 1. gr. þessa kafla. 1.9 Galla í tönnum eða biti. 1.10 Geðsjúkdóms, atferlisbrests, skapgerðargalla eða annarra geðrænna einkenna. 1.11 Aukakvilla sjúkdóms og slyss sem ekki eru bótaskyld úr vátryggingunni, né heldur aukakvilla vegna meðferðar á þeim. 1.12 Augn- og húðsjúkdóma í Shar Pei hundakyni.

Vátryggingarfjárhæð hundsins skal vera jafnhá markaðsvirði hans og er ákveðin með hliðsjón af kaupverði og viðurkenndum verðleikum. Vátryggingarfjárhæð kemur fram á vátryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun.

2.2 Upphæð vátryggingarfjárhæðar er ekki sönnun fyrir verðmæti hundsins. 3. Ákvörðun bóta 3.1

Bætur skulu miðaðar við markaðsvirði hundsins á tjónsdegi, en geta þó aldrei orðið hærri en vátryggingarfjárhæð.

3.2 Aldrei eru greiddar bætur vegna sama

11 |


vátryggingaratburðar úr líftryggingu og afnotamissistryggingu.

eiginleika fyrir slysið eða sjúkdóminn. Hafi félagið greitt út bætur vegna þess að hundur hefur misst sérstaka eiginleika til vinnu og/eða sérstakrar notkunar er eigandinn skuldbundinn til þess að nota hundinn ekki framar í þeim tilgangi.

4. Aldurstakmörk Við endurnýjun á því almanaksári sem hundurinn verður 7 ára gamall lækkar vátryggingarfjárhæðin um 20%, og síðan um 20% af eftirstöðvum fjárhæðinnar hverju sinni við endurnýjun eftir það. Vátryggingin fellur síðan niður og endurnýjast ekki á því almanaksári sem hundurinn verður 10 ára. Hjá eftirtöldum hundategundum fellur vátryggingin þó niður og endurnýjast ekki á því almanaksári sem hundurinn verður 8 ára: Stóri Dani, Leonberger, Nýfundnalandshundur og Sankti Bernharðshundur.

Vátryggingartaki skal geta sýnt fram á að hundurinn hafi skjalfesta verðleika og að hundurinn hafi samfleytt stundað umrædda vinnu eða notkun þar til tjónsatburðurinn átti sér stað. Félagið greiðir ekki bætur fyrir vinnuhunda vegna: 1.2

V. Afnotamissistrygging Inngangur Vátryggingin er annars vegar fyrir hunda sem eru með sérstaka eiginleika og eru samfellt notaðir við vinnu og hins vegar fyrir hunda sem eru notaðir eða munu verða notaðir í kynbótaræktun. Ræktunarhundar skulu vera ættbókarfærðir hjá HRFÍ.

Sjúkdóms sem hundurinn fær innan 14 daga frá gildistöku vátryggingarinnar, eða vegna sjúkdóms eða slyss sem áttu sér upphaf fyrir þann tíma sem vátryggingin tók gildi, hvort sem greining hafði átt sér stað eða ekki. Ákvörðun um upphaf sjúkdóms eða meiðsla grundvallast á áliti dýralæknis. Félagið áskilur sér rétt til að leita sérfræðiálits dýralæknis.

1. Bótasvið

1.3 Hunds sem ekki er lengur hægt að nota í vinnu vegna mjaðmaloss (HD), liðbólgu í mjaðmalið (arthrosis of the hip), olnbogaloss (ED), liðbólgu í olnboga (arthrosis of the elbow) eða beinklökkva, bein- og brjóskkvelli (osteochondrosis).

Félagið greiðir bætur vegna vinnuhunds ef:

1.4

1.1

Hundur hefur sannanlega tapað til frambúðar eiginleikum sínum sem voru nauðsynlegir fyrir vinnu og/eða notkun hans vegna slyss eða sjúkdóms. Missir sérstakra eiginleika skal staðfestur með vottorði dýralæknis og vitnisburði frá óháðum aðila sem er fær um að dæma hvort hundurinn hafi eiginleikann. Hundurinn verður sannanlega að hafa haft þennan

| 12

Utanáliggjandi galla, naflakviðslits (umbilical hernia) eða launeista (cryptorchidism).

1.5 Galla í tönnum eða biti. 1.6 Geðsjúkdóms, atferlisbrests, skapgerðargalla eða annarra geðrænna einkenna. 1.7

Augn- og húðsjúkdóma í Shar Pei hundakyni.


1.8 Aukakvilla sjúkdóms og slyss sem ekki eru bótaskyld úr vátryggingunni, né heldur aukakvilla vegna meðferðar á þeim. 1.9 Smáveirusýkingar (canine parvovirus infection) nema hundurinn hafi verið bólusettur á síðustu 12 mánuðunum áður en sýkingin hófst. Miðað er við 24 mánuði ef lifandi bóluefni var notað.

mjaðmalið skulu niðurstöður aflestra röntgenmynda vera staðfestar af HRFÍ. 1.16.2 Ef hundurinn er af tegund, þar sem skilyrði er hjá HRFÍ að hún sé mjaðmamynduð fyrir pörun skal framvísa staðfestingu frá HRFÍ þar sem fram kemur að HRFÍ staðfestir að aflestur röntgenmynda af foreldrum hafi sýnt að þeir hafi verið einkennalausir.

1.10 Smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis, HCC). 1.11

Hundafárs (canine distemper).

1.12 Slyss sem rekja má beint eða óbeint til þess að hundurinn hafi verið bundinn við vélknúið ökutæki, hafi verið fluttur óvarinn í opnu rými vélknúins ökutækis eða tengitækis eða yfirgefinn í ökutæki. Félagið greiðir hlutabætur vegna ræktunarhunds ef dýralæknir staðfestir að: 1.13

Hundur hefur tapað frjósemi vegna sjúkdóms í legi, eggjastokkum, blöðruhálskirtli eða eistum.

1.14

Tvær sæðisfrumutalningar með minnst sex mánaða millibili sýndu að karlhundur væri ófrjór.

1.15

Tík verður ekki hvolpafull eftir mökun við tvo karlhunda sem báðir eru frjósamir og hafa þegar getið af sér hvolpa. Rannsaka skal tíkina til að útiloka að um skammvinnt sjúkdómsástand sé að ræða.

1.16

Kröfu um að foreldrar skuli hafa verið myndaðir skal miða við þá dagsetningu er reglurnar um viðkomandi tegund tóku gildi í reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ.

Hundur sé óhæfur í ræktun vegna mjaðmaloss (HD) eða liðbólgu í mjaðmalið (arthrosis of the hip) ef hundurinn hefur verið með afnotamissistryggingu hjá félaginu samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.

1.16.1 Áður en tjón fæst bætt vegna þess að hundurinn er með HD eða liðbólgu í

1.17

Hundur sé óhæfur í ræktun vegna, misvaxtar í olnboga (ED) eða liðbólgu í olnboga (arthrosis of the elbow) ef hundurinn hefur verið með afnotamissistryggingu hjá félaginu samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.

1.17.1 Áður en tjón fæst bætt vegna þess að hundurinn er með ED eða liðbólgu í olnboga skulu niðurstöður aflestra röntgenmynda vera staðfestar af HRFÍ 1.17.2 Ef hundurinn er af tegund, þar sem skilyrði er hjá HRFÍ að hún sé olnbogamynduð fyrir pörun skal framvísa staðfestingu frá HRFÍ þar sem fram kemur að HRFÍ staðfesti að aflestur röntgenmynda af foreldrum hafi sýnt að þeir hafi verið einkennalausir. Kröfu um að foreldrar skuli hafa verið myndaðir skal miða við þá dagsetningu er reglurnar um viðkomandi tegund tóku gildi í reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ. 1.18

Ef hlutabætur eru greiddar samkvæmt gr. 1.13 til 1.17 vegna ræktunarhunds sem lifir en ekki er hægt að nota í ræktun skal banna notkun hundsins í ræktunartilgangi hjá HRFÍ þótt möguleiki sé á því að hundurinn sé enn frjósamur eða sæði hans sé til í geymslu.

13 |


Félagið greiðir ekki bætur fyrir ræktunarhund vegna: 1.19 Sjúkdóms sem hundurinn fær innan 14 daga frá gildistöku vátryggingarinnar, eða vegna sjúkdóms eða slyss sem áttu sér upphaf fyrir þann tíma sem vátryggingin tók gildi, hvort sem greining hafði átt sér stað eða ekki. Ákvörðun um upphaf sjúkdóms eða meiðsla grundvallast á áliti dýralæknis. Félagið áskilur sér rétt til að leita sérfræðiálits dýralæknis.

1.30 Slyss sem rekja má beint eða óbeint til þess að hundurinn hafi verið bundinn við vélknúið ökutæki, hafi verið fluttur óvarinn í opnu rými vélknúins ökutækis eða tengitækis eða yfirgefinn í ökutæki.

2. Vátryggingarfjárhæð 2.1

1.20 Tíkar sem hefur þrisvar átt hvolpa.

Vátryggingarfjárhæð hundsins skal vera jafnhá markaðsvirði hans og er ákveðin með hliðsjón af kaupverði og viðurkenndum verðleikum. Vátryggingarfjárhæð kemur fram á vátryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun.

1.21 Tíkar sem hefur náð sex ára aldri og hefur aldrei eignast hvolpa né heldur karlhunds sem hefur náð sex ára aldri og hefur ekki getið af sér skrásetta hvolpa.

2.2 Upphæð vátryggingarfjárhæðar er ekki sönnun fyrir verðmæti hundsins.

1.22 Utanáliggjandi galla, naflakviðslits (umbilical hernia) eða launeista (cryptorchidism).

3. Ákvörðun bóta

1.23 Galla í tönnum eða biti. 1.24 Geðsjúkdóms, atferlisbrests, skapgerðargalla eða annarra geðrænna einkenna. 1.25 Augn- og húðsjúkdóma í Shar Pei hundakyni. 1. 26 Aukakvilla sjúkdóms og slyss sem ekki eru bótaskyld úr vátryggingunni, né heldur aukakvilla vegna meðferðar á þeim. 1.27 Smáveirusýkingar (canine parvovirus infection) nema hundurinn hafi verið bólusettur á síðustu 12 mánuðunum áður en sýkingin hófst. Miðað er við 24 mánuði ef lifandi bóluefni var notað. 1.28 Smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis, HCC). 1.29 Hundafárs (canine distemper).

| 14

3.1

Bætur skulu miðaðar við markaðsvirði hundsins á tjónsdegi, en geta þó aldrei orðið hærri en vátryggingarfjárhæð.

3.2 Hlutabætur samkvæmt gr. 1.13 til 1.17 eru alltaf 50.000 kr. lægri en bætur hefðu orðið samkvæmt gr. 3.1. 3.3 Aldrei eru greiddar bætur vegna sama vátryggingaratburðar úr líftryggingu og afnotamissistryggingu.

4. Aldursmörk Við endurnýjun á því almanaksári sem hundurinn verður 7 ára gamall lækkar vátryggingarfjárhæðin um 20%, og síðan um 20% af eftirstöðvum fjárhæðinnar hverju sinni við endurnýjun eftir það. Vátryggingin fellur síðan niður og endurnýjast ekki á því almanaksári sem hundurinn verður 10 ára.


VI. Umönnunartrygging 1. Bótasvið

4. Bótakrafa 4.1

Félagið greiðir kostnað vegna: 1.1

Vistunar og gæslu hundsins á dýrahóteli eða sambærilegri stofnun, ef vátryggingartaki eða annar fjölskyldumeðlimur með sama lögheimili og býr á sama stað slasast svo alvarlega eða veikist, að ekki er hægt að veita hundinum þá umönnun sem hann þarfnast.

Bótakröfu vegna umönnunar skal fylgja læknisvottorð um tímabil og veikindi þess einstaklings í fjölskyldunni sem er þess valdandi að ekki er hægt að halda hundinum á heimilinu.

4.2 Ennfremur þarf vátryggingartaki að skýra frá ástæðum þess að ekki var hægt að sjá hundinum fyrir umönnun á heimilinu. Skila þarf inn frumriti af reikningi dýrahótelsins.

Félagið greiðir ekki kostnað vegna:

VII. 1.2

Sjúkdóms eða meiðsla sem áttu sér upphaf áður en vátryggingin var tekin.

1.3 Viðvarandi sjúkdómsástands einhvers í fjölskyldunni. 1.4

Meðgöngu, barnsfæðingar eða tengdra atvika.

1.5. Veikinda sem rekja má til misnotkunar áfengis, lyfja, eða áverka sem viðkomandi veldur sjálfum sér. 1.6. Ofnæmis fjölskyldumeðlima fyrir hundinum. 2. Vátryggingarfjárhæð Vátryggingarfjárhæð kemur fram á vátryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun. Vátryggingarfjárhæð breytist samkvæmt vísitölu neysluverðs,

Ábyrgðartrygging

Inngangur Samkvæmt íslenskum lögum bera menn skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir valda öðrum saknæmum og ólögmætum hætti. Þessi regla er nefnd sakarregla og er grundvallarregla í íslenskum rétti. Ef sá sem sóttur er til greiðslu skaðabóta á ekki sök á tjóninu ber hann almennt ekki skaðabótaábyrgð. Hlutverk ábyrgðartryggingar er að greiða skaðabætur fyrir vátryggðan ef hann hefur bakað sér skaðabótaábyrgð, að því leyti sem tjónþoli á ekki að bera tjón sitt sjálfur vegna meðsakar eða meðábyrgðar, og einnig greiða kostnað sem vátryggður verður fyrir, ef skaðabótakrafa er gerð á hendur honum. Þar sem skaðabótaábyrgð er oft flókið lögfræðilegt úrlausnarefni ber vátryggðum að leita samráðs við félagið um réttarstöðu sína, ef hann er krafinn skaðabóta vegna tjóns sem hann er talinn eiga sök á. Jafnframt er vátryggðum bent á að lesa ábyrgðartryggingarskilmálann með þetta í huga.

3. Bótatími Bótatími getur ekki orðið lengri en 60 dagar á hverju vátryggingartímabili.

Viðurkenning vátryggðs á skaðabótaskyldu skuldbindur aðeins hann sjálfan, en ekki félagið. Vátryggður getur því með slíkri viðurkenningu átt það á hættu að greiða sjálfur skaðabætur vegna tjóns, sem ábyrgðartryggingin tekur ekki til.

15 |


1. Ábyrgðartími 1.1 Vátryggingin tekur til vátryggingaratburðar sem verður á vátryggingartímabilinu. 1.2 Komi afleiðingar atviks sem tjón hefur hlotist af og gerst hefur á vátryggingartímabilinu ekki í ljós fyrr en vátryggingin er fallin úr gildi greiðir félagið samt sem áður bætur. 1.3 Félagið greiðir ekki bætur fyrir tjón vegna atviks sem varð áður en vátryggingartímabilið hófst, enda þótt tjónið komi ekki í ljós fyrr en á vátryggingartímabilinu.

2.6 Tjón sem rekja má til þess að ekki er farið eftir lögum og reglum sem við eiga um viðkomandi dýrahald. 2.7 Kaup, dagpeninga eða aðrar greiðslur, sem vátryggða ber samkvæmt lögum eða samningi að greiða manni sem orðið hefur fyrir slysi. 2.8 Sektir, málskostnað eða önnur útgjöld í sambandi við refsimál. 2.9 Tjón sem rekja má til þess að hundinum verði á mistök við starfa sinn.

2. Bótasvið

3. Vátryggingarfjárhæð

Vátryggingin bætir: 2.1 Beint líkams- eða munatjón þriðja manns vegna skaðabótaábyrgðar vátryggðs sem fellur á hann sem eiganda hunds samkvæmt íslenskum lögum. Með munum er átt við fasteign og lausafé, þ.m.t. dýr. Vátryggingin bætir tjón að því leyti sem tjónþoli á ekki að bera tjónið sjálfur vegna meðsakar eða meðábyrgðar.

3.1

Vátryggingin bætir ekki: 2.2 Tjón innan samninga, þ.e. tjón sem vátryggður ber ábyrgð á vegna vanefnda á samningi. 2.3 Tjón sem fjölskylda vátryggðs verður fyrir. Til fjölskyldu teljast maki (sambúðarmaki) vátryggðs, börn og annað skyldulið, enda eiga þessir aðilar sameiginlegt lögheimili. Ofangreint ákvæði á einnig við um umsjónaraðila hundsins hverju sinni. 2.4 Tjón á munum sem vátryggður eða aðilar samkvæmt gr. 2.3 hafa til afnota, til geymslu, eða eru af öðrum orsökum í þeirra vörslu. 2.5 Tjón á munum stafi það af eldsvoða, vatni vegna slökkvistarfs, reyk, sóti eða sprengingu.

| 16

Ábyrgð félagsins vegna hvers einstaks vátryggingaratburðar takmarkast við vátryggingarfjárhæð sem tilgreind er í vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun. Verði fleiri en eitt tjónsatvik af sömu orsök teljast þau vera af völdum eins vátryggingaratburðar.

3.2 Kostnaður sem til er stofnað með samþykki félagsins til þess að skera úr um bótaskyldu vátryggðs og vextir af bótafjárhæð greiðast, enda þótt greiðsla félagsins fari af þeim sökum fram úr vátryggingarfjárhæðinni. 3.3 Sé vátryggingarfjárhæðin lægri en höfuðstóll bótafjárhæðar greiðist aðeins sá hluti kostnaðar og vaxta er svarar til bótafjárhæðar þeirrar sem félaginu ber að greiða. 3.4 Vátryggingarfjárhæð breytist samkvæmt vísitölu neysluverðs.

4. Eigin áhætta 4.1

Af hverju tjóni ber vátryggingartaki eigin áhættu sem tiltekin er í vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun.

4.2 Nái höfuðstóll bótakröfu ekki lágmarki eigin


áhættu greiðir félagið ekki heldur kostnað þótt krafan og kostnaðurinn verði samanlagt hærri en fjárhæð eigin áhættu.

7.

Staða tjónþola við tjón

7.1

Ef vátrygging tekur til tjóns vátryggðs vegna skaðabótaábyrgðar sem hann ber getur tjónþoli krafist bóta beint frá félaginu. Félaginu og vátryggðum er skylt að upplýsa tjónþola um ábyrgðartryggingu sé hún fyrir hendi.

7.2

Ef fram kemur krafa um bætur á hendur félaginu skal tilkynna það vátryggðum án ástæðulauss dráttar og veita honum upplýsingar um meðferð kröfunnar. Viðurkenning félagsins á atriðum sem lúta að ábyrgð er ekki bindandi fyrir vátryggðan.

7.3

Nú tilkynnir tjónþoli félaginu að hann hyggist höfða mál á hendur því og getur það þá krafist þess að hann beini málshöfðuninni einnig gegn vátryggðum. Skal félagið tilkynna tjónþola um þá kröfu sína án ástæðulausrar tafar og á sannanlegan hátt.

7.4

Um stöðu tjónþola að öðru leyti vísast til 44. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004.

4.3 Fjárhæð eigin áhættu breytist samkvæmt vísitölu neysluverðs.

5. Ákvörðun bóta fyrir líkamstjón Vátryggingin greiðir bætur fyrir líkamstjón þriðja manns á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993.

6. Ákvörðun bóta fyrir munatjón 6.1

Bætur skulu miðaðar við verðmæti á tjónsdegi.

6.2 Félagið getur annað hvort greitt áætlaðan viðgerðarkostnað eða látið gera við það sem skemmdist og greitt viðgerðarkostnað, ef unnt er að gera við það sem skemmdist þannig að það verði í svipuðu ástandi og fyrir tjón og það borgar sig að mati félagsins. 6.3 Félagið getur greitt bætur í peningum eða útvegað sambærilegan hlut og varð fyrir tjóninu, ef ekki er unnt að gera við það sem skemmdist eða það borgar sig ekki að mati félagsins. Hafi félagið greitt bætur samkvæmt þessari grein áskilur það sér rétt til að gera tilkall til þess sem skemmdist. 6.4 Félagið hefur rétt til að greiða mismun á verðmæti þess sem skemmdist eins og það var fyrir vátryggingaratburð og verðmæti eftir vátryggingaratburð.

8. Meðferð bótakrafna 8.1 Vátryggður má ekki viðurkenna bótaskyldu sína eða gera samninga um bætur án samþykkis félagsins. 8.2 Félagið kemur fram fyrir hönd hinna vátryggðu og ræður málsmeðferð allri og annast málsmeðferð fyrir dómstólum ef á reynir. Sama gildir um kröfur um laun fyrir björgun eða aðstoð.

6.5 Vátryggður skal ekki hagnast á vátryggingar-atburði. Vátryggingin skal einungis bæta raunverulegt tjón vátryggðs.

17 |


Orðskýringar Imet ligendipsam auta qui quia nimi, cuptas everio ommo et aut magnam sinullat. Gia plit, imenien imoloriorum voluptas dem endae volutatur maiorum fuga. Eptur? Iquis magnatis aperiaturem remos aut lab idebitas escienis autatur as aut aut aut ma vent faccusam eate conseque nonsequi con pelique alis ut lacepernat la cus ratiore mpossin ullorrum aut que qui cupta cones reiur? Ovid quo est, aut quatemporro volupta de dolore plabor am imus ut qui rerro incium aceptat iberum dolla del ma nectio molorro magnimus as et il ma impostis assit des experunt doloriat volut occus. Ga. Ximincitia et que velit, sus repera qui omnihita dolori blam fuga. Et laborum elitae non pernam estiat ut volor apis vent ium ratur, omnimust, volupta erferios resecto blaut vel escia alibus diam a alignis itatem et eatior sinvelest, evenimus, tem sandame nossed eseque maiossi odigni ipsus eatur arum experciat est, volliquisit qui te mos eicitatibus. Iquid et ut voluptias sim ipicimpore num qui ratur, imincidis pres nisti in expliquia volliciatiis dolore volenda dolori vendam quuntis eturerum ea abo. Litibus molorestiae rest assi ad et provid qui aut eum quas qui optasperio molorae nonse sus rehenemporis vid et fuga. Taes et eos dolore estrum qui dolorepro mincid mi, autemos magnis commolor seque volupta qui tem. Nam consendam entia non erum fugiatin re nonsent eossi beat que sequibus saperferest, autasped mos ex et hiciet am dolor sitatur sita venia quos volorem rem voluptur? Pissin estias nimint officiatibus ipsum ipicium aut explatincto il ma quasper chitium ullendi cipsusae ommolor epraest eveliatis repudictur mos que ma voluptae latur sequi sunt mo officipsant. Rum experum estrum id moditaque quodit eseque pres eaquo id quamus quistio. Itatiis nem fugiaspera commoluptam fuga. Modi ullam qui

| 18

te el estrum expliquid qui ute doloreptis dolorro mollamet exererunt unt perataturia num vollabo. Agnam quo molorerrumet eatius comnis antium fugitec atecto odi doluptatest evellaborit faccus exerum voloremque ditatur? Quidebitat. Dusam qui ut ipsaectet liqui is dolupis ipsunt. Rehendi di bla aut quaes si cuptas qui ullacil ipicit, volesti dus pos qui cupta sim quidus exerias eaqui ut dolore venti ulpariatem quid quam qui officip sandigenisci simped et utem essitiorro eate et qui alicit voluptur, qui deritae ratiatem raesecto voloreptatas sequi soloreptatas ratempore iuribusant lique que corit eaquiaerum andunt. Adicae sequodi ctorrunt que dolendempe entis dolorpore digenih icidiatecum resto vereria eaquam intur? Quidente sum voluptatur, totatiatis autem faccume porumquo cum, simaior reici is et quis quo qui rem volo veliqui vendi ad maximol orumquae. Nempore iduciis tiorume aut re nat pre, aut vendae maximus doluptasit, volupientior ape dipsum fugia soloremqui blab ipictotat aliqui non et quae venimus, sintis nonemporum conseque siminte velique ideliquid et faces dion erum quia premporia ducid quaturi con ressimet mint liquundam quatem et, odi quid que cum ex eaquunt assimus molorrum dolupta secupta nia con eos ipsapit ianditatur aut fugitat. Rupta venis re voluptaqui conseque eatur? Udame cus quid modiat as vellorae. Ur? Genda voluptati doluptate pel magnatibus niatat ent unto comnis excest dus magnihic te nus, nonsenem sin num inulles mos rem latia verumquibus, enesect otaspe debit vendic temporumque offic teculpa apitium alit el etur rest quos ea vererum fugitatur? Hitam ulles ditatusant, torat et exceati asperovit volupit, secte discidit quam, consequo eos re ne pro quundes est, offic to vitatus, temqui consece aquunt imos asped quidebit, sunto totaspiet voluptium et volor a velit rehentis mod que quis samus es volenda sendess itiore dolorib eaquatiatet mod maiostium dolore sed


19 |



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.