Fjármögnun fyrirtækja - Framtíð LIBOR

Page 1

FJÁRMÖGNUN FYRIRTÆKJA FRAMTÍÐ LIBOR


FJÁRMÖGNUN FYRIRTÆKJA: FRAMTÍÐ LIBOR 3. júlí 2018

YFIRLIT YFIR GREININA Um hvað fjallar greinin? Í greininni er í stuttu máli fjallað um hvaða þróun hef­ ur átt sér stað í tengslum við LIBOR í kjölfar LIBOR hneykslisins sk., hvaða breytingar eru fyrirhugaðar og hvernig þessar breytingar koma við fjármálafyrirtæki á Íslandi.

Hver skrifar greinina? Höfundurinn er Höskuldur Eiríksson, lögmaður og einn eigenda BBA Legal. Höskuldur hefur yfir 11 ára reynslu af því að veita lögfræðilega ráðgjöf í tengsl­ um við ýmsar gerðir viðskiptasamninga, þ.m.t. láns­ samninga milli banka og fyrirtækja. Höskuldur er höf­ undur bókarinnar Lánssamn­ ingar milli banka og fyrir­ tækja, sem BBA gaf út árið 2016. Hægt er að hafa sam­ band við Höskuld með tölvu­ pósti (hoskuldur@bba.is) eða í síma 5500 516 (borðsími) / 695 2132 (farsími).

2

Lykilatriði greinarinnar: Óvíst er hvort LIBOR verði til staðar, a.m.k. í núver­ andi mynd, eftir árið 2021. Vinnu er ekki enn lokið við þróun vaxtaviðmiða sem geta verið heppilegir val­ kostir til notkunar í lánssamningum og því er LIBOR enn mest notað. Helst virðist koma til greina að halda áfram þróun á sk. Risk free rates og gera viðeigandi breytingar varðandi þau til að þau geti átt betur við samninga um langtímalán. Lánssamningar þurfa að innihalda varaleiðir til að ákvarða vexti ef LIBOR verð­ ur ekki lengur nothæft en líkast til þarf á endanum að breyta samningum til að endurspegla nýja markaðs­ framkvæmd þegar hún liggur fyrir.


1. HVAÐ ER LIBOR? Bankar fjármagna útlán sín með ýmsum hætti. Þeir taka á móti innlánum og gefa út skuldabréf og aðra fjármálagerninga á fjármagnsmörkuðum. Jafnframt geta þeir fjármagnað sig hjá öðrum bönkum á milli­ bankamörkuðum. LIBOR (London Interbank Offered Rate), sem er eitt mest notaða vaxtaviðmiðið á lánaog fjármagnsmörkuðum heimsins, á að endurspegla þau vaxtakjör sem bönkum býðst að fá lánað á hjá öðrum bönkum á millibankamarkaði í London með því að taka við innlánum frá þeim. LIBOR vextir eru nú birtir fyrir fimm gjaldmiðla, CHF, EUR, GBP, JPY og USD), og fyrir sjö mismunandi lánstímabil, frá einni nóttu upp í 12 mánuði. Talið er að LIBOR sé undirliggjandi í vaxtaútreikningi fjármálagerninga að fjárhæð sem nemur meira en 350 billjón banda­ ríkjadölum eða sem nemur um 37.700 billjónum ís­ lenskra króna. Óhætt er því að segja að útreikning­ ur og birting LIBOR hafi gríðarlega mikla þýðingu á fjármagnsmörkuðum, m.a. á lánamörkuðum þar sem vextir af lánum í viðkomandi gjaldmiðlum eru gjarnan reiknaðir sem samtalan af LIBOR og umsömdu vaxta­ álagi.1

2. LIBOR HNEYKSLIÐ Samtök breskra bankamanna (British Bankers‘ Associ­ ation eða BBA) var áður með umsjón með útreikningi og birtingu LIBOR vaxta og voru þeir þá stundum kall­ aðir BBA LIBOR. BBA LIBOR var reiknað með aðstoð úrtaks 18 alþjóðlegra banka sem hver um sig átti að gefa upp fjármagnskostnað sinn á millibankamarkaði í London í 10 mismunandi myntum til 15 mismunandi lánstíma, allt frá einum degi til eins árs. Í ársbyrjun 2012 hófst alþjóðleg rannsókn sem leiddi í ljós víðtæka hagræðingu tiltekinna banka á LIBOR og náði misferlið allt aftur til ársins 2003. Í stuttu máli fólst misferlið í því að þar sem LIBOR var ekki reiknað út á grundvelli rauntalna úr viðskiptum, heldur mati starfsmanna viðkomandi banka á fjár­ magnskostnaði, þá gátu bankarnir haft áhrif á stöðu LIBOR með því að gefa upp tölur á fölskum forsend­ um. Upphaflega virðast bankarnir hafa stundað þessa hagræðingu til að auka hagnað sinn af ýmiss konar viðskiptum, t.a.m. afleiðusamningum, og gáfu þá upp vísvitandi of háa eða of lága tölu, eftir því hvað hentaði vegna uppgjörs afleiðna. Í aðdraganda og í kjölfar fjármálahrunsins stunduðu viðkomandi bankar það að láta fjármagnskostnað sinn líta út fyrir að vera lægri til að vekja upp þá hugmynd á meðal fjárfesta og kröfuhafa að þeir nytu trausts og að staða þeirra væri sterkari en raunin var.

1 Í sumum tilvikum bætist við vaxtaútreikninginn sk. „Mandatory Costs“ sem er t.d. kostnaður vegna lausafjárbindingar.

3. ÞRÓUN LIBOR Í KJÖLFAR HNEYKSLISINS

WHEATLEY-SKÝRSLAN OG ICE LIBOR Í kjölfar LIBOR hneykslisins hefur mikill styr staðið um LIBOR og aðferðafræðina að baki útreikningi hans. Það varð strax ljóst að grípa þyrfti til markvissra að­ gerða til að endurvekja traust á LIBOR. Gerðar voru lagabreytingar í Bretlandi og var ný stofnun sett á fót þann 1. apríl 2013, Financial Conduct Authority (FCA), sem fer með miðstýrt eftirlits- og reglusetn­ ingarvald á fjármálamarkaðnum og varð útreikn­ ingur og birting LIBOR eftirlitsskyld starfsemi. Í sk. Wheatley-skýrslu (The Wheatley Review of LIBOR: final report), sem birt var í september 2012 og kennd er við Martin Wheatley (framkvæmdastjóra Financial Supervisory Authority (FSA) sem varð síðar fyrsti for­ stjóri FCA) komu fram tilteknar tillögur til úrbóta. Til grundvallar tillögunum sem fram koma í skýrslunni voru þrjár grundvallarniðurstöður skýrsluhöfunda. Í fyrsta lagi var það talin skýr niðurstaða að heppilegra væri að betrumbæta LIBOR frekar en að leggja LIBOR af og taka upp annað vaxtaviðmið í staðinn. Þó var tekið fram að áhersla skýrslunnar hafi verið á stöðuna í nánustu framtíð og að erfitt hafi reynst að finna lausn sem fæli í sér LIBOR yrði skipt hratt út. Þá var tekið fram að ekki hefði verið gerð tilraun til að leggjast í ítarlegt mat á hugsanlegum valkostum sem gætu þróast í framkvæmd en hvatt var til þess að samhæft alþjóðlegt starf færi fram til að kanna það. Í öðru lagi var það niðurstaða skýrsluhöfunda að notast ætti við upplýsingar sem byggðar væru á raunverlegum við­ skiptum til stuðnings innsendum vaxtakjörum þeirra banka sem áttu að mynda grundvöll fyrir útreikningi LIBOR. Þannig lutu ýmsar tillögur að því að koma á ströngu og ítarlegu ferli til að sannreyna innsend vaxtakjör með vísan til raunverulegra viðskipta og að takmarka birtingu LIBOR við gjaldmiðla og tímabil sem hægt væri að styðja með nægilegum gögnum úr raunverulegum viðskiptum. Í þriðja lagi var talið að markaðsaðilar ættu áfram að hafa mikilvægu hlutverki að gegna í tengslum við útreikning á og umsjón með LIBOR. Ekki verður fjallað nánar um tillögur Wheatley­skýrslunnar í þessari grein. Í kjölfar Wheatley-skýrslunnar voru ýmsar breytingar gerðar til að reyna að endurvekja traust á LIBOR. FCA færði m.a. umsjón með LIBOR færð yfir til ICE Bench­ mark Administration (IBA), sem er dótturfélag hins bandaríska Intercontinental Exchange (ICE), í febrúar 2014. Frá þeim tíma hefur verið talað um ICE LIBOR en í þessari grein er vísað til þess sem bara LIBOR. Núna er LIBOR reiknað út frá vaxtakjörum sem send eru inn til IBA frá hópi banka (11-16 bankar) („LIBOR bankarnir“) varðandi hvern gjaldmiðil og daglega eru birt 35 gengi. Ekki verður fjallað um breytingar á aðferðafræðinni á bak við útreikninginn á LIBOR sem

3


leiddi af tillögum Wheatley-skýrslunnar en LIBOR vextir eru nú birtir kl. 11:55 að London tíma á hverjum viðskiptadegi fyrir fimm gjaldmiðla, CHF, EUR, GBP, JPY og USD), og fyrir sjö mismunandi lánstímabil (1 nótt, 1 vika, 1 mánuður, 2 mánuðir, 3 mánuðir, 6 mánuðir og 12 mánuðir). Frá birtingu Wheatleyskýrsl­unnar hefur LIBOR verið í stöðugri þróun, ýms­ um nefndum verið komið á fót, birtar hafa verið þó nokkrar skýrslur og víðtækt samstarf átt sér stað á milli IBA og markaðsaðila.

4. HVAÐ GERIST EFTIR 2021? Eftir því sem næst verður komist, liggur ekki alveg ljóst fyrir hvað tekur við í ársbyrjun 2022. Framhaldið veltur m.a. á markaðsaðstæðum og vilja markaðs­ aðila. Bailey hvatti til þess í fyrrgreindri ræðu sinni að markaðsaðilar færu af fullri alvöru að undirbúa sig undir umskipti yfir í að nota annað vaxtaviðmið, sem hefði trausta stoð í raunverulegum viðskiptum.

LIFIR LIBOR ÁFRAM?

Það er alveg inni í myndinni að IBA haldi áfram að birta LIBOR á sama grundvelli og nú er gert með Í júlí 2016 tók Andrew Bailey við sem forstjóri FCA. Ári þátttöku LIBOR banka, eftir atvikum með fjölgun síðar hélt hann ræðu um framtíð LIBOR sem hugsan­ þeirra og frekari þróun á aðferðafræðinni. Miðað við lega markar upphafið að endalokum þessa vaxtavið­ núverandi áætlanir yrði það hins vegar ekki gert á miðs.2 Í ræðunni kom m.a. fram að millibankaviðskipti grundvelli þess að FCA væri að beita sér fyrir því að með viðkomandi gjaldmiðla væru of lítil til að LIBOR sannfæra LIBOR bankana um að viðhalda vaxtavið­ bankarnir gætu sent inn upplýsingar um vaxtakjör miðinu eða að þvinga þá til þess. FCA ætlar sér, með til útreiknings á LIBOR, sem byggðu á raunveruleg­ öðrum orðum, ekki að tryggja að LIBOR verði til stað­ um viðskiptum. Áður fyrr hefði þetta ekki skipt öllu ar eftir þetta tímamark. máli, því LIBOR bankarnir hefðu getað byggt innsend IBA gaf út skýrslu í apríl 2018, þar sem fram kemur vaxtakjör á viðskiptum þriðju aðila eða á upplýsingum m.a. fram að IBA hyggst vinna áfram að þróun LIBOR sem þeir fengu frá öðrum bönkum. Í kjölfar Wheatley-­ í samvinnu við yfirvöld, banka og aðra hlutaðeigandi skýrslunnar var hins vegar tekið fyrir þessa nálgun með framtíð LIBOR framyfir árið 2021 í huga. Því gæti og var gerð sú krafa að ef ekki væri virkur markaður allt eins farið svo að LIBOR lifi áfram og verði notað með tiltekinn gjaldmiðil, þá áttu LIBOR bankarnir að sem áframhaldandi valkostur samhliða nýjum vaxta­ byggja innsendar upplýsingar á áliti þeirra sem sér­ viðmiðum sem hafa verið í þróun. fræðinga (e. expert judgement). Margir LIBOR bank­ anna höfðu verið tregir við að byggja á þessu sér­ AÐRIR VALKOSTIR EN LIBOR fræðimati sínu og þótti orðsporsáhættan, sem leiðir Talsverð vinna hefur átt sér stað á undanförnum af því að byggja á sérfræðimatinu til lengdar, óþægi­ árum varðandi önnur vaxtaviðmið, til að mynda hjá leg. Í ræðu Bailey kom fram að þótt FCA hefði völd, ­Financial Stability Board (FSB) í Bretlandi. Áherslan skv. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2016/1011 hefur sérstaklega verið á sk. Risk free rates („RFR“) („vísitölureglugerðin“), til að þvinga LIBOR bankana og hefur viðleitnin snúist um að finna RFR sem hægt til að senda inn upplýsingar um vaxtakjör, þá væri er að nota sem staðgengil LIBOR og greina hvaða það hvorki æskilegt né fæli vísitölureglugerðin í sér breytingar nauðsynlegt er að gera í markaðsfram­ heimild til slíkra þvingana ótímabundið.3 Á grundvelli kvæmd og í samningum til að taka á skiptingunni frá samráðs við FCA, samþykktu LIBOR bankarnir að LIBOR og yfir í þessi RFR. Í þessu samhengi hafa eftir­ senda sjálfviljugir inn upplýsingar um vaxtakjör til loka farandi vaxtaviðmið orðið fyrir valinu hjá yfirvöldum: árs 2021 og viðhalda þar með LIBOR til þess tíma. (a) fyrir dollara er það Secured Overnight Financing Þessi fyrirvari til ársloka 2021, sem er raunar lengri en Rate (SOFR), sem eru vextir fyrir óveðtryggð eins FCA hefði getað þvingað LIBOR bankana til að halda dags (e. Overenight) viðskipti; áfram á grundvelli vísitölureglugerðarinnar, var talinn (b) fyrir pund er það Sterling Overnight Index hæfilegur til að draga verulega úr áhættu og kostnaði Average (SONIA), sem eru vextir fyrir óveð­ sem hefði fylgt því að innleiða breytingar á skemmri tryggð eins dags viðskipti; tíma. Í ljósi þessa lýsti Bailey því yfir að það væri ætl­ (c) fyrir franka er það Swiss Average Rate Overnight un FCA að eftir árslok 2021 myndi FCA ekki beita sér (SARON, sem er meðaltal vaxta sem notaðir eru fyrir því að LIBOR bankarnir sendu inn upplýsingar á svissneskum millibankamarkaði með endur­ sem nauðsynlegar eru til að viðhalda LIBOR. kaupasamninga (repo); (d) fyrir jen er það Tokyo Overnight Average Rate (TONA), sem eru vextir fyrir óveðtryggð eins dags viðskipti; (e) hvað evrur varðar liggur ekki enn fyrir hvaða RFR verður fyrir valinu en gert er ráð fyrir að RFR 2 https://www.fca.org.uk/news/speeches/the-future-of-libor 3 Þess skal getið að vísitölureglugerðin hefur ekki verið tekin upp fyrir evrur verði komið á fót árið 2020, að það

UPPHAFIÐ AÐ ENDALOKUM LIBOR?

í EES-samninginn.

4


verði birt daglega og muni endurspegla fjár­ magnskostnað banka í tengslum við eins dags lán. Enn er töluvert langt í land þar til hægt er að leggja fram ítarlegar áætlanir um að taka þessi RFR upp sem ný vaxtaviðmið. Ætla má að upphaflega verði þeim a.m.k. bætt við sem vaxtaviðmiði til vara (e. fallback) í samningum, m.a. til að uppfylla skyldur sem fram koma í 2. mgr. 28. gr. vísitölureglugerðarinnar en e.t.v. verða þau orðin meginvaxtaviðmiðið árið 2021. Í fyrrgreindri 2. mgr. 28. gr. vísitölureglugerðar­ innar kemur m.a. fram að fjármálafyrirtæki sem nota vaxtaviðmið skuli gera og viðhalda skriflegum áætl­ unum um það hvaða aðgerða þau myndu grípa til ef vaxtaviðmið er lagt af eða það breytist verulega. Eftir ­atvikum eiga slíkar áætlanir að fela í sér tilvísun til eins eða fleiri vaxtaviðmiða sem gætu komið í staðinn fyr­ ir eldri viðmið ásamt rökstuðningi fyrir því af hverju viðkomandi vaxtaviðmið er talið vel til þess fallið að koma í stað hins fyrra viðmiðs sem leggst af. Þá eiga fjármálafyrir­tæki að senda yfirvöldum upplýsingar um þessar áætlanir, ef eftir þeim er óskað, og eiga samn­ ingar við viðskiptavini að endurspegla þessa áætlun.

PRAKSTÍSK VANDAMÁL ENN TIL STAÐAR Það er ýmsum vandvæðum bundið að skipta LIBOR út fyrir RFR þar sem töluverður munur er á milli þessara vaxtaviðmiða. Helst má nefna að LIBOR tekur mið af útlánaáhættu en miðað er við að RFR séu áhættulaus. Því myndast bil þarna á milli sem þyrfti að brúa með einhverjum hætti, þ.e. að verðmeta útlánaáhættuna og finna leið til að bæta henni við sem hluta af þeim þáttum sem saman mynda grundvöll til útreiknings vaxta. Þá er LIBOR ákvarðað fyrir mismunandi tímabil frá einum degi til 12 mánaða, eins og áður var minnst á, og eftir því sem tímabilin eru lengri þá eykst útlána­ áhættan en ekki er reiknað með henni í RFR, sem auk þess miðar aðeins við eins dags lán. Enn hefur ekki fengist niðurstaða um hvernig rétt sé að aðlaga RFR þannig að þau séu fyllilega tæk til notkunar í t.d. láns­ samningum sem sambærilegt vaxtaviðmið og LIBOR, bæði vegna lengdar tímabilsins og útlánaáhættunnar. Jafnframt má geta þess að notkun RFR hefur í för með sér ákveðna óvissu fyrir lántaka og gerir áætlanagerð erfiðari. Þannig lítur LIBOR fram á við, þ.e. LIBOR er ákvarðað á tilteknum degi fyrir upphaf vaxtatímabils og lántaki getur þá reiknað út hvað honum ber að greiða í vexti á vaxtagjalddaga í lok vaxtatímabils­ ins. Hins vegar á eftir að finna út hvaða breytingar nauðsynlegt er að gera á RFR svo hægt sé að nota þau í langtímalánum, þar sem þetta eru eins dags við­ mið, en líkast til þyrfti að reikna út vextina eftir á, í lok vaxtatímabils.

5. LIBOR Í LÁNSSAMNINGUM

SAMNINGAR SEM ÞEGAR HAFA VERIÐ GERÐIR Það má leiða líkum að því að búið sé að gera fjölda samninga um langtímalán þar sem lánstíminn nær fram yfir árið 2021 og þar sem stuðst er við LIBOR sem vaxtaviðmið. Í mörgum lánssamningum er að finna ákvæði sem eiga að taka á þeirri stöðu ef LIBOR vextir eru ekki birtir. Þessi ákvæði eiga það þó sammerkt að þau eru í rauninni bara skrifuð með tímabundna stöðvun á birtingu LIBOR vaxta í huga en ekki að LIBOR verði hreinlega lagt af til frambúð­ ar. Þannig kann það að vera að þótt lánssamningur mæli fyrir um varaleiðir til að ákvarða vexti ef LIBOR er einhverra hluta vegna ekki til staðar, þá þyki fram­ kvæmdin óþarflega íþyngjandi til langs tíma litið. Þá verður einnig að telja líklegt að fjöldi núverandi lánssamninga hafi ekki að geyma nein ákvæði um hvernig með skuli fara ef LIBOR verður lagt af. Hvað þá samninga varðar vaknar stór spurning um hvern­ ig með skuli fara ef LIBOR leggst af. Líklega verður í flestum tilvikum samið um viðeigandi breytingar á viðkomandi lánssamningum áður en á þetta reynir. Að minnsta kosti væri æskilegt fyrir samningsaðila að fara vel í gegnum viðeigandi ákvæði lánssamninga sinna og meta hvort nauðsynlegt eða æskilegt sé að semja um breytingar á þeim. Óvissa um þetta atriði hlýtur að vera slæm bæði fyrir lántaka og lánveitanda og hafa þeir báðir hagsmuni af því að ná saman um eðlilega niðurstöðu. Ef um sambankalán er að ræða bætist við auka flækjustig en þá þarf, eftir atvikum, fyrst að ná samþykki á milli allra eða meirihluta lán­ veitenda um breytingarnar til viðbótar við samþykki lántaka. Ef ekki næst samkomulag um nauðsynlegar breyt­ ingar á lánssamningnum um nýja leið til að reikna út vexti af láninu, og ekki eru neinar varaleiðir í samn­ ingnum, er spurningin hvaða kröfur samningsaðilar myndu gera ef á reyndi fyrir dómi og hvernig íslenskir dómstólar myndu leysa úr þeim. Ef ekki er hægt að ákvarða vexti sem samtöluna af LIBOR og vaxtaálagi, þar sem LIBOR er ekki lengur til staðar, á þá samn­ ingurinn að gilda óbreyttur að öðru leyti en því að engir LIBOR vextir eru reiknaðir? Er samningurinn e.t.v. ógildanlegur sökum forsendubrests? Verður honum breytt með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og hvernig yrði honum þá breytt? Það er ekki ætlunin að fara í djúpa lögfræðilega greiningu á þessum álitaefn­ um hér en óhætt er að segja að niðurstaðan er ekki augljós.

5


6

NÝ ÁKVÆÐI UM ÁKVÖRÐUN VAXTA

6. NIÐURLAG

Á meðan enn er verið að vinna að þróun nýrra vaxta­ viðmiða sem kunna að koma í stað LIBOR, og jafnvel EURIBOR (Euro Interbank Offered Rate), er tæpast hægt að skrifa ný vaxtaákvæði og skilgreiningar varð­ andi ný vaxtaviðmið, með endanlegum hætti þannig að óþarfi sé að eiga nokkuð við skjölin þegar og ef að því kemur að eldri vaxtaviðmiðin verði lögð af. Sú vinna sem hefur átt sér stað í þessum efnum, m.a. af hálfu Loan Market Association (LMA), hefur snúist um að auka sveigjanleika þannig að ferlið við að breyta skjölunum þegar þar að kemur verði auðveldara. Ákvæðin sem hafa verið skrifuð inn í stöðluðu samn­ ingsformin, eins og LMA samningana, varða sem sagt fyrst og fremst hverjir þurfi að samþykkja breytingar í samningum um sambankalán, þ.e. í hvaða tilvikum það þurfi samþykki allra lánveitenda og í hvaða tilvik­ um það nægi að fá samþykki meirihluta lánveitenda (auk lántaka). Einnig mæla þau fyrir um fleiri atvik eða aðstæður sem gefa tilefni til þess að endurskoða vaxtaákvæðin eða virkja varaleiðir til að ákvarða vexti. Áður miðuðust ákvæðin bara við þær aðstæður að skjágengi (e. Screen Rate) fyrir LIBOR væri ekki til staðar, þ.e. ef t.d. LIBOR væri af einhverjum ástæð­ um ekki birt fyrir viðkomandi gjaldmiðil og tímabil. Núna hefur tillögum verið bætt við sem miða að því að virkja ákvæði um breytingar við fleiri aðstæður, t.d. ef skjágengið er ennþá birt en það liggur fyrir að birtingu verður hætt eða verulegar breytingar eru gerðar á aðferðafræðinni að baki útreikningi á LIBOR. Lánveitendur og lántakar ættu að leitast við að hafa ákvæði um varaleiðir til að ákvarða vexti í nýj­ um lánssamningum og hvað eldri lánssamninga varð­ ar, ættu þeir að leitast við að bæta þeim við, að því marki sem ákvæði um varaleiðir eru ekki til staðar nú þegar. Ýmsar leiðir eru færar í þeim efnum en hér verða þær hvorki taldar upp með tæmandi hætti né verður lagt mat á það hvaða leið er heppilegust. Sem dæmi má nefna að ef LIBOR er ekki lengur birt, mætti nota síðasta birta gengi eða meðaltal viðkomandi LIBOR vaxta á þeim hluta lánstímans sem liðinn er áður en hætt var að birta LIBOR. Þá mætti nota sk. viðmiðunarbankagengi (e. Reference Bank Rate) eða byggja á fjármagnskostnaði lánveitanda.

Ef LIBOR verður lagt af er ljóst að það hefur í för með sér ansi víðtæk áhrif á fjármálamarkaði. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni, hvort LIBOR nái að endurvekja traust og lifa af. Jafnframt er mikil­ vægt fyrir markaðsaðila að fylgjast vel með því hvern­ ig vinna með önnur vaxtaviðmið þróast og vera við­ búnir því að gera þurfi breytingar á lánssamningum til þess að endurspegla breyttar aðstæður. Hafi lesendur einhverjar spurningar eða athuga­ semd­ir má gjarnan beina þeim til höfundar á netfang­ ið hoskuldur@bba.is og hann mun leitast við að svara eftir bestu getu. Nánari upplýsingar má m.a. nálgast á eftirfarandi vef­ síðum, sem greinin er m.a. unnin upp úr: https://www.theice.com/iba/libor https://www.theice.com/publicdocs/ICE_LIBOR_ Roadmap0316.pdf https://assets.publishing.service.gov.uk/govern­ ment/uploads/system/uploads/attachment_data/ file/191762/wheatley_review_libor_final­ report_280912.pdf https://www.treasurers.org/ACTmedia/2021_A_ Benchmark_Odyssey_0118_SM.pdf https://blogs.lexisnexis.co.uk/loanranger/replacing­ -libor-current-position-and-implications-for-loan­ -agreements/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.