Share Public Profile
Bergljót Davíðsdóttir
Fyrir nokkrum misserum hefði ég sagt að ég væri kona sem lifði fyrir vinnuna. Lánsama ég ynni við áhugamál mitt. Vinnufélagarnir mínir bestu félagar og vinir. Blaðamennska - fjölmiðlun þar var líf mitt og yndi, Og þrátt fyrir hörkupuð, vonbrigði, leiðindi, illt umtal, mótbyr og ekki síst meðbyr, þá var ekki einn einasti dagur leiðinlegur. En svo má hamra járnið að það verði deigt . Þrátt fyrir álag úr ýmsum áttum utan vinnu, uggði ég ekki að mér og gekk á forðann.Þegar til átti að taka var ekki til innistæða fyrir því sem ég hafði tekið út og gott betut. Andlegt gjaldþrot! Síðustu ár hafa farið í að byggja upp og brjóta niður á víxl. Því aldrei er ein báran stök. Á eftir einu áfalli kemur annað, og þriðja... jafnvel fjorða. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum. Áfallastreita er ekkert gamanmál, raunar miklu alvarlegri en ég hafði gert mér grein fyrir og það er ekkert nema tíminn og réttar ákvarðanir sem