Úlfljótur 2016 4 tbl

Page 1

FIMMTUDAGUR 21.JÚLÍ

Æsispennandi björgunarleikar Slysavarnafélagið Landsbjörg stóð fyrir æsispennandi björgunarleikum í gærkvöldi. Skátafélögin völdu sína fulltrúa til að keppa fyrir hönd félagsins og ekki vantaði keppnisskapið. Þeir sem ekki kepptu sátu ekki hjá aðgerðalausir, en þeir hvöttu félag sitt til dáða og hvatningarsöngva félaganna mátti heyra yfir mótssvæðið, alla leið inn að fjölmiðlasetri. Keppt var í þremur greinum. Sú fyrsta fór fram á túninu fyrir neðan Legoland og fólst í að spotti var bundinn í vatnsfötu sem liðin þurftu að ferja í gegnum þrautabraut á sem skemmstum tíma, ásamt því að glata sem minnstum vökva úr fötunni. Á meðan öllu þessu stóð áttu allir leikmenn að halda í spottann. Önnur keppnisgreinin fór fram á túninu fyrir

MÓTSBLAÐ LANDSMÓTS SKÁTA 2016 | JAMBOREE NEWSPAPER

framan klifurturninn. Þar áttu skátarnir að binda einn fulltrúann á sjúkrabörur og bera hann í kring um túnið. Skátarnir voru kappsamir en höfðu öryggi fulltrúans í fyrirrúmi og komu honum heilum og höldnum í skjól. Þriðja og síðasta greinin fór fram á fótboltavellinum hjá Ferðaveröldinni. Þar fór fram boðhlaup sem reyndi á ratvísi með áttavita, hnútafimi og skyndihjálparkunnáttu skátanna.

Thrilling rescue games Iceland SAR hosted the Rescue Games last night. Each troop chose representatives to compete on their behalf, and everyone was determined to win. Those not competing did not, however, sit idly by, instead cheering their troops forward so loudly that it could be heard all the way to the Media Center.

The games consisted of three events. The first one took place on the lawn below Legoland. Participants were to carry a bucket full of water through an obstacle course. The bucket was tied to a string, which every participant had to be holding at the same time, the objective being to spill as little water as possible. The second event took place on the track by the climbing tower. One participant posed as a casualty, and the others bound them to stretchers and carried them around the lawn as fast as possible. The third event took place on the football field next to the World of Travel. This was a relay race requiring the use of compass-, knotting-, and first-aid skills.

1


Hittið skátann / Meet the Scout 1. Hversu lengi hefur þú verið í skátunum?

1. For how long have you been a scout?

2. Af hverju byrjaðir þú í skátunum?

2. How did you get into scouting?

3. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur

3. What is the single most fun thing you have

gert í skátunum?

done in the scouts?

Annie Burchmore, 44th Glasgow scouts. 10 ára / 10 years old 1. Í kringum sjö ár. 2. Öldubátsferðir og vatnstengdar skátaiðjur. 3.Útilegur eru mitt uppáhald. Allar þær útilegur sem ég hef farið í eru bestar, engin ein stendur upp úr. 1. For about seven years. 2. Rib safari and water activities in general. 3. Camping is my favorite. All the camps we have been in have been the best. No single one stands out.

Óskar Ingi Helgason, Fossbúar. 10 ára / 10 years old 1. Ég er að klára fyrsta árið mitt. 2. Ég var mikið í frístundaklúbbnum í Kotinu þar sem Fossbúar eru líka til húsa. Þegar ég sá hvað Fossbúar gerðu mikið af skemmtilegum hlutum ákvað ég að taka þátt. 3. Allar útilegur sem við förum í eru rosalega skemmtilegar. Þetta landsmót er kannski það skemmtilegasta sem ég hef gert. Í síðustu félagsútilegu fórum við upp að Fossá það er ábyggilega það skemmtilegasta. 1. I’m finishing my first year. 2. I spent a lot of time in an activity center that shared a house with my troop. They seemed to be doing a lot of exciting and fun things so I thought I’d give it a try. 3. All the scout camps we go to are very fun to attend. This Jamboree might be the most fun thing I’ve done as a scout. Although last year we went to Fossá, that was probably the most fun of it all.

Ben Young, Oxfordshire Scouts. 15 ára / 15 years old

1. Frekar lengi, sjö eða átta ár. 2. Allir vinir mínir voru í skátunum þannig ég hélt að það væri gaman og hef aldrei séð eftir því að byrja. 3.Sennilega þetta Landsmót í fullri hreinskilni. Þetta er fyrsta alþjóðlega skátamótið mitt og Ísland er náttúrulega frekar framandi. Hér hefur líka verið töluvert hlýrra en ég hélt að það yrði. 1. Quite a long time. Seven or eight years? 2. All of my friends were in the scouts so I thought that it’d be fun and I’ve never regretted it. 3. Probably this jamboree so far to be honest. It’s the first international camp that I’ve ever been on and Iceland is of course quite exotic. And it’s also a lot warmer that I thought it would be.

Heiða Gyðudóttir, Hafernir. 12 ára / 12 years old. 1. Í um það bil hálft ár. 2. Ég hafði verið í skátasveit Skjöldunga og flutti. Fór þess vegna í Haferni og sé ekki eftir því 3. Landsmótið sem er í gangi núna. Það er svo mikið af krökkum á svæðinu og svo margt að gera. 1. Approx. half a year. 2. I had been in another troop called Skjöldungar, when I moved I joined Hafernir and do not regret it one bit. 3. This Jamboree, there are so many kids here and so much to do.

2

Margrét Arnarsdóttir Hafernir. 12 ára / 12 years old. 1. Fyrir tveimur árum síðan. 2. Báðir foreldrar mínir voru í skátunum og mig hafði alltaf langað að fara í þá. Svo þegar ég loksins prófaði þótti mér það svo gaman. 3. Mér fannst rosalega gaman á Viðeyjarmótinu. Af því að það var flott útsýni og hægt að veiða.

1. For about two years. 2. Both of my parents were scouts and I have always wanted to try it out. When I finally did it was great. 3. I really liked Viðeyjarmótið (annual Viðey island camp). The view was amazing and we could fish.


Kaffihúsið John Smith Í fjölskyldubúðum tjaldsvæðisins opnaði nýverið kaffihús. Það er staðsett í Ameríku og ber nafnið John Smith. Þegar fulltrúar blaðsins kíktu þar við um daginn var sögustund í gangi og húsið pakkfullt af ungum sem öldnum. Kaffihúsið verður opið öll kvöld í vikunni, endilega kíkið við.

John Smith cafe A cafe has opened in the family camp. It is located in America and is called John Smith. When we checked in, storytime was underway and the house was full of people of all ages. The cafe will be open every night this week, check it out.

Skátar án landamæra Ólöf Jónasdóttir, núverandi félagsforingi Klakks, bjó á árunum 2009-2013 í Noregi.Þar hóf hún sinn skátaferil í baklandi Charlottenlund þegar dóttir hennar gekk í félagið. Þar hreifst hún svo af starfinu að hún gekk alla leið og var orðin skáti þegar hún flutti aftur til Íslands. Þó skátinn færist á milli landa þýðir það ekki að skátaandinn sé skilinn eftir. Þegar komið var til Íslands gekk Ólöf í skátafélagið Klakk á Akureyri. Þar varð hún nánast strax félagsforingi og fór beint í að koma á vináttuböndum milli skátafélagana tveggja; Klakks og Charlottenlund. Vináttuböndin eru svo sterk í dag að 50 skátar frá Charlottenlund mættu sem gestir Klakks hingað á Úlfljótsvatn í ár þar sem félögin tvö deila tjaldbúðum. Að ári liðnu verður svo hlutverkum félaganna snúið við, en Klakkur mætir þá með Charlottenlund á norska landsmótið.

Scouts without borders Ólöf Jónsdóttir, group leader of Klakkur, is an Icelander who lived in Norway 2009-2013. There she began her scouting journey when her daughter joined the local scout group Charlottenlund, first as a helpful parent, but quickly became a part of the company itself. Following her stay in Norway she moved back to Iceland, but stayed loyal to her newly found interest in scouting. She immediately joined Klakkur, where she became group leader. From there she made sure that the two groups, Charlottenlund scouts and Klakkur, became acquainted. The groups have since formed a firm friendship. This year’s jamboree was the perfect setting for the two groups to finally meet on a large scale - and the groups even share a common campsite! Next year their roles will be reversed when Klakkur will attend the Norwegian national Jamboree along with Charlottenlund.

3


Skátafélagið Eilífsbúar óska Hrafnhildi Ósk til hamingju með daginn í gær og honum Orra Frey með daginn í dag.

#landsmotskata Myllumerkjið myndirnar ykkar endilega á Instagram og Facebook. Use the hashtag to tag your photos on Instagram and Facebook.

Scout troop Eilífsbúar wish Hrafnhildur Ósk a happy birthday yesterday and Orri Freyr with his birthday today.

Skátafélagið Svanir óskar Höskuldi innilega til hamingju með daginn í gær. Scout troop Svanir wishes Höskuldur a happy birthday yesterday.

@helgathoreyjuliu

@smarig

@skatafelagakraness

@skatarnir

@ingaaevars

@helgathoreyjuliu

Two anonymous poems written during the big game on Monday This jamboree is fun Except the flies I love the sun But not the goodbyes Þegar ég á landsmót fer Þá alltaf glens og gaman er Þótt mýið sé margt Er útlitið ekki svart

Veðurspá / Weather forecast Í dag / Today Fyrir hádegi: 13°, létt gola. Before noon: 13°, light breeze. Eftir hádegi: 16°, mild gola. Mid day: 16°, mild breeze. Kvöld: 15°, mild gola.

Addaðu okkur á Snapchat! Add us on Snapchat!

Evening: 15°, mild breeze.

Á morgun / Tomorrow

Ritstjórnarupplýsingar

Fyrir hádegi: 12°, létt gola.

Útgefandi: Bandalag Íslenskra Skáta

Before noon: 12°, light breeze.

Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson Ritstjórn: Brynjar Smári Alfreðsson, Daníel

Eftir hádegi: 16°, logn.

Grétarsson og Hervald Rúnar Gíslason

Mid day: 16°, light air.

Ljósmyndarar: Árni Már Árnason, Brynjar Smári, Daníel, Hervald Rúnar og Andrew Minshall, 44th Glasgow Scouts.

Kvöld: 12°, mild gola. Evening: 12°, mild breeze.

4

skatarnir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.