Skatablad 2tbl 2016

Page 1

SKÁTABLAÐIÐ

8 FORINGI, FARÐU MEÐ ÞAU ÚT!

22 HVER ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI Í SKÁTASTARFI?

2 • 2016

24 ROVERWAY FRÁSAGNIR FERÐALANGA



Una Guðlaug Sveinsdóttir og Heiður Dögg Sigmarsdóttir með dætur sínar

Ritstjóraspjall

QR-merkið hér til hliðar færir þér Skátablaðið á rafrænu formi. skatamal.is/skatabladid

Skátablað, 2. tbl. 2016 Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta (BÍS). Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri BÍS Ritstjórn: Heiður Dögg Sigmarsdóttir ritstýra, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir ritstýra, Guðný Rós Jónsdóttir, Halldór Valberg Skúlason og Salka Guðmundsdóttir. Útlit og umbrot: Margrét Kröyer Prófarkalestur: Sigríður Ágústsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Ljósmyndir: Amalie Guldberg Thomsen, Anita Engley Guðbergsdóttir, Benedikt Þorgilsson, Birgir Ómarsson, Guðrún H. Vilmundardóttir, Halldór Valberg Skúlason, Jóhanna María Bjarnadóttir, Jón Ingvar Bragason, Salka Guðmundsdóttir, úr myndasafni BÍS og Úlfljótsvatns. Áskrift: Breytingar á póstfangi tilkynnist í síma 550 9800 eða með tölvupósti á netfangið skatar@skatar.is

Bandalag íslenskra skáta er aðili að WOSM, World Organisation of the Scout Movement og WAGGGS, World Association and Girl Guides and Girl Scouts.

Bandalag íslenskra skáta Hraunbær 123 110 Reykjavík Sími: 550 9800 Netfang: skatar@skatar.is Vefföng: skatamal.is og skatarnir.is Facebook: Skátarnir Snapchat: Skatarnir Instagram @skatarnir Twitter: @skatarnir #skatarnir

Hin nútímalega félagsstjórn Barnsgrátur, krúttlegheit og brjóstagjöf verður daglegt brauð á stjórnarfundum Bandalags íslenskra skáta næstu mánuðina því þrír af átta stjórnarmeðlimum eru að stækka fjölskyldurnar sínar. Þetta eru Una Guðlaug Sveinsdóttir, formaður dagskrárráðs, Jón Þór Gunnarsson, formaður alþjóðaráðs, og ég, Heiður Dögg Sigmarsdóttir, formaður upplýsingaráðs. Við Una erum búnar að eignast okkar börn, stúlkur sem fæddust í sömu vikunni um mánaðamótin ágúst/september. Dóttir Unu kom fyrst í heiminn, hún fæddist 29. ágúst og er hennar fyrsta barn. Dóttir mín fylgdi stuttu síðar og mætti á svæðið 1. september en fyrir á ég 2ja ára stúlku. Hvorug stúlkan hefur fengið nafn þegar þessi grein er skrifuð. Þriðja barnið, barn Jóns Þórs er áætlað að fæðist í desember og er mikil eftirvænting eftir barninu sem verður hans annað barn en fyrir á hann 3ja ára strák. Þegar barn Jóns mætir í heiminn verður það sjötta barnið undir 5 ára aldri sem tilheyrir meðlimum bandalagsstjórnar sem óneitanlega hefur áhrif á stemninguna í hópnum. Ef börn framkvæmdastjóra sem einnig situr stjórnarfundi er bætt við þá eru börnin orðin átta. Vegna þessarar miklu fjölgunar barna er starf bandalagsstjórnar einstaklega barnvænt til að koma til móts við þarfir meðlima sinna. Hér á árum áður hefði ekki þótt smart né viðeigandi að mæta með ungabörn á mikilvæga fundi en nú er sem betur fer öldin önnur og þykir umönnun ungbarna ekki lengur tiltökumál á flestum stöðum og erum við skátar að sjálfsögðu þátttakendur í þessari jákvæðu samfélagsþróun. Oft er vitnað í frasann um að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn því fyrir foreldrana er mikilvægt að hafa góðan stuðning frá fólkinu í kringum sig til að geta sinnt foreldrahlutverkinu sem best. Þetta á sérstaklega vel við þegar foreldrarnir sinna ábyrgðarhlutverki af einhverju tagi. Að vera skátaforingi eða meðlimur í félagsstjórn eru dæmi um ábyrgðarhlutverk sem hægt er að sinna áfram með ungabarn á fundum og viðburðum ef foreldrarnir fá nægan stuðning og jákvætt viðmót frá nærumhverfi sínu. Það er mikilvægt að skátahreyfingin sé gott þorp fyrir þessa skáta svo við missum þau ekki frá okkur. Þegar fólk stendur í barnseignum og ungbarnauppeldi gefst oft lítill tími til að sinna foringjastörfum eða öðru skátastarfi. Því er það ekki að ástæðulausu að aldurshópurinn 25 - 35 er ansi fámennur í félagatalinu okkar, sá fámennasti í raun. Brottfall úr skátunum er töluvert hjá fólki á þrítugsaldri og því til mikils að vinna fyrir okkur í hreyfingunni að gera allt sem við getum til að styðja við þessa skáta og þannig halda þeim inni í starfi lengur ef vilji er fyrir hendi. Það geta verið margar aðrar ástæður fyrir brottfalli ungs fólks úr skipulögðu starfi en barneignir og stundum nauðsynlegt að hætta starfi tímabundið - en pössum upp á að það séu einmitt tímabundnar pásur en ekki eilífðarpásur. Þetta er verkefni sem við öll verðum að taka þátt í og vona ég að við Una og Jón Þór séum hvatning og fyrirmynd fyrir fleiri unga skáta að halda áfram sínu skátastarfi þó barneignir standi yfir. Leitum leiða til að gera skátastarfið enn fjölskylduvænna, sérstaklega fyrir fólkið okkar í leiðtoga- og ábyrgðarstörfum. Pössum upp á að þorpið sem skátahreyfingin er sé gott þorp! Heiður Dögg Sigmarsdóttir

SKÁTABLAÐIÐ

3


Spejderman Første del af Spejderman er overstået. Vi er kommet i tøjet igen efter 1000 meters svømning og er klar til at springe på cyklerne og cykle hele vejen over til den lokale bager i Stykkisholmur. Her er vores næste stop! Spejderman? Spejderman er en ½ Ironman, der er afholdes for danske spejdere og er arrangeret af danske spejdere (DDS). Det startede i 2011, og siden da har populariteten for Spejderman vokset. En Ironman består af disciplinerne svømning, cykling og løb. Modsat andre Ironman’s er Spejderman ikke en konkurrence, hvor man kæmper mod hinanden. Derimod får man turn-out point for at være det bedste teamplayer undervejs. Den islandske udgave I år valgte Trine Hjerrild, som står for det i DK, at holde det i Island og hun lavede en speciel, islandsk udgave af Spejderman: En ¼ Ironman. Vi var fem deltagere, to fra Danmark og tre fra Island. Vejret var skønt og vi spiste kager fra bageren, holdt frokost- og snackpauser, tog sjove videoer undervejs og generelt var der bare skruet op for hyggen.

Ja, det var hårdt at svømme 1 km, cykle 45 km og løbe 10 km. MEN når det er sagt, indtog vi sikkert flere kalorier gennem kagerne end hvad vi forbrændte. Så vi gjorde Spejderman til vores eget arrangement og fulgtes ad hele vejen. Det var en virkelig god oplevelse. Normalt ville jeg aldrig kaste mig ud i sådan noget, da jeg ikke rigtig er et sportsmenneske. Men vi konkurrerede ikke mod hinanden, men tværtimod heppede vi på hinanden til det sidste minut. Synes jeg, at det skal afholdes igen på Island? Bestemt! Den måde vi afholdte på var så alle kunne være med. Nå er det op til jer Islændingene at få dette superfede arrangement op at køre næste sommer. /Amalie Guldberg Thomsen, Danish Scout.

Rekkaskátar í Reykjadal

Mynd: Benedikt Þorgilsson

Skátar í Gleðigöngu

Fríður hópur íslenskra skáta tók þátt í Gleðigöngunni í ár sem haldin var í ágúst síðastliðnum. Þetta er orðinn árlegur liður hjá skátunum og hafa þeir vakið athygli í þjóðfélaginu fyrir þátttöku sína í göngunni síðustu þrjú ár. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga sem er einn vinsælasti viðburður þjóðarinnar og því góður vettvangur fyrir skátana að sýna að við stöndum með mannréttindum og minnihlutahópum í þeirra baráttu. Eins og segir í lögum BÍS: Skátahreyfingin er opin fyrir alla sem fylgja markmiðum hennar. Skátar fara ekki í manngreinarálit, mismuna ekki heldur viðurkenna fjölbreytileika meðal manna og stuðla að umburðarlyndi og gagnkvæmum skilningi manna á meðal.

4

SKÁTABLAÐIÐ

Þann 25. ágúst síðastliðinn var haldið pottapartý rekkaskáta í Reykjadal að sönnum skátasið. Mætingin var góð og voru um 20 skátar sem röltu saman frá bílastæðinu í Ölfusdal upp í Reykjadal til að baða sig í læknum. „Stemningin í hópnum var góð og var þetta mjög skemmtilegur dagur“ segir Birta Ísafold, Mosverji.


á samfélagsmiðlum!

Stjarnfræðilegt föndur

Það eina sem þarf í verkefnið er: pappi, skæri, myndir af stjörnumerkjum og vasaljós. Síðan er bara að byrja að klippa.

Ákall til snjallsímanotenda! Notið myllumerkið #skatarnir þegar þið setjið myndir úr skátastarfi inn á samfélagsmiðlana.

Þetta „Gerðu það sjálfur” föndurverkefni getur verið sniðug leið til að kenna skátunum að þekkja stjörnumerkin. Það er m.a. hægt að nýta spjöldin í skemmtilegt verkefni þar sem skátarnir keppast um að nefna sem flest stjörnumerki. Síðan er einnig hægt að setja spjaldið yfir vasaljós og sjá hvernig ljósið myndar merkin. Þessi skemmtilega föndurhugmynd kemur af vefnum www.Pinterest.com en þar er hægt að finna fjöldann allan af sniðugum föndurverkefnum sem nýta má í skátastarfi.

Þannig hjálpumst við að með að safna myndum úr starfinu og sýnum almenningi fjölbreytileika skátastarfs um leið.

Vilt þú sjá um

Snappið? Ertu með viðburð?

Við erum á

Vissir þú að þú getur fylgst með starfi skátanna á Facebook?

Viltu hafa skátasnappið? Sendu línu á ungmennaráð eða upplýsingaráð! ungmennarad@skatar.is - upplysingarad@skatar.is

SKÁTABLAÐIÐ

5


Nýtt skátaheimili hjá Svönum

Í sumar fékk Skátafélagið Svanir nýtt skátaheimili. Félagið flutti úr gamla húsnæðinu, Skátakoti, í húsnæði ekki svo langt frá, en það kallast Þórukot. Þórukot mun að mestum líkindum taka upp sama nafn og fyrra heimilið og finnst meðlimum félagsins það mjög viðeigandi. Fyrra húsnæðið, Skátakot, var ekki lengur talið starfhæft. „Þetta húsnæði bíður upp á marga skemmtilega möguleika“ segir Jóhanna Aradóttir, félagsforingi Svana. „Hérna er dásamlegt útsýni, stórt opið svæði og herbergi fyrir hverja sveit. Eini gallinn við húsið er að við erum ekki eins miðsvæðis og við vorum áður fyrr en við látum það ekki hamla okkur. Við erum þakklát fyrir þetta húsnæði og erum spennt fyrir starfinu framundan.“

Nýtt skátaheimili Mosverja Skátafélagið Mosverjar fjárfestu í skátaheimili í haust, en sl. 15 ár hafa þau verið í húsnæði á vegum Mosfellsbæjar í gömlu símstöðinni við Varmá. Það húsnæði var orðið allt of lítið enda félagið búið að margfalda stærð sína nokkrum sinnum síðan það húsnæði var tekið í notkun. Nýja húsnæðið, sem er staðsett að Álafossvegi 18, var keypt fyrir styrk frá Mosfellsbæ ásamt eigið fé frá félaginu. Í húsinu er fjöldinn allur af herbergjum fyrir starfið, eldhús og geymslurými sem nýtist vel. Einnig er verið að lagfæra og standsetja um 70 m2 sal í austurenda hússins. Salurinn verður mikil bylting því félagið hefur ekki haft aðstöðu til að vera með félagsfundi, foreldrafundi né aðrar stærri samkomur í eigin húsnæði í ansi mörg ár.

Umhverfi skátaheimilisins er frábært. Stutt að ganga út á Stekkjaflöt sem er opið leik- og útivistarsvæði. Einnig er Reykjalundaskógurinn í göngufæri ásamt þeirri menningu og skemmtilega umhverfi sem finna má í Álafosskvosinni, m.a. risa varðeldabrekku. Mosverjar hlakka til að bjóða skátum landsins í heimsókn í Skálann, en það er nafnið á nýja skátaheimilinu.

Nýtt skátaheimili Klakks Skátafélagið Klakkur eignaðist nýtt skátaheimili á dögunum að Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Nýja heimilið ber nafnið Hyrna en Klakkur gekk frá leigusamningi við Akureyrarbæ til ársins 2045 á húsnæðinu sem mun tryggja starfsemi félagsins um ókomna tíð. Samhliða þessu fékk Klakkur leyfi til að selja Hvamm, gamla skátaheimilið þeirra, og nýta söluandvirðið til frekari uppbyggingar skátastarfs á Akureyri. Ólöf Jónasdóttir félagsforingi Klakks segir að skátarnir séu afar ánægðir með þessa nýju aðstöðu þar sem hver flokkur getur komið sér fyrir með sín verkefni. Sérstaklega gat hún þess að barnastarf Klakks yrði nú mun auðveldara, en gamla skátaheimili þeirra var við útivistasvæðið Hamra en ekki miðsvæðis eins og Hyrna.

6

SKÁTABLAÐIÐ


Euro Mini Jam 2016 Daginn eftir Landsmót, sunnudaginn 24. júlí, lögðu 17 dróttskátar og foringjar þeirra úr skátafélögunum Mosverjum og Stíganda af stað til Mónakó til að taka þátt í smáþjóðaleikum skáta, Euro Mini Jam. Euro Mini Jam er skátamót þar sem skátar frá löndum þar sem fólksfjöldi er undir einni milljón koma saman. Að þessu sinni tóku Færeyjar, Ísland, Kýpur, Lichtenstein, Mónakó og Svartfjallaland þátt í mótinu. Gist var í almenningsgarði á meðan mótinu stóð því hvergi eru til opin svæði né tjaldsvæði, enda óheimilt að gista í tjöldum í Mónakó. En skátarnir fengu að sjálfsögðu undanþágu frá því! Ýmsar skátaþrautir voru unnar í alþjóðlegum hópum sem gaf skátunum tækifæri á að kynnast hverjum öðrum betur. „Eftir mótið á ég vini alls staðar að úr Evrópu sem ég mun vonandi hitta aftur á skátamótum í framtíðinni“ segir

Hrafnhildur Oddný Sigurgísladóttir sem var ein þátttakendanna. Sem dæmi um þá skemmtilegu og fjölbreyttu dagskrá sem krakkarnir tóku þátt í var að fara í háloftabraut í Ölpunum, gera eldflaugar úr plastflöskum, fara í river-rafting, snorkla í sjónum og skoða Monte Carlo kastalann, borgina Mónakó, sjávardýrasafn og margt, margt fleira. „Mér fannst skemmtilegast þegar við fórum í sólarhrings hæk í Ítölsku Ölpunum og sváfum þar eina nótt í tjaldi, ég hef aldrei séð jafn fallegt útsýni“ segir Ísak Guðjónsson.

„Það var líka mjög gaman að fá að hitta prinsinn af Mónakó. Ég fékk meira að segja selfie með honum“ bætir Theódór Guðjónsson við. Þó að lítið hafi verið verslað í ferðinni nýttu krakkarnir tækifærið og gæddu sér á Starbucks og McDonalds. Svo má náttúrulega ekki gleyma Pokemon-GO sem var mjög vinsælt meðal þátttakendanna á meðan mótinu stóð. Eftir skemmtilega og sólríka dvöl lauk mótinu svo 30. júlí og héldu krakkarnir heimleiðis, ánægðir með skemmtilega ferð. Þess má geta að Euro Mini Jam var fyrst haldið á Íslandi 2010 og svo í Lichtenstein 2013. Næsta mót verður haldið í Færeyjum 2018. Salka Guðmundsdóttir

SKÁTABLAÐIÐ

7


Foringi, farðu með þau út! Við köllum það vetur. Það er kalt, blautt, hvasst og allt venjulegt fólk er heima hjá sér, undir teppi að drekka kakó. Það þýðir samt ekki að skátaflokkurinn þinn verði að hanga inni líka, enda eru skátarnir þínir sko ekkert venjulegir! Einhver mestu ævintýri sem ég hef lent í á skátaferli mínum hafa átt sér stað að vetri til. Eins og önnur íslensk skátafélög fóru Fossbúar í hálfgert sumarfrí á mínum yngri árum - við kíktum kannski á tvö eða þrjú skátamót en annað starf lá niðri yfir bestu mánuði ársins. Það er auðvitað hálf sorglegt en á sama tíma lærðum við kannski að meta veturinn og hans tækifæri betur. Ég man eftir tjaldútilegum í snjó, póstaleikjum í snjókomu, næturleikjum í nístingskulda og fjallgöngum í hríðarbyl. Og þetta eru góðar minningar! Ef ég ætti að gefa þér fjögur ráð til að skipuleggja öflugt, skemmtilegt og lærdómsríkt vetrarstarf fyrir skátana þína væru þau þessi:

8

SKÁTABLAÐIÐ

1. Hafðu markmið

Allt skátastarf ætti að hafa markmið og markmiðin ættu öll að tengjast markmiði hreyfingarinnar: „að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu“. Í lögum BÍS fáum við meira að segja leiðirnar upp í hendurnar: Hópvinna, útilíf, fjölbreytt verkefni og alþjóðastarf. Til gamans skulum við ímynda okkur eftirfarandi undirmarkmið fyrir starfsárið í þessari grein: 1) Að skátarnir læri að klæða sig fyrir útiveru að vetri til. 2) Að skátaflokkurinn eflist í samvinnu og vináttu. 3) Að skátarnir geri eitthvað töff í hverjum mánuði sem þeir hafa ekki prófað áður. 4) Að skátarnir læri eitthvað nýtt í hvert skipti sem flokkurinn hittist.

Best er auðvitað ef skátarnir koma að gerð markmiðanna, þannig að þeirra væntingar séu hafðar til viðmiðunar þegar dagskráin er samin. Í útikennslu er mikið talað um að stíga út fyrir þægindarammann - þá fyrst lærum við eitthvað. Þetta er auðvelt að tengja við íslenska veturinn og með sígildum verkefnum á borð við snjóhúsagerð í garðinum bak við skátaheimilið getum við boðið upp á hópvinnu og útilíf. Við getum líka tengt það við STEM (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði) sem t.d. skátar í Bandaríkjunum og Bretlandi eru sífellt að halla sér meira að. Hvert er sterkasta formið á snjóhúsi? Hvaða lögun notar minnst efni? Af hverju loðir sumur snjór betur saman en annar? Hvaða hitastig er best fyrir snjóhúsagerð? Svo dönsum við á brún þægindarammans þegar við sofum eina nótt í snjóhúsinu. Við höfum þegar þokast í áttina að öllum undirmarkmiðum okkar.


2. Hafðu stíganda

Fyrsta útivistarverkefnið í vetrarskátun er ekki að labba á Hvannadalshjúk. Það gæti verið flott lokamarkmið fyrir Rekkaskáta, en þá skipuleggjum við okkur afturábak að byrjunarreit sem gæti til dæmis verið lítil fjallganga eða kennsla í notkun mannbrodda. Fyrir Drekaskáta er hægt að byrja á því að vefja nokkra ísmola með mismunandi efnum til að sjá hver þeirra bráðnar síðast, til að læra um einangrun. Svo er byggt ofan á það, til dæmis með því að láta skátana koma í gallabuxum á einn fund, útivistarbuxum á þann næsta og koll af kolli. Eftir það má læra um hvað gerist í líkamanum þegar okkur verður kalt og hvernig við forðumst að verða kalt. Næst gæti komið útbúnaðarkynning þar sem farið er yfir virkni mismunandi fatnaðar. Þá má láta hvern skáta gera útbúnaðarlista fyrir snjóhúsagistinguna sem er svo lokapunkturinn. Markmiði 1 náð, hakað í box fyrir markmið 2, 3 og 4. Í stað þess að dagskráin sé tilviljanakennd og samhengislaus er kominn rauður þráður sem auðvelt er að fylgja og hlaða utan á og skátarnir upplifa augljósar framfarir í starfi sínu.

3. Undirbúðu þig

Ætlarðu að vera með hópefli úti? Fara í skála yfir helgi þar sem er hvorki vatn né rafmagn? Ganga á Esjuna í janúar? Þú verður að undirbúa þig. Það er allt í lagi þó þú kunnir ekki allt, því þú getur fengið einhvern til að mæta á fund með þér og tala um eitthvað eða stýra leik. Eða fengið einhvern með þér í helgarferðina. Það er nefnilega ekki bannað að skátaforingjar læri með flokknum sínum. Í vetrarútivist er augljós ástæða fyrir því að við verðum að vera undirbúin - við verðum að vita hvað er hættulegt og hvað er öruggt, og kunna að bregðast við óhöppum. En stundum er undirbúningurinn ekki eins augljós. Segjum sem svo að Drekaskátarnir þínir ætli í dagsferð á

skíðasvæði og bjóða með sér nokkrum skólafélögum sínum sem eru nýfluttir til landsins. Augljósi undirbúningurinn er t.d. að láta foreldra skátanna vita, ákveða hvernig þið ætlið að komast til og frá skíðasvæðinu, athuga hvort allir eigi skíða- eða brettabúnað, muna eftir hjálmum, nesti, aðgangseyri og hlýjum fötum. En þú gætir líka viljað tala við foreldra nýaðfluttu skólafélaganna. Er í lagi að þeir komi með? Eiga þeir föt eða búnað fyrir slíka ferð eða þarf að fá lánað? Eru þeir vanir því að vera lengi úti í kulda? Hver er með hvaða símanúmer, svo hægt sé að fá svör við frekari spurningum? Og þar fram eftir götunum. Markmið 1, 2 og pottþétt 3!

SKÁTABLAÐIÐ

9


4. Foringi, farðu með þau út!

Skátafundir geta verið skemmtilegir, ævintýralegir og lærdómsríkir. Eða þeir geta verið tilbreytingasnauðir, lítt gefandi og daufir. Eitt besta ráðið til að forðast það síðarnefnda er að koma skátunum út undir bert loft og gefa þeim verkefni sem þeir vilja leysa. Fyrir 30 árum léku krakkarnir í hverfinu mínu sér mikið úti. Stundum í skipulögðum leikjum og stundum vorum við bara að ráfa um og reyna að finna eitthvað spennandi að gera. Nú til dags leita margir frekar að spennandi hlutum á tölvu- eða símaskjám og þá verður æ mikilvægara að halda útiveru að fólki. Við vitum að útivera er holl fyrir líkamann og að hún hefur margvísleg bætandi áhrif á sálina líka. Og þá er ekki bara verið að tala um útiveru þar sem við stöndum uppi á fjalli - klukkutími í leikjum eða

10

SKÁTABLAÐIÐ

verkefnum fyrir utan skátaheimilið er líka útivera. Í raun geturðu líka gert flest úti sem þú getur gert inni. Allt hefur þetta áhrif og stuðlar að því að skátarnir læri að njóta þess að vera úti og að þeim líði betur. Í Skólabúðunum á Úlfljótsvatni sjáum við glögglega á hópum hvaða áhrif útiveran hefur. Á þriðja eða fjórða degi eru krakkarnir oft orðnir afslappaðri, glaðari og áhugasamari en á fyrsta degi. Þau læra smám saman á það að vera úti. Ekki bara að klæða sig og verða ekki kalt, heldur að njóta þess. Þau uppgötva að þeim getur liðið vel og að það er hægt að gera svo ótrúlega margt skemmtilegt, ef maður bara skellir sér í hlý föt og fer út með vinum sínum að upplifa ævintýri. Og hvað er það annað en skátastarf? Elín Esther Magnúsdóttir dagskrárstjóri Úlfljótsvatns


Vetrar-

listinn

Hvað getur þú gert til að hlýja þér?

• Gönguskór

• Ullarsokkar • Föðurland/Ullarnærföt • Flíspeysa • Ullarpeysa • Flísbuxur

Úr bókinni Góða ferð, handbók um útivist – Eftir Helen Garðarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur. Birt með góðfúslegu leyfi höfunda

• Göngubuxur/Snjóbuxur

• Hreyfðu þig. Við rösklega hreyfingu myndar líkaminn meiri hita. Gættu þess þó að svitna ekki og borðaðu til að vega upp á móti orkutapi við hreyfingu.

• Mannbroddar

• Húfa • Þykkir og vatnsheldir vettlingar • Snjó tjaldhælar • Jöklatjald

• Einangrun frá jörð. Ekki sitja á jörðinni, steini eða snjó. Settu einangrunardýnu undir þig, eða bakpokann þinn. Jörðin er nær undantekningalaust kaldari en þú og hitinn streymir því frá þér ef engin einangrun er á milli.

• Einangrunardýna • Hlýr frostþolinn svefnpoki • Prímus • Sólgleraugu

• Einangrun frá vindi. Kaldur vindur eykur alltaf kælingu. Farðu í skjól ef hægt er. Á berangri er hægt að snúa bakinu í vindinn og láta bakpokann skýla sér, draga hettuna yfir haus og setja hendur upp að brjósti. Stundum hjálpar að setjast á hækjur sér. Allt miðar þetta að því að minnka það flatarmál líkamans sem vindurinn getur kælt. Mundu að þó þú sért í vindheldum fatnaði, kólnar þú hraðar í sterkum vindi en logni. • Innri hitun. Drekktu og borðaðu. Eitthvað heitt er mjög gott, en allt hjálpar. Fyrir utan að hita upp líkamann innan frá, færðu aukna orku við það, sem auðveldar líkamanum að viðhalda hita og þreki. • Pissaðu áður en þú ferð að sofa. Það er mikil sóun á orkubúskap líkamans að hita upp fulla þvagblöðru. Ef þú vaknar um miðja nótt, með hroll og þarft að pissa, þá mælum við eindregið með því að hlýða kalli náttúrunnar svo að auðveldara verði að ná hita í kroppinn aftur og sofna.

• Göngustafir • Skófla • Hamborgari í dós eða annar sniðugur matur • Hitabrúsi fullur af kakói eða öðrum drykk að vali • Áttaviti / GPS • Rassaþota • Höfuðljós / Glowstick • Mataráhöld • Ísöxi • Klósettpappír • Varasalvi og aðrar snyrtivörur • Vasa Yatzee • Vasahnífur

Mundu:

Ef þú kólnar er það annaðhvort vegna þess að líkaminn hefur ekki undan við að hita nánasta umhverfi sitt (of mikið loftrými/of hröð loftskipti/of mikill raki) eða að hann hefur ekki næga orku í það. Í flestum tilfellum er einfalt að ráða bót á vandanum. SKÁTABLAÐIÐ

11


Skátaskálar blaðsins

Uppáhalds

Aðalsteinn Maron Árnason í Skátafélagi Akraness segir okkur frá uppáhalds skálunum sem hann hefur komið í.

Skátafell er fullkominn dagskrárskáli í mínum augum þar sem hann er stór, það er pláss fyrir nokkuð marga í honum og það er hægt að gera ótrúlega margt í kringum þennan skála. Skátafell er staðsettur í Skorradal sem 1,5 tíma keyrsla frá Reykjavík og er í umsjón Skátafélags Akraness. Skálinn er 240m2 með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, stórum sal og anddyri. Það er rennandi vatn og góð klósettaðstaða í skálanum. Svefnherbergin eru með 12 kojum alls og það er svefnpláss fyrir um 50-60 manns á dýnum í salnum. Það er ótrúlega hentugt að vera með ratleik í kringum skálann þar sem það er skógur fyrir ofan hann og vatn fyrir neðan hann. Skammt frá skálanum er síðan tjaldsvæði þar sem er tilvalið að hafa leiki eða dagskrá. Það er einnig eyðibýli í um 15 mínútna göngufjarlægð sem er ótrúlega áhugavert að skoða. Eldhús skálans er stórt og því hentugt fyrir stærri jafnt sem minni hópa. Það er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér að heimsækja þennan skála. Kontakt: skatafell@gmail.com eða Elínborg Guðmundsdóttir í síma: 866-7608 Með leigu yfir sumartímann fylgir tjaldsvæði með flötum fyrir 50 tjöld og ca. 10-15 vagna. Gott upphitað salernishús með 4 góðum vatnssalernum og 4 útivöskum. Skjólgóð varðeldalaut er niðri við vatnið.

Uppáhalds

Atriði Herbergjaskipan:

Lýsing Anddyri, eldhús, tvö svefnherbergi og salur. Samtals 240 m2 Frágangur sorps og hreinlæti: Leigutaki tekur með sér allt sorp við brottför. Upphitun: Hitaveita Vatn: Rennandi vatn Salerni: Góð salernisaðstaða Borðbúnaður: Til staðar Svefnpláss í rúmum: 12 í kojum Svefnpláss á gólfi: Já, í sal fyrir allt að 50-60 manns á dýnum á gólfi Sími/símasamband: GSM samband Leigugjöld: Helgargjald: 45.000,(55.000,- með austurenda) Dagskrármöguleikar: Hægt er að stunda mikla og fjölbreytta útiveru t.d. ganga upp á fjall, meðfram vatninu, veiða í vatninu eða fara í sund í Hreppslaug í 20 km fjarlægð. Skálinn stendur í skógi þar sem finna má flestar trjátegundir Íslands.

Atriði Herbergjaskipan: Frágangur sorps og hreinlæti: Upphitun: Vatn: Salerni:

Þristur finnst mér vera ótrúlega fínn sofét-skáli. Skálinn er rosalega huggulegur, lítill og krúttlegur svo það er gaman að klæða sig vel, kveikja upp í kamínunni og spila við fólkið sem er með í ferðinni. Það er einnig hægt að fara í göngutúr um svæðið í kring en það er stundum nauðsynlegt að komast aðeins út í sofét útilegum. Svefnloftið uppi er huggulegt og samanþjappað svo það eru allir ein heild sem gista í þessum skála. Skálinn er staðsettur við Esjurætur og skiptist í sal, eldhús og svefnloft. Gasofnar og kamína eru notuð til að kynda húsið. Rennandi vatn er ekki til staðar í húsinu en það er hægt að sækja vatn í á rétt hjá skálanum. Skálinn leyfir 30 manns í svefnpláss sem er tilvalin stærð af hóp fyrir góða sofét útilegu. Ég þarf klárlega að fara að gera mér ferð í Þrist aftur þar sem þetta er góður skáli.

12

SKÁTABLAÐIÐ

Borðbúnaður: Svefnpláss: Sími/símasamband: Leigugjöld:

Dagskrármöguleikar:

Lýsing Salur, eldhús og svefnloft Leigutaki tekur sorp með sér til baka Gasofnar og kamína Vatnsmagn takmarkað – hægt að sækja í á Vatnssalerni – vatnsmagn takmarkað eftir tíðarfari Svefnpláss á gólfi fyrir 30 manns Næturgjald: 1.500 krónur pr.mann Daggjald: Samkomulag Helgargjald: 2.500 krónur pr.mann Lágmarksleiga er 15.000 krónur Góðir möguleikar eru á að fara í skemmtilegar gönguferðir, náttúruskoðun, sig og klifur. Hægt er að baða sig í ánni á sumrin, fara í berjamó á haustin, stutt í Skálafell og útsýnisskoðun af Esju.

Þristur, byggður árið 1966 – tekinn í gegn árið 2008. Þristur er í Þverárdal undir Móskarðshnúkum. Pantanir sendist á netfangið á skalar@kopar.is eða í síma 554-4611 (mán-fim á milli kl. 17-20)


Forandringsagenterne Forandringsagenterne er viðburður þar sem róverskátar frá öllum Norðurlöndunum koma saman til að ræða um skátastarf. Viðburðurinn var haldinn í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni 14.-16. október sl. Gefum Christian orðið: Eins og sumir hafa kannski tekið eftir hef ég verið að skrifa dagbók um daga mína á Forandringsagenterne. Þessar færslur eru ekki nákvæmar lýsingar á því sem við höfum verið að gera en þær endurspegla hugsanir mínar undanfarna daga á Íslandi. Innfædda ofurhetjan okkar, hún Marta, hvatti mig til að deila þessum færslum með ykkur. Svo hérna er þetta, ekkert ritskoðað, svo Íslendingarnir verða að muna að þegar ég geri grín að þeim, þá er það vegna þess hversu mikið ég elska þá. Gerum við það ekki annars öll...?

Dagur 1

Það sem ég elska hljóðið í mölinni undan stígvélunum mínum. Það breikkar brosið á vörum mínum, jafnvel eftir 19 klukkustunda dag. Það er hljóð sem fær mig til að brosa eins og lítið barn, þegar ég ligg hér, andartökum áður en svefninn tekur yfir. Dagur eitt á líklega eftir að verða mun skemmtilegri en ég gerði ráð fyrir. Ég má nú ekki gleyma að „þakka“ danska lestarkerfinu fyrir að gera daginn minn ógleymanlegan. Vegna sambandsleysis breyttist lestin sem ég var í – og sem átti að vera að ferðast í gegnum danska landslagið, í gagnslausa lárétta áldós

- Dagbókarfærslur Christian Mølby frá viðburðinum

fulla af skapvondum farþegum. Um borð í „áldósinni“ hitti ég Ane Marie, en hún var að fara á sama áfangastað og ég, Forandringsagenterne á Íslandi. Aðeins tveimur mínútum fyrir loka-innritun komumst við á flugvöllinn í Kaupmannahöfn. Það fyrsta sem ég sá af Íslandi kom mér á óvart. Ég, eins og aðrir á undan mér, átti von á fegurð. Það sem mætti mér þegar ég hafði stigið út úr rauð-appelsínugulu stemningunni á Keflavíkurflugvelli var ekki fegurð. Hreinskilnislega sagt, þá var það blautt. Hljóðið í íslensku mölinni þann 13. október var mun meira aðlaðandi en sjónin af víkingaeyjunni sjálfri. Sýn mín af Íslandi það kvöldið var skýjað, regnblautt og þokuvafið samsafn steina í algjöru myrkri. Kvöldið þokaðist áfram með óteljandi nafnaleikjum og kynningum á norrænu skátastarfi. Ég lá á dýnunni minni, aðeins eitt andartak, og endurskapaði í höfðinu mínu hljóðið af fjöllunum, frelsi og framtíðinni – hljóðinu af Íslandi.

Dagur 2

Ég hef enga hugmynd hvað gerðist um morguninn á degi 2. Ég hef engar minningar né hugmyndir af þeim tíma. Ég geri ráð fyrir því að við höfum borðað morgunmat, fengið kynningu á skipulagi dagsins og svoleiðis, en ég man ekki eftir því. Um hádegið var

svo haldin vinnustofa kölluð “Speak Up” um það hvernig sé best að tala fyrir framan stóran hóp. Þegar ég skrifa um það hér er eins og ég hafi verið fengin til að segja þetta, sem ég var ekki, en þetta er klárlega einn af þeim hlutum sem ég mun taka með sem veganesti heim af Forandringsagenterne. Undir diskunum okkar í kvöldmatnum lágu miðar og skyndilega vorum við stödd í fjölskyldumatarboði. Hver og einn var með mismunandi hlutverk af mismunandi greinum fjölskyldutrésins. Sem sjálfskipað höfuð fjölskyldunnar fór ég með bæn á íslensku: „hfarade gird skju FISH fro – Ghjåt bles BAD ECONOMY guftasev volapykski”, skátunum, og þá sérstaklega íslensku skátunum til mikillar skemmtunar. Ég hef nú verið á þessari undarlegu eyju í rúmlega 24 klukkustundir og er nú farin að skilja ástæðurnar fyrir því að hún sé talin falleg. Sýnin af sólskinsböðuðum fjallatoppum og kristaltærum vötnum ásamt raulandi lagstúf frá litlum læk, yfirgnæfði hljóðið af íslensku mölinni.

Dagur 3

Ég er nú komin á það stig að megnið af hugsunum mínum eru á ensku. Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist þann möguleika að ég myndi yfir höfuð aldrei ná því takmarki. Enskukunnátta mín var orðin frekar ryðguð eftir að hafa verið ónotuð í 5 mánuði. En áhyggjur mínar voru óþarfar. Ég veit að óskhyggju “Downton Abbey” enskan mín er langt frá því að

vera fullkomin, en í samanburði við hið “alþjóðlega-samskipta-tungumál” innfæddu Íslendinganna þá hljóma ég allavega eins og ég sé að tala ensku…. Ég upplifði bæði sorg og gleði á degi 3. Ég held að á þeim degi, hafi flest okkar fattað við værum að yfirgefa þessa stórkostlegu útilífsmiðstöð eftir innan við sólahring. Ég áttaði mig einnig á þeirri óumflýjanlegu staðreynd að öll nýju vinasamböndin sem ég hafði myndað yrðu dreifð um öll horn Norðurlandanna. Eitt sinn var sagt “ein sekúnda af ást sem rofnar mun alltaf vega þyngra en þúsund ástlaus ár”. Þetta tel ég að sé einlægasti sannleikurinn þegar kemur að Forandringsagenterne. Það gæti verið að við verðum aldrei öll sameinuð á ný, og það er mjög sorglegt. En samt getum við alltaf litið til baka og endurheimt einhvern hluta af þeim stórkostlega anda sem lá í loftinu þessa daga á Forandringagenterne. Það er mikils virði. Það eru hugsanir sem þessar sem þjóta um í enska hugarflæði mínu á þessari nóttu. Þar sem ég ligg hér, umkringdur róverskátum frá ýmsum hornum Norðurlandanna, er erfitt að finna ekki fyrir styrknum í öfluga samfélaginu sem við höfum skapað á innan við 53 klukkustundum. Hröðustu 53 klukkustundunum í lífi mínu í langan tíma. Yfir og út.

Dagur 4

Síðasta fimmtudag hefði ég aldrei búist við því að þessi dagur myndi renna upp. Aðeins fyrr fyrir suma en fyrir okkur hin. Dj Slow Synne frh. á næstu síðu SKÁTABLAÐIÐ

13


og tveir aðrir yfirgáfu útilífsmiðstöðina allt of snemma. Við sem voru áfram, eyddum deginum í að pakka saman dótinu okkar, að kynna niðurstöður hópaverkefnanna okkar og í að þrífa KSÚ. Eða sko, sumir þrifu húsið, ég hinsvegar labbaði í hringi með brúsa af speglahreinsi. Ég hreinsaði mynd af breska lávarðinum, BadenPowell svo vel að hann varð að Hreinsi. Slæmur húmor, ég veit, en mér er bara alveg sama…

Við yfirgáfum útilífsmiðstöðina á hádegi og með leiðbeiningum um hvernig við kæmumst aftur í siðmenninguna héldum við ferðalagi okkar áfram. Flestir héldu heim á leið, en fyrir suma var ferðalagið ekki á enda. Allir héldu þó heim á leið, stoltir berar þeirra verkefnastjórnunarverkfæra sem þeir eignuðust og þeirra yndislegu minninga sem ferðin gaf þeim. Ég vil óska norsku sendinefndinni: Freja, Lasse, Synne og Anette;

finnsku sendinefndinni: Annina, Alli and Reetta; dönsku förunautunum mínum: Ane Marie, Line, Ditte, Emma og Petra; fjóru stórkoslegu Svíunum: Amanda, Serhat, Mathilda og Malin; og auðvitað innfæddum: Daða, Mörtu, Þóreyju, Katrínu, Bjarti, Sölku og Hafdísi alls hins besta á vegferð þeirra í gegnum lífið, skátaveröldina, æskuna, og alls sem gæti komið eftir það. Sjáumst þarna úti, Forandringsagenter!

/Lávarður (umboðsmaður) Christian Andersen Mølby Ps. Mig verkjar í kinnarnar eftir að hafa brosað svona mikið. Ég kenni þér um, Marta. “Check out” *Þessi grein var þýdd af Sölku Guðmundsdóttur en upprunalegu útgáfuna á ensku má finna á www.skatamal.is

Brokkolí-

og ostasúpa

í Hollending 1. Þegar súpa er elduð í Hollending eru u.þ.b. 11 kol* sett undir Hollendinginn. Engin kol eru sett ofan á því hitinn þarf aðeins að koma neðan frá. *miðað er við 10 tommu pott. 2. Bræðið smjör í Hollendingi. Bætið við hvítlauk, lauk og sellerí. Eldið þangað til blandan verður hálfgegnsæ og munið að hræra reglulega. 3. Bætið hveitinu út í og hrærið þar til blandan verður ljósbrún. Bætið svo smám saman út í grænmetissoðinu, mjólkinni og rjómanum og hrærið reglulega þangað til allt hefur blandast vel saman. Bætið svo að lokum brokkolí og gulrót út í. 4. Þegar suða er komin upp má fjarlægja nokkur kol undan Hollendingnum. Síðan er súpan látin krauma í um 6-8 mínútur eða þar til brokkolíið er orðið lint. Valfrjálst er að nota töfrasprota og mauka súpuna niður þar til æskilegri þykkt er náð. 5. Að lokum er svo ostinum hrært út í, eitt handfylli í einu. Þá er bara eftir að krydda súpuna með salti og pipar eftir smekk. 6. Berið súpuna fram heita.

14

SKÁTABLAÐIÐ

• • • • • •

21 gr smjör 3 pressuð hvítlauksrif 1 skorinn laukur 2 stilkar af sellerí skornir smátt 21 grömm hveiti 4 og ½ dl mjólk

• • • • • •

4 og ½ dl grænmetissoð 1 og ¼ dl rjómi 450 gr niðurskorið brokkolí 1 gulrót, skorin í strimla 170 gr rifinn ostur Salt og pipar eftir smekk


Skiptinemi og skáti í Jóhanna María Bjarnadóttir skáti úr Vífli er stödd í Argentínu við skiptinám og starfar þar með argentískum skátum „Það er mjög gaman að starfa með skátunum hérna“ segir Jóhanna „Hér er miklu meira um samfélagsþjónustu en á Íslandi. Fyrir utan það og að félagið mitt er kaþólskt þá er þetta bara frekar sambærilegt og heima.” Hún segir að ólíkt því á Íslandi byrji hver fundur hjá þeim á fána og bæn. Annars fylgja fundir svipuðu fyrirkomulagi og heima.

Argentínu

„Hérna er hvert og eitt félag með sinn eigin klút í stað þess að flokka eftir aldurshópum” segir hún. Það er ekki mikil útivist í starfinu þar sem umhverfið býður

ekki upp á mikið. Þar sem við erum á suðurhvelinum er að koma sumar hjá okkur. Nú er yfirleitt ca. 25-30 gráðu hiti og það verður allt að 40-45 °C um hásumar. Ég veit ekki hvort það muni hafa áhrif á fundarverkefnin okkar, ætli við verðum ekki meira inni í loftræstingunni frekar en úti. Verkefnin sem við tökum að okkur eru ýmiskonar hópefli, heimspekileg eða samfélagsleg þjónusta eða eitthvað annað. Skátastarfið hérna hefur hjálpað mér við að aðlagast umhverfinu hérna. Þetta er einn af þeim liðum sem hjálpar mér við að ná tökum á tungumálinu og menningu jafnaldra minna.“

SKÁTABLAÐIÐ

15


Landsmót skáta 2016

Landsmót skáta var haldið á Úlfljótsvatni dagana 17. - 24. júlí sl. Eins og sést á myndunum var mikið fjör!

16

SKÁTABLAÐIÐ


SKÁTABLAÐIÐ

17


Dreka sveitin

Gleym-mér-ei

Í drekaskátasveitinni Gleym-mér-ei í Svönum eru átta hressir og kátir skátar. Þeir eru allir nema einn að byrja sinn fyrsta vetur í skátastarfi og finnst það gífurlega skemmtilegt. Hópurinn hefur mjög breitt áhugasvið og er því nær enginn skortur á hugmyndum að verkefnum. „Mér fannst það skemmtilegasta sem við höfum gert á skátafundum þegar við vorum að búa til hluti úr gifsi,“ segir Jónas drekaskáti. „Ég bjó til gifs-grímu. Svo þegar hún var þornuð þá málaði ég hana. Eitt rosalega fyndið var þegar Karen (drekaskáti) málaði allt andlitið á sér.“ „Mér fannst skemmtilegast þegar við fórum niður í fjöru,“ segir Karen drekaskáti „Það var enginn sandur í fjörunni en það var fullt af þara. Ég fann svamp í fjörunni, hann var rosalega skrítinn. Hann var ekkert eins og svamparnir sem ég á heima hjá mér og hann lyktaði heldur ekkert rosa vel. Hann lyktaði svona eins og gamall fiskur.“ Drekasveitin hefur haldið mjög upp á þrjá viðburði sem hún tekur þátt í á hverju ári. Fyrsti viðburðurinn er „Innilega“ í skátaheimilinu. Þá er tjaldað, poppað, sýnd leikrit og horft á bíó um kvöldið og svo farið út að leika ef veður leyfir. Þar sem „Innilegan“ er haldin mjög seint á árinu þá er vanalega mikill snjór úti og vekur það mjög mikla gleði meðal skáta. Hinir tveir viðburðirnir eru Drekaskátadagurinn og Drekaskátamótið. Drekaskátamótið er, eins og hjá mörgum félögum, endirinn á starfsárinu. Þar nær starfið miklu hámarki og allir halda glaðir inn í sumarið.

18

SKÁTABLAÐIÐ


Viðburðir 2016-2017 frá desember fram í apríl Kakókvöld í Kvosinni

Á norðurslóð

Gilwell leiðtogaþjálfun

Ungir talsmenn

Skyndihjálparnámskeið

Vetrarmót Reykjavíkurskáta

Ljósmyndaáskorun rekka- og róverskáta

Ungmennaþing

Skátapepp

Drekaskátadagurinn

Skátaþing

Bland í poka

Róverskátahelgin

Hrollur, útivistaráskorun dróttskáta á vegum Mosverja

22. febrúar

Sjá nánari tímasetningar á Skátadagatalinu á

www.skatamal.is

ð Ú í t l fl á j h ó u t t s v n a e t v n ð s – fyrir alla fjölskylduna – A

Jólahlaðborð og fjölskyldustund

Jólahlaðborð

3. desember og 10. desember

4. desember og 11. desember

Gamanið hefst klukkan 15.00 með piparkökubakstri, föndurstund, hátíðarkakóki við varðeld og eplabogfimi. Borðhald hefst klukkan 18.00.

Borðhald hefst kl. 18.00 Glæsilegt jólahlaðborð í jólalegu umhverfi á Úlfljótsvatni. Frábært tækifæri fyrir skátahópa, vinnufélaga, vinahópa og fleiri.

Allir velkomnir!

Matseðill, verð og skráningarupplýsingar á www.ulfljotsvatn.is

jƟůşĨƐŵŝĝƐƚƂĝ ƐŬĄƚĂ jůŇũſƚƐǀĂƚŶŝ ͻ ^şŵŝ ϰϴϮ Ϯϲϳϰ ͻ ƵůŇũŽƚƐǀĂƚŶΛƐŬĂƚĂƌ͘ŝƐ

SKÁTABLAÐIÐ

19


Metár hjá Gilwell-skólanum Það hefur verið mikið um að vera hjá Gilwell-skólanum í ár. Sjötíu og þrír fullorðnir skátar hafa byrjað Gilwell-vegferðina á árinu 2016: 24 í janúar, 29 á „SumarGilwell“ í ágúst og 20 í september. Um er að ræða nánast tvöföldun frá fyrra ári. Árið 2015 voru brautskráðir 30 nýir Gilwell-skátar. Á þessu ári (2016) hafa þegar verið brautskráðir 23 Gilwellskátar og á næsta ári (2017) verða þeir væntanlega rúmlega 50.

Hvað er Gilwellleiðtoga-þjálfun? Gilwell-leiðtogaþjálfunin er hluti af alþjóðlegri leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar – ætluð fyrir fullorðna skátaforingja, 18 ára og eldri, og aðra fullorðna sjálfboðaliða sem styðja skátastarf beint og óbeint. Auk þess að þjóna skátastarfi fyrir ungt fólk gefur Gilwell-þjálfunin þátttakendum tækifæri til að þroska hæfni sína sem „leiðtogar í eigin lífi“. Þeir sem ljúka Gilwellleiðtogaþjálfun fá alþjóðleg einkenni (Gilwell- hálsklút, Gilwell-leðurhnút og leðurreim með tveimur skógarperlum) og verða þar með félagar í stærstu skátasveit í heiminum – hinni alþjóðlegu Gilwell-skátasveit.

20

SKÁTABLAÐIÐ

Gilwell-leiðtogaþjálfunin er kennd við Gilwell-Park í London þar sem fyrsta Gilwell-námskeiðið var haldið 1919. Fyrsta Gilwell-námskeiðið á Íslandi var haldið haustið 1959 – fjörutíu árum síðar – og hafa Gilwell-námskeið verið haldin hér á landi nánast óslitið síðan. Það eru því aðeins tvö og hálft ár þangað til við fögnum aldarafmæli Gilwell-þjálfunar í heiminum og sextíu á afmæli íslenska Gilwell-skólans. Yfir sjö hundruð fullorðnir skátar hafa lokið Gilwell-leiðtogaþjálfun á Íslandi frá upphafi og nokkrir tugir hafa lokið Gilwell-þjálfun erlendis – sá fyrsti í Danmörku 1924.

Gilwell-leiðtogaþjálfunin samanstendur af fimm „skrefum“ • Fyrri hluta (skref 1 og 2) sem felst í tveimur dagslöngum námskeiðum (eða löngu helgarnámskeið, svokölluðu „Sumar-Gilwell“ í tjaldbúð) um starfsgrunn skáta, markmið og leiðir í skátastarfi. • Seinni hluta (skref 3-5) sem samanstendur af vettvangsnámi (skref 3), einu dagslöngu námskeiði um verkefni í skátastarfi, áætlanagerð, skipulagningu skátastarfs eða viðburðastjórnun

(skref 4) og einu helgarnámskeiði um leiðtogafræði þar sem þátttakendur fá m.a. tækifæri til sjálfsmats sem gagnast við leiðtogastörf bæði í skátastarfi og á öðrum sviðum lífsins (skref 5). Því er beint til þátttakenda að ljúka fyrri hlutanum helst innan sex mánaða og öllum fimm skrefunum innan 12-18 mánaða. Stefnt er að því að sem allra flestir fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi ljúki Gilwell-leiðtogaþjálfun. Gilwell-skólinn býður einnig framhaldsþjálfun á ýmsum sviðum sem að gagni geta komið við ýmiss konar leiðtogastörf innan skátahreyfingarinnar og utan.

Gilwell-skátar brautskráðir 2012-2016 Frá árinu 2012 hafa 114 fullorðnir skátar útskrifast úr Gilwell-skólanum. Um 91% af þeim eru starfandi fyrir skátahreyfinguna sem sjálfboðaliðar á einn eða annan hátt, þar af um helmingur sem sveitarforingjar. Aðrir hafa tekið sér tímabundið hlé vegna anna í lífinu, skóla eða starfa. Á árinu 2017 geta svo 60-80 Gilwellskátar bæst í þennan öfluga hóp sjálfboðaliða.


Hvað þurfum við að brautskrá marga Gilwell-skáta? Eins og kom fram fram hér fyrir ofan hafa sjötíu og þrír fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi hafið Gilwell-vegferð á þessu ári. Þessir sjálfboðaliðar koma frá 17 skátafélögum víðsvegar á landinu, eru góð blanda af konum og körlum og spanna aldurssvið frá átján til sjötíu og fimm ára. Meðalaldur þessa hóps sjálfboðaliða er um 27 ára. Við þurfum fullorðið fólk á öllum aldri til að halda uppi öflugu skátastarfi sem víðast á landinu og þess vegna verður Gilwell-leiðtogaþjálfunin að höfða bæði til ungs fólks á aldrinum 18-25 ára, en líka, og ekki síður, til eldri einstaklinga sem hafa komið sér fyrir í lífinu, eignast fjölskyldu o.s.frv. Allir fullorðnir, 18 ára og eldri sem vilja gerast sjálfboðaliðar í skátastarfi, annað hvort í tengslum við tiltekið skátafélag eða Bandalag íslenskra skáta (BÍS), eru velkomnir að taka þátt í Gilwell-leið-

Ungmenni á Gilwell

leiðtogaþjálfun Mörg ungmenni mættu á Sumar-Gilwell í ágúst síðastliðnum. Þátttakendur voru mjög ánægðir með fyrirkomulag viðburðarins sem var blanda af fræðslustundum og tjaldbúðarstemmingu. Þar var fræðslustundum vafið inn í hefðbundna tjaldútilegu sem vakti mikla lukku. „Það frábæra við Sumar-Gilwell var hversu skemmtilegt og áhugavert það var á sama tíma“ sagði Katrín Kemp Stefánsdóttir, Kópur. ”Inn á milli fyrirlestra var helgarútilegan brotin upp með verkefnum, tjaldbúðarvinnu og eldamennsku. Meðal tjaldbúðarverkefnanna var að reisa tjaldbúð, gera kæligeymslu í ánni og að grafa vistvænar moltur. Öll eldamennska var í höndum flokkanna og þannig myndaðist mikil stemming í tjaldbúðinni. Þannig gátum við nýtt þá kunnáttu sem við fengum á fyrirlestrunum ásamt því að skemmta okkur allan tímann.

togaþjálfun skáta. Það er ekki skilyrði að hafa verið skáti sem barn eða ungmenni til þess að taka að sér sjálfboðastarf fyrir skátahreyfinguna og „koma á Gilwell“. Að sjálfsögðu eru fullorðnir eldri skátar velkomnir, en líka foreldrar skáta og annað áhugasamt fólk um skátastarf sem vill gera gagn og leggja sitt af mörkum til að hjálpa ungu fólki til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu – til að verða „leiðtogar í eigin lífi“. Markmið Gilwell-skólans er að brautskrá 100 Gilwell-skáta á ári – já, eitt hundrað Gilwell-skáta á ári – frá og með árinu 2020. Það er ein af mikilvægum forsendum þess að ná því metnaðarfulla markmiði sem samþykkt var á Skátaþingi 2014 um að tvöfalda fjölda starfandi skáta á aldrinum 7-22 ára fyrir árið 2020. Höf: Ólafur Proppé, formaður Fræðsluráðs

Gilwell í gegnum ung augu

Þegar þessum upplýsingum var blandað saman við tjaldbúðarstemminguna náðum við miklu betur að taka allt inn. Ég held að svona nýtist þetta okkur mun betur”. „Það stakk smá í hjartað þegar við fengum fjólubláu klútana“ sagði Daney. „Að vera komin með sama klútinn og „gamla“ fólkið var áhugaverð upplifun. Þetta var samt flott. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta var bæði ætlað sem vinnuklútur og til að allir þátttakendur væru á sama grundvelli. Við erum nú samt ekki orðnar svo gamlar. Þrátt fyrir það að við hefðum farið á Gilwell til að læra, þá skemmtum við okkur konunglega. Hér var margt að gera og ennþá meira til að gleðjast yfir. Við erum mjög spennt að geta tekið þessi nýju verkfæri heim og betrumbætt starfið okkar enn frekar.“ SKÁTABLAÐIÐ

21


Þe ma gre i n - 5.000 skátar fyrir 2020

Hver er lykillinn

að velgengni í skátastarfi? - Spyrjum félagsforingja Heiðabúa! Heiðabúar hafa unnið hörðum höndum að því að styrkja innviðina síðustu misseri sem hefur skilað þeim mikilli aukningu í félaginu. Aukningin á dreka- fálka- og dróttskátum hefur verið frá 30% - 60% og vegna eftirspurnar hefur einnig verið bætt við strumpasveit, rekkasveit og róversveit. Strumpasveitin er sérstök innan Heiðabúa, en hún samanstendur af tilvonandi áhugasömum skátum á aldrinum 0-6 ára.

gert skátastarfið aðlaðandi og þannig að fólk sjái þetta sem þá uppeldishreyfingu sem það er “ segir Anita.

Anita Engley hefur starfað sem félagsforingi síðan árið 2014. Sjálf var hún skáti frá 9 ára aldri en tók sér dágóða pásu frá störfum þangað til að hennar börn fóru að sýna skátastarfinu áhuga, en þau eru sex talsins. Starfið innan Heiðabúa hefur blómstrað en blaðakona Skátablaðsins fór á stúfana og kynnti sér málin.

Þröskuldur

Fyrirmyndir

„Þegar ég byrjaði sem félagsforingi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég myndi vilja sjá börnin mín fá út úr sínum tómstundum. Ég fór að spá í hvernig ég gæti

22

SKÁTABLAÐIÐ

Anita talaði um mikilvægi þess að sækja sér reynslu og þekkingu annarra félaga. „Fossbúar voru að tala um foreldrasamstarf og hvernig þau höfðu þetta hjá sér og mér fannst ég geta nýtt margt þaðan. Síðan er það bara útfærsluatriði hvernig hlutirnir ganga upp í öðru bæjarfélagi.“

Reyndir skátar sem hafa sett skátastarfið á hilluna eiga það til að vera einstaklega hliðhollir sínu félagi að mati Anitu. „Ég þekki það bara mjög vel, ég er uppalinn Strókur í Hveragerði og það að byrja að starfa með öðru félagi fannst mér svona eins og að hafa æft með KR og ætla síðan að fara að æfa með Keflavík.“ Það skiptir þó gríðarlega miklu máli að fólk geti lagt slík prinsipp til hliðar segir Anita enda algengt að fólk flytji milli bæjarfélaga og sorglegt ef ekki er hægt að nýta krafta þeirra á nýjum stöðum.

Anita Engley

Baklandið

Heiðabúar eru með baklandssveit sem hefur mörg járn í eldinum og hjálpa til við starfið á ýmsa vegu. Þau hittast til skemmtunar, aðstoða við ýmis verkefni innan félagins og styðja við það fjárhagslega. „Baklandssveitin samanstendur af skátum sem hafa vaxið upp í Heiðabúum og komið aftur sterk inn í starfið á seinni árum“.

Kveikjan að áhuga

„Skátastarf á að vera aðlaðandi, spennandi og aðgengilegt, eitthvað sem veldur því að foreldrum finnst þetta ákjósanlegur kostur fyrir börnin sín.“ Flestir foreldrar barna í Heiðabúum koma að starfinu á einn eða annan hátt. „Foreldrar fá afslátt ef þau vinna tvö verkefni hvora önn fyrir skátafélagið. Verkefnin geta verið allt frá því að hjálpa til við einstaka viðburði og upp í það að sitja í stjórn félagsins. Það hefur verið tekið mjög vel í þetta.“


Heiðabúar héldu eitt árið félagsútileguna í heimabyggð og það reyndist vel. „Með þessu drógum við skátastarfið nær Reykjanesbæ og nær foreldrunum, þetta auðveldaði þeim við að stíga sjálf fyrstu skrefin í skátastarfinu“.

Persónuleg og rafræn samskipti

„Yngri foringjum finnst tölvusamskiptin kannski þægilegri á meðan eldra fólk er meira í persónulegum samskiptum. Það þarf hvorutveggja og við erum að vinna í útfærslu á því “ segir Anita. Þau eru til dæmis með sér Facebook hópa fyrir alla aldursflokka þar sem allar upplýsingar um innra starf eru settar inn. Allar auglýsingar úr starfinu fara síðan á aðalhóp félagins. „Fulltrúi Íþrótta- og tómstundaráðs er meðlimur í öllum hópunum og hefur leyfi til þess að deila því fréttnæma úr starfinu í fjölmiðla.“

Sýnileiki og samskipti við foreldra

Árin 2014 - 2015 fór í gang mikil hugmyndavinna hjá Heiðabúum um það hvernig best væri að auglýsa félagið. Þá sátu þrír aðilar í stjórn félagsins og höfðu brennandi áhuga á að efla félagið. „Foreldrar eru sjaldnast þátttakendur á fundum og því er erfitt fyrir þá að setja

sig inn í hvað skátastarf er og hvað það gerir fyrir börnin. Við stefnum markvisst að því að auka tengslin á milli foreldra og hreyfingarinnar og gera starfið sýnilegt og kynna það fyrirfram.“ Þá sagði Anita að ein leiðin að þessu væri til dæmis að tilkynna foreldrum hvað ætti að taka fyrir á næstu fundum og hvers vegna. „Að sýna foreldrum að þetta eru uppbyggilegir hlutir sem við erum að taka fyrir á fundum, tökum sem dæmi ruslabingó, að segja foreldrum frá því að það verði ruslabingó á næsta fundi er kannski ekkert sérstaklega lýsandi, en ef þú útskýrir fyrir þeim hvernig það þjónar þeim tilgangi að vekja umhverfisvitund barnanna þá eykur það skilning þeirra á nytsemi verkefnisins“. Að lokum eru þrjú gildi sem Heiðabúar hafa lagt upp með í starfinu, en við ljúkum þessu á slagorðum þeirra: „Sýnileiki, skipulag og persónuleg samskipti.“

Falleg jólatré Fáðu þér sígræna gæðajólatréð - sem endist ár eftir ár!

Skátarnir hafa nú um árabil selt Sígræna jólatréð og prýða þau nú þúsundir ánægðra heimila. Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám.

Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18

• • • •

Ekkert barr að ryksuga Ekki ofnæmisvaldandi 12 stærðir (60-500 cm) Íslenskar leiðbeiningar

• • • •

Eldtraust Engin vökvun 10 ára ábyrgð Stálfótur fylgir

Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.gervijolatre.is

SKÁTABLAÐIÐ

23


Roverway 2016 – frásagnir ferðalanga Frakklandsævintýri Drangsness: “Routið” okkar

byrjaði í Rennes á opnunarhátíðinni, eftir hana löbbuðum við með töskurnar á tjaldsvæði rétt fyrir utan Rennes. Þar byrjuðum við að kynnast hinum krökkunum. Daginn eftir heimsóttum við Le Mont Saint Michele kastalann. Hann var flottur og áhugaverður. Eftir að við skoðuðum kastalann fórum við í 7km táslu-hike í drullunni hjá vatninu. Það var líklegast hápunkturinn á ferðinni. Eftir gönguna fórum við til Londel og komum okkur fyrir. “Routið” okkar snérist um bræðralag svo að við vorum mikið að vinna með það. Tjaldstæðið okkar var við hliðina á bóndabæ, þar vorum við að gera beð fyrir grænmeti, setja strá og skít yfir moldina, byggja þurr klósett, gera girðingu, skilti og fleira. Við lærðum helling um býflugur, garðyrkju og margt fleira. Við vorum með varðeld öll kvöld og síðasta kvöldið vorum við með stóra kvöldvöku fyrir okkur og fjölskyldur bændanna. Á “routinu” elduðu allir 3ja rétta

máltíð frá sínu landi. Daginn eftir fórum við til Jamville. Þetta var skemmtileg og fræðileg upplifun sem við munum aldrei gleyma.

Við í European route

byrjuðum ferðina í Strasbourg. Þar lærðum við að búa til vinnusmiðjur sem eru skemmtileg leið til þess að fræða fólk um mikilvæg málefni. Við settum síðan

smiðjurnar fram í Jambville þar sem Roverway lauk með stæl. Smiðjurnar voru jafn mismunandi og þær voru margar en allar höfðu þær það sameiginlegt að vera skemmtilegar jafnt sem fræðandi. Við unnum að smiðjunum í þriggja manna hópum sem var samansettur af fólki frá mismunandi Evrópulöndum sem gerði verkefnið enn áhugaverðara og meira krefjandi. Við lærðum ótrúlega margt, skemmtum okkur konunglega, bættum við okkur nýjum og góðum vinum og við mælum hiklaust með því að allir skelli sér á svona viðburð við tækifæri!

Við í hópnum Team Súðavík: Birta, Fanney, Ísak,

Hjörtur, Salka, Sunna Líf og Þórey fórum á Roverway 2016. Eftir að hafa farið á opnunarhátíð Roverway í París fórum við saman á tjaldsvæðið Piscop, þar sem við vorum næstu vikuna með krökkum frá Ekvador, Frakklandi, Lettlandi, Marokkó, Póllandi, Tékklandi og Portúgal. Fyrsta verkefnið okkar var svo að búa til samfélag sem hægt væri

24

SKÁTABLAÐIÐ


að lifa í næstu vikuna og gerðum við það í alþjóðlegum hópum. Á næstu dögum unnum við svo alls kyns verkefni sem tengdust því að mismunandi menningarhópar gætu lifað saman í samfélagi. Við fórum m.a. í hæk, heimsóttum og kynntumst bænum Saint - Denis, túristuðumst í París, unnum með samtökunum Coexister, fengum fyrirlestur frá UNESCO, sungum, dönsuðum og fórum í leiki. Þann 10. ágúst fórum við svo öll saman til Jambville þar sem síðustu dagar ferðarinnar voru nýttir til að taka þátt í alls kyns dagskrá á daginn og djamma á kaffihúsunum á kvöldin. Nýju vinina kvöddum við svo 15. ágúst með tár í augum og héldum heim á leið.

SKÁTABLAÐIÐ

25


1

Krossgáta Finndu 11 stafa lausnarorðið með því að

3

2 8

3 5

4

10

velja tölustafina niðri til hægri (rauða). Sendu lausnarorðið á netfangið

6

7

happdraetti@skatar.is. 7 4

8

15. janúar 2017 verður

9

dregið úr réttum svörum og nöfn vinningshafa birt 1

á heimasíðu skátanna

5

www.skatamal.is

9 10 6

11

Lárétt 7. Heitur drykkur sem er ómissandi í útilegur og göngur 8. Á ____ má finna skálana Þrymheim og Bæli 10. Innsta lag úr ull sem heldur á þér hita Lóðrétt 1. Leiðir þig rétta leið í snjóstormi án þess að verða batteríslaus 2. Sérstaklega hlýr og mjúkur svefnpoki 3. Ber þig um fjöll og dali án þess að kvarta undan táfýlu 4. Svefnstaður í snjónum 5. Koma í veg fyrir snjóblindu og gera mann svalari 6. Hann ljótur er á litinn og líka striginn slitinn 9. ____ er gull, bómull er bull

Hvar er Fríður Finna?

Fríðar Finnu aðstoðarskátahöfðingja er sárt saknað – hún leynist á þremur stöðum í Skátablaðinu. Ef þú finnur alla þrjá staðina áttu möguleika á veglegum fundarverðlaunum. Sendu blaðsíðutölin inn á happdraetti@skatar.is

15. janúar 2017 verður dregið úr réttum svörum og nöfn vinningshafa birt á heimasíðu skátanna www.skatamal.is

26

SKÁTABLAÐIÐ

lausnarorðið

2


Efla starf róverskáta – Hvað er til ráða? Fundur róverskáta um róverskátastarfið og hvernig væri hægt að efla það var haldinn miðvikudaginn 2. nóvember. Fundurinn tókst mjög vel, rúmlega 30 áhugasamir skátar mættu á svæðið og deildu skoðunum sínum um það sem þeim finnst vanta í starfið í dag.

til þess að sveitirnar myndu bjóða öðrum róverskátum með á sína fundi. Þannig gæti boltinn farið að rúlla. Mikilvægi þess að deila upplýsingum á Facebook síðunni Róverskátar á Íslandi var varpað upp á fundinum og augljóst að þörf fyrir aukinn sýnileika í starfinu er mikil. loknum fundi var hafist handa við að bæta sýnileika og aðgengi róverviðburða. Búið var til Google calendar þar sem róverskátar geta fengið alla opna viðburði, beint í dagatalið sitt í símanum. Auk þess voru stofnaðir sérstakir vinnuhópar með ólík markmið, einn þeirra ætlar að skoða klúbbahugmyndina og annar opnu fundina. Samvinna okkar allra felst síðan í því að styðja við róverskátaviðburði, vera dugleg að láta í okkur heyra og nýta samfélagsmiðlana.

Á fundinum var sérlega rýnt í leiðir til þess að gera róverstarfið betra og aðal spurningar fundarins voru: • Hvað getur bandalagið gert? • Hvað geta félögin gert? • Og hvað getum við sjálf gert? Áhugi þátttakenda á að efla starfsemi róverskáta var mikill og hugmyndirnar um leiðir að því markmiði af fjölbreyttum toga.

Meiri samvinna

Ein af uppástungum fundarins var að fá róverskáta úr ýmsum áttum til þes að vinna meira saman og opna viðburði. Þá væri til dæmis hægt að halda vikulega fundi þar sem öllum er velkomið að taka þátt. Þannig væri staður og tími tileinkað róverstarfi sem allir áhugasamir róverskátar gætu stundað. Rætt var um að róverskátar væru líklegri til þess að taka þátt í viðburðum þar sem skráning er frjáls og opin, vegna þess að á þessum aldri er líklegra að fólk eigi erfitt með að finna sér fastan tíma til þátttöku. Mikill vilji var á fundinum

Eigið frumkvæði Skátaklúbbar

Þá kom upp hugmynd að skipta út sveitum fyrir klúbba, þar sem hver klúbbur hefur eitthvað ákveðið sérsvið eða markmið. Hugmyndin að ísbúðarklúbbi vakti mikla lukku, en þá myndu skátarnir taka sig saman og prófa og meta fjöldann allan af ólíkum ísbúðum og gefa einkunn. Þá væri einnig hægt að vera

með þema klúbba, til dæmis kvikmyndaklúbba, ljósmyndaklúbba eða leiklistarklúbba.

En hvað svo?

Á fundinum var ekki einungis varpað upp hugmyndum og róverstarf rýnt í þaula, heldur val líka leitast við að varpa fram lausnum og finna ábyrgðaraðila fyrir þau verkefni sem eru framundan. Strax að

Einn aðal útgangspunkturinn var sá að það þýðir lítið að röfla út í horni og bíða eftir því að einhver annar geri eitthvað. Eigið frumkvæði er lykilatriði að velferð í róverstarfi. Þú skapar þitt eigið starf. Það gerir það enginn fyrir þig. Ekki bíða eftir öðrum, farðu af stað núna!

-Samantekt eftir Vigdísi Fríðu og Halldór Valberg

SKÁTABLAÐIÐ

27


Hvernig er best að

kveikja bálköst

Markmið verkefnis Að beita skynseminni þegar verk eru unnin. Að ganga með virðingu um náttúruna.

Lýsing á verkefni Skátarnir koma að eldstæði með það í huga að byggja bálköst þannig að hann logi sem best. Þeir komast fljótt að raun um að ekki er sama hvernig það er gert. Ekki tekst hópnum að kveikja í þykkum greinum en brátt verður þeim ljóst að sprek loga betur. Skátarnir sjá líka að nýjar greinar brenna ekki en það rýkur mikið úr þeim. Erfitt getur reynst að brjóta lifandi greinar, en dauð grein brotnar auðveldlega. Skátarnir fara af stað til að finna greinar í bálköst. Þegar safnað hefur verið heppilegum greinum er þeim raðað þannig að þurr sprek eru sett neðst og stærri greinar ofan á og brátt logar bálið glatt.

Undirbúningur: Það flýtir fyrir ef hópurinn les sér til og kynnir sér hvernig best er kveikja eld úti og hvernig hann logar best. Hópurinn verður einnig að velja stað þar sem ekki er hætta á að þeir valdi raski eða að eldurinn breiðist út.

Mat: Að lokinni tilraun til að kveikja eld úti í náttúrunni þarf að fara yfir verkefnið. Hvernig gekk? Olli hópurinn einhverjum gróðurskemmdum eða á fötum sínum? Hvernig sér hópurinn fyrir sér að svona verkefni heppnist sem best?

Eftirtaldir aðilar senda skátum sínar bestu jólakveðjur! Heildarlisti styrktaraðila Skátablaðsins er að finna á www.skatamal.is Reykjavík

Kópavogur

Blönduós

Arctic Trucks Ísland ehf, Kletthálsi 3

Init ehf, Smáratorgi 3

Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Ásbjörn Ólafsson ehf, Köllunarklettsvegi 6

Svansprent ehf, Auðbrekku 12

Faris ehf, Gylfaflöt 3 Fastus ehf, Síðumúla 16 Ferðafélagið Útivist, Laugavegi 178 Flügger ehf, Stórhöfða 44 GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8

Garðabær Dýraspítalinn Garðabæ, Kirkjulundi 13 Garðabær, Garðatorgi 7 Samhentir, Suðurhrauni 4

Steinull hf, Skarðseyri 5 Akureyri Jafnréttisstofa, Borgum v/Norðurslóð

Gilbert úrsmiður-www.jswatch.com, Laugavegi 62

Hafnarfjörður

Kaupfélag Eyfirðinga, Glerárgötu 36

Gjögur hf, Kringlunni 7

Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4

Raftákn ehf - Verkfræðistofa, Glerárgötu 34

Hið íslenska reðasafn ehf, Laugavegi 116

Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10

Hótel Örkin, sjómannaheimili, Brautarholti 29

Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48

Reyðarfjörður

Íslenskir fjallaleiðsögum ehf, s: 587 9999, Stórhöfða 33

Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

AFL - Starfsgreinafélag, Búðareyri 1

Lögmenn Höfðabakka ehf, Höfðabakka 9

VSB verkfræðistofa ehf, Bæjarhrauni 20

Pósturinn, Stórhöfða 29 Sjónlag hf, Álfheimum 74

Reykjanesbær

The Viking, Hafnarstræti 1, Skólavörðustíg 3 og 25

Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Timberland, Kringlunni

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf, Skógarbraut 946

TREX-Hópferðamiðstöðin, Hesthálsi 10 Velmerkt ehf, Dugguvogi 23 Vélaverkstæðið Kistufell ehf, Tangarhöfða 13 Vélvík ehf, Höfðabakka 1

28

Sauðárkrókur

SKÁTABLAÐIÐ

Mosfellsbær

Selfoss Sveitarfélagið Árborg, Austurvegi 2 Hella Stracta Hotels, Gaddstaðaflötum 4

Elektrus ehf - löggiltur rafverktaki, Bröttuhlíð 1 Vestmannaeyjar Akranes

Miðstöðin ehf, Strandvegi 30

Verslunin Einar Ólafsson ehf, Skagabraut 9-11

Tvisturinn ehf, Faxastíg 36


World

Scout Moot

2017

Næsta sumar fer fram heimsmót skáta á Íslandi, World Scout Moot. Mótið er fyrir skáta á aldrinum 18 - 25 ára og stefnir í að 6.000 skátar frá um 100 löndum taki þátt. Að ýmsu þarf að huga í undirbúningi svona viðburðar: hvernig komum við öllum fyrir, hvar gistir fólk, hvað borðar það ofl. „Við erum langt komin að semja um helstu atriði eins og 11 miðstöðvar um land allt, gistingu fyrir og eftir mót í skólum í Reykjavík og afnot af Laugardalshöll. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði, Þingvöllum, Skaftafelli, Hvollsvelli, Vestmannaeyjum, Selfossi, Hveragerði, Skorradal og í Hólaskjóli. Ein stærsta áskorunin hefur verið að tryggja nægan fjölda af rútum en gengið hefur verið frá samningum við Kynnisferðir og Trex.“ segir Jón Ingvar Bragason framkvæmdastjóri WSM17. Að lokinni 5 daga dvöl í miðstöðvum koma allir skátarnir á Úlfljótsvatn og dvelja þar í 5 daga við leik og störf. Allir þátttakendur í mótinu leggja sitt af mörkum til samfélagsins með 4-6 tíma sjálfboðavinnu. Mikill stuðningur við mótið hefur komið frá styrkjaáætluninni Erasmus+. Stærsti styrkurinn í því verkefni fékkst síðasta vor og mun það stytkja 120 sjálfboðaliða frá Evrópu til að koma til Íslands að vinna við mótið. Einnig höfum við fengið styrki til að

tryggja aðkomu ungs fólks að undirbúngi víða að og komu 50 ungmenni saman á Úlfljótsvatni í febrúar sl. frá Norðurlöndunum fyrir tilstilli Nordbuk og annar eins hópur mun vera á Úlfljótsvatni í nóvember með styrk frá Erasmus+. Stuðningur fyrirtækja fer vaxandi. Nýverið var gengið frá styrkjasamningi við WOW air sem gefur þátttakendum færi á að kaupa flugfargjöld með afslætti. Bílaleiga Akureyrar styrkir mótið myndarlega með verulegum afslætti á bílaleigubílum. Hagkaup hefur lengi stutt skáta vegna innkaupa á matvælum og hefur verið gerður áframhaldandi samstarfssamningur þar um. Stuðningur sveitarfélaga er mikilvægur og er samkomulag við sveitarfélög kominn vel á veg. Þessi stuðningur er með margvíslegum hætti.

Stærsta friðarþorpið Skátar erum með sérstakt átaksverkefni sem mun koma mjög við sögu á þessu móti. Það nefnist „Messenger of Peace“ og þátttakendur munu setja sér persónulegar áskoranir áður en komið er til Íslands um hvað þeir ætla að læra eða gera á mótinu og taka svo með sér heim til að efla sitt samfélag.

Björgunarsveitir taka þátt Skátar eiga í miklu samstarfi við björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þær munu taka að sér sérstaka sjúkragæslu á mótinu auk þess sem félögum á aldrinum 18 til 25 ára verður boðið að gerast þátttakendur á mótinu. Með þessu vilja skátar styrkja enn frekar böndin við björgunarsveitirnar.

Heildarþátttaka stefnir í 6.000 manns frá 100 þjóðlöndum! Yfir 500 Ástralir hafa tilkynnt þátttöku og skráning stendur enn yfir. 358 Svisslendingar mæta til leiks, 85 frá Hong Kong og 15 skátar ætla að mæta frá Suður-Afríku! Lang stærsti hópurinn kemur frá Bretlandi, um 800 manns.

Hvernig er með þátttöku íslenskra skáta? Íslenskir skátar eru byrjaðir að skrá sig en stefnan er að ná 150 skátum á aldrinum 18 – 25 ára. Fljótlega mun fara út sérstakt boð til félaga Slysavarnafélagsins Landsbjargar um að taka þátt í mótinu, en um er að ræða einstak tækifæri til að upplifa þátttöku í fjölþjóðlegu skátamóti.

SKÁTABLAÐIÐ

29


Forsetamerkið afhent Nýr forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson,

• Hafdís Jóna Sigurjónsdóttir, Árbúum

afhenti skátum forsetamerkið við hátíðlega

• Ari Björn Össurarson, Fossbúum • Arnkell Ragnar Ragnarsson, Fossbúum • Birgir Þór Brynjarsson, Fossbúum • Eydís Líf Þórisdóttir, Fossbúum

athöfn á Bessastöðum þann 15. október sl. Að þessu sinni hlutu 27 rekkaskátar úr 13 skátafélögum forsetamerkið:

• Valdís Mist Óðinsdóttir, Hraunbúum • Birna Ösp Traustadóttir, Klakki • Jóhanna María Ásgeirsdóttir, Klakki • Magnús Geir Björnsson, Klakki

• Daney Harðardóttir, Kópum • Katrín Kemp Stefánsdóttir, Kópum • Sigurður Guðni Gunnarsson, Kópum • Egle Sipaviciute, Landnemum

• Andrea Dagbjört Pálsdóttir, Mosverjum • Birta Ísafold Jónasdóttir, Mosverjum • Fanney Guðmundsdóttir, Mosverjum • Hjörtur Már Markússon, Mosverjum • Ísak Árni Eiríksson Hjartar, Mosverjum • Salka Guðmundsdóttir, Mosverjum

Mynd: Heiður Dögg Sigmarsdóttir

• Sunna Líf Þórarinsdóttir, Segli • Guðný Rós Jónsdóttir, Skátafélagi Akraness • Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Skátafélagi Borgarness • Halldór Valberg Skúlason, Svönum • Arnar Breki Eyjólfsson, Vífli • Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir, Vífli • Huldar Hlynsson, Vífli • Signý Kristín Sigurjónsdóttir, Ægisbúum

Þ e ma gre i n - Fræðsluhornið

Fræðahornið „Úr gömlum glæðum“ Árið 1961 var skrifuð grein fyrir Skátablaðið um „fjallarekkastarf“. Skátar á aldrinum 15-18 ára voru á þessum tíma stundum kallaðir „fjallarekkar“. Um þetta leyti stóðu yfir umræður um skátastarf þessa aldursstigs sem enduðu m.a. með því að nafni aldursstigsins var breytt í „dróttskáta“ og Forsetamerkið var tekið

upp. „Rekkar og svannar“ voru hins vegar á sama tíma þeir skátar sem við köllum núna „róverskáta“. Í dag eru dróttskátar hins vegar 13-15 ára skátar, en skátar á því aldursstigi sem samsvarar „fjallarekkunum“ í upphafi sjötta áratugarins eru nú nefndir „rekkaskátar“. Þegar talað var um „skátasveit“ var átt við starf 11-

14/15 ára skáta. „Ylfingar“ og „ljósálfar“ voru á sjötta áratugnum ekki kallaðir „skátar“. Það getur verið fróðlegt og skemmtilegt að bera saman umræðuna í dag og fyrir 55 árum. Auðvitað ber greinin hér fyrir neðan einkenni síns tíma – en hefur eitthvað breyst?

Brot úr greininni Rabb um fjallarekkastarf: Fjallarekkastarfið á ekki að vera tómur leikur, heldur líka undirbúningur undir foringjastörf fyrir þá sem kæra sig um og hafa hæfileika til að halda áfram og starfa fyrir skátahreyfinguna og æsku landsins. Eins á fjallarekkastarfið að skapa hverjum skáta góðan endi á skátaferil hans, sem raunverulega nær ekki lengra en til 18 ára aldurs, því þá tekur við foringjastarf, róverstarf eða ekkert skátastarf. Er ekki nauðsynlegt að þeir skátar sem hætta starfi á þessu tímabili, en það gera margir, eigi ljúfar endurminningar frá skátaárum sínum? Hversu mikilvægt er ekki að skátaforingjar, róverskátar og þeir skátar sem hverfa úr starfi hafi jákvæðar

skoðanir á skátahreyfingunni, markmiðum hennar og aðferðum. Allt ber að sama brunni. Við sjáum að sá maður sem hefur með fjallarekkastarfið að gera verður að vera sérstaklega góður foringi og helst af öllu, eða öllu heldur skilyrðislaust, sveitarforingi. Við vitum öll að skátastarfið er einungis skemmtilegur leikur í augum yngri skátanna. En í augum hinna eldri hefur þessi leikur ákveðið markmið og það nokkuð háleitt markmið – eða að gera nýtan borgara úr hverjum dreng og hverri stúlku sem er undir handarjaðri skátahreyfingarinnar. Höf: Ólafur Proppé

Greinina frá 1961 í fullri lengd er að finna á www.skatamal.is

30

SKÁTABLAÐIÐ


SELTJARNARNESKAUPSTAÐUR

Rekstrarvörur

– fyrir þig og þinn vinnustað

SKÁTABLAÐIÐ

31


ALLT SEM ÞÚ ÓSKAR ÞÉR LAUFDAL 3.990 KR.

UNNUR ICELAND 69.990 KR.

ULLARPEYSA 24.990 KR. MÓNA 13.990 KR.

HALLGERÐUR 15.990 KR.

ÖGN 49.990 KR.

AÐILS 5.990 KR.

Brandenburg | sía

ÞRÖSTUR 3.990 KR.

BOGI 4.990 KR.

SCARPA 39.990 KR.

TINNA 52.990 KR.

BAKPOKI 7.990 KR.

DRESS CODE ICEL AND www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Aðalstræti 10 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan | Akureyri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.