Starfsskýrsla Skátasambands Reykjavíkur á 100 ára afmælisári
Að vera skáti í Reykjavík 1
Skátasamband Reykjavíkur 550 9800 Hraunbær 123 - 110 Reykjavík - Sími: .skataland.is www ng: Veffa .is katar ssr@s Netfang: Stjórn:
Formaður: Hrönn Þormóðsdóttir Varaformaður: Haukur Haraldsson Gjaldkeri: Arthur Pétursson
Ritari: Hulda Guðrún Bragadóttir son Meðstjórnandi: Sigurður Már Ólafs son
Verkefnastjóri stjórnar: Jón Andri Helga
út í tilefni af 100 Þessi kynningarbæklingur er gefin á Íslandi. og avík Reykj í starfs skáta li ára afmæ um skátastarf Í honum er margvíslegur fróðleikur ársskýrslu Skáta auk þess sem stiklað er á stóru úr 2012. árið starfs fyrir r sambands Reykjavíku r Útgefandi: Skátasamband Reykjavíku ttir óðsdó Ábyrgðamaður: Hrönn Þorm Ritstjóri: Haukur Haraldsson on | kontent.is Umbrot, hönnun: Guðmundur Pálss undur Pálsson og Ljósmyndir: Baldur Árnason, Guðm kra skáta. úr ljósmyndasafni Bandalags íslens Prentun: Leturprent Pappír: Munken Polar 150g.
í Reykjavík
Umhverfisvænn pappír. SKÁTI ER NÁTTÚRUVINUR. - 4 gr. skátalaganna.
2
ÆGISBÚAR Nesahaga 3 107 Reykjavík Sími: 552 3565 skati@skati.is www.skati.is
LANDNEMAR Háuhlíð 9 105 Reykjavík Sími: 561 0071 landnemi@landnemi.is www.landnemi.is
GARÐBÚAR Hólmgarði 34 108 Reykjavík Sími: 588 8099 gardbuar.skatar@simnet.is www.skatar.is/gardbuar
Starfssvæði: Vesturbær og Seltjarnarnes
Starfssvæði: Starfssvæði: Mið Reykjavík frá Lækjar Póstnúmer 108 götu að Háaleitisbraut
SKJÖLDUNGAR Sólheimum 21a 104 Reykjavík Sími: 568 6802 skjoldungar@skjoldungar.is www.skjoldungar.is
SEGULL Tindaseli 3 109 Reykjavík Sími: 567 0319 segull@skatar.is www.skatar.is/segull
HAFERNIR Miðbergi, Gerðubergi 1 111 Reykjavík Sími: 550 9800 hafernir@skatar.is www.skatar.is/hafernir
ÁRBÚAR Hraunbæ 123 110 Reykjavík Sími: 586 1911 arbuar@skatar.is www.123.is/arbuar
HAMAR Logafold 106 112 Reykjavík Sími: 587 3088 skfhamar@simnet.is www.skatar.is/hamar
Starfssvæði: Laugardalur, Heimar, Vogar, Laugarnes
Starfssvæði: Breiðholt, póstnúmer 109 og 111
Starfssvæði: Efra Breiðholt
Starfssvæði: Ártúnsholt, Árbær, Selás, Grafarholt, Norðlingaholt
Starfssvæði: Grafarholt, Grafarvogur
Hvað gera skátar? eiginlega „Skátar hnýta bara hnúta og hjálpa gömlum konum yfir götur“. „Skátar eru skrýtnir“. Skátum finnst gaman að þessum alhæfingum og gera sitt til að ýta undir þær. Stundum finnst skátanum sjálfum erfitt að lýsa því hvað það þýðir að vera skáti. Eiginlega erfiðara eftir því sem lengur er starfað í hreyfingunni. Skátahreyfingin er að grunni til uppeldishreyfing fyrir ungt fólk. Hreyfing með skýr gildi, markmið og tilgang. Útilíf, tenging við nátt úru, frumkvæði og sátt við eigin samvisku eru kjarninn. Í áranna rás hefur skátastarfið líka þróast í að vera eins konar hugarheimur og jafnvel lífsstíll hjá sumum. Þar ræður mestu reynslan, bak grunnurinn og ekki síst félags skapurinn. Vel heppnað skátastarf byggist því á að félaginn sé virkur, taki þátt, sitji ekki hjá og láti aðra um verkefnin. Virkni og þátttaka er galdurinn. Þannig er skátahreyfingin óvenjulegur félagsskapur fyrir venjulegt fólk.
Reykjavíkurskátar hafa á þessu og síðasta ári fagnað 100 ára afmæli skátastarfs hér í borginni og landinu öllu en fyrsta skátafélag á Íslandi, Skátafélag Reykjavíkur var stofnað 2. nóvember 1912. Besta afmælisgjöfin sem við í hreyfingunni gefum okkur sjálfum er að bæta okkur og endurnýja. Mikið starf er um þessar mundir unnið við endurnýjun starfsgrunns og skipulags hreyfingarinnar. En þótt fortíðin og sagan sé glæst, þá má vel rökstyðja að við skátar séum of hógværir eða of uppteknir hver í sínu horni. Þetta getum við bætt, og þurfum að gera, því við gefum mikið af okkur til samfélagsins og þurfum á móti á skilningi þess og stuðningi að halda. Það gerir sérstaða skátastarfsins.
Þessi litli bæklingur er því hvort tveggja í senn; liður í afmælis haldi og kynning á skátastarfi í Reykjavík.
3
Viðburðir & verkefni
100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi:
Ævintýralegt starfsár að baki Fjölmargt var gert til þess að minna skáta og almenning á 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi árið 2012. Mörkuð var sú stefna að í stað þess að efna til stórrar hátíðar yrði áhersla lögð á marga viðburði sem alla jafna eru á dagskrá skáta. Afmælisárið hófst formlega 22. febrúar 2012 þegar minningar skjöldur var settur upp við Skátamiðstöðina að Hraunbæ 123.
4
Á sumardaginn fyrsta var hefðbund in skátamessa í Hallgrímskirkju auk þess sem fjölmörg skátafélög tóku þátt í því að skreyta styttur heima bæja sinna með skátaklútum.
júli skátastarfi og voru skátar með dagskrá í safninu þann dag. Hin sýningin var í Ljósafossstöð við Úlf ljótsvatn og fjallaði um starfsemi skáta á Úlfljótsvatni í 70 ár.
Í maí mánuði kom út skátafrímerki á vegum Íslandspósts í tilefni afmælis ins.
Landsmót skáta var haldið á Úlfljóts vatni dagana 20.-29. júlí. Mótið var glæsilegt í alla staði og gekk vel.
Opnaðar voru tvær sýningar um skátastarf. Önnur sýningin var á Árbæjarsafni í Reykjavík. Árbæjar safn tileinkaði svo Safnadaginn 8.
Skátar settu svip sinn á Menningarnótt í Reykjavík með tjaldbúð og leiktækjum í Hljómskálagarðinum. Fjöldi gesta kom við í tjaldbúðinni
og kynnti sér það sem skátastarfið hefur upp á að bjóða. Friðarþing var haldið í Hörpu í október. Þingið vakti alþjóðlega athygli og sóttu það bæði innlendir og erlendir gestir. Í tengslum við þingið var haldið þing þar sem um 50 ungmenni frá 7 löndum fjölluðu um frið. Á sjálfan afmælisdaginn þann 2. nóvember 2012 var mikið um dýrðir. Fyrst stóð Skátasamband Reykjavíkur fyrir athöfn við „Fjósið“ á lóð Menntaskólans í Reykjavík þar sem afhjúpaður var minn ingarskjöldur um stofnfund Skátafélags Reykjavíkur. Viðstaddir voru m.a. forseti Íslands.
Að athöfn lokinni var kakósamsæti í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Að því loknu efndi Bandalag íslenskra skáta til móttöku á Kjarvalsstöðum þar sem undirrituð var viljayfirlýsing Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Bandalags íslenskra skáta um aukið samstarf um unglingamál. Þá kom út bókin Skátastarf í 100 ár sem er safn blaðaúrklippa um skátastarf.
Það er mikill hugur í skátum á þess um tímamótum og ljóst að skáta hreyfingin mun gegna mikilvægu hlutverki næstu hundrað árin, ekki síður en á þeim hundrað árum sem nú eru liðin.
5
Viðburðir & verkefni
Sumardagurinn fyrsti Flest skátafélögin héldu upp á daginn í heimahverfum, meðal annars með þátttöku í hverfahátíðum. Að venju var haldin skátamessa í Hallgrímskirkju að viðstödd um góðum gestum. Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði skáta með nærveru sinni. Prestur var séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir en Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti ræðu. Skátakórinn undir stjórn Skarphéðins Þórs Hjartarsonar sá um sönginn. Messunni var útvarpað í Ríkisútvarpinu. Fánasveit SSR stóð heiðursvörð við og í kirkjunni. Göngu verðlaun hlutu Skátafélagið Skjöldungar. Bandalag íslenskra skáta kemur til jafns við Skátasambandið að framkvæmd skátamess unnar. Innritun í Útilífsskóla skáta hófst þennan dag og var opnaður sérstakur vefur þar sem hægt er að skrá börn í alla Útilífsskólana í Reykjavík. Sumarbæklingar um Útilífsskóla skáta í Reykjavík komu líka út þennan dag. Í tilefni sumardagsins fyrsta var haldin grillveisla í boði Skátasambands Reykjavíkur á Klambratúni. Þessi viðburður var fyrir rekkaskáta og aðra eldri skáta af höfuð borgarsvæðinu en þessi hópur hafði þá um daginn staðið fyrir sumarhátíðum um allt höfuðborgarsvæðið. Tókst þessi viðburður mjög vel og var mikil ánægja með hann meðal þeirra skáta sem mættu.
6
frá Hagatorgi og Hlemmtorgi. Göngustjóri var Fríða Björk Gunnarsdóttir. Alls tóku 32 skátar þátt í fánasveitinni. Mikil vinna er jafnan lögð í göngu- og stöðuæfingar fyrir þennan dag. Um 100 skátar tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd dagskrár í Hljómskála garðinum og er þetta stærsta einstaka verkefni sem skátar í Reykjavík koma að fyrir borgarbúa. Samstarfsaðilar SSR voru ánægðir með framkvæmdina sem fyrr og er aðkoma skáta að þjóðhátíðarhöldunum skrautfjöður í starfi skáta í Reykjavík.
17. júní
Sem fyrr sá Skátasamband Reykjavíkur um leiktæki í Hljómskálagarðinum samkvæmt samkomulagi við þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar. Einnig sáu skátar um uppsetningu á sölutjöldum í miðbænum og höfðu umsjón með söluleyfum. Þá stóð fánasveit SSR heiðursvörð við Austurvöll á meðan hátíðardagskrá stóð og gekk síðan fylktu liði að leiði Jóns Sigurðssonar. Eftir hádegið leiddi svo fána sveitin tvær skrúðgöngur að miðbænum
Útilífsskólar Sumarið 2012 voru starfræktir Útilífs skólar skáta á 7 stöðum í Reykjavík, þ.e. hjá Segli, Skjöldungum, Landnemum, Hamri, Haförnum, Garðbúum og Árbúum. Aðsókn var allmikil en nokkuð misjöfn eftir hverfum. Heildarskráning var meiri en árið áður. Dagskrá útlífsskólanna byggist á tveggja vikna námskeiði með útilegu í seinni vikunni. Samstarf milli einstakra útilífs skóla er talsvert bæði innan Reykja víkur og milli skátafélaga nágranna sveitarfélaganna. Rekstur Útilífsskólanna meðfram sumar námskeiðum ÍTR væri ekki mögulegur nema til kæmi starfsmannastuðningur, bæði frá Vinnumiðlun ungs fólks í Reykja vík og Vinnuskóla Reykjavíkur. Útilífsskólar skáta eru eitt umfangsmesta sumarstarf sem frjáls félagasamtök reka, enda eru skátar þeir einu sem bjóða upp á samræmd sumarnámskeið á öll um svæðum borgarinnar. Undirtektir forráðafólks og þátttakenda eru mjög hvetjandi um áframhald þessa starfs.
Umfangsmikið sumarstarf útilífsskóla skáta Hoppukastalar - Klifurveggur Sölutjöld - Söluvagnar Candy Flos og poppvélar og fleira!
Skátaland er eign Skátasambands Reykjavíkur og sérhæfir sig í útleigu á hátíðarbúnaði. Með því að að leigja búnað hjá Skátalandi styrkir þú skátastarf fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Skátaland er í samstarfi við Tjaldaleigu skáta sem leigir samkomutjöld og fylgihluti.
7
Viðburðir & verkefni
Húsnæðismál skátafélaganna
Sú minjanefnd skáta sem nú starfar kom fyrst saman á vordögum 2010. Þá hafði starf nefndarinnar að mestu legið niðri um árabil. Mikið og gott starf hefur verið unnið síðan en árið 2012 voru 100 ár liðin frá því að fyrsta skátafélagið var stofnað í Reykjavík og á Íslandi. Af því tilefni fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands formleg af hending á skjölum skátahreyfingarinnar til Þjóðskjalasafnsins. Norræni skjaladagurinn 10. nóvember 2012 var þannig tileinkaður skátahreyfingunni og var um leið hægt að skoða gömul skjöl og muni auk þess að sjá gamlar kvikmyndir og ljósmyndir af skátastarfi fyrri tíma. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og vakti góðar minningar hjá mörgum eldri skátum. Í komandi framtíð verða þessi gögn og mu nir aðgengilegir fyrir almenning og gefur tækifæri til rannsókna og skráningar sögu skátahreyfingarinnar.
Í Reykjavík starfa 8 skátafélög. Af þeim eru flest í ágætu húsnæði en þó þarf vissulega að leggja til fjármagn fyrir viðhald. Aðstaðan sem skátafélög þurfa undir starfsemina er sérstök að því leyti að þeim fylgir mikill viðlegubúnaður, klifur græjur, kaðlar, bönd, föndurdót, leður á veggjum, húsgögn, búsáhöld, eldu naraðstaða og skrifstofa svo eitthvað sé nefnt. Húsnæðið er kallað skátaheimili og þar þarf skátum að geta liðið vel og þar þarf að vera aðstaða fyrir börn og ungmenni til að þroskast í gegnum leik og starf. Þess vegna getur verið erfitt að samræma skátastarf við aðra starfsemi. Tveimur skátafélögum vantar sárlega húsnæði, annað er í efra Breiðholti og hitt í Seljahverfi. Hafernir í Efra-Breiðholti hafa verið á hrak hólum með sína starfsemi í nokkur ár en eru núna komnir í bráðabirgðahúsnæði. Þá er brýnt að skátafélagið Segull komist í betra húsnæði. Fundað hefur verið með Hverfaráði Breiðholts vegna húsnæðismála og mun stjórnin halda áfram að ýta á eftir úrlausnum. Þá hafa foreldrar í Grafarholti óskað eftir að stofnað verði skátafélag í því hverfi. Þar hefur verið starfsemi í skólahúsnæði en hún ekki náð að festa rætur.
8
Minjanefnd
Í samvinnu við Íþrótta- og tómstunda ráð Reykjavíkur tóku skátafélögin saman
Minjanefndin er samstarfsverkefni Lands gildis St. Georgsskáta, Skátasambands Reykjavíkur og Bandalags íslenskra skáta. ástandsskýrslu um starfsaðstöðu skáta á haustmánuðum 2012, hvert fyrir sitt skátaheimili. Þessi ástandsskýrsla er mikilvægt gagn og sýnir fram á nauðsyn þess að útvega meira fjármagn til viðhalds og bættrar aðstöðu fyrir hið einstæða æskulýðsstarf sem skátastarfið er. Rétt er að taka fram að samvinna og samskipti við ÍTR og Reykjavíkurborg hafa verið ákjósanleg í málinu.
Skátamót
og að sækja skátamót bæði hérlendis Skátar í Reykjavík voru duglegir við ára haldið að Úlfljótsvatni í tilefni 100 erlendis. Hæst bar landsmót skáta ddi grei ndi. Skátasamband Reykjavíkur afmælis skátahreyfingarinnar á Ísla aí rútugjöld báðar leiðir fyrir alla skát Reykjavík sem sóttu landsmótið. Innanlands voru líka haldin Drekaskátamót, Vormót Hraunbúa og Viðeyjarmót Landnema.
ÖldunGuR
Landsmót skáta 2012
ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2012
9
Viðburðir & verkefni
Úlfljótsvatn
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Skátasamband Reykjavíkur á helmingshlut í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni á móti Bandalagi íslenskra skáta. Starfsemin á Úlfljótsvatni hefur verið að aukast jafnt og þétt eftir því sem aðstaðan hefur vaxið og dafnað. Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni er eitt best búna útivistarsvæði á Íslandi.
Framkvæmdir Á árinu 2012 var unnið að endurbótum í KSÚ, Kvenskátaskálanum að Úlfljótsvatni, sem leiðir til sparnaðar þar sem rafmagns kynding var lögð niður og heitt vatn lagt inn. Einnig voru gluggar endurnýjaðir. Framundan er endurnýjun á öðrum húsum á svæðinu eftir því sem fjármagn leyfir. Gilwellhringurinn heldur áfram að laga Gilwellskálann og hefur verið unnið stór virki við endurnýjun hússins, muni þess og minjar. Það er til fyrirmyndar hvernig til hefur tekist með þetta verkefni.
Sumarbúðir skáta
10
Sumarið 2012 voru að venju starfræktar Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni fyrir 6-16 ára börn. Markmið sumarbúðanna er að veita börnum einstakt tækifæri til að komast í snertingu við náttúruna, að eignast félaga úr fjölbreyttum hópi, taka þátt í þroskandi leik og starfi og kynnast starfsaðferðum skátahreyfingarinnar. Nokkrir skátaforingjar fengu einn ig tækifæri til þess að tengja saman
áhugamál og sumarvinnu með því að starfa í sumarbúðunum.
Skólabúðir Árið 1992 hófust Skólabúðir á Úlfljótsvatni með samningi við Fræðslumiðstöð Reykja víkur og Orkuveitu Reykjavíkur. Sjöttu eða sjöundu bekkjum í grunnskólum Reykjavíkur gefst tækifæri á að dvelja í tvo daga á Úlfljótsvatni á tímabilinu septem ber til maí. Tveir bekkir eru á staðnum í einu með kennurum sínum. Þessi dvöl er gjarnan í tengslum við Lífsleikninám. Í dagskránni er mikið lagt upp úr útiveru og hópefli, að kynna fyrir nemendunum gildi hollrar útivistar og efla virðingu þeirra fyrir náttúrunni. Auk þess gefst gott tækifæri fyrir kennara og nemendur að vinna saman í leik og starfi fyrir utan hið hefðbundna skólastarf.
Hafravatn 17. desember 1997 undirritaði stjórn SSR samning við landbúnaðarráðuneytið um leigu á 4,58 hektara landspildu í landi Þormóðsdals. Samningurinn við Landbúnaðarháskólann var endurnýjaður árið 2011 og gildir hann í 25 ár. Skortur á fjármagni stendur uppbyggingu aðstöðu á Hafravatni fyrir þrifum, en SSR mun þó leitast við að þróa áfram uppbyggingu á svæðinu í samræmi við upp byggingaráætlun Hafravatns eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Markmiðið er að skapa aðstöðu til útivistar og útilegu fyrir skátahópa og Útilífsskóla skáta í Reykjavík. Á landinu eru byggingarreitir fyrir átta flokkaskála og er hugmyndin að skátafélögin eigi möguleika á að reisa sér eigin skála á svæðinu.
11
Lífið er ævintýri! Drekaskátar 7-9 ára
Þungamiðja starfsins í drekaskátasveitum er að drekaskátinn læri að sýna hjálpsemi og sýni vilja til að gera sitt besta. Dreka skátar kynnast náttúru og stunda útivist í nærumhverfi sveitarfélagsins.
Leiðarljós skátastarfs Skátastarfið hefur að leiðarljósi að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Allir aldurshópar eru virkir þátttakendur í skátastarfi en sérstök áhersla er lögð á starf með börnum og ungu fólki á aldursbilinu 7 til 22 ára. Hér á eftir er kynning á starfsinntaki hvers aldurshóps.
12 12
Hið ókannaða Fálkaskátar 10-12 ára
Á þessu aldurstigi sýna börn meira sjálfstæði og öðlast leikni í hópastarfi með jafningjum. Þá er líkamsþroski þeirra slíkur að þau eru hæf til að taka þátt í nokkuð krefjandi útilífi. Flestir krakkar á fálkaskátaaldri eru forvitnir og ævintýra gjarnir og tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Fálkaskátar stunda útilíf á láglendi allan ársins hring, fara í fjallgöngur á fjallstinda í nágrenninu að sumri, vori og hausti og fara í tjaldútilegur að sumri þar sem lögð er áhersla á tjaldbúðavinnu.
„Sjálfstæðið eykst og verkefnin verða meira ögrandi” Saman
Dróttskátar 13-15 ára Í Hávamálum merkir drótt „hirð” og þykir það eiga vel við á þessum aldri. Sjálf stæðið eykst og verkefnin verða meira ögrandi. Nefna má gönguferðir, næturleiki, útieldun, og frumraun í fjallamennsku - allt í hópi jafningja sem marka leiðina saman. Á unglingsárunum eru dróttskátar að uppgötva margt í tengslum við lífið, þau þroskast mikið andlega og líkamlega og má segja að þau uppgötvi daglega margt varðandi sjálf sig og umhverfi sitt. Dróttskátar stunda útilíf jafnt á láglendi sem á heiðum allan ársins hring. Þannig öðlast dróttskátar reynslu í fjallamennsku og krefjandi ferðamennsku.
13
Farðu alla leið! Rekkaskátar 16-18 ára Rekki merkir „maður” í Hávamálum. Táknrænt er fyrir þennan aldur að þegar einstaklingur verður 18 ára er hann orðinn lögráða og ber því ábyrgð á eigin gjörðum. Í mörgum menningarsamfélögum verður einstaklingur að sýna fram á ákveðna getu eða færni áður en hann er viður kenndur sem fullorðinn. Rekkar vinna að Forsetamerkinu í sínu starfi og er sjálft Forsetamerkið táknmynd rekkaskáta.
„Að bera ábyrgð á sjálfum sér” 14
in ð r e F að fullorðinsárunum Róverskátar 19-22 ára
Starfsvettvangur róverskáta er heimurinn allur. Ferð þeirra ræðst nú alfarið af áhugamálum þeirra sjálfra. Róverskátar velja sinn starfsvettvang sjálfir, hvort sem það er foringjastarf, starf með björgunar sveit, sjálfboðaliðastarf heima eða erlendis eða annað sem áhuginn beinist að.
Leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar skilar sér í frumkvæði, sjálfstæði og vináttu í raun. Áður en róverskátinn er vígður setur hann sér markmið sem hann ætlar að vinna að næstu þrjú árin og eiga þau að undirbúa hann til að takast á við lífið upp á eigin spýtur.
„Tökumst á við lífið upp á eigin spýtur”
RoverWay, alþjóðleg mót Roverskáta var haldið á Úlfljótsvatni
15
„Það er eitthvað sérstakt við þessa skátavináttu” Hulda Rós Helgadóttir, 21 árs Gerðist skáti 10 ára. Lauk stúdentsprófi vorið 2011. Lauk prófi úr Hússtjórnarskólanum í Reykjavík desember 2011. Stundar nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Drekaskátaforingi í Landnemum.
16
Skátamótin heilla Ég byrjaði 10 ára gömul í ylfingunum í Landnemum og hef verið virk í starfinu allar götur síðan. Ég varð skátaforingi 14 ára gömul og í dag er ég drekaskátafor ingi. Alþjóðlegu skátamótin heilla og ég hef verið dugleg að sækja þau. Tók sem dæmi þátt í CampX í Svíþjóð 2006, al heimsmótinu í Englandi 2007, Rover Moot í Kenýa 2010 og alheimsmótinu í Svíþjóð 2011. Auk þess hef ég sótt fjöldann allan af innlendum skátamótum og tekið virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd móts Landnema í Viðey sem haldið er á hverju ári.
Gildi skátastarfs fyrir mig
Gildi skátastarfs fyrir ungt fólk
Allar mínar bestu minningar koma úr skátastarfi. Hvort sem þær eru úr vetrargöngum í blindbyl þar sem gist er í snjóhúsi eða sumargöngum þar sem gist er undir berum himni. Hvort sem er við varðeld í góðra vina hópi eða í næturleik með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Þessi reynsla skilur eftir sig hafsjó af tilfinning um en líka þakklæti fyrir að hafa verið hent svo oft út í djúpu laugina þar sem ekkert annað er í stöðunni en að standa á eigin fótum.
Fyrir mér er skátastarfið hinn fullkomni vettvangur fyrir ungt fólk að þroskast í. Skátastarfið er skemmtilegt og það góða við það er að ómeðvitað lærir maður að vera virkur þátttakandi í samfélagi manna. Maður lærir merkingu lýðræðis, virðingu, hjálpsemi, að taka ákvarðanir og sýna frumkvæði. Maður lærir að vera hluti af hópi en einnig að standa sem ein staklingur og þroskast sem slíkur. Aðferð Baden Powells, „learning by doing“ er besta leiðin til að læra. Það er einmitt það sem maður gerir í skátastarfi. Ekki sé ég hvernig það getur orðið betra!
Ég á margar góðar minningar frá skátamótunum, þau eru eitt það besta sem ég veit. Þar eru allir vinir. Þar búa Bandaríkjamenn við hlið Íraka í friði og ró. Þar sést svart á hvítu að allur heimurinn getur lifað saman átakalaust, þrátt fyrir mismunandi siði og venjur. Þar fær hver einstaklingur menningu annarra þjóða í æð og eignast vini hvaðanæva að. Og það er eitthvað sérstakt við þessa skátavináttu. Hún er djúp og einstök, kannski vegna þess hve mikið við fáum, eða neyðumst, til að upplifa með öðrum. Sú reynsla þroskar okkur saman sem einstaklinga og henni deilum við svo fyrir lífstíð. Það sem mér finnst best við skátastarf er að það þarf ekki að taka enda. Þar er eng inn „kominn á aldur“. Minningarnar verða enn fleiri og reyslan eykst með ári hverju. Sem þýðir bara að ég sem einstaklingur þroskast, og vináttan með.
17
Allt frá fyrstu dögum skátastarfs á Íslandi hafa skátar lagt áherslu á hjálparstarf í einhverri mynd.
efni, axla ábyrgð á eigin gerðum og finna til skuldbindingar gagnvart skátaflokknum og skátasveitinni.
Skátar hafa frá upphafi verið í forystu björgunarmála á Íslandi og besti efniviður í björgunarmenn eru vel þjálfaðir skátar. Það er viðurkennt af öllum sem til þekkja. En af hverju er það?
Í skátastarfi er ungu fólki kennt hvernig á að gera gott úr erfiðum aðstæðum og njóta útiveru sama hvernig viðrar. Ef unglingar fá að takast á við náttúruna eru þeir færari til að takast á við þau vandamál sem þeir mæta. Skátahreyfingin hefur náttúruna sem sitt athafnasvæði þar sem í bland fer líkamleg og andleg áreynsla sem við erfið skilyrði neyðir menn til málamiðlanna við sjálfan sig, náttúruna og ferðafélaga. Samskipti manna við erfiðar aðstæður eru nokkuð öðruvísi en hversdagstilveran krefst og það er dýrmæt reynsla að búa að.
Skáti er ávallt viðbúinn Íslenskir skátar hafa í gegnum tíðina verið trúir uppruna sínum og leggja enn þann dag í dag mikið upp úr útilífi og ferða lögum. En það er meira en útilíf sem liggur að baki. Skátastarf fer fram í flokkum þar sem börnin læra að taka ákvarðanir á eigin spýtur, kljást við fjölbreytt viðfangs
Starf með björgunarsveitum:
n n i r u ð i v i n f e i t s e B r a t á k s r i ð a f l á j þ l e v eru
18
rekstur - áætlanagerð fjölmenning - sérþarfir einelti - umhverfismál úrlausnir ágreiningsefna v ið b u rð a o g v e rk e fn a stjórnun s is kv Mar leiðtogaþjálfun þjálfun Á ferli sínum fá skátar tækifæri og tum reyt til þess að leiða félaga sína í fjölb i og verkefnum og taka þátt í undirbúning . urða framkvæmd smárra og stórra viðb
ja vönduð Að auki gefst skátunum kostur á að sæk reynslu námskeið sem ætlað er að byggja ofan á sér a þátttakenda og gera þeim kleift að mark ri þroska, stefnu og setja sér markmið til enn freka yfirleitt. átaka og sigra á skátabrautinni og í lífinu til dæmis Helstu viðfangsefni slíkra námskeiða eru rnun, stjórnun, viðburða- og verkefnastjó veitt rekstur og áætlanagerð auk þess sem a og er fræðsla um fjölmenningu, sérþarfir barn unglinga, einelti, ofbeldi og barnavernd. og Með þessu fá skátar bæði fræðilega leiða til verklega þjálfun á ótal sviðum sem aukins persónu- og félagsþroska.
19
„Vinátta án landamæra“ Liljar Már Þorbjörnsson, 23 ára Gerðist skáti 9 ára. Húsasmiður og á lokaönn frumgreinanáms Háskólans í Reykjavík. Dróttskátaforingi í skátafélaginu Segull í Breiðholti.
20
Áhugi á viðburðarstjónun
Feiminn og hógvær Ég byrjaði í skátunum sem 9 ára gutti á Ísafirði eftir að hafa farið í heimsókn á landsmót skáta sumarið á undan og fundið áhuga minn á útivist og ævintýra mennsku. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hve markvisst var lagður grunnur að því að búa til sjálfstæðan leiðtoga úr þeim feimna hógværa dreng sem ég var. Fjórtán árum síðar hef ég verið starfandi skátaforingi í átta ár.
Friðarútilega í Saudi-Arabíu Á síðustu árum hefur alþjóðastarfið verið eldsneytið í mínu skátastarfi. Að skoða heiminn kennir þér óteljandi hluti um um burðarlyndi, vinsemd og fegurð heimsins. Ég hef haft tækifæri til að ferðast víða í mínu skátastarfi. Ég tók þátt í friðarútilegu í Saudi-Arabíu, lærði um styrk samfélags miðla í Singapúr og eignaðist frábæra vini við að dansa á setningarathöfn alheimsmóts skáta í Svíþjóð fyrir framan 50 þúsund manns.
Í dag er ég dróttskátaforingi í skáta félaginu Segli, á sæti í Alþjóðaráði Bandalags íslenskra skáta og er þriðja árið í röð mótsstjóri Drekaskátamóts, sem er skátamót fyrir krakka á aldrinum 7-9 ára. Að undirbúa og hrinda í framkvæmd slík um viðburði er mikil vinna og í mörg horn að líta enda eru þátttakendur að jafnaði um 200 talsins. En þetta er ánægjulegt og gefandi verkefni og hefur veitt mér ómetanlega þjálfun í viðburðastjórnun.
Gildi skátastarfs fyrir mig Skátastarf er lífstíll sem styður við bakið á einstaklingum ævilangt. Sú reynsla að þurfa taka ákvarðanir fyrir hóp, læra af mistökunum og að axla ábyrgð gleymist aldrei, því þótt lærdómurinn sé falinn í leik eða skemmtilegu verkefni skilur hann eftir dýrmæt reynsluspor. Helsta vandamálið í samfélaginu í dag er skortur á náungakærleik, en skáti mun alltaf gefa tíma sinn í að aðstoða þann sem er hjálparþurfi. Fleiri skátar þýðir betra samfélag. Skátum mætti líkja við risastóra fjölskyldu. Þeir mynda hreyfingu sem starfar þvert á landamæri og gefur krökkum af öllum þjóðernum tækifæri til að skemmta sér saman og gefur þannig von um að tilhugs unin um heimsfrið er ekki óraunhæf.
Gildi skátastarfs fyrir ungt fólk Það er dýrmætt fyrir allt ungt fólk að taka þátt í skátastarfinu. Þar fáum við margvíslega þjálfun í því að starfa saman, spreyta okkur á undirbúningi, skipulagn ingu og framkvæmd viðburða og dýrmæta stjórnunarreynslu. Áhersla er lögð á samvinnu, bræðralag, náungakærleik og hjálpsemi. Útivist og virðing fyrir umhverfinu eru einnig mikil vægir þættir sem starfið byggir á. Skátastarfið veitir tækifæri til að ferðast, upplifa mismunandi menningarheima og læra að sjá nýja hluti með opnum huga og án fordóma.
21
Skátastarfið r er leiðangu
Skátar á Íslandi í 100 ár:
Fyrsta skátafélagið á Íslandi, Skátafélag Reykjavíkur, var stofnað í Fjósinu við Menntaskólann í Reykjavík árið 1912. Skátastarf í Reykjavík þróaðist og skipulag þess tók breytingum næstu áratugina. Skátafélögin í Reykjavík eru átta og mynda þau samstarfsvettvanginn Skátasamband Reykjavíkur. Formaður þess er Hrönn Þormóðsdóttir.
2222
Með alheimsfrið að markmiði
ævintýri og kynnumst náttúrunni. Margir skátar leggja leið sína í hjálpar Upphaf skátastarfs á Íslandi hófst í Reyk ja sveit ir skáta eftir gott starf í skátafél vík þegar Ingvar Ólafsson flutti hugmynd ögunum og þar nýtast einmitt þau viðhorf ina með sér heim frá Danmörku 1911 og sem skátahreyfingin byggir á, landi og fékk nokkra félaga sína til að stofna með þjóð til heilla. Allir leggja svo leið sína út sér skátaflokk. Þessir skátar stofnuðu í samfélagið þar sem uppeldi og mótun síðan Skátafélag Reykjavíkur þann 2. skátaáranna nýtist vel. nóvember 1912. Fimm árum áður hafði Baden-Powell stofnað skátahreyfinguna Öflugt sjálfboðaliðastarf þarf stuðning og miðast upphaf hennar við fyrstu úti leguna sem haldin var með 20 drengjum Í Reykjavík starfa nú átta skátafélög í á eyjunni Brownsea við Suður-England. flestu m hverfum borgarinnar. Í hverju skátafélagi starfar stjórn og síðan foringjar Baden-Powell fannst enskum drengjum bæði í sveitum og flokkum. Allt er þetta á þessum tíma vanta uppbyggileg viðfangs unnið í sjálfboðavinnu. Reykjavíkurborg efni og skorta heilbrigða fyrirmynd. hefur stutt þessa starfsemi og fyrir það er Í skátalögunum setur skátinn sjálfum sér þakkað en gera þarf enn betur til að hæg t lífsreglur í því markmiði að temja sér sé að auka stöðugleika í starfi félaganna . ábyrgð og hjálpsemi. Þannig felur hreyf ingin í sér ákveðna uppeldissýn. Skátaheimilin skipta mál En skátahreyfingin er einnig alheims Skátaheimilin eru sérstök. Þau eru friðarhreyfing. Eftir fyrri heimstyrjöldina fundarstaður, griðastaður og athvarf. Þar ákvað Baden-Powell að alheimsfriður fer fram undirbúningur fyrir útivist skáta yrði einnig markmið hreyfingarinnar og í á öllum aldri og má nefna gönguferð kjölfarið var fyrsta alheimsmótið haldið í ir, fjallgöngur, fjallaklifur, vetrarferðir, London, Kensington Olympia, árið 1920. tjaldútilegur, skátamót, tjaldbúðavinnu, útiel dun, alþjóðastarf, verkefnavinnu ýmis Á skátastarfið erindi í dag? konar og leður á veggjum. Þessu fylgir Við getum spurt okkur í dag hvort enn mikið af útbúnaði eins og tjöld, klifur sé þörf fyrir skátahreyfinguna í íslensku græjur, útieldunargræjur ásamt mörgu samfélagi. Höfum við þörf fyrir að tilheyra öðru sem ekki er á færi einstakra barna hópi, láta gott af okkur leiða, setja okku að eiga. Viðhaldi skátaheimila í Reykjavík r lífsreglur, búa okkur vel undir að verða er því miður oft ábótavant og tvö þeirra í ábyrgir og sjálfstæðir einstaklingar og húsnæðisvanda. En lausnir finnast í góðu stuðla að friði? samstarfi við Íþrótta- og Tómstundaráð Svarið er sannarlega já. Og um leið Reykjavíkurborgar. eignumst við félaga, upplifum skemmtile g
Skátar eiga nokkra skátaskála í nágrenni borgarinnar sem eru vel sóttir enda um hverfi þeirra og náttúra frábær æfinga svæði fyrir fjölbreytt viðfangsefni í útivist og ferðamennsku.
Allir þátttakendur eru virkir Skátastarfinu má líkja við leiðangur sem hefur það markmið að hver sá sem legg ur af stað verði sjálfstæðari, virkari og ábyrgari einstaklingur í samfélaginu, fái tækifæri til að nýta hæfileika sína á upp byggjandi hátt og hvatningu til að nýta eigin reynslu. Í skátastarfinu situr enginn á varamannabekknum því áhersla er lögð á að allir þátttakendur séu virkir og taki þátt.
23 23
Samtök skátafélaganna í Reykjavík og samstarfsvettvangur heitir Skátasamband Reykjavíkur, SSR. Skátafélögin heita Árbúar, Garðbúar, Hafernir, Hamar, Landnemar, Segull, Skjöldungar og Ægisbúar. Skátafélögin og Skátasambandið eru aðilar að landssamtökum skáta, Bandalagi íslenskra skáta.
24