Fermingarbæklingur - Skátarnir

Page 1

Vor

iรฐ 2 ร skalisti 011 fermingarskรกtans.


Er komið að fermingu? Ertu búin(n) að ákveða hvað þig langar að fá í fermingargjöf? Hér eru nokkrar nýjar og frábærar útivistarvörur sem þú getur sett á óskalistann þinn. Vantar þig ekki pottþétta gönguskó? Eða fjölhæfan áttavita? Kíktu á úrvalið! Vörurnar er hægt nálgast í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, panta í síma 5509800 eða kaupa í gegnum netverslun Skátabúðarinnar. Opnunartími: Virkir dagar 11-17


Igloo 3 season Á Íslandi er allra veðra von og þar sem þriðjungur sólarhringsins fer í að sofa, er gott að svefnaðstæður séu hlýjar og þægilegar þrátt fyrir hríðarbyl eða nístingskulda. Ajungilak Igloo 3 season svefnpokinn er þægilega rúmgóður en þó vel einangraður, svo að ekki ætti að væsa um þig! Igloo 3 season í tölum:  Trefjafylling  Lengd: 195 cm.  Þyngd: 1850 gr.  Lítrar: 9.1  Hitastig:  Þægindamörk: -3  Ytri þolmörk: -19

Venjulegt verð: 24.900 Handhafar skátaskírteinis: 19.920


Sella

Öllum gönguskóm fylgir Kiwi vatnsvörn!

Hvort sem um er að ræða útilegu í Þrymheimum, Esjuklifur eða einfaldlega gönguferð um Seltjarnarnesið, þá eru Sella-skórnir algjör snilld! Vatnsheldir og gripmiklir, en þó mjúkir, nettir og mjög léttir; aðeins 320gr! Skórnir eru með Vibram Mars-sólum sem henta vel í íslenskum aðstæðum og Nubuck-leður gerir skóna mjúka og þæginlega.

Venjulegt verð: 21.489 Handhafar skátaskírteinis: 17.908 Fæst í stærðum: 36-45


Pelmo

Öllum gönguskóm fylgir Kiwi vatnsvörn!

Sé rólegt labb í Elliðaárdalnum ekki nógu mikil áskorun fyrir þig væri það ekki illa ígrundað að skella sér á Pelmo gönguskó. Skórnir fá fullt hús stiga hvað varðar gæði, þeir eru léttir og styðja vel við öklana þegar á reynir. Gúmmíkantar verja skóna fyrir hnjaski og fáir saumar eru á Nubuck-leðrinu sem gerir skóna enn vatnsheldari. Skórnir eru með Sympatex-fóðri og Vibram Rubber-sóla.

Venjulegt verð: 34.788 Handhafar skátaskírteinis: 28.990 Fæst í stærðum: 36-45


Recta Ds 40 Recta Ds 40 áttavitinn er góður byrjendakompás með spegli fyrir þá sem vilja síður rammvillast á Hellisheiðinni!

   

Sjálflýsandi skífa og merkingar Skalar: 1:10 000, 1:15 000 Stærð: 75 x 55 x 17 mm (lokaður) Þyngd: 44 g

Venjulegt verð: 4.900 Handhafar skátaskírteinis: 3.900


Recta Ds 50 Ertu villtur í lífinu? Eða bara villtur og trylltur útivistarfrömuður? Hvort heldur sem er, þá er Recta Ds 50 áttavitinn rétti áttavitinn fyrir þig!

          

Sjálflýsandi skífa með sjálfhreinsibúnaði. Stillanlegur kvarði fyrir misvísun. Sjóngat í spegli. Stækkunargler, 15 mm í þvermál. Innbyggður hallamælir. Breytingartafla; gráður/halli í %. Stamir gúmmíkantar. Grunnkvarðar: 1:50 000 og 1:25 000. Hliðarkvarðar: 1:10 000 and 1:15 000. Stærð: 65 x 101 x 18 mm (lokaður) Þyngd: 70 g

Venjulegt verð: 11.125 Handhafar skátaskírteinis: 8.900


Góða ferð

Handbók um útivist

Góða ferð - handbók um útivist er

einskonar alfræðirit fyrir útivistariðkendur, bæði byrjendur og lengra komna. Í henni er farið yfir alla grunnþætti útivistariðkunnar, eins og klæða- og útbúnaðarval, rötun og leiðarval, næringu, veður og fyrstu hjálp, svo eitthvað sé nefnt. Í bókinni er fjöldinn allur af ljósmyndum, skýringarmyndum, listum og töflum sem gera bókina aðgengilega og auðvelda aflestrar.

Venjulegt verð: 4.390,Handhafi skátasirteinis: 3.700,-


Led Lenser H4 Led Lenser H4 ljósið er í raun þrjú ljós í einu ljósi; vasaljós, höfuðljós og gönguljós. Hægt er að hafa allt ljósið í heilu lagi, smella því við buxnastrenginn og svo taka ljósið sjálft úr hulstrinu og nota það sem höfuðljós.

    

20m ljósgeisli 45 lm ljósstyrkur 15 tíma batteríending tekur 3 x AAA rafhlöður 3 LED ljós

Buxnasmella sem getur snúist 360°

Venjulegt verð: 8.400,Handhafi skátasirteinis: 6.720,-


Óskalistinn minn: Merktu við það sem þig langar að fá í fermingargjöf, klipptu miðann út og hengdu á ísskápinn. Það er aldrei að vita hvað ratar í pakkann!

Sella gönguskór, stærð: Pelmo gönguskór, stærð: Igloo 3 season svefnpoki Recta Ds 40 áttaviti Recta Ds 50 áttaviti Góða ferð - handbók um útivist Led Lenser H4 Höfuðljós

Op nun a

rtím

i Sk áta búð Virk arin ir d nar aga Sko : r: 11 ðið 17 líka ww w.sk netver ata slun r.is á


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.