Fálkaskátabókin

Page 1



Fálkaskátabókin mín Nafn: Flokkur: Sveit: Félag:

Fálkaskátabókin mín

3


Efnisyfirlit 1. hluti - Velkomin

Velkomin í fálkaskátana........................................................................ 6 Skátastarf er spennandi ævintýri........................................................... 8 Skáti er könnuður.............................................................................. 10 Kappar og kvenskörungar Íslendingasagnanna................................... 12 Úr drekaskátum í fálkaskáta............................................................... 14

2. hluti - Skátarnir

Skátaheitið, kjörorð skáta og skátalögin............................................. 16 Skátakveðjurnar................................................................................. 18 Skátaliljan og skátasmárinn................................................................ 19 Upphaf skátastarfs............................................................................. 20 Skátarnir á Íslandi .............................................................................. 21

3. hluti - Skátaaðferðin

Skátaaðferðin ................................................................................... 22

4. hluti - Skátaflokkurinn

Skátaflokkurinn þinn ......................................................................... 26 Nafn flokksins ................................................................................... 27 Einkenni flokksins .............................................................................. 29 Siðir og venjur flokksins...................................................................... 30 Embættin í skátaflokknum................................................................. 33

5. hluti - Flokksstarfið

Skátaflokkurinn að störfum................................................................ 38 Flokksfundir....................................................................................... 39 Flokksþingið....................................................................................... 43

6. hluti - Skátastarfið

Leiðangurinn þinn.............................................................................. 48 Þú og skátaflokkurinn þinn................................................................. 53 Listi yfir þekkingarsvið og hæfileika.................................................... 54 Listi viðfangsefni sem gaman væri að takast á við .............................. 55

4

Fálkakátabókin


7. hluti - Undirbúningur, framkvæmd, mat

Að undirbúa valverkefni flokksins....................................................... 58 Endurmatsleikir ................................................................................. 60 Ávallt viðbúin að sættast ................................................................... 61

8. hluti - Áætlanagerð

Dagskrárhringurinn –áætlun flokksins ............................................... 66 Dæmi um dagskrárhring ................................................................... 68

9. hluti - Verkefnin

Látið ekkert standa í vegi fyrir ykkur ................................................. 88 Útilegur og dagsferðir flokksins ......................................................... 89 Flokkurinn og samfélagið................................................................... 90 Flokkurinn og náttúran....................................................................... 92

10. hluti - Skátasveitin

Skátasveitin þín ................................................................................. 94 Starfið í skátasveitinni þinni................................................................ 95 Sveitarþingið ..................................................................................... 96 Sveitarráðið ....................................................................................... 97 Hátíðarathafnir skátasveitarinnar ....................................................... 98

11. hluti - Áskoranir

Sérkunnáttuverkefni ........................................................................ 100 Landnámsmerkið ............................................................................. 104 Áfangamarkmiðin ........................................................................... 105 Hvernig set ég mér áskoranir ........................................................... 106 Heilbrigði og hollusta ............................................................. 108 Skynsemi og sköpunarþrá ...................................................... 116 Vilji og persónuleiki................................................................. 126 Tilfinningar og skoðanir ......................................................... 138 Vinir og samfélag ................................................................... 148 Lífsgildi og tilgangur lífsins ..................................................... 160 Dróttskátaævintýrið framundan ....................................................... 176

Efnisyfirlit

5


1. hluti

Velkomin í fálkaskátana

er tarfið intýri s a t á sk æv eru tilegt skemmguleikarnir og mö ndalausir! e d óhræd verið ð nota við a aflugið nd u h gmy

6

Fálkakátabókin


Tækifærin bíða þín því skátaævintýrið er framundan. Þú getur náð þeim árangri sem þú vilt í skátastarfinu, því möguleikarnir eru endalausir. Ef þú hefur tekið þátt í drekaskátastarfi þá þekkir þú aðeins til og veist hvað skátastarfið er skemmtilegt. Ef þú varst ekki drekaskáti, þá er það allt í lagi – þú áttar þig fljótlega á tækifærunum sem bíða þín. Skátastarf er fyrst og fremst skemmtilegt og spennandi starf með góðum vinum, strákum og stelpum. Þú og flokksfélagar þínir undirbúið og leysið skemmtileg verkefni, oftast ein en stundum með aðstoð sveitarforingja eða með allri skátasveitinni. Verið óhrædd við að nota hugmyndaflugið, þið getið sennilega mikið meira en þú hélst í fyrstu. Langar þig til að klífa hæsta fjallið í nágrenninu, byggja alvöru igloo snjóhús, læra á gítar eða ukulele, sigla á kanó eða kajak, setja upp leik­ sýningu eða söngleik, rannsaka hella, taka þátt í hjálparstarfi og aðstoða þá sem minna mega sín, taka þátt í umhverfisverkefnum eða láta gott af þér leiða á annan hátt? Allt þetta og svo miklu fleira getur þú gert með skátaflokknum þínum. Þessi bók er leiðarbókin þín í fálkaskátastarfinu, nokkurs konar landakort fyrir skátaleiðangur þinn. Þú skrifar í hana áskoranir þínar fyrir áfangamarkmiðin og límir í hana merkin sem þú vinnur þér inn fyrir útilíf og sérkunnáttu. Hrafna Flóki Vilgerðarson lét hrafnana sína þrjá vísa sér leið til Íslands. Velkomin í fálkaskátana

7


Skátastarf er spennandi ævintýri Maðurinn hefur frá upphafi heillast af ævintýrum. Áhugi á að kanna ný svið og löngun til að nema nýjar lendur varð til þess að landkönnuðirnir Guðríður Þorbjarnardóttir og Þorfinnur karlsefni létu úr höfn og sigldu til Vínlands fyrir rúmum 1000 árum. Skátastarfið er eins og könnunarleiðangrar Guðríðar og Þorfinns, ævintýri byggt á forvitni og áhuga á að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Skátar vilja prófa eitthvað nýtt, reyna sig við mismunandi aðstæður og í margskonar verkefnum, læra að bjarga sér og vera „ávallt viðbúnir“. Í ferðum, á fundum og í útilegum, erum við ýmist að undirbúa spenn­andi ævintýri eða láta ævintýrin rætast, af því að skátar eru könnuðir og skátastarf felst í að vera ávallt viðbúin. Ef þú ert spurð eða spurður um hvað þú gerir í skátunum, þá getur þú auðvitað þulið upp allskonar skemmtileg verkefni og ferðir, en þú getur líka svarað snjallt og einfalt; við lærum að vera ávallt viðbúin.

88

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


Könnuðir – er samheiti fyrir þá sem skoða, kanna eða rannsaka ný svið. Hvort heldur er lönd eða landshluta eins og landkönnuðir sem kanna nátt­ úr­una, jurtir, dýralíf, veðurfar, jökla og hella eða könnuðir sem kanna og prófa nýjungar í listum og menningu, eins og rithöfundar, listmálarar, skáld, myndhöggvarar og tónlistarfólk, eða könnuðir sem gera uppgötvanir í vísind­ um eins og uppeldisfræði, eðlisfræði, félagsfræði, hagfræði, læknisfræði, efna­fræði, eða könnuðir eins og íþróttafólk sem kanna hvernig best er að efla hreysti og heilbrigði til að ná framúrskarandi árangri. Allt eru þetta könn­ uðir sem kanna ný svið og nema nýjar lendur, hver á sínu sviði. Vínland – er gamla nafnið fyrir Norður Ameríku sem talið er að Leifur heppni hafi fundið árið 1000. Áætlað er að Leifur heppni hafi numið land og reist bústað sinn þar sem nú er Nova Scotia og nú tilheyrir Kanada, en Guðríður og Þorfinnur hafi numið land og reist bústað sinn á Manhattan-eyju þar sem New York borg er núna.

Verkefni, mið, áfangamarkvar, leikir, söng ir, fundir, ferð útilegur

Guðríður Þorbjarnardóttir sigldi til Vínlands fyrir rúmum 1000 árum.

Velkomin Velkomin íí fálkaskátana fálkaskátana

99


Skáti er könnuður Skátar kannar ný svið og nema nýjar lendur með flokksfélögum sínum. Við fetum í fótspor kappa og kvenskörunga Íslendinga­ sagnanna, landnemanna sem ruddu brautina. Þeir voru ávallt viðbúnir, tókust á við áskoranir og leituðu lausna – þeir gáfust ekki upp þó að á móti blési. Á sama hátt mæta fálkaskátar áskorunum sínum og ævintýrum með djörfung og opnum huga. Íslendingasögurnar eru táknræn umgjörð spennandi ævintýra í skáta­ starfinu. Þær geta verið uppspretta ótal verkefnahugmynda og flokks­ ferða. Táknræna umgjörðin er byggð á þremur megináherslum sem eru einkenn­andi fyrir skátastarf:

10

••

Að kanna ný svið

••

Að nema nýjar lendur

••

Að vera með vinum

Fálkakátabókin

Áætlað er að Leifur heppni hafi numið land og reist bústað sinn þar sem nú er Nova Scotia sem í dag tilheyrir Kanada.


„Sitt er hvort gæfa eða gjörvigleikur.“ Jökull Bárðarson í Grettissögu

Táknræna umgjörðin hjálpar þér að læra að skipuleggja þín eigin ævintýri, ferðir, útilegur og atburði og gefur þér hugmyndir um hvernig hægt er að skipuleggja skátastarfið í skátaflokknum þínum. Við lok fálkaskátaleiðangursins hefur þú öðlast þekkingu og reynslu sem getur gagnast þér allt lífið og síðast en ekki síst eignast þú góðar minn­ingar og frábæra vini. Fálkaskátastarfið er ný áskorun og nýtt upphaf, stútfullt af skemmtun, ævintýrum, tækifærum, útilífi og félagsskap góðra vina.

Að nema nýjar lendur þýðir að gera eitthvert tiltekið svæði, svið eða þekkingu að sínu. Að nema – Orðin landnám og landnemi eru næst þeirri merkingu sem hér er átt við. Nýjar lendur – Upprunamerking orðsins lendur er sennilega dregin af land eða landssvæði, en orðið hefur síðan fengið víðari merkingu, orðin „veiði­lendur“ og „lendur hugans“ sýna það vel.

Skallagrímur Kveldúlfsson var landnámsmaður í Borgarfjarðar- og Mýrarsýslum. Hann var orðinn sköllóttur um 25 ára aldur og var því jafnan kallaður Skallagrímur.

Skáti er könnuður

11


Kappar og kvenskörungar Íslendingasagnanna Vissir þú að talið er að Leifur heppni hafi verið innan við tvítugt þegar hann sigldi með flokk sinn í leit að Ameríku? Eða að Egill Skallagrímsson er talinn hafa verið aðeins 12 ára þegar hann orti: Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum,

standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan.

Íslendingasögurnar segja frá mörgum merkilegum persónum, konum og körlum sem ýmist vegna hreysti og heilbrigði, vitsmuna, klókinda, umhyggju og hjálpsemi, staðfestu eða lífsgilda sinna, geta verið okkur fyrirmyndir um margt. Þú hefur eflaust lesið eða heyrt um Gunnar á Hlíðarenda, Hallgerði langbrók, Gretti sterka, Auði djúpúðgu, Finnboga ramma og fleiri hetjur Íslendingasagn­anna. Flestar þeirra voru braut ryðjendur og frumkvöðlar sem könnuðu ný svið og námu nýjar lendur rétt eins og við skátar viljum gera í starfi okkar.

Þegar Egill Skalla­ grímsson var þriggja ára gamall var hann mikill og sterkur sem þeir sveinar er voru sex eða sjö ára.

12

Fálkakátabókin


Á Dagskrárvefnum á skatar.is eru frásagnir af þessum og fleiri hetjum Íslendingasagnanna: Guðríður Þorbjarnardóttir Þorfinnur karlsefni Ingólfur Arnarson Auður Vésteinsdóttir Gunnar á Hlíðarenda Vigdís Ingjaldsdóttir Gunnlaugur ormstunga Þorgerður á Hagavaðli

Njáll á Bergþórshvoli Auður djúpúðga Finnbogi rammi Helga Jarlsdóttir Eiríkur rauði Leifur heppni Ari fróði Kjartan Ólafsson

Þorgerður Egilsdóttir Egill Skallagrímsson Kári Sölmundarson Hallgerður langbrók Hrafnkell Freysgoði Melkorka Mýrkjartansdóttir Grettir sterki Ásmundarson Jórunn Einarsdóttir þveræings

Þessir kappar og kvenskörungar voru hetjur hver á sínu sviði, þó að illa færi fyrir sumum að lokum. Stuttar frásagnir af þeim og fleiri hetjum Íslendingasagnanna má finna á Dagskrárvef skatar.is. Þú og skáta­flokk­urinn þinn getið nýtt ykkur þessar frásagnir á ýmsan máta. Þær geta verið uppspretta hugmynda að ferðum á söguslóðir, að þema í útilegum eða ferðum, að leikþáttum, söngvum og leikjum eða að umræðum innan skátaflokksins. Það er skemmtilegt að setja sig í spor þessara sögupersóna, ímynda sér aðstæður þeirra og hugsunarhátt, meta styrk þeirra og veikleika. Hverjar þeirra geta verið okkur fyrirmyndir og á hvaða sviðum?

Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda var mikill kappi og stóðst honum enginn snúning jafnvel þó að við ofurefli væri að etja. Hann bar af öðrum mönnum um afl og líkamsburði að því er Njála segir og er sagt að hann hafi stokkið hæð sína í fullum herklæðum. Hann var afburða bogskytta og í návígi notaði hann atgeir, sem menn telja að hafi verið langt og breitt spjót sem bæði mátti höggva og leggja með.

Kappar og kvenskörungar Íslendingasagnanna

13


Úr drekaskátum í fálkaskáta Það breytist margt við að byrja í fálkaskátastarfi og fálkaskáta­ sveit, jafnvel þó að þú hafir áður verið í drekaskátasveit. Margir krakkanna eru stærri og eldri en þú, en hafðu ekki áhyggjur af því. Þau voru öll eitt sinn jafngömul og þú ert nú og það er alls ekki langt síðan þau voru öll svipað hávaxin og þú ert í dag. Til að auðvelda þér að kynnast fálkaskátastarfinu og fálkaskátasveitinni þinni eru margar fálkaskátasveitir með stutt nýliða- eða kynningartímabil sem lýkur með hátíðlegri inngönguathöfn í fálkaskátasveitina. Í fálkaskátunum starfa skátaflokkar, hópar vina á svipuðum aldri sem hittast vikulega eða oftar á flokksfundum. Skátarnir í flokknum velja nafn á skátaflokkinn sinn, búa sér til flokks­ merki og flokksfána og vinna alls konar skemmtileg verkefni saman. Það er enginn eldri foringi í skátaflokkum, skátarnir velja einn úr flokk­num sem flokksforingja, annan sem aðstoðarflokksforingja, einn sem ritara, annan sem leikjastjóra, bryta og þannig koll af kolli. Allir í flokknum fá embætti til að tryggja að flokksstarfið gangi sem best. Í næstu köflum getur þú lesið meira um hvað þú getur gert margt skemmtilegt í flokksstarfinu með skátaflokknum þínum.

„Svík þú aldrei þann sem trúir þér.“ Grettir sterki í Grettissögu

14

Fálkakátabókin


2. hluti

Skátarnir Skátaheitið, kjörorð skáta og skátalögin Skátakveðjurnar Skátaliljan og skátasmárinn Upphaf skátastarfs og Baden-Powell Skátarnir á Íslandi Skátarnir

15


Skátaheitið Skátaheitið er loforð sem við gefum okkur sjálfum, einskonar persónuleg áskorun um að gera okkar besta til að halda skátalögin. Skátaheitið Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess: að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.

Kjörorð skáta

Kjörorðið er nátengt skátaheitinu og skátalögunum, eins konar áminning um af hverju við erum í skátunum og um hvað skátastarfið snýst. Kjörorð skáta Ávallt viðbúin

Skátalögin

Skátalögin eru nokkurskonar lífsreglur eða lífsgildi, hvetjandi áskorun til allra skáta. Það er gott að kunna skátalögin, ennþá betra að skilja þau og mikilvægast að lifa eftir þeim.

16

Fálkakátabókin

Skátalög fálkaskáta Skáti er •• hjálpsamur ••

glaðvær

••

traustur

••

náttúruvinur

••

tillitsamur

••

heiðarlegur

••

samvinnufús


Hjá fálkaskátum gilda þessar sjö greinar úr skátalögunum. Skátalögin eru samtals tíu greinar og bætast þrjár við hjá dróttskátum: Skáti er nýtinn, réttsýnn og sjálfstæður. Hörður Zóphaníasson skátaforingi í Hafnarfirði samdi skemmtilegar vísur um skátalögin. Vísurnar má syngja við ýmis algeng lög, rappa eða nota á annan skemmtilegan hátt. Þannig geta þær hjálpað þér að læra og skilja skátalögin. Hjálpsamur Það er bæði gagn og gaman að ganga skátaveginn saman og báðum sínum höndum haga til hjálpar öðrum alla daga. Glaðvær Gleðin hún er gæfan mesta, gleðibrosið smitar flesta, skuggum eyðir, vekur vorið, vermir, yljar, léttir sporið. Traustur Traustur maður, trúr í öllu, traustur jafnt í koti og höllu, bognar ei þótt blási móti, bjarg í lífsins ölduróti.

Heiðarlegur Í hásætinu heiður situr, heiðursmaður með sér flytur, hressan blæ og hugsun skýra, hetja dagsins ævintýra. Samvinnufús Ýmsum verkum einn ei veldur, ekki bogna, láttu heldur, samvinnunnar mátt og megin málið leysa, ryðja veginn. Nýtinn Nýtni er óskyld nískupúka, nýtni skaltu óspart brúka. Góða hluti geyma, spara, gamla hluti vel með fara.

Náttúruvinur Réttsýnn Náttúruvinur, nýtur maður, Réttsýnin er römm að afli, náttúruperlur verndar glaður. rétt og sönn í dagsins tafli. Umgengst þær með skáta skynsemd, Aldrei tommu undan víkja skörungsskap og fullri vinsemd. óréttlæti - það mun svíkja. Tillitssamur Tillitssemin, sæmdin sanna, sýnir bestu kosti manna, græðir yl en grandar vetri, gerir alla meiri og betri.

Sjálfstæður Sjálfs er löngum hollust höndin, höftum fjarri og sjálfstæð öndin. Á leiðinni um lönd og álfur leitastu við að vera þú sjálfur. Skátalögin

17


Skátakveðjurnar Skátakveðjurnar eru eitt af því sem setur svip á skátastarfið. Skátar nota skátakveðjurnar við ýmis tækifæri og hátíðlegar athafnir. Gæta verður þess að nota skátakveðjurnar smekklega og án tilgerðar, við rétt tilefni. Algengustu skátakveðjurnar eru þrjár; almenna kveðjan, hátíðarkveðjan og vinstrihandarkveðjan. Almenna kveðjan er notuð þegar skátar fara með kjörorð sitt, við fána­athafnir og ýmsar hátíðarathafnir. Hátíðarkveðja skáta er notuð þegar farið er með skátaheitið eða skátalögin. Vinstrihandarkveðjan er notuð þegar skátar heilsast með handabandi. Íslenskir skátar víxlleggja litla fingur vinstri handar þegar þeir nota vinstrihandarkveðjuna. Það eru til margar sögur um uppruna þessa siðar. Sú sem þykir einna trúverðugust kemur frá hefð Ashanti-ættbálksins í Afríku. Stríðsmenn Ashanti heilsuðust yfirleitt með hægri hendi til þess að þurfa ekki að leggja frá sér skjöldinn sem þeir héldu á í vinstri hönd. Þegar þeir heilsuðu traustum vini lögðu þeir frá sér skjöldinn og buðu fram vinstri höndina sem tákn um trúnaðartraust. Sum skátafélög og skátasveitir nota enn gamla fánakveðju skáta, en hún hefur fyrir löngu verið aflögð í flestum löndum heims.

18

Fálkakátabókin


Skátaliljan og skátasmárinn Skátaliljan og skátasmárinn eru alþjóðamerki skáta sem þekkt eru um allan heim. Baden Powell stofnandi skátahreyfingarinnar, valdi skátaliljuna sem merki skáta. Liljan var algengt tákn fyrir „norður“ á gömlum landakortum þar sem hún táknaði rós áttavitans sem benti í norður. Þriggja blaða smárinn er gamalt írskt þjóðarmerki. Olave Baden-Powell var af írskum ættum og valdi smárann sem merki kvenskáta. Smárinn er jurt sem vinnur köfnunarefni úr andrúmsloftinu og bætir jarðveginn rétt eins og skátar sem vilja bæta heiminn. Tákn áttavitanálarinnar sem vísar í norður er bæði í alþjóðlegu skáta­­ liljunni og skátasmáranum. Baden Powell sagði táknin standa fyrir könnuðinn og „brautina sem allir skátar ættu að feta“

Heimsbandalag kvenskáta notar þriggja blaða smárann í merki sínu.

Skátaliljan er í merki heimsbandalags skáta.

Skátaliljan og skátasmárinn

19


Upphaf skátastarfs Stofnandi skátahreyfingarinnar hét Robert Baden-Powell. Hugmyndir hans um skátastarf byggðu á ævintýrum hans úti í náttúrunni með bræðrum sínum í æsku og reynslu hans af könnunar- og undanfarastörfum, landmælingum og kortagerð sem liðsforingi í breska hernum í Indlandi, Afganistan og Suður Afríku. Baden-Powell gaf út bókina „Skátahreyfingin“ (Scouting for Boys) fyrir krakka og unglinga árið 1908. Áður en hann lauk við að skrifa bókina, prófaði hann nokkrar af hugmyndum sínum í útilegu með 20 drengjum á Brownsea-eyju syðst í Englandi í ágúst árið 1907. Útilegan á Brownseaeyju er í dag sögð upphaf skátastarfs í heiminum þó að fyrsti hluti bókar­ innar hafi ekki komið út fyrr en í janúar árið 1908. Á innan við einu ári er talið að yfir 10 þúsund skátaflokkar drengja hafi verið farnir að stunda skátastarf í Englandi. Stelpur sýndu skátastarfi fljótt áhuga og Baden-Powell fékk Agnesi systur sína til að leiða það starf í upphafi. Eiginkona hans Olave Baden-Powell tók síðar við sem skátahöfðingi kvenskáta. Í dag er skátastarf í flestum löndum heims og um 40 milljón skátar starf­andi í heiminum.

Lord Robert Baden-Powell of Gilwell fæddist. 22. febrúar 1857 – lést 8. janúar 1941

20

Fálkakátabókin

Lady Olave St Clair Baden-Powell fæddist. 22. febrúar 1889 – lést 25. júní 1977


Skátarnir á Íslandi Sumarið 1911 stofnuðu nokkrir strákar í Reykjavík fyrsta skátaflokkinn á Íslandi, en starfið lagðist niður þegar leið á haustið. Sumarið 1912 hittust strákarnir aftur á skátafundi og þó að kunnáttan væri ekki mikil, gáfust þeir ekki upp. Þann 2. nóvember 1912 stofnuðu þeir svo Skátafélag Reykjavíkur, fyrsta skátafélagið á Íslandi. Stúlkur stofnuðu Kvenskátafélag Reykjavíkur þann 7. júlí árið 1922. Þann 6. júní 1925 stofnuðu nokkur skátafélög drengjaskáta með sér Bandalag íslenskra skáta. Kvenskátafélög landsins mynduðu með sér skátasamband árið 1938 og við inngöngu kvenskáta í Bandalag íslenskra skáta árið 1944 urðu íslenskir skátar þeir fyrstu í heiminum til að mynda sameiginleg landssamtök drengja- og kvenskáta.

Skátarnir á Íslandi

21


3. hluti

Skátaaðferðin

22

Fálkakátabókin


Eins og stjörnurnar vísuðu landnámsmönnum fyrri alda veginn þá er Skátaaðferðin vegvísir okkar í skátastarfinu. Það má skipta Skátaaðferðinni í þrjá hluta sem allir eru jafn mikilvægir. 1. Hverjir Þú og hinir skátarnir í flokknum þínum og fullorðnu foringjar skáta­sveitarinnar sem leiðbeina ykkur og styðja þegar þess er þörf. 2. Hvað Verkefnin sem flokkurinn vinnur og þau markmið verkefnanna sem þið náið með því að vinna þau. Þótt verkefnin og áfangamarkmiðin eða áskoranir ykkar tengist ekki á beinan hátt öðlast þú smátt og smátt reynslu og þekkingu í verkefnavinnunni sem hjálpar þér við að ná áskorunum þínum og áfangamarkmiðum.

Grettir sterki Ásmundarson tókst á við fjölmargar áskoranir í lífi sínu.

Skátaaðferðin Skátaaðferðin

23 23


3. Hvernig Innihald skátastarfsins, það er skátastarfið sjálft.

24

••

Skátalögin og skátaheitið eru lífsgildi og leiðarljós alls sem við gerum í skátastarfinu.

••

Táknræn umgjörð skátastarfs er ævintýrið sjálft. Könnuðir sem eru ávallt viðbúnir að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi vina, eins og landnámsmennirnir okkar.

••

Flokkakerfið er skátaflokkurinn þinn og hvernig hann tengist skátasveitinni, sveitarráðinu og foringjaflokk sveitarforingjanna.

••

Hjálpsemi og samfélagsþátttaka eru mikilvægir hlutar skátastarfs, allir skátar gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Meginhlutverk skátahreyfingarinnar er „að gera heiminn betri“

••

Útilíf og umhverfisvernd eru ómetanlegar leiðir til að gera skátastarfið fjölbreytt og spennandi. Útileikir, útiverkefni, dagsferðir, útilegur og skátamót eru skemmtileg viðfangsefni, þó að útilífið sé alls ekki það eina sem skátastarfið snýst um.

••

Leikir og reynslunám eru nauðsynleg í skátastarfinu. Til að læra þarf að undirbúa, framkvæma og síðast en ekki síst meta það sem var framkvæmt.

Fálkakátabókin


4. hluti

Skátaflokkurinn Skátaflokkurinn þinn Nafn flokksins Einkenni flokksins Siðir og venjur flokksins Embættin í skátaflokknum Skátaflokkurinn

25


Skátaflokkurinn þinn Skátaflokkurinn hefur frá upphafi verið mikilvægasti hópurinn í skátunum. Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar sagði: Flokkakerfið er ekki ein leið til að reka skátastarf, heldur eina leiðin. Skátaflokkurinn þinn er einstakur, það sem gerir hann einstakan ert þú og vinir þínir í flokknum. Hvort sem þið komuð saman úr drekaskátun­um eða úr sitt hverri áttinni þá gerir samvinna ykkar og vinátta skáta­flokkinn ykkar að alvöru skátaflokk.

Skátaflokkurinn Gönguhrólfar í Haukdælasveit hélt sinn fyrsta flokksfund klukkan fimm, annan þriðjudag í maí fyrir 49 árum. Þremur mánuðum síðar stigu þeir á stokk og strengdu þess heit með kjörorði flokksins „Einn fyrir alla – allir fyrir einn“ að styðja hvern annan og vera vinir alla ævi. Aðeins þeir vita á hvaða stokk þeir stigu og hvernig þessi hátíðarathöfn 26

Fálkakátabókin


flokksins fór fram, en margir vita að Gönguhrólfar og fjöldi annarra skáta­ flokka sem hittust fyrst í fyrra, eða fyrir 10, 20 eða jafnvel 50 árum, hittast enn reglulega. Þannig er það með Gönguhrólfa í Haukdæla­sveit. Strákarnir sjö sem í dag eru auðvitað orðnir gamlir karlar, hittast enn vikulega. Spjalla saman, undirbúa ferðir og verkefni, styðja hvern annan og segja sögur eða brandara.

Kjörorð Gönguhrólfa „Einn fyrir alla – allir fyrir einn“ er á margan hátt lýsandi fyrir samstöðu og vináttu góðra skátaflokka.

Nafn flokksins Eitt fyrsta verkefni hvers skátaflokks er að velja nafn á flokkinn. Það þarf að vera nafn sem ykkur þykir flott og allir skátarnir í flokknum eru ánægðir með. Oft tengist nafn flokksins á einhvern hátt nafni skátasveitarinnar sem flokkurinn tilheyrir.

Í Útlagasveit voru flokkarnir Fjallkonur, Fjallamenn, Hellisbúar og Veiðimenn. Í Stjörnusveit voru flokkarnir Stjörnudísir, Halastjörnur, Fjósakonur og Andromedrur. Í Rauðskinnasveit voru flokkarnir Iowar, Kiowar, Osagar, Dakotar, Shavanoar og Miamar. Í Farfuglasveit voru flokkarnir Heiðlóur, Maríuerlur, Sandlóur, Kríur og Kvöldlóur. Í Landnemasveit voru flokkarnir Oddaverjar, Völsungar, Birkibeinar og Vatnsdælir. Í Ránfuglasveit voru flokkarnir Uglur, Smyrlar, Ernir, Haukar og Fálkar. Í Víkingasveit voru flokkarnir Haukdælir, Laxdælir, Eyrbyggjar og Sturlungar.

Skátaflokkurinn þinn

27


Stundum þurfa skátaflokkar að leggjast í skemmtilegt könnunar- og rannsóknarverkefni til að finna nafn sem allir í flokknum eru ánægðir með. Ef skátasveitin á sér langa sögu eru oft til gömul og góð flokksnöfn sem ekki eru lengur í notkun. Það gæti verið skemmtilegt að taka upp slíkt nafn. Biðjið sveitarforingjann ykkar að segja ykkur frá hvort skátasveitin ykkar eigi slík ónotuð gömul og skemmtileg flokksnöfn. Kannski eru einhverjir eldri skátar í skátafélaginu sem voru í gamla flokk­num og væru til í að koma í heimsókn á flokksfund og segja ykkur frá gamla flokknum sínum.

Ari fróði Þorgilsson þurfti oft að leggjast í skemmtileg könnunar- og rannsóknarverkefni í störfum sínum sem rithöfundur og fræðimaður. Hann er tal­ inn aðalhöfundur Íslendingabókar og Landnámu, tveggja helstu heimildanna um landnám og byggð Íslands.

28

Fálkakátabókin


Einkenni flokksins Landnámsmennirnir okkar skipuðu sér í flokka og fylkingar, oft tengt vináttu, búsetu, ættum eða valdamiklum höfðingjum. Flokkar þessir tóku sér gjarnan nafn, bæði til aðgreiningar frá öðrum og sem sameiningartákn. Dæmi um það eru: Ásbirn­ingar, Haukdælir, Hólmverjar, Eyrbyggjar, Laxdælir, Oddaverjar og Sturlungar. Einkenni flokksins, siðir, venjur og tákn skipa mikilvægan sess í starfi flestra skátaflokka og skátasveita. Sú eining sem myndast við að setja og slíta flokksfundum og flokksþingum á táknrænan hátt skiptir máli. Kjörorð flokksins, flokkshrópið, flokkssöngurinn, flokksmerkið, flokks­ táknið, flokksrjóðrið og leyniletur flokksins gera skátaflokkinn þinn ein­stakan. Yfir sumu hvílir leynd og dulúð en annað einkennist af krafti og gáska. Algeng einkenni skátaflokka eru: •• Nafn flokksins ••

Flokksmerki

••

Flokksbókin

••

Flokksfáni

••

Flokksveggur

••

Flokkssöngur

••

Flokkshróp

••

Kjörorð flokksins

••

Flokksstimpill

••

Flokkstákn

••

Leyniletur flokksins

••

Flokks-tótem

••

Flokkskista

••

Flokksrjóður

Skátaflokkurinn þinn

29


Siðir og venjur flokksins eru hluti af einkennum hans Hvernig setningarathöfn flokksfunda og flokksþinga fer fram og hvernig flokkurinn slítur fundum sínum er hluti þess sem gerir flokkinn einstakan. Hjá flestum skátaflokkum eru setning og slit flokksfunda stuttar og hátíðlegar athafnir sem skátarnir segja ekki mörgum öðrum frá hvernig eru.

Dæmi um setningarathöfn flokksfundar Skátaflokkurinn Halastjörnur útbjó sér kertastjaka með einu stóru flokkskerti, einu vináttukerti og sprittkerti fyrir hvern skáta í flokknum. Fyrir fundinn voru eignavörður og leikjastjóri flokksins búnir að stilla kerta­ stjakanum með kertunum upp á mitt borð í flokksherberginu. Þeir bera einnig ábyrgð á að alltaf séu til aukaeldspýtur og sprittkerti. Við upphaf flokksfundar kveiktu eignavörðurinn og leikjastjórinn á flokks­ kertinu og slökktu ljósin í herberginu. Skátarnir röðuðu sér í kringum borðið. Flokksforinginn tók vinakertið, kveikti á því með flokkskertinu og sagði; „Við erum vinir og stöndum saman.“ Síðan kveikti hann á sprittkertinu sínu með vinakertinu og rétti skátanum sem stóð honum á vinstri hönd vinakertið. Skátinn sagði: „Við erum vinir“, kveikti á sprittkertinu sínu og rétti vinakertið svo til þess næsta, sá gerði alveg eins og þannig koll af kolli þar til vinakertið kom til aðstoðarflokksforingjans sem stóð flokksforingjanum á hægri hönd.

30

Fálkakátabókin


Aðstoðarflokksforinginn sagði eins og flokksforinginn: „Við erum vinir og stöndum saman“ kveikti síðan á sprittkertinu sínu og setti vinakertið í kertastjakann. Því næst nánast hvíslaði flokkurinn flokkshrópið í sameiningu: „Halastjörnur standa saman, hjálpa öðrum, það er gaman“ – Flokksforinginn sagði síðan: „Fundur er settur“ og þar með gat flokkurinn hafist handa.

Setningarathöfn Halastjarnanna er bara eitt dæmi um setningarathöfn skátafunda, flestir skátaflokkar útbúa sína eigin setningarathöfn. Hún þarf að vera stutt og hátíðleg, jafnvel leynileg og minna flokkinn á hvernig skátaflokkur hann vill vera. Slit flokksfunda eru einnig mikilvæg, það er ekki gott að láta flokksfund bara fjara út og enda einhvern vegin. Við slitin má jafnvel kveikja á kertum í kertastjaka flokksins, fara með kjörorð flokksins, syngja flokkssönginn, syngja Tengjum fastara, Bræðralagssönginn eða annan fallegan skátasöng, lesa upp eða fara saman með fallegt ljóð. Þið í skáta­ flokknum þínum ákveðið hvernig þið viljið hafa slitin eins og flest annað í flokksstarfinu. Sumir skátaflokkar eru einnig með sérstaka setningarathöfn sem þeir fara með áður en þeir leggja af stað í ferðir. Setningarathafnir ferða eru oftast haldnar úti, stundum í roki og rigningu, og þurfa því að vera stuttar, einfaldar og hressilegar.

Skátaflokkurinn þinn

31


Dæmi um setningarathöfn flokksferða Skátaflokkurinn Inkar í Rauðskinnasveit fer oft í stuttar ferðir og könnunarleiðangra, en aldrei án þess að halda stutta setningarathöfn Inkarnir mynduðu þéttan hring, héldu hægri hönd í flokksfánann og settu þá vinstri á olnboga þess sem stóð þeim á vinstri hönd. Svo sungu þeir flokkssönginn sinn saman: Inkar hraustir erum við, Inkar fram til dáða. Inkar könnum ólík svið og leitum nýrra ráða. Samtaka og hjálpsamir, við göngum fjöll og strendur. Skátar ávallt viðbúnir, að nema nýja lendur. Því næst slitu skátarnir í Inka-flokknum hringnum og héldu í enn einn spennandi könnunarleiðangur sinn.

32

Fálkakátabókin


Embættin í skátaflokknum Auður djúpúðga var vitur kona og skipuleggjandi góður. Hún bjó í Skotlandi og hafi látið gera knörr mikinn á laun úti í skógi. Þegar skipið var fullbúið sigldi hún af stað til Íslands með auð fjár og allt frændlið sitt. Hún deildi verkum meðal manna sinna þannig að hver hafði ábyrgð og hlutverki að gegna. Nam hún Breiðafjarðardali og útdeildi löndum til fylgismanna sinna, ákvað ráðahagi og ríkti eins og drottning í ríki sínu. Skátaflokkar takast á við allskonar ólík verkefni. Til þess að þau gangi sem best fyrir sig er nauðsynlegt að flokkurinn skipti ábyrgð og verkefnum á milli skátanna í flokknum. Valið eða kosið er í embættin í flokknum á flokksþingi. Allir í flokknum verða að fá embætti á sama flokksþinginu. Hver skáti gegnir sama embætti í að minnsta kosti einn dagskrárhring, en oft lengur. Embætti hans er þá endurnýjað á flokksþingi í lok dagskrárhringsins.

Auður djúpúðga var vitur kona og skipuleggjandi góður.

Djúpúðga – merkir vitur og djúpt hugsandi.

Skátaflokkurinn Skátaflokkurinn þinn þinn

33


Þið þurfið að gæta þess að val eða kosning í embætti í flokknum verði ekki að einhverskonar vinsældarvali innan flokksins. Það fylgir því ábyrgð að velja eða kjósa í embætti. Oft er gott að leyta ráðgjafar hjá sveitar­ foringja þegar flokkurinn kýs í embætti í fyrsta sinn. Það þurfa allir í flokknum að vera ánægðir eða sáttir við það embætti sem þeir eru valdir eða kosnir til að gegna, annars þarf kannski að breyta verk­efnum embættisins lítillega eða útbúa ný embætti innan flokksins. Þótt flokkurinn breyti einhverjum embættum eða útbúi ný þarf alltaf að kjósa flokksforingja og aðstoðarflokksforingja.

„það verður tamast sem í æsku er numið.“ Fóstra Þorbjörns önguls í Grettissögu

34

Fálkakátabókin


Dæmi um embætti sem algengt er að valið sé í hjá skátaflokkum: Flokksforingi sem er drifkrafturinn í starfi flokksins, stýrir áætlanagerð og skipulagningu verkefna og er fulltrúi flokksins í sveitarráði. Aðstoðarflokksforingi sem leysir flokksforingjann af og er einnig fulltrúi flokksins í sveitarráði. Eignavörður eða áhaldavörður sem lítur eftir búnaði og eigum flokksins og úthlutar verkefnum við viðhald þeirra til hinna skátanna. Gjaldkeri sem heldur utan um fjárreiður skátaflokksins. Kynningastjóri sem fylgist með og miðlar upplýsingum um tilboð og hugmyndir af heimasíðu skatar.is og skátafélaga – og flytur fréttir af starfi flokksins á heimasíðu félagsins, sveitarinnar eða flokksins. Bryti eða matreiðslumeistari sem stýrir sameiginlegum matarinnkaupum, úthlutar verkum við matseld og sér til þess að skátarnir borði hollan og fjölbreyttan mat í ferðum og útilegum. Ritari sem sér um flokksbókina, í hana skráir hann ákvarðanir flokksþinga, ferðasögur og annað gagnlegt og skemmtilegt. Hann minnir skátana á skyld­ ur sínar og skiladaga. Sáttasemjari sem miðlar málum ef einhverjir fara að rífast eða ef upp kemur ósætti – og fylgist með klukkunni svo dagskrá gangi eðlilega fyrir sig. Leikjastjóri eða varðeldastjóri sem sérhæfir sig í bálgerðum, leikja- og kvöldvökustjórn, skemmtiatriðum og getur alltaf stungið upp á skemmti­ legum söng eða leik.

Skátaflokkurinn þinn

35


Skátaflokkurinn að störfum Flokksfundir Flokksþingið

36

Fálkakátabókin


5. hluti

Flokksstarfiรฐ Flokksstarfiรฐ

37


Skátaflokkurinn að störfum Skátastarf fer mest fram í skátaflokkum og þar gerast ævintýrin. Hvort heldur þið eruð að vinna að verkefnum á fundum, í ferðum eða útilegum. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir, því ykkar eigið hugmyndaflug ræður mestu um hvaða verkefnum þið veljið að vinna að. Ef ykkur vantar góðar hugmyndir er kjörið að skoða Dagskrárvefinn á skatar.is. Þar eru mörg hundruð hugmyndir að verkefnum fyrir skátaflokka eins og ykkar. Verkefni geta tekið mislangan tíma og falið í sér allt mögulegt. Algengast er að verkefni skátaflokka séu á eftirtöldum sviðum: •• Útilífsverkefni og íþróttir •• Föndur, handavinna og listir •• Náttúruskoðun og náttúruvernd

38

••

Tölvur, tækni og vísindi

••

Samfélagsverkefni og hjálpsemi

••

Alþjóðatengsl og alþjóðastarf

••

Tengsl við skáta og skátaflokka í öðrum löndum

Fálkakátabókin


Þó að þetta séu algengustu verkefnaflokkarnir, útilokar það alls ekki önnur verkefni sem þið hafið áhuga á eða ykkur dettur í hug. Einu skilyrðin eru að ykkur finnist verkefnin vera áhugaverð, spennandi og gagnleg - og að alla í skátaflokknum langi til að leysa verkefnið.

Flokksfundir Skátaflokkar hittast að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar í viku. Hvenær og hve oft þið hittist ræðst af áhuga ykkar og verkefnunum sem þið eruð að vinna að. Hægt er að halda flokksfundi hvar sem er; í skátaheimili, heima hjá einum úr flokknum, í skólanum, í dagsferð, á stað þar sem heppilegast er að vinna að verkefni eða bara þar sem ykkur finnst best að hittast í hvert skipti. Það er stundum hægt að halda flokksfundi án þess að allir í flokknum mæti. Af og til funda ekki nema 2-3 skátar sem eru að vinna saman að sérstöku verkefni eða hluta verkefnis.

Skátaflokkurinn Skátaflokkurinn að að störfum störfum

39 39


Dagskrá flokksfunda er mjög breytileg frá einum fundi til annars, tilgangur fundanna getur verið að: ••

Spjalla og fá hugmyndir að verkefnum sem flokkinn langar að vinna.

••

Velja verkefni flokksins fyrir næsta dagskrárhring og velta upp hugmyndum að sveitarverkefnum til að leggja fyrir næsta sveitarþing.

••

Undirbúa eða meta verkefni flokksins og sveitarinnar.

••

Framkvæma flokks- og sveitarverkefni eða hluta þeirra.

••

Halda flokksþing eða meta framfarir flokksins og skátanna.

Þið getið líka hist til að undirbúa dagsferð eða útilegu, ræða hugmyndir að nýjum flokksverkefnum eða einfaldlega til að hafa gaman af því að vera saman og spjalla um allt eða ekkert án formlegrar fundardagskrár.

Hér á eftir eru dæmi um dagskrá fjögurra flokksfunda.

1

40

Flokksfundur Haldinn í og við skátaheimilið 5 mín. Setningarathöfn. 5 mín. Fara yfir efnislista og taka til efni og útbúnað sem við erum búin að safna saman í flokkskistuna vegna „Útieldun og báltegundir“ verkefnisins. 60 mín. Fara út í rjóður og vinna verkefnið „Útieldun og báltegundir“ Búa til eldstæði, hlaða þrjár báltegundir, kveikja upp í kolum og grilla pylsur og hita kakó yfir opnum eldi. Borða pylsurnar, ræða saman um hvernig til tókst og ganga frá eldstæðunum fyrir heimferð. 5 mín. Ganga frá útbúnaði í flokkskistu og í skátaheimili. 10 mín. Fara yfir dagskrá og verkefni næsta flokksfundar. 3 mín. Frágangur í flokkshorninu. 2 mín. Slit.

Fálkakátabókin


2

3

Flokksfundur Haldinn í skátaheimilinu 5 mín. Setningarathöfn. 15 mín. Æfa og undirbúa leikþátt fyrir næstu sveitarútilegu. 50 mín. Vinna að „Veðurstöðvar“ verkefni flokksins. Fara út og prófa loftvogina og vindhraðamælinn. Við ætlum að hafa alla veðurstöðina tilbúna til að sýna í sveitarútilegunni um þarnæstu helgi. 5 mín. Fara yfir útbúnaðarlista sveitarútilegunnar og skipta verkum. 10 mín. Fara yfir dagskrá og verkefni næsta flokksfundar. 3 mín. Frágangur í flokksherbergi. 2 mín. Slit. Flokksfundur Haldinn á sunnudegi í Grenilundi við Stínuskóg kl. 10:00 Setningarathöfn í skátaheimilinu. kl. 10:05 Farið yfir efnislista, taka til allt efni og útbúnað og raða í bakpoka. kl. 10:20 Lagt af stað fótgangandi með allan búnað í Grenilund. kl. 10:50 Komið í Grenilund og unnið að verkefninu „Frumbyggjastörf landnema“ – Setja upp skátasegl, útbúa eldstæði og soðgryfju, hita súpu og velgja samlokur, súrra saman brú yfir lækinn, taka á móti Gunnari og Rögnu sveitarforingjum með leik og bjóða þeim upp á heita súpu og samloku, en þau ætla að koma í heimsókn milli kl. eitt og tvö. kl. 16:00 Gengið frá eldstæði, soðgryfju og öðrum búnaði og rusli í Grenilundi. Flokksfundir

41


kl. 16:30 Lagt af stað fótgangandi heim í skátaheimili. kl. 17:00 Komið í skátaheimili og gengið frá útbúnaði. kl. 17:15 Mat, farið yfir markmið og dagskrá verkefnisins, rætt um hvað tókst vel og hvað gekk illa, hvað flokkurinn lærði af verkefninu og hvað hann mundi gera öðruvísi ef hann færi aftur í svipað verkefni. kl. 17:30 Slit.

4

Flokksfundur Haldinn í flokksherberginu 5 mín. Setningarathöfn. 30 mín. Ljúka við að semja flokkssönginn og hreyfingar við hann. Æfa hann vel þannig að allir kunni hann og geti sungið hátt og hressilega. 5 mín. Leikur – Blástursbolti með rörum og borðtenniskúlu 5 mín. Söngur – Það mælti mín móðir og Kveikjum eld 15 mín. FLOKKSÞING sett – Tekin ákvörðun um hvaða flokksverkefni flokkinn langar til að vinna að í næsta dagskrárhring, í framhaldi af umræðum á síðasta fundi. Umræður um tillögur að sameiginlegum sveitarverkefnum sem flokksforingi og aðstoðarsflokksforingi koma með frá sveitarráðinu. Rætt um hvaða tillögur flokkurinn ætlar að kynna og styðja í lýðræðisleiknum á næsta sveitarþingi. – Flokksþingi slitið. 15 mín. Undirbúningur kynningar fyrir lýðræðisleik á næsta sveitarþingi. 10 mín. Fara yfir dagskrá og verkefni næsta flokksfundar. 3 mín. Frágangur í flokkshorninu. 2 mín. Slit.

„um hvað reiddust goðin þá er hraunið brann, er nú vér stöndum á.“ Snorri goði á Alþingi – Íslendingabók

42

Fálkakátabókin


Flokksþingið Landnámsmennirnir okkar voru margir hverjir skynsamir kappar. Þeir fundu fljótlega út að koma þurfti á fót formlegum vett­ vangi eða fundi til að taka ákvarðanir í mikilvægum málum. Þeir stofnuðu því sameiginlegt Alþingi á Þingvöllum árið 930 til að setja sér lög, skera úr ágreiningsmálum og taka aðrar formlegar ákvarðanir. Flokksþingið er hinn formlegi vettvangur skátaflokksins þíns til að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Allir skátarnir í flokknum taka þátt í flokksþinginu sem er stjórnað af flokksforingja. Flokksþing getur komið saman hvenær sem skátarnir í flokknum telja þörf á því. Flokksþing tekur oftast stuttan tíma í lok flokks­ fundar eða flokksferðar (10-15 mín.), en stundum eru þingfundir lengri. Flokksþing á alltaf að setja og slíta með stuttri en formlegri athöfn. Allar ákvarðanir flokksþings ætti að skrá í flokksbókina.

Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson var skynsamur kappi.

Flokksþingið

43


Umfjöllunarefni flokksþings þurfa að tengjast flokksstarfinu beint, þau geta verið: ••

Samþykkja flokksáætlun og verkefni flokksins í dagskrárhringnum og verkefnin sem flokkurinn ætlar að leggja til að skátasveitin vinni sameiginlega.

••

Meta verkefni flokksins og markmið.

•• Ræða um áfangamarkmið og áskoranir allra skátanna í flokknum. ••

Meta frammistöðu skátanna í flokknum sem „embættismenn” og skilgreina og úthluta á ný embættum í skátaflokknum.

••

Kjósa eða velja flokksforingja, aðstoðarflokksforingja og í önnur embætti í flokknum, allir eiga að fá embætti.

„formlegi i in e r e ið g in þ s k k o Fl okksins vettvangur“ skátafl

44

Fálkakátabókin


Dæmi um setning og slit flokksþings Skátarnir í Heiðlóu flokknum mynda hring og taka höndum saman með krosslagða handleggi. Flokksforingi segir; „Heiðarlegar Heiðlóur!“ og flokkurinn svarar: „samtaka og sanngjarnar“ Flokksforingi segir; „Þingfundur er settur“ eða við þingslit „Þingfundi er slitið“ Skátarnir í Vatnsdæla flokknum mynda hring og leggja hægri hönd á verndargrip flokksins. Flokksforingi segir; „Vináttan er Vatnsdælum...“ og flokkurinn svarar: „vopnabúr og vegvísir“ Flokksforingi segir; „Flokksþing er sett“ eða við þingslit „Flokksþingi er slitið“

Dæmi um dagskrá flokksþings Flokksþing Langt flokksþing haldið í skátaheimilinu í lok dagsferðar flokksins 1 mín. Setning þingfundar. 15 mín. Umræður og mat á öllum valverkefnunum sem flokkurinn vann í dagskrárhringnum sem er að ljúka. Ritari flokksins kemur með Flokksbókina svo hægt sé að rifja upp skráð markmið hvers verkefnis og hvernig til tókst. Rætt um hvað gekk vel og hvað gekk ekki eins vel í hverju verkefni, hvað var skemmtilegt og hvað leiðinlegt, hvað þið lærðuð af verkefninu og hvað þið munduð gera öðruvísi ef flokkurinn endurtæki verkefnið. Voru verkefnin nógu fjölbreytt, nógu þung, of létt, eða of erfið? - Ritari skráir helstu niðurstöður og samþykktir í Flokksbókina. 15 mín. Umræður um áskoranirnar sem hver og einn skáti í flokknum setti sér í upphafi dagskrárhringsins. Allir sem vilja fá að spyrja og segja sína skoðun á hvernig til hefur tekist hjá honum sjálfum og flokksfélögunum. Allir þurfa að gæta þess að vera hjálpsamir og málefnalegir þannig að umræðan verði uppbyggjandi en valdi ekki sárindum. – Ekkert má skrifa í Flokksbókina um þær skoðanir eða ábendingar sem koma fram í umræðunni um áskoranir skátanna. 1 mín. Slit þingfundar. Flokksþingið

45


Flokksþing Stutt flokksþing haldið í lok flokksfundar 1 mín. Setning þingfundar. 7 mín. Umræður og ákvörðun tekin um hvaða flokksverkefni flokkurinn ætlar að vinna í næsta dagskrárhring, í framhaldi af umræðum á síðasta flokksfundi. 7 mín. Umræður um tillögur að sameiginlegum sveitarverkefnum sem flokksforingi og aðstoðarsflokksforingi komu með frá sveitarráðinu. Rætt um og samþykkt hvaða tillögur flokkurinn ætlar að kynna og styðja í lýðræðisleiknum á næsta sveitarþingi. 1 mín. Slit þingfundar.

HELLASKOÐUN

46

Fálkakátabókin


6. hluti

Skátastarfið Leiðangurinn þinn

Þú og skátaflokkurinn þinn Listi yfir þekkingarsvið og hæfileika Listi yfir viðfangsefni sem gaman væri að takast á við Skátastarfið

47


Leiðangurinn þinn Skátaleiðangur hvers og eins skáta er einstakur, því öll erum við einstök og lærum, upplifum og skiljum hluti á ólíkan hátt. Skátaleiðangurinn þinn felst í: •• Ákveða hvaða verkefni þig langar að vinna með flokknum þínum. Taka þátt í verkefnum skátaflokksins. •• Setja þér áskoranir við áfangamarkmiðin, þú ættir að stefna að því að setja þér áskoranir fyrir um 5 til 6 áfangamarkmið í hverjum dagskrárhring – og ljúka þeim! ••

Velja og vinna að Sérkunnáttuverkefnum.

••

Öðlast alls konar reynslu með þátttöku í flokksverkefnum.

•• Meta reglulega hvernig þér gengur að vinna að áskorunum þínum og áfangamarkmiðum. 48

Fálkakátabókin


„HEFIR HVER TIL SÍNS ÁGÆTIS NOKKUÐ.“ Gunnar á Hlíðarenda við Hallgerði - Njálssaga

Af og til þarft þú að staldra við og meta bæði hvernig þér finnst þér hafa gengið að vinna að áskorunum þínum og hvernig þér finnst þér og flokknum þínum hafa gengið í verkefnavinnu sinni og flokksstarfinu. Það getur verið gagnlegt að ræða þessi mál við flokksfélaga þína, það er alls ekki víst að öllum finnist það sama. Allt sem gerist hefur áhrif á þig og það hvernig þú hugsar og bregst við. Foreldrar þínir, fjölskylda, skóli, vinir, leikir og ævintýri, allt hefur áhrif. Stundum þarftu að taka þér tíma til að hugsa út í hvað það var sem gerðist og hvað þú hefur grætt á þinni eigin persónulegu reynslu.

Eiríkur rauði bjó með konu sinni, Þjóðhildi Jörundsdóttur, á Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu. Þau hjónin lögðu upp í leiðangur og fundu land vestur af Íslandi sem þau nefndu Grænland. Þar byggðu þau Þjóðhildarkirkju sem var fyrsta kirkjan á Grænlandi.

Leiðangurinn þinn

49


Áskoranir og áfangamarkmið Heilbrigði og hollusta Til þess að eignast hraustan og heilbrigðan líkama þurfum við að stunda mátulega hreyfingu, borða hollan mat, eins og t.d. ávexti og grænmeti og þrífa okkur reglulega. Við viljum ekki hanga yfir tölvuleikjum eða sjónvarpi alla daga, borða of oft sælgæti og óhollan mat, eins og t.d. pizzur og hamborgara, eða lykta „eins og svín“. Skynsemi og sköpunarþrá Til þess að læra eitthvað hagnýtt þurfum við að nota heilann til að hugsa um hvað við getum lært af því sem við gerum. Það er gaman að skapa eitthvað nýtt og prófa ýmislegt sem er spennandi og reynir á mann. Við getum „fundið upp“ nýjar aðferðir og búið sjálf til margt nýtt, eins og leikrit, sögur, ljóð og tónlist, myndir eða bara eitthvað annað. Af því að við erum manneskjur getum við hugsað um ýmislegt sem best er að varast og líka margt sem við getum hlakkað til. Vilji og persónuleiki Við viljum eiga sjálfstæðan vilja og ráða sjálf hugsunum okkar og hvað við gerum. Við viljum ekki láta aðra stjórna okkur í blindni eins og gerist við múgsefjun. Samt viljum við eiga góða vini sem við getum treyst og við viljum að þeir geti treyst okkur. Við viljum eiga vini sem vita hvað við getum gert vel og hvað gengur verr – en nota það ekki til að stríða eða leggja í einelti – og taka okkur eins og við erum.

50

Fálkakátabókin


Tilfinningar og skoðanir Við viljum þekkja tilfinningar okkar, hvað okkur finnst inni í okkur – hvenær við verðum t.d. glöð, sorgmædd, leið, hrædd eða örugg. Við viljum fá að hafa okkar eigin skoðanir og við skiljum líka að aðrir mega líka hafa sínar skoðanir í friði. En, við viljum líka reyna að beita skynseminni og vera t.d. ekki hrædd við það sem ástæðu­ laust er að óttast eða vera of örugg með okkur þegar rétt væri að fara varlega. Vinir og samfélag Allir vilja eiga góða vini og enginn vill láta skilja sig útundan. Við erum nefnilega bæði einstaklingar og hluti af samfélagi. Hvernig hefði t.d. farið fyrir okkur ef við hefðum ekki alist upp innan um annað fólk? Hefðum við þá lært að tala og skilja manna­mál? Samfélag fólks er mikilvægt fyrir okkur öll – þess vegna þurfum við öll að hlúa að því og vera ábyrg fyrir því sem við gerum. Fyrsta samfélagið sem við kynnumst er fjölskyldan, svo kem­ur skólinn, bærinn okkar og þjóðin og síðast allt mannkynið. Við berum virðingu fyrir fólki í öðrum samfélögum þó að við þekkjum það ekki persónulega. Lífsgildi og tilgangur lífsins Allar manneskjur eiga að hafa sams konar rétt til að lifa lífinu þó að aðstæður geti verið ólíkar. Lífið er hluti af náttúrunni. Allt sem lifir fæðist og deyr. Til þess að þær kynslóðir sem koma á eftir okkur geti lifað sínu lífi verðum við að umgangast náttúr­ una og samfélagslegt umhverfi okkur af virðingu og skynsemi. Við verðum að vita hvað er rétt og hvað er rangt. Til þess þurfum við að gera okkur grein fyrir að við erum hluti af heildarferli sem er stærra, meira og mikilvægara en við, hvert og eitt. Kærleikur, hjálpsemi og umburðarlyndi eru göfug lífsgildi. Hér aftar í bókinni eru öll áfangamarkmið fálkaskáta, þar skrifar þú áskoranir þínar og færð merki í bókina fyrir hverja áskorun sem þú setur þér.

Leiðangurinn þinn

51


Sérkunnáttuverkefnin Sérkunnáttuverkefnin eru skemmtileg viðbót við flokks- og sveitarverk­ efnin í skátastarfinu, þeim er skipt í fimm megin flokka: ••

Útilíf og náttúruvernd

••

Íþróttir og heilsurækt

••

Hjálpsemi og samfélagsþátttaka

••

Tækni og vísindi

••

Listir og menning

Þú velur þér þín eigin Sérkunnáttuverkefni til að vinna að, mótar þau eftir eigin hugmyndum í samráði við sveitarforingja (eða sérkunnáttuforingja sveitarinnar og félagsins) - og vinnur að þeim í þínum eigin frítíma, utan flokks- og sveitarstarfsins. Hjálpsemi

Útilíf

Íþróttir

Listir

Taekni

Hvert sérkunnáttumerki er til í þremur litum; blátt, grænt og vínrautt.

„ger þú eigi þann óvinafagnað að rjúfa sátt þína.“ Kolskeggur við Gunnar á Hlíðarenda – Njálssaga

52

Fálkakátabókin


Þú og skátaflokkurinn þinn Hve vel þekkir þú þig? Veistu hvað þér þykir skemmtilegt og hvað þér leiðist? Til að geta tekið ákvörðun um hvað þig langar til að gera í skátaflokknum og sveitinni þarftu að þekkja og læra á snillinginn þig! Skoðaðu eftirfarandi þætti: ••

Hæfileika og þekkingu – þetta er það sem þú ert sérstaklega góð eða góður í.

••

Það sem þér finnst skemmtilegt – þetta er það sem þú hefur reynslu af og finnst skemmtilegt að gera.

••

Það sem þig langar til að gera – þetta er það sem þér þykir spennandi og langar til að prófa en hefur enn ekki reynt.

Til að átta þig betur á þessu, skoðaðu þá listana á næstu blaðsíðum. Þeir eru góð hjálp við að komast af stað, en þeir eru bara byrjunin. Þú átt eftir að láta þér detta margt annað í hug um leið og þú byrjar að velta þessu fyrir þér.

Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli vissi hvað hann söng og var meðvitaður um að rækta vel sína hæfileika til að ná góðum árangri og að auka við þekkingusína, sjálfum sér og öðrum til gagns. Njáll var stórbóndi, lögspekingur, langminnugur, vitur, góðgjarn og heilráður og sagt var að hann leysti hvers manns vandræði er á hans fund kom.

Þú og skátaflokkurinn þinn

53


Listi yfir þekkingarsvið og hæfileika

54

Áaetlanagerð

Hellaskoðun

Matreiðsla

Bakstur

Hestamennska

Prjóna og hekla

Ballet

Hjálparstarf

Saumaskapur

Bíóferðir

Hjálpsemi

Sjálfstaeði

Boccia

Hjólreiðar

Skautahlaup

Dans

Hnýtingar

Skemmtikraftur

Dugnaður

Hópvinna

Skilningsríkur

Fiskveiðar

Hugmyndaauðgi

Skipulagshaefni

Fjallgöngur

Haek-ferðir

Skrautritun

Free style dans

Íþróttir

Skynsemi

Frímerkjasöfnun

Jákvaeðni

Smíðakunnátta

Frumkvaeði

Jóga

Snjóbretti

Fuglaskoðun

Kenna öðrum

Stjörnuskoðun

Garðyrkja

Kveðskapur

Stjörnuspeki

Gítarleikur

Leðurvinna

Sund

Glaðvaerð

Leiðbeina

Söngur

Glerlist

Leirlist

Tágavinna

Golf

Ljóðagerð

Tefla

Gróðursetning

Ljósmyndun

Teikning

Fálkakátabókin


Tennis

Tungumál

Útsaumur

Tískuhönnun

Töfrabrögð

Útskurður

Tjaldbúðavinna

Tölvuleikir

Vinnusemi

Tónlist

Umburðalyndi

Þróunarhjálp

Trjáraekt

Útilegur

Listi yfir viðfangsefni sem gaman væri að takast á við Bíóferðir

Klifur

Snjóbretti

Fiskveiðar

Leðurvinnu

Spila á tónleikum

Fjallaferðir

Leiðbeina

Stjörnuskoðun

Fuglaskoðun

Listmálun

Sund

Garðyrkju

Líkamsraekt

Tágavinnu

Gróðursetningu

Líkanagerð

Teikna

Hellaferðir

Ljósmyndun

Tjaldbúðavinnu

Hestamennsku

Matreiðslu

Töfrabrögð

Hjálparstarf

Postulínsmálun

Tölvuleiki

Hjólreiðar

Samfélagshjálp

Útilegur

Hnýtingar

Seglbretti

Útskurður

Haek

Siglingar

Þróunarhjálp

Jöklaferðir

Skautahlaup

Karokee

Skrautritun Þú og skátaflokkurinn þinn

55


7. hluti

Undirbúningur Framkvæmd Mat

56

Fálkakátabókin


Undirbúningur valverkefna flokksins Endurmatsleikir Ávallt viðbúin að sættast

Undirbúningur Framkvæmd Mat

57


Að undirbúa valverkefni flokksins Þegar skátaflokkurinn hefur valið sér verkefni til að vinna að í dagskrárhringnum og sett verkefnamarkmið fyrir hvert verkefni – þá hefst ævintýrið. Undirbúningur verkefnisins getur verið mjög lærdómsríkur og skemmti­ legur. Það eru H-in fimm sem skátaflokkar nota við undirbúning verkefnis: Hvar?, Hvenær?, Hvernig?, Hver? og Hvað? Undirbúningur merkir í raun að vera reiðubúin og hafa allt tilbúið. Það er fullt af atriðum sem þið þurfið að huga að. ••

Hvar á að vinna verkefnið?

••

Hvenær á að framkvæma verkefnið? (Tímatafla)

••

Hvernig ætlum við að framkvæma verkefnið?

••

Hver á að undirbúa og sjá um hvert atriði? (Verkefnalisti)

•• Hvað þurfum við að útvega af efni og búnaði og hverjir koma með það sem til þarf? (Efnislisti) Skátarnir í flokknum bera sameiginlega ábyrgð á undirbúningi verkefna flokksins. Allir í flokknum taka virkan þátt í undirbúningi þeirra og skoðanir allra eru jafn mikilvægar. Það getur verið ágætt að nýta þjálfun og kunnáttu „embættismanna“ flokksins við útdeilingu undirbúnings- og framkvæmdarþátta en stundum er heppilegra að úthluta verkefnum á annan hátt.

„misjöfn verða morgunverkin.“ Guðrún Ósvífursdóttir við Bolla – Njálssaga

58

Fálkakátabókin


Framkvæmd verkefnisins er oftast stærsti hluti verkefnavinnunnar, þar sem allir leggja sig fram og gera sitt besta þannig að vel megi til takast. Þetta er nokkurskonar uppskeruhátíð góðs undirbúnings og góðrar áætlanagerðar. Því vandaðri vinnu sem þið leggið í undirbúninginn og áætlanagerðina, því meiri líkur eru á því að verkefnið takist vel. – En gleymið því ekki að mislukkuð verkefni geta líka verið lærdómsrík og jafn verðmæt í reynslubankann. Endurmat. Við mat á verkefnum eru þrír lykilþættir sem við skoðum gaumgæfilega. 1.

Hversu vel gekk verkefnið? Fór allt samkvæmt áætlun? Ef ekki, ættum við að spyrja okkur að því hvernig við hefðum getað gert betur.

2. Var verkefnið áhugavert, skemmtilegt eða lærdómsríkt? Þetta er einfaldlega mat á því hvort ykkur langar til að framkvæma sambærilegt verkefni aftur eða endurbæta það og stækka þannig að það geti í annarri útfærslu orðið ennþá skemmtilegra. 3. Hvað lærðum við af verkefninu? Hentaði það sumum í flokknum vel en öðrum ekki? – Stundum er það þannig að maður lærir heil mikið af verkefnum sem mistakast hrapallega.

Að undirbúa valverkefni flokksins

59


Tilgangurinn með matinu er að læra, öðlast þekkingu til að gera ennþá betur næst. Það er allt í lagi að gera mistök við framkvæmd verkefna. Ef matið er sanngjarnt og heiðarlegt þá þokar það okkur áfram og minni líkur eru á að við gerum sambærileg mistök aftur. Gagnrýnið og gagn­ legt mat á frammistöðu flokksins og hvers skáta getur verið erfitt, - og stundum mjög erfitt. Við þurfum því að gæta orða okkar og gæta þess að aðfinnslur beinist að framkvæmdinni og viðfangsefnunum en ekki skátanum sjálfum. Best er að flokkurinn fari saman yfir alla áætlunina, hvað gekk vel og hvað gekk ekki nógu vel. Sá sem sá um verkefnið, flokksforinginn eða verkefnastjóri, ef hann hefur séð um að úthluta verkefnum, fer yfir áætlun­ina og hver átti að gera hvað. Hver liður er metinn af flokknum. Gekk vel eða illa með þennan hluta. Ef vel gekk má og á að hrósa þeim sem sá um þann hluta en ef það gekk illa þarf að taka á því á jákvæðan hátt, þannig lærum við og verkefnin ganga betur næst.

Endurmatsleikir Það getur stundum verið gott að nota leiki til að meta árangur og frammi­ stöðu í verkefnum. Á dagskrárvef skatar.is eru margir endurmatsleikir sem flokkurinn getur nýtt sér til að meta valverkefni flokksins á skemmtilegan og árangursríkan hátt.

60

Fálkakátabókin


Ávallt viðbúin að sættast Stundum kemur upp ágreiningur eða óánægja í skátaflokkum. Það er ekkert óeðlilegt við að það gerist af og til - eiginlega bara eðlilegt. Við skátar erum svo heppin að eiga góða aðferð til að leysa úr þannig ágreiningi eða óánægju, við köllum aðferðina „Ávallt viðbúin að sættast“. Í dæminu hér á eftir gerðist það að Leifur hafði fengið það hlutverk í undirbúningi fyrir dagsferð flokksins að taka með prímus til að allir gætu hitað sér kakó í lok ferðarinnar. Hann gleymdi prímusnum og nokkrir í flokknum urðu fúlir yfir því að geta ekki fengið sér heitt kakó. Í verkefna­ mati flokksins kemur þetta fram þegar verið er að fara yfir Verkefnalista og Efnislista verkefnisins. Flokksforinginn eða verkefnastjórinn er hér í sáttamiðlarahlutverki. Gott er að hafa tvo til að stýra svona umræðum, þann sem stjórnaði verkefninu í byrjun og einhvern annan, t.d. flokksforingja eða aðstoðarflokksforingja eða ef flokkurinn er með skáta í embætti sáttasemjara. Aðrir í flokknum eiga ekki að spyrja Leif um eftirfarandi atriði eða stjórna umræðum. Þeir geta komið með tillögur að lausnum þegar beðið er um það (sjá lið 4), annars ekki.

Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson var lögsögumaður Alþingis árin 985-1001. Á þeim tíma risu upp deilur milli kristinna og heiðinna. Þorgeir var þá leiðtogi síðarnefndra, en leiðtogi kristinna Síðu-Hallur. Sagt er að til að komast að niðurstöðu hafi Þorgeir lagst undir feld í nokkurn tíma og síðan ákveðið að Ísland skyldi vera kristið, en leyfa útburð barna, át á hrossakjöti og blót ef það væri gert í laumi.

Ávallt viðbúin að sættast

61


1. Leifur fær að skýra út fyrir flokknum af hverju hann gerði ekki það sem hann hafði tekið að sér að gera – að koma með prímus. 2. Hann er spurður hvernig honum líði með að hafa gleymt prímusnum. 3. Hann er spurður um hvað hann geti gert til að þetta gerist ekki aftur – ef Leifur á erfitt með að finna svör við því, er flokkurinn beðinn um að koma með tillögur. 4. Sáttamiðlarinn spyr hópinn um tillögur – Einhver í flokknum segir kannski að hann ætti að fá sér minnisbók og skrifa niður það sem hann á að gera í næsta verkefni. Aðrir koma með fleiri tillögur. 5. Sáttamiðlarinn spyr Leif hvort honum lítist vel á einhverja tillögu og leyfir honum að velja eina eða fleiri. – Leifur velur lausnina um minnisbókina. 6. Sáttamiðlarinn endurtekur lausnina fyrir flokkinn og spyr Leif hvort þetta sé rétt skilið. Þegar Leifur hefur samþykkt það spyr sáttamiðlarinn flokkinn hvort allir séu sáttir við þessa lausn. Ef ekki þá kemur sá sem er ekki ánægður með breytingar tillögu (hverju myndir þú vilja bæta við til að verða ánægður) og Leifur spurður aftur hvort hann sé sáttur við það. Ef allir eru sáttir er lausnin fundin. Leifur mun fá sér minnisbók og skrifa niður það sem hann á að gera í næsta verkefni og fær tækifæri til að bæta sig í næsta verkefni. 7. Sáttamiðlarinn tekur í hönd Leifs og segir: „til hamingju okkur tókst að leysa þennan vanda“. Ef aðeins tveir voru ósáttir biður sáttamiðlarinn þá tvo að takast í hendur og segir “til hamingju, ykkur tókst að leysa þennan vanda“.

„að mæla drengja heilastur.“ Kaupmenn í Grettissögu

62

Fálkakátabókin


Þegar við sitjum saman og reynum að finna lausn á einhverju máli, verðum við alltaf að muna að: 1. Það má alls ekki uppnefna eða kalla neinn illum nöfnum 2. Allir verða raunverulega að vilja leysa vandann – ekki bara finna sökudólg og refsa 3. Sá sem stýrir umræðum verður að vera hlutlaus - má ekki vera með eða á móti 4. Það skiptir máli að vera heiðarlegur og einlægur – má ekki gera grín að því 5. Hlusta á þann sem talar – ekki grípa fram í 6. Aðeins þeir sem hafa verið valdir til að stjórna umræðum eiga að stjórna umræðunum - hinir bíða. Þeir sem stjórna umræðum geta alltaf vísað í þessar sex reglur og gott er að flokkurinn sé búinn að samþykkja þær áður en eitthvað kemur upp á sem þarf að finna lausn á. Með þessum hætti á að vera hægt leysa öll vandamál án þess að skátunum í flokknum líði illa. Sturla Þórarðson, fyrirliði Sturlunga, var friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar. Sturlungar og Haukdælir voru svarnir andstæðingar en Sturla og Gissur Þorvaldsson, fyrirliði Haukdæla, sættust og sömdu um að Ingibjörg dóttir Sturlu, sem þá var 13 ára, skyldi giftast Halli syni Gissurar.

Ávallt viðbúin að sættast

63


64

Fรกlkakรกtabรณkin


8. hluti

Áætlanagerð Dagskrárhringurinn –áætlun flokksins Dæmi um dagskrárhring

Áætlanagerð

65


Dagskrárhringurinn – áætlun flokksins Dagskrárhringurinn er bráðsnjöll aðferð til að skipuleggja starf flokksins og sveitarinnar. Hann er notaður til að meta stöðuna, ráðgera breytingar, vinna verkefni og meta árangur þeirra. Hver dagskrárhringur getur tekið tvo til fjóra mánuði og er í fjórum áföngum. Þeir eru samtengdir þannig að hver áfangi hringsins er eðlilegt framhald fyrri áfanga og undanfari þess sem á eftir fylgir.

66

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


Fyrsti hluti fer fram á einum eða tveimur flokksþingum. Þar er rætt um hvernig til tókst með valverkefni flokksins í dagskrárhringnum sem er að klárast og spjallað um hvernig hverjum og einum skáta í flokknum gekk að vinna að áskorunum sínum. Annar hluti felst í að komast að því hvaða valverkefni flokkinn langar til að framkvæma í næsta dagskrárhring, setja á blað mark­ mið verkefnanna, ákveða hvaða sveitarverkefni flokkurinn ætlar að leggja til að sveitin vinni sameiginlega og undirbúa hvernig flokk­ urinn ætlar að vinna sínum hugmyndum fylgi í lýðræðisleiknum á næsta sveitarþingi. – Auðvitað þurfa öll verkefnin að tengjast dagskráráherslunni sem sveitarráðið lagði fram. Þriðji hluti felst í að skipuleggja og undirbúa þau flokks- og sveitarverkefni sem urðu fyrir valinu á flokksþingum og sveitar­ þingum. Fjórði hluti er lang umfangsmestur og fjölbreyttastur. Hann felst í að framkvæma öll verkefnin sem voru valin á flokksþingum og sveitarþingi.

Sveitarþingið samþyk kir dagskrárhringinn og áætlun sveitarinnar Þrír til fimm dagskr árhringir eru unnir á ári Allir í flokknum ta ka þátt á flokksverkefnum í vali

„ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ Kári Sölmundarson um Björn í Mörk - Nálssaga

Dagskrárhringurinn Dagskrárhringurinn –– áætlun áætlun flokksins flokksins

67


Dagskrárhringur Shavanoa flokksins í skátasveitinni Rauðskinnum Ég heiti Inga og er flokksforingi Shavanoa flokksins, Linda er aðstoðarflokksforingi og Abba, Anita, Birna, Helga og Sigurlaug skiptu öðrum embættum í flokknum á milli sín. Við erum vinkonur og vorum allar í sama 7. bekknum í Árbaejarskóla. Fimm okkar hafa verið saman í Shavanoa flokknum síðan við komum úr drekaskátunum, en Anita og Sigurlaug baettust við ári síðar. – Ég sendi ykkur hér lýsingu á einum skemmti­ legum dagskrárhring hjá okkur í Shavanoa flokknum.

Skátakveðja, Inga Skátaflokkurinn ræður að miklu leyti sjálfur hvernig dagskrárhringurinn er. Dagskrárhringurinn sem ég ætla að segja ykkur frá er bara dæmi um dagskrárhring, þeir geta verið margskonar, en kannski getur þetta dæmi hjálpað ykkur við að undirbúa dagskrárhring flokksins ykkar. Við Shavanoar ákváðum flokksverkefnin og skipulögðum dagskrár­ hringinn að mestu leyti sjálfar en það er mjög eðlilegt að óska eftir hjálp frá sveitarforingjunum við undirbúning fyrstu dagskrárhringja flokksins. Bára sveitarforingi hjálpaði okkur Shavanounum þó nokkuð við að skipuleggja fyrstu dagskrárhringina, en eftir nokkur skipti gátum við alveg gert þetta sjálfar. Mikilvægast er að allir í flokknum séu sammála og áhugasamir um þau flokksverkefni sem valin eru. Ef skátaflokkurinn þinn er ekki jafn reynslumikill og Shavanoar og skátarnir yngri en þessar skátastelpur, þá þarf flokkurinn þinn örugglega meiri aðstoð við að skipu­ leggja verkefni flokksins og raða þeim í dagskrárhring. Það er líka bara allt í lagi.

68

Fálkakátabókin


Sveitarforingjarnir ykkar hjálpa ykkur við það, alveg eins og Shavanoarnir fengu mikla hjálp við að skipuleggja dagskrárhringi sína fyrsta árið í fálkaskátunum.

Hvað er dagskrárhringur? Dagskrárhringur er allt sem flokkurinn gerir yfir ákveðið tímabil. Sveitar­ ráðið ákveður dagskráráherslu og lengd hvers dagskrárhrings, oftast eru þeir tveir og hálfur til fjórir mánuðir. Sveitarþingið ákveður dagskrárhring sveitarinnar, en hver skátaflokkur í sveitinni skipuleggur svo sinn dag­ skrárhring þannig að hann passi við dagskrárhring sveitarinnar. Dag­ skrárhringir flokkanna í sveitinni eru því ólíkir þó að þeir séu jafnlangir, því hver skátaflokkur velur sín eigin verkefni að vinna í flokksstarfinu.

Skátarnir í flokknum þurfa að vinna saman til að geta ákveðið sinn eigin dagskrárhring Þessi dagskrárhringur var með dagskráráhersluna „Útivist og samfélags­þátttaka“ og tók 11 vikur. Hann byrjaði með því að við völdum okkur verkefni í fyrstu vikunni og lauk með því að við mátum í sameiningu hvernig til tókst með verkefnin í síðustu vikunni. Til þess að dagskrárhringir takist vel þurfa allir í flokknum að vinna saman.

Umsjónarforinginn hjálpar hverjum skáta að velja áfangamarkmið og setja sér áskoranir Hver skáti hefur einn af sveitarforingjunum sem sérstakan umsjónar­ foringja vegna vinnu að áfangamarkmiðum skátans. Umsjónarforingjar eiga allavega tvö viðtöl við hvern skáta í hverjum dagskrárhring. Fyrra viðtalið er alltaf þegar dagskrárhringurinn er að byrja. Þá veljum við okkur áfangamarkmið og setjum okkur áskoranir, hver skáti í samráði við umsjónarforingjann.

Dagskrárhringurinn – áætlun flokksins

69


Umsjónarforinginn hjálpar skátunum við að meta framfarir Seinna viðtalið var alltaf í lok dagskrárhrings hjá okkur. Þá ræddum við stelpurnar við umsjónarforingjana okkar um hvernig okkur fannst hafa gengið og hvort okkur fannst við hafa náð áskorunum okkar. Önnur viðtöl þarna á milli voru bara ef við vildum, eða ef umsjónar­ foringjarnir óskuðu eftir þeim.

Fyrst þurfa skátarnir í flokknum að spjalla saman um dagskráráhersluna Við byrjuðum á því að spjalla saman um dagskráráherslu sveitarinnar til að fá hugmyndir að flokksverkefnum sem okkur langaði til að vinna að í dagskrárhringnum. Aftast í flokksbókinni okkar erum við Shavano­ arnir með sérstakar verkefnahugmyndasíður þar sem við skrifum allar hugmyndir sem við fáum að flokksverkefnum, þannig gleymist engin verkefna­hugmynd og oft er gott að kíkja á hugmyndasíðurnar þegar velja á verkefni sem passa við dagskráráhersluna.

Næst velja skátarnir í flokknum nokkur flokksverkefni Flokksverkefnin sem við í Shavanoum völdum fyrir dagskrárhringinn „Útivist og samfélagsþátttaka“ voru: ••

Póstaleikur á Hofi – Póstaleikur fyrir börnin á dagvistarheimilinu Hofi.

••

Fjörufjör – Fjöruferð með skelja- og þarasöfnun.

••

Drangeyjarsund – Kynna sér söguna af Drangeyjarsundi Grettis sterka og synda í sameiningu sömu vegalengd og hann gerði.

••

Hlóðaeldun – Prófa fjórar ólíkar tegundir hlóðahleðslu og hlóðaeldunar.

•• Hellaskoðun fjölskyldunnar – Foreldrum og systkinum boðið í hellaskoðunarferð - grilla pylsur, fara í leiki og hreinsa rusl í hellinum. 70

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


Dagskrárhringir tengjast saman – það kemur ekki hlé á milli þeirra Á milli dagskrárhringja í skátastarfi kemur ekkert bil, heldur tengjast þeir alltaf hver öðrum. Upphaf og endir þeirra tengist saman. Eitt flokksverkefni hjá okkur í Shavanoum kom úr dagskrárhringnum á undan inn í þennan dagskrárhring. Það heitir „Með trú á lífið“ og við kláruðum það fyrstu vikuna í þessum dagskrárhring. Þannig tengjast dagskrárhringir saman án þess að það komi bil á milli. Sveitarverkefnið „Prímusar og veðurfræði“ sem unnið var í sveitardagferðinni í 3. viku kom einnig úr vali fyrri dagskrárhrings sveitarinnar. Flokksverkefnið „Hellaskoðun fjölskyldunnar“ sem var síðasta flokks­ verkefnið í þessum dagskrárhring, náði líka yfir í byrjun næsta dagskrárhrings á eftir þessum.

Á sveitarþingunum eru sameiginlegu sveitarverkefnin valin Rauðskinnar, eins og aðrar skátasveitir, halda sveitarþing á sveitarfundum eða í sveitarferðum. Við fórum í lýðræðisleiki á sveitarþinginu í 2. viku í dagskrárhringnum til að kjósa um sameiginleg verkefni. Niðurstaðan var að allir flokkarnir í sveitinni mundu gera saman verkefnin „Ferðalag til fortíðar“, „Landnema­- og frumbyggjastörf“ og „Fyrsta hjálp á slysstað“.

Dagskrárhringurinn Dagskrárhringurinn –– áætlun áætlun flokksins flokksins

71


Svona leit hver vika dagskrárhringsins út hjá okkur í Shavanoum:

VIKA 01 Flokksfundur •• Við komum með hugmyndir að flokksverkefnum fyrir dagskrárhringinn. •• Við undirbjuggum flokksþingið og flokksverkefnið „Með trú á lífið“ sem við gerðum svo seinna í vikunni. Flokksþing - Haldið á flokksfundinum. •• Við sögðum hver annarri frá áfangamarkmiðum okkar og áskorunum í þessum dagskrárhring. ••

Ég og Linda aðstoðarflokksforingi sögðum hinum stelpunum frá dagskráráherslu sveitarinnar fyrir þennan dagskrárhring, sem ákveðin var á síðasta sveitarráðsfundi.

Dagsferð - flokksverkefni flokksins „Með trú á lífið“. •• Við í Shavanoum völdum fyrir síðasta dagskrárhring að kynna okkur mismunandi trúarbrögð. Við fórum til Ásatrúar-manna, Fíladelfíu safnaðarins og í Árbæjarkirkju. Fólkið tók alls staðar vel á móti okkur og við skrifuðum niður helstu punkta.

72

Fálkakátabókin


••

Við spjölluðum svo saman eftir dagsferðina og skrifuðum hjá okkur mat á ferðinni. Hvað skilur trúarbrögðin að og hvað eiga þau sameiginlegt? Er þetta ekki allt gott fólk þótt það hafi ólíka afstöðu til lífsins? – Hafa einhverjir fordóma í garð annarra?

Flokksþing - haldið strax eftir dagsferðina. •• Mat á valverkefnunum sem við gerðum í síðasta dagskrárhring, sem lýkur eftir þessa viku. Sveitarráðsfundur •• Ég og Linda skoðuðum með sveitarráðinu hugmyndir að sameiginlegum sveitarverkefnum og við völdum nokkrar hugmyndir úr til kynningar. ••

Sveitarráðið ákvað að næsti dagskrárhringur yrði 11 vikur og hvaða „lýðræðisleik“ við mundum nota á næsta sveitarfundi til að kjósa á milli sveitarverkefnanna.

VIKA 02 Flokksfundur •• Við undirbjuggum bíóferðina næsta laugardag. Ákváðum að hittast klukkustund fyrir sýningu til að ræða sveitardagsferðina og önnur mál. Flokksþing - haldið á flokksfundinum •• Við stelpurnar völdum flokksverkefni fyrir þennan dagskrárhring. (Núna völdum við fimm stutt flokksverkefni. Stundum hafa verkefnin verið færri og lengri, oftast 3-4 flokksverkefni í dagskrárhring.) •• Við ákváðum svo hvaða sveitarverkefni við ætluðum að kjósa á sveitarþinginu sem sameiginleg verkefni sveitarinnar í dag skrárhringnum. – Við ákváðum að velja verkefnin „Ferðalag til fortíðar“ og „Fyrsta hjálp á slysstað“. ••

Við undirbjuggum svo kynningu fyrir lýðræðisleikinn á næsta sveitarfundi, til að reyna að fá alla til að kjósa sveitarverkefnin sem við vildum. Dagskrárhringurinn – áætlun flokksins

73


Bíóferð flokksins •• Flokkurinn hittist klukkustund fyrir sýningu á kaffihúsinu Kakótorgi og við ræddum undirbúning okkar fyrir sveitardags ferðina í næstu viku. Sveitarfundur •• Sveitarforingjarnir voru með upplýsingar og foreldrabréf vegna sveitardagsferðarinnar næsta sunnudag. ••

Okkur var kenndur nýr sveitarsöngur með hreyfingum sem strákarnir í Kiowum bjuggu til.

••

Sveitarþing - haldið á sveitarfundinum.

••

Flokkurinn minn tilkynnti hvaða fimm flokksverkefni við ætluðum að vinna í næsta dagskrárhring.

•• Síðan fór öll skátasveitin í lýðræðisleik til að kjósa sameiginlegu sveitarverkefnin fyrir dagskrárhringinn. Niðurstaðan úr kosn­ingunni voru þrjú sameiginleg sveitar verkefni „Ferðalag til fortíðar“, „Landnema- og frum byggjastörf“ og „Fyrsta hjálp á slysstað“.

VIKA 03 Flokksfundur •• Við undirbjuggum fyrstu tvö verkefni flokksins í dagskrár hringnum (Póstaleikinn á Hofi og Fjörufjör) •• Fórum yfir útbúnaðarlista vegna sveitardagsferðar n.k. sunnudag. Sveitarráðsfundur - (sunnud. kl. 10-11) •• Sveitarforingjarnir fóru yfir tillögu að tímasettri áætlun dag skrárhringsins, við flokksforingjarnir í sveitarráðinu gerðum smávægilegar breytingar við tillöguna og síðan var hún sam þykkt. Tillöguna ætluðum við svo að kynna á sveitarþinginu eftir dagsferðina í dag.

74

Fálkakátabókin


Sveitardagsferð Rauðskinnasveitar - (sunnud. kl. 11-18) •• Sveitarverkefni: Prímuseldun og veðurfræði, (úr vali síðasta dagskrárhrings) ••

Við gengum upp í Paradísardal.

••

Hver flokkur eldaði sér súpu á prímus og við borðuðum samlokur að heiman.

•• Póstaleikur með fjórum veðurfræði póstum í umsjá sveitarforingjanna. ••

Við hituðum okkur svo kakó á prímus og spjölluðum um póstaleikinn og mátum hann: hvað lærðum við, hvað gekk vel, hvað hefði mátt ganga betur og hvernig vildum við gera öðruvísi næst?

••

Eftir sveitardagsferðina mátum við hana, öll sveitin í sameiningu.

••

Í lokin var útileikjastund og farið í tvo fjöruga útileiki.

••

Sveitarþing- haldið í sveitardagsferðinni

••

Sveitarþing sett og sveitarforingi fyrir hönd sveitarráðs Rauðskinna, kynnti tillögu að sveitaráætlun dagskrárhringsins og lagði hana fram til umræðu og samþykktar fyrir skátasveitina.

••

Í lokin voru greidd atkvæði um endanlegan dagskrárhring fyrir skátasveitina og sveitarþingi slitið.

••

Frágangur í Paradísardal, pakkað og gengið heim á leið.

••

Komið í skátaheimilið kl. 17:45 og gengið frá sameiginlegum búnaði í skátaheimilinu.

„fær byr undir báða vængi.“ Hafur Þórarinsson - Grettissaga

Dagskrárhringurinn – áætlun flokksins

75


VIKA 04 Flokksfundur •• Við spjölluðum um sveitardagsferðina síðasta sunnudag og mátum hana. •• Við undirbjuggum verkefnið „Póstaleikurinn á Hofi“. (Kimsleikur – Líflínukast - Að binda um ökkla - Íslenski fáninn og - Að draga fána að húni.) Við bjuggum líka til stimpla úr strokleðri fyrir póstaleikinn.

76 76

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


VIKA 05 Flokksfundur •• Við æfðum tvo erfiðustu póstana fyrir „Póstaleikinn á Hofi“. (Binda um ökkla og Fánapóstinn) ••

Svo bjuggum við til þátttökuviðurkenningar fyrir póstaleikinn.

Sveitarráðsfundur •• Á fundinum sagði ég sveitarráðinu frá mati Shavanoa á sveitar dagsferðinni frá því í 3. viku. Hinir flokksforingjarnir sögðu frá mati sinna flokka. ••

Farið yfir áætlanir flokkanna að dagskrárhringjum þeirra.

••

Farið yfir samskiptaörðugleika og leiðindi í Iowa flokknum og hvernig hægt væri að hjálpa honum út úr þeim vanda.

••

Sveitarútilegan framundan rædd. Fórum yfir hvaða flokksverkefni flokkana langaði til að vinna í útilegunni og hvað verkefnin gætu tekið langan tíma.

Skýring Dagvistarheimilið Hof er meðferðarheimili þroskahamlaðra barna á aldrinum 10-12 ára. Vistheimilið er rétt utan bæjarmarkanna. Bílstjórinn á Hofi heitir Þórður og er pabbi Birnu leikjastjóra flokksins, þaðan er hugmyndin að verkefninu upprunalega komin. Flokksverkefni - „Póstaleikurinn á Hofi“ (laugardagur frá kl. 12:30-17:30) •• Við mættum kl. 12:30 - í skátaheimilið og fórum yfir hlutverk hverrar stelpu. ••

Kl. 13:30 - Þórður á Hofi sótti okkur og búnaðinn okkar.

••

Kl. 13:45 - Komum að Hofi og settum upp póstana. (Tvær stelpur voru með hvern póst nema ég var ein á pósti.)

••

Kl. 14:15 - Samverustund, útskýrt fyrir öllum á Hofi hvernig póstaleikurinn fer fram og létum alla fá skátamerki. Hver „Póstmeistari“ tók með sér á póstinn sinn, fjögurra krakka hóp og einn fullorðinn tilsjónarmann frá Hofi.

••

Kl. 15:30 Póstaleik lokið, kakó og kex.

Dagskrárhringurinn Dagskrárhringurinn –– áætlun áætlun flokksins flokksins

77 77


••

Kl. 16:15 Við mátum póstaleikinn með starfsfólki Hofs. (Hvað gekk vel? –Hvað hefði mátt takast betur? –Hvað var jákvæðast og skemmtilegast? –Á hverju lærðum við mest?)

••

Kl. 16:45 Þórður bílstjóri keyrði okkur heim í skátaheimili.

••

Kl. 17:00 Við gengum frá eftir okkur á skátaheimilinu.

••

Kl. 17:30 Slit-athöfn.

VIKA 06 Flokksfundur •• Við bjuggum til myndaramma og ljósmyndaspjald með myndunum úr verkefninu „Póstaleikurinn á Hofi“ og hengdum upp á flokksvegginn. ••

Fórum yfir verkefnamarkmið póstaleiksins og ræddum hvernig til tókst. Gengum frá mati á verkefninu.

••

Undirbjuggum okkur fyrir leikritið sem við Rauðskinnar ætluðum að vera með sem skemmtiatriði á félagsvarðeldinum.

VIKA 07 Flokksfundur •• Undirbjuggum flokksútileguna og verkefnin fyrir næstu helgi. ••

Bára sveitarforingi kom í heimsókn og fór með okkur yfir dagskrá, útbúnaðarlista og öryggisþætti vegna flokksútilegunnar.

Sveitarráðsfundur •• Við í sveitarráðinu undirbjuggum sveitarferðina „Ferðalag til fortíðar“ í þarnæstu viku. Við ákváðum að hafa „Kók og Prins“ samverustund í lok ferðarinnar.

78

••

Svo voru umræður vegna sveitarútilegu eftir mánuð, sérstaklega um sameiginlegt sveitarverkefni (fyrir alla flokkana) í útilegunni.

••

Ég og hinir flokksforingjarnir sögðum frá hvernig gengur að vinna að flokksverkefnunum.

Fálkakátabókin


Flokksútilega - sjá dagskrá í viðauka aftast í kaflanum.

VIKA 08 Flokksfundur •• Við Shavanoa stelpurnar útbjuggum „Skeljatöflu flokksins“ með skeljunum og þaranum úr flokksútilegunni og afreksspjald vegna Drangeyjarsundsins, hengdum hvorutveggja upp á flokksvegginn okkar. •• Bára sveitarforingi kom með foreldrabréf út af sveitarferðinni „Ferðalag til fortíðar“ ••

Við ákváðum að hafa kósýfund næst, til að fara yfir áfangamarkmið og áskoranir, þannig að allar áttu að koma með Fálkaskátabókina sína og teppi á næsta fund.

Félagsvarðeldur •• Við mættum auðvitað með Rauðskinnasveit og lékum með í leikritinu: „Nonni nýliði og furðulegur útbúnaður hans í fyrstu skátaútilegunni“

Bárður Snæfellsás var sonur Dumbs konungs og Mjallar Snæsdóttur. Dumbur konungur var kominn af risakyni í föðurætt en tröllum í móðurætt. Bárður erfði þessa eiginleika frá föður sínum en þá mannlegu frá móður sinni. Bárður kom mönnum til aðstoðar í nauðum og bjargaði fólki úr sjávarháska.

Dagskrárhringurinn – áætlun flokksins

79


VIKA 09 Flokksfundur – Kósýfundur •• Við spjölluðum saman um áfangamarkmiðin og áskoranirnar og hvernig hverri og einni fannst henni ganga. Við fórum að spá í áfangamarkmið og áskoranir hverrar og einnar fyrir næsta dagskrárhring. ••

Svo sungum við nokkra rólega skátasöngva við kertaljós.

Sveitarráðsfundur •• Við foringjarnir í sveitarráðinu fórum yfir verkaskiptingu vegna sveitarferðarinnar „Ferðalag til fortíðar“ næsta laugardag. •• Ræddum svo dagskrá sveitarútilegunnar eftir mánuð og undirbjuggum sveitarverkefnið „Landnema- og frumbyggj­a­ störf“ sem flokkarnir vinna saman í útilegunni. ••

Svo fórum við yfir undirbúning flokka fyrir útileguna, útbúnaðarlista og bréf til foreldra.

••

Ræddum hvernig flokkunum gengur að vinna að flokksverkefnum sínum.

Sveitarferð •• Sveitarverkefnið „Ferðalag til fortíðar“ er dagsferð. Skátasveitin fór í landnámsferð í Sögusafnið í Reykjavík. (www.sagamuseum.is). Fengum okkur svo „Kók & Prins” og ræddum sýninguna. Við skrifuðum hjá okkur minnispunkta til að nota í matið á næsta fundi.

80 80

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


VIKA 10 Flokksfundur •• Við notuðum fundinn til að æfa krossbindingu, þverbindingu og áttubindingu fyrir sveitarverkefnið „Landnema- og frum byggjastörf“ í sveitarútilegunni. (Efni: Göngustafir, snæri og hnútablöð) ••

Umræður og mat á sveitarverkefninu „Ferðalag til fortíðar“

•• Skrifuðum hjá okkur hugmyndir að flokksverkefnum fyrir næsta dagskrárhring.

VIKA 11 Flokksfundur •• Við stelpurnar í Shavanoa undirbjuggum flokksverkefnið okkar „Hlóðaeldun“ fyrir sveitarútileguna, fórum yfir kennslu leiðbeiningar á blöðum og skiptum efnisöflun og undirbúningi á milli okkar. ••

Bjuggum til skemmtiatriði fyrir varðeldinn í sveitarútilegunni.

••

Ingunn aðstoðarsveitarforingi kom í heimsókn. Hún fór yfir dagskrá, útbúnaðarlista og nestislista fyrir sveitarútileguna og tók við leyfisbréfum frá foreldrum okkar vegna útilegunnar.

Dagskrárhringurinn Dagskrárhringurinn –– áætlun áætlun flokksins flokksins

81 81


Sveitarráðsfundur •• Lokaundirbúningur fyrir sveitarútilegu. ••

Við flokksforingjarnir sögðum svo frá hvernig gekk hjá flokkunum að vinna að flokksverkefnum sínum og hvort flokkarnir þyrftu aðstoð í útilegunni.

Sveitarútilega Rauðskinnasveitar •• Sameiginlega sveitarverkefnið „Landnema- og frum byggjastörf“. Alls kyns súrringa-verkefni. Okkur var líka kennt að spinna þráð og þæfa ull. •• Sameiginlega sveitarverkefnið „Fyrsta hjálp á slysstað“ í umsjón hjálparsveitarskáta var mjög lærdómsríkt og eftirminnilegt. •• Flokksfundir og flokksþing voru haldin í útilegunni. (Hugmynda fundur um flokksverkefni næsta dagskrárhrings og á flokks þinginu var ákveðið hvaða verkefni þyrfti að skoða nánar fyrir umræðu á næsta flokksfundi og ákvarðanatöku á næsta flokksþingi.) •• Einnig fengum við Shavanoarnir tíma og aðstoð sveitarforingja við að undirbúa flokksverkefnið „Hellaskoðun fjölskyld unnar“ sem farið verður í um þarnæstu helgi. ••

Allir flokkar unnu að flokksverkefnum sínum (Hlóðaeldun hjá okkur í Shavanoa flokknum)

•• Sveitarhátíð og merkisathöfn (við Shavanoarnir fengum allar merki) ••

Útileikir, „næturleikur“ og varðeldur

Þórólfur Mostrarskegg Örnólfsson var landnámsmaður á norðanverðu Snæfellsnesi. Í Eyrbyggjasögu segir að hann hafi upphaflega heitið Hrólfur en þar sem hann var mikill blótmaður, trúði á Þór og hafði auk þess mikið skegg hafi hann verið kallaður Þórólfur Mostrarskegg.

82

Fálkakátabókin


VIÐAUKI

Frásögn Anitu af flokksútilegunni - úr flokksbók Shavanoa Flokksútilega Shavanoa-flokksins Tjölduðum í garðinum hjá foreldrum Helgu. Foreldrar hennar voru til í að leyfa okkur að tjalda í garðinum hjá sér og nýta snyrtiaðstöðu á heimilinu. Við þurftum tvö tjöld og helst eitthvert skjólsegl til að geta eldað og setið úti þó að það yrði svolítill vindur. Dagskrá - Laugardagur •• kl. 10:00 - Við mættum í skátaheimilið og settum útileguna formlega. Fórum yfir dagskrá útilegunnar og tókum til búnað samkvæmt efnislista. ••

Gengum svo heim til Helgu og tjölduðum í garðinum. Settum upp skjólsegl og fórum yfir dagskrá, öryggis- og umgengnis reglur með Sigurjóni, pabba Helgu og Báru sveitarforingja sem kom í stutta heimsókn.

•• kl. 11:00 - Við stelpurnar spjölluðum um dagskrá útilegunnar og öryggisreglurnar. ••

kl. 12:00 - Hádegisverður - Grillaðir hamborgarar og súkkulaðibananar á útigrillinu. Frágangur og uppvask. Grillið þrifið og gengið frá því. Tókum svo til nesti og útbúnað fyrir flokksverkefnið „Fjörufjör”.

••

kl. 13:30 - Tókum strætó niður að Gunnólfsfjöru.

••

kl. 14:15 - Flokksverkefnið „Fjörufjör“ í Gunnólfsfjöru. Fyrst var „skeljaleit“, við vorum ákveðnar í að finna að minnsta kosti 10 tegundir skelja - og það tókst.

••

kl. 15:00 - Við röðuðum skeljunum upp og leituðum í Skeljabókinni að nöfnum á þeim.

••

kl. 15:15 - Kaffitími

••

kl. 15:30 - Við héldum flokkskeppni í að „fleyta kerlingar“ – og Sigurlaug var krýnd „Kerlingafleytari Shavanoa“.

Dagskrárhringurinn – áætlun flokksins

83


••

kl. 16:00 - Þarasöfnun – við söfnuðum fimm tegundum af þara til að nota í minjagrip um ferðina.

••

kl. 17:00 - Tókum strætó heim.

••

kl. 17:45 - Undirbjuggum skelja- og þarasafnið fyrir þurrkun og hreinsun. – Gengum svo frá búnaði og áhöldum.

••

kl. 18:30 - Hringdum í Báru sveitarforingja og sögðum frá hvernig gekk í „Fjörufjöri“.

••

kl. 19:00 - Kvöldverður – Við útbjuggum Bæjarins bestu pylsuveislu á gas prímus.

••

Í eftirrétt höfðum við sérrétt flokksins: Soðin epli með kanil og rjóma sem var þeyttur í ½ ltr. gosflösku. Eftir frágang og uppvask undirbjuggum við varðeld kvöldsins, við vorum með þrjú Friðarkerti sem logar á úti og þurftum að finna okkur steina sem undirlegg þannig að grasið sviðnaði ekki. Birna leikjastjóri undirbjó söngvadagskrá og við hinar skiptum okkur upp tvær og tvær saman og undirbjuggum stutt skemmtiatriði. (Leiki og leikna brandara.)

••

kl. 21:00 - Varðeldur – kveiktum á Friðarkertunum þremur, svo var söngur, spjall, skemmtiatriði og meira spjall. Linda aðstoðarflokksforingi las í lokin, sem „Fimm mínútur foringjans“,stutta frásögn af Drangeyjarsundi Grettis sterka úr Íslendingasögunum. Af því við ætluðum að synda Drangeyjarsund daginn eftir.

••

kl. 22:30 - Frágangur og slökkt á Friðarkertunum.

••

kl. 22:45 - Þvoðum okkur og burstuðum tennur. Svefnpokaspjall í tjöldum.

••

kl. 24:00 - Kyrrð – Hljóð í tjöldum, eða nærri því þögn.

Dagskrá – Sunnudagur •• kl. 09:00 - Ræs – allar upp úr svefnpokunum, klæddum okkur og gengum frá í tjöldum. •• kl. 09:15 - Komum saman í hring og sungum „Ég syng í rigningu“ (þó að úti væri þurrt og hlýtt) Tannburstun og morgunþrif. •• 84

kl. 09:45 - Morgunverður, hafragrautur með rúsínum, döðlum og eplabitum.

Fálkakátabókin


••

Hjálpuðumst að við að ganga frá.

••

kl. 11:30 - Flokksverkefnið: „Drangeyjarsund“ Shavanoa. Talið er að Drangeyjarsund Grettis sterka hafi verið 7,1 kílómetri. Við stelpurnar ákváðum að synda í boðsundi sömu vegalengd í Árbæjarlaug. Við reiknuðum út að það væru rúmlega 20 fram og til baka ferðir á hverja okkar í lauginni. Þrjár syntu í einu og ein skipti aukalega við hverja hinna inn á milli til að allar fengju svolitla hvíld á milli sundspretta.

••

kl. 13:00 – Matarboð, foreldrar Helgu buðu okkur til kjötsúpuveislu eftir Drangeyjarsundið.

••

kl. 13:45 - Uppvask og frágangur eftir hádegismat.

••

kl. 14:30 - Frágangur í tjaldbúð. Við pökkuðum saman tjöldunum og tókum niður skjólseglið. Gengum frá öllu eins snyrtilegu og það var þegar við komum að því.

••

kl. 15:30 - Mat og ígrundun – Karóla aðstoðarsveitarforingi og Sigurjón, pabbi Helgu spjölluðu við okkur um hvernig til hafi tekist í útilegunni, hvað lukkaðist vel og hvað hefði mátt gera betur eða á annan hátt.

••

kl. 16:15- Slit – Við slitum skemmtilegri tjaldútilegu flokksins með stuttri flokksathöfn.

Dagskrárhringurinn – áætlun flokksins

85


9. hluti

Verkefnin Látið ekkert standa í vegi fyrir ykkur Útilegur og dagsferðir flokksins Flokkurinn og samfélagið Flokkurinn og náttúran

86

Fálkakátabókin


Verkefnin

87


Látið ekkert standa í vegi fyrir ykkur Hugmyndir að valverkefnum flokksins geta sprottið fram hvar sem er og hvernig sem er. Bestu hugmyndirnar hafa sennilega aldrei verið reyndar áður, þær eru uppfinning ykkar í flokknum þínum. Það er líka til fullt af leikjum og verkefnum sem hjálpa til við að útbúa snjallar hugmyndir. Síðast en ekki síst er fjöldi hugmynda að skemmtilegum valverkefnum á dagskrárvef skatar.is. Margar þeirra má jafnvel útfæra á ótal vegu. ••

Tjaldútilega í garðinum hjá Palla.

••

Tölvuleikjakvöld hjá Jónu ömmu.

•• Flekaferð með foreldra, pöbbum og mömmum kennd flekasmíði og þau fá að prófa. ••

Poppa yfir opnum eldi í snjókomu.

•• Skrifa frétt um flokkinn og flokksverkefni (muna að taka ljósmyndir) og fá fréttina með mynd eða myndum birta í dagblaði eða bæjarblaði. Ef hugmyndir ykkar og verkefni eru vel undirbúin, sveitar­ foringi og foreldrar hafðir með í ráðum og fyllsta öryggis gætt – þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir ykkur.

Guðrún Ósvífursdóttir var íslensk kona á landnsámsöld sem lét fátt standa í vegi sínum. Guðrún er ein þekktasta kvenpersóna Íslendingasagna og aðalkvenhetja Laxdælu. Þar segir meðal annars að Guðrún hafi verið kvenna vænst sem þá uxu upp á Íslandi, bæði að ásjónu og vitsmunum.

88 88

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


Útilegur og dagsferðir flokksins Útilíf er mikilvægt í flokks- og sveitarstarfinu. Skátastarfið gengur eiginlega ekki upp án þess að þið upplifið náttúruna á einhvern hátt. Fálkaskátar fara venjulega í 4-6 útilegur á ári og margar dagsferðir. Útilegurnar og skátamótin standa yfirleitt í 2-3 daga, en það fer eftir aðstæðum, útilífsáhuga skátanna í flokknum og skátasveitinni og árstíma. Útileguáætlun ársins gæti litið svona út: ••

Ein einnar nætur útilega eða dagsferð í hverjum dagskrárhring

•• Ein tveggja nátta útilega sem haldin er við upphaf eða lok dagskrárhringja ••

Ein til tvær lengri útilegur eða skátamót

Mörg þeirra flokks- og sveitarverkefna sem þið hafið valið ykkur er eflaust hægt að vinna í útilegum og dagsferðum.

Útilegur og dagsferðir flokksins

89


Dagsferðir eru vanalega á verkefnadagskrá flokksins í hverjum mánuði og skipulagðar af ykkur á hvaða árstíma sem er, eftir verkefnavali hvers dagskrárhrings. Útilegur og dagsferðir gera skátum kleift að læra að lifa og bjarga sér í náttúrunni en það er einn af mikilvægum þáttum skátastarfsins.

Flokkurinn og samfélagið Flest allt sem þú gerir hefur áhrif á umhverfi okkar eða annað fólk. Hlutverk skáta og skátahreyfingarinnar er að „gera heiminn betri“ Kjörorðið okkar, skátaheitið og skátalögin minna okkur á þetta hlutverk. Hjálpsemi og samfélagsverkefni eru oftast mjög skemmtileg. Að fá hug­ mynd að verkefni sem er spennandi að framkvæma, skipu­leggja verk­ efnið, bæta við og breyta og allt það skemmtilega sem felst í að undirbúa verkefnið þannig að það takist sem best. Framkvæma verkefnið, yfirstíga hindranir og leysa úr óvæntum vandamálum, gleðjast yfir að hafa lagt sitt af mörkum til að „gera heiminn betri“. Setjast svo niður með flokksfélögunum, meta hvernig til tókst, hvað gekk vel og hvað hefði mátt gera öðruvísi – það er ómetanlegt og þannig lærir maður af reynslunni. Hugsaðu þér ef allir jarðarbúar gerðust skátar, allir væru hjálpsamir og gerðu að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Eða ef að allt fólk á jörðinni skipti sér upp í litla skátaflokka og undirbyggi og framkvæmdi eitt samfélags­verkefni nokkrum sinnum á ári. Það væru yfir sjö billjón góðverk á dag alla daga ársins og a.m.k. um 250 milljón samfélagsverkefni á hverju ári. - Ætli heimurinn okkar væri þá svolítið öðruvísi og betri?

90

Fálkakátabókin


Dæmi um samfélagsverkefni ••

Hreinsunardagur í hverfinu, á skólalóðinni eða á fjölförnum stað í bænum eða hverfinu.

••

Fjársöfnun fyrir hjálparstarf hér á landi eða í bágstöddum ríkjum.

••

Fjöruhreinsunarferð í sveitarfélaginu.

••

Mála leiktæki á róluvelli eða leikskóla í hverfinu.

Flokkurinn og samfélagið

91


Flokkurinn og náttúran Landið okkar er ómetanlegt, og heimurinn allur ef litið er út fyrir sjóndeildarhringinn. Skáti er náttúruvinur, þegar við förum í ferðir eða útilegur þá gætum við þess að skilja svolítið betur við áfangastaðinn en þegar við komum að honum. Allt okkar líf og líf komandi kynslóða byggir á því sem náttúran lánar okkur. Það er til einstaka fólk og jafnvel fyrirtæki sem eru algerir náttúrusóðar og skemma og sóa meiru en þau skila til baka til náttúrunnar og samfé­ lagsins. – Það er ekki gott! Skátar eru náttúruvinir, skátaflokkar læra að meta náttúruna með því að umgangast hana af virðingu og njóta hennar eins og hún er. Gróður og dýraríki, hellar, haf og fjörur og meira að segja vatnið og loftið eru okkur ómetanleg, spennandi könnuðaverkefni fyrir skáta og skátaflokka. Margir skátaflokkar vinna mörg útilífs-, náttúru- og umhverfisverndarverkefni á hverju ári. Ekki bara til að gera heiminn betri, heldur vegna þess að þau eru með því skemmtilegra sem flokkurinn getur tekið sér fyrir hendur. Dagferðir flokksins og útilífsverkefni eru hin raunverulegu tækifæri til að sýna í verki að náttúran og umhverfið skipta okkur máli. „Láttu ekki þitt eftir liggja“ var margrætt slagorð umhverfisverndar á sínum tíma. Þar var verið að höfða til þess að fólk skildi ekki eftir rusl úti í náttúrunni. Skátar og skátaflokkar stíga skrefinu lengra í sínu starfi, við skipuleggjum verkefni okkar ekki bara þannig að við skemmum ekkert heldur leitumst við að laga og bæta.

92

Fálkakátabókin


10. hluti

Skátasveitin Skátasveitin þín Starfið í skátasveitinni þinni Sveitarþingið Sveitarráðið Hátíðarathafnir skátasveitarinnar

Skátasveitin

93


Skátasveitin þín Skátasveitin er mikilvæg, hún er eins og stórfjölskyldan eða skólasamfélagið. Í starfi skátasveitarinnar – á sveitarfundum, í útilegum og ferðalögum – hittum við og störfum saman með öðrum sem eru skátar eins og við og eiga heilmikið sameiginlegt með okkur en tilheyra ekki nánasta vinahópnum. Skátasveitin sem heild hefur sameiginleg markmið sem tengjast skátastarfi um allan heiminn og í starfi sveitarinnar taka flokkarnir þátt í stærri verkefnum og leikjum þar sem fleiri þurfa að vinna saman. Það er alltaf gaman að tilheyra stærri hópi og skemmta sér og upplifa ævintýrin saman. Sumar fálkaskátasveitir eru blandaðar með bæði stelpum og strákum en oft eru þær annaðhvort stelpu- eða strákasveitir. Í fálkaskátasveit eru oftast þrír til fimm skátaflokkar, fullorðinn sveitar­ foringi og aðstoðarsveitarforingjar. Skátasveitin er mjög mikilvæg af því að samstarfið og stundum samkeppnin við hina flokkana í sveitinni styrkir starf skátaflokksins þíns. Skátasveitin fer saman í útilegur, vinnur saman að sveitarverkefnum og getur tekist á við viðfangsefni sem eru stærri en hver skátaflokkur ræður við einn.

94

Fálkakátabókin


Starfið í skátasveitinni þinni Þú og flokkurinn þinn takið auðvitað virkan þátt í starfi skáta­sveitarinnar. Þar gefast tækifæri til að sýna hvað í ykkur býr og hvers þið eruð megnug. Í sveitarstarfinu getið þið líka fylgst með því hvernig aðrir skátaflokkar starfa og hugsanlega lært eitthvað af þeim. Hinir flokkarnir geta líka lært heilmikið af þér og þínum skátaflokki. Mörg verkefni eru þess eðlis að heppilegt er að öll sveitin vinni þau saman. ••

Sveitarverkefni

••

Sveitarfundir

••

Sveitarþing

••

Sveitarferðir og útilegur

Starfið í skátasveitinni þinni

95


Sveitarþingið Sveitarþing er eins og Alþingi á Þingvöllum var köppum og kvenskör­ ungum landnámsaldar. Þar koma allir skátar sveitarinnar saman og taka í sameiningu mikilvægar ákvarðanir sem snerta starf þeirra og velferð. Sveitarþing er alltaf haldið til að ljúka „öðrum áfanga“ hvers dagskrárhrings.

Á sveitarþingi: ••

Kynnir hver flokkur flokksverkefnin sem hann hefur valið að vinna að og segir frá áætlaðri tímalengd þeirra og hvaða verkefnum flokkinn langar mest til að vinna að.

••

Kynna flokkarnir tillögur sínar að sameiginlegum sveitarverkefnum og nota til þess þann lýðræðisleik sem sveitarráðið ákveður að fara í á sveitarþinginu.

•• Með lýðræðisleiknum velur sveitin sameiginlegu sveitarverkefnin fyrir dagskrárhringinn. Mest áhersla er lögð á að setja þau verkefni sem fengu flest atkvæði eða stig inn á dagskrá sveitarinnar.

9696

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


Stutt sveitarþing er haldið í „þriðja áfanga“ hvers dagskrárhrings. Þá er endanleg sveitaráætlun lögð fram af sveitarráðinu til samþykkt­ ar fyrir sveitarþingið. Þannig taka allir skátarnir í sveitinni þátt í að velja sameiginlegu sveitarverkefnin og samþykkja sveitaráætlun hvers dagskrárhrings. Stutta sveitarþingið í „þriðja áfanga“ er oft haldið í lok sveitarfundar, í dagsferð sveitarinnar eða sveitarútilegu.

Sveitarráðið Í hverri skátasveit er sveitarráð, nokkurskonar „ríkisstjórn“ skáta­ sveitarinnar. Í sveitarráðinu eiga sæti allir flokks- og aðstoðarflokks­ foringjar sveitarinnar, sveitarforingi og aðstoðarsveitarforingjar. Sveitarráðið hittist að jafnaði á tveggja vikna fresti. Á fundum þess er dagskráráhersla hvers dagskrárhrings mótuð, sameiginleg dagskrá sveitarinnar skipulögð og undirbúin, sveitarverkefni metin og teknar ákvarðanir um ýmislegt sem varðar sameiginlegt starf skátasveitarinnar. Sveitarráðið

97


Hátíðarathafnir skátasveitarinnar Tilgangur hátíðarathafna er oftast að fagna eða gera mikilvæg tíma­mót áhugaverð og minnisstæð þeim skátum sem hlut eiga að máli. Það er nauðsynlegt að hátíðarathafnir séu skátalegar, umhverfið, eldur eða kertaljós og hlutir eins og sveitarfáninn, verndartákn flokksins eða sveitarinnar og síðast en ekki síst það sem sagt er og gert er skiptir miklu máli. Foreldrum og fjölskyldu skátanna er boðið að vera við sumar hátíðarathafnir en aðrar eru aðeins fyrir skátana í flokknum eða skáta­ sveitinni. Algengustu hátíðarathafnir í skátastarfi eru: •• Inngönguathöfn er haldinn þegar nýr skáti ákveður að ganga t il liðs við skátasveitina. •• Vígsluathöfn er hátíðlegasta athöfn hverrar skátasveitar. Hún er haldin þegar einn eða fleiri í skátasveitinni hafa tekið ákvörðun um að vinna skátaheitið og vígjast sem skátar. Foreldrum og aðstandendum þeirra sem vígjast er oftast boðið að vera við vígsluathöfnina. •• Merkisathöfn er stutt athöfn sem margar skátasveitir halda þegar skáti eða skátar sveitarinnar fá afhent merki eða viður kenningu fyrir starf sitt. ••

Kveðjuathöfn er haldin þegar einn eða fleiri skátar hætta í skáta­sveitinni. Það getur verið vegna þess að þeir eru að ganga upp í dróttskátasveit, flytja burtu úr bænum eða hverfinu eða þurfa að hætta af öðrum ástæðum.

Gunnlaugur ormstunga var íslenskt skáld sem ílengdist í útlöndum þar sem hann flutti ýmsum höfðingjum lofkvæði við margskonar hátíðarathafnir.

98

Fálkakátabókin


11. hluti

Áskoranir Sérkunnáttuverkefni Landnámsmerkið Áfangamarkmiðin Hvernig set ég mér áskoranir Dróttskátaævintýrið framundan

Áskoranir

99


Sérkunnáttuverkefni Því meira sem þú lærir eykst geta þín til að taka þátt í spenn­ andi ævintýrum skátastarfsins. Kunnátta þín getur komið að góðum notum í alls kyns verkefnum með félögum þínum, bæði í skátastarfi og annarsstaðar. Þú getur valið úr fjölda sérkunnáttumerkja til að vinna að á dagskrárvef BÍS, en einnig útbúið þín eigin í samráði við sveitarforingjann þinn eða sérkunnáttuforingja skátasveitarinnar. Svo ertu kannski einn af þeim sem hefur mikla þekkingu og löngun til að læra eitthvað nýtt en hefur minni áhuga fyrir að fá merki. Þú ræður því algjörlega sjálf eða sjálfur.

100 100

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


Sérkunnáttumerkin eru í fimm flokkum Þar sem sérkunnáttan tengist afmörkuðu „námsefni“ er auðveldlega hægt að flokka hana eftir þekkingarsviðum eða verkefnum. Hér fyrir neðan eru sérkunnáttuflokkarnir fimm og dæmi um tvö sér­ kunnáttuverkefni undir hverjum flokki. Megininntaki hvers sérkunnáttu­ verkefnis er lýst í stuttu máli. Hugmyndir um aðra möguleika sérkunnáttu­ verkefna eru einnig gefnar í hverjum sérkunnáttuflokki.

1. Útilíf og náttúruvernd Að hugsa um dýr - Að læra um meðferð og fóðrun dýra sem þurfa ekki mikið pláss og ala upp ungviðið í ákveðinn tíma. Fjallgöngur - Að læra að stjórna leiðöngrum á fjöllum, í klettum eða á jöklum; taka þátt í hálendisferðum og léttu fjallaklifri og nota til þess viðeigandi öryggisbúnað. Aðrir möguleikar: Rækta býflugur, blómarækt, útilegur, nát­ túruvernd, mjólkurvinnsla, skordýrafræði, skógrækt, garðyrkja, garðrækt, fjörulíf, fuglafræði, dýrahald, hæsnarækt, ratleikir og leitir, óbyggðir, dýrafræði, hellaferðir, trönubyggingar, steinafræði, rötun, fiskveiðar.

2. Íþróttir og heilsurækt Bogfimi - Öðlast leikni í að nota boga og örvar til að skjóta á mark og þekkja til helstu öryggisreglna sem nauðsynlegt er að viðhafa í bogfimi. Rathlaup - Að kynna sér rathlaupsíþróttina og þá líkamlegu og vitsmunalegu færni sem þarf til að ná árangri í henni. Aðrir möguleikar: Frjálsar íþróttir, körfubolti, hjólreiðar, klifur, Sérkunnáttuverkefni

101


skylmingar, fótbolti, handbolti, hestamennska, blak, róður, siglingar, skautaíþróttir, skíði, tennis, golf, glíma, badminton, borðtennis, dans, fimleikar, sjálfsvarnaríþróttir, folf, keila, fimleikar.

3. Hjálpsemi og samfélagsþátttaka Umönnun barna - Að tileinka sér færni til að annast ung börn við ýmsar aðstæður, gefa þeim að borða, baða þau, klæða og leika við þau. Umferðaröryggi - Tileinka sér færni til að koma í veg fyrir slys í gönguferðum eða hjólreiðarferðum og aðstoða á hættustundu eða á torfærum leiðum. Aðrir möguleikar: Umgengni í þjóðgörðum, tillitssemi við fatlaða, tillitssemi við aldraða, eldvarnir og slökkvistörf, skyndi­ hjálp, aðstoð við fólk af erlendum uppruna, endurlífgun, öryggi í fjallgöngum, heilsugæsla, endurvinnsla, björgunarstörf, öryggismál, lestrarkennsla, ferðaþjónusta, ferðaleiðsögn.

4. Tækni og vísindi Rafmagnsfræði - Að læra að gera við venjuleg raftæki, hljóm­ tæki, myndavélar, myndbönd, tölvur, fjarstýringar og mælitæki með því að nota venjuleg tæki og tól sem ætluð eru til þeirra verka. Bókband - Að tileinka sér þá færni sem þarf til að binda inn bækur, bæklinga, skjöl eða gera við bækur sem eru í slæmu ásigkomulagi og nota til þess algeng tól og efni í bókagerð og mismunandi aðferðir. Aðrir möguleikar: Stjörnufræði, bátaviðgerðir, bílaviðgerðir, trésmíði, efnafræði, tölvur, rafmagn, glergerð, viðgerðir á heimilistækjum, múrverk, pípulagnir, prentun, söðlasmíði, vefsíðugerð, radíó- og internetskátun.

102

Fálkakátabókin


5. Listir og menning Tónlist - Að tileinka sér þá færni sem þarf til að leika á hljóðfæri eða safna tónlist og nota þennan hæfileika til að lífga upp á atburði hjá sveitinni eða annars staðar. Tréskurður - Að tileinka sér þá færni sem þarf til að tjá sig með því að skera út hluti í þrívídd eða lágmyndir og nota til þess algeng útskurðaráhöld og skreyta með því heimili sitt eða vinnuaðstöðu. Aðrir möguleikar: Líkön af húsum, körfugerð, myntsöfnun, teikning og málun, þjóðhættir, þjóðdansar, grafísk hönnun, blaðamennska, prjónaskapur og útsaumur, mælskulist, leirgerð, útvarpsþáttagerð, lestur bókmennta, höggmyndalist, söngur, fatahönnun, frímerkjasöfnun, leikhús og leiklist, leðurvinna, ljósmyndun, höggmyndir. Hér að framan er minnst á yfir 100 hugsanleg sérkunnáttuverkefni en það er aðeins brot af því sem hægt er að velja. Þú getur í samráði við sveitar­ foringjann þinn, bætt við og breytt öllum verkefnunum í samræmi við áhugamál, þarfir og möguleika þína.

Gangi þér vel – og mundu að heimurinn bíður eftir að þú uppgötvir hann.

Sérkunnáttuverkefni

103


Landnámsmerkið Landnámsmerkið er lokatakmark allra skáta í fálkaskátastarfi, það er sönnun þess að þú hafir lagt þitt af mörkum, í skáta­ sveitinni þinni, í skátaflokknum þínum og í lífinu almennt. Viðurkenning fyrir að hafa lagt sitt af mörkum og staðið sig vel. Landnámsmerkið minnir okkur á kappa og kvenskörunga Íslendinga­ sagnanna, landnemana sem könnuðu ný svið og námu nýjar lendur við aðstæður sem voru um margt mikið erfiðari en við eigum að venjast í dag. Þeir voru ávallt viðbúnir að bregðast við aðstæðum, létu fátt standa í vegi fyrir sér og áunnu sér orðspor sem eftirtekt vakti og sögur fóru af. Fálkaskátar vinna að Landnámsmerkinu á lokaári fálka­skátastarfsins. Það gerir kröfur og reynir á dugnað og eljusemi hvers og eins. Leysa þarf fjölda áskorana, stunda útilíf, ljúka sérkunnáttuverkefnum og ýmislegt fleira kann að vera lagt fyrir. Upplýsingar um kröfur vegna Landnámsmerkisins eru á Landnámsmerkið er lokatakmark allra dagkrárvefnum á skatar.is. í fálkaskátastarfi.

Kjartan Ólafsson var allra manna fríðastur, hverjum manni betur á sig kominn, vígur betur en flestir aðrir, allar íþróttir hafði hann mjög umfram aðra menn, hverjum manni var hann lítillátari og svo vinsæll að hvert barn unni honum. Kjartan hélt til Noregs í leit að frægð og frama og vingaðist við Ólaf konung Tryggvason eftir að þeir höfðu tekist hressilega á í sundglímu í ánni Nið.

104 104

Fálkakátabókin Fálkakátabókin


Áfangamarkmiðin Áfangamarkmiðunum er skipt í sex svið sem öll eru mikilvæg og skipta okkur máli. Heilbrigði og hollusta

Tilfinningar og skoðanir

Skynsemi og sköpunarþrá

Vinir og samfélag

Vilji og persónuleiki

Lífsgildi og tilgangur lífsins

Áfangamarkmiðin eru spennandi viðfangsefni sem þú þarft að skoða í ró og næði, velta fyrir þér hvað átt er við og hvernig þér finnst þú standa gagnvart innihaldi þeirra. Það er gott að ræða við foreldra eða einhvern fullorðinn um áfangamarkmiðin til að átta sig betur á hvað þau þýða. Mörgum finnst líka gott að ræða þau við vini sína í skátaflokknum, því þeir eru einnig að fást við áfangamarkmið og setja sér áskoranir. Þegar þú hefur valið þér 5-6 áfangamarkmið og hugmyndir þínar að áskorunum eru farnar að taka á sig mynd, þá skrifar þú þær í bókina hér fyrir aftan. Svo hittir þú sveitarforingja eða umsjónarforingjann þinn og segir honum frá valinu og sýnir honum áskoranirnar þínar. Þegar þið eruð búin að ræða þær, þá skrifar foringinn áskoranirnar þínar hjá sér og límir merki við nýju áskoranirnar í bókinni þinni. Merkin eru hvatning til að muna eftir að vinna að áskorunum allan dagskrárhringinn. Þú ræður hvaða áfangamarkmið þú velur í hverjum dagskrár­ hring, en ættir að stefna að því að velja alltaf 5-6, helst eitt af hverju sviði. Áfangamarkmiðin

105


Hvernig set ég mér áskoranir? Landnámsmennirnir okkar voru margir snjallir við að setja sér markmið og áskoranir. Sumir þeirra voru einnig „hagmæltir vel og ljóðskáld góð“, þeir skrifuðu þá stundum áskoranir sínar í bundnu máli. – Þegar þú hefur þjálfast í að setja þér áskoranir gætir þú jafnvel reynt að skrifa eina og eina í bundu máli. Í fyrstu skiptin sem þú skrifar áskoranir þínar er gott að hafa laus blöð til taks og skrifa áskoranirnar fyrst á þau blöð, það er ekki ólíklegt að þú þurfir að breyta og stroka nokkrum sinnum út það sem þú skrifar fyrst. Þegar þú ert hefur fundið réttu orðin og þér finnst áskorunin hljóma eins og þú vilt að hún hljómi, þá skrifar þú hana hér í leiðarbókina þína. Þegar þú setur þér áskoranir er gott að hugsa strax um hvernig hægt verður að meta hvernig til hefur tekist, þegar meta á árangurinn í lok dagskrárhringsins. Hér á eftir eru nokkur dæmi um persónulegar áskoranir. Eitt af áfangamarkmiðum fálkaskáta tengt vinum og samfélagi er svona: „Ég reyni að sjá til þess að við umgöngumst félaga okkar af virðingu, hvernig sem þeir eru.“ Þrjú dæmi um áskoranir gætu verið:

106

••

Ég ætla alltaf að muna að hugsa um hvað öðrum finnst áður en ég ákveð eitthvað – en samt ætla ég ekki að láta aðra stjórna mér algjörlega.

••

Ég ætla að taka mínar eigin ákvarðanir en passa að þær skemmi ekki fyrir vinum mínum.

••

Við val sveitarverkefna á næstu sveitarþingum ætla ég að gæta þess að skoðanir þeirra skátaflokka sem oft verða undir verði ræddar og reynt verði að taka sem mest tillit til þeirra.

Fálkakátabókin


Annað áfangamarkmið fálkaskáta tengt vilja og persónuleika er svona: „Ég hlusta þegar annað fólk gagnrýnir mig og hugsa um það sem sagt er.“ Tvö dæmi um áskoranir gætu verið:

»»

Ég ætla að skrifa í bókina mína tvö verkefni sem ég hef unnið vel og tvö sem ég hefði getað unnið betur – og hvers vegna mér finnst þau vel unnin eða ekki nógu vel unnin.

»»

Ég ætla að búa mér til hálsmen eða lukkustein sem ég mun bera á mér næstu mánuði til að minna mig á að skoða sjálfa(n) mig með gagnrýnum augum og leitast stöðugt eftir að bæta mig í því sem ég tek mér fyrir hendur.

BA

NK

A!

Hvernig set ég mér áskoranir? BANKA!

107


LÍKAMSÞROSKI

Heilbrigði og hollusta

108

Fálkakátabókin


Heilbrigði og hollusta

•• Samhæfing hreyfingar og hugsunar •• Verndum eigin heilsu •• Hreinlæti •• Matur og næring •• Tómstundir og skyldustörf •• Útivist, leikir og hreyfing Þú þarft að vita hvernig líkaminn starfar, hvar takmörk þín og áskoranir liggja, gæta hreinlætis og athu ga hvað þú borðar. Útivist, mátuleg hreyfing og hollur matur eru nauðsynleg og sérstaklega mikilvæg krökkum á þínum aldri. Fálkaskátastarfið býður upp á fjölda tækifæra til að takast á við hollt og heilbrigt líferni.

Áhugaverðir kappar og kvenskörun gar úr Íslendingasögunum Frásagnir af þessum sögupersónum og heil brigði þeirra má finna á Dagskrárvefnum. •• •• •• •• •• •• ••

Grettir Ásmundarson Gunnar Hámundarson Gunnlaugur ormstunga Kjartan Ólafsson Egill Skallagrímsson Þorsteinn Síðu-Hallsson Finnbogi rammi Heilbrigði Heilbrigði og og hollusta hollusta

109 109


Mínar áskoranir:

a mér að halda Ég tek þátt í verkefnum sem hjálp um og til að þjálfa líkamanum hraustum og heilbrigð ans enn betur. skynfæri, styrk og hreyfi­getu líkam

Mínar áskoranir:

Ég finn og fylgist með

110

Fálkakátabókin

hvernig líkami minn er

að breytast.


Mínar áskoranir:

Ég tek í auknu mæli ábyrgð á eigi n heilsu og sýni ábyrga hegðun gagnvart líkam a mínum.

Mínar áskoranir:

leggjum, fótleggjum, höndum Ég næ stöðugt betri stjórn á hand getur og getur ekki. og fótum og veit hvað líkami minn

Heilbrigði og hollusta

111


Mínar áskoranir:

til

, Ég tem mér hreinlæti og það sést og nöglunum. dæmis á hárinu, eyrunum, tönnunum

Mínar áskoranir:

Ég sé til þess að herbergið mitt og nánasta umhverfi sé hreint og snyrtilegt.

112

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég borða mat sem hjálpar mér að

stækka og ég borða á matmálstímum.

Mínar áskoranir:

máli Ég veit af hverju hreinlæti skiptir þegar við eldum og borðum mat.

Heilbrigði og hollusta

113


Mínar áskoranir:

Ég ver hæfilega löngum og nægum

tíma í að læra heima.

Mínar áskoranir:

Ég sef nógu lengi til að vakna úthvíld eða úthvíldur.

114

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég tek þátt í leikjum, ferðum og útile gum á vegum flokksins míns og skátasve itarinnar.

Mínar áskoranir:

fi­leikjum, Ég tek oft þátt í íþróttum eða hrey ekki tapsár. kann og fer eftir leikreglum og er

Heilbrigði og hollusta

115


VITSMUNAÞROSKI

Skynsemi og sköpunarþrá

116

Fálkakátabókin


Skynsemi og sköpunarþrá

•• Sjálfsnám •• Gagnrýnin hugsun og sköpunarþörf •• Fræðileg þekking og verkleg færni •• Hvert stefni ég •• Samskipti og tjáning •• Tækni og vísindi Að vita margt er ekki það sama og hæfi leikinn til að nota þekkingu og reynslu á viðeigandi hátt og að skapa nýjar hug­ myndir og finna frumlegar lausnir. Það er gaman að skapa eitthvað nýtt og prófa ýmislegt sem er spennandi og reynir á mann. Fálkaskátastarfið býður upp á fjölda tækifæra til að takast á við sköpunarþrána og lær a af reynslunni.

Áhugaverðir kappar og kvenskörun

úr Íslendingasögunum

gar

Frásagnir af þessum sögupersónum og skyn semi þeirra má finna á Dagskrárvefnum. •• Einar þveræingur •• Auður djúpúðga •• Þorgeir Ljósvetningagoði •• Guðríður Þorbjarnardóttir •• Snorri goði •• Þorsteinn surtur

117 Skynsemi sköpunarþrá 117 Skynsemi ogog sköpunarþrá


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég reyni að læra fleira nýtt . en það sem mér er kennt í skólanum

Ég kanna málin og kemst að því hvernig hlutirnir virka og hef áhuga á að vita meira um það sem gerist í kringum mig.

118

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég finn mér eitthvað að lesa og get

tengt það því sem kemur fyrir mig. Ég get sagt öðrum frá því sem ég les og læri.

Mínar áskoranir:

num sem ég les.

Ég get dregið eigin ályktanir af sögu

Skynsemi og sköpunarþrá

119


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég tek þátt í leikjum sem krefjast hugsunar.

Mér gengur betur en áður að vinna með höndunum,

t.d. að lita, mála, prjóna, tálga.

120

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Það sem ég vinn í höndunum verð

ur alltaf betra og betra.

Mínar áskoranir:

Ég vel „sérkunnáttuverkefni” og

lýk því.

Skynsemi og sköpunarþrá

121


Mínar áskoranir:

að leysa Ég nota getu mína og kunnáttu til hversdagsleg vandamál.

Mínar áskoranir:

Ég skil mikilvægi þess að skipuleggja það sem ég ætla að gera.

122

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég tek af áhuga þátt í skapandi verkefnum flokksins.

Mínar áskoranir:

meta þegar aðrir Ég reyni að tala skýrt og kann að „komast vel að orði”.

Skynsemi og sköpunarþrá

123


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég sýni frumkvæði við að leita að vandamálum til úrlausnar í nánasta umhverfi mínu.

Ég reyni að finna leiðir til að leysa vandamál sem koma upp þegar ég er að gera eitthvað.

124

Fálkakátabókin


Aðrar áskoranir mínar:

Skynsemi og sköpunarþrá

125


PERSÓNUÞROSKI

Vilji og persónuleiki

126

Fálkakátabókin


Vilji og persónuleiki

•• Sjálfsþekking •• Sjálfsvirðing •• Ábyrgð á eigin gerðum •• Skátalög og skátaheit

•• •• ••

Staðfesta Glaðværð Styrkur hópsins

Sterkur persónuleiki snýst um að gefast ekki upp, að bregðast hvorki sjálfum sér né öðrum – að bregðas t rétt við aðstæðum. Það er gott að eiga góða vini sem við getu m treyst og geta treyst okkur. Skátar vinna að því að verða sjálfstæ ðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Fálkaskátastarfið býður upp á fjölda tækifæra til að setja sér markmið og ná þeim, - og móta þannig sterkan persónuleika.

Áhugaverðir kappar og kvenskörun

úr Íslendingasögunum

gar

Frásagnir af þessum sögupersónum og vilja styrk þeirra má finna á Dagskrárvefnum. •• Ingimundur gamli •• Vigdís Ingjaldsdóttir •• Gísli Súrsson •• Melkorka Mýrkjartansdóttir •• Kolskeggur •• Auður Vésteinsdóttir •• Ingólfur Arnarson •• Auðunn vestfirski Viljiog og persónuleiki persónuleiki Vilji

127 127


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

a mér Ég tek þátt í verkefnum sem hjálp mér. ri að kynnast sjálfum mér eða sjálf

Ég hlusta þegar annað fólk gagnrýnir mig og hugsa um það sem sagt er.

128

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Mér finnst það sem ég geri vel skip

ta máli, jum degi.

en veit að ég get bætt mig á hver

Mínar áskoranir:

.

Ég set mér markmið til að bæta mig

Vilji og persónuleiki

129


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég geri ýmislegt sem hjálpar mér . að ná markmiðunum sem ég set mér

Ég býð fram aðstoð mína í skátaflokknum og heima.

130

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég þekki réttindi mín og skil hver

s vegna þau eru mikilvæg.

Mínar áskoranir:

alögin.

Ég kann og skil skátaheitið og skát

Vilji og persónuleiki

131


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég hef heitið því að reyna að lifa alögin. í samræmi við skátaheitið og skát

Ég veit hvað tryggð merkir og hef sýnt hana í verki.

132

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég skil að ég verð líka að halda skát

alögin utan skátastarfsins.

Mínar áskoranir:

mikilvægi þess Ég tek þátt í verkefnum sem sýna og tryggur. trúr að vera

Vilji og persónuleiki

133


Mínar áskoranir:

lyndur.

Mínar áskoranir:

Ég reyni að vera glaðlynd eða glað

Ég gleðst þegar mér tekst að gera það sem ég ætla mér og líka þegar vinum mínum gengur vel.

134

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég sýni glaðværð án þess að gera

grín að öðrum.

Mínar áskoranir:

Ég kann að meta ráðin sem mér eru

gefin í flokknum.

Vilji og persónuleiki

135


Mínar áskoranir:

tekur í sameiningu, Ég virði ákvarðanir sem flokkurinn þeim. jafnvel þó að ég sé ekki sammála

Mínar áskoranir:

Ég veit að ég og allir aðrir hafa ákveðna hæfileika, kunnáttu og styrk.

136

Fálkakátabókin


Aðrar áskoranir mínar:

Vilji og persónuleiki

137


TILFINNINGAร ROSKI

Tilfinningar og skoรฐanir

138

Fรกlkakรกtabรณkin


Tilfinningar og skoðanir

•• Að líða vel og vera í jafnvægi •• Eigin skoðanir og tilfinningar •• Kærleikur og væntumþykja •• Kynhvöt og kynlíf •• Mikilvægi fjölskyldu

Tilfinningar þínar hafa alltaf mikil áhrif á þig, stundum láta þær þér líða vel og stundum illa. Áskorun þín felst í að ráða vel við hvoru tveggja. Við viljum fá að hafa okk ar eigin skoðanir og tilfinningar og við skiljum líka að aðrir meg a líka hafa sínar tilfinningar og skoðanir í friði. Fálkaskátastarfið býður upp á fjölda tækifæra til að fást við tilfinningasveiflur, bæði sínar eig in og annarra.

Áhugaverðir kappar og kvenskörun

úr Íslendingasögunum

gar

Frásagnir af þessum tilfinningaríku sögupe rsónum má finna á Dagskrárvefnum. •• Helga Jarlsdóttir •• Illugi Ásmundarson •• Þorgerður Egilsdóttir •• Gunnar Hámundarson •• Hallgerður langbrók

Tilfinningar og skoðanir

139


Mínar áskoranir:

gleður mig, Ég get talað við aðra um það sem hræðir eða hryggir mig.

Mínar áskoranir:

Mér finnst allt í lagi að skátarnir í flokknum segi mér

þegar ég geri eitthvað ekki nógu vel,

jafnvel þó að ég sé ekki alltaf sammála því.

140

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég leita eftir stuðningi hjá skátunum

í flokknum mínum þegar mér líður illa eða er óviss um hvað ég eigi að gera.

Mínar áskoranir:

það kurteislega Ég hlusta á skoðanir annarra og segi ef ég er ekki sammála þeim.

Tilfinningar og skoðanir

141


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég get sagt „nei” ef mér finnst eitthvað ekki rétt.

Ég er trygg eða tryggur vinum mínum

án þess að skilja þá sem teljast ekki til bestu vina minna útundan eða vera leiðinleg eða leiðinlegur við þá.

142

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég er alltaf tilbúin(n) að hjálpa öðru

m.

Mínar áskoranir:

a af hvaða kyni Ég skil engan vin minn útundan, sam r hans vinna við eða kynþætti hann er, hvað foreldra á eða hvað hann mikla peninga.

Tilfinningar og skoðanir

143


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég reyni að sýna öllum sanngirni pur. og kem eins framvið stráka og stel

Ég deili verkunum sem við eigum að vinna heima jafnt með bræðrum mínum og systrum eða öðrum á heimilinu.

144

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég veit að kynlíf er líkamleg tjáning

ástar tveggja einstaklinga kynhneigð og tvíkynhneigð.

og skil muninn á gagnkynhneigð, sam

Mínar áskoranir:

við gerum í skátunum Ég segi fjölskyldunni frá því sem að vera með og reyni að fá fjölskyldumeðlimi til taka í. í viðburðum sem þeim er boðin þátt

Tilfinningar og skoðanir

145


Mínar áskoranir:

skyldunni og hjálpa til við Mér finnst gaman að vinna með fjöl­ þann hátt sem ég er beðin skipulagningu heimilisins á hvern eða beðinn um að gera það.

146

Fálkakátabókin


Aðrar áskoranir mínar:

Tilfinningar og skoðanir

147


FÉLAGSÞROSKI

Skátastarf stendur ekki undir nafni án þjónustu við aðra eða samfélagslegrar þátttöku.

Vinir og samfélag

148

Fálkakátabókin


Vinir og samfélag

•• •• •• •• •• •• ••

Frelsi og virðing fyrir öðrum Lýðræði Mannréttindi Þátttaka og samvinna Menningarleg gildi Friður og skilningur Náttúruvernd og sjálfbærni

Baden-Powell sagði að sönn velgengni fæli st í hamingju, og bætti við að besta leiðin til að öðlast hamingju væri að gera aðra hamingjusama. Allir vilja vera hamingj usamir og eiga góða vini og engin vill láta skilja sig útundan. Við erum nefnilega bæði einstaklingar og hluti af samfélagi. Fálkaskátastarfið býður upp á fjölda tækifæra til að eignast góða vini, - og að vinna me ð, skilja og setja sig í spor annarra.

Áhugaverðir kappar og kvenskörun gar úr Íslendingasögunum Frásagnir af þessum sögupersónum og vins emd þeirra má finna á Dagskrárvefnum. •• Þorgerður á Hagavaðli •• Hrafnkell Freysgoði •• Gissur Ísleifsson •• Jórunn Einarsdóttir þveræings

•• Eiríkur rauði •• Leifur heppni •• Kári Sölmundarson •• Njáll á Bergþórhvoli

Vinir Vinir og og samfélag samfélag

149 149


Mínar áskoranir:

öngumst Ég reyni að sjá til þess að við umg sem þeir eru. félaga okkar af virðingu, hvernig

Mínar áskoranir:

Ég lýk við það sem ég lofa að gera og hjálpa alltaf til við skylduverkin sem þarf að vinna í flokknum og skátasveitinni.

150

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég þekki Barnasáttmálann og get tengt hann við aðstæður sem ég kannast við eða hef heyrt sagt frá.

Mínar áskoranir:

Ég skil hvaða skyldur ég hef þegar ég gegni ábyrgðarstöðu.

Vinir og samfélag

151


Mínar áskoranir:

ksins og Ég tek þátt í kosningum innan flok gðar. ábyr vinn með þeim sem eru kjörnir til

Mínar áskoranir:

Ég vinn með hinum skátunum að markmiðum sem við höfum sett okkur.

152

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég skil og hlýði reglunum heima hjá

mér, í skólanum og skáta­ sveitinni, jafnvel þótt ég sé ekki alltaf sammála þeim.

Mínar áskoranir:

líkar eða mislíkar við Ég segi kurteislega frá því hvað mér í skólanum og segi skoðanir reglurnar sem við höfum heima og knum, mínar þegar við setjum reglur í flok vinahópnum eða í skólanum.

Vinir og samfélag

153


Mínar áskoranir:

Ég veit hvaða hlutverki slökkviliðið, nin og aðrar stofnanir lögreglan, sjúkrahúsin, sveitarstjór í nærumhverfi mínu gegna.

Mínar áskoranir:

Ég reyni að gera góðverk á hverjum degi.

154

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég tek þátt í samfélagsverkefnum

á vegum flokksins míns.

Mínar áskoranir:

igert fyrir staðinn þar sem Ég veit sitthvað um það sem er dæm rðmæti þjóðarinnar. ég bý og þekki helstu menningarve

Vinir og samfélag

155


Mínar áskoranir:

míns og mismunandi Ég kann að meta menningu landsins birtingarmyndir hennar.

Mínar áskoranir:

Ég tek þátt í verkefnum á vegum Bandalags íslenskra skáta.

156

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég tek þátt í verkefnum þar sem

um mikilvægi friðar og skilnings

ég læri

milli þjóða.

Mínar áskoranir:

staðina Ég hjálpa til við að þrífa og bæta gum. sem ég kem á í ferðalögum eða útile

Vinir og samfélag

157


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég ber virðingu fyrir náttúrulegum og menningarlegum verðmætum.

Ég spara peninga í þeim tilgangi

að uppfylla þarfir og markmið í lífinu.

158

Fálkakátabókin


Aðrar áskoranir mínar:

Vinir og samfélag

159


ANDLEGUR ÞROSKI

Lífsgildi og tilgangur lífsins

160

Fálkakátabókin


Lífsgildi og tilgangur lífsins

•• Lífsgildi •• Siðfræði •• Íhugun og samræður •• Að hjálpa öðrum •• Umburðarlyndi

Þau lífsgildi sem fram koma í skátalögun um eru leiðarljós hvers skáta, bæði í skátastarfi og lífinu alm ennt. Við verðum að vita hvað er rétt og hvað er rangt. Til þess þurfum við að gera okkur grein fyrir að við erum hluti af heild sem er stærri, meiri og mikilvægari en hvert og eitt okk ar en um leið að við erum mikilvægur hluti heildarinnar og það sem við leggjum til hvert og eitt skiptir miklu máli fyrir heildina . Fálkaskátastarfið býður upp á fjölda tilefna til íhugunar og samræðna, að hjálpa öðr um og sýna umburðarlyndi.

Áhugaverðir kappar og kvenskörun gar úr Íslendingasögunum Frásagnir af þessum sögupersónum og lífsg ildum þeirra má finna á Dagskrárvefnum. •• Þorkell máni •• Ari fróði •• Hákon góði Haraldsson •• Síðu-Hallur

Lífsgildi Lífsgildi og og tilgangur tilgangur lífsins lífsins

161 161


Mínar áskoranir:

ndunar með flokknum mínum á ferðalögum eða í útilegum.

Ég tek mér sérstakan tíma til ígru

Mínar áskoranir:

Það gleður mig þegar fólk gerir öðrum gott.

162

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég spyr aðra þegar mig langar að

læra um eitthvað sem tengist hugmyndum um tilgang lífsins.

Mínar áskoranir:

og Ég hjálpa til við hátíðlegar athafnir i. kyrrðarstundir í skátasveitinni minn

Lífsgildi og tilgangur lífsins

163


Mínar áskoranir:

samskiptum við aðra og Ég skil að lífsgildi eru vegvísar í í umgengni við umhverfi okkar.

Mínar áskoranir:

Ég skil að það er mikilvægt að ég og skátarnir í flokknum mínum

ræðum saman um alvarleg málefni.

164

Fálkakátabókin


Mínar áskoranir:

Ég reyni að vinna góðverk á hverjum degi og tek þátt í hjálparverkefnum með flokknum mínum eða sveitinni minni.

Mínar áskoranir:

tilgang lífsins sem byggja á Ég reyni að fylgja hugmyndum um leitt. virðingu fyrir öðru fólki og lífi yfir

Lífsgildi og tilgangur lífsins

165


Mínar áskoranir:

Mínar áskoranir:

Ég veit hver helstu trúarbrögð fólks á Íslandi eru.

Ég reyni að kynnast krökkunum í skáta­sveitinni og skólafélögum mínum sjálf eða sjálfur,

en dæma þá ekki eftir umsögnum annarra.

166

Fálkakátabókin


Aðrar áskoranir mínar:

Lífsgildi og tilgangur lífsins

167


Útilífsmerkin mín

168

Fálkakátabókin


Sérkunnáttumerkin mín

Sérkunnáttumerkin mín

169


Merki fálkaskáta ÁFANGAMERKIN

Heilbrigði og hollusta

Skynsemi og sköpunarþrá

Vilji og persónuleiki

Tilfinningar og skoðanir

Vinir og samfélag

Lífsgildi og tilgangur lífsins

ÚTILÍFSMERKIN

170

Dagsferð

Útilega

Skátamót

Dagsferð

Útilega

Skátamót

Dagsferð

Útilega

Skátamót

Fálkakátabókin


SÉRKUNNÁTTUMERKIN

erki 2011

Listir

Íþróttir

Útilíf

Tækni

Hjálpsemi

FÁLKASKÁTAMERKIN

Bronsfálkinn

Silfurfálkinn

Gullfálkinn

- Fyrsta fálkaskátamerkið -

- Annað fálkaskátamerkið -

- Þriðja fálkaskátamerkið -

Afhent þegar skátinn byrjar að vinna að fyrstu áfangamarkmiðum sínum

Afhent þegar skátinn hefur náð um það bil 28 (27-29) áfangamarkmiðum

Afhent þegar skátinn hefur náð um það bil 56 (55-57) áfangamarkmiðum

LANDNÁMSMERKIÐ

Lokatakmark allra í fálkaskátastarfi Merki fálkaskáta

171


Gagnlegar upplýsingar Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 | 110 Reykjavík Sími: 550 9800 Netfang: skatar@skatar.is Veffang: www.skatar.is Slysavarnarfélagið Landsbjörg Skógarhlíð 14 | 105 Reykjavík Sími: 570 5900 Netfang: skrifstofa@landsbjorg.is Veffang: www.landsbjorg.is Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Úlfljótsvatni | 801 Selfossi Sími: 482 2674 Netfang: ulfljotsvatn@skatar.is Veffang: www.ulfljotsvatn.is Hamrar Útilífs- og umhverfismiðstöð skáta Box 135 | 602 Akureyri Sími: 461 2264 Netfang: hamrar@hamrar.is Veffang: www.hamrar.is Gilwellhringurinn Veffang: www.gilwell.is St. Georgsgildin á Íslandi Veffang: www.stgildi.is Radíóskátar Veffang: www.skatar.is/radioskatar Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn Veffang: www.skatar.is Rathlaupsfélagið Hekla Veffang: www.rathlaup.is Skátakórinn Veffang: www.skatar.is/skatakorinn SSR & Skátaland Veffang: www.skataland.is

172

Fálkakátabókin

WOSM World Organisation of the Scout Movement Veffang: www.scout.org WAGGGS World Association of Girl Guides and Girl Scouts Veffang: www.wagggs.org European Scout Region - WOSM Veffang: www.scout.org/en/around_the_world/ europe European Region - WAGGGS Veffang: www.wagggseurope.org JOTA | JOTI Jamboree on the Air | Jamboree on the Internet Veffang: www.joti.org

Alþjóðlegar skátamiðstöðvar Kandersteg | Sviss | WOSM Veffang: www.kisc.ch Our Cabana | Mexíkó | WAGGGS Veffang: www.ourcabana.org Our Chalet | Sviss | WAGGGS Veffang: www.ourchalet.ch Pax Lodge | Bretland | WAGGGS Veffang: www.paxlodge.org Sangam | Indland | WAGGGS Veffang: www.sangamworldcentre.org


Fleiri gagnlegar upplýsingar

Fleiri gagnlegar upplýsingar

173


Til minnis

174

Fรกlkakรกtabรณkin


Til minnis

Til minnis

175


Til minnis

176

Fรกlkakรกtabรณkin


Til minnis

Til minnis

177


ki 2011

Dróttskátaævintýrið er framundan!

178

Fálkakátabókin




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.