Foreldrafundir í Júní 2011

Page 1

Foreldrafundur Júní 2011


Ferðaáætlanir - Út 27. júlí kl. 01:00 KEF-CPH Krafla 36 stk Baula 34 stk Katla 40 stk Fararstjórn: Sonja, Dagga, Hermann

27. júlí kl. 07:45 KEF-CPH Skriða 33 stk Fararstjórn: Bragi, Jakob

27. júlí kl. 13:15 KEF-CPH Hatta 39 stk Askja 40 stk Hekla 37 stk Fararstjórn: Hulda, Jóhanna


Ferðaáætlanir • Mæting á flugvöll 3 tímum fyrir brottför • Bannað að sofa yfir sig! • Fá afhend ID kort og tryggja að allir séu með vegabréfið uppi við • Pakka þarf bakpokum í bláa plastpoka • Innritun í gegnum „kiosk“ • Sveitin fer saman inn í gegnum öryggishlið • Hver skáti hefur með sér nesti fyrir ferðina frá flugvelli á mótsstað • Fá væntanlega vatnsbrúsa fyrir brottför í Keflavík sem hægt er að fylla á þegar komið er inn fyrir öryggishlið


Ferðaáætlanir – Heim 10. ágúst kl. 14:10 ARN-KEF Hatta 20 stk Hraunbúar Sveitarforingjar; Smári og Jón Þór

11. ágúst kl. 22:20 ARN-KEF Krafla 36 stk Baula 34 stk Katla 40 stk Skriða 33 stk Fararstjórn: Sonja, Dagga, Elsí Rós, Jakob

11. ágúst kl. 19:45 CPH-KEF Askja 40 stk Hekla 37 stk Hatta 9 stk Víflar – Guðrún Þórey Fararstjórn: Hulda, Jóhanna


Öryggi á ferð • Sveitirnar ferðast saman, foringjar og skátar • Minna skátana á að fylgja fyrirmælum foringja • Hver skáti ber á sér: – Vegabréf – Evrópska sjúkratryggingaskírteinið – Staðfestingu frá tryggingarfélagi – ID-kort ferðarinnar með neyðarnúmerum


Að ferðast saman • Mikilvægt er að minna skátana á að við erum ekki ein á ferð – Þurfum að sýna öðrum tilllitssemi

• Stundum þarf að bíða eftir einhverju og þá er gott að vera tilbúin með afþreyingu t.d. gítar, leiki (þó ekki feluleiki) • Verum jákvæð - það smitar! • Verður oft talið - það er of seint að fatta að einhver er ekki í lestinni þegar lestin er lögð af stað :o) • Flokkaskiptingarnar notaðar, þannig ber hver sveitarforingi ábyrgð á sínum níu skátum


Útbúnaður • Nú er komið að því að yfirfara allan búnað og sjá hvort eitthvað vantar • Munið að gá hvort hægt sé að fá hluti lánaða áður en farið er af stað að versla • Minnum á sundföt – vantaði á útbúnaðarlistann

• Hælsærisplástur, sólarvörn, after-bite • Munið hámarksþyngd farangurs – 15 kg!


Vetur, sumar, vor og haust Tjaldsvæðin •

Fjögur stór tjaldsvæði sem bera nöfn árstíða: Vetur, sumar, haust og vor. –

• •

Vor er „Adult town“ – IST og CMT

Hver „árstíð“ með sex (6) „Subcamps“ Hvert „Subcamp“ með sitt „torg“ Á hverju torgi er verslun, kaffihús, svið og sjúkragæsla Hver sveit með sitt tjaldbúðarsvæði


Mótssvæðið Esja Eyjafjallajökull Hatta Hekla Skriða

Askja

Baula Krafla Katla


Öryggi á mótssvæðinu Skátarnir þurfa öllum stundum að bera á sér mótsklútinn og ID-kort (nema í sturtunni) • Gæsla á svæðinu 24/7 • Aukin gæsla á svæðum sem eru í „Camp-in-Camp“ • Gestir komast aðeins inn á svæðið með keyptum dagpassa og komast þá ekki á tjaldsvæðin • Eftir kyrrð er enginn á ferli - nema gæslan


Ferðareglur úr handbók ferðarinnar

Bera skal skátabúninginn við eftirfarandi tækifæri: – Þegar ferðast er til og frá mótssvæði, á flugvöllum og í rútuferðum. – Við mótssetningu og mótsslit. – Við hópmyndatöku (ákveðið svæði á mótssvæðinu er ætlaður til myndatöku, fararstjórn pantar tíma fyrir myndatökuna). – Við önnur tækifæri samkvæmt nánari tilmælum sveitarforingja og fararstjórnar.

Reykingar eru aðeins leyfðar í frítíma á þar til gerðum stöðum á vegum mótsins. Fyrirliggjandi þarf að vera heimild forráðamanna fyrir reykingum (í heilsufarsskýrslu). Neysla áfengis og/eða annarra vímuefna er stranglega bönnuð alla ferðina og verður hver sá sem uppvís verður að slíkri neyslu sendur heim á eigin kostnað.


Ferðareglur frh. •

Þátttakendur skulu gera sitt besta til að vera sjálfum sér og íslenskum skátum til sóma, hlýða skilyrðislaust tilmælum foringja og farastjórnar og virða þær reglur sem gilda um þessa ferð.

Mikil vinna hefur farið í að skipuleggja dagskrá mótsins til þess að allir geti tekið þátt í henni. Öll seinkun hefur því mjög neikvæð áhrif, ekki einungis á þann atburð sem á að fara að hefjast heldur einnig þá sem á eftir koma. Stundvísi er því grundvallarþáttur í því að framkvæmd mótsins gangi vel. Á þetta sérstaklega við þá dagskrárliði þar sem fara þarf út af mótssvæðinu.


Ferðareglur frh. •

Kyrrð á tjaldsvæðunum er kl: 23:00. Nauðsynlegt er að allir séu komnir inn á svæðið hálftíma fyrr eða í síðasta lagi 22:30 þar sem sveitin hittist fyrir svefninn og fer yfir atburði dagsins. Sveitarforingjar geta breytt útaf þessari venju telji þeir ástæðu til. Nauðsynlegt er fyrir sveitarforingja að vita ef þátttakendur fara í lengri ferðir frá tjaldsvæðinu okkar. Ef þátttakendur valda tjóni á eigum annarra þurfa þeir að borga allan kostnað sem af því hlýst.

Brot á þessum reglum geta valdið því að viðkomandi sæti refsingum. Telji þátttakendur sig beitta óréttmætri meðferð geta þeir leitað til fararstjórnar með mál sín.

Af virðingu við aðra menningarheima á svæðinu viljum við minna á að það er ekki í lagi að ganga um á sundfötum einum fata eða efnislitlum fötum um svæðið.


Safe from harm • Markmið mótsins er að halda heimsmót án áreitis eða misnotkunar á börnum og unglingum • Fyrir mót hefur verið haldið námskeið fyrir alla sem eru orðnir 18 ára og eldri (á netinu) • Námskeiðið tekur á eftirfarandi atriðum: – Hvað á að gera ef grunur um misnotkun á barni vaknar – Við hvern á að hafa samband ef sá grunur kemur upp – Stutt kynning á þeim sænsku lögum sem skipta máli fyrir mótið

• Próf í lokin sem allir fullorðnir einstaklingar (18 ára og eldri) verða að hafa staðist til að fá að fara inn á mótsstað


Dagskr谩 m贸tsins


Matur á mótinu • Flokkurinn fær innkaupakort með punktainneign • Foringjar og skátar geta lagt línurnar í matargerð • Uppskriftir í matreiðslubók – Ein bók á hverja sveit

• Matvöruverslanir á hverju torgi • Gert ráð fyrir óþoli og frávikum – Sem tekin voru fram í heilsufarskýrslum


Vasapeningar • Mælt er með að skátarnir noti debetkort í ferðinni – Munið að tryggja að þau séu virk erlendis

• • • •

Hægt er að nota kort á flestum sölustöðum á mótinu Einnig eru hraðbankar á mörgum stöðum Viðmiðunarupphæð vasapenings: 30.000,Verið er að athuga hvaða leið er hægt að fara varðandi gjaldeyriskaup þar sem skátarnir fá ekki afhentan flugfarseðil – Trúlega verður sú leið farin að þeir sem óska eftir því að fá sendan farseðil í tölvupósti hafi samband við skrifstofuna


ID kortin • • • •

ID kort íslensku fararinnar mun líta svona út Það eiga allir að vera með það á sér alltaf Gróf ferðaáætlun á bakhlið kortsins Kortin verða afhent í Keflavík


Símar • Einn sími á hverja sveit á vegum fararstjórnar – Sænskt frelsisnúmer

• Fararstjórn verður með tvo neyðarsíma • Neyðarnúmer fararstjórnar eru ekki komin (kynnt í handbók): – +46 xxx xxx xxx – +46 xxx xxx xxx

• Tekið skal fram að þetta eru NEYÐARNÚMER!!! – Ekki er í boði að hringja til að athuga hvernig gengur :o)

• Minnum á að ef upp koma alvarleg atvik skal hafa beint samband við fararstjórn (í neyðarsíma) sem kemur boðum til skátans – Ekki hafa beint samband við skáta eða sveitarforingja

• Tengiliður við fararstjórn staðsettur á Íslandi er í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123, í síma 550-9800 á skrifstofutíma og svo netfangið jamboree2011@skatar.is


Fréttir frá mótsstað • Við munum nota Facebook síðu ferðarinnar sem okkar fréttamiðil • Eftir því sem hægt er munum við reyna að setja inn á Skátavefinn líka • Á heimasíðu mótsins verður svo hægt að finna bæði upplýsingar og myndir en þar er þó ekki sérstök áhersla á okkur Íslendingana 


Eftir mótið • Eftir mót tekur við heimagisting (Home Hospitality = HoHo) • Heimagisting hjá sænskum skátum – Aldrei færri en tveir saman – Stelpur saman og strákar saman

• Mótið sér um að koma okkur í HoHo með lest eða rútu – Hugsanlega flug á lengstu leiðum

• Ferðinni er heitið til...........


Vårdnäs, Örebro, Uppsala, Borlänge, Vindeln.... • Sveitirnar dreifast í 16 borgir á svæði frá Vårdnäs til Vindeln • Sveitarforingjar verða á sömu stöðum og skátarnir • Gestgjafarnir sjá um dagskrá í HoHo • Sveitirnar verða að einhverju leyti saman í dagskrá þessa daga • Ferðakostnaður mun meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun


Staðsetning sveita í HoHo • Askja – Baldur: Örebro – Helga Kristín: Engelbreckt, Örebro – Linda Rós: Vintrosa – Ásgeir: Nora

• Baula – Allir flokkar: Uppsala • Skiptast á milli tveggja skátafélaga (í Gamlis og Valsätra)

• Hatta – Guðrún Þórey (Vífill): Katrineholm – Jón Þór og Smári (Hraunbúar): Eskilstuna

• Hekla – Birgitta og Hanna: Åby – Andri Týr og Daníel: Vårdnäs


Staðsetning sveita frh. • Katla – Allir flokkar: Alnö

• Krafla – – – –

Davíð Örn: Svanskog Finnbogi: Vindeln Eva María: Borlänge Silja: Brunflo

• Skriða: – Guðmundur: Enskede – Nanna og Auður: Knivsta – Egill: Knivsta og Uppsala/Enskede?


Heimagisting frh. • Mikilvægt er að hafa í hug að í þessum heimsóknum erum við fulltrúar lands og þjóðar og íslensku skátahreyfingarinnar – Hegðun þarf að vera í samræmi við það – Reglur ferðarinnar gilda í heimagistingu sem annars staðar og á það við um bann á notkun áfengis líka

• Hvert „par“ þarf að koma með litla gjöf að heiman til fjölskyldunnar sem tekur á móti þeim sem þakklætisvott fyrir móttökurnar – Ekki seinna vænna að fara að huga að því


Spurningar?


Upplýsingaflæði • Skátamiðstöðin s. 550-9800 – Þar er verkefnastjóri ferðarinnar; Dagga fram að ferð

• Heimasíða ferðarinnar – www.skatar.is/jamboree2011

• Facebook síða ferðarinnar – www.facebook.com/icejamboree – Hver sveit á þar að auki lokaðan hóp

• Tölvupóstur – Fréttabréf - Flakkarinn – Muna að uppfæra netföng ef þau breytast

• Heimasíða mótsins – www.worldscoutjamboree.se


Aรฐ lokum.... Viljum minna รก netfang ferรฐarinnar: jamboree2011@skatar.is


Foreldrafundir í júní 2011 •Velkomin – Hulda •Kynna fararstjórn og þá sveitarforingja sem eru í salnum. •Ferðaáætlanir – Dagga •Öryggi á ferð – Dagga •Að ferðast saman - Dagga •Útbúnaður og mótssvæðið –Helgi og Jón Ingi •Ferðareglur – Elsí Rós •Safe from Harm - Hulda •Matarúthlutun - Elsí Rós •Vasapeningar skáta – Dagga •ID kortin - Dagga •Símamál – Hulda •Fréttir frá ferðinni - Jóhanna •Eftir mótið – Hulda


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.