SKÁTABLAÐIÐ
1 • 2016
6
14
30
VIÐ LEGGJUM SAMAN UPP Í „LEIÐANGURINN MIKLA”
6.000 SKÁTAR Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2017
HVERNIG SKÁTI ERT ÞÚ?
Landsmót skáta 2016
World Scout Moot
Spurningakönnun
2
SKÁTABLAÐIÐ
QR-merkið hér til hliðar færir þér Skátablaðið á rafrænu formi. skatamal.is/skatabladid
Skátablað, 1. tbl. 2016 Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta (BÍS). Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS Ritstjórn: Heiður Dögg Sigmarsdóttir ritstjóri, Halldór Valberg Skúlason, Bergþóra Sveinsdóttir, Guðný Rós Jónsdóttir, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Ólafur Patrick Ólafsson og Daði Björnsson. Útlit og umbrot: Margrét Kröyer Prófarkalestur: Sigríður Ágústsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Ljósmyndir: Birgir Ómarsson, Halldór Valberg Skúlason, Sigþrúður Jónasdóttir, Jón Andri Helgason, Arnór Bliki Hallmundarson, Guðmundur Finnbogason, Védís Helgadóttir, úr myndasafni Fossbúa og BÍS. Áskrift: Breytingar á póstfangi tilkynnist í síma 550 9800 eða með tölvupósti á netfangið skatar@skatar.is
Bandalag íslenskra skáta er aðili að WOSM, World Organisation of the Scout Movement og WAGGGS, World Association og Girl Guides and Girl Scouts.
Bandalag íslenskra skáta Hraunbær 123 110 Reykjavík Sími: 550 9800 Netfang: skatar@skatar.is Vefföng: skatamal.is og skatarnir.is Facebook: Skátarnir Snapchat: Skatarnir Instagram @skatarnir Twitter: @skatarnir #skatarnir
Að stunda sjálfboðaliðastarf
Eftirfarandi er útdráttur úr ræðu Heiðar Daggar Sigmarsdóttur, formanns Upplýsingaráðs, við skátamessu í Hallgrímskirkju á sumardaginn fyrsta 2016.
Sjálfboðaliðastarf, hvað er það og af hverju ætti einhver að stunda það? Þetta er stærri og meiri spurning en við flest gerum okkur grein fyrir. Það hafa verið gerðar hundruðir rannsókna um allan heim og niðurstaðan er sú að það er eiginlega ekki hægt að skilgreina sjálfboðaliðastarf því það er svo persónubundið hvað hver og einn túlkar sem sjálfboðaliða og sjálfboðaliðastarf. Við í skátahreyfingunni erum þó flest sammála um að sjálfboðaliði er einhver sem gefur tíma sinn og vinnu launalaust. Samkvæmt splunkunýrri rannsókn sem gerð var meðal fullorðinna sjálboðaliða innan íslensku skátanna kom í ljós að þau tvö atriði sem fólk taldi sína helstu hvata voru annarsvegar félagsskapurinn í starfinu og hinsvegar það að geta lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Við könnumst flest við það að eignast vini fyrir lífstíð í skátunum og eðlilega skipta þeir okkur mestu máli á unglingsárunum, allavega gerðu þeir það bæði hjá mér og þátttakendum sem tóku þátt í rannsókninni. Núna þykir mér, verandi nýorðin þrítug, að samfélagslegi vinkillinn skipti mig meira máli en áður þó svo að félagsskapurinn sé alltaf mikilvægur. Eitt af því sem mér fannst áhugavert við niðurstöðurnar er að vægi félagsskapar eykst svo aftur meðal eldri skáta. Þar af leiðandi má túlka niðurstöður sem svo að mikilvægi vinahópsins eykst á ný þegar róast í lífinu eftir þau annasömu ár sem ég stend nú frammi fyrir. Annað úr rannsókninni sem er athyglisvert að sjá var þessi mikla samkennd sem ríkir innan skátahreyfingarinnar. Við upplifum okkur sem hluta af heild og erum þar af leiðandi alltaf tilbúin að leggja hreyfingunni okkar lið. Flestir sjálfboðaliðar telja sig einnig öðlast reynslu og þekkingu í skátunum sem nýtist þeim á öðrum sviðum í lífinu. Við skátar höfum talað um að skapa ungu fólki tækifæri til þess að verða sjálfstæðir og virkir þjóðfélagsþegnar sem láta gott af sér leiða í samfélaginu. Þessar niðurstöður finnst mér bera þess merki að við séum að ná því markmiði Allt frá upphafi skátahreyfingarinnar hafa þessi sömu markmið verið hornsteinninn í starfi hreyfingarinnar. Okkar maður, Baden-Powell, skrifaði árið 1913 að uppeldismarkmið skátastarfs væru „Menntun til að efla sjálfstraust, skyldurækni, hugprýði og þolgæði, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum” – í einu orði sagt, allt það sem skapar sterkan persónuleika. Það skiptir ekki máli hversu stórt eða lítið verkefnið er sem þið takið að ykkur, fyrir hreyfinguna skiptið þið máli og verkefnið skiptir máli. Alveg sama hvort þið eruð skátahöfðingi, sveitarforingi, foreldri í baklandi skátafélags eða gamall skáti að taka að sér tilfallandi verkefni. Við erum öll í sama liðinu og það er alltaf pláss fyrir fleiri. Endilega komið og verið með okkur - sjáumst á Landsmóti! SKÁTABLAÐIÐ
3
Vetrarskátamót
Vetrarmót Reykjavíkur var haldið í annað sinn síðustu helgina í janúar í skátaparadísinni á Úlfljótsvatni. Rúmlega 150 skátar úr öllum átta skátafélögunum í Reykjavík tóku þátt og má með sanni segja að sannur skátaandi hafi ríkt á mótinu. Skátarnir tókust á við fjölbreytt verkefni við hæfi aldurstigsins; Fálkaskátarnir fóru meðal annars í klifurturninn, lærðu skyndihjálp og renndu sér á því sem hendi var næst niður brekkurnar. Dróttskátarnir fóru í bogfimi, snjóflóðaæfingar og útieldun. Rekkaskátarnir fóru í óvissuferð í Adrenalíngarðinn sem þau voru alveg rosalega ánægð með og foringjarnir stóðu sig eins og algjörar hetjur við að halda öllum krökkunum við efnið í krefjandi kuldanum sem var á Úlfljótsvatni en frostið var um -10 gráður. Hörðustu foringjarnir létu ekki kuldann stoppa sig og gistu í tjaldi báðar næturnar undir stjörnubjörtum himni og Norðurljósadansi. Tjaldið var útbúið með kamínu sem hélt góðum hita þegar mannskapurinn fór í háttinn en í morgunsárið fór kuldinn að segja til sín þegar glæðurnar í eldinum voru kulnaðar. Þá átti vel við að kíkja inn í skála og vekja yngri skátana.
Helstu markmiðin með þessum viðburði eru að efla vetrarútivist skáta í Reykjavík, auka samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík sem og að setja upp skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir skátana. Við slitin afhenti mótstjórinn skátunum mótsmerki fyrir vel unnin störf um helgina og voru skátarnir sammála um að vel hafi tekist til og að við ættum að sjálfsögðu að halda samskonar mót aftur.
Með myndavél á lofti Á milli jóla og nýárs fór fram hinn árlegi skátaviðburður „Á Norðurslóð“. Þema viðburðarins var kvikmyndagerð og voru skátar að hlaupa fram og til baka með myndavélar í þeim tilgangi að reyna fanga skátaandann og tilveruna á mynd. Þátttakendur fengu kennslu og fyrirlestra um margar hliðar myndvinnslu frá ýmsum einstaklingum sem hafa komið að framleiðslu kvikmynda eða þátta. Farið var yfir ferilinn sem kvikmyndaþættir fara í gegnum og hvað fer fram á tökustað
4
SKÁTABLAÐIÐ
ásamt kennslu og sýningu á mismunandi stigum af upptökutækni. Þátttakendur voru hæstánægðir með viðburðinn og sögðust margir vera reynslunni ríkari eftir þennan viðburð og spennt að geta nýtt sér lærdóminn í skátastarfi.
Bland í poka – fullur poki af gleði og góðgæti!
Viðburðurinn „Bland í poka” hefur verið haldinn með miklum vinsældum síðustu ár að Laugum í Sælingsdal og er engin undantekning á því í ár. Þessi viðburður er sá eini á vegum BÍS sem er aðeins ætlaður skátum 18 ára og eldri sem er ekki Gillwell tengdur. Þessa helgi fá fullorðnir skátar tækifæri til að vera þátttakendur á ný og njóta sín í fjölbreyttum og skemmtilegum dagskrárliðum. Bland í poka helgin verður 7.-9. október – og auðvitað að Laugum í Sælingsdal – svo það er um að gera að taka helgina frá!
Ungt fólk til áhrifa! - Ungmennaþing 2016
Ungir talsmenn
í fyrsta sinn
Námskeiðið „Ungir Talsmenn“ var haldið í fyrsta skipti helgina 17.-19. janúar sl. í skátaheimili Garðbúa. Meðlimir Upplýsingaráðs, Alþjóðaráðs og Ungmennaráðs komu að skipulagningu námskeiðsins en það var skipulagt að fyrirmynd Young Spokesperson Training sem WOSM stendur fyrir. Aðalmarkmið námskeiðsins er að þjálfa og efla skáta í að koma fram sem talsmenn skátahreyfingarinnar á viðburðum og í fjölmiðlum og ná þannig athygli yngri áhorfenda og vekja áhuga hjá þeim á skátastarfi. Í gegnum verklegar æfingar fræddust skátarnir um mikilvægi samskiptamiðlanotkunar í markaðsstarfi en einnig var ábyrgð og ímynd skátahreyfingarinnar rædd. Skátarnir öðluðust meðal annars þekkingu í framkomu í viðtölum og fengu að spreyta sig fyrir framan og aftan myndavélar þegar settir voru á svið viðtalsþættir með bæði léttvægum og alvarlegum málefnum. „Samfélagsmiðlar skátanna“ er sameiginlegt verkefni Upplýsingaráðs og Ungmennaráðs og hafa ráðin leitað til þátttakenda þessa námskeiðs um að vera umsjónarmenn samfélagsmiðla á viðburðum. Námskeiðið heppnaðist mjög vel og er áætlað að það verði að árlegum viðburði. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að koma fram opinberlega eða vilja keyra samfélagsmiðla skátanna um að skrá sig á næsta námskeið.
Ungmennaþing var haldið í annað sinn og að þessu sinni í Kópaheimilinu laugardaginn 13. febrúar síðastliðinn. Ungmennaþingið var skipulagt af þáverandi ungmennaráði BÍS sem var skipað af Huldu Maríu Valgeirsdóttur, Jóni Agli Hafsteinssyni, Anítu Rut Gunnarsdóttur, Eddu Aniku Einarsdóttur og Bergþóru Sveinsdóttur. Dagskrá þingsins innihélt meðal annars umfjöllun um skátahreyfinguna í heild sinni, síðan var farið yfir hvernig Skátaþing virkar og hvernig það fer fram. Til hvers eru allar þessar tillögur, hvað innihalda þær og til hvers eru þær. „Liljar Már Þorbjörnsson var svo með erindi um skátana og samfélagsmiðla. Hvernig við eigum að nýta þá til að sýna okkar réttu ímynd og það fjölbreytta starf sem er í gangi,“ sagði Bergþóra. Það var mikill áhugi hjá þátttakendum að koma hugmyndum sínum á framfæri. “Það sem brennur helst á ungum skátum er að hækka efri aldursmörk róverskáta úr 22 árum í 25 ár” sagði Hulda María. Einnig var talað um að hafa efni BÍS aðgengilegra fyrir skáta sem eru með annað móðurmál en íslensku til þess að að opna starfið enn frekar fyrir þann hóp. Þingið var vel heppnað og gríðarlega góð mæting. „Það sem við sáum og fundum fyrir á þessu þingi er klárlega aukinn áhugi hjá ungum skátum til að segja sínar skoðanir og vera þátttakendur í að móta starf BÍS með því að bjóða sig fram í ráð og koma með hugmyndir að breytingum“, sagði Bergþóra. Ungmennaþing er búið að sýna fram á mikilvægi þess að hafa vettvang fyrir ungt fólk innan hreyfingarinnar til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri og við vonum að það haldi áfram að efla ungt fólk innan hreyfingarinnar. -/ritstjórn
-/ritstjórn
á samfélagsmiðlum!
Facebook: Skátarnir Snapchat: Skatarnir Instagram @skatarnir Twitter: @skatarnir #skatarnir
Skátar eru hvattir til þess að nýta myllumerkið þegar þeir deila myndum úr skátastarfi á internetið. Sýnum öðrum hvað skátastarf er fjölbreytt og skemmtilegt.
Opinbera myllumerki skátanna er
#skatarnir
Heimasíður: www.skatarnir.is og www.skatamal.is
SKÁTABLAÐIÐ
5
Landsmót Við leggjum saman upp í „Leiðangurinn mikla“ „Þó leiðin sé löng og brekkan sé há“ þá verður leiðangurinn á Landsmót skáta lítið mál. Landsmót skáta fer fram að Úlfljótsvatni dagana 17.-24. júlí nk. Þema mótsins er „Leiðangurinn mikli“ og á mótinu munum við ferðast um heiminn: Ameríku, Asíu, Evrópu, Afríku og Eyjaálfu, mögulega með stuttu stoppi á Suðurskautinu. Þátttakendur koma víða að sem gerir Landsmót skáta að einstökum viðburði. Stórglæsileg dagskrá er miðuð að skátum frá Fálkaskátum til Róverskáta. Tekið er mið af aldri þátttakenda og fá allir verkefni sem hæfa aldri og áhugasviði hvers og eins. Við ferðumst um fimm dagskrárveraldir Unnið hefur verið hörðum höndum við að setja upp frábæra
6
SKÁTABLAÐIÐ
dagskrá fyrir þátttakendur og gesti Landsmóts skáta. Óhætt er að segja að engum á eftir að leiðast. Þátttakendur velja sér dagskrá og heimsækja nýja dagskrárveröld á hverjum degi. Veraldirnar eru fimm, hver annari meira spennandi: Ferðaveröld, Skátaveröld, Undraveröld, Vatnaveröld og Víkingaveröld.
Undirbúningur hefst snemma hjá skátaflokkunum Vetrarverkefnin eru búin að vera í fullum gangi síðan í janúar og hægt er að segja að þessi viðbót við Landsmót skáta hafi heppnast mjög vel og fjöldi skátaflokka, bæði íslenskir og erlendir, hafa tekið þátt og skilað inn vetrarverkefnum. Verkefnin miðast við þema dagskrárveraldanna, en flokkarnir skila inn einu verkefni á mánuði fram á vor úr hverri veröld.
Fjölskyldan kemur með
Sjáumst á
Undanfarin Landsmót hafa fjölskyldubúðir verið vinsælar. Fjölskyldubúðir eru opnar fyrir alla, þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd forráðamanna. Það mæta allir sem vilja ekki missa af því ævintýri sem Landsmót skáta er, bæði fjölskyldur skátanna og eldri skátar. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram í fjölskyldubúðir, nóg er að mæta á svæðið. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börnin, en einnig býðst gestum að taka þátt í hluta af opinni dagskrá Landsmóts skáta. Hið rómaða kaffihús fjölskyldubúðanna verður á sínum stað, en þar verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Á mótssvæðinu verður starfrækt verslun með helstu nauðsynjavörum, en stutt er að fara að Minni Borg eða á Selfoss fyrir stærri innkaup. Þátttökugjald í fjölskyldubúðir er kr. 3.200,- á mann. Það er mótsgjald fyrir hvern einstakling óháð því hversu lengi dvalið er. Innifalið í mótsgjaldinu er: einkenni mótsins, mótsbók og dagskrá í fjölskyldubúðum. Gistináttagjald er greitt til tjaldsvæðisins, kr. 1.400,- á mann á nótt, börn 10 - 17 ára kr. 700-, frítt er fyrir börn 0 - 9 ára. Tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn býður upp á rafmagn og er verðið skv. verðskrá kr. 1.000,- pr. tjaldvagn/fellihýsi.
Landsmóti
skáta á Úfljótsvatni!
Hátíðardagur – komdu í heimsókn og upplifðu skátaævintýrið Laugardagur á Landsmóti skáta er hátíðardagur, sem er opinn fyrir alla. Spennandi dagskrá verður í boði og verða skátafélögin með kynningar á sínum heimabyggðum. Um
kvöldið heldur dagskráin áfram með Hátíðarkvöldvöku sem endar á dansleik. Svæðið opnar fyrir gesti kl. 13:00 og eru allir hvattir til að dvelja fram yfir Hátíðarkvöldvökuna.
Spennandi dagskrá fyrir 16 til 22 ára Helgin 15. - 17. júlí er helguð Rekka- og Róverskátum. Þessi helgi er pökkuð af gleði, hamingju, útiveru, samveru og ævintýrum. Ef þú ert Rekka- eða Róverskáti og þyrstir í ævintýri þá er þetta helgin fyrir þig. Boðið verður upp á krefjandi, skemmtilega og fjölbreytta dagskrá og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeim sem hafa ekki tök á því að taka þátt í Landsmóti skáta stendur til boða að taka eingöngu þátt í Rekka- og Róverskátahelginni. Það er búið að opna fyrir skráningu á viðburðaskráningu skáta!
SKÁTABLAÐIÐ
7
Landsmótsminningar
mótsstjórnar Skátablaðinu lék forvitni á að vita hverjar væru eftirminnilegustu landsmótsminningarnar hjá núverandi mótsstjórn
Hildur Hafsteinsdóttir:
minningar
Ragnheiður Guðjónsdóttir:
Að fara í dag sem eldri skáti á Landsmót er aðeins öðruvísi skemmtun en þegar ég var þátttakandi. Núna er margt á Landsmóti sem mér finnst skemmtilegt, til dæmis að hitta aðra skáta, kynnast nýjum og endurnýja kynnin. Rifja upp liðin Landsmót og heyra sögur af þeim. Þegar ég var þátttakandi á Landsmóti fannst mér skemmtilegast að prófa nýja dagskrá. Eftirminnilegasta landsmótið er Akureyri 2002. Ég og skátaflokkurinn minn fórum í hike frá Hömrum í Fálkafell á Súlumýrum. Gangan uppeftir var sú skrautlegasta sem ég man eftir, en það eftirminnilegasta er samt kvöldvakan sem var í skálanum með skátum frá öllum heimshornum, mikið var sungið og hlegið.
Landsmóts Ætli það sé ekki þegar ég var ungur skáti á Landsmóti skáta 1993 á Akureyri, flokkurinn minn var sendur í Hike eitthvað upp á fjall en það lagðist dimm þoka yfir (ótrúlegt - enda alltaf gott veður fyrir norðan) og við rammvilltust með hópi af norðlenskum skátastelpum.
8
SKÁTABLAÐIÐ
minningar
Jón Ingvar Bragason:
Landsmóts
Sigmar Örn Arnarson:
Það mun sennilega vera aparólan sem var á Landsmótinu í Kjarnaskógi 1993. Mér fannst alveg svakalega skemmtilegt að leika mér í henni. Man líka hvað það var rosalega gaman að vera í Kjarnaskógi í heila viku með öllum vinum sínum og eignast nýja vini.
Landsmóts
Sigurlaug Björk J Fjeldsted:
Það skemmtilegasta við Landsmót er félagsskapurinn en Landsmótið út í Viðey 1986 stendur pínu upp úr, veðrið var æði og ég kynntist svo ótrúlega mörgum skemmtilegum skátum sem eru enn vinir mínir í dag.
Landsmóts
minningar
Landsmóts
minningar
Ég á margar skemmtilegar minningar frá skátastarfi. Stærri skátamót spila þar stóran þátt. Að fá tækifæri til að tilheyra stórum alþjóðlegum hópi fólks sem er saman kominn til að skemmta sér er ómetanlegt.
Mér hefur alltaf fundist svo frábært hvað landsmót eru friðsamleg og full af ævintýrum. Það er geggjað að kúpla sig út úr hversdagsleikanum og eyða viku í litlu samfélagi þar sem allt snýst um að læra, njóta og skemmta sér. Hver dagur inniheldur eitthvað óvænt og það er svo frábært. Nú verð ég í alveg nýju verkefni á landsmóti svo þetta mót verður sennilega allt öðruvísi, en það verður alveg klárlega skemmtilegt, ég efast ekki um það!
minningar
Rakel Ýr Sigurðardóttir mótsstjóri:
Roverway
Leiðin til
Frakklands
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að stór hópur íslenskra skáta ætlar á Roverway í Frakklandi 2. - 15. ágúst í sumar. Roverway er Evrópumót skáta á aldrinum 16 til 22 ára. Fimmtíu íslenskir skátar ætla að skella sér út svo það er ljóst að þetta verður mikið ævintýri. Roverway hefur það fyrirkomulag að það eru um 100 mismunandi dagskrárleiðir, allar með mismunandi áherslum víðsvegar um Frakkland. Meðal dagskrárþema eru umhverfismál, friður, samkennd og menning. Þegar mótið er hálfnað hittast allir þátttakendur í Jambville, skátamiðstöð í um klukkutíma fjarlægð frá París og eyða síðustu fjórum dögunum saman í stórri tjaldbúð með fjölbreyttri dagskrá og skemmtun.
Berglind Lilja Björnsdóttir skrifar
European Route - Drífið ykkur út! Evrópu leiðin (e. European Route) er ein af þeim leiðum sem boðið er upp á, en hún er frábrugðin öðrum dagskrárleiðum að því leyti að þátttakendur hennar eyða fyrri helmingi mótsins í að skapa vinnusmiðju og verkefni sem þau svo stýra þegar í Jambville er komið. Í ár komust fjórir íslenskir skátar inn í þessa dagskrá mótsins: Jón Geir í Klakki, Tómas Guðmundsson í Svönum, Unnur Líf Kvaran í Fossbúum og ég, Berglind Lilja Björnsdóttir í Segli. Áherslurnar í verkefnunum eru borgaravitund, mannréttindi og virk þátttaka ungmenna í samfélaginu. Skilyrði til að geta tekið þátt í þessari dagskrárleið er að allir þátttakendur hafi sótt námskeið
erlendis á vegum heimsbandalags skátanna (e. WOSM) sem tengist þessum viðfangsefnum líkt og Agora eða Youth Empowerment Study Session.
það felst að vera skáti og því verður farið í fjallgöngu í frönsku náttúrunni á milli þess að skipuleggja dagskrána sem verður fyrir almenna þátttakendur Roverway.
Það er afar skemmtilegt að fá tækifæri til þess að skapa dagskrána og vera ekki einungis almennir þátttakendur á mótinu heldur einnig gefa til baka. Eftir reynslu okkar af alþjóðaviðburðum vildum við dýpka þekkingu okkar á skipulagningu á alþjóðagrundvelli og var þetta fullkomið tækifæri til þess. Erum við því mitt á milli þess að vera hinn almenni skáti og starfsmaður á mótinu, sem gefur okkur skemmtilega ábyrgð en samt frelsi til að njóta alls þess sem mótið býður upp á. Við megum samt ekki gleyma í hverju
Við viljum benda öllum skátum hérna heima á að vera með augun opin fyrir tækifærum eins og þessu þar sem svona ferðir eru þær minnisstæðustu sem við höfum upplifað í okkar skátastarfi og kemur maður alltaf heim með fullt af nýjum hugmyndum, orku og Facebook fullt af alþjóðlegum vinum! Við erum gífurlega spennt fyrir ferðinni, að kynnast nýju fólki og upplifa Frakkland eins og það gerist best.
SKÁTABLAÐIÐ
9
• Skátaklúturinn • Tjald • Tjaldstangir • Tjaldhælar • Svefnpoki • Einangrunardýna • Prímus • Matarsett • Ferðabolli • Spork (samsett skeið & gaffall) • Vasaljós • Vasahnífur • Föðurland • Ullarsokkar • Buxur (ekki bómull eða gallabuxur!) • Flíspeysa eða önnur hlý peysa • Bolir • Stuttbuxur/kvartbuxur • Sokkar • Vettlingar • Buff eða húfa • Regnföt • Gönguskór • Tevur/Sandalar • Sundföt (er þetta ekki annars sumar-listi?) • Handklæði • Derhúfa • Sólarvörn • After-sun • Tannkrem og tannbursti • Skyndihjálparpoki • Kort og áttaviti • Flugnanet • Söngbók • Gítar • Myndavél • Góða skapið -/ritstjórn
10
SKÁTABLAÐIÐ
Spejderman á Snæfellsnesi Marta Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 verður danski skátaviðburðinn Spejderman haldinn á Snæfellsnesi fyrir Rekkaskáta og eldri. Spejderman hefur verið haldinn í Danmörku síðustu þrjú ár og ætlar forsprakki viðburðarins að spreyta sig á Spejderman þrautinni á Íslandi. Spejderman jafngildir hálfum Járnkarli en Spejderman 2016 á Íslandi mun jafngilda fjórðungi af Járnkarli. Áætluð leið þrautarinnar er gríðarlega falleg og skemmtileg. Upphafsreitur hennar er í sundlauginni í Stykkishólmi. Þar skal synda 950 metra. Að því loknu verður hjólað eftir þjóðveginum til Grundarfjarðarbæjar. Sú leið er rétt tæpir 42 km og býður upp á möguleika á viðbótarleiðum, til dæmis að hjóla í gegnum Berserkjahraun (+600 m) og/
eða hjóla gamla þjóðveginn um Kolgrafarfjörð í stað þess að þvera hann með því að hjóla yfir Kolgrafarfjarðarbrú (+6,7km). Hjólaleiðinni lýkur við Grundarfjarðarkirkju/ skátaheimili Arnarins og þar hefst jafnframt 11 km hlaupaleið. Hlaupið er út úr bænum í austurátt og fljótlega er beygt til hægri inn á reiðveg sem liggur að bænum Mýrum. Þegar þangað er komið snýr þátttakandinn við og fylgir þjóðveginum í átt að Grundarfjarðarbæ þar til hann kemur að Kirkjufellsfossi þar sem lokamark Spejderman þrautarinnar verður. Umgjörð fer eftir fjölda þátttakenda en verður væntanlega haldið í lágmarki. Þátttökugjald verður mjög lágt en það liggur ekki enn fyrir þar sem það verður í samræmi
Mynd frá Spejderman 2015
Hvað skal taka með í útileguna:
við umgjörð þrautarinnar. Allir þátttakendur sem ljúka þrautinni fá ofið Spejderman merki. Fyrir áhugafólk um gisti- og matarmöguleika er margt í boði. Við vonum að skátar muni fjölmenna á þennan skemmtilega viðburð! Allar nánari upplýsingar fást hjá Mörtu Magnúsdóttur marta@soffi.com og verður tekið við skráningum í sama netfangi.
Skátar vekja athygli á
!
Þann 10. febrúar sl. fór fram ljósmyndaáskorun Rekkaskáta á vegum skátahreyfingarinnar Áskorunin fólst í því að einstaklingar og hópar deildu myndum sínum á samfélagsmiðilinn Instagram undir myllumerkinu #Skatamynd2016. Margar myndir bárust og voru þær afar fjölbreyttar og skemmtilegar. Áskorunin vakti athygli og gaman var að fylgjast með í gegnum samfélagsmiðlana.
Myndirnar þurftu að vera á einhvern hátt tengd einu af tólf viðfangsefnunum. Þau voru, til að nefna dæmi, á tón við: Hóp/ Einstaklingsmynd af þátttakendum, “Hjálpsemi”, Náttúruvinur, Vinátta, Útivist, Skátaklúturinn í öndvegi og Flippkisi.
Sigurvegarar keppnarinnar í heildarskilum voru meðlimir hópsins Fríða Býfluga og voru það Arnar Daði, Elísa Sirrý og Halldór Valberg.
-/ritstjórn
Skrítið Hár
Slefie Öskudagur
Selfie
Skátaklúturinn í öndvegi
Öskudagur Pepp
Heimsfriður
#Skatamynd2016 SKÁTABLAÐIÐ
11
Ný heimasíða með
skátaskálum á Íslandi Guðný Rós Jónsdóttir
http://skatakot.illuminati.is/ Þórhallur Helgason, oftast kallaður Laddi, gerði nýlega heimasíðu um skátaskála á Íslandi. Hann hafði lengi gengið með þessa hugmynd í maganum og lét hana verða að veruleika þegar hann fann ekki þær upplýsingar um skátaskála á netinu sem hann vantaði. Hann vildi búa til heimasíðu þar sem fólk gæti fundið allar upplýsingar um skátaskála á einum stað og kynnast öðrum skálum. Samkvæmt Ladda var ekki erfitt að koma síðunni í framkvæmd því hann vinnur við að skrifa tölvukerfi. Auðvelt var að nálgast mikið af upplýsingunum sem þurfti. “Það hafa margir verið duglegir að senda mér upplýsingar og eiga miklar þakkir skildar fyrir það,” segir Laddi. Hann veit þó af nokkrum skálum sem vantar þarna inn svo það eru ennþá upplýsingar sem eiga eftir að koma. Á þessari síðu eru bæði skálar í núverandi notkun ásamt gömlum skálum sem eru ekki lengur til. Ladda fannst rétt að það væru til upplýsingar um þessa skála einhversstaðar og lítur á þetta sem leið til að heiðra minningu gömlu skálanna.
Upprunalega átti þessi síða einungis að vera til fróðleiks og upplýsingaleitar. „Margir hafa svo bent mér á nýtingarmöguleika sem ég hafði sjálfur ekki séð fyrir. T.d. væri hægt að koma fyrir leitarsíum til að auðvelda skátum að finna skála af ákveðinni stærð eða í ákveðinni fjarlægð. Einnig væri hægt að nota upplýsingar um tiltekna skála sem ítarefni til að senda á foreldra þegar fara á í útilegur. En ég vona allavega að þetta nýtist einhverjum, þá verð ég manna ánægðastur,” segir Laddi. Til að síðan geti haldið áfram að vaxa má fólk endilega hafa samband við Ladda með fleiri upplýsingar um skála. Einnig er velkomið að bæta við og breyta grunnkóðanum en hann finnst hér: https://github.com/laddi/skatakot
Þórhallur Helgason (Laddi) Uppáhalds
Vífilsbúð
Ég held að það sé mikilvægt að heiðra gömlu Vífilsbúð sem ég var alltaf mjög hrifinn af með því að velja nýju Vífilsbúð sem sofét-skála. Í skálanum eru tvö svefnherbergi fyrir 8 manns í rúmum og einnig gott svefnloft fyrir 15 manns. Í skálanum er eldhús en ekki er rennandi vatn og þurfa því ferðalangar að koma með vatn sjálfir. Einnig er fínn borðsalur sem rúmar
12
SKÁTABLAÐIÐ
20 manns. Skálinn er upphitaður og lýstur með rafmagni. Það er kamar við skálann. Þó Vífilsbúð sé tilvalinn Sofétskáli þá eru líka fjölbreyttir dagskrármöguleikar við skálann, meðal annars: Hellaskoðun, trjágreining, veiði í Vífilsstaðavatni, ganga eftir Búrfellsgjá á Búrfell, Valaból og Helgafell. Svo er við skálann góð grasflöt til tjöldunar og leikja.
DSÚ
Hafandi unnið í sumarbúðunum á Úlfljótsvatni þá er DSÚ í sérstöku uppáhaldi hjá mér, svona fyrir utan hvað það er dásamlegt að vera á Úlfljótsvatni almennt. Í DSÚ eru fimm herbergi með rúmplássi fyrir 34 manns, tvö salerni og gott anddyri. Sniðugt/Æskilegt
er að bóka JB-skála með svo hægt sé að hafa aðgang að mötuneytinu sem þar er. Frábærir dagskrármöguleikar eru á svæðinu: Klifurturninn, vatnið, fjallið og lautirnar í kring bjóða upp á glæsilegasta útivistarsvæði landsins.
Uppáhalds
Fálkafelli
Mynd: Arnór Bliki Hallmundarson
Jóhann Malmquist Hvernig upplifa þeir skátar sem nú sækja Fálkafell útilegurnar þar og af hverju er alltaf jafn gaman að koma þangað? Skátafélagið Klakkur býr svo vel að eiga skála sem skátaflokkurinn Fálkar reistu árið 1932 og nefnist Fálkafell. Síðan skálinn var reistur hefur hann verið teygður og togaður í núverandi mynd og í gegnum árin hafa ótal sögur orðið til, missannar auðvitað. Það er alltaf einhver ævintýraljómi yfir útilegum í Fálkafelli. Það skiptir ekki máli hvort það sé í fyrsta eða fertugasta skipti, það er alltaf jafn spennandi að koma þangað. Kannski stafar það af því að í skálanum er hvorki rennandi vatn né rafmagn sem getur verið áskorun fyrir óreynda. Hinsvegar er kannski nóg að fá frið frá amstri hversdagsins, sitja fyrir framan kabyssuna og tálga spæni í kyrrð og ró.
Í er allra meina bót Mín fyrsta útilega í Fálkafelli var kannski ekki merkilegri en aðrar útilegur. Þetta var fyrsta útilegan mín með skátasveitinni Drekum og verkefnin voru spennandi. Við þurftum að skiptast á að vaka yfir nóttina til að halda eldinum gangandi auk þess að saga niður risastóra trjáboli, eða kannski voru það bara venjulegar trönur? Tveir Dróttskátar í Dróttskátasveitinni ds. Montis, þær Freyja Jóhannsdóttir og Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir, segja okkur aðeins frá þeirra upplifun frá Fálkafelli. Það skemmtilegasta við Fálkafell er að maður fær að prófa svo margt sem er framandi og spennandi, til dæmis að sækja vatn eða eldivið þar sem í skálanum er hvorki rennandi vatn né rafmagn. Það sem stendur upp úr eru hinsvegar næturvaktirnar, það er gaman að sitja við kabyssuna í góðum félagsskap í kyrrð og ró og spjalla um allt milli himins og jarðar. Það versta við útilegurnar í Fálkafelli er hversu langt þarf að ganga til
að komast þangað, enda getur brekkan verið ansi þungfær í snjó og úttroðnir bakpokarnir síga í. „En það er þess virði því það er alltaf svo ótrúlega gaman í Fálkafelli”, segir Hekla. Jana Sól Ísleifsdóttir sem er líka í ds. Montis segir svipaða sögu. „Félagsskapurinn og umhverfið er það sem heillar mest. Næturvaktirnar eru spennandi og svo er alltaf gaman að fá að vekja næstu vaktmenn. Í Fálkafelli ríkir skemmtilegur andi og það er alltaf jafn gaman að koma þangað, þó skátarnir skili sér heim lyktandi eins og skorsteinar, sótsvartir á höndunum og með brunabletti í skátaklútunum, þá er það aukaatriði samanborið við allar skemmtilegu minningarnar”. Það er greinilegt að þessi frumstæði skáli á enn erindi við okkur þó hann sé kominn á eftirlaunaaldurinn fyrir þó nokkru síðan, enda sóttur heim af ungu og síungu fólki alla sína ævi. SKÁTABLAÐIÐ
13
6.000 skátar
á Íslandi
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
árið 2017 World Scout Moot (skammstafað WSM) verður haldið hér á landi á næsta ári, en þetta er stærsta skátamót Íslandssögunnar. Þátttakendur verða á aldrinum 18-25 ára en gert er ráð fyrir um 6.000 skátum, þ.e. 5.000 þátttakendum og 1.000 sjálfboðaliðum. Þátttakendur koma víðsvegar að, frá
14
SKÁTABLAÐIÐ
um 90 löndum og úr flestum heimsálfum. Setning verður haldin í Laugardalnum þar sem allir koma saman með sínum fararhópum, en þeim er svo skipt upp í nýjar alþjóðlegar einingar. Eftir setningu er þátttakendum dreift á tíu staði um landið, þar sem dvalið er í fjóra daga, svo
sameinast allir á Úlfljótsvatni og eyða þar síðustu fjórum dögunum saman. Mótið er frábært tækifæri fyrir skáta til þess að stækka tengslanetið og uppgötva ólíka menningarheima. Þátttakendur eyða megninu af tímanum í 10 manna alþjóðlegum flokkum þar sem ekki er gert ráð fyrir fleiri en tveimur frá hverju landi. Fjórir flokkar mynda síðan 40 manna sveit. „Þetta fólk verður vinir það sem eftir er ævinnar, það er bara þannig“ sagði Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri þegar blaðakona Skátablaðsins fór á stúfana. Allir skátar sem fæddir eru á bilinu 2. ágúst 1991 til 25. júlí 1999 eru gjaldgengir þátttakendur. Eldri skátar geta boðið sig fram í að vera hluti af alþjóðlegu teymi starfsmanna sem mun sjá um framkvæmd mótsins og njóta þess um leið.
2017 „Tapað tækifæri ef Íslendingar nýta sér þetta ekki!“ Hrönn segir að það sé tapað tækifæri ef íslenskir skátar láti þetta framhjá sér fara. Nokkrum björgunarsveitum verður einnig boðið að taka þátt í gleðinni en samtals mega Íslendingar fylla 1.000 pláss á mótinu. Það er ekki hægt að segja að Íslendingar borgi mikið fyrir þátttöku á alþjóðamótinu en kostnaðurinn fyrir íslenska þátttakendur verður um 79.000 krónur. Innifalið í kostnaði er öll dagskrá, matur, gisting og ferða-
kostnaður. „Þetta er ein pizza á mánuði ef fólk fer að leggja fyrir núna,“ segir Hrönn. „Alþjóðamót eru yfirleitt mun dýrari, Danir borga til dæmis tæpar
400.000 krónur fyrir allan pakkann, enda eru fleiri kostnaðarliðir fyrir þá en okkur,“ bætti Sölvi Melax, markaðsfulltrúi Moot við. SKÁTABLAÐIÐ
15
„Það er náttúrulega einstakt tækifæri að þurfa ekki að borga fyrir flug til að taka þátt í heimsmóti. Það að fá 5.000 skáta hingað er eitthvað sem við munum seint upplifa aftur,“ bætir Jón Ingvar Bragason, framkvæmdastjóri Moot við.
Nordic Input
Helgina 5.-7. febrúar sl. hittust 50 skátar frá Norðurlöndunum og Lettlandi og áttu góða stund saman á Úlfljótsvatni. Tilefnið var Nordic Input, sem á íslensku mætti kalla norrænt inntak. Tilgangur helgarinnar
Dagskrárumræðan var afar lýðræðisleg og lifandi. „Róverskátar eru vanir að sjá um sína eigin dagskrá og því held ég að það eigi vel við að leyfa þeim að láta hugmyndir sínar blómstra,“ segir Sölvi.
Klósettpappír verður ekki vandamál Aðspurð um það hve mikinn klósettpappír þurfi að útvega fyrir mótið svarar Hrönn létt í lund að hún reikni með um 90 grömmum á mann, fyrir 6.000 manns. Það gerir rúmlega hálft tonn.
var að fá unga fólkið til þess að leggja mat á dagskrá mótsins, koma með breytingar og hugmyndir að óútfylltum dagskrárliðum. Þátttakendur voru á aldrinum 18-29 ára, en 15 þeirra komu frá Íslandi.
Hér má sjá myndir af þeim ellefu áfangastöðum sem skátarnir munu dreifa sér á, en fólki verður skipt niður eftir áhugasviði. Á svæðunum verður lögð áhersla á mismunandi þemu, en þau eru náttúra & umhverfi,
16
SKÁTABLAÐIÐ
Við viljum hvetja skáta á aldrinum 18-25 ára til þess að nýta þetta einstaka tækifæri og skrá sig sem fyrst, en forskráning er hafin á skatamal.is.
ævintýri, og samfélag & menning. Hver áfangastaður verður með ólíku sniði, en lögð verður áhersla á að svæðin endurspegli fjölbreytileika þátttakenda. Það verða til dæmis ólík erfiðleikastig í þemanu „Ævintýri“.
Við viljum hvetja skáta á aldrinum 18-25 ára til þess að nýta þetta einstaka tækifæri og skrá sig sem fyrst, en forskráning er hafin á skatamal.is
SKÁTABLAÐIÐ
17
Hamingjusamir sunnlenskir Álfar 18
SKÁTABLAÐIÐ
Dróttskátasveitin Álfar er skemmtileg sveit úr Fossbúum á Selfossi. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, blaðamaður Skátablaðsins settist niður með sveitinni en hún samanstendur af tíu hressum skátum, fæddum árið 1999 og 2000. „Hópurinn var orðin svo þéttur að eldri ungmennin ákváðu að bíða með að færa sig yfir í rekkaskátasveit. Við vildum ekki missa tengslin sem við vorum búin að skapa,“ segir Sigdís Erla, meðlimur í Ds. Álfum.
Verkefni sumarsins Þegar spjallið fór að snúa að sumarstarfi kom í ljós að sveitin er sérstaklega spennt fyrir Landsmóti, Viðeyjarmóti og Drekaskátamóti. „Við fórum í fyrra sem sjálfboðaliðar á Drekaskátamót. Það var virkilega skemmtilegt og við ætlum að gera það aftur núna í sumar,“ segir Sigdís.
Fundir Fundarstarf ds. Álfa er fjölbreytt en að sögn Ívars spjalla þau heilmikið saman um lífið og tilveruna en virðast þó koma heilmiklu í verk. Hópurinn var sammála um að ógeðssúpufundurinn í vetur hafi staðið sérstaklega upp úr. „Við gerðum ógeðssúpu úr kexi, tómatsósu, vatni, íssósu og fleiru sem við fundum í matarskápnum,“ segir Ívar. „Liðin fengu alveg eins hráefni
og áttu að gera það sem þau gátu gert úr því,” bætir Sigdís við. „Þessi ógeðsúpa var samt ekkert ógeðsleg, hefðum við þynnt hana, þá hefði hún verið algjörlega frábær.“ Annar fundur sem var þeim sérstaklega minnistæður eftir veturinn var slysafundurinn. „Við létum farða sár á okkur og bjuggum til baksögu um það hvernig við fengum sárin.“
Krefjandi en skemmtilegt Að sögn ds. Álfa getur verið krefjandi að vera í skátastarfi en mestmegnis finnst þeim það skemmtilegt og taka öll undir að hafa lært mikið í skátunum. „Ég hef öðlast meira sjálfstraust og mér er alveg sama þó að einhverjum finnist það asnalegt að ég sé í skátunum, álit annarra skiptir ekki lengur það miklu máli,“ segir Sigdís. „Þú kynnist svo mörgu nýju fólki sem þú hefðir annars aldrei þekkt. Skátarnir skapa sameiginlegan grundvöll fyrir fólk víðsvegar að,” bætir Sóley við.
Aðstæður Aðspurð um það hvort þeim finnist eitthvað vanta í skátafélagið Fossbúa, eru þau fljót að nefna húsnæðismál en sagan um skátaheimili Fossbúa hefur verið ansi skrautleg. „Mér finnst okkur vanta betra húsnæði, fyrir okkur sjálf. Við erum með svo lítið pláss,“ segir
Sigdís. Sveitin segist gjarnan vilja fá drekaskáta í félagið en það sé ekki hægt fyrr en pláss leyfir og foringjum verði fjölgað. Ofan á þetta vilja þau bæta við að það er þeirra æðsti draumur að fá oftar aðgang að hoppukastala. Ýmsir kostir eru við það að búa í Árborg að sögn Ds. Álfa, „Það er stutt að keyra á Úlfljótsvatn“ segir Sigdís og bætir því við að það sé einnig stutt í allt innanbæjar á Selfossi „þú ert aldrei meira en 20 mínútur að labba eitthvert“.
Álfaráð Ds. Álfar vildu að lokum koma með ýmis ráð sem gætu hjálpað skátum við að byggja upp starfið og efla samheldnina í hópnum. „Knúsist meira, en passið að fá leyfi því það vilja ekki allir láta knúsa sig,“ segir Sigdís „Taktu skrefið og talaðu við fólk í hópnum þínum, ekki bíða eftir því að það komi og tali við þig,“ bætir Bára við. Magnús vill að lokum gefa skátum heilræðið „Taktu áhættu og prófaðu að stíga út fyrir þægindarammann“. Áður en Vigdís Fríða heldur heim á leið, hljómar hróp sveitarinnar um herbergið, þar sem allir taka vel undir með bros á vör. „Ég trúi, ég trúi, ég trúi víst á Álfa! “
Frá vinstri: Ívar Ingimundarson, Sóley Anne Jónsdóttir, Anita Ögn Þorkelsdóttir, Sigdís Erla Ragnarsdóttir, Guðmunda Sjöfn Werner Ragnarsdóttir, Bára Sif Werner Ragnarsdóttir, Magnús Dagur Gottskálksson, Kristbjörg Harpa Thomsen. Á myndina vantar: Guðráð Davíð Bragason og Töru Angeliku Werner Guðleifsdóttur
4.-5. júní
Drekaskátamót Skátamót allra drekaskáta landsins
10.-12. júní
Vormót Hraunbúa í Krýsuvík
Fyrir Fálka/Drótt-/Rekka/Róverskáta 17.-24. júlí
Landsmót skáta á Úlfljótsvatni Íslenskir skátar og fjölskyldur þeirra fjölmenna á Landsmót skáta
10.-14. ágúst og 30. sept.-2. okt.
Sumar-Gilwell Fyrir róverskáta og eldri
15.-17. júlí
Viðeyjarmót Landnema
Rekka- og Róverhelgi
Fyrir Fálka/Drótt-/Rekka/Róverskáta
Formót Landsmóts skáta fyrir Rekka- og Róverskáta
25. ágúst
Sundlaugarpartí
Pepporee leiðtogaþjálfun
Fyrir rekkaskáta og eldri
Fyrir drótt- og rekkaskáta
7.-9. okt.
24. sept.
26.-28. ágúst
24.-26. júní
Bland í poka
Afhending forsetamerkis Fyrir róverskáta og eldri
Fyrir róverskáta og eldri
Hefurðu kynnt þér viðburðadagatalið á Skátamál? Hér til hliðar er yfirlit yfir nokkra spennandi viðburði en nánari upplýsingar og fleiri viðburði finnur þú hér: skatamal.is/vidburdir
Sjáumst á tjaldsvæðinu á Úlfljótsvatni í sumar!
Fjölskyldutjaldsvæði
Dagskrá fyrir krakkana
Veiði í vatninu
jůŇjſƚƐvaƚŶ Reykjavík Hveragerði ^eůĨŽƐƐ
Opið ið ffyrir yriir all lla Opið alla
Stutt tt frá frá á Reykjavík Reykj kjaví vík k Stutt
Allt Al ltaff nægtt plás láss Alltaf pláss
ǁǁǁ͘ƵůĨůũŽƚƐǀĂƚŶ͘ŝƐ ͻ ǁǁǁ͘ĨĂĐĞŬ͘ĐŽŵͬƚũĂůĚƵƐƵ ͻ ǁǁǁ͘ĐĂŵƉŝĐĞůĂŶĚ͘ĐŽŵ
SKÁTABLAÐIÐ
19
„Ef þér líkar ekki veðrið
skaltu bara bíða í 15 mínútur á– Tja, Íslandi raunar í Oxfordshire líka”
Ég kom fyrst á Landsmót skáta á Íslandi árið 2012 ásamt fjölskyldu minni, þá sem starfsmaður, en við lok mótsins sagði Bragi
Björnsson skátahöfðingi við mig að næst yrði ég að taka nokkra skáta með mér. Á Landsmótinu 2014 mættu svo 67 skátar ásamt
foringjum á tjaldsvæðið á Hömrum. Við höfum gert gott betur í ár, en þá munu 109 skátar mæta á Úlfljótsvatn ásamt foringjum!
Oxfordshire er í u.þ.b. klukkustundar fjarlægð frá London. Sýslan er þekkt fyrir háskólann sem ber nafn hennar og rithöfundarnir Lewis Carroll (Lísa í Undralandi), C.S. Lewis (bækurnar um Narníu) og J.R.R. Tolkien (Hobbitinn og Hringadróttinssaga) tengjast allir sýslunni með einum eða öðrum hætti. Landsmótsfararnir í ár koma hvaðanæva að úr Oxfordshire, frá bæjum svo sem Banbury og Whitney, auk þess sem í ár er stór hópur frá Goring on Thames.
Víkingaskildir
20
SKÁTABLAÐIÐ
Hópurinn ætlar sér að vera áfram á Íslandi vikuna eftir Landsmót. Við ætlum að kanna suðurströndina og nokkrir skátar ætla að ganga Fimmvörðuháls. Um miðjan
SSR Grill Sannkallað íslenskt veður
apríl fór hópurinn í undirbúningsútilegu og tjaldaði á einum hæsta punkti Oxfordshire. Þar upplifðu skátarnir sannkallaða íslenska veðráttu: Rigningu, haglél, snjókomu og sólskin á einum og sama
deginum. Einnig unnu skátarnir nokkur af vetrarverkefnunum fyrir Landsmótið, t.d. bjuggu þau til víkingaskildi og kyndla. Einn af skátunum, Evelyn Singleton (13 ára) sagði: „Þetta var frábær helgi
og var ótrúlega gaman þrátt fyrir bleytuna og kuldann. Ég hlakka virkilega til að fara til Íslands í júlí.” Alex Lyczkowski, fararstjóri
Lesendur sem hafa áhuga á að fylgjast með undirbúningi hópsins geta líkað við Facebook síðu hans, Oxfordshire Scouts – Iceland Jamboree Unit.
Skátafélögin í Reykjavík héldu Sumardaginn fyrsta hátíðlegan hvert fyrir sig í heimahverfum auk hátíðarsamkomunnar „Skátar fagna sumri“ í Hallgrímskirkju á vegum BÍS og SSR. Rekkaskátar og foringjar hittust síðan eftir amstur dagsins í boði Skátasambands Reykjavíkur í skátaheimili Landnema við Háuhlíð, auk þess sem gestir, skátar úr nágrannasveitarfélögunum, slógust í hópinn. Kátt var á hjalla, mikið spjallað og mikið snætt af hágæðaborgurum, pulsum og allskonar meðlæti og sérstaklega ljúffengu laukmarmelaði að hætti Arthúrs meistarakokks og gjaldkera SSR, en Túri steikti hátt í 100 hamborgara og yfir 40 pylsur, - dálaglegt það! Stjórn SSR stóð við Múrikkupönnuna og sá um framgang veislunnar. Á myndinni eru veislugestir, skátar úr öllum Reykjavíkurfélögunum auk Mosverja, Kópa, Vífla, Svana og Hraunbúa. Skemmtileg stund eftir góðan dag. - Lifi skátaandinn! Haukur Haraldsson, Landnemi
Björgunarleikarnir æfðir
SKÁTABLAÐIÐ
21
Sumarbúðir Guðmundur Finnbogason Á hverju sumri er boðið upp á sumarbúðir að Úlfljótsvatni fyrir krakka á aldrinum 8-15 ára. Þátttakendur koma og dvelja í sumarbúðunum 5-6 daga í senn. Skátarnir hafa rekið sumarbúðirnar samfleytt frá árinu 1969, en með hléum allt frá 1940. Í dag eru Sumarbúðir skáta vel þekktar. Um 200 börn sækja þær hvert sumar, en þótt búðirnar nefnist Sumarbúðir skáta eru þær opnar öllum! Krakkar sem koma í sumarbúðirnar eru á aldrinum 8-15
ára, en þeim er skipt er í þrjú aldursbil: 8-10 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Dvölin í sumarbúðunum stendur í 5 daga, frá mánudegi til föstudags, nema í elsta aldursbilinu þar sem dvölin er 6 dagar og endar á laugardegi. Auk þessara sumarbúða hafa skátarnir og Skógræktarfélag Íslands boðið upp á 4 daga náttúrusumarbúðir þar sem þátttakendur fræðast um tré og aðrar plöntur, ásamt því að taka þátt í hefðbundnum sumarbúðaverkefnum, svo sem bátsferðum og klifurturninum.
skáta En hvað gera krakkar í sumarbúðum?
Enginn dagur er eins í Sumarbúðum skáta! Þátttakendur gera ótrúlega margt skemmtilegt. Þeir fara á bát út á Úlfljótsvatn, klifra í hæsta klifurturni landsins, fara í vatnasafarí (wipeout braut yfir vatni), halda kvöldvökur og fara í kvöldleiki, sofa í tjaldi, búa til hengirúm úr spírum (súrra), fara í hike (langa gönguferð) þar sem þau vinna ýmis verkefni, elda yfir eldi og fara í hópeflileiki svo eitthvað sé nefnt. Raunar er það svo að krakkarnir eru að allan daginn og hafa alltaf eitthvað nýtt fyrir stafni.
Nýjungar í sumar
Starfsfólk sumarbúðanna er alltaf að bæta við nýjum dagskrárliðum, en meðal nýjunga í ár má nefna flekagerð og hjólabílarall. Bogfimi er einnig nýlegur dagskrárliður sem starfsfólk hefur verið að þróa með þátttakendum. Mikið er um að vera í sumarbúðunum, en við reynum þó að eiga rólegar stundir inn á milli þar sem krakkarnir geta unnið að leynivinagjöfum eða slakað á með foringjunum yfir föndri eða bók. Komdu með í sumarbúðirnar og prófaðu að vera ofurskáti í eina viku í sumar!
22
SKÁTABLAÐIÐ
Drekaskáta-
dagur Í ár tóku 150 skátar þátt í viðburði á Drekaskátadeginum sem var haldinn af skátafélaginu Svönum. Þeir settu upp stóran póstaleik, sem var byggður upp á þemum í kringum verkefnaflokkana. Mótsstjórnin lýsti yfir mikilli gleði með hversu vel dagurinn heppnaðist. Það var ekki bara góð mæting, gott veður og góð þátttaka heldur voru krakkarnir svo virkir og tilbúnir að taka þátt í verkefnunum að það var frábært. „Ég er yfir mig glaður með hversu vel dagurinn fór. Þegar
ég fór á milli pósta heyrði ég fátt annað en gleði í krökkunum á meðan þau tókust á við hin og þessi verkefni á hverri stöð” segir Halldór Valberg, meðlimur skipulagshóps mótsins. „Það var ekki bara krökkunum sem tóku þátt í deginum sem fannst þetta skemmtilegt heldur líka þeim 20-30 einstaklingum sem hjálpuðu okkur að koma þessu í kring. Að sjá um pósta, redda hinu og þessu og að sjá svo um veitingarnar í lokin. Ég þekki ekki betri leið til að enda skátamót en á heitum bolla af Stínu Kakói.”
Slökun - Vellíðan - Upplifun
Verið eriðð velkomin í Mýv Mývatnssveit ý www.jardbodin.is · sími 464 4411 · info@jardbodin.is www.jar
SKÁTABLAÐIÐ
23
5000 skátar fyrir 2020 en hvernig?
Lítil saga úr Mosfellssveit eftir Ævar Aðalsteinsson
Skátastarfið hvílir á gömlum gildum
Skátastarf á Íslandi á sér langa sögu. Stutt er síðan skátahreyfingin fagnaði 100 ára afmæli og á þeim langa tíma hefur skátastarfið gengið í gegnum miklar þjóðfélagsbreytingar og reynt að laga þessa gömlu og góðu hugmynd að tíðarandanum hverju sinni. Margir hafa komið við í skátunum á sínum upp-vaxtarárum. Sumir stoppuðu stutt við meðan aðrir fundu fjölina sína þar og eiga að baki áratuga skátastarf. Þetta á við um allt æskulýðs- og tómstundastarf og eru skátarnir þar engin undantekning.
Er skátastarfið í tilvistarkreppu?
Á síðastliðnum árum hefur skátastarf í landinu tekið talsverðum breytingum þó inntakið og hugmyndafræðin sé ávallt sú sama; að með skátastarfi megi þroska og hvetja einstaklinginn til að verða nýtur og góður samborgari. Nýliðnar breytingar snúa fyrst og fremst að dagskrá og þeim verkefnum og því hvatningakerfi sem skátarnir starfa nú eftir. Þetta hefur að flestra dómi tekist vel og hjálpað skátastarfinu að þróast áfram og aðlagast breyttum tíðaranda og nýrri tækni. Ástæða breytinganna var ef til vill sú að skátahreyfingin fann sig í ákveðinni tilvistarkreppu og í samkeppni við aðrar tómstundagreinar. Með kröfunni um nýjar áherslur og viðmið var lagt af stað
24
SKÁTABLAÐIÐ
í þessa vegferð með það að markmiði að styrkja skátastarfið á landsgrundvelli með fjölgun skátafélaga, öflugra skátastarfi og að lokum fjölgun skáta á Íslandi.
Gróandinn í sveitinni
En það eru aðrir þættir sem koma hér við sögu. Athyglisvert er að á meðan ekki fjölgar í skátahreyfingunni á landsvísu þá er skátastarf í sókn og gengur vel á vissum stöðum. Þar má nefna Mosfellsbæ og skátastarfið í Mosverjum. Greinarhöfundur hefur haft tækifæri til að taka þátt í þessu skemmtilega starfi og fengið að fylgjast með félaginu vaxa hægt en örugglega. Á nýliðnu Skátaþingi voru þessi mál til umræðu og í framhaldi af því er eru þessar línur ritaðar að beiðni Skátablaðsins. Skátafélagið Mosverjar var stofnað, eins og mörg önnur skátafélög, á sjötta
áratug síðustu aldar. Þá var mikill kraftur í skátastarfi á Íslandi, í Mosfellssveit var að myndast þéttbýliskjarni og vaknaði þörf fyrir fjölbreyttari tómstundir. Starfið hefur gengið í hæðum og lægðum, en
frá 1990, í tuttugu og fimm ár, hefur starfið verið stöðugt og síðustu tíu til fimmtán ár í mikilli sókn. Nú er staðan sú að skátastarfið er löngu búið að marka sér stöðu í bæjarfélaginu sem sjálfsagður valkostur í tómstunda- og frístundastarfi barna og unglinga í Mosfellsbæ.
Hvernig hefur þetta gerst og getur það gerst víðar?
Já, örugglega, en það eru greinilega ákveðnir þættir sem haft hafa góð áhrif á skátastarfið. - Stjórnun skátafélagsins, sem unnin var fyrst af örfáum, en þolgóðum einstaklingum sem gáfust ekki upp eða hættu á miðri leið og varð þess valdandi að regla komst á grundvöll skátastarfsins. - Skátafundir voru haldnir að skátasið samkvæmt dagskrá og foreldrar gátu treyst því að skátafundurinn yrði skemmtilegur og uppbyggilegur fyrir barnið. - Stuðningur bæjarfélagsins hefur verið mikilvægur í gegnum tíðina. Hann hefur vaxið í formi húsnæðis og starfsstyrks enda bæjarstjórnin verið sammála um að skátastarf sé mikilvægur valkostur í Mosfellsbæ. Mosverjar eru eina skátafélagið á svæðinu og getur milliliðalaust leitað til bæjarins um aðstoð eða
fyrirgreiðslu sé þess þörf. Það á líka við í hina áttina. Bæjarfélagið hefur á síðustu árum leitað til skátanna með ýmis verkefni sem Mosverjar hafa oftast tekið að sér. Stundum gegn greiðslu en líka í sjálfboðavinnu. Báðir hafa því ávinning af þessu jákvæða samstarfi sem kemur samfélaginu til góða. - Með eigin skátaheimili árið 2002 fengu Mosverjar betri vind í seglin og gátu komið starfinu í en betri farveg. Skátaheimili er nefnilega „heimili“ sem heldur utanum starfið, hugmyndirnar og það góða andrúmsloft sem skátunum er mjög mikilvægt. Þetta var því mikið gæfuspor og hafði mikil jákvæð áhrif, enda fjölgaði mikið í skátafélaginu strax í kjölfarið. - Félagið setti sér ný lög og hélt aðalfundi með skýrslu, ársreikningum og stjórnarkjöri. Þetta setti starfseminni formlegri farveg. Ákveðnir verkferlar og skipulag komst á og fullorðnir einstaklingar tóku sæti í stjórn félagsins. Foringjar félagsins urðu að vera 18 ára eða eldri, haldnir voru foringjafundir og foringja„pepp“. Í dag eru Mosverjar skátafélag „á réttri leið“. - Lögð var áhersla á að virkja foreldra til aðstoðar og fullorðins „party“, fjölskylduferðir og ýmislegt annað varð þess valdandi að enn meiri festa komst í
starfið. Þannig skapaðist smám saman bakland sem foringjar og stjórn félagsins gat leitað til. Með þátttöku fullorðinna komst meiri þyngd og kjölfesta í skátastarfið sem leiddi til þess að það sem var ákveðið komst í framkvæmd. - Starfað var eftir þeirri einföldu reglu að það litla sem gert væri, tækist vel. Helstu dagskrárliðir, fyrir utan reglubundið
skátastarf með vikulegum skátafundum, voru sveitarútilega á hverri önn, þátttaka á viðburðum BÍS og skátamót innanlands og utan. Þetta hefur skilað sér í reglulegu skátastarfi þar sem festa og nauðsynleg ákveðni hefur vinninginn. - Stuðningur bæjarins og aðrar tekjur voru nýttar beint í skátastarfið eða lagðir inn á ferðareikning skátanna vegna skátamóta innanlands og erlendis. Félagið hefur líka styrkt fjölmarga á námskeið og lagt foringjum til ákveðna þóknun fyrir góð störf. - Síðast en ekki síst skiptir nærumhverfið máli. Umhverfi Mosfellsbæjar er mjög
heppilegt til skátastarfs, skátarnir eru sýnilegir í samfélaginu, við fáum inni í bæjarblaðinu, rekum heimasíðu, höldum sumarnámskeið og erum með verkefni í samstarfi við bæinn. Þessir hlutir telja allir og verða þess valdandi að fólk vill starfa með okkur (jafnvel fullorðnir). Nærumhverfi er líka sú hugmynd að nýta það sem við höfum, bæði mannskap og búnað, og láta þau tækifæri sem við fáum leiða til jákvæðrar þróunar. Þetta þarf að rækta og þetta þurfa forvígismennirnir að hafa í huga.
Er til fullkomið skátastarf?
Nei, en viðleitnin kemur okkur langt. Að lokum má segja að þegar ég lít til baka þá eru það þessi atriði sem hafa eflt skátastarfið í Mosfellsbæ og komið því þangað sem það er í dag. Starfið hefur auðvitað verið af mismiklum krafti og margir hafa komið að málum. Það sem vel hefur tekist hefur verið reynt að þróa áfram og með ákveðinni festu hefur fengist samfella í starfið. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur og fv. félagsforingi Mosverja.
SKÁTABLAÐIÐ
25
Arnór Steinn Ívarsson
Skátasveit
stofnuð í
Háskóla
Íslands
Þann 11. febrúar síðastliðinn var stofnuð fyrsta skátasveitin innan Háskóla Íslands, en hún heitir Róvetskátasveitin Aþena. Hugmyndin að nafninu kom til vegna merkis háskólans. Blaðamaður ræddi við stofnendur félagsins, þau Vigdísi Fríðu Þorvaldsdóttur og Daníel Berg Ragnarsson. Aðspurð út í hvers vegna sveitin var stofnuð segir Daníel að sumir meðlimir koma frá stöðum þar sem ekki er virkt skátastarf. „Með þátttöku í Aþenu fá þau tækifæri til að sinna skátastarfi í fyrsta skipti á ævinni, segir hann.” Vigdís tekur í sama streng og segir að allir séu velkomnir í sveitina. „Við erum að hugsa þetta sem sameiginlegan grundvöll fyrir alla skáta sem stunda nám innan Háskóla Íslands.“
26
SKÁTABLAÐIÐ
Aðdragandinn
Hugmyndin að sveitinni spratt upp á Gilwell leiðtoganámskeiði þar sem þau fengu tækifæri til þess að þróa áfram hugmynd að verkefni. „Við sáum fram á að þegar við útskrifuðumst úr framhaldsskóla, yrði frekar erfitt að sinna skátastarfi á Selfossi, búandi á höfuðborgarsvæðinu. Á leiðtoga-námskeiðinu gerðum við rammaskipulag um stofnun skátafélags, sem loks varð síðan að veruleika um hálfu ári síðar,“ segir Daníel. Algengt er að skátastarf ungs fólks á þessum aldri felist í sjálfboðavinnu og foringjastörfum þar sem skátarnir eru að gefa mikið af sér til samfélagsins. „Það er auðvitað frábært og gefandi starf en það skiptir einnig máli að fá að vera þátttakandi og sinna eigin skátastarfi,” segir Vigdís. Brottfall ungs fólks á aldrinum 19 -25 úr skátunum er mjög hátt. „Við vildum sporna gegn
þessu með því að búa til einhvern sameiginlegan völl þar sem háskólanemar geta komið saman og stundað skátastarf á eigin forsendum.” segir Vigdís. Það kom henni á óvart hve margir höfðu áhuga á því
að hún væri skáti þegar hún hóf háskólagöngu sína. „Ég hafði einhvernveginn aldrei fengið þessa athygli áður vegna skátastarfs. Ég fór svo að rekast á fleiri og fleiri sem höfðu verið skátar, og voru að spyrja mig hvað ég væri að gera sjálf í skátunum. Hugmyndin að stofna skátasveit var eiginlega bara í hausnum á mér allt fyrsta misserið,” segir Vigdís. Sveitin er búin að vekja mikinn áhuga innan veggja háskólans og var mæting á fyrsta fundinn svo góð að meðlimir ákváðu strax að hækka þátttakendaaldurinn. „Samkvæmt Róverskátabókinni er róverstarf fyrir fólk á aldrinum 19-21 árs, en allir sem mættu á stofnfundinn voru sammála því að hækka aldurinn upp í 25 ár,” segir Daníel. Á næsta ári er áætlað að bera breytinguna upp á Skátaþingi.
Dagskráin
Spurð út í dagskrá sveitarinnar segir Daníel að þau leyfi fólkinu í sveitinni að ráða för. „Til dæmis fórum við í fjallgöngu á síðasta fundi og héldum spilakvöld þar áður. Á næsta fundi stefnum við
svo á útieldun,” segir Daníel. Vigdís tekur undir og segir að skátastarf sé mjög dýrmætt starf. „Þetta snýst allt um að skapa samfélagslega virka einstaklinga sem eru meðvitaðir um umhverfið og borgaralegar skyldur sínar. Það er ástæða fyrir því að það er talið gott að vera með skátastarf í ferilskránni,” segir Vigdís. Þau eru bæði mjög spennt fyrir næsta vetri og stefna á að styrkja og efla sveitina. „Við erum komin með virkilega þéttan kjarnahóp og við viljum endilega bæta utan á hann. Svo erum við líka að viðra ýmsar hugmyndir um það hvernig við ætlum að gera okkur sýnilegri”, segir Daníel. Þau hvetja fólk til að vera óhrætt að vera með ef það hefur áhuga. „Óskin okkar er auðvitað sú að Aþena sé komin til að vera eftir að við útskrifumst. Það er líklegt að
það muni sjást meira af okkur innan háskólaveggjanna á næsta misseri þegar við förum að auglýsa starfið af alvöru,” segir Vigdís að lokum. Hönnuðir sveitarmerkisins eru: Vigdís Fríða, Daníel Bergur og Goði Falk.
Tími fyrir Ævintýri! Vormót Hraunbúa - sem er einnig þekkt sem tveggja daga sturtupartíið í Krýsuvíkinni verður haldið helgina 10. - 12. júní næstkomandi. Vormótið hefur verið haldið árlega í 75 ár en það gerir mótið að einu elsta skátamóti landsins. Þema mótsins í ár er „Tími fyrir Ævintýri!” Dagskráin er með hefðbundnu sniði og og meðal dagskrárliða eru póstar eins og útieldun, skátafótbolti, blindrarötun og vatnasafarí. Hið æsispennandi Arnarneshlaup verður á sínum stað en í því felst að þátttakendur keppast um að komast fyrstir upp Arnarnesfellið. Leitin að Móra og Skottu verður á sínum stað, mikill metnaður er lagður í að fela þau og góð verðlaun í boði. Á laugardagskvöldinu tekur svo við kvöldskemmtun sem aðeins er hægt að líkja við stemninguna á Þjóðhátíð í Eyjum. Hraunbúar hvetja alla skáta til að koma með sér í Krýsuvíkina og skella sér í alvöru útilegu! -/ritstjórn
Viðeyjarmót
Landnema
Að vanda verður Viðeyjarmót Landnema haldið í sumar, í þetta skiptið verður það síðustu helgi júnímánaðar (þ.e. 24. - 26. júní). Eins og við er að búast verður mótið haldið í Viðey og þemað í ár er Sjóræningja þema. „Viðeyjarmót verður í ár samblanda af hinni sígildu dagskrá og skemmtilegu ívafi af nýjum og spennandi verkefnum. Það má búast við skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá,” segir Egle Sipaviciute tjaldbúðastjóri Viðeyjarmóts. Hún bætir við að allir munu geta fundið sér eitthvað að gera á mótinu, sama á hvaða aldri viðkomandi er eða hversu lengi hann/hún hefur verið í skátunum. Mótið hefur lengi verið þekkt fyrir gott veður. „Ég hlakka mest til tilfinningarinnar þegar maður sólbrennur í gegnum þykkt
lag af 50+ sólarvörn,” segir Kári Brynjarsson mótsstjóri Viðeyjarmóts. Skátar eru að eigin sögn nú þegar orðnir spenntir fyrir bryggjuballinu sígilda þar sem bæði er dansað undir tónum harmonikunnar og svo „......Það er fátt skemmtilegra á Viðeyjarmóti en þegar hápunktinum er náð í Macarena dansinum á bryggjuballinu,” segir Valdís Mist í kynningarmálanefnd Viðeyjarmóts. Mótsstjórn er búin að vera á fullu í undirbúningi og verður það þangað til korter í mót. „Ég held að Landsmót eigi ekki að vera ástæða til að mæta ekki á Viðeyjarmótið“ segir Kári. „Þetta er líka frábært tækifæri til þess að grípa tjaldið, prófa búnaðinn og koma flokknum í góðu sumarstemninguna sem myndast alltaf á Viðeyjarmóti.“ -/ritstjórn
Blair Atholl Blair Atholl er alþjóðlegt skátamót fyrir útvalda skátaflokka og er haldið í Skotlandi. Mótið er haldið á 2ja ára fresti og eru um 1.000 þáttakendur í hvert sinn. Dróttskátasveit Kópa Ds. Andrómeda og Rekkaskátasveitin Rs. Group hafa tekið þátt í þessu móti í gegnum árin. Síðast fór sveit út árið 2014 og í sumar ætlar 31 Kópur úr báðum sveitum á mótið. „Það sem ég elskaði við Blair
var hversu fjölbreytt þetta var, það var dagskrá sem hentaði öllum. Þú gast valið að fara í fjallgöngu, drulluböð, kastalaskoðanir, taka við útvarpsstjórn og margt fleira. Allt í allt var þetta ein sú besta lífsreynsla sem ég hef upplifað,” sagði Fríða Rún, Kópur, sem fór á Blair Atholl árið 2014. „Maður kynnist miklu fleira fólki og mikið betur en maður myndi gera á alheimsmóti. Hver og einn flokkur er
Frá vinstri: Eva Rún, Elísa Sirry, Sonja María, Fríða Rún, Haukur og Arnar Daði.
hluti af sveit með Skotum og maður tengist fólki svo miklu betur þannig. Þegar þú ert farin að lifa með þeim á tjaldsvæðinu þá er það eins
og fjölskylda,” sagði Eva Rún, Kópur, sem líka fór á Blair Atholl árið 2014. -/ritstjórn
SKÁTABLAÐIÐ
27
Sumardagurinn
fyrsti
28
SKÁTABLAÐIÐ
Sumarverkefni dagskrárráðs
Bl ðrubolti Skemmtilegur leikur fyrir góðviðrisdaga sumarsins! Efni: Blöðrur (margar), vatn, balar eða ílát til að geyma blöðrurnar í (ef vill). Undirbúningur: Fylla blöðrurnar með vatni. Mikilvægt er að hafa nóg af blöðrum þar sem þær geta snögglega verið „úr leik“. Afmarka þarf leiksvæði með marki fyrir hvort lið. Framkvæmd: Hópnum er skipt í tvö lið og hvort lið velur sér markvörð. Markmiðið er að koma blöðrunni í mark andstæð-
inganna. Kastað er upp á hvort liðið byrjar með blöðruna, það lið reynir að komast framhjá vörn andstæðinganna til að skora. Leiktími er ákveðinn og í lok hans eru stigin talin. Reglur: Leikmaður sem er með blöðruna má eingöngu taka tvö skref áður en hann gefur hana frá sér. Það lið sem sprengir blöðruna missir réttinn og ný blaðra fer í hendur andstæðinganna.
Eftirtaldir aðilar senda skátum sínar bestu kveðjur! Heildarlisti styrktaraðila Skátablaðsins er að finna á www.skatamal.is Reykjavík Aðalverkstæðið ehf, Malarhöfða 2 Ásbjörn Ólafsson ehf, Köllunarklettsvegi 6 ÁTVR Vínbúðir, Stuðlahálsi 2 Brim hf, Bræðraborgarstíg 16 Ferðafélagið Útivist, Laugavegi 178 Flügger ehf, Stórhöfða 44 GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8 Gjögur hf, Kringlunni 7 Happdrætti Háskóla Íslands, Tjarnargötu 4 Hið íslenska reðasafn ehf, Laugavegi 116 Hótel Örkin, sjómannaheimili, Brautarholti 29 Íslenskir fjallaleiðsögumenn ehf, - s: 587 9999, Stórhöfða 33 Le Bistro - franskur bistro & vínbar, - Laugavegi 12 Pósturinn, Stórhöfða 29 Rafver hf, Skeifunni 3e Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu Sjónlag hf, Álfheimum 74 TREX-Hópferðamiðstöðin, Hesthálsi 10 Vélaverkstæðið Kistufell ehf, Tangarhöfða 13
Kópavogur Flugfreyjufélag Íslands, Hlíðasmára 15 Init ehf, Smáratorgi 3 Landmótun sf, Hamraborg 12 Svansprent ehf, Auðbrekku 12 Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Samhentir, Suðurhrauni 4 Hafnarfjörður Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4 Hagstál ehf, Brekkutröð 1 Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15 Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10 Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48 Kerfóðrun ehf, Blikaási 2 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Reykjanesbær Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf, - Framnesvegi 23 Toyota, Reykjanesbæ
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur - og nágrennis, Krossmóa 4a Verslunarmannafélag Suðurnesja - Vatnsnesvegi 14 Grindavík Bláa lónið, Svartsengi Akranes Verslunin Einar Ólafsson ehf, - Skagabraut 9-11
Dalvík Sæplast Iceland ehf, Gunnarsbraut 12 Egilsstöðum Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf, - Fagradalsbraut 11 Reyðarfjörður AFL - Starfsgreinafélag, Búðareyri 1
Þingeyri Skjólskógar á Vestfjörðum, Fjarðargötu 2
Selfoss Kvenfélag Grímsneshrepps Sveitarfélagið Árborg, Austurvegi 2
Sauðárkrókur Steinull hf, Skarðseyri 5
Hveragerði Hótel Örk, Breiðumörk 1c
Akureyri Jafnréttisstofa, Borgum v/Norðurslóð Norðurorka hf, Rangárvöllum Samherji ehf, Glerárgötu 30 Þverá, Eyjafjarðarsveit
Vestmannaeyjar Miðstöðin ehf, Strandvegi 30 Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9
SKÁTABLAÐIÐ
29
Hvernig skáti ert þú?
1. Þú ert á leið í tjaldútilegu, hvað af þessu er nauðsynlegast? a. Karabína b. Myndavél c. Svefnpokinn d. Skipulag ferðarinnar 2. Hvað er skemmtilegast af eftirfarandi þáttum? a. Óvissuferð b. Að súrra eitthvað töff. Að setjast niður og glamra á gítarinn við kvöldvökuna c. Samveran með vinunum d. Tilfinningin eftir vel heppnaða útilegu
Krossgáta Kæru lesendur, nú kemur í ljós hve vel þið hafið lesið blaðið. Krossgátan er bæði til gagns og gamans, en heppinn og lúnkinn einstaklingur gæti átt von á vinning ef vel gengur til. 1. Hvað heitir skáli Vífils? 2. Hvaða þema er á Viðeyjarmóti? 3. Hvað heitir nýi viðburðurinn á Snæfellsnesi? 4. Hvaða hérað í Bretlandi sendir 106 manna hóp á Landsmót í ár? 5. Hvaða félag sá um Drekaskátadaginn í ár? 6. Hvar var Landsmót 1986 haldið? 7. Hvaða skáta ættu allir að vera þakklátir fyrir, samkvæmt spurningakönnun Skátablaðsins? 8. Hvað heitir nýstofnaða róversveitin í Háskóla Íslands? 9. Hvað verður ekki vandamál á World Scout Moot? 10. Hvar var drekaskátadagurinn haldinn í ár? 11. Hvaða myllumerki á að nota þegar myndum úr skátastarfi er deilt á netið? 12. Hvaða dróttskátasveit var í viðtali í blaðinu? 13. Hvaða dagskrálið er nýlega búið að bæta við í sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni? 14. Hver týndist í blaðinu?
Happdrætti skátanna!
Allir sem skila inn réttum svörum eiga möguleika á verðlaunum, en svör við öllum spurningum er að finna í blaðinu. Ef þú, lesandi góður, vilt eiga möguleika á verðlaunum, þá skaltu leysa krossgátuna og senda svarið á happdraetti@skatar.is 1. júlí verður dregið úr réttum svörum og nöfn vinningshafa birt á Snapchatti skátanna, skatarnir.
30
SKÁTABLAÐIÐ
3. Hvenær er best að borða í útilegu? a. Þegar fjallstindinum er náð b. Þegar ég er svöng/svangur c. Alltaf d. Þegar matartími er samkvæmt skipulagi 4. Hvaða póst myndir þú velja af eftirfarandi? a. Klifurturninn b. Kvöldvakan c. Frjáls tími e. Hugmyndastofa
Flest A = Ævintýragjarni skátinn Þú ert týpan sem tekur skyndiákvarðanir, hoppar á næsta tækifæri og sérð sjaldan eftir útkomunni. Þig skortir aldrei nýjar sögur af því sem á daga þína hefur drifið. Þú ert ofurskáti og líður best þegar þú veist af minnst fimm útilegum á döfinni. Áskoranir halda þér gangandi og sjaldan ert þú síðasti skátinn á fjallstoppinn. Flest B = Menningarskátinn Menningarskátinn er hinn heimspekilegi skáti sem lætur sér oft bregða fyrir á bak við linsu myndavélarinnar. Hann sér heiminn með listrænum og rómantískum augum. Hann fer alltaf á IMWe (International Creative Workshop for Scouts) um páskana. Þrátt fyrir það að Ævintýraskátinn sé alltaf sá sem var fyrri til að grípa gítarinn og byrja að spila er Menningarskátinn alltaf mættur með eitt af sínum skondnu og óhefðundnu hljóðfærum. Meina - hvernig spilar maður eiginlega á skjaldböku??? Heimurinn væri ekki eins fallegur án Menningarskátans.
5. Hvenær ferðu að sofa? a. Strax eftir kvöldvökuna. Ætla að vera fersk/ur á morgun. b. Eftir kvöldkaffi og kózý/ Einhverntímann á milli 00:00 og 01:00 c. Einhverntímann seint, er hvort eð er að fara að sofa allan morgundaginn. d. Á slaginu Kyrrð 6. Tekurðu með þér tannbursta? a. Ef það er nægilegt pláss fyrir hann í bakpokanum b. Fer eftir því hversu löng ferðin er c. Nei ég týni honum örugglega einhversstaðar d. Auðvitað. Gæti ekki mögulega farið að sofa án þess að bursta 7. Hvernig sokkum klæðistu helst á skátaviðburðum a. Klárlega göngusokkum svo ég fái ekki hælsæri b. Heimagerðir sokkar eru bestu sokkarnir c. Engum, fer bara í tevum d. Þeim sokkum sem passa best við skátabúninginn 8. Hvenær viltu fara heim? a. Aldrei b. Þegar minnið í myndavélini er búið c. Þegar maturinn er búinn d. Á slaginu slit 9. Hvenær tekurðu upp úr töskunni þegar þú ert kominn heim? a. Þegar allar útilegur sumarsins eru búnar b. Um leið og ég tæmi myndavélina c. Þegar hún fer að lykta illa d. Um leið og heim er komið // á slaginu heim Flest C = Sovét skáti Þér finnst fátt skemmtilegra en að kúra í hlýjum kofa, umvafinn góðum mat og vinum. Þú ferð aldrei í útilegu með of lítið að borða. Margir myndu ef til vill spyrja sig hvað það er sem heillar við það að gera nákvæmlega það sama og aðrir myndu gera heima hjá sér, í skála, en það er eitthvað sem einungis sannir Sovét skátar skilja. Flest D = Pappírsskáti Í raun ættu allir skátar að vera þakklátir þér. Þú sinnir ómetanlegu starfi sem oft mætti meta að meiri verðleikum. Þó að pappírsskátar séu vissulega ekki endilega þeir sem halda uppi fjörinu, þá eru þeir ástæða þess að fjörið átti sér stað. Líklega er pappírskátinn sá eini sem mun skoða allar útkomurnar úr þessari könnun í þaula og reyna að staðsetja flokksmeðlimi sína upp á eigin spýtur. Skátahreyfingin er þér afar þakklát fyrir þau verkefni sem þú tekur að þér, því það eru svo sannarlega ekki allir með sömu þolhæfni.
Hvar er Bragi?
Hans er sárt saknað en hann villtist á þremur stöðum í Skátablaðinu. Ef þú finnur alla þrjá staðina, áttu möguleika á veglegum fundarverðlaunum. Sendu blaðsíðutölin inn á happdraetti@skatar.is
*Athugið að þessi könnun er einungis til gamans og því er ekki að örvænta ef einhver er ósáttur við niðurstöðuna sína.
Nú er komið að stóru stundinni í lífi hvers og eins skáta! Hér fyrir neðan gefst þér kostur á að svara könnun sem veitir þér upplýsingar um stöðu þína innan skátanna. Taktu prófið, skrifaðu niður hvar þú stendur í hverjum lið fyrir sig, teldu síðan í lokin og sjáðu hvar þú stendur á staðalímyndar skalanum.
NEYÐARNÚMERIÐ í 20 ÁR
SELTJARNARNESKAUPSTAÐUR
SKÁTABLAÐIÐ
31