Skátamál 1. tbl 2013

Page 1

Ritstjóri: Unnsteinn Jóhannsson. unnsteinn@skatar.is | Ábm: Hermann Sigurðsson | 1.tbl. 2013

Vetraráskorunin

Crean er hafin!

Vetrarfjallamenska með alþjóðlegu ívafi.

Bandalag íslenskra skáta, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Bandalag írskra skáta buðu í annað sinn upp á sameiginlegan, alþjóðlegan viðburð fyrir skáta og ungliða Landsbjargar á dróttskátaaldrinum (13 – 15 ára). Verkefnið er krefjandi útivistarævintýri hóps sem samanstendur af íslenskum og írskum skátum og ungliðum frá Landsbjörgu. Á sunnudaginn 10. febrúar hófst Vetraráskorunin þegar um 20 írskir skátar komu hingað til lands til að sækja viðburðinn. Hópur af samtals um 40 ungmennum kom sér fyrir á Útilífsmiðstöðina á Úlfljótsvatni, Hengilsvæðinu og Hellisheiðinni þar sem krefjandi og spennandi verkefni biðu þeirra sem tóku þátt. Hundasleðar og Vilborg Arnarsdóttir Þáttakendur fengu meðal annars að spreyta sig á gönguferðum, sigi og klifri, bátsferðir á Landsbjargarbátum, rathlaup, tjalda og gista í tjöldum um hávetur, skyndihjálp og rötun. Einnig hafa þau fengið fyrirlesara til að mynda frá Vilborgu Örnu Gissurardóttur pólfara, Ívari fjallaleiðsögumanni og fengið kynningu á hundasleðafélagi Íslands.

Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari

Til að taka þátt í Crean hafa þáttakendur tekið þátt í undirbúnings námskeiðum yfir tvær helgar og ýmis verkefni hafa verið lögð fyrir hópinn. En einnig hefur íslenski hópurinn verið duglegur að hittast utan þess og hönnuðu til að mynda peysu fyrir Crean. Skemmta sér vel Þáttakendur hafa náð vel saman, eru búin að mynda vinabönd og hefur hópurinn sjálfur verið að hittast og skipuleggja ýmislegt þar á meðal að hanna Crean peysur. Markmiðið er að að loknu þessu ævintýri verði skátarnir og ungliðarnir betur í stakk búnir til að takast á við útivist að vetri og sumri hvar sem er í heiminum. Það sem skátarnir læra er meðal annars fjölbreytt þjálfun í vetrarfjallamennsku, rötun & öryggisatriðum. En einnig er markmiðið að brúa bil milli menningaheima og vinna með Landsbjörgu. Þeir sem taka þátt í Crean mynda vinaskap sem endist en hópurinn frá því í fyrra hefur verið í miklu samskiptum eftir viðburðinn sjálfan. Crean nær því að sameina skemmtun, athafnarnám og ögranir, en það er einmitt það sem skátastarf snýst um.

1


Uppbygging skátasveitarinnar: Flokkakerfið

Ný innleiðingarnámskeiðsröð:

Innleiðing nýja starfsgrunnsins í 7 áföngum Leiðbeinendurnir Gísli og Inga í Landnemaheimilinu

Skátamiðstöðin hefur hafið þróun á nýjum innleiðingarnámskeiðum til að styðja við innleiðingu nýja starfsgrunnsins í áföngum. Þau eru hugsuð til að fylgja eftir fyrri innleiðingarnámskeiðum, þar sem vel var farið yfir heildarhugmynda- og aðferðafræði starfsgrunnsins. Þessi nýja námskeiðsröð er hugsuð sem ódýrara og aðgengilegra form fræðslu sem félögin geta þá nýtt sér á heimavelli eitt eða fleiri saman. Þau eru einnig styttri, fjögurra klukkustunda kvöldnámskeið með tveggja klukkustunda eftirfylgni, nokkrum vikum eða mánuðum eftir námskeiðkvöldið sjálft, allt eftir þörfum og óskum hvers félags. Fyrsta námskeiðið í námskeiðsröðinni er um uppbyggingu skátasveitarinnar og það hvernig

flokkakerfi verði komið á í fálka- og dróttskátasveitum félaganna. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gísli Örn Bragason og Ingveldur Ævarsdóttir, starfandi skátaforingjar sem hafa náð frábærum árangri í því að koma á flokkakerfi í sveitarstarfi. Seinni námskeið verða um táknræna umgjörð skátastarfs og gildagrunn, dagskrárhringinn, skátaaðferðina, fjölgun fullorðinna í skátastarfi, sérkunnáttukerfið og áfangamarkmið og þroskaferil skátans. Þau verða auglýst síðar en hugmyndin er að í framtíðinni geti hvert félag sótt sér námskeið á því stigi sem þau eru í innleiðingarferlinu. Byrjunin lofar góðu og eru þrjú félög búin að nýta sér námskeiðstilboðið fyrir sveitarforingja sína, starfsmenn og stjórnir. Frekari upplýsingar um námskeiðin er að fá í Skátamiðstöðinni.

Gleði og grín á flokkakerfisnámskeiði í Fossbúaheimilinu þar sem Fossbúar buðu Strók frá Hveragerði í heimsókn

2


Gilwell – leiðtogaþjálfun gengur vel

Síðan síðastliðið sumar þegar Gilwell – leiðtogaþjálfun hófst með nýju sniði hafa um 40 manns byrjað þjálfunina og er áætlað að fyrsti hópurinn útskrifist í maí nú í vor. Áfangakerfið hefur gefist vel t.d. vegna þess að hægt er að raða niður áföngunum bæði saman eða hverjum fyrir sig eftir þörfum. Þannig verður t.a.m. 3., 4., 5. skref boðið saman á löngu 5 daga helgarnámskeiði á Úlfljótsvatni í sumar en yfir veturinn eru

skrefin rekin í sitt hvoru lagi sem dags- og/eða helgarnámskeið. Þetta er spennandi þróunarvinna sem mun vonandi skila fleira fólki inn í öll þau spennandi verkefni sem skátahreyfingin á fyrir höndum í sínu góða starfi að ala upp sífellt fleiri sjálfstæða, virka og ábyrga einstaklinga sem eru leiðtogar í eigin lífi. Nema hvað. Við erum á góðri leið.

Gleði á Gilwell

3


Nemar frá Tómstundafræði Háskóla Íslands kynna sér skátastarf

TÓMSTUNDA- OG FÉLAGSMÁLAFRÆÐI

Nemarnir unnu í flokkum á kynningunni

Árleg heimsókn tómstundafræðinema Háskóla Íslands tókst vel og sögðust nemarnir almennt vera hissa á því hvað skátastarf sé vel skipulagt og úthugsað uppeldiskerfi. Þeir prófuðu að vinna í flokkum og skemmtu sér vel við að finna upp flokkshróp á milli fyrirlestra um nýja

starfsgrunninn. Tinni Kári Jóhannesson, tómstundafræðinemi hefur einnig verið í vettvangsnámi í Skátamiðstöðinni að kynna sér skátastarf og hugmyndafræðina að baki þess. Það er mjög ánægjulegt að sjá hina jákvæðu þróun í samskiptum Háskóla Íslands og Skátanna.

Tinni í Skátamiðstöðinni

4


TÓMSTUNDA- OG FÉLAGSMÁLAFRÆÐI

Nemar frá Tómstundafræði Háskóla Íslands kynna sér skátastarf

5


Epli á dag kemur skapinu í lag! Þetta er gamall málsháttur sem á þó afskaplega vel við í nútíma þjóðfélagi. Þetta er ekki grein um heilbrigt mataræði og hreyfingu heldur lausn fyrir foringja sem eru jafnvel orðnir ráðþrota yfir því hvernig þeir eiga að ná athygli hjá skátunum sínum. Ég er búin að vera drekaskátaforingi síðan „sautjánhundruð og súrkál“ og í haust innritaðist hjá mér í drekaskátana í Mosverjum öflugur og skemmtilegur hópur. En ég furðaði mig á því af hverju ég náði illa athygli hjá hópnum sem var á fundi á milli kl. 16 og 17. Taldi mig nú hafa það góða reynslu að ég ætti alveg að geta þetta eins og öll hin árin.... Haustið leið og enn var ég ekki búin að ná athyglinni næginlega vel til að vera ánægð með árangurinn og ég fór því að pæla í því hvað orsakaði athyglisleysið hjá hópnum. Allt í einu datt mér í hug hvort það gæti einfaldlega verið þannig að skátarnir væru svangir eða blóðsykurinn þeirra færi dvínandi á þessum tíma. Ég tók því ákvörðun um að gera tilraun

með að bjóða upp á niðurskorin epli í upphaf næsta fundar. Tveim dögum seinna frétti ég af öðrum þaulreyndum drekaskátaforingja sem hafði lent í sömu stöðu og ég. Hún notaði þá aðferð að bjóða hópnum upp á brauðsneið með smjöri. Árangurinn lét ekki á sér standa..... breytingin á hópnum var ótrúleg. Einstaklingar sem fram að þessu gátu aðeins haldið athyglinni á „gatinu á sokknum“ voru allt í einu farnir að hlusta, taka þátt og vera með af fullri athygli. Ég er búin að prófa þetta með tvo mismunandi hópa, annars vegar drekaskáta og hins vegar fálkaskátadrengi. Þetta svínvirkar á báðum aldursbilunum. Eplastundin er ekki ónýt stund. Hún er frábær til innlagnar á upplýsingum til skátanna. Auk þess sem við kennum þeim hollustu og heilbrigt mataræði.

Gangi ykkur vel! Dagga drekatemjari í Mosverjum

Ungmennaráð

Hópurinn Rödd ungra skáta var stofnaður með það markmið að fjalla um og skoða tækifæri ungs fólk til þess að hafa áhrif innan skátahreyfingarinnar, bæði í sínum skátafélögum og hjá bandalaginu. Hópurinn komst að niðurstöðu um það að skapa þyrfti vettvang þar sem ungir skátar geta haft raunveruleg áhrif á málefni sem snerta þeirra skátastarf. Eftir að hafa rætt málið og ráðfært okkur við skáta á aldrinum 16-25 ára ákváðum við að koma því til leiðar að stofnað

yrði nýtt fastaráð innan BÍS, Ungmennaráð, sem hefði það megin hlutverk að stuðla að því að þessi aldurshópur ætti sér málsvara innan stjórnar. Til þess að koma þessu til leiðar þarf að breyta lögum BÍS, þar sem þau tilgreina fjölda ráða og hlutverk þeirra. Staðreyndin er sú að flestar ákvarðanir sem tengjast reglulegri starfsemi skátahreyfingarinnar eru teknar af stjórn BÍS. Það ætti því að vera hið eðlilegasta mál, í æskulýðshreyfingu, að stjórn hefði sterka tengingu við grasrótina í gegnum aðila sem eru, eða hafa nýlega verið í virku starfi. Þannig stuðlum við að ennþá öflugra starfi með áhugasvið og rödd skátanna okkar að leiðarljósi. Við hvetjum alla til þess að kynna sér lagabreytingartillöguna og hlökkum til að ræða þetta við ykkur á Skátaþingi 2013.

Vinnuhópurinn Rödd ungra skáta

6


Örfréttir frá

Úlfljótsvatni

Viðhaldsátak hófst í KSÚ í ársbyrjun en hitaveituofnar höfðu verið settir upp í byrjun desember í svefnálmunni. Herbergin í norðurhluta svefnálmu voru pússuð og lökkuð, allar kojur skrúfaðar í sundur, pússaðar og lakkaðar. Í lok janúar var hafist handa við að skipta um glugga á suðurhlið svefnálmunnar og í framhaldinu var síðan málað og allt gert fínt og nýlakkaðar kojurnar settar upp aftur. Myndir segja meira en mörg orð – ég vona að meðfylgjandi myndir sýni hvernig herbergin í KSÍ líta út núna.

Gangurinn í svefnálmunni verður síðan tekinn í gegn – það verk er hafið. Þar næst taka við umskipti á dyraumbúnaði inn í svefnálmuna og síðan verður veggurinn við útidyrnar lagfærður. Laugardaginn 16. febrúar mætir hópur sjálfboðaliða austur – sagt verður seinna frá þeirri heimsókn og þeim viðhalds- og endurbótaframkvæmdum sem eru í burðarliðnum.

7


Sjálfboðaliðar í skátastarfi Niðurstöður rannsóknar hjá bresku skátasamtökunum benda til að allt að 77% þeirra sem ekki eru sjálfboðaliðar mundu veita aðstoð ef þeir væru beðnir beint. Til að ná uppeldismarkmiðum sínum þarf skátahreyfingin góðar leiðir til að ná og halda í nógu marga hæfa, fullorðna sjálfboðaliða. Þet ta á jafnt við um sjálfboðastörf sem snúa beint að börnum og ungmennum sem og rekstur og önnur verkefni í skátastarfi. Af hverju vill fólk gerast sjálfboðaliðar? Algengasta ástæðan fyrir því að fólk vill gerast sjálfboðaliðar í Skátunum er áhuginn á að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið en nokkrar fleiri ástæður eru til dæmis: •

Náin tengsl og vinskapur myndast meðal sjálfboðaliða

Taka þátt í ævintýrinu

Fá að hafa jákvæð áhrif á ungt fólk

Auka leiðtogafærni sína

Öðlast nýja færni sem nýtist annars staðar í lífinu

Skortur hefur verið á fullorðnum sjálfboðaliðum í skátahreyfingunni, jafnvel upp að því marki að Alþjóðahreyfing skáta hefur síðustu 20 ár unnið markvisst að tillögum að endurbótum varðandi umgjörð fullorðinna í skátastarfi og hvetur skátabandalög um allan heim til að taka upp nýja stefnu um „mannauðsstjórnun“. Skátafélög þurfa samkvæmt Alþjóðahreyfingunni að skapa skýra stefnu um „mannauðsstjórnun“ og er það meðal annarra hlutverka Bandalags íslenskra skáta að vera hverju skátafélagi á Íslandi innan handar við það verkefni. Nokkrar hindranir gegn því að fullorðnir bjóði sig fram til sjálfboðastarfa hjá Skátunum eru: •

Sjálfboðaliðarnir vita ekki að þeir geti orðið að liði

Skátafélagið hefur ekki skýra stefnu um sjálfboðastarf og hvernig á að taka á móti sjálfboðaliðanum

Sjálfboðaliðarnir halda að allt sjálfboðastarf sé til lengri tíma

Þeir vita ekki um tímabundin, stutt verkefni (t.d. bara ein helgarútilega eða eitt landsmót)

Þeir vilja ekki starfa með börnum og ungu fólki og vita ekki af öðrum verkefnum í Skátunum svo sem rekstri, fjáröflun, viðhaldi húsnæðis og útivistarsvæða o.fl.

Þeir þora ekki að starfa með börnum og ungu fólki og vita ekki af leiðtogaþjálfuninni sem er í boði hjá Skátunum fyrir hvern þann sem þarf á henni að halda

Þeir halda að aðeins skátar geti verið sjálfboðaliðar hjá Skátunum

Tillaga WOSM Allar þessar upplýsingar geta skátafélög nýtt sér til að skoða starf sitt. Skátafélög þurfa að vita hvers þau þarfnast. Þau þurfa að hafa góðan lista yfir hlutverk sem þarf að manna, verklýsingu fyrir hvert hlutverk, lista yfir færni sem kemur að gagni við að sinna því, ákveðið verklag við að bjóða hvern einasta sjálfboðaliða velkominn í hópinn þannig að honum finnist hann tilheyra, gera gagnkvæmt samkomulag við hvern og einn, viðurkenna störf sjálfboðaliðanna og stunda reglulega endurskoðun. Þetta er tillaga Alþjóðahreyfingar skáta WOSM að verkferli til að fjölga fullorðnum sjálfboðaliðum og halda þeim lengur í starfi, sem þó nokkur skátabandalög um heiminn hafa þegar gert að sinni. Meðal þeirra skilaboða sem Skátarnir þ.m.t. öll skátafélög - þurfa að gefa út á við eru: •

Skátahreyfingin er kraftmikil uppeldishreyfing

Skátastarf býður upp á ævintýri, skemmtun og þroska

Skátastarf býður upp á alhliða þroska fyrir börn og ungmenni á öllum sviðum lífsins

Sjálfboðaliðinn er hluti af hópi

Skátafélagið býður upp á sveigjanleika í sjálfboðastarfi

Ekki er krafist reynslu af skátastarfi til að gerast sjálfboðaliði heldur er öll nauðsynleg þjálfun í boði hjá skátafélaginu og Bandalagi íslenskra skáta

Samfélagið viðurkennir þá þjálfun og reynslu sem sjálfboðaliðar öðlast í starfi

Ótal leiðir eru til að safna nöfnum á nafnalista yfir allt árið, sem skátafélagið geymir hjá sér. Þegar vantar fullorðinn einstakling í tiltekið hlutverk er valið af nafnalistanum og haft samband við viðkomandi og við tekur ofangreint verkferli.

Skátarnir þurfa að láta vita af sér Góð umræða sem nefnd er hér á undan og góðar tillögur gera þó ekki gagn nema Skátarnir láti vita af sér! Fullorðnir sem ekki vita af skátastarfi á svæðinu vita ekki að þeir geta gert gagn. Langstærsti markhópurinn er foreldrar en jafnvel þeir vita ekki endilega að þeir geta gert gagn, jafnvel aðeins eina og eina kvöldstund eða eina sveitar- eða félagsútilegu. Það þarf að láta foreldra vita um skátastarfið á svæðinu og að það sé líka í þeirra þágu að það sé öflugt. Skátafélagið þarf að sýna ákveðið frumkvæði, gefa upplýsingar um hvað felst í skátastarfi, kynna skátaaðferðina til sögunnar og spyrja foreldra hvort þeir vilji gera gagn og þá í hvaða formi helst. Bandalag íslenskra skáta vinnur um þessar mundir að gerð handbókar fyrir mögulegan „mannauðsstjóra“ skátafélaga. Hugmyndin er að „mannauðsstjórinn“ sé einfaldlega fullorðinn sjálfboðaliði í skátastarfi sem sér um nafnalista mögulegra sjálfboðaliða og heldur utan um ofangreint verkferli. Hann getur verið sérstakur sjálfboðaliði, einstaklingur í stjórn skátafélagsins eða foreldrafélags þess, allt eftir stærð og eðli hvers félags. Handbókin er hagnýt og einföld til að skátafélög geti nýtt sér hana við að skapa sér eigin stefnu um starf sjálfboðaliða.

Ása Sigurlaug Harðardóttir

8


Euro Mini Jam 2013 EuroMiniJam eru “smáþjóðaleikar” skáta en þar mætast tveir flokkar frá hverri smáþjóð evrópu og taka þátt í skemmtilegum skátaþrautum. Meðal annars sólarhringshike, stórri þríþraut og tugþraut (póstaleik).

Fyrsta mótið var haldið á Íslandi 2010 en þá tóku 7 smáþjóðir þátt (www.eurominijam.com). Í sumar verður EuroMiniJam haldið í annað sinn. Mun það fara fram í Liechtenstein (http://www.euro-mini-jam.li/) dagana 27. júlí til 2. ágúst.

Fyrir hönd Íslands munu tveir flokkar taka þátt. Skátaflokkarnir sem taka þátt eru frá Mosverjum og Ægisbúum. Þemað í ár er “Dwarfs United - United we camp” sem vísar til stærðar þjóðanna sem taka þátt. Það verður gaman að fá að fylgjast með skátaflokkunum takast á við þau verkefni sem fyrir þá verða lagðir. Mun starfsfólk BÍS að sjálfsögðu senda fréttir frá mótinu á heimasíðu okkar og facebook síðunni okkar.

9


World Moot 20 ára reunion World Moot farar í fjallasal í Kandersteg 1992

Skátar sem fóru saman á World Moot í Kandersteg 1992 hittust á ný í Skátamiðstöðinni eftir 20 ár! Laugardaginn 19. janúar var haldið World Moot 1992 reunion í Skátamiðstöðinni. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og var mikil gleði, söngur og spjall langt fram eftir kvöldi. Starfsmaður í Skátamiðstöðinni kallaði hópinn saman með góðri aðstoð nokkurra í hópnum, en undirbúningur og framkvæmd kvöldsins var Gilwell – verkefni hennar á stjórnunarlínu nýju Gilwell leiðtogaþjálfunarinnar. Hópurinn ætlar að halda áfram að vera í sambandi í gegnum fésbókina. Margir í hópnum eru virkir í skátastarfi enn þann dag í dag, en lengra síðan aðrir skemmtu sér saman í góðra skátavina hópi. Það verður spennandi að sjá hvort við sjáum þá ekki fljótlega aftur í skátastarfi, því eitt sinn skáti Skátastrákar gæða sér á hlaðborði af girnilegum veitingum sem allir slógu saman í.

ávallt skáti, ekki satt? Gömlum skátahópum sem langar að rifja upp gömul og góð kynni er bent á að hafa samband við Skátamiðstöðina. Hver veit nema þinn gamli skátahópur hittist aftur?

Skemmtilegir munir frá ferðinni – matarmiðar, sérmerkt úr, appelsínugulir sjóhatta og margt fleira skemmtileg fannst í geymslum þátttakenda.

Alltaf stuð þar sem skátar koma saman

10


Landsmót 20.-27. júlí 2014 á Akureyri

11

www.jamboree.is • www.skatamot.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.