TIL
N AU
2011
ME N N I
A DV
NEFNING TIL
ARVERÐL NG
BLS 2 / MARS 2011
Bíó Paradís er rekið af sjálfseignarstofnuninni Heimili kvikmyndanna ses. Stjórn: Ari Kristinsson, form. Hrafnhildur Gunnarsdóttir Ragnar Bragason Aðsetur: Hverfisgata 54, 101 Reykjavík Sími: 411 7712 Vefur: www.bioparadis.is Framkvæmdastjóri: Lovísa Óladóttir lovisa@bioparadis.is Dagskrárstjóri: Ásgrímur Sverrisson asgrimur@bioparadis.is Rekstrarstjóri: Reynir Berg Þorvaldsson reynir@bioparadis.is Dagskrárráð: Anna María Karlsdóttir Friðrik Þór Friðriksson Halla Kristín Einarsdóttir Ottó Geir Borg Vera Sölvadóttir
Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Miðasala: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Sími: 411 7711 Miða er einnig hægt að kaupa á midi.is. Margskonar afsláttarkjör eru í boði á bioparadis.is/ adgangskort. Sýningatíma dagsins og vikunnar má sjá á forsíðu vefsins: www.bioparadis.is. Kaffihús/bar: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Kaffi, léttvín, bjór, léttar veitingar. Einnig er úrval mynddiska til sölu. ________________________ Bíó Paradís er rekið með stuðningi Reykjavíkurborgar og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
MARS 2011 / BLS 3
Á fyrstu sjö starfsmánuðum bíósins hafa tugþúsundir gesta komið að sjá hátt í 200 kvikmyndir frá 14 þjóðlöndum. Bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir, tilraunamyndir, nýjar sem gamlar. Til samanburðar sýna hin kvikmyndahúsin samanlagt um 180 kvikmyndir á ári, langflestar eru nýjar bandarískar bíómyndir. Við áætlum að sýna vel á fjórða hundrað kvikmyndir á okkar fyrsta starfsári sem endar í ágústlok. Nýjar myndir í marsmánuði koma frá Bretlandi og Bandaríkjunum, auk þess sem við sýnum nýjar og nýlegar þýskar kvikmyndir á sérstökum Þýskum kvikmyndadögum. Þar er lögð sérstök áhersla á kvikmyndir um ungt fólk á krossgötum. Sérstakar sýningar verða á japönskum gamanmyndum frá síðustu tveimur áratugum, í samvinnu við sendiráð Japans á Íslandi. Aðgangur að þessum sýningum er ókeypis. Marsmánuður er helgaður franska meistaranum Jacques Demy hvers myndir er óhætt að telja með helstu gersemum kvikmyndasögunnar. Má þar t.d. nefna Regnhlífarnar í Cherbourg með Catherine Deneuve og Lola með Anouk Aimeé. Sýningarnar eru í samstarfi við Alliance Francaise.
KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS
GÓÐIR GESTIR Í MARS
Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands sækja reglulega tíma í kvikmyndasögu auk annars í Bíó Paradís.
Þá viljum við vekja sérstaka athygli á heimsókn hins kunna bandaríska framleiðanda Christine Vachon. Hún mun halda fyrirlestur um framleiðslu óháðra kvikmynda í heiminum, en Vachon hefur framleitt myndir margra af helstu óháðu leikstjórum Bandaríkjanna, eins og t.d. Todd Haynes, Todd Solondsz, Rose Troche, Mark Romanek og Mary Harron. Við munum einnig sýna úrval þeirra mynda sem hún hefur framleitt. Að síðustu minnum við á hinar fjölbreyttu sérsýningar sem eru fastur liður í bíóinu. Í mars bætist við ný dagskrá helguð sci-fi myndum, auk þess sem áfram er boðið uppá hrollvekjur, költmyndir, arkitektúr í kvikmyndum og fjölmargt annað. PS: Á dögunum fengum við tilnefningu til Menningarverðlauna DV 2011. Við þökkum kærlega fyrir það! Góðar stundir í Paradís!
BLS 4 / NÝJAR MYNDIR / MARS 2011
Michelle Williams og Ryan Gosling eru einhverjir áhugaverðustu ungu leikararnir vestanhafs í dag og þykja standa sig afbragðsvel í Blue Valentine.
BLUE VALENTINE Í BLÁUM SKUGGA
____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010 / LENGD: 112 MÍN. / LAND: BANDARÍKIN / TEXTI: ÍSLENSKUR / LEIKSTJÓRI: DEREK CIANFRANCE / AÐALHLUTVERK: RYAN GOSLING, MICHELLE WILLIAMS. ____________________________________________________________________
Myndin lýsir giftu pari, Dean og Cindy, og skiptir milli mismunandi tímaskeiða í sambandi þeirra; upphafsins þegar þau kynntust og núsins þar sem sambandið hangir á bláþræði. Michelle Williams var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Myndin hefur auk þess hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga. Roger Ebert segir hana lýsa “með mikilli næmni upphafi og hnignun sambands. Þessi mynd verður til í smáatriðunum.” SÝND FRÁ 11. MARS Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is
MARS 2011 / NÝJAR MYNDIR / BLS 5
Einbeittir en frekar lánlausir hryðjuverkamenn í Bretlandi vilja vega mann og annan í Four Lions eftir Chris Morris, meinfyndinni gamanmynd sem fengið hefur afbragðs dóma.
FOUR LIONS
Í SAMVINNU VIÐ
FJÖGUR LJÓN
____________________________________________________________________ TEGUND OG ÁR: LEIKIN MYND, 2010. LENGD: 97 MÍN. LAND: BRETLAND. TEXTI: ÍSLENSKUR. LEIKSTJÓRI: CHRIS MORRIS. AÐALHLUTVERK: WILL ADAMSDALE, RIZ AHMED OG ADEEL AKHTAR. ____________________________________________________________________
Hópur einbeittra en afar lánlausra hryðjuverkamanna frá Sheffield, Englandi leggja á ráðin um sjálfsmorðssprengjuárás í borginni. Kolsvört bresk kómedía sem vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni á síðasta ári. Chris Morris vann nýlega til BAFTA verðlauna fyrir þessa frumraun sína. Þá hefur myndin hlotið afbragðs dóma gagnrýnenda og var m.a. valin ein af 10 bestu myndum ársins 2010 í Time Magazine. SÝND FRÁ 25. MARS Sýningatímar dagsins og vikunnar á forsíðu bioparadis.is
BLS 6 / JAPÖNSK KVIKMYNDAHELGI / MARS 2011
GRÍN OG GAMAN FRÁ JAPAN
____________________________________________________________________ SENDIRÁÐ JAPANS Á ÍSLANDI BÝÐUR ÞÉR UPPÁ ÚRVAL JAPANSKRA KVIKMYNDA, SEM NOTIÐ HAFA MIKILLA VINSÆLDA Í HEIMALANDINU. MYNDIRNAR ERU SÝNDAR FRÁ FIMMTUDEGINUM 10. MARS TIL SUNNUDAGSINS 13. MARS MEÐ ENSKUM TEXTA. AÐGANGUR ER ÓKEYPIS. ____________________________________________________________________
ALWAYS: SUNSET ON THIRD STREET 2
2007 / 11. MARS KL. 20:00
LEIKSTJÓRI: TAKASHI YAMAZAKI. AÐALHLUTVERK: MAKI HORIKITA, HIDETAKA YOSHIOKA, KOYUKI OG SHINICHI TSUTSUMI.
FREE AND EASY (SPECIAL VERSION) 1994 / 10. MARS KL. 20:00
LEIKSTJÓRI: AZUMA MORISAKI. AÐALHLUTVERK: TOSHIYUKI NISHIDA, RENTARÔ MIKUNI OG ERI ISHIDA.
Sérstök útgáfa af vinsælli gamanseríu sem byggð er á japanskri „manga“ um tvo veiðifélaga, Densuke og Ichinosuke yfirmann hans og uppátæki þeirra. Í þessari mynd fer Densuke að gruna að Ichinosuke haldi við konu sína og einsetur sér að komast til botns í málinu.
Fjölpersónusaga um ástir og örlög nokkurra íbúa í einu af verkamannahverfum Tókýó. Sagan gerist 1959 þegar japanska efnahagsundrið er í uppsiglingu.
HR. KATSUHIRO NATSUME FRÁ SENDIRÁÐI JAPANS MUN HALDA STUTT ERINDI VIÐ UPPHAF JAPANSKRA DAGA, FIMMTUDAGINN 10. MARS KL. 19:30. ALLIR VELKOMNIR MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR.
MARS 2011 / JAPÖNSK KVIKMYNDAHELGI / BLS 7
teiknimyndasögum sem fjalla um hina 9 ára Chibi Maruko-chan og uppátæki hennar í skólanum.
Uehara fjölskyldan stendur fast á sínu í South Bound.
SOUTH BOUND
2007 / 12. MARS KL. 20:00
LEIKSTJÓRI: YOSHIMITSU MORITA AÐALHLUTVERK: ETSUSHI TOYOKAWA, YÛKI AMAMI, SHUTO TANABE OG KEIKO KITAGAWA.
Lífið og efnahagsástandið eru ekki nægilega kurteis við Uehara fjölskylduna í Tókýó að þeirra mati og þau ákveða að flytja til smáeyjar undan strönd Okinawa. Þau setjast að í yfirgefnu húsi en brátt kemur babb í bátinn þegar verktakar vilja fjölskylduna burt úr húsinu. Fjölskyldan ákveður að standa sameinuð um að verja heimili sitt.
TORA-SAN TO THE RESCUE 1995 / 13. MARS KL. 20:00
LEIKSTJÓRI: YOJI YAMADA. AÐALHLUTVERK: KIYOSHI ATSUMI, RURIKO ASAOKA OG HIDETAKA YOSHIOKA.
Síðasti hluti frægrar kvikmyndaseríu. Nostalgísk og hjartahlý kómedía um ástarraunir og tilheyrandi misskilning. Atsumi Kyoshi (Tora-san) var afar dáður í Japan og syrgður af allri þjóðinni við andlát sitt skömmu eftir frumsýningu þessarar myndar.
AÐEINS SÝNDAR
CHIBI MARUKO-CHAN
1990 / 13. MARS KL. 16:00
LEIKSTJÓRI: TSUTOMU SHIBAYAMA.
Teiknimynd byggð á vinsælum
10.-13. MARS ÓKEYPIS AÐGANGUR!
BLS 8 / JACQUES DEMY MÁNUÐUR / MARS 2011
HVER MYND SÝND ÞRISVAR UM SITTHVORA HELGI
JACQUES DEM LOLA / LOLA, 1
Roland, ungur ma að fóta sig í lífinu ann Lolu og verðu Hún ber hinsvega barnsfaðir hennar hún var ólétt, snúi til dans- og söngv einnig til leikstjóra Ótrúlega vel hepp fegurð og eftirsjá.
4.-6. MARS LES PARAPLUIES DE CHERBOURG REGNHLÍFARNAR Í CHERBOURG, 1964 Hin klassíska söngvamynd um unga elskendur sem ná ekki að eigast. Tónlist Michel Legrand er sem sætasta hunang. Hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin á sínum tíma og gerði Catherine Deneuve að stjörnu.
18.-20. MARS
LA BAIE DE ANGES / ENGLA
Jackie og g Jean eru ung og ástfan Þau Þa eru einnig langt leid sspilafíklar. p Ástin blómst fyrstu f r og heppnin er me fy sspilavítinu. p En hvað ge llukkan u snýst gegn þeim ffara a að tapa peningum JJeanne e Moreu.
11.-13. MARS
MARS 2011 / JACQUES DEMY MÁNUÐUR / BLS 9
Í SAMVINNU VIÐ ALLIANCE FRANCAISE
MY MÁNUÐUR!
960
aður sem á erfitt með , hittir kabarettdansarur ástfanginn af henni. ar þá von í brjósti að r sem yfirgaf hana þegar i aftur. Myndin er hylling vamynda Hollywood en ans Max Ophuls. pnuð frumraun, full af . Með Anouk Aimeé.
LES DEMOISELLES DE ROCHEFORT STÚLKURNAR FRÁ ROCHEFORT, 19677
25.-27. MARS
AFLÓI, 1962
gin. ddir rar í eð þeim í erist þegar m og þau m? Með
Tvíburasysturnar Delphine og Solange búa í hafnarbænum Rochefort þar sem þær kenna dans ans og söng. Þær dreymir um að slá í gegn í tónlistarheiminum og finna a ástina ásti tina na a í llífi ífi fi sínu en átta sig ekki á að „hinir einu réttu“ eru beint fyrir framan nefið á þeim.
JACQUES DEMY er algerlega sér á parti meðal evrópskra leikstjóra, rómantíker og fagurkeri sem unni dans- og söngvamyndum Hollywood en tók þá hefð og gerði að sinni með ómótstæðilegri blöndu angurværðar og lífsgleði.
BLS 10 / NÝJAR ÞÝSKAR MYNDIR / MARS 2011
Sibel Kekilli leikur Umay, unga konu af tyrkneskum uppruna, sem þarf að berjast við fjölskyldu sína fyrir sjálfstæði sínu í Die Fremde (Hinum ókunnugu).
ÞÝSKIR KVIKMYNDADAGAR 17.-27. MARS
Það er okkur sérstök ánægja að kynna Þýska kvikmyndadaga frá 17.-27. mars í samvinnu við RIFF, Goethe Institut, Þýsk-íslenska verslunarráðið, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og RÚV. Flestar myndirnar fjalla á einn eða annan hátt um ungt fólk á krossgötum. Opnunarmyndin er Poll (Dagbækurnar frá Poll) eftir Chris Kraus en sérstök dagskrá verður með myndum hans. Kraus hlaut verðlaun á RIFF 2007 fyrir kvikmyndina Vier Minuten (Fjórar mínútur). Alls verða sýndar tíu nýjar og nýlegar myndir frá þessu forna kvikmyndaveldi, sem á undanförnum árum hefur gengið í gegnum hressilega endurnýjun lífdaganna. Myndirnar eru sýndar með enskum texta. Sýningartíma má finna á www.bioparadis.is
MARS 2011 / NÝJAR ÞÝSKAR MYNDIR / BLS 11
DREI (ÞRÍHYRNINGUR) 2010
LEIKSTJÓRI: TOM TYKWER. AÐALHLUTVERK: SOPHIE ROIS, SEBASTIAN SCHIPPER OG DEVID STRIESOW.
sem finnur óútgefið handrit í kommóðuskúffu. Til að ganga í augun á stúlku heldur David því fram að hann sé höfundur handritsins. Þegar handritið verður að metsölubók birtist raunverulegur höfundur þess og byrjar að taka yfir líf David. Íslandsvinurinn Daniel Brühl fer með aðalhlutverk.
Eftir glæsilegan feril á alþjóðavettvangi snýr Tom Tykwer aftur til heimalandsins með þessu gamandrama um par á fimmtugsaldri sem verður ástfangið í sitthvoru lagi af sama manninum! Upphefst mikið leynimakk en málin flækjast enn frekar þegar konan verður ólétt.
DIE FREMDE (HINIR ÓKUNNUGU) 2010
LEIKSTJÓRI: FEO ALADAG. AÐALHLUTVERK: SIBEL KEKILLI, NIZAM SCHILLER OG DERYA ALABORA.
Umay er ung kona af tyrkneskum uppruna sem berst fyrir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi í Þýskalandi gegn vilja fjölskyldu sinnar. Barátta hennar leiðir til mikilla átaka innan fjölskyldunnar og setur líf hennar í hættu.
LILA, LILA 2009
LEIKSTJÓRI: ALAIN GSPONER. AÐALHLUTVERK: DANIEL BRÜHL, HANNAH HERZPRUNG OG HENRY HÜBCHEN.
Gamanmynd um þjóninn David
RENN, WENN DU KANNST (HLAUPTU EF ÞÚ GETUR) 2010 LEIKSTJÓRI: DIETRICH BRÜGGEMANN. AÐALHLUTVERK: ROBERT GWISDEK, JACOB MATSCHENZ OG ANNA BRÜGGEMANN.
Ben þarf að eyða restinni af ævinni í hjólastól. Ástin er ekki inni í myndinni fyrir fatlað fólk, tjáir hann Christian, sjálfboðaliða sem aðstoðar hann við dagleg störf. Annika er að læra að spila á selló og Ben fylgist með henni hjóla fram hjá íbúðinni sinni á hverjum degi. Það er ekki fyrr en Christian rekst á Anniku fyrir utan íbúðina að þau þrjú kynnast, verða vinir og loks ástfangin. Þessi ástarþríhyrningur á eftir að reyna á vináttu þeirra allra. (framhald á næstu síðu)
BLS 12 / NÝJAR ÞÝSKAR MYNDIR / MARS 2011
SASCHA 2010
LEIKSTJÓRI: DENNIS TODOROVIC. AÐALHLUTVERK: SASCHA KEKEZ, PREDRAG BJELAC OG LJUBISA GRUICIC.
Sascha er miður sín þegar píanókennarinn hans, herra Weber, segir honum að hann sé að yfirgefa bæinn fyrir fullt og allt. Sascha er í ástarsorg og eina manneskjan sem hann getur treyst fyrir tilfinningum sínum er Jiao, besta vinkona hans. Sascha er ánægður með að pabbi hans, sem haldinn er mikilli hommafóbíu, haldi að Jiao sé kærastan hans. Málin flækjast hins vegar svo um munar þegar yngri bróðir Sasha byrjar í ástarsambandi með Jiao.
GOETHE! 2010
LEIKSTJÓRI: PHILIPP STÖLZL. AÐALHLUTVERK: ALEXANDER FEHLING, MIRIAM STEIN OG MORITZ BLEIBTREU.
Mótunarár hins þýska höfuðskálds fá hér skemmtilega meðferð. Áður en Johann Wolfgang von Goethe skrifaði Raunir Werthers unga, einhverja áhrifamestu bók um ástarflækjur og -sorgir sem skrifuð hefur verið,
gekk hann sjálfur í gegnum eldskírn sem er viðfangsefni þessarar myndar. Hinn ungi Goethe slær slöku við í náminu og fær sér vinnu hjá dómara. Hann heldur áfram að skrifa gegn vilja föðurs síns og dag einn hittir hann hina dásamlegu Lotte. Ástarbál blossar upp milli þeirra en vandinn er að hún hefur verið lofuð öðrum. Þessi uppákoma átti eftir að breyti gangi bókmenntasögunnar.
DER MANN DER ÜBER AUTOS SPRANG MAÐURINN SEM STÖKK YFIR BÍLA
LEIKSTJÓRI: NICK BAKER-MONTEYS. AÐALHLUTVERK: ROBERT STADLOBER, JESSICA SCHWARZ OG PETER BECKER
Ungur maður trúir því að með því að labba frá Berlín til Stuttgart geti hann læknað föður vinar síns sem þjáist af hjartasjúkdómi.
MARS 2011 / NÝJAR ÞÝSKAR MYNDIR / BLS 13
Í BRENNIDEPLI:
CHRIS KRAUS er einhver athyglisverðasti leikstjóri Þjóðverja um þessar mundir. Er skemmst að minnast myndar hans Vier Minuten (Fjórar mínútur) sem farið hefur sigurför um heimsbyggðina og var m.a. verðlaunuð á RIFF hátíðinni 2007. Við sýnum hana, auk nýjustu myndar hans, Poll, og eina eldri að auki.
............................
POLL (OPNUNARMYND) (DAGBÆKURNAR FRÁ POLL) 2010 Oda, ung stúlka af þýskum aðalsættum, snýr aftur til ættaróðals fjölskyldunnar við Eystrasaltið eftir lát móður sinnar. Fyrri heimsstyrjöldin er skammt undan. Oda rekst á ungan og særðan eistneskan stjórnleysingja og ákveður að hjúkra honum með leynd, vitandi um áhættuna sem fylgir.
............................................................
SCHERBENTANZ
VIER MINUTEN
(GLERBROT) 2002 Jesko er með krabbamein og aðeins beinmergur móður hans getur bjargað honum. Vandinn er að hún truflaðist á geði 20 árum fyrr, yfirgaf Jesko og gerðist dópisti.
(FJÓRAR MÍNÚTUR) 2005 Örlög tveggja kvenna fléttast saman í sögu sem vekur upp spurningar um tilgang lífsins, frelsi, köllun og hæfileika. Fortíð beggja geymir leyndarmál sem hafa mótað þær og fjötrað.
BLS 14 / FASTIR LIÐIR / MARS 2011
FASTIR LIÐIR
OG SÉRSÝNINGAR
____________________________________________________________________ Í HVERJUM MÁNUÐI BÝÐUR BÍÓ PARADÍS UPPÁ SÉRSTAKAR DAGSKRÁR ÞAR SEM SÝNDAR ERU KVIKMYNDIR UM MARGVÍSLEG AFMÖRKUÐ EFNI. VERÐ ER OFT LÆGRA Á ÞESSAR SÝNINGAR OG ÖLLUM ER HEIMILL AÐGANGUR. ____________________________________________________________________
ÚRBANIKKA
MINI-CINÉ
KVIKMYNDIR OG ARKITEKTÚR.
ÓHÁÐAR, “MICROCINEMA”
8. MARS: MON ONCLE
24. MARS: NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR.
Jacques Tati, 1958 Herra Hulot berst hetjulegri en vonlausri baráttu við nútímatækni.
FOOD AND FUN SÉRVIÐBURÐUR.
12. MARS KL. 16:30: AMAZING ICELAND (FRÍTT INN) Kynningarmynd um náttúru Íslands. Matur og drykkur.
ZARDOZ
SCI-FI MYNDIR.
25. MARS: THE TERMINATOR / ROBOCOP
Tvöföld sýning (double bill) á þessum klassísku sci-fi myndum Cameron og Verhoeven frá 1984 og 1987.
ARNARHREIÐRIÐ “KÖLT”MYNDIR.
ÞJÓÐKIRKJAN SÉRVIÐBURÐUR.
14. MARS KL. 20: LIILJUR VALLARINS (FRÍTT INN)
Þorsteinn Jónsson, 2010 Sr Gunnar Kristjánsson og söfnuður hans í Kjósinni.
26. MARS: FISTFUL OF DYNAMITE
Sergio Leone, 1971 James Coburn og Rod Steiger töffarast í Mexíkó.
KINO-KLÚBBURINN
TILRAUNAMYNDIR, “AVANT-GARDE”.
HUGVÍSINDAMARS SÉRVIÐBURÐUR.
19. MARS KL. 13: LA CIÉNAGA (FRÍTT INN)
Lucrecia Martel, 2001 Hitabylgja þrúgar tvær fjölskyldur í þessu meistaraverki frá Argentínu.
SLÓÐAVINIR SÉRVIÐBURÐUR.
23. MARS: ÓNEFND VÉLHJÓLAMYND
Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir.
27. MARS: NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR.
ÞÖGLAR MYNDIR
MEÐ ODDNÝJU SEN KVIKM.FRÆÐINGI.
31. MARS: DER LEITZTE MANN (Sá hlær best...)
F.W. Murnau, 1924 Aldraður dyravörður missir starf sitt og uppsker neikvæð viðbrögð frá fjölskyldu, vinum og samfélaginu. Oddný Sen flytur stutt erindi á undan sýningu myndarinnar.
MARS 2011 / CHRISTINE VACHON / BLS 15
CHRISTINE VACHON FRAMLEIÐANDI
____________________________________________________________________ CHRISTINE VACHON ER EINN KUNNASTI FRAMLEIÐANDI ÓHÁÐRA KVIKMYNDA Í BANDARÍKJUNUM. MEÐAL MYNDA SEM HÚN HEFUR FRAMLEITT MÁ NEFNA FAR FROM HEAVEN, BOYS DON’T CRY (HLAUT ÓSKARSVERÐLAUN), ONE HOUR PHOTO, HAPPINESS, VELVET GOLDMINE, SAFE, I SHOT ANDY WARHOL, GO FISH, OG I’M NOT THERE. ____________________________________________________________________
Það er okkur sérstök ánægja að kynna heimsókn hins kunna kvikmyndaframleiðanda Christine Vachon, í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Vachon mun flytja sérstakan fyrirlestur fyrir kvikmyndaframleiðendur og ræða um framleiðslu óháðra kvikmynda í heiminum í dag. Föstudagskvöldið 25. mars kl. 20 verður Vachon viðstödd sýningu myndarinnar BOYS DON’T CRY (leikstjóri: Kimberley Pierce) sem hún framleiddi 1999, en Hilary Swank hlaut Óskarsverðlaunin fyrir aðalhlutverk þeirrar myndar. Vachon mun svara spurningum áhorfenda eftir sýningu. Jafnframt munum við sýna þrjár aðrar kvikmyndir sem Vachon hefur framleitt, helgina 25.-27. mars: FAR FROM HEAVEN TODD HAYNES, 2002 ONE HOUR PHOTO MARK ROMANEK, 2002 THEN SHE FOUND ME HELEN HUNT, 2008
EKKI MISSA AF ÞESSU!
Sjá sýningartíma á bioparadis.is og midi.is.