Xn listinn2014

Page 1

Sýnum frumkvæði og mótum framtíðina!

N listinn mun áfram leggja sitt af mörkum til að standa vörð um hagsmuni íbúa Sveitarfélagsins Garðs undir kjörorðunum:

Virðing, samvinna og ábyrgð! N listinn beitir sér fyrir opinni og lýðræðislegri stjórnsýslu í sátt og samvinnu við íbúa.

Lesa má stefnuskrá listans á vef N listans: nlistinn.is og á Facebook


Markmið N listans tímabilið 2014 - 2018 N listinn er þverpólitískur listi. Setjum X við: • •

N listann, sem kallar eftir raunverulegu íbúalýðræði og aðkomu bæjarbúa að stærri ákvörðunum. N listann - fyrst og fremst fyrir fólkið.

Áhersla verður m.a. lögð á: • að fullgera umhverfisstefnu Garðs og að Garður verði umhverfisvænt bæjarfélag. • að komið sé fram við alla af virðingu. • að frárennslismál verði bætt og áætlun gerð til að mæta lögum og reglugerðum þar um. • að lystigarðurinn Bræðraborg fái tilhlýðandi virðingu og merktur sem almenningsgarður. • að upptökur bæjarstjórnarfunda verði á heimasíðu sveitarfélagsins og að íbúalýðræði fest í sessi sem sjálfsagður hluti bæjarbragsins. • að viðhorf íbúa til þjónustu verði könnuð með reglubundnum hætti til að tryggja að hún standist kröfur og væntingar. • að fjölskyldustefna bæjarins verði höfð að leiðarljósi við að gera Garðinn að enn fjölskylduvænni bæ. • að mat á skólastarfi verði sjálfsagður þáttur í starfi kennara og annarra starfsmanna og að umbótaáætlanir sem matinu fylgja verði nýttar til að bæta skólastarfið. • að efla til vegs og virðingar mátt verk- og listgreina í skólastarfi. • að samræma námsleiðir milli grunnskóla og framhaldsskóla. • að samgöngur gangi alla leið í Út-Garðinn. • að unnið verði að því að fá sprotafyrirtæki í sveitarfélagið. • að Samkomuhúsið fái tilhlýðandi lagfæringu og verði nýtt til ýmisskonar menningarviðburða. • að aðstaða verði bætt á Garðskaga fyrir ferðamenn, sjósundsfólk og fuglaskoðunarfólk í áframhaldandi samstarfi við Fuglavernd. • að vinna að eflingu ferðaþjónustu með skipulagðri markaðssetningu og greiningu á kostum svæðisins fyrir tiltekna hópa. • að allar stofnanir sveitarfélagsins verði grænni. • að fjölga gangbrautum við Garðbraut og hliðargötum í miðbænum. • að umhverfi og aðkoma við Útskálakirkju verði stórlega bætt. • að lóð skólans verði fullgerð. • að efla samvinna við Lista- og menningarfélagið. • að Vitavarðarhúsið verði lagfært og nýtt sem gestavinnustofa listamanna.


• Hlúð verði áfram að skólum sveitarfélagsins, þeir eru hjarta þess. • Tómstundagreiðslum verði komið á vegna tómstundaþátttöku barna og unglinga. • Leitað verði samstarfs við eldri borgara þar sem þeir miðla þekkingu sinni á náttúru og sögu svæðisins til komandi kynslóða. Tengjast hverjum árgangi grunnskólans með sagnaferðum sem t.d. farnar yrðu á haustin og á vorin. Ungur nemur gamall temur. • Vinna á markvissan hátt gegn fordómum með aðferðum sem stuðla að gagnkvæmri aðlögun. Sérstaka áherslu ber að leggja á fyrirbyggjandi starf, fræðslu um fordóma og fjölmenningarlega kennslu innan uppeldisstofnana. Fólk af erlendum uppruna eiga að vera neytendur og veitendur í samfélaginu og þekking og menntun þess á að nýtast bæði þeim og öðrum íbúum. Unnið skal út frá því að þeir fái störf við hæfi og sömu tækifæri og aðrir til að miðla samfélaginu af hæfileikum sínum, reynslu og menntun. • Finna samhljóm umhverfis í Garðinum og þess að sækja sér orku, innblástur, hugarró og hvíld, markaðssetja þessa sérstöðu. • Aðstaða til frístundaiðkunar bættar við Gerðabryggjuna og svæðið í kring, snyrta og gera bryggjuna einstaka, mála á vegginn, setja blóm o.s.frv. • Kostir bryggjunnar nýttir fyrir kafara og veiðimenn, aðstaða sköpuð fyrir sjósund og aðgengi að drykkjarvatni. Garðurinn er sveit í bæ við höfuðborg í nálægð við alþjóðaflugvöll. Þessa kosti þarf að markaðsetja í samvinnu við Markaðsstofu Suðurnesja. • Útsýni er einstakt yfir Faxaflóann, Snæfellsjökul, sólarlagið og norðurljósin. Gera þarf ráð fyrir útsýnispöllum eða búa til staði með bekkjum þar sem fólk getur sest og dáðst að þessum náttúruundrum. Ferðaþjónusta tengist flestum sviðum samfélagsins og hefur áhrif á aðrar atvinnugreinar og skapar atvinnu fyrir heimamenn. • Íbúaþing haldið árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og til að gefa íbúum tækifæri til að koma að mótun stefnu bæjarins. • Áhersla lögð á handverk, myndlist og tónlist heimamanna sem og innfluttra atburða sem henta vel fyrir svæðið. • Útilistaverk kjörtímabilsins valið með það í huga að það veki eftirtekt innanlands sem utan og sé í senn frumlegt, fallegt og djarft. • Áhersla verði lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir fólk með fötlun, fólk með fötlun er ekki einsleitur hópur heldur einstaklingar með fjölbreytilegar þarfir.

Kynntu þér málefnin á vef N listans á www. nlistinn.is


Kynning á frambjóðendum

N listans

til bæjarstjórnarkosninga 31. maí 2014.

Virðing, samvinna og ábyrgð! 1. sæti

2. sæti

3. sæti

4. sæti

Álfhildur Sigurjónsdóttir er 48 ára verslunarmaður og starfar í verslun 66°norður og Rammagerðarinnar í FLE. Álfhildur vill hafa áhrif á að Garðurinn blómstri sem líflegur fjölskyldubær, að hlustað verði á raddir bæjarbúa og að íbúalýðræði verði virkt. Álfhildur leggur áherslu á menningarstarf með ungmenni í huga sem og bæjarbúa alla.

Ólafur Ágúst Hlíðarsson er 23 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig æfir hann fótbolta með Knattspyrnufélagi Víði. Ólafur er að stíga sín fyrstu skref á sviði stjórnmálanna en hefur alltaf haft áhuga á málefnum bæjarfélagsins. Hann vill leggja sitt að mörkum til að efla það og hafa áhrif á uppbyggingu Garðsins. Hans aðal áherslumál eru íþrótta- og æskulýðsmál.

5. sæti

6. sæti

Jónína Holm er 52 ára grunnskólakennari og bæjarfulltrúi. Áherslur Jónínu er þverpólitísk samvinna í bæjarstjórn. Íbúar eiga að fá að taka ákvörðun um áherslur og forgangsröðun framkvæmda í bæjarfélaginu með rafrænni kosningu. Málefni fjölskyldna, skóla og velferðarmála eru henni einnig mjög hugleikin. Jónína býður fram krafta sína með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi fyrir alla Garðbúa.

Heiðrún Tara Stefánsdóttir er 27 ára nemi við Háskólabrú Keilis. Heiðrún Tara býður sig fram fyrir hönd N listans af umhyggju fyrir bæjarfélagi okkar. Hún vill breyta til í æskulýðsmálum hér með því að koma á frístundastyrk þannig að öll börn í Garðinum standi jafnfætist hvað íþrótta og áhugamál varðar.

Pálmi Steinar Guðmundsson er 45 ára húsasmiður og bæjarfulltrúi. Pálmi býður sig aftur fram fyrir N listann því stefna listans stendur fyrir raunverulegu íbúalýðræði, þar sem íbúarnir hafa tækifæri til að hafa bein áhrif á bæjarmálin með öðrum hætti en bara að kjósa á fjögurra ára fresti

Bragi Einarsson er 53 ára og er menntaður grafískur hönnuður og framhaldsskólakennari. Hann leggur áherslu á félagsmál og hefur hug á að beita sér fyrir eflingu frístundaþátttöku ungmenna með aðaláherslu á ýmiskonar listgreinar svo sem leiklist, myndlist og ljósmyndun. Hann vill stuðla að bættu samfélagi þar sem mismunandi skoðanir fá að njóta sín.


8. sæti

7. sæti

Helgi Þór Jónsson er 19 ára nýstúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Helgi æfir knattspyrnu með Víðir í Garði. Hann vil gera allt sem hann getur til þess að gera Garðinn betri í dag en í gær. Áherslumál hans eru íbúalýðræði og æskulýðsmál.

Sigurbjörg Ragnarsdóttir er 58 ára, hún stafar hjá Inspired by Iceland (10-11) í Flugstöð Leifs Eiríksonar. Sigurbjörg hefur starfað við fiskvinnslu í tæplega 35 ár. Hún er lærður bowentæknir og hefur einnig lært slökunarnudd hjá Reyni Katrínar. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum samskiptum og öllu því sem að mannkærleika snýr.

9. sæti

10. sæti

Díana Ester Einarsdóttir er 34 ára stuðningsfulltrúi við Gerðaskóla og 4ra (bráðum 5) barna móðir. Aðaláherslur hennar eru tómstunda- og æskulýðsmál og fjölskyldan. Einnig leggur hún áherslu á bættar almenningssamgöngur.

Markús Finnbjörnsson er 35 ára menntaður flugvirki og vinnur hjá Icelandair Technical Services. Markús Arnar leggur áherslu á fjölskyldumál og íþrótta- og æskulýðsmál, enda mun unga kynslóðin erfa þetta land. Markús er mikill umhverfissinni og vill bæta umhverfi Garðsins. Hann vill efla hvatagreiðslur svo að öll börn sitji við sama borð og þar sem áhugi þeirra liggur.

11. sæti

12. sæti

13. sæti

14. sæti

Ásta Óskarsdóttir er 58 ára, grunnskólakennari og listmeðferðarfræðingur. Hún á 2 uppkomnar dætur og 2 barnabörn. Ásta hefur áhuga á að leggja N-listanum lið í komandi sveitastjórnarkosningum með áherslu á jákvæða og heiðarlega samvinnu að bættum bæjarbrag Garðs, mannauð, mennta-og umhverfismál.

Viggó Benediktsson, er 62 ára húsasmiður. Ástæða þess að hann gefur nú kost á sér fyrir N-listann er að hann vill hjálpa til við að vernda sjálfstæði sveitarfélagsins og tryggja fjárhagsstöðu þess og vill hann veg Garðsins sem mestan og bestan.

Jón Sverrir Garðarsson er 68 ára búfræðingur og mjólkurfræðingur, starfaði síðasta áratuginn í Emmess ísgerðinni en var lengst af mjólkursamlagsstjóri á Patreksfirði. Jón sat í stjórn Eyrarsparisjóðs, Patreksfirði í áratug. Jón Sverrir hefur víðtæka reynslu og góðan tíma til sinna góðum verkum fyrir Garðinn. Áherslur í bæjarmálum er heiðarleg stjórnsýsla, atvinnumál og skipulagsmál.

Þorbjörg Bergsdóttir er 74 ára atvinnurekandi. Bobba hefur um árabil unnið ötullega að málefnum innflytjenda, setið í jafnréttisnefnd og fleiri nefndum. Hún vill sjá Garðbúa sameinast um að gera gott bæjarfélag enn betra og vill hún leggja krafta sína þar að mörkum.

Við leggjum m.a áherslu á: • • • • • •

Íbúalýðræði og ábyrga stjórnun Umhverfismál Skólamál, æskulýðs-, frístunda- og íþróttamál Opna og lýðræðislega stjórnsýslu Að komið sé fram við alla af virðingu Að ábyrgð, árangur og ánægja fari saman við stjórn bæjarins

Sýnum frumkvæði og mótum framtíðina! N listann kallar eftir raunverulegu íbúalýðræði og aðkomu bæjarbúa að stærri ákvörðunum!


Virðing, samvinna og ábyrgð eru einkunnarorð N listans. Markmiðin eru að hér verði samfélag sem fellur undir þessi hugtök og tileinki sér þau þrátt fyrir ólíkar skoðanir fólks. Markmið hvers sveitarfélags hlýtur að vera að stuðla að bættri velferð íbúa sem þar búa og að raddir margbreytileikans heyrist. • N listinn er þverpólitískt afl, skipaður einstaklingum sem hafa sameiginlega sýn á framtíð Garðs. • Grundvöllur allra samskipta eru heiðarleg vinnubrögð sem hljóta að koma öllu samfélaginu til góða. Íbúar eru hluti af þeirri heildarmynd með það frelsi að vera þau sjálf og verða það sem þau geta best orðið. Þeirra er ábyrgðin. • N listinn mun leita til Magnúsar Stefánssonar ef kjósendur veita okkur umboð til þess eins og áður hefur komið fram í auglýsingu á nlistinn.is og N listinn á facebook. • Mikilvægasta af öllu er að bæjaryfirvöld sýni skólunum umhyggju og ræktarsemi og leggi sitt af mörkum til að skólastarf þeirra geti gengið sem allra best fyrir sig og að unnið sé markvisst að því að ná árangri á öllum settum sviðum. • Allir vita að starfsmenn skólanna eru bundnir trúnaði og geta því aldrei rætt á opinberum vettvangi um einstaka nemendur eða málefni þeirra. • Ekkert óeðlilegt er við það að pólitískt ráðnum bæjarstjóra er sagt upp störfum, hann hlýtur að víkja um leið og þau sem hann réði sitji ekki lengur í meirihluta. Deila má harkalega um ráðningarsamnig þann sem gerður var við fyrrum bæjarstjóra. Það hlýtur að teljast afar óeðlilegt að í samningi, sem aldrei var borinn upp í bæjarstjórn eins og lög kveða á um, sé ekkert uppsagnarákvæði samanber 2. gr. samningsins. • Ákvörðun um að stækka við Íþróttamiðstöðina var tekin á opnum íbúafundi, þar sem íbúar kusu að fara í framkvæmdina, í lok október 2012 þegar N og L listar voru í meirihluta. • Ársreikningur sveitarfélagsins 2013 byggir á fjárhagsáætlun sem gerð var haustið 2012 og stýrt var af meirihluta N og L lista og fengu allir bæjarfulltrúar aðkomu við gerð hennar og var áætunin samþykkt samhljóða í desember 2012. Reikningurinn er alveg í takt við fjárhagsáætlunina sem sýnir mikilvægi þess að hún sé nýtt sem stýritæki. Það skiptir máli að faglegur framkvæmdarstjóri stýri rekstri sveitarfélagsins. • Kostnaður við holræsamálið við Garðbraut hefði verið mun minni ef rétt hefði verið staðið að málum strax í upphafi. • Von okkar N listamanna er að í framtíðinni verði engir meiri eða minnihlutar, heldur ein bæjarstjórn sem tekur sameiginlega á málum þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Vinna skal að hagsmunum allra íbúa.


Stjórnsýslan samkvæmt lögum Landið skiptist í sveitarfélög sem ráða sjálf sínum málefnum á eigin ábyrgð. Þeim er skylt að annast þau verkefni sem þeim er falið í lögum og hafa sjálfstæða tekjustofna til þess. Þeim er heimilt að sameinast um tiltekna þjónustu við íbúa en sífellt færast fleiri verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna. Samtök sveitarfélaga vinna meðal annars að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra. Stjórnsýsla eru stjórnunarstörf þeirra. Rafræn stjórnsýsla telst mikilvæg til að ná markmiðum um bætt aðgengi að stjórnsýslunni og þjónustu hennar, lækka kostnað við að sækja og veita þjónustuna og auka gæði hennar. Íbúalýðræði er einnig lykilhugtak í stjórnsýslunni, það skipir miklu máli fyrir þá sem stjórna sveitarfélaginu að fá álit íbúanna á þeim verkefnum sem unnið er að hverju sinni.

• Bæjarstjórn fer með stjórn sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. • Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem hún hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn. • Bæjarstjórn kýs fulltrúa í bæjarráð, nefndir og önnur ráð. • Bæjarstjórn ræður sér bæjarstjóra sem sér um daglegan rekstur sveitarfélagsins og framfylgir ákvörðunum bæjarráðs og bæjarstjórnar varðandi þau málefni sem fyrir liggja hverju sinni.

Nái N listinn meirihluta í bæjarstjórn næsta kjörtímabil munum við leita til Magnúsar Stefánssonar núverandi bæjarstjóra til áframhaldandi starfa. N listinn telur að með ráðningu hans verði tryggt að til framkvæmdastjórnar bæjarins veljist hæfur einstaklingur. Garðbúar búa að því í dag að vera með einn af þeim hæfari. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði


Kæru kjósendur í Garði Laugardaginn 31. maí göngum við til kosninga og veljum okkur fólk sem við treystum best til forystu fyrir sveitarfélagið okkar. Kjörtímabilið hefur verið all sérstakt fyrir margar sakir og hver og einn getur í huga sínum rakið ástæður og eftirmála og óskiljanlegt er af hverju fólk veittist að sendiboðanum.

Jónína Holm, 1. sæti N listans

Sem einstaklingar er það háttur okkar að raða lífsgildum í ákveðna forgangsröð. Erum við ekki öll alin upp við ákveðin gildi og mótast skoðanir okkar ekki út frá þeim? N listinn hefur unnið gott og þarft starf síðustu fjögur ár

Vantar þig aðstoð? Ef þig vantar aktstur á kjörstað á kjördag, hringdu endilega í okkur og við munum aðstoða þig við það. Síminn hjá okkur er 864 9359 og 845 2517. Einnig ef þig vantar upplýsingar um hvar og hvernig það á að kjósa utankjörfundar, þá

samkvæmt stefnu listans og öll sú vinna hefur tekið mið af þeim gildum og markmiðum sem lagt var upp með í upphafi. Öll höfum við staðið sem eitt í þeirri vinnu. N listi, listi nýrra tíma, býður nú fram í þriðja sinn og óskum við eftir stuðning kjósenda til áframhaldandi vinnu fyrir fólkið í Garðinum. Listinn samanstendur af einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að raða málefnum fjölskyldna, lýðræðis, umhverfis og öruggrar fjármálastjórnunar. Við erum fólk sem höfum fjölbreytta reynslu og áfram erum við tilbúin til að starfa af metnaði og öryggi fyrir samfélagið okkar hér í Garðinum. N listinn hefur sannreynt að ólíkar stefnur stjórnmálaflokka sem raðast á einn lista gengur mjög vel og vonumst við til þess að full samvinna og samstaða verði í nýrri bæjarstjórn. Við undirbúning kosninganna hefur ríkt mikil gleði meðal frambjóðenda sem og þeirra fjölmörgu gesta sem litu við til okkar í kaffispjall og sóttu fyrirlestra og skemmtiviðburði sem listinn stóð fyrir. Besta N lista vítamínið er einmitt gleðin sem veitir okkur kraftinn, birtuna og ylinn og hvetur okkur áfram til góðra verka. Nái N listinn meirihluta í bæjarstjórn næsta kjörtímabil munum við leita til Magnúsar Stefánssonar núverandi bæjarstjóra til áframhaldandi starfa. N listinn telur að með ráðningu hans verði áfram tryggt að til framkvæmdastjórnar bæjarins veljist hæfur einstaklingur sem var ópólitískt ráðinn á vordögum 2012 af xN lista í meirihlutasamstarfi við xL lista. Það er gott til þess að vita að núverandi meirihluti kann að meta hæfan bæjarstjóra og þann viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins frá því hann kom til starfa. Sama hvernig kosningarnar fara þá verður leitað til Magnúsar sem verður áfram ópólitískur bæjarstjóri allra Garðbúa. Eitt eiga stjörnur og mannfólk sameiginlegt: Öll rúmumst við undir sama himni þrátt fyrir ólík sjónarhorn. Setjum x við N Fyrir hönd N listans Jónína Holm

aðstoðum við þig með það.

N listinn kom mörgum góðum málum af stað og afgreiddi önnur sem þarf að telja upp og koma á framfæri, því ætti málefnastaða hans að vera góð.

• Að koma Helguvík að og nú er unnið að því að fá fasteignaskatt af

tönkunum á helguvíkursvæðinu, en þær upphæðir skipta hundruðum milljóna.

• Rýnihópar um málefni aldraðra og fatlaðra sem varð til þess að

greiðslur hækkuðu verulega úr Jöfnunarsjóði til Suðurnesja.

• Húsnæði Skammtímavistunar að Heiðarholti var keypt og nú fær

Garðurinn leigutekjur frá öðrum sveitarfélögum.

• Faglegar ráðningar í allar lausar stöður sem auglýstar voru

sumarið 2012.

• Holræsismálið við Garðbraut. • Lagði fram ótal faglegar og raunhæfar tillögur um hin ýmsu mál

og verk sem sjálfstæðismenn og óháðir höfnuðu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.