ELSKAÐU FRIÐINN
ELSKAÐU FRIÐINN
BREKKUBÆJARSKÓLI & HEIÐARSKÓLI KYNNA
ELSKAÐU FRIÐINN söngleikur eftir og undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur & Samúels Þorsteinssonar SÝNT Í BÍÓHÖLLINNI Á AKRANESI Frumsýning fimmtudaginn 2. maí kl. 20.00 2. sýning sunnudaginn 5. maí kl. 16.00 3. sýning þriðjudaginn 7. maí kl. 20.00 4. sýning fimmtudaginn 9. maí kl. 16.00 Miðasala í Brekkubæjarskóla er í s. 433 1300 og í Heiðarskóla í s. 433 8525. Miðaverð 1500 kr. f. fullorðna og 1000 kr. f. grunnskólanem. og yngri. Miðasala einnig í Bíóhöllinni 2 klst. fyrir hverja sýningu.
Söngleikurinn er settur upp með tilstyrkt MENNINGARRÁÐS VESTURLANDS
2
ELSKAÐU FRIÐINN
Menntum og skemmtum Hlutverk skóla er að mennta börn. Menntun snýst ekki bara um að kenna börnum íslensku stærðfræði og erlend mál svo dæmi sé tekið. Heldur verður að hafa í huga að orðin menntun og menning eru af sama meiði. Að kenna börnum að njóta menningar og skapa menningarverðmæti er ekki síður hlutverk skóla. Og þá má minnast á tengsl menningar og sögu, skólamenningu og menningu samfélaga og einstakra samfélagsheilda. Akranes og Akurnesingar eru órjúfanlegur hluti af menningu þjóðarinnar en þar að auki hefur orðið til sérstök menning á Akranesi sem einkennir staðinn. Þar má nefna fótbolta og íþróttamenningu, iðnað og listiðnað, myndlistar-, leiklistar- og ekki síst tónlistarmenningu.
Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla, fylgir hér söngleiknum ELSKAÐU FRIÐINN úr hlaði Mikilvægi þess að rækta menningararfinn gerir nemendur bæði hæfari samfélagsþegna og ekki síður hæfari til að njóta og upplifa. Sú lífsfylling og lífsnautn sem menningar- og félagsstarf gefur þeim sem í því taka þátt er mikilvægur þáttur í þroska hvers og eins. Söngleikurinn Elskaðu friðinn er afurð þeirrar viðleitni að gefa nemendum kost á að vera virkir þátttakendur í listsköpun.
Söngleikurinn er samstarfsverkefni Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit og er m.a. styrktur af Menningarráði Vesturlands. Kennarar og nemendur sem að söngleiknum standa hafa lagt mikinn metnað í verkið og lagt á sig mikla vinnu til að gera hann að veruleika. Það eru ekki bara þeir sem standa uppi á sviði sem koma að þessari uppsetningu. Nemendur hafa verið í allri undirbúningsvinnunni og gegna mörgum mikilvægum hlutverkum til að allt gangi upp. Innan skólanna er mikið af hæfileikaríku fólki og fáum við að njóta afraksturs mikillar vinnu hér. Góða skemmtun!
Leikhópurinn í myndatöku eftir fyrsta rennsli á sviði Bíóhallarinnar 21. apríl síðastliðinn.
3
ELSKAÐU FRIÐINN
Um hvað fjallar söngleikurinn ELSKAÐU FRIÐINN? Leikritið gerist á óræðum tíma í einhverju landi þar sem stríð er yfirvofandi. Við fáum að fylgjast með tveimur ólíkum fjölskyldum og fólki sem fléttast inn í líf þeirra. Auðvitað spilar ástin stórt hlutverk og þær flækjur sem henni geta fylgt.
SÞ: Ég lærði tónmennta- og leiklistarkennarann í Háskóla Íslands. Ég hef stundað söngnám í Tónlistarskólanum á Akranesi, en það sem ég hef lært á hljóðfæri hef ég mest lært af sjálfum mér og með hjálp góðra manna og kvenna. Fyrir tveimur árum skellti ég mér til Glasgow þar sem ég lærði hljóðvinnslu og upptökur. Auk þess hef ég tekið fullt af námskeiðum í tónlist og leiklist. Undanfarin ár hef ég unnið sem kennari í Heiðarskóla en í vetur byrjaði ég að kenna í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og kenni leiklist, tónmennt og ensku. Svo er ég reyndar með sveinspróf í vélvirkjun og vann við það áður en ég fór að kenna.
Nú sjá nemendur ekki aðeins um söng og leik, heldur líka um allan tónlistarflutning í sýningunni. Hvers vegna? Það er nú vegna þess að gífurlegur tónlistaráhugi er í Brekkubæjarskóla og margir mjög vel spilandi krakkar í skólanum. Við vildum gefa fleiri krökkum tækifæri á að taka þátt í sýningunni. Það hentar ekki öllum að leika og syngja. Auk þess finnst okkur að verkefni sem þetta eigi að vera nemendaverkefni að eins miklu leyti og það er hægt. Við notuðumst t.a.m. við leiklistaraðferð sem kallast ,,allir á svið” þegar við völdum í hlutverk og skrifuðum handritið. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á að komast á svið fá tækifæri til þess. Auðvitað eru samt kröfur á nemendur um að sinna þessu af fullum krafti.
Voruð þið sjálf aktíf í leiklist og tónlist sem unglingar? HH: Lífið snérist um tónlist. Ég lærði á klarinett í Tónlistarskólanum og var í alltaf í einhverju hljómsveitastússi. Einnig tók ég þátt í sýningum í Fjölbraut. SÞ: Ég hef alltaf verið virkur í tónlist. Mest hef ég verið í pönk- og þungarokkshljómsveitum, en maður mýkist sennilega aðeins með aldrinum og nú spila ég bara allskonar. Ég hef líka starfað töluvert í leiklist. Var í nokkrum sýningum sem grunn- og framhaldsskólanemandi og hef svo leikið töluvert eftir það. Eins og við vitum þá er lífið leikur!
Getið þið sagt frá því í STUTTU máli hvernig verkefnið varð til og hvernig það hefur þróast (þ.e. frá hugmynd til bráðum fullbúins söngleiks)? Síðastliðinn vetur starfaði Sammi í Heiðarskóla og þá fengum við þá hugmynd að vinna að einhverju stóru verkefni saman. Þegar að við sáum auglýsingu frá Menningarráði Vesturlands um styrksumsóknir fyrir menningartengd verkefni ákváðum við að sækja um. Þá var ekki aftur snúið. Síðan þróuðust mál þannig að Sammi færði sig yfir í Brekkubæjarskóla, en við ákváðum að halda áfram samstarfi við Heiðarskóla með þeim hætti að bjóða krökkum þaðan að taka þátt.
Framtíðin - hvernig sjáið þið svo framhaldið eftir uppsetningu þessa söngleiks? Vonandi verða svona sýningar fastur liður með nokkura ára millibili, því það er okkar trú að þetta sé mikið og gott nám fyrir nemendur - hvort sem þeir stefna á sviðið í framtíðinni eða ekki. Svona verkefni er líka mjög gott fyrir skóla upp á félagslega þáttinn að gera og eflir samvinnu nemenda og kennara.
Við fórum svo af stað með hugmyndasamkeppni um handrit leikritsins og unnum síðan handritið út frá bestu hugmyndinni. Síðastliðinn mánuð hefur verið æft stíft og verður þetta sýning sem enginn vill missa af.
Eitthvað að lokum? Já, við viljum þakka öllum sem hafa hjálpað okkur við þessa uppsetningu. Svona verkefni er ekki framkvæmt nema með hjálp frá góðu fólki. Sérstaklega viljum við þakka fjölskyldum okkar fyrir stuðninginn og skilninginn, því eins og gefur að skilja er maður ekki mikið heima meðan svona söngleikur er settur á svið. Einnig viljum við sérstaklega þakka Gunnari Sturlu Hervarssyni fyrir ómælda aðstoð og ráðgjöf, Elinbergi Sveinssyni fyrir að koma inn sem framkvæmdastjóri og sjá um allt sem við höfum ekki tíma til að sjá um og að lokum þökkum við Arnbjörgu Stefánsdóttur skólastjóra fyrir þann mikla og góða stuðning sem hún hefur sýnt þessu verkefni. Takk fyrir okkur, þið eruð öll frábær og munið að það er ókeypis að brosa!
Getið þið sagt frá ykkar námi og tónlistar- og leiklistarlífi í stuttu máli - hvaðan þið komið hingað í Brekkubæjarskóla? HH: Ég tók tónmenntakennaranámið í Tónlistarskólanum í Reykjavík og starfaði í Tónlistarskólanum á Akranesi þar til að ég flutti til Danmerkur 2006. Einnig kenndi ég í 3 ár tónmennt í Grundaskóla. Í Danmörku stúderaði ég m.a. upprunann, þ.e. tónlist og takta frá Afríku, Kúbu og SuðurAmeríku. Einnig hef ég farið á námskeið bæði hérlendis og erlendis. Þetta er fjórði veturinn minn í Brekkubæjarskóla, en ég starfa líka við Tónlistarskólann og kenni þar á klarinett og stjórna Litlu lúðró.
4
ELSKAÐU FRIÐINN
Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson, höfundar og stjórnendur söngleiksins, tekin tali
5 5
ELSKAÐU FRIÐINN
Eftirtöldum er þakkaður veittur stuðningur: Birta gistihús s. 695 6255 Fjölskyldufaðirinn ábúðarfulli.
Rafnes sf Matthías Hallgrímsson rafverktaki Rudolf B. Jósefsson Bílver ehf Innesvegi 1 Garðakaffi
Sæll, hvað heitir þú? Ég heiti Ásbjörn Baldvinsson og er í 9. bekk Heiðarskóla. Ég bý í Skorholti í Hvalfjarðarsveit. Helstu áhugamál mín eru körfubolti, fótbolti og hestar. Fyrir utan skóla þá fer ég á körfuboltaæfingar, vinn heima, fer á leiklistaræfingar og er með vinum.
Hvernig leggst það í þig að taka þátt í söngleiknum? Það leggst bara mjög vel í mig að taka þátt í þessu, gaman að kynnast nýjum krökkum.
Segðu aðeins frá þinni persónu og hverning þú nálgast hlutverkið. Ég leik stífan pabba sem er mjög ánægður með að fara í herþjálfun, mér er alveg sama um allt sem konan mín gerir og segir og hunsa hana eigilega alveg.
Hvaða reynslu hefurðu af leik eða söng? Eina reynslan af leik og söng eru bara skólaleikrit.
Hvernig er það að æfa leikrit/söngleik með krökkum úr öðrum skóla? Það er mjög skemmtilegt að æfa þetta með öðrum krökkum heldur en úr Heiðarskóla, þó það væri bara til þess að kynnast þeim.
Langar þig að leggja fyrir þig leiklist eða söng - eða bara bæði? Ég hef nú bara ekki hugsað útí það hvort ég ætli að leggja það fyrir mig.
Hverju heldurðu að þátttaka í söngleik sem þessum skili þér? Fæ að sjá hvernig það er að vera í alvöru leikriti og gaman að kynnast krökkunum bara.
6
Blikksmiðja Guðmundar Akursbraut 11a Brautin ehf bifreiðaverkstæði & bílaleiga HVE Haraldur Helgason húsaviðgerðir s. 894 1924 Bifreiðatöð Þ.Þ.Þ. Valfell fasteignasala Hárhús Kötlu Mozart, hársnyrtistofa Omnis Golfklúbburinn Leynir Pípulagningaþjónustan ehf Fótaaðgerðarstofa Guðrúnar Meitill ehf. Grundartanga Dýrfinna gullsmiður Stillholti Bókasafn Akraness Face snyrtistofa Gjafavöruverslunin @home GT Tækni ehf Hársnyrti- og rakarastofa Gísla Stekkjarholt 10, Akranesi s. 431 3312
ELSKAÐU FRIÐINN
7
7
ELSKAÐU FRIÐINN
Í tengslum við uppsetningu söngleiksins ELSKAÐU FRIÐINN var efnt til keppni í að kjúklinga. Að kjúklinga gengur út á að leika kjúkling sem mest og best maður má og eru svipbrigði afar mikilvæg. Þeir sem taka þátt í keppninni eru hvattir til að taka mynd af sér við athæfið og senda í keppnina, en vikuna fyrir frumsýningu kveður dómnefnd upp úr um hver er bestur í að kjúklinga. Verðlaunin eru ekki af verri endanum: tveir miðar á frumsýningu söngleiksins og kók!
8
ELSKAÐU FRIÐINN
Að kjúklinga
9 9
ELSKAÐU FRIÐINN
Þökkum eftirfarandi veittan stuðning:
10
ELSKAÐU FRIÐINN
11 11
ELSKAÐU FRIÐINN
Kannski einhvern dag
Ákall
Life on Mars - David Bowie Texti: Heiðrún Hámundardóttir Söngur: Söngsystur
Perfect day - Lou Reed Texti: Heiðrún Hámundardóttir Söngur: Ari Jónsson
Ein bischen frieden Texti: Jónbjörg Egilsdóttir Söngur, Karen, Aldís Ísabella, Jóhanna, blómafjölskylda og Söngsystur
Þetta byrjaði allt með því að stúlkan skotin var stráknum í Hann mjög ólíkur henni var Og fólk undraðist þetta par
Kannski einhvern dag Getum við slakað á Eða ekki - Við erum svo - ólík mjög
Þegar herkvaðning dundi við Sýndi hann á sér nýja hlið Fór á herstjórans harða fund Og týndi sálinni sinni um stund
Kannski einhvern dag Við fallegt kvöldsólarlag Eða ekki - Við erum svo - ólík mjög
Stúlkan sormædd beið piltsins þá Saklaus vildi hún hann að sjá En hugur hans var ei við Hann hugsaði' um hersins lið
Ég held samt í vonina Vonina um þig og mig Held í vonina Því ég veit að ég vil þig Því ég veit að þú vilt mig
Burt með hræðslu sem byrgð er inni, burt með hatrið úr veröldinni burt með sprengjur sem brenna svörð, biddu með mér um frið á jörð.
Kannski einhvern dag Göngum við hönd í hönd Eða ekki - Við erum svo ólík mjög
Burt með hungur og burt með sorgir, burt með deilur og hrundar borgir burt með sprengjur sem brenna svörð, biddu með mér um frið á jörð.
Kannski einhvern dag Gleymum við okkur smá Eða alls ekki neitt Svo ólík mjög
Berum upp alls staðar bænina um frið, bænina stærstu sem nú þekkjum við, bænina einu sem bjargað nú fær barninu frá í gær.
Ég held samt í vonina Vonina um þig og mig Held í vonina Því ég veit að ég vil þig Því ég veit að þú vilt mig
Burt með hræðslu sem byrgð er inni, burt með hatrið úr veröldinni
Fríkað furðusjóv
Stríðið - skildi blómabörnin að Stríðið - er þetta að gerast hér? Þetta er furðulegt sjóv Hugsið ykkur að stríðið - skildi blómabörnin að Stríðið - er þetta að gerast hér? Þetta er furðulegt sjóv Fríkað furðusjóv
Það er löngu vitað Have you ever seen the rain - Creedence Clearwater Revival Texti: Heiðrún Hámundardóttir Söngur: Tvær fjölskyldur - með og á móti stríði. Söngsystur Herinn leysir ekki neitt Hann alls engu getur breytt Til góðs Það er löngu vitað Við verja skulum land og þjóð Vera skrílnum fyrirmynd góð í stríð það er löngu vitað Stríðið er - brjálæði út í eitt Stríðið er - það eina rétta því verður beitt Kannski á morgun eða hinn Blóm og friður líkar mér Betri ára fylgir þér Karma Það er löngu vitað Berjumst, berjumst öll sem eitt Betra land við getum veitt okkur Það er löngu vitað Stríðið er - brjálæði út í eitt Stríðið er - það eina rétta því verður beitt Kannski á morgun eða hinn
Mun þetta endast - ég efa það Mun þetta endast - ég efa það Mun þetta endast - ég efa það Mun þetta endast
Vinur minn hvar sem í heiminum er heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér reynum að uppræta angur og kvöl afnema stríðsins böl. Stöndum við saman og störfum sem eitt stefnunni ef til vill getum við breytt, smíðum úr vopnunum verkfæri þörf verum í huga djörf.
Burt með sprengjur sem brenna svörð, biddu með mér um frið á jörð. Burt með hungur og burt með sorgir, burt með deilur og hrundar borgir burt með sprengjur sem brenna svörð, biddu með mér um frið á jörð. Frið á jörð, já frið á jörð
Ástin dugir að eilífu Texti; Páll Óskar Lag: Georgio Moroder og Donna Summer Útsetning: Unun Söngur: Söngsystur Snemma' í morgun hringdi spákona Það var sem hún læsi sálina Hún sá þig í bolla' og las í spil Þú ert sá eini sem ég vil Engu vil ég kjafta neitt við neinn Ég hringi' og panta pizzu fyrir einn Þó ég reyni' að gleyma, ég man og man Það er aðeins eitt sem ég get sagt Ástin dugir að eilífu x 5
Engin blóm Ain't no sunshine - Bill Withers Söngur: Hjördís Tinna Pálmadóttir Hjá mér ilma engin blóm Engin sól í garðinn skín Hjá mér ilma engin blóm Enginn hvíslar blíðum róm, en hve sárt ég sakna þín. Hjá mér ilma engin blóm Úti napur vindur hvín Hjá mér ilma engin blóm, auð er veröldin og tóm, en hve sárt ég sakna þín Ég veit, ég veit…..
Þó að kolum hafi kulnað í Slöppum af, ei skulum gleyma því Finnst það alltaf betra þegar þú ert hér Alltaf vanti helminginn af mér Þessir tímar urðu mér um megn Nálægð þín er unun út í gegn Hættum þessu kjaftaæði og játum það Því það er svolítið sem ég var að komast að Ástin dugir að eilífu x5
12
Ég sakna þín -- ég sakna þín hjá mér ilma engin blóm. Hjá mér ilma engin blóm Aðeins fella blöðin sín Hjá mér ilma engin blóm, engan heyri ég glaðan hljóm, ó, hve sárt ég sakna þín.
ELSKAÐU FRIÐINN
Feeling good - Leslie Bricusse og Anthony Newley Texti: Hjördís Tinna Pálmadóttir og Elfa Margrét Ingvadóttir Söngur: Söngsystur
Öll ást? Verður hún á mínum vegi?? er einhver von að finna megi? annarsstaðar aðra ást?
Vonlaus gaur Walk this Way - útg. Aerosmith ft. Run DMC Texti: Hjördís Tinna Pálmadóttir, Sólrún Sigþórsdóttir, Sunneva Lind Ólafsdóttir, Vigdís Erla Sigmundsdóttir og Samúel Þorsteinsson Söngur: Sólrún, Sunneva, Vigdís og Tinna
Þytur í trjám, veröld sýnir sig Fossar í ám, já þeir hrífa mig Blikar í augum blám er ég horfi' á þig Á nýjum morgni Nýjum degi, Í nýju lífi -með þér og mér líður vel
Hann er vonlaus gaur ?sem lyktar eins og saur þú átt miklu betra skilið en hann Hann er dekraður í drasl ?og hann þekkir ekkert basl? og á leðurjakka bólstraðan
Óður Hermundar Another Brick in the Wall - Pink Floyd Texti: Samúel Þorsteinsson Söngur: Söngsystur Hlustið á mig börnin góð Þið skuluð vernda land og þjóð í þjálfun verðið sterk og stór og syngið þetta öll í kór Heraflið okkar - verndar land og þjóð Þið þurfið bara að - vera stillt og góð.
Öll ást At last - Mack Gordon og Harry Warren Texti: Hjördís Tinna Pálmadóttir og Elfa Margrét Ingvadóttir Söngur: Hjördís Tinna Pálmadóttir Öll ást nú horfin er úr hjarta þínu? veldur harm'í brjósti mínu? hvað var það sem mér yfirsást? Öll ást mín var aðeins ætluð einum? þér, ei öðrum neinum? hvað var það sem okkur brást? Ég átti draum um daga bjarta? sem við deila myndum hér? Draum um að huga þinn og hjarta þú einni helga myndir mér?
(Öll upptalning í einu) Allt sem við viljum er friður á jörð ...
Golan kyssir kinn, vorið sýnir sig Ilminn ég finn og hann heillar mig Horfi upp í himininn og ég hugsa' um þig Á nýjum morgni Nýjum degi Í nýju lífi -með þér þar líður mér vel
Fuglasöngur og sólin skín, lífið sýnir sig -já þú skilur mig Flugnasuð, fögur fjallasýn -eins og fyrir mig Sofna rótt þegar dagur dvín og mig dreymir þig Í nýrri dögun Nýjum degi Í nýju lífi -með þér já, líður mér vel
Allir eru að tala um
Móðirinn er drukkin drós og faðirinn er frekjudós auðvitað er hann brenglaður Við sögðum þér það fyrr? en þú varst bara kyrr? þér fannst hann vera geggjaður þú varst honum blíð?, en hann vildi fara í stríð? og þú varst bara ''hell to the no'' Þú varst bara ha? Og hann var bara hva? (STOPP) eruði að mein'etta? Æ, þetta' er alveg rétt, ég er miklu betur sett? samt ánægð að við höfum kynnst Þó að hárið mitt sé úfið? þá er lífið ekki búið ? ég skal segja ykkur hvað mér finnst Hann er vonlaus gaur - vonlaus gaur
Friður á jörð Give Peace a Chance - John Lennon Texti: Stefán Hilmarsson Aðlögun texta: Samúel Þorsteinsson Söngur: Trausti Már Ísaksen og Söngsystur Allt sem við viljum er friður á jörð x4 Allir eru að tala um: Víetnam, Kambódíu, Laos, Ísrael, Sýrland, Nígeríu, Bíafra, Kóreu, Kína, Japan, Sovétríkin, Bandaríkin Allt sem við viljum er friður á jörð x Allir eru að tala um: Hrunið, peninga, eiturlyf, pólitík, hægri stefnu, vinstri stefnu, ríkisstjórn, Davíð Oddson, forsetann, Dorrit - Dorrit Allt sem við viljum er friður á jörð x4 Allir eru að tala um: Atómsprengjur, Vetnissprengjur, Handsprengjur, Kínverja, Vélbyssur, Skambyssur, Fallbyssur, startbyssur, morðtól, dráptól, drepa - drepa.
Ég veit að þú kemur Lag: Gunnar Þórðarson Texti: Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson Ég vil að þú komir. Ég vil þú komir hérna og hitir mér. Ég vil að sjáir. Ég vil þú sjáir hvers virði það er að vera til að finna til mér er kalt svo leif mér finna yl. Hey komdu aðeins nær mér. Færðu þig ekki fjær. Við skulum kynda bál hér. Þá kemur hver og sér að það er eldur hér. Ég vil að þú skiljir. Ég vil þú skiljir hvað ég á við. Ég vona að þú viljir lofa mér að hita þér því ég vil vera til vera til í heiminn sem ég vil. Hey komdu aðeins nær mér. Færðu þig ekki fjær. Við skulum kynda bál hér. Þá kemur hver og sér að það er eldur hér.
SÖNGTEXTAR
Mér líður vel
Allt sem við viljum er friður á jörð x4
13 13
ELSKAÐU FRIÐINN
Sæl, hvað heitir þú? Ég heiti Hjördís Tinna og er Pálmadóttir, er á 16. ári, er í 10unda bekk og hef alla mína grunnskólagöngu verið í Brekkubæjarskóla og myndi hvergi annarsstaðar vilja vera. Á heima á Grundartúninu á Akranesi. Helstu áhugamál mín eru íþróttir, hljóðfæri og söngur. Ég hef æft fimleika síðan ég var 7 ára og hef spilað á fiðlu frá því ég var 4 að verða 5 ára.
Segðu aðeins frá þinni persónu og hverning þú nálgast hlutverkið. Ég leik hana Sóleyu. Hún er ein af aðalpersónunum í leikritinu. Hún er a mjög svipuðum aldri og ég og er bara frekar venjuleg stelpa myndi ég segja. Hún er mjög lífsglöð, sjálfstæð og ákveðin en á sama tíma mjög friðsæl. Hún hefur sínar skoðanir á hlutunum, veit alveg hvað hún vill og leyfir því engum að vaða yfir sig. Hún er mikil tilfinningavera og er í raun ekkert að fela það þegar hún verður leið eða ofsakát.
Hvernig er það að æfa leikrit/söngleik með krökkum úr öðrum skóla? Það að fa að vinna með Heiðarskóla er bara algjör snilld! Mér finnst það sorglegt hvað skólarnir hérna á Akranesi og í kring gera lítið saman! Það er rosalega gaman að fá að kynnast krökkunum úr Heiðarskóla og fá að vinna með þeim þetta verkefni.
Hún kemur frá mjög séstakri og ýktri hippafjölskyldu sem er alveg vel sjúskuð. Það sem kannski aðskilur hana frá þeim er það að hún er ekki alveg jafn nett klikkuð og þau. Hún á 3 bestu vinkonur, Hörpu Rós, Hörpurós og Gunnu, þær eru algjörir stuðboltar og gera allt til að koma henni í gott skap, sem þeim tekst líka alltaf. Hún á í góðu sambandi við kærastann sinn, Togga, þangað til það á að fá alla karla í herinn, þá hefjast vandræðin.
Langar þig að leggja fyrir þig leiklist eða söng - eða bara bæði? Hmm ... nei ég hef ekkert ákveðið mig ennþá, eins og er veit ég ekkert hvað ég ætla að verða. Möguleikarnir eru endalausir og í rauninni get ég orðið hvað sem ég vil ef ég legg mig alla fram. Fyrst þarf ég bara að finna út hverju ég hef virkilega áhuga á og hvað ég vil gera í framtíðinni.
Hvaða reynslu hefurðu af leik eða söng? Við í unglingadeild á Akranesi erum mjög heppin með öll tækifærin sem við fáum þegar kemur t.d. að söng og framkomu. Það er alltaf eitthvað um að vera, t.d. Ungir Gamlir tónleikarnir sem eru haldnir einu sinni á ári fyrir fullu húsi í Bíóhöllinni, Hátónsbarkinn sem er undankeppni fyrir söngkeppni Samfestingsins. Svo má ekki gleyma tónlistarbrautinni sem hægt er að velja í vali. Svo er líka alltaf eitthvað um að vera í Brekkubæjaskóla þar sem allir krakkar geta fengið tækifæri á að koma fram, hvort sem það er að syngja, spila eða leika.
Svona að lokum, hverju heldurðu að þátttaka í söngleik sem þessum skili þér í reynslubankann? Ætli það sé ekki samvinna númer 1, 2 og 3! Í svona verkefnum verða allir að vinna vel saman og taka tillit til annarra svo að eitthvað svona gangi upp. Svo er þetta líka bara eitthvað sem ég mun vonandi alltaf muna, þegar ég verð 100 ára hugsa ég til baka um hversu gaman það var að vinna með öllu þessu fólki og hversu frábært tækifæri það var að fá að taka þátt í þessu.
14
v ið el sk um fri ð inn !
ELSKAÐU FRIÐINN
15
15
ELSKAÐU FRIÐINN
Sóley ............................................................ Hjördís Tinna Pálmadóttir Þorgrímur (Toggi) ............................................................... Ari Jónsson Nonni .................................................................... Björn Ingi Bjarnason Harpa Rós 1 ................................................. Sunneva Lind Ólafsdóttir Harpa Rós 2 ........................................................... Sólrún Sigþórsdóttir Gunna ........................................................ Vigdís Erla Sigmundsdóttir Söngsystir ................................................. Anna Mínerva Kristinsdóttir Söngsystir ............................................ Catherine Soffía Guðnadóttir Söngsystir ............................................................ Jóna Alla Axelsdóttir Söngsystir ............................................................ Olga Katrín Skarstad Fífill (pabbi Sóleyjar) ..................................... Ólafur Valur Sigurðsson Fjóla (mamma Sóleyjar) .............................. Karen Guðmundsdóttir Rósa (systir Sóleyjar) ..................................... Hrefna Berg Pétursdóttir Gleymmérei (systir Sóleyjar) .................. Aldís Ísabella Fannarsdóttir Mosi (bróðir Sóleyjar) ............................................ Trausti Már Ísaksen Burkni (bróðir Sóleyjar) ................................. Sigurður Ívar Erlendsson Friðarlilja (systir Sóleyjar) .................. Jóhanna Gréta Hafsteinsdóttir Guðmundur (pabbi Þorgríms) ........................... Ásbjörn Baldvinsson Sigríður (mamma Þorgríms) .............................. Ágústa Líf Jónsdóttir Dagbjört (systir Þorgríms) ................................. Selma Dís Hauksdóttir Útvarpsmaður á Blóminu ........................ Brynjar Mar Guðmundsson Útvarpskona á Blóminu ............................... Ástrós Saga Bjarkadóttir Fréttakona 1 RÚV ....................................... Aldís Lind Benediktsdóttir Fréttakona 2 RÚV ...................................... Dalrós Sara Jóhannsdóttir Herstjórinn ................................. Patrick Jens Scheving Thorsteinsson Viðhengi herstjórans 1 ................................... Harpa Rós Bjarkadóttir Viðhengi herstjórans 2 ........................ Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir Hermaður ............................................ Sigurður Jónatan Jóhannsson Hermaður ..................................................... Jófríður Ísdís Skaftadóttir Útigangshippi ............................................................ Þórður Jósefsson Útigangshippi ..................................... Halldóra Vera Elínborgardóttir Ræðumaður á mótmælum ..................................... Elísa Pétursdóttir Sjónvarpsfréttamaður .......................... Svandís Mjöll Sigmundsdóttir Sjónvarpsfréttamaður ................................. Urður Pálína Reynisdóttir Myndatökumaður ........................................... Hildigunnur Ingadóttir Stelpa á balli .................................................... Valdís Ósk Hilmisdóttir
16
PERSÓNUR UR D N E K I E L &
R
ELSKAÐU FRIÐINN
Dansarar Erla Dís Guðmundsdóttir, Elísa Pétursdóttir, Sylvía Mist Bjarnadóttir, Ásdís Bára Guðjónsdóttir, Steinunn Inga Sigurðardóttir Hljómsveit Gítar: Aðalsteinn Bjarni Valsson, Harpa Rós Daníelsdóttir og Ingibjörg Birta Pálmadóttir Bassi: Nikulás Marel Ragnarsson Hljómborð: Ingibjörg Birta Pálmadóttir og Jófríður Ísdís Skaftadóttir Trommur: Elvar Kaprasíus Ólafsson Tæknimenn Ingólfur Ari Jóhannsson, Sigurjón Bergsteinsson og Vignir Gísli Eiríksson
Hönnun auglýsingar Brynjar Mar Guðmundsson og Kristinn Pétursson Bakgrunnur og tölvuvinna Kristleifur Skarphéðinn Brandsson Tæknistjóri Ingþór Bergmann Þóhallsson Kvikmyndagerð Kristinn Gauti Gunnarsson Búningar Hafdís Bergsdóttir Dans Jóhanna Árnadóttir og Íris Ósk Einarsdóttir Förðun og hárgreiðsla Elín Ólöf Eiríksdóttir
Leik- og tónlistarstjórn Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson
Uppsetning og hönnun leikskrár Kristinn Pétursson
Framkvæmdarstjórn Elinbergur Sveinsson
Sérstakar þakkir fá:
Sérlegur aðstoðarleikstjóri Gunnar Sturla Hervarsson Hvíslarar Birta Ketilsdóttir og Hekla Rán Kjartansdóttir Aðstoðarmaður leikstjórnenda Margrét Ingólfsdóttir
17 17
Berta, Arnbjörg, Ísólfur, Ingibjörg, Sigtryggur og Helga Kristín, Elfa Margrét Ingvadóttir fyrir aðstoð við söngþjálfun. Lárus Sighvatsson, Eðvarð Lárusson og Rakel Pálsdóttir. Einnig fá foreldrar, nemendur og kennarar beggja skóla sérstakar þakkir fyrir óeigingjarna vinnu.
„
ELSKAÐU FRIÐINN
Gönguferðir yfir fjöll og firnindi á haustin og vorin eru fastir liðir í skólastarfinu. Allir bekkir fara í vor- og haustferðir; þegar nemandi hefur lokið grunnskólagöngu sinni í Heiðarskóla ætti hann að hafa gengið á Snók, gengið yfir Skarðsheiði og Akrafjall, farið Síldarmannagötur, gengið Melabakkana, stokkið í Berghylinn í Leirá, ... “
18
ELSKAÐU FRIÐINN
Heiðarskóli Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit hóf starfsemi sína í nóvember 1965 í glænýrri skólabyggingu sem þá var nýbúið að reisa. Skólinn var í upphafi heimavistarskóli en breyttist fljótlega í heimanakstursskóla og hefur verið það síðan. Skólinn var þekktur fyrir íþróttaiðkun og útiveru í öllum veðrum og vindum. Borðtennisáhugi var mikill í skólanum og almennri hreysti gert hátt undir höfði, nemendur fóru til að mynda út í öllum veðrum, alla daga. Fyrstu ár skólans gengu nemendur upp með Leiránni og lærðu sund í sundlaug sem byggð var við náttúrulegt heitavatnsrennsli við ána. Búningsaðstaða var mjög bágborin og þætti ekki boðleg í dag.
Umhverfisvænn skóli Heiðarskóli er „Grænfánaskóli“ og tekur allt skólastarf mið af því. Náttúran hér í kring er óspart nýtt í náminu. Á skólalóðinni rennur Tannakotslækurinn sem er ótæmandi uppspretta náms og leikja. Ýmis námsverkefni eru unnin í læknum t.d. hraðmælingar, floteiginleikar efna, bátasmíði og til stendur að útbúa með nemendum litla virkjun í læknum. Á vorin veiða nemendur síli í læknum og á góðviðrisdögum má sjá börnin rífa sig úr sokkum og skóm og vaða í læknum.
Ræktun og útivist Í skólanum er mikið lagt upp úr ræktun, settar niður ræktunarkassa. Gróðursetning er fastur liður í skóla-
Haustið 2011 flyst skólinn úr gamla húsnæðinu í nýtt skólahúsnæði og við þau tímamót sameinast Heiðarskóli leikskólanum Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Sameinaður skóli fær þá nafnið Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar, starfstöðvarnar heita eftir sem áður Skýjaborg og Heiðarskóli. Mikið og gott samstarf er á milli þessara starfsstöðva. Starfsmenn beggja sviða hafa í vetur hist reglulega og unnið að gerð nýrrar skólanámskrár fyrir sameinaðan skóla. Grunnskólanemendur heimsækja vini sína í leikskólanum af og til yfir veturinn og leikskólabörn koma með rútu í Heiðarskóla alls 16 sinnum yfir skólaárið. Auk þess eru skólarnir með sameiginlega útinámsdaga sem haldnir eru á haustin og vorin í Selhagaskógi við Fannahlíð. Skólinn er tæknilega mjög vel búinn og í vetur erum við að undirbúa innleiðingu á Ipad spjaldtölvum fyrir starfsfólk og nemendur.
starfinu. Útinám er stundað reglulega í öllum bekkjum yfir veturinn. Gönguferðir yfir fjöll og firnindi á haustin og vorin eru fastir liðir í skólastarfinu. Allir bekkir fara í vor- og haustferðir; þegar nemandi hefur lokið grunnskólagöngu sinni í Heiðarskóla ætti hann að hafa gengið á Snók, gengið yfir Skarðsheiði og Akrafjall, farið Síldarmannagötur, gengið Melabakkana, stokkið í Berghylinn í Leirá, farið í kaupstaðarferð á Akranes, farið í heimsókn á sveitabýli, svo fátt eitt sé nefnt. Þemaverkefni tengd umhverfismennt eru tekin fyrir einu sinni á ári. Í vetur var farið í endurvinnsluþema þar sem nemendur fengu að nýta sköpunargleði sína og búa til nýja hluti úr efniviði
Haustið 2012 hóf 81nemandi nám við Heiðarskóla. Kennt er í 6 námshópum en í svo fámennum skóla er samkennsla fastur liður í skólastarfinu. Nemendur mæta með skólabílum í skólann á morgnana rétt fyrir hálfníu og dvelja í skólanum til klukkan hálfþrjú. Í skólanum er starfrækt mötuneyti þar sem áhersla er lögð á hollan heimilismat sem eldaður er frá grunni í skólanum. Nemendur fá morgun- og hádegisverð í skólanum.
sem aðrir voru hættir að nota. Af þessu tilefni fengum við verkefnastjóra frá Rauða krossinum í heimsókn. Hann fræddi okkur um áherslur Rauða krossins í endurvinnslu. Í apríl er svo umhverfisráðstefna í Heiðarskóla.
19 19
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
kartöflur á vorin og grænmetisfræjum sáð í
ELSKAÐU FRIÐINN
Hefðir Nokkrar hefðir hafa skapast á starfstíma Heiðarskóla. Íþróttadagur er haldinn árlega þar sem nemendur keppa í frjálsum íþróttum. Í kjölfarið er valinn íþróttabekkur og íþróttamaður Heiðarskóla. Fullveldishátíð og Árshátíð eru fastir liðir í skólastarfinu. Í vetur voru það nemendur í 1. - 5. bekk ásamt elstu börnum leikskólans sem sáu um skemmtiatriði á Fullveldishátíðinni, en þema sýningarinnar var ævintýri. Árshátíðin var í höndum 6. - 10. bekkjar og þema þeirrar sýningar var eftirstríðsárin. Mikið er lagt upp úr því að allir nemendur komi fram eða taki þátt á annan hátt í sýningum sem þessum.
Uppbyggingarstefna Heiðarskóli vinnur eftir aðferðum uppbyggingarstefnunnar „Uppeldi til ábyrgðar“. Í nóvember fór starfsmannahópurinn á námskeið í uppbyggingarstefnunni í Boston og þótti það góð innspýting í skólastarfið. Í framhaldinu var haldinn þemadagur í skólanum þar sem foreldrum var boðið að koma og taka þátt í verkefnavinnu með sínu barni. Dagurinn tókst í alla staði mjög vel. Uppeldi til ábyrgðar í skólastarfi er hugmyndafræði sem í felst bæði aðferð og stefnumörkun til betri samskipta. Meginatriðið er að kenna börnum, unglingum og starfsfólki sjálfsaga, sjálfsstjórn og styrkja sjálfsmynd þeirra. Uppeldi til ábyrgðar leggur áherslu á lífsgildi fremur en reglur og ábyrgð fremur en blinda hlýðni. Stefnan byggir á þeirri hugmyndafræði að öll hegðun stjórnist af fimm grundvallarþörfum sem eru öllum mönnum sameiginlegar; öryggi, ánægja, styrkur, umhyggja og frelsi og hvernig hver einstaklingur þarf að uppfylla þessar þarfir án þess að skaða aðra.
Byrjendalæsi, Lotu- og Pakkakerfi Í 1. - 3. bekk er kennt eftir aðferðum byrjendalæsis. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Gengið er út frá því börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýti undir ímyndunaraflið, hvetji þau til gagnrýninnar hugsunar og gefi þeim færi á að mynda merkingarbærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar gæðatexti lagður til grundvallar í kennslunni og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða, talað mál, skilning og ritun af ýmsu tagi.
efni fylgir hverjum þætti. Í ensku vinna unglingar eftir svokölluðu pakkakerfi þar sem allir taka ákveðinn grunn og síðan tekur hver og einn ákveðna pakka sem henta honum.
Ný aðalnámskrá Í vetur höfum við verið að máta okkur við nýja aðalnámskrá og þá sérstaklega grunnþættina. Til dæmis var haldið nemendaþing þar sem nemendur fengu tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að við gerð nýrrar skólanámskrár. Í Grænfánavinnunni eru grunnþættirnir lýðræði, sjálfbærni, heilbrigði og velferð í hávegum hafðir. Varðandi sjálfbærni hefur t.d. komið upp sú hugmynd að reisa gróðurhús við skólann og vera með hænsnarækt. Í vetur hefur verið unnið sérstaklega með markmiðssetningu fyrir hvern og einn. Er það gert í tengslum við foreldrafundi og hefur gefist vel og hvatt nemendur áfram í námi og velferð.
Viðburðaríkur vetur 2012-13 Skólastarfið í vetur hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt. Nemendur í 7. bekk fóru í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði, nemendur í 9. bekk fóru að Laugum í Sælingsdal. Nemendur í 9. og 10. bekk söfnuðu með öflugri fjáröflunarvinnu og styrkveitingum fyrir náms- og skemmtiferð til Danmerkur. Sú ferð er fastur liður í dönskukennslu skólans, nemendur eru í samskiptum við jafnaldra sína í Danmörku og hitta þá síðan í ferðinni. Farið er annað hvert ár. Ferðin var ótrúlega skemmtileg og gagnleg í alla staði. Við höfum fengið marga góða gesti í heimsókn til okkar; t.d. kom Kristín Helga Gunnarsdóttir í tengslum við Dag íslenskrar tungu og las fyrir nemendur upp úr bók sinni Grímsævintýri. Þorgrímur Þráinsson ræddi við nemendur í unglingadeild um markmiðssetningu, Kristín Tómasdóttir hélt fyrirlestur fyrir stelpur um sjálfsmynd og hvernig hver og ein stelpa getur haft áhrif á eigin sjálfsmynd. Fulltrúi frá SAFT kom og hélt fyrirlestur fyrir nemendur um jákvæða netnotkun. Heiðarskóli er fámennur skóli þar sem hver og einn skiptir miklu máli, fámennið gerir það að verkum að allir þekkja alla og eru tilbúnir að hjálpa ef eitthvað bjátar á.
Í stærðfræðinámi í unglingadeild er unnið eftir Lotukerfi Heiðarskóla. Lotukerfið er afrakstur þróunar á kerfi til að gera námsefni unglingadeildar í stærðfræði einstaklingsmiðaðra. Unnið er með efnisþætti þar sem hver og einn setur sér markmið. Fjölbreytt náms-
20
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
ELSKAÐU FRIÐINN
21
21
ELSKAÐU FRIÐINN
Skýjaborg Saga leikskólans Skýjaborgar nær aftur til ársins 1991 þegar nokkrar konur í sveitinni stofnuðu ,,Opið hús í Fannahlíð“, en sú starfssemi var fyrsti vísir að leikskólanum Fannalhlíð sem stofnaður var 1996. Árið 1999 flutti leikskólinn síðan í nýtt leikskólahúsnæði við Innrimel í Melahverfi og fékk nafnið Skýjaborg. Í dag er leikskólinn tveggja deilda leikskóli með rými fyrir 40 börn og um 10 stöðugildi starfsmanna.
Í vetur hefur verið unnið markvisst með þróun leiks með börnunum. Unnin hafa verið verkefni með aðferðarfræði könnunaraðferðarinnar til að hjálpa börnum að skipuleggja, þróa og framkvæma leik. Skemmtileg verkefni hafa unnist með þessari aðferðarfræði. Einnig hefur verið áhersla á lýðræði í leikskólastarfi og hafa börnin m.a. komið að því að breyta dagskipulagi og tekið þátt í að hanna útisvæði leikskólans sem mun taka breytingum í sumar.
Leikskólinn stendur í miðju íbúðahverfi, en mjög stutt er að sækja í ósnortna náttúru allt í kring; móa, kletta og trjágróður. Aðgengi að mörgum náttúruperlum er einnig í nágrenninu, s.s. ósnortna fjöru og skógrækt.
Í vetur hafa börnin í leikskólanum m.a. verið að skoða sveitina okkar Hvalfjarðarsveit. Í upphafi verkefnisins sögðu þau frá því sem þau vissu um sveitina og hvaða staði þau þekktu. Í framhaldinu völdu börnin sér verkefni sem þau vildu vinna áfram með. Þau völdu að skoða nánar vinnuvélar og tæki, húsdýrin og náttúruna.
Leynistaðir
Leikur og útivera Leikskólinn er Grænfánaskóli og er lögð áhersla á umhverfismennt, útinám og heilbrigði. Leikurinn er í forgrunni í öllu starfi og tekur dagskipulag mið af því að börnum sé gefinn nægur tími til að leika og þróa leikinn. Útivera skipar stóran sess í leikskólanum og hefur leikskólinn gott afmarkað útisvæði og fallega náttúru allt í kring sem nýtt er til leikja og fræðslu. Unnið er með opinn efnivið í leikskólastarfinu og lögð áhersla á skapandi gildi leikefnis sem valið er inn í leikskólann.
Allir hópar á eldri deild leikskólans eiga sér leynistaði sem þeir heimsækja reglulega. Þangað er farið með nesti, bækur, blöð og liti og börnin velta fyrir sér og meta breytingu á stöðunum eftir árstíðum. Mikil eftirvænting er alla jafna þegar haldið í gönguferð á leynistaðinn, því þá veit enginn annar hvert förinni er heitið. Í leikskólanum gerum við okkur oft glaðan dag t.d. til að halda upp á hefðir og venjur eða bara til að breyta til. Við höldum þorrablót, bjóðum foreldrum í jólakaffi, pöbbum í kallakaffi, mömmum í konukaffi, höldum náttfataball, höfum búningadag og auðvitað höldum afmæli barnanna hátíðleg.
Á leynistað.
22
ELSKAÐU FRIÐINN
Sveitabæir og útihús gerð úr mjólkurfernum og eggjabökkum.
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
Hlaðborð á þorrablóti.
Í konukaffi. Á leynistað. Börnin að segja frá því sem þau vita um Hvalfjarðarsveit.
Andlitsmálun á náttfataballi.
23
ELSKAÐU FRIÐINN
24
ELSKAÐU FRIÐINN
Brekkubæjarskóli
Lífsleiknistefna Brekkubæjarskóla Haustið 2001 var tekin upp skólastefna í Brekkubæjarskóla sem ber heitið Góður og fróður og byggir á sýn skólans. Skólastefnan er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans. Það eru forsendur fyrir góðum árangri í námi og starfi. Grænfáninn Í Brekkubæjarskóla er rekin öflug og skilvirk umhverfisserfissterfna. Samstarf nemenda og starfsfólks hefur skilað skólananum réttinum til að flagga Grænfánanum, en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Danspuð Danssýning Brekkubæjarskóla hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af árlegum viðburðum Brekkubæjarskóla sem foreldrar jafnt sem aðrir taka fagnandi. Þá sýna nemendur í 1.-7. bekk valda dansa úr dansnámi vetrarins.
25
Brekkubæjarskóli
Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 430 talsins, en starfsmenn tæplega áttatíu. Tíu bekkjadeildir eru í Brekkubæjarskóla, tveir bekkir í hverjum árgangi að jafnaði, en þrír í fjölmennustu árgöngunum. Að auki státar skólinn af öflugri sérdeild og þéttriðnu neti stoðþjónustu.
25
ELSKAÐU FRIÐINN
Skólinn í túni Brekkubæjar Brekkubæjarskóli starfar í húsi sem byggt hefur verið í fjórum áföngum. Kjarni hússins er frá árinu 1950 og hefur upphaflega húsinu verið breytt mjög mikið frá þeim tíma. Vinnuaðstaða nemenda og kennara er góð; gott skólasafn, stór tölvustofa og sérgreinastofur. Skólinn hefur aðgang að Íþróttahúsinu við Vesturgötu til íþróttakennslu og sund er kennt í Bjarnalaug sem er innilaug. Skóladagvist og hluti myndmenntakennslu er til húsa í austurhluta Íþróttahússins í svonefndri „Þekju.“
nesi lagður niður (1977) bættust þrír árgangar við í Brekkubæjarskóla og hefur hann síðan þá verið heildstæður grunnskóli með tíu árganga, þ.e. 1. til 10. bekk. Brekkubæjarskóli er einsetinn frá hausti 2001, þ.e. allir nemendur hefja skóladag kl. 8 að morgni og hver bekkjardeild hefur sína stofu. Árið 2004 tók til starfa mötuneyti fyrir nemendur þar sem boðið er upp á heita máltíð í hádeginu.
Fastir liðir
Fjöldi skemmtana, keppna, tónBrekkubæjarskóli hét lengst af Barnaleika og annarra listsýninga fer skólinn á Akranesi. Í nokkur ár hét hann fram í skólanum ár hvert. Þátttaka Grunnskólinn á Akranesi en þegar í slíkum viðburðum er hluti af lífsgrunnskólar staðarins urðu tveir árið leikninámi nemenda. 1982 var Brekkubæjarskólanafnið tekið upp. Skólinn stendur á gömlu túni Nemendur öðlast aukið sjálfsBrekkubæjar og þaðan er nafngiftin traust, fá útrás fyrir sköpunargáfu komin. sína, læra að vinna með öðrum og taka tillit til annarra. Barnaskólinn tók til starfa haustið 1880 í nýju skólahúsi við götu sem dró nafn sitt Morgunstundir af því, þ.e. Skólabraut. Skólinn flutti í Í tengslum við stefnu skólans Góður og stærra hús við sömu götu 1912 og þar fróður eru haldnar morgunstundir bæði var hann til 19. nóvember 1950 að hann stórar og litlar. Stórar morgunstundir fluttist í núverandi húsnæði sem síðan (okt. - des. - feb. - maí) fara fram í hefur verið byggt við þrisvar sinnum. íþróttahúsinu við Vesturgötu og þar taka Næstu árin eftir að fjölbrautaskóli var allir nemendur skólans þátt ásamt starfsstofnaður og Gagnfræðaskólinn á Akrafólki. Litlu morgunstundirnar eru
26
haldnar á hverju aldursstigi fyrir sig og fara fram á sal skólans. Þema morgunstundanna er ávallt dygðin sem verið er að vinna með. Ýmis atriði eru í boði frá nemendum og viðurkenningar eru veittar. Foreldrar og aðrir gestir eru ávallt velkomnir á stóru morgunstundirnar. Dygðastundir Foreldrum er boðið á tvær bekkjarsamkomur á skólaári. Þær kallast dygðastundir og er dagskrá þeirra miðuð við þá dygð sem unnið er með hverju sinni. Brekkósprettur - september Brekkósprettur - skólahlaup Brekkubæjarskóla - var haldinn í fyrsta skipti 15. september 2010, en hann tók við af Norræna skólahlaupinu sem lagt hefur upp laupana. Sem fyrr er hlaupið til skemmtunar og yndisauka, en líka smá keppni á milli bekkja skólans til að auka á fjörið. Hlaupinn er 2,5 km hringur í námunda við skólann og hleypur hver nemandi og starfsmaður eins og hann getur og vill. Sá bekkur sem hleypur lengst að meðaltali sigrar Brekkósprettinn. Ungir - gamlir - nóvember UNGIR/GAMLIR er samstarfsverkefni grunn- og framhaldsskóla á Akranesi
ELSKAÐU FRIÐINN
Litlu-jólin - desember Á síðasta skóladegi fyrir jólafrí (um 20. desember) eru Litlu-jólin haldin á sal Brekkubæjarskóla og svo stofujól áður en nemendur halda heim í jólafríið. Á Litlu-jólum eru skemmtiatriði ýmiskonar í boði, en hæst ber þó helgileikurinn sem 4. bekkur stendur fyrir hver jól. Litlu-jólin skiptast svona: 1.3. bekkur, 4. - 6. bekkur, 7. bekkur og unglingadeild sér. Bókamessa - janúar Bókamessa er orðin fastur liður í Brekkubæjarskóla í upphafi árs. Bókamessa miðar að því að vekja áhuga nemenda á bókum og hvetja þá til aukins bóklesturs. Hátónsbarkinn - janúar / febrúar Í samvinnu við Grundaskóla er haldin söngvarakeppni nemenda í unglingadeildum skólanna. Undankeppni er haldin í hvorum skólanum fyrir sig, en í lokakeppninni er útnefndur Hátónsbarki úr hvorum skólanum. Íþróttadagar - febrúar, mars Íþróttadagar eru haldnir á öllum stigum á vorönn. Nemendur á hverju stigi fyrir sig koma þá saman og keppa í alls kyns greinum eins og t.d. : fitness, brennó, hokký, liðaskotbolta, boðhlaupum svo eitthvað sé nefnt. Á íþróttadegi yngsta stigi er lagt meira upp úr því að nemendur sýni t.d. fimleika, boðhlaup, brennó og þrautabraut fremur en að keppa. Stóra upplestrarkeppnin - mars Stóra upplestrarkeppnin er haldin árlega um land allt. Markmiðið með keppninni er m.a að vekja athygli á vönduðum upplestri og framburði,
bæta almennan lesskilning nemenda og síðast en ekki síst að efla sjálfsvirðingu þeirra og virðingu fyrir öðrum. Það eru nemendur í 7. bekk sem keppa sín á milli og hefur Brekkubæjarskóli verið virkur þátttakandi í þessari keppni undanfarin ár. Spurningakeppni unglinga - mars Ár hvert er hin margrómaða og æsispennandi Spurningakeppni unglingadeildar Brekkubæjarskóla haldin og teknir í hana tveir dagspartar. Undankeppni er fyrri daginn, milliriðill og úrslit þann seinni. Spurningar eru í formi vísbendingaspurninga, bjölluspurninga (með tilheyrandi spretthlaupum), flokkaspurninga - og svo er það að sjálfsögðu látbragðsleikurinn ómissandi. Hvert lið er skipað nemanda úr hverjum hinna þriggja árganga unglingastigsins. Árshátíð - mars / apríl Árshátíð er haldin í sal skólans og er hún opin öllum bæjarbúum. Þar koma nemendur skólans fram og skemmta áhorfendum með margs konar atriðum s.s. leik, söng, dansi, hljóðfæraleik, upplestri og fl. Einnig sjá nemendur um ýmis konar tæknivinnu, búningaog leikmyndagerð og annað sem til fellur við framkvæmd árshátíðarinnar. Danssýning - apríl Danskennsla skipar stóran sess í starfi skólans og á hverju ári er haldin vegleg danssýning. Þar koma fram allir nemendur í 1. – 6. bekk og sýna afrakstur vetrarins. Nemendur í unglingadeild sjá um tónlist og kynningu.
Brekkubæjarskóli
um miðlun tónlistar á milli kynslóða. Hefðinni samkvæmt eru fengnir tveir þekktir tónlistarmenn til að æfa upp prógramm með tónelskum nemendum skólanna sem síðan er flutt á tvennum tónleikum í Bíóhöllinni. Þessir tónlistarmenn sækja og skólana heim og spila fyrir nemendur.
Langasandsdagurinn Það hefur verið venja í lok skólaársins að nemendur 1. - 6. bekkjar verji einum morgni á Langasandi við sandkastalasmíðar og aðra þrívíða myndgerð í sandinn. Þegar vel viðrar fara margir í sjóinn og verma sig svo í sturtunum.
27 27
ELSKAÐU FRIÐINN
28
ELSKAÐU FRIÐINN
... í Brekkó
Tónlist ...
, 4. bekkur La Þessa dagana er 3. bekkur að æfa blús g og 6. bekkur bamba, 5. bekkur Don’t stop believin lögin upp taka að því á st ofta Titanium. Við endum u -síð tube You á ra þeir g á vídeó og má sjá mör Brekkubæjarskóla.
Miðstigsnemendur og unglingar hafa mest verið í samspili og það er ótrúlegt hvað hægt er að láta þa u spila flókna hluti ef áhuginn er til staðar. Í leiklistinni er svipuð uppbygging og í tónlistinni. Yngri nemendur eru me st að læra grunnatriði sem nýtas t þeim bæði í leiklist og lífinu sjálfu . Ég reyni að hafa verkefnin þannig að þa u veki til umhugsunar um samfél agsleg mál, t.d náttúruvernd og vinátt u. Ég legg mikla áherslu á að nemendur fái tækifæri til að skapa sjálf bæði í leikli st og tónlist. Það tel ég mjög mikilvægt.
lingastiginu. Tónlistarmenningin heldur áfram á ung ist geta tónl í nslu ken fá Þeir sem hafa áhuga að eiginlegt sam er sem a utin skráð sig á tónlistarbra beggja og i anes Akr á verkefni Tónlistarskólans eitir á msv hljó krar nok grunnskólanna. Einnig eru vinsæl ansi fan tasto enn unglingastiginu og er tónm r. líku a til æfinga eftir að skólatím - Heiðrún
- Sammi
29
Nemendur í 6. bekk flytja tónlistaratriði á Árshátið skólans í mars 2013.
29
Brekkubæjarskóli brekkotonar.wordpress.com
Í minni tónmenntaken nslu reyni ég eftir fremsta megni að vekja áhuga nemenda á tónlist. Yngstu bekkirn ir eru mikið í grunnatriðum tónlistar ; læra um uppbyggingu tónlistar , syngja mikið og spila á hljóðfæri. Vi ð reynum að nota tónlist sem neme ndur hafa áhuga á að spila og syngja þann ig að nemendur eru alltaf virkir í að leg gja línurnar í verkefnum. Þannig tel jum við að best sé að ná miklu námi út úr tímunum og hvetja nemendur til fre kara tónlistarnáms.
hér eru margir Mikill tónlistaráhugi er í Brekkó og hljóðfæri og krakkar sem eru duglegir að spila á la áherslu á syngja. Í tónmennt leggjum við mik - og popplög samspil og æfa krakkarnir blús-, rokk agnshljóðfæri frá unga aldri. Við notum mikið rafm leyfilegt. en blöndum líka öllu saman. Allt er hljóðfærin með a kom að við leg Krakkarnir eru dug anum og fáum sem þau eru að læra á í tónlistarskól msetningu. rasa ðfæ hljó ega við oft ansi skemmtil
ELSKAÐU FRIÐINN
30
ELSKAÐU FRIÐINN
að fá að gera þetta á síðasta árinu okkar þá fáum við að ljúka skólagöngu okkar í Brekkubæjarskóla með stæl.
Tónlistar- og leiklistarlíf í Brekkubæjarskóla hefur tekið mikinn kipp á síðustu árum og við nemendurnir fengið mörg frábær tækifæri til þess að sýna hvað í okkur býr. Til dæmis höfum við tekið mikið meiri þátt í viðburðum eins og Hátónsbarkanum og Stórum morgunstundum í skólanum, enda höfum við fengið frábæra hvatningu til þess. Síðustu tvö árin hafa tveir nemendur frá Brekkubæjarskóla farið til Svíþjóðar til að spila á tónleikum þar. Ég var svo heppin að fá tækifæri til að fara í þannig ferð fyrir tveimur árum og get staðfest að þetta er frábær reynsla sem kennir manni margt.
Æfingar á leikritinu hafa verið mjög skemmtilegar og fræðandi og hef ég kynnst fullt af frábærum krökkum. Æfingarnar hafa stundum verið frekar erfiðar og stífar og vorum við mörg frekar þreytt, en í endann var þetta alveg þess virði og enginn okkar hefði viljað sleppa þessu.
Þó að margir af virkum tónlistarkrökkum séu að fara frá unglingastigi Brekkubæjarskóla veit ég að það eiga eftir að koma frábærir krakkar í okkar stað því við fáum svo mikla hvatningu til að taka þátt í tónlistarstarfinu og gera okkar besta í öllu sem við gerum. Nemendur á unglingastigi fá frábær tækifæri til þess að gera eitthvað með tónlist eða leiklist og hafa mikinn stuðning frá kennurum til þess. Í sýningunni Elskaðu friðinn fá allir nemendur sem vilja taka þátt að gera það og þar geta bæði leiklistar- og tónlistarfólk sýnt hvað í þeim býr.
Þegar þú horfir á Elskaðu friðinn vil ég að þú horfir á hversu margir krakkar taka þátt og hversu frábæra tónlistar-og leiklistarhæfileika allir þessir krakkar hafa.
Að auki eru Heiðrún og Samúel að gera það sem ekki hefur verið gert áður með grunnskólanemendum á Akranesi og það er að hafa lifandi tónlist undir í leikritinu sem flutt er af nemendunum sjálfum. Fyrir okkur 10. bekkinga er æðislegt
Karen Guðmundsdóttir
Brekkubæjarskóli
formaður Nemendafélags Brekkubæjarskóla
31
Blómafjölskyldan Karen formaður NFB í hlutverki Fjólu, móður Sóleyjar sem Hjördís Tinna leikur.
31
ELSKAÐU FRIÐINN
32