Starfsáætlun Brekkubæjarskóla Skólaárið 2014-2015
Efnisyfirlit
Inngangur ................................................................................................................................................ 4 Saga og sérstaða Brekkubæjarskóla ........................................................................................................ 4 Ágrip af sögu skólans ........................................................................................................................... 4 Sérstaða Brekkubæjarskóla ................................................................................................................. 6 Hagnýtar upplýsingar um skólann ........................................................................................................... 6 Skrifstofuþjónusta ................................................................................................................................... 6 Heimasíða skólans ................................................................................................................................... 6 Forföll nemenda ...................................................................................................................................... 7 Leyfi frá skóla........................................................................................................................................... 7 Umferð við skólann ................................................................................................................................. 7 Símanotkun ............................................................................................................................................. 7 Óskilamunir ............................................................................................................................................. 8 Starfsáætlun nemenda - skóladagatal ..................................................................................................... 8 Vettvangsnám og skólaferðalög .......................................................................................................... 8 Skóladagur nemenda ............................................................................................................................. 10 Útfærsla viðmiðunarstundaskrár .......................................................................................................... 11 Val nemenda í 8. - 10. bekk ................................................................................................................... 12 Upplýsingar um nemendafjölda-bekkjardeildir..................................................................................... 18 Starfsmenn ............................................................................................................................................ 18 Stjórnskipulag – skipurit ........................................................................................................................ 21 Skólaráð ................................................................................................................................................. 22 Foreldrafélag og samstarf heimilis og skóla .......................................................................................... 23 Kynningarfundir ................................................................................................................................. 25 Dygðastundir og morgunstundir ....................................................................................................... 25 Viðtöl og vitnisburður ........................................................................................................................ 25 Heimanám ......................................................................................................................................... 26 Svefn og svefnþörf ............................................................................................................................. 26 Útivistarreglur barna og unglinga ...................................................................................................... 26 Nemendafélag ....................................................................................................................................... 26 Skólareglur............................................................................................................................................. 27 Réttindi og skyldur............................................................................................................................. 28 Almennar skólareglur: ....................................................................................................................... 29
1
Sérstakar reglur. ................................................................................................................................ 29 Ástundunarkerfi................................................................................................................................. 30 Verklagsreglur varðandi skólasókn.................................................................................................... 31 Stoðþjónusta ......................................................................................................................................... 32 Stuðningur fyrir börn með sérþarfir .................................................................................................. 32 Fyrirkomulag sérkennslu ................................................................................................................... 33 Sérdeild Brekkubæjarskóla ................................................................................................................ 33 Nemendaverndarráð ......................................................................................................................... 34 Náms- og starfsráðgjöf ...................................................................................................................... 35 Sálfræðiþjónusta ............................................................................................................................... 35 Talkennsla .......................................................................................................................................... 36 Skólaheilsugæsla ............................................................................................................................... 37 Túlkaþjónusta .................................................................................................................................... 39 Samstarf við aðila utan grunnskóla ....................................................................................................... 39 Brúum bilið ........................................................................................................................................ 39 Samskipti við Grundaskóla ................................................................................................................ 40 Samskipti við Þorpið .......................................................................................................................... 40 Samskipti við Tónlistarskólann á Akranesi ........................................................................................ 40 Samskipti við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi ...................................................................... 41 Fjölskyldusvið .................................................................................................................................... 41 Menntamálaráðuneytið .................................................................................................................... 41 Aðalnámskrá grunnskóla ................................................................................................................... 41 Lög og reglugerðir.............................................................................................................................. 42 Skóladagvist ........................................................................................................................................... 42 Mötuneyti .............................................................................................................................................. 42 Tómstundastarf innan skólans .............................................................................................................. 43 Móttökuáætlun ..................................................................................................................................... 43 Þróunarverkefni á skólaárinu 2014-2015 .............................................................................................. 44 Breytingar á skólanámskrá .................................................................................................................... 44 Lestrarstefna...................................................................................................................................... 44 Góður og fróður................................................................................................................................. 45 Umhverfisstefnan .............................................................................................................................. 46 Trúnaður ................................................................................................................................................ 47 Símenntunaráætlun 2014-2015 ............................................................................................................ 47
2
Bekkjarnámskrár.................................................................................................................................... 48 Innra mat skóla og sjálfsmatsáætlun..................................................................................................... 48 Ytra mat ................................................................................................................................................. 48 Óveður ................................................................................................................................................... 49 Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. .......................................... 49 Veikindafaraldrar ................................................................................................................................... 49 Eldsvoði ................................................................................................................................................. 49 Viðbragðsáætlun ................................................................................................................................... 50
3
Inngangur Samkvæmt 29. gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaár. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitastjórnar um fyrirkomulag skólahalds.
Saga og sérstaða Brekkubæjarskóla Ágrip af sögu skólans Sögu skólans má rekja allt til ársins 1880 en 1. október það ár var Barnaskólinn á Akranesi settur í fyrsta sinn. Ekki var skólaskylda í landinu á þessum árum og því vakti þetta framtak Skagamanna mikla athygli. Nemendur þetta fyrsta ár voru 24, 15 drengir og 9 stúlkur.Skólinn starfaði í 6 mánuði á ári 6 daga vikunnar. Nemendur greiddu skólagjald og var það 12 krónur. Kennarar urðu sjálfir að innheimta gjaldið sem rann til launagreiðslu þeirra. Hélst þetta fyrirkomulag allt til ársins 1908. Á fyrstu árum skólahaldsins var kennari einungis einn og var Þorgrímur Guðmundsson sá fyrsti en fjórum árum eftir stofnun skólans tók Sveinn Oddsson við kennarastarfinu. Kenndi hann í eitt ár en fór til náms í Kaupmannahöfn. Við heimkomu hóf hann störf að nýju og kenndi óslitið til 1917. Er Sveinn sá sem oftast er titlaður ,,fyrsti kennari“ eða skólastjóri skólans. Svafa Þórleifsdóttir varð skólastjóri árið 1919 og gegndi því starfi í 25 ár eða til ársins 1944. Var hún með fyrstu konum sem ráðnar voru skólastjórar hér á landi. Hugmyndir að einhvers konar framhaldsnámi eða unglingaskóla komu tiltölulega snemma upp á Akranesi. Var boðið upp á slíkt nám í einhverju mæli til að byrja með og 1920 var 4
slíkur skóli starfræktur allt árið.Gagnfræðskóli var hins vegar ekki stofnaður fyrr en 1943 og starfaði hann í nánum tengslum við barnaskólann. Árið 1907 voru sett lög um barnafræðslu og voru öll börn á áldrinum 10 - 14 ára skylduð að sækja skóla. Jafnframt voru skólagjöld felld niður. Við þessi nýju lög fjölgaði nemendum mikið og varð það til þess að 1912 var nýtt skólahús vígt en það stóð nánast við hlið þess gamla. Nýja húsið þótti mjög rúmgott og var gert ráð fyrir að það rúmaði um 120 nemendur (einsetið). Ætlast var til að að börn kæmu læs og skrifandi í barnaskólann. Þessu var mjög ábótavant og því var komið á fót lestrar- og skriftarkennslu fyrir börn 7 - 9ára í eldra skólahúsinu. Árið 1934 var skólaskylda færð niður í 7 ára aldur. Varð þá aftur mikil fjölgun í skólanum og 1945 eru nemendur orðnir um 300 í þrettán bekkjardeildum. Það er því ljóst að þrengslin voru mikil. Jók það enn á vandræðin að gamla skólahúsið brann til kaldra kola árið 1946. Var því aftur farið að huga að byggingu nýs skólahúss og var því valinn staður á Brekkubæjartúni. Var hið nýja hús vígt 19. nóvember 1950 og voru nemendur þá 342. Næstu árin fjölgaði nemendum í takt við fjölgun bæjarbúa og árið 1961 eru þeir orðnir 625. Frá því 1950 hefur þrisvar sinnum verið byggt við skólann , síðast árið 2001. Gagnfræðaskóli var stofnaður á Akranesi árið 1943 en við stofnun Fjölbrautaskóla Vesturlands 1977 fluttust unglingadeildir gagnfræðaskólans í barnaskólann. Enn og aftur fóru þrengsli að há skólastarfi og var elstu nemendunum m.a. komið fyrir í skólahúsinu sem byggt var 1912. Með tilkomu grunnskólalaga 1974 var nafni Barnaskólans breytt í Grunnskólinn á Akranesi. En árið 1982 varð til nýr grunnskóli á Akranesi og fékk hann nafnið Grundaskóli. Var því ákveðið að finna nýtt nafn á ,,gamla“ skólann og varð Brekkubæjarskóli fyrir valinu. Er þar vísað til Brekkubæjar og samnefnds túns sem skólinn er byggður á. Uppástungu að nafninu átti Þorgils Stefánsson sem lengi var yfirkennari Barnaskólans. Ingi Steinar Gunnlaugsson var skólastjóri þegar nafnbreytingin átti sér stað. Brekkubæjarskóli er heilstæður grunnskóli með tíu árganga þ.e. 1.–10. bekk. Árið 2001 var skólinn einsetinn og hefja allir nemendur skóladag kl. 8:00 að morgni og hver bekkur hefur sína stofu. Árið 2004 tók til starfa mötuneyti fyrir nemendur þar sem boðið er upp á heita máltíð í hádeginu. Heimild: Stefán Hjálmarsson. 1987. Skóli í 100 ár: Skólahald á Akranesi 1880-1980. Akranesi:Hörpuútgáfan.
5
Sérstaða Brekkubæjarskóla Sérstaða Brekkubæjarskóla felst í áherlsu á lífsleikni og umhverfismál. Eru þessar tvær meginstefnur rauði þráðurinn í öllu skólastarfinu.
Hagnýtar upplýsingar um skólann Heimilisfang: Vesturgata 120 Símanúmer skólans: 4331300 Netfang: skrifstofa.brak@akranes.is Skólastjóri: Magnús Vagn Benediktsson Netfang: magnus.benediktsson@akranes.is Aðstoðarskólastjóri: Arnheiður Helgadóttir Netfang: arnheidur.helgadottir@akranes.is Skóladagvist: sími 4331327 Heimasíða: www.brak.is
Skrifstofuþjónusta Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:45-15:30 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 07:45-14:30 á föstudögum.
Heimasíða skólans Brekkubæjarskóli heldur úti öflugri heimasíðu og lítur á hana sem mikilvægan lið í því að halda uppi góðum og upplýsandi samskiptum við nemendur og aðstandendur þeirra. Þar er hægt að fá upplýsingar um stefnu skólans, þá þjónustu sem í boði er og fræðast um starfið í skólanum frá degi til dags. Á brak.is er hægt að nálgast allar upplýsingar um skólastarfið. Hver bekkjardeild hefur svo sitt svæði og þar er að finna vikuáætlun, fréttir og myndir, auk nánari upplýsinga um hvern bekk. Í þessu sambandi ber að geta þess að margir kennarar birta áætlanir o.fl. á Mentor. Einnig eru upplýsingar um þau stærri verkefni sem nemendur og kennarar vinna að hverju sinni að ógleymdu Brekkubæjarbíói, en þar er hægt að horfa á fjölda heimilda- og stuttmynda sem nemendur hafa gert. Fréttir og tilkynningar eru reglulega settar inn á brak.is og hægt að gerast áskrifandi að þeim.
6
Einnig heldur skólinn út fésbókarsíðu, https://www.facebook.com/brekkubaejarskoli?fref=ts. Þar eru settar inn myndir og fréttir nánast daglega.
Forföll nemenda Öll forföll ber að tilkynna á skrifstofu skólans áður en kennsla hefst eða eins fljótt og hægt er í síma 4331300 eða á netfangið skrifstofa.brak@akranes.is. Veikindi nemanda þarf að tilkynna hvern dag meðan veikindi vara. Foreldrar þurfa að hafa samband við skólann ef óskað er eftir leyfi fyrir nemendur.
Leyfi frá skóla Ef nemandi þarf að fá leyfi skal haft samband við umsjónarkennara. Leyfi til lengri tíma en tveggja daga veita skólastjórnendur að beiðni foreldra. Sækja skal um lengri leyfi á sérstöku eyðublaði sem nálgast má í skólanum eða hér. Það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að sjá til þess að nemendur vinni upp það námsefni sem þeir missa af í lengra leyfi.
Umferð við skólann Allmikil umferð er jafnan við skólann rétt fyrir klukkan átta með tilheyrandi slysahættu. Við viljum hvetja foreldra til þess að keyra börnin ekki í skólann svo draga megi nokkuð úr þessari hættu. Þurfi foreldrar að aka börnum sínum í skólann er ætlast til þess að þeir hleypi þeim út við göngustíga sem liggja að skólanum eða á sleppistæði við Vesturgötu. Göngustígar koma að skólanum úr fjórum áttum; frá Merkigerði, Vesturgötu, Háholti og Heiðarbraut. Sökum slysahættu er bannað að aka inn á bílastæði skólans til að hleypa nemendum út. Engin aðstæða er til þess á bílastæðinu. Erfitt er að sjá hvort einhver er fyrir aftan bílana þegar þeim er bakkað. Öryggi barnanna er því mjög ótryggt á þessu svæði. Bílastæðið er eingöngu ætlað starfsfólki skólans og gestum. Varðandi hjólreiðar bendum við á ákvæði laga og reglugerða, en þar stendur m.a.: „Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri“ og „Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.“
Símanotkun Farsímar eru ekki leyfðir í kennslustundum nema með leyfi kennara.
7
Óskilamunir Finni nemandi eitthvað eða glati einhverju í skólanum skal hann tilkynna það starfsmanni skólans eða á skrifstofu. Peninga eða aðra fjármuni skal ekki geyma í yfirhöfnum. Nemendum er bent á að merkja eigur sínar vel. Skólinn ber ekki ábyrgð þótt eitthvað glatist. Óskilamunir eru í vörslu skólaliða, auk þess eru óskilamunir í íþróttahúsinu, Bjarnalaug og skóladagvist. Foreldrar eru hvattir til að skoða reglulega hvort eitthvað hafi tapast, því gríðarlegt magn óskilamuna safnast upp ár hvert. Ósóttir óskilamunir eru sendir til Rauða krossins í lok júní á hverju ári.
Starfsáætlun nemenda - skóladagatal Samkvæmt skóladagatali eru skóladagar nemenda 180. Kennsludagar nemenda eru 170 og skertir dagar eru skólaárið 2014-2015 alls tíu. Skertir dagar eru það þegar nemendur mæta aðeins hluta úr degi. Þeir dagar eru t.d. skólasetningardagur, tveir viðtalsdagar, þemadagar, dagur vegna jólaskemmtunar og skólaslitadagur. Kennsla fellur niður í jólaleyfi nemenda sem er frá 20. desember til og með 5. janúar. Vetrarfrí er frá 16. til 20. október og páskafrí er 28. mars til og með 7. apríl. Einnig fellur kennsla niður vegna fimm skipulagsdaga kennara á skólaárinu, þ.e. 30. september, 12. nóvember, 3. janúar, 18. febrúar og 7. apríl. Viðtalsdagar eru 19. nóvember og 24. febrúar. Stórar morgunstundir verða haldnar í október, desember, febrúar og júní. Fyrsta Stóra morgunstund vetrarins verður haldin fimmtudaginn 9.október. Þemadagar eru í upphafi annar. Fyrri þemadagurinn er miðvikudaginn 1.október Jólaþema er í byrjun desember Danssýning Brekkubæjarskóla er haldin í mars eða apríl hvert ár. Ungir – gamlir tónleikarnir verða á vökudögum, fimmtudaginn 30. október. Árshátið Brekkubæjarskóla verður 17. og 18. mars. Árshátíð unglinganna verður í apríl. Vorþema og karnival verða 3. til 5. júní. Útskrift 10. bekkjar verður 8. júní. Skólaslit verða 8. júní. Stundaskrár bekkja eru á heimasíðu skólans undir bekkir.
Vettvangsnám og skólaferðalög Í skólanum er farið í skólaferðalög og vettvangsferðir á hverju ári. Markmiðið með þeim 8
er að víkka út nám nemenda og gera það fjölbreyttara. Lengri ferðir sem farið er í á vegum grunnskólans eru m.a 1. bekkur: Dagsferð innanbæjar 2. bekkur: Bjarteyjarsandur 3. bekkur: Mjólkursamsalan og Þjóðminjasafnið 4. bekkur: Landnámssetrið í Borgarnesi. 5. bekkur: Eiríksstaðir í Dölum. 6. bekkur: Sigling um sundin blá í boði Faxaflóahafna. 7. bekkur: Fimm daga ferð í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. 8. bekkur. Dagsferð á Vesturlandi. 9. bekkur: Dagsferð á Vesturlandi. 10. bekkur: Þriggja daga lokaferð norður í Skagafjörð. Á vegum skólans er farið í vettvangsferðir og skólaferðalög í öllum árgöngum. Þetta eru allt frá nokkra stunda ferðum upp í nokkurra daga. Dagsferðir eru hluti af skyldunámi nemenda og allur kostnaður greiðist af skólanum. Mötuneytið útbýr mat fyrir þá nemendur sem eru í mat en aðrir nemendur þurfa að taka með sér hádegisnesti. Ferð 7. bekkinga í skólabúðirnar að Reykjum er samstarfsverkefni skólans og foreldra. Skólinn greiðir starfsfólki laun fyrir að fara í ferðina en foreldrar borga uppihald og rútu. Á haustfundum í 7. bekk er farið yfir þessi mál. Nemendur hafa staðið í fjáröflunum fyrir þessa ferð og er hún skipulögð af foreldrum. Ef eitthvert foreldri er ekki samþykkt þessari útfærslu er fundin lausn sem allir geta sæst á. Lokaferð 10. bekkjar er einnig samstarfsverkefni skólans og foreldra. Nemendur reka brauðsölu í frímínútum og hádegi til að afla fjár upp í ferðina. Önnur fjáröflun fyrir þessa ferð er í höndum foreldra. Foreldrar hafa alfarið séð um að panta rútu og fá tilboð í pakkann fyrir norðan. Framlag skólans til lokaferðar er stuðningur við rekstur brauðsölunnar og laun þeirra starfsmanna sem fara í ferðina. Í ferðum á vegum skólans gilda almennar skólareglur og hafi nemanda gengið illa að framfylgja þeim í skólanum áskilja skólastjórnendur sér rétt til að neita nemanda um að fara í skólaferðalagið.
9
Skóladagur nemenda Skólastarf hefst kl. 8:00 alla daga vikunnar. Yngsta stigið er í skóla til kl. 13:20, miðstigið er til kl. 14:00 en misjafnt er hvenær bekkir á unglingastig eru búnir á daginn. Skólinn er opnaður kl. 7:30 á morgnana og geta nemendur þá komið inn og farið í sínar stofur þótt kennsla hefjist ekki fyrr en kl. 8:00. Frá 7:30 til 7:45 er engin gæsla en frá 7:45 til 8:00 er eingöngu gæsla í anddyrum skólans og því engir fullorðnir til að fylgjast með í skólastofum og á göngum. Það vill koma fyrir að nemendur sem eru komnir inn vel fyrir kl. 8:00 séu órólegir og með læti þannig að þeir séu æstir og jafnvel þreyttir þegar kennsla hefst. Nemendum er heimilt að koma inn í skólann strax og hann opnar að morgni en þeim ber þá að vera í sinni kennslustofu í ró og næði. Verði misbrestur þar á er starfsfólki skólans heimilt að vísa nemendum út úr skólanum og jafnvel banna nemendum að koma inn fyrir klukkan 8:00 á morgnana í ákveðinn tíma. Eftir að skóla lýkur á daginn býðst nemendum lengd viðvera í Brekkuseli, skóladagvist Brekkubæjarskóla. Sjá kafla um skóladagvist. Nemendur fá nestistíma og hádegishlé á hverjum degi. Í nestistímanum borða nemendur, nesti sem þeir koma með að heiman, í kennslustofunni en í hádegishléi er borðað í matsalnum. Allir nemendur geta keypt mjólk í skólanum og geta nemendur unglingastigs keypt sér hressingu í brauðsölu 10. bekkjar. Nemendur á yngsta stigi fá frímínútur tvisvar yfir skóladaginn, alls 60 mínútur á dag. Nemendur á miðstigi fá frímínútur tvisvar fram að hádegi, alls 60 mínútur á dag. Nemendur á unglingastigi fá frímínútur þrisvar sinnum fram að hádegi. Misjafnt er hvort nemendur eru í skóla eftir hádegi en hádegishlé unglinga er 30-50 mínútur. Ætlast er til að nemendur á yngsta- og miðstigi fari út í frímínútur en nemendur unglingastigs hafa leyfi til að vera inni Þeir geta verið í sínum stofum eða í setustofu unglinga á 1. hæð. Nemendur á yngsta og miðstigi fá tvo íþróttatíma á viku og einn sundtíma. Nemendur á unglingastigi fá þrjá íþróttatíma á viku og einn sundtíma. Kynjaskipt er í sund í 9. og 10. bekk. Nemendur sækja íþróttir í íþróttahúsið við Vesturgötu og sund í Bjarnalaug.
10
Útfærsla viðmiðunarstundaskrár 1. b.
2. b
Íslenska Erlend tungumál;enska, danska
320
List-og verkgreinar
160
200
Náttúrugreinar
120
Skólaíþróttir
3. b
320
240
4. b
Samtals
5.b
6. b
7.b
Samtals
8.b
9.b
10.b
Samtals
240
1120
240
240
240
720
200
240
240
680
80
80
100
120
240
460
280
280
280
840
200
280
840
280
280
320
880
120
120
80
440
120
140
80
340
120
120
120
360
120
120
120
120
480
120
120
120
360
160
160
160
480
160
120
160
160
600
220
220
160
600
120
120
120
360
Stærðfræði Upplýsinga- og tænkimennt
200
200
220
200
820
200
200
200
600
200
240
240
680
40
40
40
120
80
40
40
160
80
Til ráðstöfunar/val
120
80
100
300
40
40
80
320
320
320
960
1200
1200
1200
4800
1400
1400
4200
1480
1480
1480
4440
0
Samfélagsgreinar, trúarbragðafræði, lífsleikni, jafnréttismál, siðfræði
samt.
1200
1400
80
Erlend tungumál. Undir þau heyra enska og danska þar sem gert er ráð fyrir að enska sé fyrsta erlenda tungumálið og danska, norska eða sænska annað erlenda tungumálið. List- og verkgreinar. Undir listgreinar heyra tónmennt, sjónlistir og sviðslistir. Undir verkgreinar heyra hönnun og smíði, textílmennt og heimilisfræði. Þessi tvö svið skulu hafa jafnt vægi innan heildartímans. Náttúrugreinar. Undir þetta svið heyra m.a. náttúrufræði, eðlisvísindi, efnafræði, jarðvísindi, lífvísindi og umhverfismennt. Skólaíþróttir. Undir þetta svið heyra m.a. íþróttir og sund. Samfélagsgreinar. Undir þær heyra m.a. samfélagsfræði, saga, landafræði og þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, lífsleikni, jafnréttismál og siðfræði ásamt heimspeki. Upplýsinga- og tæknimennt. Undir þetta heyrir m.a. miðlamennt, skólasafnsfræði, tölvunotkun og upplýsinga- og samskiptatækni. Til ráðstöfunar/val. Undir þetta heyra ráðstöfunarstundir skóla, einkum í 1.−7. bekk og val nemenda í 8.−10. bekk. Út frá áhersluþáttum námskrár í lögum skal hafa jafnvægi milli bóklegs náms og verklegs og þess gætt að ekki halli á verklegt nám þegar skólastarf er skipulagt. Það á einnig við um skipulag valnámskeiða. Því er gert ráð fyrir að allt að helmingur valstunda sé bundinn list- og verktengdu námi.
11
Val nemenda í 8. - 10. bekk Val á unglingastigi er tvískipt. Annars vegar er svokölluð smiðja sem er tvær og hálf kennslustund að morgni fimmtudags. Þar velja nemendur unglingastigs sig í hópa og vinna að áhugasviðsverkefnum. Útfærsla verkefnanna er í höndum nemenda og í lok annar verður haldin sýning á afrakstri vinnunnar. Þarna gefst tækifæri til að vera með skemmtilega nálgun með blönduðum aldri sem ekki er hægt alla jafna. Hins vegar er það val sem hugsað er til að auka fjölbreytni í námi. Þar er boðið upp á ákveðnar greinar og velja nemendur hvað þeir vilja fara í. Reynt er að koma til móts við nemendur með því að koma þeim í þá grein sem þeir setja í fyrsta sæti en það er ekki alltaf hægt þar sem sumar greinar eru mjög vinsælar. Þetta val er kennt eftir hádegi á mánudögum og fimmtudögum. Nemendur sem eru í leiklistarvali og tónlistarvali geta þurft að mæta í tíma á öðrum dögum. Brekkubæjarskóli hefur lagt áherslu á að valgreinar séu fjölbeyttar. Hægt er að sækja um að fá tónlistarnám, skipulagt íþrótta- eða tómstundastarf eða setu í nemendaráði metið sem valgrein. Þeir nemendur sem fá það eru þá í vali einu sinni í viku en ekki tvisvar. Tónlistarnám sem valgrein Eins og venjulega bjóðum við nemendum okkar að fá tónlistarnám metið sem eina valgrein, með því skilyrði að þeir mæti í a.m.k. tvær kennslustundir á viku í tónlistarskóla (kennslustund telst 30 mínútur eða meira). Þeir nemendur sem ætla að nýta sér þennan möguleika á næsta ári merkja í þar til gerðan reit á valblaðinu og velja sér þá valgreinar einungis fyrir annan daginn. Íþróttir og tómstundastarf Íþróttaæfingar og skipulagt tómstundastarf er metið sem ein valgrein á sama hátt og tónlistarnám. Til að fá þetta metið verða nemendur að eyða a.m.k. 2 klukkustundum á viku í íþróttaæfingar eða tómstundastarf á vegum viðurkenndra félagasamtaka. Deildarstjóri setur sig í samband við þjálfara eða umsjónarmenn hvers og eins nemanda og fær staðfestingu á því að nemandinn stundi æfingarnar/félagsstarfið með viðunandi hætti. Ath: Ef nemandi ætlar að fá íþrótta/tómstundastarf eða tónlistarnám metið sem valgrein á að taka það fram þegar valblaðinu er skilað. Ekki er hægt að fá að skipta út valgrein fyrir tómstundaval eða tónlistarnám eftir að kennsla í greininni er hafin. Ef nemandi hefur áður ætlað að fá íþróttir/félagsstarf eða tónlistarnám metið,en ástundun verið óásættanleg, getur viðkomandi nemandi ekki aftur fengið slíkt starf metið sem valgrein. 12
Seta í nemendaráði Nemendur sem eru kosnir í nemendaráð taka á sig talsverða vinnu fyrir aðra nemendur skólans. Við viljum koma til móts við þessa nemendur með því að bjóða þeim að taka nemendráðið sem eina valgrein. Valgreinar sem eru kenndar á haustönn eru þessar. Bakstur fyrir 9. og 10. bekk Kenndar verða 4 kennslustundir í senn hálfa önn. Nemendur læra grunnaðferðir í bakstri með mismunandi lyftiefnum og aðferðum. Meðal þess sem nemendur læra er að baka fjölbreytt úrval af grófum og fínum brauðum, til dæmis ítölsk brauð, ýmis smábrauð, horn og fléttubrauð. Einnig læra nemendur þjóðlegan bakstur t.d. kleinur og/eða pönnukökur svo og bollakökur og súkkulaðitertu. Námsmat byggist á áhuga og virkni nemenda, sjálfstæðum vinnubrögðum, umgengni og hegðun. Umsjón: Sigríður K. Óladóttir Dungeons and Dragons D&D er spunaspil þar sem leikmenn spila í góðum hópi, vopnaðir teningum, blýöntum og karakter á blaði. Spunameistarinn segir söguna og allir hinir sem sitja við borðið eru spilararnir. Hver og einn spilar persónu sem hann hefur búið sér til og einu takmörkin eru þau sem spunameistarinn setur. Þó eru mjög lítil takmörk fyrir því sem þú getur gert. Hvort þú viljir spila blóðþyrsta vampíru, riddara réttlætisins, eða geðsjúkling með króníska hræðslu fyrir bleikum nærbuxum. Í þessu vali förum við sem sagt á vit ævintýra og búum okkur til heim þar sem álfar, orkar, menn og dvergar berjast saman gegn illum öflum til að ná fjársjóðum, bjarga jólasveinunum eða Grýlu eða drepa tröll og dreka. Sökum þess að erfitt er að spila D&D í mjög stórum hópi þá eru 16 nemendur sem fá inngöngu í D&D nördafélag Brekkó. Nýliðar jafnt sem reyndari leikmenn eru velkomnir!
Umsjón: Særún Gestsdóttir 13
Fab Lab Valið er kennt í Fab Lab stofunni í Fjölbrautaskólanum. Nemendur þurfa að vinna sjálfstætt og koma sjáf með hugmyndir að verkefnum sem þau vilja vinna í Fab lab. Hægt verður að búa til hálsmen, eyrnalokka, segla, kertastjaka , skartgripa tré, límmiða, stensla og fleira sem nemendum dettur í hug. Kennt verður á forritið Inkscape og er mikil tölvuvinna í þessu vali. Nemendur vinna með laserskerann og límmiðaskerann sjálfir. Einnig mega nemendur kynna sér fyrstu skrefin í forritun. Markmiðið er að nemendur verði sjálfbjarga á tækin í Fab Lab.
Umsjón: Þórey Jónsdóttir
Fótboltaval Megininntak: Í námsgreininni er lögð áhersla á skemmtilegar og jafnframt markvissar æfingar, með áherslu á tækniæfingar með hraða ásamt að bæta leikskilning nemenda og auka fótboltakunnáttu einstaklingsins. Einnig verður heilsa nemandans höfð að leiðarljósi því nemendur munu fá fræðslu um heilbrigt líferni og mataræði auk kennslu varðandi styrktaræfingar. Kennsluþættir: Lögð verður áhersla á: - tækniæfingar, almennar grunnæfingar í sóknar- og varnarleik. - að auka leikskilning nemandans - æfingar sem reyna á þol nemandans en það fer eftir þörfum hvers og eins einstaklings. Allar æfingar verða gerðar með bolta til að auka næmni leikmannsins við boltann. Áhersla lögð á að flestar æfingar með bolta verði gerðar undir pressu, m.a. til þess að auka sendingargetu nemandans sem aftur stuðlar að auknum hraða í leiknum sjálfum auk þess að fá nemandann til að nýta svæði leikvallarins betur. Námsmat: Tekið verður tillit til ástundunar og hegðunar í námsmati. Umsjón: Elinbergur Sveinsson 14
Heimanámsval/verkefnavinna Í þessu vali verður nemendum hjálpað með heimavinnuna sína eða verkefnavinnu. Einnig verður í boði að skerpa á þáttum sem nemendur eiga í erfiðleikum með. Boðið verður uppá heimanámsval bæði á mánudögum og fimmtudögum. Þetta er frábært val fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja þiggja aðstoð við námið sitt. Hámarksfjöldi í hóp eru 12 nemendur. Umsjón: Elinbergur Sveinsson og Helga Kristín Björgólfsdóttir
Hnefaleikaval Í hnefaleikavali lærið þið allt um hnefaleikaíþróttina, um æfingar fyrir þá sem stunda hnefaleika og hvernig keppni fer fram í íþróttinni. Nemendur læra rétta tækni og hvernig á að beita líkamanum í hnefaleikum. Kennt verður í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu þar sem Hnefaleikafélag Akraness hefur aðstöðu. Nemendur fá nauðsynlegan búnað lánaðan hjá Hnefaleikafélagi Akraness. Umsjón: Þórður Sævarsson, íþróttakennari og hnefaleikaþjálfari.
Skólahreysti Í þessu valfagi eru gerðar almennar þrekæfingar þar sem lögð er áhersla á almennan styrk og úthald. Þetta val er frábrugðið þrekvalinu að því leyti að hér er lögð mikil áhersla á að hver og einn nái að bæta árangur sinn í kaðlaklifri, loftstigagöngu, armbeygjum, hreystigreip, upphýfingum og dýfum. Einnig tökum við reglulega tímann á hverjum og einum í ákveðinni hraðaþraut sem við búum til sjálf.
Það skal tekið fram að þeir sem verða valdir í
skólahreystiliðið þurfa ekki endilega að hafa verið í þessu valfagi. Markmiðið með þessu vali er að bæta árangur nemenda í greinum skólahreystikeppninnar. Kennt verður í sal 2 á Jaðarsbökkum
Umsjón: Sigríður H. Gunnarsdóttir 15
Tilraunaval Skemmtilegar og sniðugar tilraunir með alls konar efni og dót. Ný tilraun í hverri viku. Kennt í náttúrufræðistofunni. Námsmat Ástundun: 70 % Virkni: 30 % Hámarksfjöldi: 12 Umsjón: Helga Kristín Björgólfsdóttir
Tónlistarval Um er að ræða samstarfsverkefni milli Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Tónlistarskólans og koma að því kennarar frá öllum skólunum. Kennsla getur verið á mánudögum, þriðjudögum eða fimmtudögum. Þeir sem verða í tónlistarvali verða ekki í annarri valgrein. Umsjón fyrir Brekkubæjarskóla hafa Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson.
Verknámsval í FVA Nemendur kynnist raflögnum í húsum með því að leggja einfalda raflögn á tréplötu og fá hana til að virka. Nemendur kynnist sjálfvirkni með því að forrita einfaldar iðntölvustýringar í PC tölvu og fá þær til að virka. Hægt að nota til að stýra t.d. ljósum, færiböndum o.s.frv. Nemendur tengja tölvusnúru (LAN) og mæla hvort hún er í lagi. Nemendur búa til prentplötu og lóða einfalda rafeindastýringu Umsjón: kennarar í Fjölbraut 16
Þrekval Í þessu valfagi er lögð áhersla á að kynna nemendum hvaða leiðir er hægt að fara vilji þau sjálf stunda þreksali. Þannig að þau öðlist ákveðna þekkingu til þess að geta farið ein í ræktina með eigin markmið. Það verður farið í grunntækni allskyns æfinga hvort sem heldur með eigin líkamsþyngd eða lóð af ýmsu tagi. Sem dæmi um æfingar sem við gerum eru: Armbeygjur, froskar, sipp, burpees, upphýfingar, dýfur, plankaæfingar, tröppuhlaup, kviðæfingar, bakæfingar, ketilbjölluæfingar, æfingar með handlóð, hnébeygja, réttstöðulyfta, bekkpressa, æfingar með TRX bönd, kaðlaklifur, loftstigaganga, æfingar í trissu svo eitthvað sé nefnt. Það eru engir tveir tímar í þrekvali eins. Það er mikið lagt upp úr því að við séum að gera æfingarnar rétt og að við séum að nota tímann okkar vel til þess að auka þol og þrek og hafa gaman af. Kennt verður í sal 2 á Jaðarsbökkum Umsjón: Sigríður Helga Gunnarsdóttir
17
Upplýsingar um nemendafjölda-bekkjardeildir Skólaárið 2014-2015 eru 419 nemendur í skólanum, 218 drengir og 201 stúlka. Nemendum er skipt í bekki í hverjum árgangi og hefur hver bekkur einn umsjónarkennara Í 1. , 2. og 3. bekk er allur árgangurinn í einu rými með tveimur umsjónarkennurum. Yfirlit yfir bekki, fjölda drengja, stúlkna og umsjónarkennara Bekkur 1.
Drengir 18
Stúlkur 21
Alls 39
Umsjónarkennari Kristrún Sigurbjörnsdóttir Sigríður Helgadóttir
2.
30
23
53
Guðrún Guðbjarnadóttir, Lovísa Jóhannesd. Þórgunnur Óttarsdóttir
3.
19
20
39
Friðrika Ýr Einarsdóttir, Nanna María Elfarsdóttir
4.
24
12
36
Erna Hafnes Magnúsdóttir og Helgi Ó. Jakobsson
5.
25
16
41
Kristbjörg Sveinsdóttir, Vigdís Elfa Jónsdóttir
6.
19
20
39
Bryndís Böðvarsdóttir og Sigríður Margrét Matthíasdóttir
7.
19
14
33
Særún Gestsdóttir , Laufey Skúladóttir
8.
27
19
46
Aldís Aðalsteinsdóttir Elinbergur Sveinsson
9.
15
27
42
Helga Kristín Björgólfsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir
10.
22
29
51
Elín Ólöf Eiríksdóttir og Hafdís Bergsdóttir
samtals
218
201
419
Fjöldi nemenda með annað móðurmál en íslensku: 45
Starfsmenn Við Brekkubæjarskóla starfa 65 starfsmenn, 44 kennarar, sérfræðingar og stjórnendur og 21 aðrir
starfsmenn
(matráður,
ritari
skólaliðar
og
stuðningsfulltrúar).
Við
sérdeild
Brekkubæjarskóla starfa 19 starfsmenn, 9 kennarar og þroska/iðjuþjálfar og 10 18
stuðningsfulltrúar Hér fyrir neðan er nafnalisti yfir alla starfsmenn Brekkubæjarskóla og sérdeildarinnar.
Aldís Aðalsteinsdóttir
Umsjónarkennari í 8. bekk
aldis.adalsteinsdottir@akranes.is
Andrea Magnúsdóttir
Þroskaþjálfi á sérdeild
andrea.magnusdottir@akranes.is
Anna Lóa Geirsdóttir
Deildarstjóri dagvistar
anna.loa.geirsdottir@akranes.is
Arnheiður Helgadóttir
Aðstoðarskólastjóri
arnheidur.helgadottir@akranes.is
Aron Ýmir Pétursson
Stuðningsfulltrúi
aron.ymir.petursson@akranes.is
Auður Ásdís Jónsdóttir
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
audur.asdis.jonsdottir@akranes.is
Auður Freydís Þórsdóttir
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
audur.freydis.thorsdottir@akranes.is
Berglind Ósk Jóhannesdóttir
Þroskaþjálfi á sérdeild
berglind.johannesdottir@akranes.is
Bergljót Jónsdóttir
Skólaliði dagvist
bergljot.jonsdottir@akranes.is
Bergrós Fríða Ólafsdóttir Glad
Talmeinafræðingur
bergros@borgarbyggd.is
Birgir Þór Guðmundsson
Sálfræðingur
birgir.thor.gudmundsson@akranes.is
Björk Bergþórsdóttir
Matráður
bjork.bergthorsdottir@akranes.is
Borghildur Birgisdóttir
Kennari á sérdeild
borghildur.birgisdottir@akranes.is
Bryndís Böðvarsdóttir
Umsjónarkennari í 6.bekk
bryndis.bodvarsdottir@akranes.is
Bryndís Sigurjónsdóttir
Kennari á sérdeild
bryndis.sigurjonsdottir@akranes.is
Brynhildur Benediktsdóttir
Námsráðgjafi
brynhildur.benediktsdottir@akranes.is
Brynjar Sigurðsson
Íþróttakennari
brynjar.sigurdsson@akranes.is
Dagmar Atlanta R. Clothier
Stuðningsfulltrúi
dagmar.atlanta.clothier@akranes.is
Dagný Hauksdóttir
Deildarstjóri sérdeildar
dagny.hauksdottir@akranes.is
Dagný Þorsteinsdóttir
Dönskukennari
dagny.thorsteinsdottir@akranes.is
Edda Agnarsdóttir
Kennari á sérdeild
edda.agnarsdottir@akranes.is
Elinbergur Sveinsson
Umsjónarkennari í 8.bekk
elinbergur.sveinsson@akranes.is
Elín Ólöf Eiríksdóttir
Umsjónarkennari í 10.bekk
elin.olof.eiriksdottir@akranes.is
Emilia Teresa Orlita
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
emilia.teresa.orlita@akranes.is
Erna Hafnes Magnúsdóttir
Umsjónarkennari í 4.bekk
erna.hafnes.magnusdottir@akranes.is
Eva Björk Karlsdóttir
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
eva.bjork.karlsdottir@akranes.is
Fanney Björnsdóttir
Þroskaþjálfi á sérdeild
fanney.bjornsdottir@akranes.is
Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir
Stuðningsfulltrúi
Fanney.yr.gunnlaugsdottir@akranes.is
Friðrika Ýr Einarsdóttir
Leiðbeinandi í 3. bekk
fridrika.yr.einarsdottir@akranes.is
G.Rósa Pétursdóttir
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
rosa.petursdottir@akranes.is
Gróa Herdís Ingvarsdóttir
Skólaliði í eldhúsi
groa.herdis.ingvarsdottir@akranes.is
Guðrún Guðbjarnadóttir
Umsjónarkennari í 1.bekk
gudrun.gudbjarnadottir@akranes.is
Hafdís Bergsdóttir
Umsjónarkennari í 10.bekk
hafdis.bergsdottir@akranes.is
Hallbera Jóhannesdóttir
Bókasafnskennari
hallbera.johannesdottir@akranes.is
Halldóra Garðarsdóttir
Grunnskólakennari
halldora.gardarsdottir@akranes.is
Heiðrún Hámundardóttir
Tónmenntakennari
heidrun.hamundardottir@akranes.is
Helga Kristín Björgólfsdóttir
Umsjónarkennari 9. bekk
helga.kristin.bjorgolfsdottir@akranes.is
Helgi Ólafur Jakobsson
Umsjónarkennari í 4.bekk
helgi.olafur.jakobsson@akranes.is
Hjördís Hjartardóttir
Sérkennari
hjordis.hjartardottir@akranes.is
Inga Rún Garðarsdóttir
Grunnskólakennari
inga.run.gardarsdottir@akranes.is
Ingibjörg Hafsteinsdóttir
Þroskaþjálfi á sérdeild
ingibjorg.hafsteinsdottir@akranes.is
Ingibjörg Haraldsdóttir
umsjónarkennari í 9.bekk
ingibjorg.haraldsdottir@akranes.is
19
Jófríður María Guðlaugsdóttir
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
jofridur.maria.gudlaugsdottir@akranes.is
Jóna Adólfsdóttir
Skólaliði
jona.adolfsdottir@akranes.is
Jónína Margrét Sigmundsdóttir
Stuðningsfulltrúi
jonina.margret.sigmundsdottir@akranes.is
Jónína Sigurbjörg Einarsdóttir
Skólaliði
jonina.sigurbjorg.einarsdottir@akranes.is
Kristbjörg Sveinsdóttir
Umsjónarkennari 5.bekk
krissasveins@gmail.com
Kristinn Pétursson
Kerfisstjóri
kristinn.petursson@akranes.is
Kristín Hallsdóttir
Skólaritari
kristin.hallsdottir@akranes.is
Kristín S. Halldórsdóttir
Skólaliði
kristin.halldorsdottir@akranes.is
Kristrún Sigurbjörnsdóttir
Umsjónarkennari í 1.bekk
kristrun.sigurbjornsdottir@akranes.is
Laufey Skúladóttir
Umsjónarkennari í 7.bekk
laufey.skuladottir@akranes.is
Lilja Lind Sturlaugsdóttir
Þroskaþjálfi á sérdeild
lilja.lind.sturlaugsdottir@akranes.is
Linda Vernharðsdóttir
Stuðningsfulltrúi
linda.vernhardsdottir@akranes.is
Lovísa Jóhannesdóttir
Umsjónakennari 2.Bekk
lovisa.johannesdottir@akranes.is
Magnús Vagn Benediktsson
Skólastjóri
magnus.benediktsson@akranes.is
María Antonía Sá Rodrigues
Skólaliði
maria.antonia.sa.rodrigus@akranes.is
María Sigríður Kjartansdóttir
Skólaliði
maria.sigridur.kjartansdottir@akranes.is
Monika Palinska
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
monika.palinska@akranes.is
Nanna María Elfarsdóttir
umsjónarkennari í 3. bekk
nanna.maria.elfarsdottir@akranes.is
O. Ragnheiður Kristjánsdóttir
Listgreinakennari
ragnheidur.kristjansdottir@akranes.is
Ólöf Lilja Lárusdóttir
Hjúkrunarfræðingur
olof.lilja.larusdottir@akranes.is
Petronella Kristjánsdóttir
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
petronella.kristjansdottir@akranes.is
Ragnheiður H. Guðjónsdóttir
Íþróttakennari
ragnheidur.gudjonsdottir@akranes.is
Ragnheiður Hjálmarsdóttir
Grunnskólakennari
ragnheidur.hjalmarsdottir@akranes.is
Samúel Þorsteinsson
Tónmenntakennari
samuel.thorsteinsson@akranes.is
Sesselja Ingimundardóttir
Skólaliði
sesselja.ingimundardottir@akranes.is
Sesselja Óskarsdóttir
Stuðningsfulltrúi
sesselja.oskarsdottir@akranes.is
Sigríður Helga Gunnarsdóttir
Íþróttakennari
sigridur.gunnarsdottir@akranes.is
Sigríður Helgadóttir
Umsjónarkennari í 1.bekk
sigridur.helgadottir@akranes.is
Sigríður K.Óladóttir
Heimilisfræðikennari
sigridur.oladottir@akranes.is
Sigríður M.Sigurðardóttir
Skólaliði
sigridur.sigurdardottir@akranes.is
Sigríður Margrét Matthíasdóttir
Umsjónarkennari í 6.bekk
sigridur.matthiasdottir@akranes.is
Sigríður Skúladóttir
Sérkennari
sigridur.skuladottir@akranes.is
Sigtryggur Karlsson
Stærðfræðikennari á unglingastigi
sigtryggur.karlsson@akranes.is
Súsanna Ernudóttir
Skólaliði
susanna.ernudottir@akranes.is
Svanhildur S.Ríkarðs
Stuðningsfulltrúi á sérdeild
svanhildur.rikhardsdottir@akranes.is
Særún Gestsdóttir
Umsjónarkennari í 7. bekk
saerun.gestsdottir@akranes.is
Valgerður Sveinbjörnsdóttir
Skólaliði
valgerdur.sveinbjornsdottir@akranes.is
Vigdís Elfa Jónsdóttir
Umsjónarkennari 5.bekk
vigdis.elfa.jonsdottir@akranes.is
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir
Deildarstjóri
vilborg.gudbjartsdottir@akranes.is
Þórður Sævarsson
Íþróttakennari
Þórey Jónsdóttir
Listgreinakennari
thorey.jonsdottir@akranes.is
Þórgunnur Óttarsdóttir
Umsjónarkennari í 2.bekk
thorgunnur.ottarsdottir@akranes.is
20
Stjórnskipulag – skipurit Skipurit Brekkubæjarskóla Deildarstjóri Deildarstjóri sérkennslu
Skólastjóri
Sérkennarar Stuðningsfulltrúar í bekkjum
Deildarstjóri sérdeildar
Starfsfólk sérdeildar
Deildarstjóri dagvistar
Starfsfólk dagvistar
Aðstoðarskólastjóri
Umsjónarkennarar 1.-7.b.
Umsjónarkennarar á unglingastigi Faggreinakennarar
Skólaliðar Starfsfólk í eldhúsi
Námsráðgjafi Ritari
21
Skólaráð Við grunnskóla skal starfa skólaráð (skv.8. gr. laga um grunnskóla nr. 91) sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
Skólaráð tekur þátt í
Skólaráð fjallar um skólanámskrá
skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endaleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki
sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúm kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Að þessu sinni eru tveir fulltrúar grenndarssamfélags. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Skólaárið 2014-2015 sitja eftirtaldir í skólaráði: Skólastjóri Magnús Vagn Benediktsson Aðstoðarskólastjóri Arnheiður Helgadóttir situr alla fundi ráðsins og ritar fundargerð. Fulltrúar foreldra Erla Ösp Lárusdóttir Ólöf Linda Ólafsdóttir Fulltrúi grenndarsamfélags Jóhanna Kristófersdóttir Fulltrúar kennara Ingibjörg Haraldsdóttir Sigríður Helgadóttir Fulltrúi annarra starfsmanna Ingibjörg Hafsteinsdóttir Fulltrúar nemenda Sigurjón Bergsteinsson 22
Urður Pálína Reynisdóttir Starfsáætlun skólaráðs fyrir skólaárið 2014-2015 Fundartími 16:15-17:15 Október 2014 Fundir vetrarins Fjárhagsáætlun Námskrá/skólareglur Nóvember 2014 Starfsáætlun skólans + ársskýrsla Fjárhagsáætlun næsta árs Janúar 2015 Samræmd próf Skóladagatal Mars 2015 Sjálfsmat Líðankannanir Maí 2014 Næsta skólaár
Foreldrafélag og samstarf heimilis og skóla Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag (skv. 9. gr. laga um grunnskóla nr. 91). Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnum þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Hlutverk
foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag Brekkubæjarskóla var stofnað 10. október 2002, af áhugasömum foreldrum sem vildu efla og styrkja félagsstarf innan skólans. Markmið hverrar stjórnar er að halda utan um samskipti heimilis og skóla, koma skoðunum og ábendingum foreldra á rétta staði og fylgja þessu eftir. Foreldrafélagið leggur metnað sinn í að byggja upp gott og öflugt starf, gagnvirkt á milli stjórnar félagsins og foreldra annars vegar og hins vegar á milli foreldra barna, stjórnar félagsins og skólans. 23
Markmið hverrar stjórnar er að halda utan um samskipti heimilis og skóla, koma skoðunum og ábendingum foreldra á rétta staði og fylgja þessu eftir. Við leggjum metnað okkar í að byggja upp gott og öflugt starf, gagnvirkt á milli stjórnar félagsins og foreldra annars vegar og hins vegar á milli foreldra barna, stjórnar félagsins og skólans. Markmið og áherslur Foreldrafélags Brekkubæjarskóla eru að:
efla samstarf heimilis og skóla
virkja foreldra í þátttöku foreldrarölts
efla forvarnarstarf á vegum heimilis og skóla
halda utan um félagsstarf bekkjanna
vera tengiliður foreldra og barna inn í skólastarfið
stuðla að upplýsingamiðlun til foreldra, m.a. með útgáfu fréttabréfs og með fróðlegum fyrirlestrum.
Stjórnina skipa 8 fulltrúar foreldra valdir úr röðum bekkjarfulltrúa eða sjálfboðaliða og skiptir stjórnin með sér verkum.
Aðalfundur félagsins er haldinn í október ár hvert með
hefðbundinni aðalfundardagskrá. Skólaárið 2014-2015 skipa eftirtaldir stjórn foreldrafélagsins (ekki fullskipuð fyrr en í okt. ): Ólöf Linda Ólafsdóttir s. 431-2321 / 863-4990 olof@vignir.is Sigríður Lára Guðbjartsdóttir s. 431-2300 / 847-0760 siggalara76@gmail.com Ása Líndal Hinriksdóttir s. 564-5939 / 695-1009 asa.lindal.hinriksdottiråkranes.is Erla Ösp Lárusdótir 431-3929 / 894-1029 erla@akraborg.is Liv Aase Skarstad 5678782 / 8492458 livasa80@gmail.com Valey Benediktsdóttir 4311917 / 6981757 valey@simnet.is
24
Kynningarfundir Á hverju hausti eru kynningarfundir í öllum bekkjum. Á þessum kynningarfundum kynna kennarar starf vetrarins og segja frá helstu áherslum í skólastarfinu. Fulltrúar foreldrafélagsins mæta á þessa fundi og kynna starfsemi sína og valdir eru bekkjarfulltrúar. Talsverð viðbrigði eru fyrir börn og foreldra þegar barn byrjar í skóla. Þess vegna eru haldin svokölluð skólafærninámskeið fyrir foreldra 1. bekkinga. Skólastjóri fer yfir helstu þætti skólastarfsins. Deildarstjóri sérkennslu, námsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur kynna stoðkerfi skólans og fulltrúi foreldrafélags mætir og kynnir starfsemi foreldrafélagsins. Umsjónarkennarar spjalla við foreldrahópinn um bekkjarstarfið og ýmis hagnýt atriði viðkomandi því. Haldinn er sameiginlegur
fundur
fyrir
foreldra
unglingastigs.
Þangað
mæta
starfsmenn
frá
félagsmiðstöðinni Arnardal og reynt að hafa fyrirlestur um málefni viðkomandi unglingum. Umsjónarkennarar
spjalla við foreldrahópinn um bekkjarstarfið og ýmis hagnýt atriði
viðkomandi því.
Dygðastundir og morgunstundir Samstarf heimilis og skóla er ríkur þáttur í skólastarfinu. Til að efla þetta samstarf er foreldrum boðið á ýmsa viðburði tengda lífsleiknistefnu skólans. Má þar nefna stóru morgunstundirnar og svokallaðar dygðastundir sem haldnar eru í hverjum árgangi og/eða bekkjardeild. Dygðastundirnar undirbúa nemendur og umsjónarkennarar en einnig eru þær oft skipulagðar í samstarfi við foreldrafulltrúa bekkjanna. Yfirleitt er ein dygðastund á önn, þar sem dygð annarinnar er þema stundarinnar. Fjórum sinnum á skólaárinu eru haldnar hátíðir tengdar dygð annarinnar í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þessar hátíðir kallast Stórar morgunstundir. Þar er lögð áhersla á söng og atriði frá nemendum. Veittar eru viðurkenningar fyrir jákvæða hegðun, rætt um dygð annarinnar og málefni líðandi stundar. Litlar morgunstundir eru einnig haldnar á hverju aldursstigi fyrir sig í sal skólans, einu sinni á hvorri önn. Á litlum morgunstundum eru flutt atriði, sungið og veittar viðurkenningar fyrir umgengni í stofum.
Viðtöl og vitnisburður Munnlegur og/eða skriflegur vitnisburður fer fram þrisvar á vetri. Gerð er úttekt á stöðu nemenda í nóvember og gerð grein fyrir henni í foreldraviðtölum. Þá er áherslan gjarnan á gengi nemenda og líðan í skólanum og gefnar umsagnir. Í febrúar fer fram formlegt námsmat og gefinn skriflegur vitnisburður sem afhentur er í foreldraviðtali. Í maí er aftur formlegt námsmat og skriflegur vitnisburður fyrir allan veturinn afhentur á skólaslitadegi. 25
Teknir eru sérstakir viðtalsdagar þar sem reynt er að fá alla nemendur ásamt foreldrum í viðtal við umsjónarkennara. Eins eru allir aðrir kennarar skólans til viðtals þessa daga.
Heimanám Engin sérstök stefna er í skólanum um heimanám. Á yngstu stigum skiptir lesturinn mestu máli og nauðsynlegt að öll börn séu látin lesa heima. Annað heimanám er í lágmarki.
Svefn og svefnþörf Börn á aldrinum 6 -16 ára þurfa að meðaltali 8 -12 klst. svefn á sólarhring. Sum þurfa meiri svefn en önnur og við minnum foreldra enn og aftur á að virða svefnþörf barna sinna. Ein algengasta ástæða skólaleiða er þreyta og svefnleysi og börn sem eru þreytt og leið eiga afskaplega erfitt með að tileinka sér það sem fram fer í skólanum. Einnig viljum við minna foreldra á að virða útivistarreglur.
Útivistarreglur barna og unglinga Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Nemendafélag Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess (skv. lögum nr. 91, 10. gr.). Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr. Skólaárið 2014-2015 skipa eftirtaldir stjórn nemendafélagsins: Formaður: Sigurjón Bergsteinsson 10. B Varaformaður: Anna Mínerva Kristinsdóttir 10. S Nemendaráðsfulltrúar: 10. B Trausti Már Isaksen 26
Alexander Helgi Sigurðsson 10. S Svavar Örn Sigurðsson Hanna Louise Guðnadóttir 9. B Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir Sólveig Erla Þorsteinsdóttir 9. S Davíð Örn Sigurðarson Þuríður Ósk Magnúsdóttir 8. B Jóhann Ársæll Atlason Aðalheiður Fríða Hákonardóttir 8. S Jón Ingi Einarsson Dawn Edelokun V. Simire
Skólareglur Nemendur þurfa að tileinka sér í daglegu lífi ýmsa þætti til þess að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi, þ.á.m. samskiptahæfni, virðingu, umburðarlyndi og skilning á uppbyggingu lýðræðislegs þjóðfélags. Nemendur þurfa að læra að umgangast hver annan og allt starfsfólk skóla í sátt og samlyndi og taka ábyrgð á eigin framkomu og hegðun og virða skólareglur. Leggja þarf áherslu á námsaga og sjálfsaga nemenda Til þess að svo megi verða ber starfsfólki skólans í hvívetna að stuðla að góðum starfsanda og gagnkvæmri virðingu allra í skólanum í samstarfi við nemendur, foreldra og starfsfólk. Efla skal félagsfærni nemenda með því að skapa þeim tækifæri til virkrar þátttöku í skólastarfi. Jákvæður skólabragur er í eðli sínu forvarnastarf og getur dregið úr neikvæðum samskiptum, s.s. einelti og öðru ofbeldi. Meðal grundvallarréttinda nemenda er að hafa vinnufrið í skólanum þannig að þeir geti náð sem bestum tökum á náminu og að kennslan nýtist þeim sem best. Því þarf að leggja áherslu á að skapa jákvæðan skólabrag í hverjum skóla og góðan vinnuanda í einstökum bekkjardeildum og námshópum.
27
Réttindi og skyldur Ég hef rétt á...
Mér ber skylda til...
...að mér líði vel og sé örugg/ur
....að valda ekki öðrum skaða eða tjóni
í skólanum
hvorki líkamlegu né andlegu
...að vinnuumhverfið sé rólegt og notalegt
...að stuðla að rólegu og notalegu vinnuumhverfi
...vinnuumhverfið sé snyrtilegt
..að stuðla að snyrtilegu vinnuumhverfi
...að borin sé virðing fyrir mér sem
...að bera virðingu fyrir öðrum
einstaklingi
einstaklingum
...að vita alltaf til hvers er ætlast af mér
...að vera stundvís og tilbúin/n til vinnu með tilskilin gögn, vilja og áhuga
...fjölbreyttu, áhugaverðu og sveigjanlegu
...að nýta sem best öll þau námstækifæri
námi
sem bjóðast og að hafa metnað til þess að nema og vinna
...að fá þá bestu kennslu sem völ er á
...að skila verkefnum á réttum tíma og að gera ávallt mitt besta við vinnu þeirra
...að tjá mig og að það sé borin virðing
...að hlusta á aðra og bera
fyrir skoðunum mínum
virðingu fyrir skoðunum annarra
...að vera metin/n eftir eigin verðleikum
...að meta aðra út frá þeirra eigin verðleikum,
og verkum
hæfni, frumkvæði, verkum og árangri
...að fá að njóta réttlætis og sanngirni
...að sýna öðrum sanngirni og réttlæti
...að skólinn beri hag minn ávallt
...að fara eftir og virða þær reglur og
fyrir brjósti
skyldur sem skólinn setur mér
Samkvæmt nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur allra aðila skólasamfélagsins þarf að endurskoða skólareglur Brekkubæjarskóla og mun sú vinna fara fram á þessu skólaári. Skólareglurnar ná yfir flest þau mál sem kunna að koma upp í skólanum. Því miður er ekki 28
hægt að ganga út frá því að alvarlegri mál komi ekki upp og þarf að hafa skýr viðbrögð við þeim.
Almennar skólareglur: Minnumst þess að skólinn er vinnustaður þar sem öllum á að líða vel. 1.
Verum stundvís – nýtum tímann vel
2.
Komum alltaf með það sem við þurfum að nota við námið
3.
Verum kurteis og tillitssöm – ekki særa aðra
4.
Göngum vel um skólann og umhverfi hans – alltaf
5.
Komum vel fram við alla – þá líður öllum vel
6.
Göngum hljóðlega um – spillum ekki vinnufriði
7.
Förum vel með eigur skólans, okkar eigin og annarra
8.
Borðum hollan mat í skólanum – okkar vegna
Verum við aðra eins og við viljum að aðrir séu við okkur
Sérstakar reglur. 9. Reykingar og notkun hvers kyns tóbaks eða annarra vímuefna er bönnuð í skólanum, á skólalóðinni og í nágrenni skólans (á skólatíma) og hvar sem nemendur eru á vegum skólans. Gefnir eru 20 punktar og haft samband við foreldra komist upp um reykingar auk þess sem sérstakt vinnuferli undir leiðsögn námsráðgjafa fer í gang. 10. Notkun gsm síma er óheimil í kennslustundum nema með leyfi kennara. Hlýði nemandi ekki tilmælum kennara varðandi notkun síma fær hann einn punkt. 11. Hafi nemandi með sér í skólann hluti sem skapa slysahættu s.s. hnífa, eldfæri, stríðsleikföng, sprengjur o.s.frv. eru þeir teknir af nemendum og forráðamönnum gert að sækja þá í skólann. 12. Nemendur mega hvorki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna á skemmtunum á vegum skólans né vera með á sér. Þetta gildir um allar skemmtanir hvort sem þær eru haldnar í Brekkubæjarskóla, Grundaskóla eða í Arnardal. Komi eitthvað þessu líkt upp er strax haft samband við foreldra og þeir látnir sækja viðkomandi. Foreldrar og nemandi eru boðaðir á fund næsta skóladag á eftir og málefni viðkomandi rædd að viðstöddum ráðgjöfum. Brjóti nemandi í nemendaráði reglu 12 er honum umsvifalaust vikið úr nemendaráði. Að öðru leyti gildir regla 12. 13. Forföll ber að tilkynna samdægurs af foreldrum nemenda annars verður litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða. Leyfi í 1-2 daga geta foreldrar tilkynnt á skrifstofu skólans en 29
leyfi til lengri tíma þarf að sækja um skriflega á skrifstofu skólans á þar til gerðum eyðublöðum. 14. Skólareglur Brekkubæjarskóla gilda hvar sem nemendur eru staddir á vegum skólans. Punktakerfi (hluti af ástundunarkerfi) gildir hvar sem nemendur í 8.-10. bekk eru staddir á vegum skólans. Foreldrar eru umsvifalaust látnir sækja nemendur komi upp alvarleg brot á skólareglum. Skólinn greiðir ekki kostnað sem gæti hlotist af. Kennurum er leyfilegt að leysa upp samkomur eða ferðalög telji þeir ástæðu til. 15. Verði nemandi uppvís að því að eyðileggja muni skólans skal hann eða foreldrar hans bæta skaðann að fullu. 16. Ef nemandi veldur verulegri truflun í kennslustund og fullreynt er að hann lætur ekki segjast við áminningu kennara er heimilt að vísa honum úr tíma. Sé nemanda vikið úr kennslustund skal sá kennari sem það gerir senda viðkomandi til aðstoðarskólastjóra eða skólastjóra. Kennarinn sem vísar út hefur samband við umsjónarkennara og þeir koma sér saman um hvernig skal staðið að því að tilkynna atvikið. Nemandi fer ekki í aðra kennslustund fyrr en sátt hefur náðst í málinu. Það skal áréttað að brottvikning úr kennslustund er neyðarúrræði.
Ástundunarkerfi Ástundunarkerfi fyrir 8.-10. bekk gengur út á það að nemendur fá í upphafi annar einkunn upp á tíu. Einkunninni geta þeir haldið með því að hegða sér prúðmannlega, stunda heimanámið samviskusamlega og mæta stundvíslega. Bregði út af þessu t.d. með því að nemandi komi of seint, þá lækkar ástundunareinkunnin skv. töflu 1. Einu sinni á önn geta nemendur sótt um hækkun á ástundunareinkunn. Tafla 1. Atvik
Regla nr.
Punktar
Seint
1
1
Fjarvist
1
2
Sælgæti eða gos í 8 skólanum Brottrekstur úr kennslu- 3
1 4
stund Ástundun óviðeigandi
5
1
Áfengis-eða
9
20 30
vímuefnaneysla Vantar gögn eða íþróttafatnað Óunnin heimavinna Sími eða önnur tæki
2
1
2
1
10
1
Ástundunareinkunnin lækkar miðað við punktafjöldann skv. töflu 2. Tafla 2 Ástundunar-einkunn
Punktar
10
0-4
9,5
5-9
9
10 - 14
8,5
15 - 19
8
20 - 24
7,5
25 - 29
7
30 - 34
6,5
35 - 39
6
40 - 45
Hægt er að sækja um hækkun á ástundunareinkunn a.m.k. einu sinni á önn. Nemandi sækir þá um hækkunina til umsjónarkennara. Lækki ástundunareinkunnin niður í 8 skal umsjónarkennari strax hafa samband við foreldra til þess að ræða stöðu mála. Fari ástundunareinkunn nemanda niður fyrir 6 tilkynnir umsjónarkennari mál nemandans til nemendaverndarráðs.
Verklagsreglur varðandi skólasókn Grunnskólanemendur eru skólaskyldir samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Á foreldrum hvílir sú skylda að börn sæki skóla. Foreldrar verða að tilkynna um veikindi barna sinna til skólans og sækja um leyfi gerist þess þörf. Leyfi umfram tvo daga á að sækja um skriflega á sérstök eyðublöð. Fari skólasókn nemenda niður fyrir 80% (á hverju tímabili eða í einstökum námsgreinum) hvort sem um er að ræða óheimilar fjarvistir, veikindi eða leyfi lætur umsjónarkennari foreldra/forráðamenn vita að málinu verði vísað til nemendaverndar-ráðs. Tekið er tillit til 31
langvarandi veikinda eða leyfa vegna ferðalaga. Nemendaverndarráð fjallar um málið og ákvarðar um frekari aðgerðir. Eftirfarandi reglur eru kennurum til leiðbeiningar varðandi skólasókn nemenda.
Ef nemandi mætir eftir að mætingarskráningu er lokið telst hann hafa komið of seint í tíma.
Ef nemandi mætir þegar kennslustund er hálfnuð telst hann hafa verið fjarverandi.
Kennarar hafa samband við ritara varðandi þá sem eru ekki mættir og kanna hvort tilkynnt hafa verið um forföll. Ef ekkert hefur verið tilkynnt er hringt heim og spurst fyrir um nemandann. Mikilvægt er að þetta sé gert í fyrsta tíma á morgnana.
Kennarar á yngsta- og miðstigi eiga að yfirfara skólasókn í Mentor vikulega og skrá inn ef eitthvað vantar.
Kennarar á unglingastigi eiga að skrá skólasókn ekki sjaldnar en einu sinni í viku og daglega ef nemandi mætir illa.
Um skólasókn unglingastigs er að öðru leyti vísað til punktakerfis sem þar er og reglna þar um.
Stoðþjónusta Stuðningur fyrir börn með sérþarfir Í grunnskólalögum er kveðið á um að skólinn skuli haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir hvers nemanda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs þroska. Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir. Bráðgerir nemendur og nemendur, sem búa yfir sérhæfileikum á vissum sviðum, eiga rétt á að fá námstækifæri við sitt hæfi. Í grunnskólalögum er kveðið á um að skólinn skuli haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir hvers nemanda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á námi við hæfi í grunnskólum og sveitarfélögum er skylt að sjá öllum nemendum fyrir viðeigandi kennslu. 32
Fyrirkomulag sérkennslu Sérkennsla skiptist í eftirtalda þætti:
Kennsla nemenda með einstaklingsnámskrá. Kennsla sem felur í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/ eða kennsluaðstæðum.
Stuðningsmiðuð kennsla. Aðaláhersla á lestur og stærðfræði. Ekki er vikið verulega frá bekkjarnámskrá.
Nýbúafræðsla, ætluð nemendum sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli eða hafa dvalið langdvölum erlendis.
Nemendur fá sérkennslu samkvæmt greiningu sérfræðinga og greinandi skimunar prófum, ábendingum ýmissa aðila, svo sem leikskólakennara, talmeinafræðings, kennara, deildarstjóra og foreldra. Að vori ræða sérkennarar við umsjónarkennara um stöðu nemenda og meta þeir sameiginlega þörf fyrir sérkennslu á komandi
skólaári. Sérkennslutímum er skipt milli
nemenda í samræmi við þarfir þeirra og endurskoðun fer fram nokkrum sinnum á ári.
Sérdeild Brekkubæjarskóla Sérdeild Brekkubæjarskóla var formlega stofnuð árið 1986. Hún tilheyrir Brekkubæjarskóla á Akranesi og er rekin af Akranesbæ. Tilgangur með stofnun hennar var að gera fötluðum börnum á Akranesi kleift að stunda nám í heimabyggð. Sérdeildin þjónar báðum grunnskólum Akranesbæjar og foreldrar fatlaðra barna hafa valkost um nám í sérdeild eða í almennum bekk fyrir börn sín. Árlegur starfstími sérdeildar fylgir skóladagatali Brekkubæjarskóla. Nemendur sérdeildar hefja skóladaginn ýmist í sérdeildinni eða í bekknum sínum. Hver nemandi hefur sína stundaskrá og fær fylgd starfsfólks sérdeildar eftir þörfum. Daglegur skólatími nemenda miðast við gildandi viðmiðunarstundaskrá og býðst nemendum á yngsta stigi að fara í almenna skóladagvist eftir að skóladegi lýkur. Nemendur sérdeildar í 5.- 10. bekk eiga kost á að fara í skipulagða frístund í Félagsmiðstöðina Arnardal / Þorpið eftir að skóla lýkur. Einnig er boðið upp á dagvistun í júní, eftir að skóla er slitið. Stuðningur og fylgd inn í bekki kemur frá sérdeild og er skipulagður af umsjónaraðila nemandans í sérdeild í samvinnu við umsjónakennara bekkjarins og / eða aðra kennara.
33
Í sérdeildinni starfa deildarstjóri, kennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfi og stuðningsfulltrúar. Starfsfólk sérdeildar vinnur í nánu samstarfi við kennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðing, talmeinafræðing og sálfræðing skólans, sem jafnframt er faglegur ráðgjafi deildarinnar.
Nemendaverndarráð Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008 er starfrækt nemendaverndarráð í skólanum. Það starfar samkvæmt reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs. Í nemendaverndarráði Brekkubæjarskóla eiga sæti aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri sérdeildar, skólahjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og náms- og starfsráðgjafi. Nemendaverndarráð heldur fundi aðra hverja viku og sitja félagsráðgjafi og iðjuþálfi frá Fjölskyldusviði einn fund í mánuði. Nemendaverndarráð fjallar um úrræði í málum nemenda sem til þess er vísað og ákveður til hvaða úrræða og aðgerða verði gripið og hverjir taka verkefnin að sér. Umsjónarkennari getur óskað eftir umfjöllun nemendaverndarráðs um umsjónarnemanda sinn. Kennarinn fyllir út umsókn þar sem fram kemur hver vandinn er og hverju er verið að óska eftir. Foreldrar/forráðamenn þurfa að skrifa undir umsóknina annas er hún ekki tekin til meðferðar. Leitast er við að taka málefni fyrir eins skjótt og hægt er eftir að beiðni berst. Nemendaverndarráð skráir stöðu málsins, fjallar um það faglega, leggur fram tillögur og fylgist með framvindu mála. Ráðið getur kallað á sinn fund þá aðila innan skólans og utan sem það telur að geti upplýst sig um ákveðin málefni. Full trúnaðarskylda fundarmanna gildir á öllum fundum nemendaverndarráðs. Fundir eru bókaðir og farið með allar upplýsingar samkvæmt reglum um meðferð trúnaðargagna.Í nemendaverndarráði sitja jafnan þeir sem koma að stoðþjónustu skólans; námsráðgjafi, sérkennari, hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur auk skólastjóra eða annars stjórnanda innan skólans.
34
Náms- og starfsráðgjöf Námsráðgjafi vinnur ásamt öðrum starfsmönnum skólans að ýmsum velferðarmálum er tengjast námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa. Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Helstu viðfangsefni námsráðgjafa eru: • Að veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og veita þeim fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. • Að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu. • Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi, t.d. með því að bjóða upp á námskeið í námstækni. • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf. • Að taka á móti nýjum nemendum og veita þeim stuðning. • Að undirbúa flutning milli skólastiga og fylgja nemendum eftir inn í framhaldsskóla. • Að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skólans og aðra svo sem starfsmenn æskulýðs- og íþróttamála og skólasálfræðing. Samvinna milli nemanda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemandanum. Nemendur geta leitað beint til námsráðgjafa eða verið vísað til hans af kennurum, forráðamönnum eða skólastjórnendum. Forráðamenn geta leitað beint til námsráðgjafa.
Sálfræðiþjónusta Sálfræðiþjónusta er starfrækt samkvæmt ákvæðum í lögum um grunnskóla og leikskóla og nánar er kveðið á um útfærslu í reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla. Skólasálfræðingar á Fjölskyldustofu Akraness sinna grunn- og leikskólum bæjarins. Sálfræðingur situr fundi nemendaverndarráðs 35
Markmið sálfræðiþjónustu við skóla er að sálfræðileg þekking nýtist í skólastarfi, kennurum og öðru starfsfólki, börnum, foreldrum og fjölskyldum til hagsbóta. Unnið er að þessu markmiði samkvæmt eftirfarandi stigskiptingu forvarna: 1. stigs forvarnir - grunnaðgerð; þ.e. fræðsla, kynning. 2. stigs forvarnir - leitaraðgerð, þ.e. kannanir, skimanir. 3. stigs forvarnir - endurhæfing, þ.e. greining, meðferð. Grunnaðgerðir (1. stig) eru:
Ráðgjöf og stuðningur við forvarnir í skólastarfi.
Ráðgjöf vegna nýbreytni og þróunarstarfs.
Hagnýt fræðsla til kennara, skólastjóra, nemenda og forráðamanna.
Stefnumótun og gerð starfsáætlana í samráði við skólafulltrúa.
Leitaraðgerðir (2. stig) eru:
Hönnun og framkvæmd rannsókna, tilrauna, kannana og kembiathugana.
Endurhæfing (3. stig) eru:
Athuganir og greiningar á nemendum sem eiga í sálrænum, félagslegum og/eða námslegum erfiðleikum, ásamt tillögum til úrlausna.
Ráðgjöf til nemenda.
Meðferð fyrir nemendur í vanda.
Ráðgjöf til kennara og starfsfólks skóla vegna erfiðleika einstakra nemenda. Sérstök áhersla er á að auka þekkingu og færni starfsfólksins til að leysa viðfangsefni sjálfstætt, sbr. 3.gr. reglugerðar um sérfræðiþjónustu.
Ráðgjöf til kennara og starfsfólks skóla vegna skilgreindrar bekkjar- eða hópvinnu.
Ráðgjöf til kennara og starfsfólks vegna samstarfs.
Ráðgjöf og leiðbeiningar til foreldra og fjölskyldna vegna náms og uppeldis barna.
Talkennsla Staðgengill skólastjóra og talmeinafræðingur fara yfir öll gögn sem berast frá leikskóla yfir í grunnskóla. Sérstök áhersla er lögð á að skoða niðurstöður úr HLJÓM-2, TOLD-2P málþroskaprófi, Reynells málþroskaprófi, Orðaskil, Íslenska þroskalistanum (málþáttur), Íslenska smábarnalistanum og Þroskaprófum (misræmi á milli verklegrar og mállegrar greindar). Einnig er farið sérstaklega yfir skýrslur frá greiningarteymum sbr. Greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins, Heyrnar-og talmeinastöð Íslands, BUGL o.s.frv. Skoðaðar eru áherslur í málörvun í leikskóla og börnin eru síðan málþroskaprófuð eftir þörfum 36
Talmeinafræðingur og kennari sem sér um málörvun raða börnum síðan í hópa eftir eðli vandans (sjá vinnu í málörvunarhópum (http://lesvefurinn.khi.is). Börnunum er raðað í hópa eftir því hvort þau eru með vanda í heyrnrænni úrvinnslu, heyrnarminni, hljóðkerfisvitund, framburði, orðaforða, málskilningi. máltjáningu, málfræði, setningauppbyggingu, frásögnum eða viðeigandi boðskiptum. Einnig er sérstök áhersla lögð á á auka áhuga, úthald, einbeitingu og styrkja undirstöðuþætti fyrir lestur. Kennari sem sér um málörvun gerir einstaklingsáætlun fyrir hvert barn sem fer í málörvunarhóp. Áætlunin er unnin undir leiðsögn talmeinafræðings og valið er málörvunarefni í samræmi við kennsluáætlunina. Málörvunaráætlunin er kynnt fyrir bekkjarkennara og foreldrum og allir fá eintak af áætluninni til að fylgja eftir heima og í skóla. Talmeinafræðingur tekur við útfylltum beiðnum frá kennurum þar sem beðið er um greiningu á málþroska. Samstarfsfundir eru haldnir með bekkjarkennara og foreldrum efir þörfum, þar sem farið er yfir áherslur í málörvun. Þau börn sem þurfa einstaklingsþjálfun fá tíma hjá talmeinafræðingi eftir þörfum. Haldið er utan um hvað er gert í málörvun með sérstökum skráningarblöðum. Endurmat á málþroska fer fram hjá talmeinafræðingi eða sérkennara. Talmeinafræðingur sér um að hafa yfirsýn yfir málörvunarefni og velja efni við hæfi út frá kennslufræðilegum þörfum hvers og eins (einstaklingsmiðuð kennsla). Unnið er að því að flokka og skilgreina notkun á málörvunarefni sem er til í Brekkubæjarskóla í tengslum við þetta. Í þeim tilfellum sem viðunandi árangur næst ekki eftir málörvun í fyrsta bekk (samkvæmt málþroskaathugun talmeinafræðings) heldur barnið áfram í málörvun í öðrum bekk. Eftir það er aftur mat á árangri hjá talmeinafræðingi og er þá metið í samráði við foreldra, bekkjarkennara og deildarstjóra í sérkennslu hvort barnið þurfi meiri stuðning, sérkennslu, nánari greiningu eða frekari sérfræðiaðstoð.
Skólaheilsugæsla Heilsugæslan er á vegum HVE. Skólahjúkrunarfræðingur er starfandi við skólann. Viðtalstími er frá 9-14 mánudaga til fimmtudaga. 37
Tilgangur skólaheilsugæslu er að fylgjast með heilsu, þroska, líðan og högum barna á grunnskólaaldri. Hlutverk hennar er að stuðla að líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði skólabarna og að greina og sinna heilbrigðisvandamálum sem hafa áhrif á velferð nemenda og námsgetu. Einnig að meta þá þætti í umhverfi og aðstæðum barna sem hafa áhrif á heilsu og líðan þeirra. Boðið er upp á reglulegar skoðanir, viðtöl og fræðslu ásamt bólusetningum: sótt af vef landlæknisembættisins Meginmarkmið skólaheilsugæslunnar er að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á í samræmi við bestu þekkingu. Starfsfólk
skólaheilsugæslu
skólastjórnendur,
kennara
vinnur og
aðra
í
náinni sem
samvinnu
veita
við
foreldra/
skólabarninu
þjónustu.
forráðmenn, Starfsfólk
heilsugæslunnar er bundið þagnaskyldu. Skólahjúkrunarfræðingur, kennari eða skólaliði veita fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn. Því er nauðsynlegt að skólinn hafi símanúmer foreldra/forráðamanna. Eftirlit með líkamlegu ástandi nemenda fer fram í samvinnu skólahjúkrunar-fræðings og heilsugæslulæknis. Eftirfarandi atriði eru athuguð sérstaklega hjá nemendum: 1.bekkur hæð, þyngd og sjón. Flúorþjálfun. 2.bekkur hæð, þyngd og heyrn. 4.bekkur hæð, þyngd og sjón. 7.bekkur hæð, þyngd, sjón og litarskyn. Læknisskoðun og bólusetning við mislingum, hettusótt og rauðum hundum 9.bekkur Bólusetning við barnaveiki, stífkrampa,kíghósta og mænusótt. 10.bekkur hæð, þyngd, sjón og heyrn. Læknisskoðun og blóðþrýstingmæling. Bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, allt í einni sprautu. Leiði skoðun hjá hjúkrunarfræðingi/lækni í ljós eitthvað sem þarf að athuga nánar, fær barnið tilvísun með sér heim eða haft er samband við foreldra þess símleiðis. Fyrir utan hefðbundið eftirlit er öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra velkomið að leita til skólahjúkrunarfræðings ef þeim liggur eitthvað á hjarta. Einnig sér hjúkrunarfræðingur um fræðslu til nemenda um ýmsa þætti s.s. persónulegt hreinlæti, næringu, svefn, hvíld og kynþroska. Heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á reglulegu eftirliti með tannheilsu nemenda. Skólahjúkrunarfræðingur fylgist með hvort nemendur fara til tannlæknis og minnir á það ef misbrestur er á því. Flúorþjálfun fer fram í 1.bekk. Foreldrar þeirra barna sem vilja geta fengið flúorflösku sér að kostnaðarlausu hjá skólahjúkrunarfræðingi. 38
Það er mjög mikilvægt að láta umsjónarkennara vita ef eitthvað er að hjá nemendum sem gæti haft áhrif á nám þeirra við skólann s.s. sjóndepra, heyrnarskerðing, astmi eða ofnæmi.
Túlkaþjónusta Til að foreldrar geti gætt hagsmuna barna sinna og gagnkvæm upplýsingagjöf milli foreldra og skóla sé greið er foreldrum sem ekki tala íslensku eða nota táknmál tryggð túlkun á upplýsingum sem taldar eru nauðsynlegar vegna þessarar samskipta.
Samstarf við aðila utan grunnskóla Brúum bilið Brekkubæjarskóli tekur þátt í verkefninu Brúum bilið – samstarf leikskóla og grunnskóla á Akranesi. Brúum bilið hófst sem þróunarverkefni milli Garðasels og Grundaskóla árið 1994. Starfið hefur verið með formlegum hætti frá árinu 1996 og hefur tekið nokkrum breytingum á þessum tíma eflst og batnað. Starfið er í mjög föstum skorðum í grundvallaratriðum en tekur smávægilegum breytingum milli ára eins því sjaldnast vinnur sama fólkið að því tvö ár í röð. Tilgangurinn með verkefninu er: Að skapa samfellu í námi barna / nemenda á þessum tveimur skólastigum. Að byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara á báðum skólastigum. Að stuðla að vellíðan og öryggi barna við að fara úr leikskóla í grunnskóla. Helstu þættir starfsins Elstu nemendur leikskólanna koma í heimsókn í skólann að hausti. Skólastjórnendur bjóða í heimsóknina og sýna börnunum skólann. Væntanlegir nemendur Brekkubæjarskóla koma í þrjár heimsóknir fyrir jól og þrjár heimsóknir eftir jól og taka þátt í námi og leik 1. bekkinga. Nemendur 1. bekkjar fara með kennara í heimsókn í sinn gamla leikskóla. Leikskólunum er boðið á stórar morgunstundir í Íþróttahúsinu og væntanlegum nemendum boðið að vera þátttakendur í síðustu morgunstund vetrarins einnig er elstu nemendum boðið á árshátíðarsýningu. Vorskóli er haldinn í þrjá daga um mánaðamótin apríl – maí fyrir væntanlega 1. bekkinga. Skemmtun vorskólabarnanna og 1. bekkinga haldin daginn eftir lokadag vorskólans. Sameiginlegur fundur er að hausti þar sem báðir grunnskólarnir og allir leikskólar taka þátt. Skilafundur er haldinn að vori. Fulltrúi leikskóla fer í gegnum og afhendir skólanum gögn um væntanlega nemendur. Gögnin sem hér um ræðir eru: Hljóm 2 og í einstaka tilfellum gögn frá talmeinafræðingum,
Greiningar-
og
ráðgjafastöð
ríkisins,
barnateymi,
sem
er 39
samvinnuverkefni fræðsluyfirvalda og heilsugæslunnar á Akranesi og e.t.v. fleiri aðilum. Umsjónarkennari ( ef vitað er hver hann verður ) og deildarstjóri sérkennslu
taka við
gögnunum.
Samskipti við Grundaskóla Samskipti við Grundaskóla eru heilmikil. Skólarnir eru saman í vinnu við þróun lestrarstefnu með því að taka þátt í verkefnunum Byrjendalæsi og Orð af orði. Viðbragðsáætlun gegn einelti var unnin sameiginlega fyrir báða skólana af námsráðgjöfum og sálfræðingum þeirra. Tónlistarval
fyrir
unglingastigið
er
samstarfsverkefni
beggja
grunnskólanna
og
Tónlistarskólans á Akranesi. Tónleikarnir Ungir-gamlir eru haldnir á hverju hausti og eru þeir samstarfsverkefni skólanna. Skólarnir vinna einnig ýmis önnur verkefni saman. Í vetur vinna þeir t.d. saman að 3 verkefnum sem Erasmus+ styrkir. Skólastjórar skólanna funda einu sinni í mánuði á skólaskrifstofunni. Nemendafélög skólanna vinna mikið saman. Þau skipuleggja veturinn ásamt starfsfólki Þorpsins og skiptast á að halda böll.
Samskipti við Þorpið Frístundamiðstöðin Þorpið bíður upp á skipulagt tómstundastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-15 ára, dagstarf félagsmiðstöðvarinnar Arnardals er ætlað 13-16 ára unglingum (8.-10.
bekkur)
og
Gaman-saman
starfið
er
ætlað
10-12
ára
börnum
(5.-7.
bekkur). Dagstarfið fer fram virka daga eftir að skóla lýkur og til kl. 16 daginn. Dagstarf Arnardals felst í ýmiskonar námskeiðum, klúbbastarfi og öðru. Dagskráin ákveðin í samráði við unglingana. Mikil áhersla er lögð á að hvetja unglingana til þess að taka þátt í kvöldstarfi Arnardals og veittur stuðningur til þess ef þarf. Nemendur Brekkubæjarskóla eiga einn fulltrúa í stjórn Arnardals/Þorpsins. Auk þess fundar sá
kennari
sem
sér
um
félagsmál
unglinganna
reglulega
með
starfsmönnum
Arnardals/Þorpsins ásamt kennara úr Grundaskóla. Starfsfólk Þorpsins kemur á fundi með foreldrum i tenglsum við fund fyrir 8.bekkjar foreldra og vegna útskriftar 10.bekkinga og þess sem tekur við að henni lokinni.
Samskipti við Tónlistarskólann á Akranesi Tónlistarskólinn á Akranesi hefur tvær stofur til umráða í skólanum fyrir sína kennslu. Nemendur Brekkubæjarskóla sem stunda nám við Tónlistarskólann eiga kost á því að fara að minnsta kosti einu sinni í viku í tónlistartíma á skólatíma. Kennarar Tónlistarskólans hafa 40
samband við foreldra og viðkomandi umsjónarkennara til að velja þann tíma sem hentugastur er. Einnig er samstarf við Tónlistarskólann um tónlistarvalið.
Samskipti við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Stjórnendur grunnskólanna funda með stjórnendum Fjölbrautaskólans að minnsta kosti tvisvar yfir skólaárið. Nemendur 10. bekkjar fara í heimsókn í Fjölbrautaskólann þar sem tekið er á móti þeim og þeir fá að vera part úr degi til að kynnast því sem FVA hefur upp á að bjóða. Kennarar í iðngreinum Fjölbrautaskólans hafa sinnt valgreinakennslu fyrir Brekkubæjarskóla.
Fjölskyldusvið Fjölskyldusvið er stjórnunareining innan Akraneskaupstaðar sem annast starfsemi og rekstur er lýtur að málefnum fjölskyldna. Fjölskyldusvið er fjölskylduráði til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir hana heyra og ber ábyrgð á faglegri framkvæmd ákvarðana fjölskylduráðs í takt við stefnu ráðsins. Meginverkefni Fjölskyldusviðs lúta að almennri og sértækri fræðslu- og velferðarþjónustu fyrir fjölskyldur á Akranesi. Helstu þjónustuþættir eru félagsþjónusta sveitarfélagsins, barnaverndarmál, æskulýðs- íþróttaog forvarnarmál, málefni tónlistarskóla, málefni leikskóla og grunnskóla, málefni aldraðra og fatlaðra og heilbrigðismál. Hlutverk starfsmanna Fjölskyldusviðs er að veita þjónustu í samræmi við gildandi lög og stefnumörkun bæjaryfirvalda á hverjum tíma. Starfsmenn hafa það að markmiði að vinna faglega að lausn mála og veita afbragðsþjónustu sem tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum þjónustuþega. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs er Helga Gunnarsdóttir.
Menntamálaráðuneytið Allir skólar skulu starfa eftir lögum um grunnskóla frá 2008 og fer Menntamálaráðuneytið með yfirstjórn þeirra. Með útgáfu Aðalnámskrár mótar Menntamálaráðuneytið heildarstefnu sem grunnskólunum ber að fara eftir. Innan Aðalnámskrár hefur hver skóli þó ákveðiðsvigrúm og ber skólanámskráin vitni um þá sérstöðu sem skólinn skapar sér.
Aðalnámskrá grunnskóla Aðalnámsskrá má sjá á vef menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola/ Í henni er m.a. kveðið nánar á um uppeldishlutverk grunnskólans og meginstefnu í kennslu og kennsluskipan í samræmi við hlutverk grunnskólans.
41
Lög og reglugerðir Á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is má finna lög og reglugerðir er varðar grunnskólann.
Skóladagvist Skóladagvist er í boði fyrir nemendur í 1.-4.bekk. Þar gefst foreldrum kostur að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins, en í samræmi við gildandi reglur fyrir skóladagvist. Síminn í skóladagvistinni er 4331327. Um 80 nemendur er í skóladagvist Brekkubæjarskóla á þessu skólaári. Markmið skóladagvistarinnar er að skapa börnunum öruggt og uppeldislega jákvætt umhverfi utan hefðbundis skólatíma. Lögði er áhersla á, frjálsan, skapandi leik úti og inni, hreyfingu, góða samvinnu/samskipti milli starfsfólks og foreldra og góða samvinnu milli skólans og skóladagvistarinnar Skóladagvistin er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 13:00-17:00. Opið er á öllum skipulagsdögum skólans að undanskildum öskudegi. Þessa daga er opið frá 13:0017:00. Lokað er á dagvistinni í jóla- og páskafríi nemenda. Á haustin byrjar skóladagvistin sama dag og skólinn hefst og lokar á vorin á daginn fyrir skólaslit. Boðið er upp á hressingu klukkan 14:30 (sjá gjaldskrá). Boðið er upp á brauð, álegg, mjólk, vatn, ávexti, kex og grænmeti. Í Þorpinu er Gaman-saman saman starfið fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Þar er opið frá kl. 14:00-17:00 Gjaldskrá fyrir skóladagvist
og lengda viðveru er háð
ákvæðum
bæjarstjórnar
Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.brak.is og á vefsíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is - gjaldskrá.
Mötuneyti Nemendur í Brekkubæjarskóla eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu og mjólk í frímínútum að morgni. Boðið er upp á hollan og fjölbreyttan mat. Skráð er í mat að hausti og gildir hver skráning í tvo mánuði. Hægt er að velja hversu marga daga vikunnar nemandi er í mat en það þarf alltaf að velja sömu dagana. Ekki er hægt að velja nokkra daga á stangli. Ef segja á upp áskrift eða breyta dögum sem nemandi er í mat þarf að láta vita á skrifstofu skólans tveimur vikum áður en nýtt tímabil hefst. Ef ekkert er látið vita er gengið út frá því að 42
nemandinn verði áfram í mat. Gjöld eru innheimt á tveggja mánaða fresti. Gjaldskrá fyrir fæði í mötuneyti er háð ákvæðum bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is. Um 350 nemendur nýta sér skólamötuneytið á degi hverjum. Nemendur koma á misjöfnum tímum í mat því salurinn tekur aðeins um 150 í sæti. Salurinn er fullsetinn frá 11:30 – 12:50.
Tómstundastarf innan skólans Nemendafélagið stendur fyrir böllum nokkrum sinnum yfir skólaárið í samvinnu við Grundaskóla. Að öðru leyti er allt tómstundastarf fyrir nemendur skólans í Þorpinu.
Móttökuáætlun Þegar nýr nemandi kemur í bekk velur umsjónarkennari tvo nemendur af sama kyni til þess að sjá um nýja nemandann í fjórar vikur. Í sumum tilfellum aðlagast nýr nemandi fljótt og þá lýkur hlutverki þessara aðstoðarnemenda. Umsjónarkennari fer yfir með þessum aðstoðarnemendum til hvers er ætlast af þeim og er hlutverk þeirra sem hér segir:
Að fylgja nýja nemandanum í allar sérgreinar (bókasafn, upplýsingamennt, leiklist, heimilisfræði, myndmennt, textílmennt, tónmennt, leir, íþróttir, sund, dans og valgreinar)
Að sýna skólahúsnæði (salur, aðstaða skólaliða, salerni, setustofa, sjoppa, húsvörður, aðstaða deildarstjóra, skrifstofa, skrifstofa skólastjórnenda, inngangar, staðsetning bekkja, vinnuver kennara, kaffistofa kennara, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, sérdeild, sérkennslustofur, náttúrufræðistofa og skóladagvist)
Passa að nýi nemandinn sé ekki einn í frímínútum og/eða eyðum og fylgja honum á skemmtanir á vegum skólans og Arnardals.
43
Þróunarverkefni á skólaárinu 2014-2015 Breytingar á skólanámskrá Nú í haust tók til starfa skólanámskrárteymi sem hefur það hlutverk að leiða starfið við endurskoðun skólanámskrár Brekkubæjarskóla með tilliti til nýrrar aðalnámskrár. Vinna við aðlögun að nýju aðalnámskránni er búin að vera í gangi undanfarin tvö ár og við gerð bekkjarnámskráa eru grunnþættirnir sex lagðir til grundvallar sem og hæfniviðmið sett í stað markmiða. Skólanámskrárteymið mun halda utan um og ritstýra þessum greinanámskrám skólans og búa undir birtingu í skólanámskrá.
Stærðfræðiátak Undanfarin ár hefur skólinn ekki komið nógu vel út á samræmdum prófum í stærðfræði og í ytra mati Námsmatsstofnunar kom fram að bæta þurfi stærðfræðikennslu. Í vetur mun starfa teymi
um
stærðfræðikennslu.
Hlutverk
þess
er
að
vinna
að
endurskoðun
stærðfræðikennslunnar í skólanum bæði hvað varðar námskrárvinnu og skipulag kennslu. Kennaranámskeið verður haldið í nóvember um stærðfræðikennslu. Leiðbeinendur koma frá Háskóla Íslands.
Lestrarstefna Lestrarstefnan var samþykkt á kennarafundi vorið 2013 og verður unnið eftir henni áfram í vetur. Stefnan er í sífelldri þróun enda er hnignandi lestrarfærni nemenda vaxandi áhyggjuefni. Leitast er við að sameina í eina heild þrjár kennsluaðferðir í lestrarstefnu skólanna. Í fyrsta lagi Byrjendalæsi , í öðru lagi Orð af orði og í þriðja lagi Gagnvirkan lestur. Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð ætluð til lestrarkennslu barna. Meginmarkmið Orðs af orði er að efla orðaforða, orðvitund og lesskilning nemenda. Gagnvirkur lestur beinist að því að efla færni nemenda til að takast á við margbreytilegan lestur og að kenna nemendum hvernig þeir geta tekist á við að skilja texta á kerfisbundinn hátt.
44
Góður og fróður Lífsleiknistefna Brekkubæjarskóla, Góður og fróður, er ekki nýtt verkefni en það er verkefni sem er í sífelldri þróun. Haustið 2001 var tekin upp skólastefna í Brekkubæjarskóla í lífsleikni sem ber heitið “Góður og fróður” og byggir á sýn skólans. Skólastefnan er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans. Það eru forsendur fyrir góðum árangri í námi og starfi. Kennslustundir í lífsleikni Í hverjum árgangi eru kennslustundir skv. viðmiðunarstundaskrá þar sem leitast er við að uppfylla markmið aðalnámskrár. Einnig eru unnar lífleikniáætlanir í öllum námsgreinum. Dygð annarinnar Markviss vinna með dygðir þvert á allar námsgreinar er hluti af skólastefnunni. Á hverri önn gefur lífsleikniteymi skólans tóninn og ákveður eina sameiginlega dygð sem allir árgangar vinna með. Í byrjun hverrar annar er þemadagur sem er upphaf að vinnu með dygðina. Þá er öll kennsla brotin upp og unnin fjölbreytt verkefni í tengslum við dygðina. Foreldrar fá sent fréttabréf með ýmsum upplýsingum um þá dygð sem er í gangi hverju sinni. Morgunstundir Fjórum sinnum á skólaárinu höldum við hátíðir tengdar dygð annarinnar í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þessar hátíðir köllum við Stórar morgunstundir. Þar er lögð áhersla á söng og atriði frá nemendum. Veittar eru viðurkenningar fyrir jákvæða hegðun, rætt um dygð annarinnar og málefni líðandi stundar. Litlar morgunstundir eru einnig haldnar á hverju aldursstigi fyrir sig í sal skólans, einu sinni á hvorri önn. Á litlum morgunstundum eru flutt atriði, sungið og veittar viðurkenningar fyrir umgengni í stofum. Foreldrasamstarf Samstarf heimilis og skóla er ríkur þáttur í skólastarfinu. Til að efla þetta samstarf er foreldrum m.a. boðið á ýmsa viðburði tengda lífsleiknistefnu skólans. Má þar nefna stóru morgunstundirnar og svokallaðar dygðastundir sem haldnar eru í hverjum árgangi og/eða bekkjardeild. Dygðastundirnar undirbúa nemendur og umsjónarkennarar en einnig eru þær oft skipulagðar í samstarfi við foreldrafulltrúa bekkjanna. Yfirleitt er ein dygðastund á önn, þar sem dygð annarinnar er þema stundarinnar. Umbunarkerfi Á vorönn 2008 var tekið í notkun umbunarkerfi sem við köllum Sólarkerfi. Markmiðið með 45
umbunarkerfinu er að bæta líðan nemenda í skólanum. Við teljum að hægt sé að draga úr eða koma í veg fyrir óæskilega hegðun með því að umbuna fyrir jákvæða hegðun. Það gerum við m.a. með því að hvetja nemendur til að iðka þær dygðir sem skólinn leggur áherslu á með lífsleiknistefnu sinni.
Umhverfisstefnan Brekkubæjarskóli leggur áherslu á umhverfismál og hefur unnið markvisst að þeim í mörg ár. Græni fáninn sem flesta daga blaktir við hún á fánastöng skólans er viðurkenning Landverndar á því að vel hefur verið staðið að umhverfismálum skólans. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem skólum gefst tækifæri til að sækja um hafi þeir unnið að bótum á umhverfismálum eftir vinnuferli sem kallast ,,skólar á grænni grein.’’ Eftir fjögurra ára markvisst starf fengum við fánann haustið 2007 til tveggja ára. Við höfum fengið hann endurnýjaðan þrisvar, 2009, 2011 og 2013. Við höfum því flaggað honum fjórum sinnum. Til þess að fá Grænfánann endurnýjaðan á tveggja ára fresti þarf skólinn að halda áfram þeirri góðu vinnu sem tryggði okkur fánann og bæta nýjum atriðum inn á verkefnalistann. Í kjölfar þessa verkefnis hefur margt breyst til batnaðar í skólanum. Sem dæmi um það hefur dregið verulega úr orkunotkun, endurnýting á pappír stóraukist hjá bæði nemendum og kennurum. Allt rusl í skólanum er flokkað og sett í þar til gerða flokkunargáma. Notkun á pappírsþurrkum hefur dregist verulega saman og umhverfisvæn hreinsiefni eru notuð við þrif. Ýmis skemmtileg verkefni hafa verið unnin þar sem endurnýting er höfð að leiðarljósi, t.d. pappírs- og kertagerð og listaverk unnin úr ýmsum hlutum sem annars hefði verið fleygt. Skólar á grænni grein – Grænfáninn Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Til þess að fá að flagga Grænfánanum þarf skólinn að vinna ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Sjá nánar um Grænfánaverkefni Landverndar og skóla á grænni grein á vefsíðunni 46
www.landvernd.is. Við eigum aðeins eina jörð. Skynsamleg umgengni um hana er lífsnauðsyn fyrir komandi kynslóðir. Sparsemi og nýtni eru dygðir. Stefna Brekkubæjarskóla er að:
nemendur öðlist færni til að lifa í sátt við umhverfi sitt og taka ákvarðanir sem eru samfélaginu og náttúrunni til heilla
bæta umhverfisvitund nemenda og starfsmannna skólans
draga úr hvers kyns sóun verðmæta með nýtni og því að endurnota og endurvinna
vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum
styðja alþjóðlega umhverfisvernd og vekja nemendur til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð
Til að koma þessu í framkvæmd þurfum við að:
efla markvissa umhverfismennt í skólanum
safna upplýsingum um stöðu umhverfismála í skólanum, meta hvaða verkefni skulu hafa forgang og gera áætlun um aðgerðir
upplýsa aðra um umhverfisstefnu okkar og fá þá í lið með okkur.
Umhverfisráð vinnur að framkvæmd og framgangi umhverfisstefnu skólans. Umhverfisteymi kallast hópurinn sem stýrir því hvaða verkefni verða fyrir valinu og hvernig þau eru unnin. Í teyminu eru 4 starfsmenn. Auk þessa er starfandi við skólann umhverfisnefnd en í henni sitja auk teymisins 20 nemendur úr 6.. – 10 bekk, hópur starfsfólks og tveir fulltrúar foreldra.
Trúnaður Allir starfsmenn skólans eru bundnir trúnaði gagnvart nemendum og því sem á sér stað í skólanum. Mikið er lagt upp úr því að halda þennan trúnað gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki. Ef kennarar fá vitneskju um að lög séu brotin ber þeim hins vegar að tilkynna það réttum aðilum.
Símenntunaráætlun 2014-2015 Unnið er áfram í Byrjendalæsi, Orð af orði og ritun 6+1 trait. Atferlismótun með nemendum. ADHD fræðslufundur 47
Erasmus+ verkefni um spjaldtölvur í almennu skólastarfi og með nemendum með sérþarfir. Erasmus+ verkefni í útikennslu og Erasmus+ verkefni í tónlist með skólum í 6 öðrum löndum. Tölvuleikjaforritun,Ipad námskeið, FabLab námskeið, Litli kompás ( handbók um mannréttindi) námskeið, Til viðbótar við ofangreint verður áhersla á stærðfræðikennslu á þessu skólaári eins og því síðasta, stærðfræðinámskeið 12. nóvember.
Bekkjarnámskrár Bekkjarnámskrár eru unnar fyrir hvern árgang fyrir sig út frá viðmiðum aðalnámskrár. Þar kemur fram hvaða hæfniviðmið eru sett í hverri grein fyrir sig. Bekkjarnámskrárnar þarf að endurvinna frá grunni í öllum árgöngum út frá nýjum greinanámskrám. Sú vinna hófst í haust en verður framhaldið í vetur og næsta vetur. Kennsluáætlanir eru unnar fyrir hverja önn fyrir sig. Í þeim kemur fram hvaða hæfniviðmið á að vinna með á önninni, hvaða kennsluefni verði notað, hvaða kennsluaðferðir verða notaðar, hvernig dygð annarinnar verði fléttuð inn í kennsluna og hvernig námsmati skuli háttað í greininni.
Innra mat skóla og sjálfsmatsáætlun Skýrsla síðasta skólaárs kemur fljótlega inn á vefinn okkar. Á þessu skólaári er áhersla matsins á miðstigið hjá okkur.
Ytra mat Samkvæmt lögum um grunnskóla 91/2008 hafa annars vegar sveitarfélög og hins vegar mennta- og menningarmálaráðuneytið lögbundnar skyldur varðandi mat á grunnskólastarfi. Ytra mat er unnið af sveitarfélaginu m.a. í formi viðhorfkannana meðal foreldra nemenda og vinnustaðagreininga á tveggja ára fresti. Viðhorfskönnun meðal foreldra var lögð fyrir á haustið 2013. Niðurstöður könnunarinnar voru mjög jákvæðar fyrir grunnskóla Akraneskaupstaðar. Á árinu 2013 var ákveðið að ytra mat yrði gert á átta skólum. Brekkubæjarskóli var ein af þeim skólum sem varð fyrir valinu. Matsteymi frá Námsmatsstofnun, vann matið á vormisseri 2013. Markmiðið með ytra matinu var m.a. að vera skólanum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara til umbóta á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun 48
skólans. Þeir þrír matsþættir eru þungamiðjan í matinu eru: stjórnun, nám og kennsla og viðbrögð við innra mati. Skóli, skólaráð eða sveitarfélag geta óskað eftir að matsteymið skoði sérstaklega fjórða þáttinn í starfi skólans. Ákveðið var að fjórði þátturinn yrði skólabragur. Þann 29. maí sl. kynntu Þóra Björk og Hanna megin niðurstöður matsins en lokaskýrsla barst sveitarfélaginu 1. október 2013. Unnin var umbótaáætlun á grundvelli skýrslunnar en þegar er ljóst að endurskoða þarf tímaþátt áætlunarinnar. Í kjölfarið er hafin vinna að gerð nýrra skólareglna, byrjað að vinna að eflingu stærðfræðikennslu, vinna við starfslýsingar, unnið að því að setja viðmið í innramatskönnunum og skýrari umbótaáætlanir.
Óveður Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. Telji forráðamenn nemenda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna til ritara strax að morgni. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er yngstu nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf.
Veikindafaraldrar Unnin hefur verið áætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sama áætlun gildir ef aðrir veikindafaraldrar skella á.
Eldsvoði Inni í öllum stofum og rýmum er rýmingaráætlun (appelsínugul) og viðbragðsáætlun (gul) vegna eldsvoða. Þessar áætlanir hanga á veggjum við dyr á áberandi stöðum. Einnig hangir plastvasi með bekkjarlista, blýanti og rauðum og grænum spjöldum við allar dyr. Rauðu og grænu spjöldin eru notuð til að láta vita hvort allir úr hópnum séu komnir út. Rýmingaráætlun er haldin á hverju skólaári í samstarfi við slökkvilið Akraness.
49
Viðbragðsáætlun. Þegar brunabjallan fer í gang: 1. Nemendur standa rólega á fætur og raða sér í stafrófsröð við dyr stofunnar. 2. Kennari kannar hvort einhvern vantar (bekkjarlisti, blýantur og rauð og græn spjöld hanga við dyrnar á stofunni) 3. Kennari velur rýmingarleið (sjá blað á vegg) – börnin bíða í röð á meðan. 4. Nemendur gæta þess að halda hópinn og fylgja kennara út á körfuboltavöll þar sem hver árgangur á sitt svæði. 5. Verkefnisstjóri fer strax út á svæðið. 6. Kennarar lyfta upp grænu spjaldi ef allir eru komnir út en rauðu ef einhvern vantar. 7. Ef einhvern vantar fer verkefnisstjóri og upplýsir slökkviliðið.
Viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlun Brekkubæjarskóla tekur til eftirfarandi þátta: Dauðsfalli innan skólans, hjá nemanda eða starfsmanni. Dauðsfalli í nánustu fjölskyldu nemanda (foreldrar, systkini). Alvarlegra, lífshættulegra veikinda nemenda eða starfsmanna. Stærri slysa innan skólans hjá nemanda eða starfsmanni þar sem kalla þarf til lækni og/eða sjúkrabíl. Hópslys innan sveitarfélagsins eða í nágrenni þar sem nokkur fjöldi manna slasast eða lætur lífið. Náttúruhamfarir. Beri alvarlegt slys eða dauðsfall að á skólatíma er unnið eftir áfallaferli sem er sambærilegt milli grunnskólanna á Akranesi.
50