Úr sveit í borg

Page 1

Úr sveit í borg - Lokaverkefni

Alexzandra Elínborgardóttir Ásrún Telma Hannedóttir Hafdís Rán Sævarsdóttir


Efnisyfirlit. •

Dægurmenning og daglegt líf. - dreifbýli - þéttbýli - bíódagar - útvarpið - rock around the clock ( bítlaæðið ) - rock around the clock ( pönkið )

Hernámið og lýðveldi stofnað. - hernámið - bretavinnan - samskipti við hernámsliðið - ástandið - fólk vill lýðveldi - Ísland lýðveldi - styrjöldinni lýkur og Nato stofnað

Félagshreyfingar og menntamál - Góðtemplarareglan - Gúttóslagurinn - verkalýðsfélög - átök milli verkalýðsfélaga og atvinnurekanda - meira um verkalýðsfélög - Aþýðusambandið - samtök atvinnurekenda - ungmennafélög - jafnréttisbarátta kvenna


Dægurmenning og daglegt líf Dreyfbýli. •

Vinnudagar voru oft erfiðir en þá mest á sumrin. Unglingar og börn byrjuðu að vera dugleg að hjálpa til við bústörf strax er tækifæri tókst. Það bjó meiri hluti af fólki í dreifbýli og siðir fólks mótuðust af því í upphaf 20 aldar. Helsta breyting í lífi fólks á þessum tíma var að fara í kirkju á sunnudögum Menn hittust oft og lásu úr íslendinga sögum á kvöldin og var það góð skemmtun. En svo leið tíminn og útvarpið tók fljótt við. Eftir réttir var mikið dansað alveg fram eftir nóttu og þótti það æðisleg skemmtun.


Dægurmenning og daglegt líf. Þéttbýli. •

Í þéttbýlum var meira um formlegar stéttaskiptingar. Skemmtanir í þéttbýlum voru frekar misjafnar eftir stéttaskiptingum.

Leiksýningar og tónleikar voru mjög vinsælir, allir gátu mætt ef þeir gátu borgað aðgangseyrinn. Vinsælastar voru revíur (gamanleikir). Fyrirlestrar voru mikið eftirsóttir og var þá mikið talað um mismunandi málefni. Stjórnmálafundir voru ekki óvinsælir á þessum tíma.

Svo voru líka ýmis félög og byrjuðu íþróttafélög þá líka að koma fram.


Dægurmenning og daglegt líf. bíódagar. •

Aðeins eftir aldamót 1900 kom bíóið til sögunnar. Fyrst komu aðeins erlendir menn um landið og sýndu myndir en svo var sett upp kvikmyndahús sem sýndu myndir reglulega. Kvikmyndahús þótti alveg æðisleg skemmtun og var mikil stemmning í biðröðunum fyrir utan sýningarnar.


Útvarpið. •

Árið 1930 var Ríkisútvarpið stofnað og var fyrsta útsendingin 20.des sama ár. Útvarpið var fljótt vinsælt bæði til afþreyingar og sem fréttamiðill. Útvarpið var líka umdeilt, fólk var ekki alltaf sammála um dagskránna.


Rock around the clock. •

Árið 1962 brast nýtt æði á, Bítlaæðið.

Bítlaæðið var lífstíll og voru þá meiri hlutinn af strákunum með sítt hár. Stúlkurnar gengu í stuttum pilsum og í leðurstígvélum.

Um miðjan 6. Áratug fór að aukast hér erlend tónlist. Það kom mikið af fatalínum frá Bandaríkjunum og Evrópu og hafa haldist síðan. Sérstakar verslanir sem seldu unglingafatnað spruttu upp og báru framandi nöfn t.d. Karnabær og fl.


Rock around the clock. •

Rétt fyrir 1980 barst pönkið til Íslands og unglingar byrjuðu að lita á sér hárið í öllum litum. Þetta var fyrsta skýrt afmarkaða unglingamenningin með sérstökum fatnaði, hárgreiðslu og talsmáta. Mörgum fannst samt pönkið vera dónaskapur og var eldra fólkið frekar hneykslað á því að vera gefið langt nef. Menn lifðu bara í algerri óvissu og var þá svartur klæðnaður mikið inni og gáfu menn þá bara skít í flest allt.


Hernámið 

Árið 1940 þann ,10. maí urðuþáttaskil í sögu Íslands. En aðfaranótt þess dags steig Breskur her á land í Reykjavík. En í Evrópu var stríð búið að standa yfir í kringum átta mánuði altals. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Pólland, hernumið Danmörku og Noreg og innrás vofði yfir Niðurlöndum og Frakklandi . Það var Bretum mikil nauðsýn að Ísland félli ekki í þýsk yfiráð ,en það hafði haft slæm áhrif á hernaðastöðu þeirra í miðju atlandshafi Skoskir hermenn ganga framhjá yfirmönnum breska setuliðsins sumarið 1941.


Atvinna 

Með komu breta til landsins hvarf atvinnuleysið eins og dögg fyrir sólu,allir sem vildu gátu fengið vinnu hjá hernum. Þetta bætti mikið því það hækkaði kaupgjald umfram vöruverð. Fólk gat nú farið að veita sér eitt og annað ,sem áður gat ekki. Bretavinnan var svo vinsæl að erfit var að fá fólk til að vinna við hefbundnar atvinnugreinar svo sem landbúnaðar og fiskveiðar. Svo þegar árið 1941 þurftu Bretar að nota allan sinn her á móti þjóðverjar svo þeir gerðu samning við Bandaríkin og tók þá Bandaríkja her við hlutverki þeirra hér á landi árið '41 .


Samskipti við hernámsliðið 

Nokkrum sinnum kom til árekstra milli Íslendinga og hermannanna , þó oftast voru samskipti þeirra góð. Allvarlegustu árekstrarnir voru þegar breski herinn bannaði Þjóðviljann og lét handtaka ritstjóra blaðsins þá sem var Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarsson og Sigurð Guðmundsson blaðamann.Málið var svo alvarlegra þar sem Einar var þingmaður og naut friðhelgi. Þjóðviljinn hafði gagnrýnt hernámsliðið harkalega og þoldu bretar það illa. Fáir stóðu með Bretum opinberlega í þessu máli nema Jónas frá Hriflu.

Jónas frá Hriflu

Einar Olgeirsson

Þjóðviljinn


ÁSTANDIÐ Samskipti hermanna við íslensku kvenþjóðina var yfirleitt nefnt ,,ástandið''. Ástandið lýsti sér þannig að margar ungar stúlkur áttu mikil og náin kynni við hermennina, hermennirnir buðu þeim meðal annars á böll og kynntu fyrir þeim nýjan lífstíl. Þónokkrar konur giftust hermönnum og fluttust til Bandaríkjanna eða Bretlands og eignuðust þar börn og böru. Aðrar konur urðu ekki eins heppnar og voru þá jafnvel hermenn sem trúlofuðu sig íslenskum konum, giftir í heimalandi sínu. Þetta þótti valda mestu hneykslun og skömm á þjóðina.


Lýðveldi stofnað 

Árið 1941 var samþykkt á Alþingi tillaga að Íslendingar hefðu öðlast rétt til þess að segja sambandinu við Dani upp vegna þess að þeir hefðu ekki getað staðið við sinn hluta sambandssamningnum. Einnig var samið um að lýðveldi yrði stofnað strax og sambandinu við Danmörku yrði formlega slitið. Nokkrir stjórnmálamenn vildu stofna lýðveldi árið 1942 en Bandaríkjamenn töluðu þá ofan af því á þeirri forsendu að kæmi sig illa fyrir bandamenn í stríðinu við Þjóðverja. Nær allir Íslendingar voru sammála um að stofna lýðveldi en aðrir sögðu að okkur bæri að sýna Dönum þann drengskap og virðingu að slíta ekki sambandi við þá meðan á styrjöldinni stóð. Hraðskilnaðarmenn voru þeir menn kallaðir sem vildu skilnað við Dani eins fljótt og auðið var en hinir sem vildu bíða með það kölluðu sig lögskilnaðarmenn.


Lýðveldi 

Hörðustu skilnaðarsinnarnir voru í Sósíalistaflokki og Sjálfstæðisflokki og myndaðist þannig kunningja skapaur á milli foristumanna þessa flokka og þótt flokkarnir væri ósammála í flestum málum. Á endanum samþykkti yfirgnæfandi meirihluti kjósenda , um 97% í þjóðaratkvæðagreiðslu að sambandi Danmerkur og Íslands skildi slitið og stofnað lýðveldi. Það var formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944. Björn Þórðarsson, forsætisráðherra utanþingsstjórnar, las upp yfirlýsinguna. Sveinn Björnsson var síðan kjörinn forseti landsins.


Styrjöldinni líkur og NATO stofnað. 

Styrjöldinni í Evrópu lauk í maí 1945 og Asíu um haustið sama ár eftir að Bandaríkjamenn höfðu varpað tveimur kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nakasaki. Austur-Evrópa og Balkansskagi, að Grikklandi undanskildu, lentu á áhrifasvæði Sóvétríkjanna en Vestur- og Suður-Evrópa á áhrifasvæði Bandaríkjanna,Breta og Frakka. Íslendingar urðu ekki fyrir miklu eignartjóni í styrjöldinni nema þá á skipum og bátum. Ef miðað er við mannfjölda ,létust hlutfallslega fleiri Íslendingar af völdum styrjaldarinnar en Bandaríkjamenn þótt fáir höfðu látið lífið á Íslandi. Til að tryggja frið voru stofnuð alþjóðasamtök, Sameinuðu þjóðirnar. Innan þeirra áttu þjóðir að geta leyst ágreinings vandamál sín á friðsamlegan hátt. Stofnþjóðirnar voru Bandamenn , en hlutlausar þjóðir gengu fljótlega í sambandið líka .


Félagshreyfingar og menntamál Góðtemplarareglan Árið 1886 var stofnuð fyrsta félagshreyfingin, Stórstúka Íslands eða Góðtemplarareglan. Þessi félagsskapur hafði það fyrir markmið að berjast gegn áfengisneyslu og átti upphaf sitt í Bandaríkjunum. Norðmenn kynntu þó þessa Góðtemplarareglu fyrir Íslendingum. Þetta var fyrsti félagsskapur Íslands sem var opinn öllum óháð kynferði,þjóðerni eða stjórnmálaskoðunum. Allir sem börðust gegn áfengisneyslu gátu fengið inngöngu. Góðtemplarar voru oft meðvirkir og áhrifamiklir í öðrum félögum líka s.s verkalýðsfélögum og öllum stjórnmálaflokkum. Sem dæmi var Björn Jónsson ráðherra í forystu Góðtemplarareglunnar. Reglan byggði félagsheimili sem voru mörg vinsælir skemmtistaðir s.s Góðtemplarahúsið í Reykjavík, kallað Gúttó.

16.03.2011


Góðtemplarareglan Á þessum árum var brennivínsdrykkkja mikil í kaupstöðum og staup voru seld yfir búðarborðið í flestum verslunum.Góðtemplarareglan var dugleg að mótmæla þessu og áttu þeir þátt í því að árið 1890 var hætt að selja áfengi í verslunum. Barátta reglunnar varð til þess að áfengisbann var samþykkt í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 1908. Lögin tóku gildi árið 1915.

Læknar fengu að skrifa lyfseðla á áfengi og var það kallað læknabrennivín eða hundaskammtar, margir sögðu læknum að þeir þyrftu að hreinsa bandorma úr hundum sínum eða lækna kýrnar og fengu þá áfengi. Einnig var mikið bruggað af landa og þá komu svokallaðir þefarar til sögunnar sem áttu að hafa upp á bruggurunum. Þekktastur þeirra er Björn Blöndal og eru margar sögur af honum og bruggurum, flestar ekki mjög trúlegar.Flestir þessara bruggara voru bara fátækt fólk sem hafði tekjur afþví að selja landann. 16.03.2011


Góðtemplarareglan Bannið stóð ekki lengur en til 1922, þegar Spánverjar hótuðu að hætta að versla saltfisk af Íslendingum nema þeir keyptu vín af þeim í staðinn. Íslendingar samþykktu þetta enda var Spánarmarkaðurinn mikilvægasti salfisksmarkaðr Íslendinga. Í kjölfarið var Áfengisverslun ríkisins stofnuð og hún flutti inn léttvín frá Spáni. Banni við sölu á steku áfengi var aflétt 1934 en bjór var áfram bannvara.Vín frá Spáni voru flutt til landsins í tunnum en tappað á flöskur hjá Áfengisversluninni.Þetta voru rauðvín,hvítvín og sherrý. Sögur segja einnig að fyrsti forstöðumaður Áfengisversluninnar hafði blandað þessu öllu saman og kallað það Spánarvín. Sterkur bjór var svo leyfður árið 1989 og var þá áfengisbannið búið með öllu. Góðtemplarareglan hélt áfram að vera áhrifamikil í samfélaginu og á síðari árum stóð hún mikið í forvörnum gegn áfengi og fíkniefnum og gaf út barnablaðið Æskuna.

16.03.2011


Gúttóslagurinn Gúttóslagurinn var 9. nóvember 1932. Þá söfnuðust saman verkamenn fyrir utan Gúttó, húsi þar sem bæjarstjórn fundaði og var að ákveða að fækka störfum í atvinnubótavinnu og lækka auk þess launin. Þetta var í miðri kreppu, á tíma atvinnuleysis og fátæktar Fólk skoraði á bæjarstjórn að gera þetta ekki og mótmælti harðlega.Lögreglulið með kylfur réðustá mannfjöldann og í stað þess að tvístrast börðust verkamenn á móti og sigruðu þennan slag.Bæjarstjórnin ákvað eftir þetta að hætta við áform sín.

16.03.2011


Verkalýðsfélög 1.maí 1923 safnaðist saman hópur fólks saman við Bárubúð í Vonarstræti þar sem ráðhús Reykjavíkur stendur nú. Mótmælt var fátækraflutningum,næturvinnu og atvinnuleysi og krafist rannsóknar á fjárreiðum Íslandsbanka og banns við innflutningi á áfengi. Fulltrúarráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík stóð fyrir þessari göngu og var þetta i fyrsta skipti sem verkafólk safnaðist saman til að árétta kröfur sínar. Þekktustu verkalýðsfélögin síðustá áratugs 19.aldar voru Bárufélögin, samtök skútusjómanna. En þegar þilskipaútgerðin hætti lognuðust Bárufélögin út af. Hið íslenska prentarafélag var stofnað árið 1897 og starfaði lengi þangað til það rann saman við önnur félög sem störfuðu við prentiðnað. Fyrsta verkamannafélag sem stofnað var á 20.öld var verkamannafélagið Dagsbrún,stofnað 1906 og verkamannafélagið Framsókn stofnað 1914.Hásetafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1915 sem síðar varð Sjómannafélag Reykjavíkur.

16.03.2011


Átök milli verkalýðsfélaga og atvinnurekanda Verkfall verkamanna sem unnu að gerð Reykjavíkurhafnar árið 1913 var fyrsta eldraun Dagsbrúnar í kjarabaráttunni og lauk með því að gengið var að meginkröfum félagsins. Eins var hásetaverkfallið 1916 frumraun sjómanna í kjarabaráttu þeirra.

16.03.2011


Verkalýðsfélög

Áður fyrr á þessum árum var algengt að forystumenn verkalýðsfélaga væru ekki verkjamenn. T.d. var formaður verkakvennafélagsins Framsóknar, Jónína Jónatansdóttir gift velstæðum iðnaðarmanni og fyrsti fomaður Dagsbrúnar var Sigurður Sigurðson, búfræðingur. Það var regla í fyrstu að forysta í verkalýðsfélögum væri ólaunað starf en eftir nokkurn tíma varð æ algengara að forystufólkið væri á launum hjá félaginu enda mikil vinna að hafa umsjón með málefnum stéttarfélaga. 16.03.2011


Alþýðusamband Íslands Árið 1916 var Alþýðusamband Íslands stofnað en flest starfandi verkalýðsfélög á landinu áttu aðild að því. Alþýðusambandið var einnig stjórnmálaflokkur og verkafólk gerði sér fljótt grein fyrir því að það dugði skammt að reka kjarabaráttu ef ekki var hægt að fykgja henni eftir á stjórnmálasviðinu líka. Sá flokkur var kallaður Alþýðuflokkur. Eitt mikilvægasta málið sem flokkurinn barðist fyrir á þingi fyrstu árin var nægur hvíldartími togarasjómanna. Sjómenn unnu oft á dekki sólarhringum saman án þess að sofna nema nokkrar mínútur í senn og oft munaði litlu á stórslysum. Útgerðarmenn vildu ekki breyta þessu og sögðu nægan hvíldartíma fyrir sjómenn jafngilda gjaldþroti og endalok togaraútgerðar. Árið 1921 voru ‘vökulögin’ samþykkt en þau voru þannig gerð að allir sjómenn fengu að lágmarki sex tíma hvíld um borð í togurum. Eini þingmaður Alþýðuflokks á þessum tíma, Jón Baldvinsson, átti mestan þátt í að fá lögin samþykkt.

16.03.2011


Alþýðusambandið •

Hið nána samband Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins varð síðar dragbítur á þróun verkalýðshreyfingarinnar.Það gerði nefnilega ráð fyrir því að aðeins félagar í Alþýðuflokknum gætu gegnt trúnararstörfum fyrir Alþýðusambandið.Kommúnistar gagnrýndu þetta mjög mikið en þeir voru áhrifamiklir í verkjalýðshreyfingunni á Norðurlandi,Vestmannaeyjum og á Austurlandi.

Alþýðuflokkurinn brást harkalega við þessari gagnrýni og þau félögin sem þessir kommúnisar voru kosnir til forystu voru rekin úr Alþýðusambandinu og önnur stofnuð í staðinn.Þessar aðgerðir Alþýðusambandsins urðu svo að dragbíti á starf hreyfingarinnar.

Þegar líða fór að fjórða áratuginn fóru flokksbundnir Sjálfstæðistmenn einnig að taka þátt í störfum verkalýðsfélaga og lentu þá í sömu aðstöðu og kommúnstarnir.Þessi verkalýðsfélög lentu utan Alþýðusambandsins vegna þess að forystumenn þeirra voru ekki í Alþýðuflokknum.

Eftir að kommúnistar og stuðningsmenn Héðins Valdimarssonar náðu yfirhöndinni í Dagsbrún beitti félagið fyrir sér stofnun óháðs verkalýðssambands.Þetta varð til þess að Alþýðuflokksmenn sáu að sér og féllust á að skilið væri á milli flokksins og verkalýðshreyfingarinnar árið 1940.

Á síðustu áratugum hafa orðið nokkrar breytignar á starfi verkalýðshreyfingarinnar.Félögin hafa runnið saman í stór félög og æ algengara hefur oðrið að gerðar séru grunnsamningar sem ná til félgaga allstaðar á landinu.

Félög opinberra starfsmanna og félög háskólamenntaðra manna,s.s. Félög kennara og hjúkrunarfræðinga, hafa staðið í harðvítugum kjaradeilum við ríki og sveitarfelög..Skýringin á þessu er sú að störfum þar sem krafist er háskólamenntunar hefur farið fjölgandi.

16.03.2011


Samtök atvinnurekanda Fyrstu samtök atvinnurekanda var Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa en það var félag þilskipaútgerðarmanna og var stofnað 1894. Þetta félag lognaðist út af með minnkandi þilskipaútgerð. Árið 1934 var Vinnuveitendasamband Íslands stofnað sem seinna varð Samtök atvinnulífsins.

16.03.2011


Ungmennafélögin •

Ungmennafélögin komu til Íslands frá Noregi skömmu eftir aldamót og náði brátt miklum vinsældum.

Fyrstu félögin voru stofnuð í Þingeyjarsýstlu og á Akureyri 1905 og 1906 og á næstu árum barst hreyfingin um allt land. Í fystu var piltum aðeins leyfður aðgangur en því var breytt skömmu síðar.

Merki ungmennafélagga var bláhvíti fáninn og vildu Íslendingar um tíma að hann yrði þjóðfáni landsins.

Markið ungmennafelganna var að vekja unga fólkið til umhugsunar um landsins gagn og nauðsynjar.Þau vildu sjálfstætt land og voru gegn flokkadráttum í stjórnmálum. Þau beittu fyrir sér skógrækt og íþróttaiðkun,einkun sundi og endurreisn íslensku glímunnar og þeim gekk vel með það. Til dæmis fóru ungmennafélögin á Ólympíuleikana í London árið 1912 og sýndu þar glímu. Einnig höfðu þau bindindi á stefnuskránni þó þeim gekk ekki eins vel með það.

Ungmennafélag Íslands var svo stofnað árið 1907

16.03.2011


Ungmennafélögin •

Eitt af mestu afrekum Ungmennafélaganna var án efa að að byggja samkomuhús í sveitum landsins. Í þessum samkomuhúsum voru haldnar skemmtanir, hlutaveltur,böll og stjórnmálafundir.

Íþróttir urðu æ stærri þáttur í starfseminni og nú er árlegt landsmót ungmennafélaganna og er það stærsta íþróttamót sem er haldið hér á landi.

16.03.2011


Jafnréttisbarátta Kvenna •

Árið 1894 stofnaði hópur kvenna Hið íslenska kvenfélag en aðalstefnumál þess var að konur fengju að stunda háskólanám.Stærsti talsmaður kvenfélagsins var Þorgbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir.

Barátta kvenfélagsins átti m.a. þátt í því að Hannes Hafstein ráðherra veitti stúlkum fullan rétt til að taka próf úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1904. Svo árið 1911 samþykkti Alþingi frumvarp frá Hannesi sem gerði ráð fyrir jafnrétti kvenna og karla til náms og embætta.

Árið 1895 stofnuðu nokkrar konur í Reykjavík Hvíta-bandið en það var hluti af alþjóðlegri bindindishreyfingu kvenna. Opinberlega var þetta góðgerðarfélag en undir öllu reyndist það konum drjúg leið til áhrifa í samfélaginu og þjóðfélagsþróunina. Hvíta-bandskonur stofnuðu til dæmis sjúkrahús með sama nafni og ráku það í mörg ár.

Árið 1907 kom saman hópur kvenna og stofnaði Kvenréttindafélag Íslands. Helsti forsprakki félagsins var Bríet Bjarnhéðinsdóttir en hún varð fyrst íslenskra kvenna til að skrifa grein í blað og flytja opinberan fyrirlestur á Íslandi.

Árið 1908 buðu konur fram sérstakan kvennalista í Reykjavík og náðu ágætis árangri,fengu fjóra fulltrúa af fimmtán.Bríet Bjarnhéðins var líka meðal bæjarfulltrúa í Reykjavík og lét hún mikið til sín koma varðandi bæjarmál á næstu árum og ekki bara málefni sem vörðuðu konur. Hún beitti fyrir sér kaupum bæjarins á fyrsta gufuvaltaranum sem kom hingað til lands.Valtarinn var nefndur Briet eftir henni.

16.03.2011


Jafnréttisbarátta kvenna •

Árið 1915 gengu í gildi lög um kosningarétt kvenna. Þetta var þó ekki algjört jafnræði því að í fyrstu var miðað við 40 ár en átti síðan að lækka í áföngum.

Konur tóku sæti á framboðslistum stuttu eftir að lögin höfðu verið samþykkt en fyrsta konan náði kjöri á þingi árið 1922. Það var Ingibjörg H Bjarnason sem bauð sig fram. Eftir að hún settist á þing hóf hún samstarf við Íhaldsflokkinn því þannig taldi hún sig geta haft mestu áhrifin. Meðal mála sem Ingibjörg hafðist við var bygging Landspítalans.

Þingkonur voru fáar en þær sem náðu kjöri voru þó Katrín Thoroddsen til dæmi,læknir sem sat á þingi fyrir Sósíalistaflokinn (1946-49) en hún hafði meðal annars barist fyrir rétti kvenna til getnaðarvarna og fóstureyðinga.

Allt til aldamóta 1900 höfðu eiginmenn fullan rétt til að ráðstafa eignum hjóna án samþykkis eiginkonu sinnar og það var ekki fyrr en árið 1923 að lög voru samþykkt frá Alþingi um jafnan rétt hjóna til að ráðstafa eignum bús síns.

Fyrsta konan sem gegndi ráðherraembætti var Auður Auðuns úr Sjálfstæðisflokki árið 1970 og var hún einnig um skeið borgarstjóri í Reykjavík (1959-60). Fyrsta konan sem fór í barneignarfrí var einnig og Sjálfstæðisflokki en Ragnhildur Helgadóttir, síðar menntamálaráðherra.

16.03.2011


Jafnréttisbarátta kvenna •

Á 8.áratug aldarinnar varð til ný kvennahreyfing,Rauðsokkahreyfingin. Þær gagnrýndu hefðbundin viðhorf til hlutverks og stöðu kvenna í samfélaginu og börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og áttu þátt í að Alþingi samþykkti slík lög.Einnig voru þær á móti fegurðarsamkeppnum.

Fjölmennasta félagshreyfingi kvenna var þó án efa Kvenfélagasamband Íslands. Markmið kvenfélaganna er að efla og bæta stöðu húsmóðurinnar í samfélaginu. Til þess beittu þær fyrir sér aukinni fræðslu í heimilisfræðum,heimilisiðnaði og garðyrkju. Einnig kom sambandið á svokölluðu húsmæðraorlof til að konur, einkum húsmæður í sveitum, fengju frí frá störfum sínum.

Helstu baráttumál kvennahreyfingarinnar frá upphafi var bætt menntun kvenna.Á síðari hluta 19.aldar voru stofnaðir nokkrir kvennaskólar og sá þekktasti er Kvennaskólinn í Reykjavíkl.

16.03.2011


Greinargerð Við ákváðum að hafa lokaverkefnið okkar um Dægurmenningu og daglegt líf, stríðið og hernámsárin á Íslandi og svolítið úr félagshreyfingum og menntamálum. Heimildir fengu við úr bókinni “Úr sveit í borg” og á internetinu.Verkefnið gekk mjög vel, við sendum í tölvupósti á milli hvor annarrar og fór mikill tími og vinna í þetta. Við vonum að þið njótið góðs af þessari glærusýningu. Alexzandra, Ásrún og Hafdís

16.03.2011


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.