LEIÐBEININGAR
FYRIR CHARGEMASTER HLEÐSLUSTÖÐ
VIRKNI HLEÐSLUSTÖÐVAR
Efra gaumljós: Logar þegar tækið er tilbúið til notkunar. Neðra gaumljós: Grænt ljós blikkar á meðan tækið hleður bílinn. Höfn fyrir hleðslutengil AF/Á lykilrofi
Strengnum er komið snyrtilega fyrir með því að vefja hann utan um stöðina.
UPPSETNING HLEÐSLUSTÖÐVAR
Hleðslutengli er stungið í höfn framan á tækinu þegar hann er ekki í notkun. Ákjósanleg hæð frá gólfi að hleðslustöð er 120 sm.
RÆSING HLEÐSLUSTÖÐVAR Hleðslustöðin hefur þrjú ljós á framhlið. • Efsta ljósið logar ef tækið er tengt við rafveitu hússins. • Snúðu lykilrofa réttsælis til að ræsa hleðslustöðina. • Athugaðu að þótt hleðslustöðin hafi verið ræst er ekki komin spenna á hleðslutengilinn. Hleðsla hefst ekki fyrr en hann hefur verið tengdur við bíl. • Hægt er að slökkva á hleðslustöð í öryggisskyni þegar skotist er frá heimili/vinnustað.
BÍLLINN SETTUR Í HLEÐSLU Miklu skiptir að einfalt sé að hlaða rafbílinn. Best er að leggja honum þannig að hleðslustöðin sé nálægt hleðslutenginu.
Opnaðu hleðslutengið á bílnum. Þrýstu á hnappinn á hleðslutenglinum til að losa hann frá hleðslustöðinni.
Stingdu hleðslutenglinum í samband við bílinn. Það fer eftir útfærslu á bílnum hvort hljóð, ljós eða hvorttveggja gefur til kynna þegar bíllinn tengist hleðslustöð. Grænt ljós blikkar á hleðslutækinu meðan á hleðslu stendur.
BÍLLINN TEKINN ÚR HLEÐSLU
Gríptu um handfang hleðslutengilsins og þrýstu á hnappinn til að taka hann úr sambandi.
Vefðu strengnum utan um hleðslustöðina þegar hleðslu lýkur. Hleðslutenglinum er stungið í höfn framan á tækinu. Til að slökkva á hleðslustöðinni er lykilrofa snúið í lóðrétta stöðu.
Að endingu er hleðslutengi bílsins lokað.
BILANIR •
• •
Ef rautt ljós logar á framhlið hleðslustöðvarinnar meðan á hleðslu stendur eða í lok hennar hefur tækið fengið boð um bilun eða villu. Slík bilun gæti tengst lekastraumi og þarf þá að endursetja lekastraumsrofa fyrir hleðslustöð. Sá rofi er staðsettur í rafmagnstöflu. Fyrst er slökkt á hleðslutæki með lykilrofa sem er staðsettur framan á tækinu. Síðan er slökkt á lekastraumsrofanum sem staðsettur er í rafmagnstöflunni. Hafðu slökkt á lekastraumsrofanum í 10 sekúndur og kveiktu síðan aftur. Kannaðu hvort hleðslustöð hefur endurræst sig og hvort efsta ljósið á framhlið tækisins logi. Ef svo er þá er tækið tilbúið til notkunar. Ef bilunin kemur upp aftur hafðu þá samband við Johan Rönning, þjónustuaðila hleðslustöðvanna. Símanúmer þjónustu er 520 0800.
ÖRYGGISATRIÐI ATHUGAÐU: Við mælum eindregið með að rafvirki skoði og samþykki þá innstungu sem á að nota til að hlaða rafbílinn, þrátt fyrir að einungis um hefðbundna innstungu sé að ræða. Hún verður að vera tengd 16 ampera öryggi. •
Fáðu faglærðan rafvirkja til að ganga frá rafmagni að hleðslustöð.
•
Bannað er að snerta tengipinna á hleðslutengli hleðslustöðvar eða hleðslutengi rafbíls.
•
Yfirfarðu streng frá hleðslutæki og tryggðu að ytri einangrun hans sé óskemmd.
•
Ekki má nota hleðslustöð ef hleðslutengill á snúru er skemmdur.
Umboðsaðili: Johan Rönning Klettagörðum 25 Sími: 520 0800
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
ENNEMM / SÍA / NM58236 / JÚNÍ2013 / Prentun Svansprent
Nissan mælir með Chargemaster hleðslustöðvum.