
1 minute read
Vilt þú hafa áhrif?
from Dagskráin Tbl 30
by Dagskráin
Deloitte á Akureyri leitar að öflugum viðskiptafræðingi sem langar að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. Við leitum að einstakling i sem hugsar í lausnum, getur unnið sjálfstætt, er drífandi og vill hafa áhrif.
Í starfi þínu gæti hefðbundinn vinnudagur litið svona út:
• Þú vinnur að fjölbreyttum verkefnum í endurskoðun og reikningsskilum
• Þú vinnur undir handleiðslu reyndra endurskoðenda
• Þú fylgist með þróun og tækninýjungum á þínu sviði
Teymið þitt hjá Deloitte:
• Samanstendur af fjölbreyttum hópi starfsfólks
• Er á ólíkum aldri og með ólík áhugamál
• Vinnur náið saman
• Styður hvert annað til að þroskast og þróast í starfi
Baakgrunnur þinn og reynsla:
• Ert að ljúka eða hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði eða tengdum greinum
• Brennur fyrir það að efla færni þína í endurskoðun og reikningsskilum
• Reynsla af bókhaldsvinnu eða öðru sem nýtist í starfi, kostur en ekki skilyrði
Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.
Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Deloitte, deloitte.is, til og með 7 ágúst 2023 Nánari upplýsingar veita Hólmgrímur Bjarnason, yfirmaður Deloitte á Akureyri, h hbjarnason@deloitte is, og Ásta Þyri Emilsdóttir, mannauðssviði, a asemilsdottir@deloitte is


50% afsláttur