1 minute read

Atvinna

Eyja arðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024. Vegna eðlis starfsins og öryggis þeirra sem sækja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er leitað að kvenkyns starfsmanni í starfið.

Í starfinu felst m.a. aðstoð við umsjónarmann félagsmiðstöðvar, viðvera á viðburðum auk ferða á vegum hennar á stærri viðburði eins og NorðurOrg og SamFés.

Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, hafa áhuga á að starfa með unglingum, hafa skilning og þekkingu á umhverfi ungmenna í dag og kostur er að hafa reynslu af starfi með unglingum. Áhersla er lögð á stundvísi og heiðarleika, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum auk þess sem viðkomandi starfsmaður þarf að vera góð fyrirmynd í hvívetna. Starfsmaður þarf að geta framvísað hreinu sakavottorði við ráðningu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2023.

Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá með upplýsingum um meðmælendur og kynningarbréf viðkomandi umsækjanda.

Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Karl Jónsson í síma 691 6633 eða karlj@esveit.is

Atvinna

Íþróttamiðstöð Eyja arðarsveitar óskar eftir að ráða karlmann til starfa í vaktavinnu. Um er að ræða skemmtilegt og líflegt 100% framtíðarstarf í vaktavinnu.

Í starfinu felst m.a. öryggisgæsla, afgreiðsla, þrif og baðvarsla. Starfsmenn íþróttamiðstöðvar sinna einnig verkefnum á tjaldsvæði á opnunartíma þess.

Viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára, tala íslensku, hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða og setið skyndihjálparnámskeið komi til ráðningar. Í starfi sundlaugarvarðar er nauðsynlegt að hafa athyglisgáfu í lagi, eiga auðvelt með að taka ákvarðanir og geta brugðist skjótt og fumlaust við ef slys ber að höndum. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, þolinmæði, stundvísi og jákvæðni. Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2023.

Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá með upplýsingum um meðmælendur og kynningarbréf viðkomandi umsækjanda.

Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Karl Jónsson í síma 691 6633 eða karlj@esveit.is

Ert þú að fara í framkvæmdir?

Vissir þú að ein aðal orsök bilana í dreifikerfinu er sú að grafnar eru í sundur vatnslagnir eða rafmagnsstrengir?

Því er mikilvægt að kynna sér legu lagna áður en jarðvegsframkvæmdir hefjast. Í kortasjá Norðurorku www.map.is/no má finna grunnupplýsingar um veitulagnir.

Fyrir ítarlegri upplýsingar, hafðu endilega samband við þjónustuver okkar.

Láttu okkur vita af framkvæmdum tímanlega

Svo hægt sé að meta hvort ástæða sé til að endurnýja veitulagnir samhliða framkvæmdunum. Þar ræður aldur lagna og ástand þeirra við skoðun á staðnum sem er húseiganda að sjálfsögðu að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að heyra í þér!

Netfang Norðurorku er no@no.is

Símanúmerið er 460-1300

Sumar- og framkvæmdakveðjur Starfsfólk Norðurorku

Fylgdu okkur:

This article is from: