VIKUBL AÐIÐ 6. TÖLUBLAÐ / 2. ÁRGANGUR / FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Bls. 13 Áskorendapenninn
Bls. 14-15 Sportið
Bls. 4 Hjólareiðafélag Húsavíkur
Tæplega 170 ára sögu lokið Prentsmiðjan Ásprent Stíll á Akureyri hefur hætt starfsemi en skiptastjóri tilkynnti starfsfólki þetta á fundi í byrjun vikunnar. Hjá fyrirtækinu störfuðu um 20 manns. Eins og blaðið greindi frá í síðustu viku var Ásprent tekið til gjaldþrotaskipta og fékk starfsfólk ekki greidd út laun núna um síðustu mánaðarmót. Jón Ólafur Sigfússon er fyrrum framleiðslustjóri hjá Ásprent til margra ára en hann starfaði við prentiðn á Akureyri allan sinn starfsferil eða í rúm 50 ár. Hann segir í samtal við Vikublaðið að lokun fyrirtækisins sé afar sorgleg og þetta sé mikið högg fyrir bæjarfélagið. „Hér hafa bæjarbúar og nágrannar getið gengið að góðri og vandaðri þjónustu, hvort heldur sem þurfti að fá prentuð ýmis smáverk, límmiða fyrir alls konar starfsemi, blöð eða stórar og vandaðar bækur. Það er varla hægt að hugsa sér að í svona stóru samfélagi sé ekki hægt að reka prentsmiðju og veita þá þjónustu sem þarf í
Ásprent hefur hætt starfsemi.
Sjá nánar á bls. 5.
Leitað að fjármagni
Norðlendingur vikunnar Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er fyrrum formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri til tíu ára og starfaði einnig í verslun, banka og hjá ýmsum félagasamtökum á sínum starfsferli. Úlfhildur var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn í þrjú kjörtímabil frá 1982-1994 og starfaði í ýmsum nefndum. Nokkur ár eru síðan hún fór á eftirlaun og hefur hún m.a. starfað með Félagi eldri borgara á Akureyri eftir að starfsferlinum lauk. Úlfhildur er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. -þev Sjá bls. 12.
nútímasamfélagi“ segir Jón Ólafur. Með lokun Ásprents lýkur langri prentsmiðjustarfsemi á Akureyri sem má rekja alla leið aftur til ársins 1852. Ásprent Stíll ehf. var stofnað í núverandi mynd 1. september 2003 með sameiningu prentsmiðjunnar Ásprents og auglýsingastofunnar og skiltagerðarinnar Stíls. Síðan þá hafa nokkur prentfyrirtæki runnið inn í Ásprent. Síðastliðið sumar kom Ísafoldarprentsmiðja inn í hluthafahóp Ásprents. Við þann samruna komst Ásprent Stíll að samkomulagi við Útgáfufélagið ehf. um kaup á miðlastarfsemi Ásprents en undir hana fellur útgáfa á Dagskránni, Vikublaðinu og Skránni. Taka skal fram að allir þessar miðlar munu halda áfram að koma út í óbreyttri mynd og hefur lokun Ásprents ekki áhrif á útgáfu þessara miðla. -þev
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Í ljós hafa komið talsverðar skemmdir og fúi í Húsavíkurkirkju. Vikublaðið ræddi við Guðberg Ægisson sem starfað hefur sem kirkjuvörður síðastliðin 9 ár. Hann segist hafa áhyggjur af stöðunni og ljóst megi teljast að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir svo vel megi vera. Hann segist eiga von á að tugi milljóna þurfi til í endurbætur á kirkjunni sem og Bjarnahúsi, safnaðarheimili Húsavíkurkirkju. Guðbergur segir að hugmyndir séu uppi um að stofna hollvinafélag Húsavíkurkirkju til að afla fjár til verksins en dregur ekki úr skoðun sinni að honum þyki sveitarfélagið ætti að sjá sóma sinn í því að hlaupa undir bagga. -epe Sjá nánar á bls. 8-9.
Húsavíkurkirkja. Mynd/Þorgeir Baldursson.