1. tbl. 10. árg. apríl 2013
Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404-2610 / Selfossi og Akureyri
Verslun Jötunn Véla á Lónsbakka á Akureyri
Ný verslun á Lónsbakka á Akureyri Jötunn Vélar ehf. hafa opnað verslun og þjónustudeild á Lónsbakka á Akureyri. Húsnæði fyrirtækisins er við hlið verslunar Húsasmiðjunnar og er samtals um 700 fermetrar að stærð. Auk þess er útisvæði þar sem verður tækjalager og möguleiki til sýninga á vélum og tækjum. Innandyra verður verslun á um 400 fermetra gólfrými en auk þess varahlutalager og skrifstofurými. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á Akureyri en starfstöðin norðan heiða mun í öllum aðalatriðum endurspegla starfsemina
á Selfossi hvað varðar sölu landbúnaðartækja, verslunarrekstur og varahlutaþjónustu. Undirbúningur opnunar á Akureyri hefur staðið um nokkurt skeið en um síðustu áramót tók Hrafn Hrafnsson til starfa hjá fyrirtækinu á Akureyri og hefur síðan unnið að undirbúningi. Hann segir markmiðið hafa verið að vanda valið hvað húsnæði og staðsetningu varðar. „Staðsetningin við hlið verslunar Húsasmiðjunnar á Lónsbakka er mjög góð. Við verðum mjög sýnilegir hér fast við inn-
Nýtt merki Nýtt merki Jötunn Véla ehf. kemur fyrst fyrir sjónir viðskiptavina með þessu fréttabréfi. Undanfari þess er vinna innan fyrirtækisins að undanförnu sem hefur haft að leiðarljósi að skerpa ímynd og ásýnd. Í vinnunni hafa bæði stjórnendur og starfsmenn tekið þátt, auk utanaðkomandi fagaðila. „Líkt og fram kemur í fréttabréfinu hefur fyrirtækið Jötunn Vélar aldrei verið öflugra, hvort heldur varðar veltu, starfsmannafjölda eða fjárhagslega stöðu,“ segir Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötunn Véla. Engar breytingar eru gerðar á rekstrarformi né þjónustuþáttum, að öðru leyti en því sem lýtur að stækkun með tilkomu verslunar Jötunn Véla á Akureyri. „Sala og varahlutaþjónusta landbúnaðarvéla eru grunnstoðir Jötunn Véla en verslunarrekstur hefur vaxið mikið að undanförnu, auk annarra þjónustuþátta,“ segir Guðmundur Þór. Nýtt merki Jötunn Véla ehf. er hannað af Þórhalli Kristjánssyni, grafískum hönnuði hjá Effekt auglýsingastofu á Akureyri. Í mynd
keyrsluna í bæinn og aðgengið er gott. Ég er þess fullviss að verslunin mun vekja áhuga bæjarbúa ekkert síður en viðskiptavina okkar í sveitunum. Í því sambandi má nefna t.d. úrval af garðvörum og gróðurhúsum, verkfæri, leikföng, fatnað, skó, reiðhjól og margt fleira. Verslunin á Lónsbakka á sér ekki hliðstæðu hér í bæ,“ segir Hrafn.
Tíunda
rekstrarár
merkisins er gróflega skapaður jötunn, sem táknmynd afls og hreyfingar. Segja má að merkið og heiti fyrirtækisins samtvinnist með þessum hætti og undirstriki þann styrk og framsækni sem Jötunn Vélar ehf. byggi á hér eftir sem hingað til.
Jötunn Véla
er nýhafið Tíunda rekstrarár Jötunn Véla ehf. er hafið og verður ýmislegt gert í tilefni af tímamótunum. Segja má að það hefjist af krafti með opnun á Akureyri, eins og fjallað er um hér að ofan. Fyrirtækið hefur jafnt og þétt eflst frá stofnun sem best má sjá á því að starfsmenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta Jötunn Véla var tæplega 1,7 milljarðar króna í fyrra og skilaði fyrirtækið 72 milljóna króna rekstrarhagnaði en áætlað er að velta ársins 2013 verði um tveir milljarðar króna.
V&M sáðvélar
Með ört vaxandi akuryrkju hérlendis eykst eftirspurnin eftir stórum og afkastamiklum sáðvélum sem framkvæma margar aðgerðir í einni umferð. Combi sáðvélarnar frá V&M hafa hitt í mark hjá notendum slíkra tækja en nú eru nýkomnar 2 vélar til viðbótar frá framleiðandanum og eru þessar vélar þá orðnar 5 í allt hérlendis. Báðar nýju vélarnar eru með 4 m vinnslubreidd, diskaherfi fremst sem hægt er að fara með í myldið óplægt land eða beint á plógstrengi, 2 stór hólf fyrir áburð og fræ sem vélin staðsetur í sömu röðina með örlitlu millibili. Valtari er aftast. Með notkun V&M sáðvélanna í akuryrkju er unnt að lækka kostnað við jarðvinnslu og endurræktun umtalsvert og hámarka á sama tíma uppskeru sáðvöru þar sem nákvæm dýpt fræsins og staðsetning áburðar hefur margsýnt að skilar verulegum uppskeruauka samanborið við hefðbundnar aðferðir við sáningu.
Akurvaltarar
Notkun og útbreiðsla akurvaltara eykst með hverju árinu samhliða aukinni akuryrkju. Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir akurvölturum með jöfnunarborði að framan farið vaxandi þar sem með slíkum búnaði er unnt að sameina valtara og flaghefil í einu mjög afkastamiklu tæki. Jöfnunarborðið sem staðsett er fyrir framan valtarann er vökvastýrt og því auðvelt að lyfta því ef ekki er þörf fyrir notkun þess.
Útgefandi: Jötunn Vélar ehf. Austurvegi 69, Selfossi Lónsbakka, 601 Akureyri Sími: 4 800 400 | jotunn@jotunn.is Ábyrgðarmaður: Finnbogi Magnússon Upplag: 18.500 eintök ○ Dreifing: Íslandspóstur Hönnun og umbrot: Þórhallur - www.effekt.is
Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
2
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn Véla:
Mikill vöxtur og góð afkoma „Við erum að hefja okkar 10 rekstrarár og fyrirtækinu hefur tekist vel að safna vopnum sínum á ný eftir bankahrunið. Okkur tókst með útsjónarsemi og breyttum áherslum í rekstri að koma standandi í gegnum hrunárin og það samdráttarskeið sem á eftir fylgdi en núna tel ég landbúnaðinn standa á
tímamótum. Fjárfesting er að aukast á nýjan leik og langt er síðan jafnmikil tækifæri hafa blasað við í landbúnaði á Íslandi. Ég er því bjartsýnn á framtíð landbúnaðarins og um leið á okkar framtíð sem þjónustufyrirtækis við greinina,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn Véla.
Hraður vöxtur og góður hagnaður af rekstri Finnbogi segir efnahagshrunið hafa reynt mikið á fyrirtækið enda var það aðeins fimm ára þegar bankarnir hrundu. Við tók þungur róður gagnvart viðskiptabanka fyrirtækisins þar sem menn höfðu litla trú á að innflutningsfyrirtæki í þessum geira gæti lifað hrunið af. „Við upplifðum á sama hátt og viðskiptavinir okkar hversu mikla orku það útheimtir að taka þennan slag við lánastofnanir. Oft og tíðum er sú barátta ekki sanngjörn, svo ekki sé meira sagt. Ég veit að þetta þekkja margir bændur,“ segir Finnbogi og bætir við að því miður sé staðreyndin sú að hópur drífandi og hugmyndaríks fólks sé að missa móðinn vegna seinagangs og ósveigjanleika banka og lánafyrirtækja. Fjárhagstaða Jötunn Véla er sterk í dag en velta félagsins á liðnu ári var 1,650 milljónir króna og hagnaður fyrir skatta var 72 milljónir króna. Eigið fé Jötunn Véla var um síðustu áramót rúmar 230 milljónir króna.
kostnað enda minnkaði velta félagsins um 60% á einni nóttu. Starfsmönnum fækkaði úr 21 í 17 og lögð var áhersla á uppbyggingu verslunar- og varahlutaþjónustu fyrirtækisins. Árið 2010 fór árangur þessara áherslubreytinga að koma í ljós og veltan að aukast, sem hélt svo áfram árið 2011. Vöxturinn á milli áranna 2011 og 2012 sló svo öll met og var rösklega 60% sem er í raun alltof hraður vöxtur þar sem óumflýjanlegt er að eitthvað fari úrskeiðis í þjónustu þegar uppgangur er svo mikill. Til að mæta vexti undanfarinna ára hefur starfsmönnum jafnt og þétt fjölgað aftur og stefnir fjöldi starfsmanna nú hraðbyri í 30. „Markaðsstaða Jötunn Véla er mjög sterk en í fyrra var hátt í önnur hver seld dráttarvél Massey Ferguson eða Valtra. Svo sterkri markaðsstöðu fylgir mikil ábyrgð sem við reynum að nálgast af mikilli auðmýkt og með að leiðarljósi að gera jafnt og þétt betur á öllum sviðum,“ segir Finnbogi. „Við lítum á okkur sem hluta af landbúnaðinum og teljum hlutverk okkar að vera í fararbroddi við innleiðingu tækninýjunga og nýrrar þekkingar tengdri tækni og vélbúnaði. Þannig leggjum við okkar að mörkum til framfara og aukinnar samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar.“
Breytingin frá hruni er mikil Fyrst eftir hrun var ráðist í mikla hagræðingu þar sem leitað var allra leiða til að lækka
Fréttabréf - apríl 2103
Þjónusta við landbúnaðinn númer eitt, tvö og þrjú
Eins og áður segir bendir margt til að fjárfestingar séu að aukast í landbúnaði, líkt og í öðrum atvinnugreinum. Finnbogi segir áætlanir ársins 2013 miðast við að heildarmarkaður dráttarvéla verði um 170 vélar en til viðmiðunar voru 108 vélar seldar hér á landi árið 2012 og einungis rétt um 20 dráttarvélar árin 2009 og 2010. „Við stefnum að því að halda áfram sterkri markaðsstöðu í öllu því sem lýtur að vélbúnaði og tækni fyrir íslenska bændur. Þörfin fyrir endurnýjun á flestum sviðum er ört vaxandi eftir langt samdráttarskeið. Framtíðarsýn Jötunn Véla byggir því á áframhaldandi vexti þar sem við leggjum megináherslu á þjónustu við landbúnað, að bjóða vandaða vöru á samkeppnisfæru verði auk þess að vera með þjónustu til staðar í nágrenni við viðskiptavini þegar eitthvað bjátar á.“ - Flest samkeppnisfyrirtæki ykkar flytja líka inn vinnuvélar. Hafið þið skoðað þann möguleika? „Eftir hrun hafa framleiðendur vinnuvéla haft samband við okkur með hugmyndir um samstarf en við höfum ekki séð möguleika á að takast á við slíkt verkefni án þess að það bitni á þjónustu okkar við landbúnaðinn. Því höfum við hafnað þessum hugmyndum og valið að helga okkur algerlega landbúnaðinum enda er trú okkar á framtíðarmöguleika hans óbilandi.“ Mikil uppbygging á varahlutaog verslunarsviði Varahlutaþjónusta Jötunn Véla er í mikilli uppbyggingu enda hefur þessi deild verið í örum vexti undanfarin ár. „Það hefur reynst okkur erfitt þrátt fyrir árlega fjölgun sölumanna varahlutaþjónustu að mæta aukinni eftirspurn eftir varahlutum. Því hefur komið of oft fyrir að viðskiptavinir hafi þurft að bíða of lengi eftir þjónustu, þrátt fyrir einlægan vilja til að bæta þar úr. Ólíkt flestum innflytjendum véla og tækja í dag leggjum við mikla áherslu á að eiga alla algengustu varahluti á lager til að lágmarka biðtíma viðskiptavina þar sem hver dagur í bið á álagstímum getur verið mjög dýr fyrir viðskiptavini. Við erum stoltir af að hafa bolmagn til að standa undir þessari miklu fjármunabindingu í lager og vinnum sífellt að því að tryggja afhendingaröryggi okkar. Í versluninni hefur uppbyggingin líka verið hröð og nýir vöruflokkar hafa bæst við jafnt og þétt. Síðasta stóra skrefið í þessari uppbyggingu voru kaupin á fyrirtækinu Jóni Bónda síðasta haust en með þeim jókst vöruúrval verslunar fyrir sauðfjárbændur sérstaklega. Stefnt er að frekari uppbyggingu verslunar á komandi árum og auknu vöruúrvali og eru allar hugmyndir viðskiptavina í því sambandi vel þegnar,“ segir Finnbogi. Verslun á Akureyri Finnbogi segir viðskiptavini fyrirtækisins norðan heiða lengi hafa talað fyrir því að Jötunn Vélar opni verslun á Akureyri. Undirbúningur að því var hafinn fyrir hrun en var slegið á frest vegna hrunsins.
„Nú hefur fyrirtækið náð fyrri styrk og því var ákveðið að ráðast í þetta verkefni nú og bjóða þannig norðlenskum viðskiptavinum okkar þjónustu í nágrenni við sig. Við lítum á okkur sem landsbyggðarfyrirtæki og erum stolt af því að geta nú boðið norðlenskum viðskiptavinum okkar þjónustu í líkingu við sunnlenska stallbræður þeirra. Verslunin á Akureyri er byggð upp á svipaða hátt og á Selfossi og vöruúrval að miklu leyti það sama. Varahlutalager með algengustu varahlutum er staðsettur á Akureyri en aðallagerinn verður sem fyrr á Selfossi. Til að byrja með verða starfsmenn á Akureyri 3 en við vonumst eftir að geta fjölgað þeim fljótlega,“ segir Finnbogi. Áhugi á sparneytnari dráttarvélum Finnbogi stýrir sjálfur vélasöludeild Jötunn Véla og er því í daglegu sambandi við bændur. Hann segir þróun í dráttarvélaframleiðslunni þessi misserin fyrst og fremst beinast að aukinni sparneytni. „Eldsneytisliðurinn hefur stórhækkað í rekstrarreikningi búanna og því eru bændur áhugasamir um sparneytnari dráttarvélar. Ég reikna þess vegna með að sala komi til með að verða mest á vélum í stærðarflokknum 100-130 hestöfl. Í þeim flokki bjóðum við mjög sparneytnar vélar en engu að síður öflugar til flestra verka,“ segir Finnbogi. Þróun í átt að frekari sparneytni mun halda áfram á næstunni auk þess sem sífellt er lagt meira upp úr góðu og öruggu vinnuumhverfi ökumanns. „Varðandi önnur tæki þá er mikil gróska í þróun jarðræktartækni og búnaði tengdri vökvun og við erum stolt af því að hafa verið í fararbroddi á þessum sviðum á undanförnum árum.“ Landbúnaðarframleiðsla mun aukast Framtíðin er Finnboga hugleikin og hann undirstrikar að landbúnaðurinn sé kominn út úr tímabili árlegs samdráttar. Greinin sé hluti af vaxtarbroddum hins nýja Íslands. „Íslenskur landbúnaður hefur á stuttum tíma breyst úr atvinnugrein í samdrætti í atvinnugrein í hægum og jöfnum vexti. Það er því engin þörf á að vera með minnimáttarkennd yfir að tilheyra þessari atvinnugrein. Þvert á móti eiga menn að vera stoltir af að taka þátt í þessari þróun. Ég er sannfærður um að við eigum mikla möguleika í landbúnaði og nægir að benda á þörfina á framleiðsluaukningu samhliða fjölgun ferðamanna. Fjölgun ferðamanna um 150 þúsund á ári, líkt og raunin varð á síðasta ári, eykur heildarneyslu innlendra matvæla um 2-3%. Með öðrum orðum þarf innlend landbúnaðarframleiðsla að aukast um 20-30% á næstu 10 árum til að mæta þessu ef fjölgun ferðamanna heldur áfram með sambærilegum hraða. Og þá eru ónefndir möguleikar sem ég tel fyllilega fyrir hendi í útflutningi ef þar er unnið markvisst. Minkarækt er einnig spennandi búgrein og við sjáum framundan mikla þróun í jarðrækt samfara hlýnandi veðurfari og kynbótum. Tækifærin í landbúnaðinum eru fyrir hendi. Nú er það okkar allra að sýna kjark og útsjónarsemi til að unnt verði að breyta þessum tækifærum í arðsama framleiðslu sem mun stuðla að nýju skeiði uppbyggingar í sveitum landsins,“ sagði Finnbogi að lokum.
Vnr: 12017 Áburðardreifari dreginn 36 lítra Verð: 29.900,- kr. / 23.896,- kr. án vsk.
Vnr. 12006. Áburðardreifari 36 kg fyrir sand, salt og áburð. Verð: 37.525,- kr. / 29.900,- kr. án vsk.
Vnr. 12007. Áburðardreifari dreginn 107 cm Verð: 47.900,- kr. / 38.167,- kr. án vsk.
Vnr: 12023. Úðadæla á fjórhjól Verð: 73.900,- kr. / 58.884,- kr. + vsk.
Vnr: 12026. Sláttuvél aftan í fjórhjól 13 hestöfl Verð: 489.000,- kr. 389.641,- kr. án vsk.
Vnr. 12134 gras- og laufsafnari 66 cm Verð: 35.500,- kr. / 28.287,- kr. án vsk.
Vnr. 12009 gras- og laufsafnari 120 cm Verð kr: 59.500,- kr. 47.410,- kr. án vsk.
Vnr: 13027. Tveggja hjóla hjólbörur Verð: 17.445,- kr. / 13.900,- kr. án vsk.
Vnr: 35-RKATV117. Sláttuvél dregin aftan í fjórhjól Verð: 476.900,- kr. / 380.000,- kr. án vsk.
Plastbörur 180 og 260 lítra Verð frá: 39.784,- kr. / 31.700,- kr. án vsk.
Bensíndrifinn sópur með eða án fægiskóflu Verð: 363.950,- kr. / 290.000,- kr. + vsk.
www.jotunn.is
Vnr: 26-GAATV. Grafa með bensínmótor Verð: 798.180,- kr. / 636.000,- kr. án vsk.
www.jotunn.is
3
SealSkinz - vatnsheldar vörur sem anda
Loksins er hægt að fá vatnshelda sokka, hanska og húfur sem anda. Breska fyrirtækið SealSkinz framleiðir þessar vörur og eru þær nú fáanlegar hjá Jötunn Vélum.
Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá í Svarfaðardal:
„Reynslan hefur sýnt að öndun er takmörkuð þegar vatnsheldninni er náð en nú hefur SealSkinz náð að tryggja að öndun er nægileg til að fyrirbyggja svita en á sama tíma er varan vatnsheld,” segir Gunnar Biering, sölustjóri heildsölu Jötunn Véla. Í framleiðslu SealSkinz er byggt á þeirri tækni að milli laga í flíkinni er plast/gúmmíkennd himna (Membrane) sem hefur þá virkni að í gegnum örfín göt þrýstist út gufa á meðan hlýrra er innan í flíkinni en fyrir utan hana. Verða götin því að einskonar einstreymislokum við þennan hitamun. Innan í flíkinni er Merinoull eða Coolmax en að utan er mismunandi efni eftir því um hvaða vörur er að ræða. Sokkar eru t.d. með styrktu næloni, hanskar stundum úr leðri að hluta til, Primaloft eða Kevlar. Sokkarnir eru framleiddir í þremur mismunandi þykktum og verða því hlýrri eftir því sem þykktin eykst. Framleiddar eru tvær aðal línur af sokkum og hönskum, fyrir almenning annars vegar og hins vegar fyrir heri og björgunarteymi. Í línunni fyrir almenning eru hanskar ætlaðir t.d. til hjólreiða, útreiða, siglinga, veiða og gönguferða hvort heldur sem er á fjöll eða jafnsléttu. Línan fyrir heri og björgunarteymi er framleidd eftir ströngum kröfum um t.d. núnings- og skurðþol, eldþol og varmaleiðni. Nýverið gerði breski herinn samning við SealSkinz um kaup á sokkum fyrir hermenn í Afganistan. SealSkinz vörurnar hafa fengið mikið lof þeirra sem hafa reynt þær hér á landi en til að mynda hafa bæði hestamenn og björgunarsveitarmenn keypt þær. SealSkinz henta hvort heldur sem er í dagleg störf eða útivist í frítímanum, jafnt til sjós og lands.
4
Vélar sem hafa reynst framúrskarandi vel Trausti Þórisson og Ásdís Erla Gísladóttir, ábúendur á Hofsá í Svarfaðardal, hafa verið viðskiptavinir Jötunn Véla allt frá stofnun fyrirtækisins og voru raunar einnig viðskiptavinir Búvéla, forvera Jötunn Véla. Á Hofsá er rekið blandað bú með tæplega 60 mjólkandi kúm og 95 kindum. Trausti er formaður Félags eyfirskra kúabænda og stjórnarmaður í Landssambandi kúabænda. Hann segir stærsta hagsmunamál bænda um þessar mundir að standa vörð um tollverndina. „Samtök verslunar og þjónustu sækja fast á um afnám innflutningstolla á kjúklinga- og svínakjöti sem hefði alvarlegar hliðarverkanir í för með sér fyrir neytendur. Þar eru mörg störf í húfi og missi afurðastöðvar þann hluta starfsemi sinnar þá hefur það áhrif til kostnaðarhækkana í vinnslu á öðru kjöti og kæmi þannig fram í verði á þeim vörum. Áhrifin yrðu því keðjuverkandi og eðlilega spyrnum við bændur við fótum þegar mál eru sett fram með þeim hætti sem SVÞ gerir,“ segir Trausti. Trausti telur mikinn ávinning af því að skipta við sama fyrirtækið þegar kemur að tækjakosti búsins. „Fyrstu tækin sem við keyptum hjá Finnboga í Búvélum á sínum tíma voru haugsuga og haugdæla sem við fengum árið 1999. Síðan keyptum við 125 hestafla Valtra dráttarvél árið 2001 sem verið hefur okkar aðalvél allar götur síðan og reynst framúrskarandi vel, keyrð 9200 vinnustundir. Frá þeim tíma höfum við nánast
Fréttabréf - apríl 2103
keypt öll okkar tæki frá Jötunn Vélum, eftir að það fyrirtæki kom til sögunnar árið 2004, bæði heyvinnutæki og aðra Valtra dráttarvél til,“ segir Trausti en hans mati byggist upp gagnkvæmt traust milli seljanda og kaupanda eftir því sem árin líða. „Ég hef hvenær sem er getað leitað til starfsmanna Jötunn Véla ef eitthvað hefur komið upp. Hröð og góð þjónusta er lykilatriði. Að sjálfsögðu tel ég líka ávinning af því fjárhagslega að kaupa sem mest af sama aðilanum og njóta þannig bestu viðskiptakjara en aðalatriðið er að öll hafa þessi tæki reynst mjög vel. Þau merki sem fyrirtækið hefur verið með fyrir landbúnaðinn eru bæði þrautreynd og þekkt fyrir gæði,“ segir Trausti og bætir við að hann fagni komu Jötunn Véla til Akureyri. „Ég geri ráð fyrir að kaupa meira af rekstrarvörum með tilkomu útibúsins á Akureyri enda hefur Jötunn Vélar byggt upp öfluga þjónustuverslun fyrir landbúnaðinn að undanförnu. Mér finnst mikið fagnaðarefni að fá Jötunn Vélar hingað norður og bíð spenntur eftir að sjá verslunina á Lónsbakka í vor. Þetta er gott skref fyrir þjónustu við landbúnaðinn hér á svæðinu,“ segir Trausti. Snjóþunginn í Svarfaðardal þetta vorið er óvenju mikill og nánast útséð með kornrækt í sumar. „Við höfum lagt vaxandi áherslu á kornið og jarðrækt almennt á síðustu árum með ágætum árangri en í ár verður seint hægt að byrja flagvinnu. En það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn á sumarið þrátt fyrir snjóalögin.“
Verslunarrekstur Jötuns hefur aldrei verið öflugri:
Sérverslun fyrir bændur - og svo miklu meira Gæludýravörur, reiðhjól og leikföng Útivistaráhugi almennings er sífellt að aukast og þess sáust glögglega merki þegar Jötunn hóf að selja TREK reiðhjól í upphafi síðasta sumars. Jóhannes segir gæludýraeigendur annan vaxandi viðskiptavinahóp enda gæludýraeign umtalsverð í landinu. „Við erum með mikið úrval af gæðafóðri fyrir hunda, ketti, kanínur, fugla, fiska og nagdýr. Og sömuleiðis erum við með fjölbreytt úrval af búnaði fyrir gæludýraeigendur, svo sem fóðrunarbúnað, sand, sag og margt annað sem þessi hópur fólks þarf á að halda,“ segir Jóhannes. Fyrir yngstu kynslóðina er einnig að finna heilan heim í verslun Jötuns því fyrirtækið flytur inn leikfangalínu frá Bruder þar sem eru bæði traktorar og mikið úrval landbúnaðartækja. Jóhannes segir þessar vörur sívinsælar og jafnt og þétt í sókn.
Verslunarrekstur Jötunn Véla hefur verið í örum vexti síðustu misserin við Austurveg á Selfossi og er óhætt að segja að sjón sé sögu ríkari fyrir viðskiptavini. Verslunin er í senn vönduð þjónustuverslun fyrir bændur og landbúnaðinn í heild, jafnframt því að bjóða fjölbreytt úrval af vörum fyrir þéttbýlisbúa. Jóhannes Bjarnason tók við stöðu verslunarstjóra Jötunn Véla um síðastliðin áramót en hann er þrautreyndur á verslunarsviðinu. Jóhannes segir fjölbreytni í vöruúrvali og gæði fyrst og fremst einkenna verslunina.
Þjónusta við landbúnaðinn og allan almenning „Við leggjum ríka áherslu á þjónustuþáttinn við bændur; erum með mikið úrval af rekstrarvörum fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, hestavörur, hreinsiefni, girðingaefni, verkfæri, vinnufatnað, lagnaefni, olíur og smurefni, lökk og kítti og þannig mætti áfram telja af vörum sem heyra til þess sem að landbúnaðinum snýr. En því til viðbótar erum við með garðvörur, gróðurhús, reiðhjól, skó, stígvél og hlífðarfatnað á börn og fullorðna og ýmsan útivistarfatnað, leikföng, bruggvörur, gæludýrafóður og gæludýravörur og margt fleira. Af þessu má sjá að við skilgreinum okkur ekki einvörðungu sem þjónustuverslun við landbúnaðinn, þó þar sé grunnurinn í verslunarþjónustunni. Við höfðum líka mjög sterkt til almennings, bæði íbúa hér á Selfossi
Jóhannes Bjarnason, verslunarstjóri Jötunn Véla
og í nágrenni, höfuðborgarbúa sem í vaxandi mæli eru farnir að gera sér ferð til okkar og síðast en ekki síst er stór hópur dvalargesta í sumarhúsum hér á Suðurlandi sem kemur reglulega til okkar. Og það er ánæjulegt að opna sambærilega verslun á Akureyri þar sem við höfðum til bæði landbúnaðarins og í raun alls almennings, líkt og hér á Selfossi,“ segir Jóhannes.
Sama vöruúrval á Akureyri Líkt og á Selfossi er verslunarrekstur þungamiðja í starfstöð Jötunn Véla á Lónsbakka á Akureyri sem nú nefur opnað. „Viðskiptavinir fyrir norðan njóta sama vöruúrvals og er hjá okkur á Selfossi, rúmgóðrar og skemmtilegrar verslunar. Eins og ég hef lýst hér að framan er verslunin á margan hátt einstök hvað varðar vöruúrval og einmitt þess vegna höfðar hún til mjög breiðs hóps viðskiptavina. Margir af dyggum viðskiptavinum okkar norðan heiða geta nú sótt sínar vörur til Akureyrar í stað þess að fá þær héðan frá Selfossi en við munum líka höfða mjög sterkt með versluninni til nýrra viðskiptavina á Norðurlandi. Það er okkar markmið með innkomu á markaðinn á Akureyri.“
Ný gerð olíubrennara
Mikið úrval hliðgrinda
Stefnt er að því að hefja innflutning í sumar á nýrri gerð olíubrennara sem geta brennt ýmiskonar úrgangsolíu (t.d. mótor og gírolíum) til jafns við hefðbunda díselolíu. Hönnun og eiginleikar brennaranna byggja á einkaleyfi sem gerir kleift að brenna með góðum árangri hinum ýmsu olíum óháð þykkt eða kveikimarki. Sérstaðan í hönnun þessara brennara byggir í stuttu máli á að olían er hituð mikið upp en við það verða mismunandi olíur álíka þykkar og hafa svipaða rennsliseiginleika. Síðan er olíunni sprautað með til þess að gera lágum þrýstingi inn í brunahólfið í gegnum tiltölulega víðan spíss sem þolir vel agnir og óhreinindi í olíunni. Það eina sem þarf að gera áður en gömul olía er notuð á brennarann er að sía hana með 0,3 mm sigti og tryggja að ekki sé vatn eða aðrir aðskotavökvar í olíunni. Stærð brennaranna er frá 25kW og upp í 250kW og geta þeir stærstu verið mjög áhugaverð lausn sem orkugjafi við kornþurrkun meðan
Tilboð á öflugum rimlagrindum 4,22 m á lengd. minni gerðirnar geta frekar hentað til að hita upp t.d. vélageymslur og verkstæði. Verð brennaranna með sambyggðum blásurum með varmaskiptum er frá um 600 þús+vsk og upp í um 1,3 millj+vsk fyrir stærstu gerðina sem getur framleitt allt að 250 kW. Nánar verður fjallað um reynslu af notkun þessara brennara í haust.
Verð: 38.595,- kr. / 31.000,- kr. + vsk.
www.jotunn.is
www.jotunn.is
5
Aflsáttarkjör fyrir félagsmenn í
Fergusonfélaginu
Geir Guðjónsson, deildarstjóri varahlutaþjónustu
Jötunn Vélar gerðu nýverið gert samning við Fergusonfélagið um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Að félaginu stendur hópur einstaklinga sem hefur að áhugamáli að halda við og endurgera gamlar Ferguson dráttarvélar. „Það er mjög gaman að sjá hversu margir eiga þetta áhugamál og ekki síst hversu mikill metnaður er í endurgerð vélanna. Menn eru oft og tíðum að leggja verulega fjármuni í að endurgera vélar og fyrir okkur hjá Jötunn Vélum er mjög ánægjulegt að geta stutt við félagsmenn með þessum samningi um afsláttarkjör á varahlutum. Margir gera vélarnar upp til að hafa þær sem kjörgripi inni í bílskúr og setja þær í gang á góðviðrisdögum. Aðrir vilja eiga gamla dráttarvél til að nota í smáverkefni heima við hús eða við sumarbústaðinn. En fyrst og fremst er gaman að sjá gömlu vélarnar varðveittar með þessum hætti. Ferguson er hluti af íslenskri menningu,“ segir Geir Guðjónsson, deildarstjóri varahlutadeildar Jötunn Véla. Þjónusta við eigendur gamalla dráttarvéla er þó ekki alfarið bundin við Ferguson hjá þeim Jötunsmönnum því æ meira er um að leitað sé til fyrirtækisins eftir varahlutum í aðrar tegundir gamalla dráttarvéla. Og í anda starfsmanna Jötunn Véla greiða starfsmenn varahlutadeildarinnar oftar en ekki götur viðskiptavinanna.
2024 SLT
Nýja lágbyggða Schaffer Lader 2024 vélin frá hefur fengið fínar viðtökur enda er hér á ferðinni mjög skemmtileg útfærsla á vél. Breytingin frá hinni vel þekktu 2024 vél felst fyrst og fremst í því að þessi vél er mun lágbyggðari sem gerir hana enn stöðugri auk þess sem inn og útstig verður mun þægilegra. Vélar eru til afgreiðslu strax og kosta frá kr. 2.990.000+vsk með skóflu og greip.
6
Varahlutadeildin
tilbúin fyrir sumarið! „Með tilkomu varahlutaþjónustu á Akureyri og fjölgun starfsmanna í deildinni hér hjá okkur á Selfossi nú fyrir sumarið erum við enn frekar að styrkja þennan þjónustuþátt fyrirtækisins gagnvart ört stækkandi viðskiptavinahópi. Hann spannar vítt svið, allt frá bændum og verktökum til áhugamanna um endurgerð gamalla traktora,“ segir Geir Guðjónsson, deildarstjóri varahlutaþjónustu Jötunn Véla. Starfsmenn varahlutaþjónustu Jötunn Véla hafa notað vetrarmánuðina til að undirbúa hátind varahlutasölunnar yfir sumarmánuðina því eðli máls samkvæmt er mikilvægt að varahlutirnir séu til staðar þegar mest mæðir á í sveitum landsins á uppskerutímanum. Geir segir annatímann hefjast strax upp úr páskum þegar bændur byrja á vorverkum en þegar heyskapartímanum sleppir síðsumars tekur við þjónusta við kornræktendur en Jötunn Vélar hafa lagt mikið upp úr varahlutaþjónstu fyrir kornskurðarvélar. Öflugur varahlutalager tryggir hraða þjónustu „Okkar leiðarljós er að vera með góðan varahlutalager og geta þannig afgreitt varahluti til viðskiptavina eins og hratt og mögulegt er. Tíminn er mjög mikilvægur á háannatíma bænda og þess vegna höfum við fjölgað starfsmönnum um þrjá í sölu varahluta til að geta veitt þjónustu enn hraðar í gegnum
síma, samhliða afgreiðslu í varahlutaversluninni hér á Selfossi. Auk þess mun starfsmaður deildarinnar verða á Akureyri í sumar og byggja þar upp varahlutaþjónustu við bændur fyrir norðan og austan,“ segir Geir en auk þess að selja varahluti í vélar og tæki sem Jötunn Vélar eru með söluumboð fyrir er varahlutadeildin einnig með ýmsa varahluti í önnur tæki. Dráttarvélavarahlutir stærsti þátturinn „Varahlutir í dráttarvélar eru stærsti þátturinn í okkar daglegu starfsemi árið um kring, fyrst og fremst í okkar merki sem eru Valtra og Massey Ferguson. Umfangsmest er þjónusta við Massey Ferguson, einfaldlega vegna fjölda þeirra véla í landinu en margir bændur eru t.d. með Massey Ferguson 135 frá sjöunda áratug síðustu aldar ennþá í fullri notkun og þurfa að sjálfsögðu sína varahluti til að halda þeim í rekstri,“ segir Geir og bendir viðskiptavinum sínum á að nýta sér einnig heimasíðu Jötunn Véla og netföng sölumanna varahluta til að senda inn pantanir. „Sá tími fer í hönd að menn fara að huga að tækjunum fyrir vorið og sumarið. Við skynjum að margir bændur hafa í dag aðstöðu til að huga að tækjum sínum yfir vetrarmánuðina og gera við; undirbúa þannig álagstímann yfir sumarmánuðina. En mestu skiptir að við getum brugðist skjótt við og bjargað málunum þegar eitthvað bilar á mesta annríkistímanum. Það kunna bændur vel að meta,“ segir Geir.
Ný heyþyrla
frá Pöttinger
Í vor eru væntanlegar til landsins nýjar heyþyrlur frá Pöttinger með 11m vinnslubreidd. Um er að ræða 10 stjörnu vélar á vagni sem eru sterkar og mjög afkastamiklar.
Fréttabréf - apríl 2103
Endurhönnun flórsköfukerfa Nokkuð er um að umtalsvert viðhald sé komið á flórsköfukerfi í lausagöngufjósum auk þess sem mörgum kerfunum fylgir talsverður hávaði. Á einfaldan hátt er hægt að breyta þessum kerfum í kabalsköfur sem drifnar eru með litlum rafmagnsmóturum og því nánast hljóðlausar. Fyrsta kerfinu var breytt í haust á bænum Berustöðum í Ásahrepp og reynslan af breytingunni hingað til er mjög góð.
Sláttuvélar Í vor kynna Jötunn Vélar nýja gerð kant og ruddasláttuvéla frá Kellfri. Um er að ræða tvær vinnslubreiddir 1,4m og 1,8m og er hægt að halla vélunum niður og slá lóðrétt ef þörf er á að grófsnyrta t.d. skjólbelti. Verð minni vélarinnar er: 590.000,- kr. + vsk.
www.jotunn.is
7
Plæging á Seljavöllum
Eiríkur Egilsson
Spjallað við Eirík Egilsson, bónda á Seljavöllum í Hornafirði:
Tækifæri fyrir bændur í jarðræktinni Tvíbýlt er á jörðinni Seljavöllum, um sjö kílómetrum vestan Hafnar í Hornafirði. Á öðrum hluta jarðarinnar búa Eiríkur Egilsson og Elín Oddleifsdóttir kúabúi með um 320 þúsund lítra ársframleiðslu en á hinum hluta jarðarinnar búa Hjalti Egilsson og Birna Jensdóttir og framleiða yfir 400 tonn af kartöflum á ári. Seljavallabúið hefur verið í mikilli uppbyggingu síðasta áratuginn og fengu ábúendurnir landbúnaðarverðlaun á Búnaðarþingi árið 2009 fyrir dugnað, framsýni og myndarskap. Bræðurnir Eiríkur og Hjalti eru fæddir og uppaldir á Seljavöllum og tóku við búi af foreldrum sínum, Agli Jónssyni, fyrrum alþingismanni og Halldóru Hjaltadóttur, konu hans. Eiríkur og Elín juku verulega við mjólkurframleiðsluna árið 2003, keyptu þá helming kvóta og áhafnar þegar foreldrar hennar brugðu búi á Haukholtum í Hrunamannahreppi. Byggt var nýtt fjós á Seljavöllum árið 2005 með mjaltaróbót sem Eiríkur segir hafa komið vel út. „Mjaltaróbótinn hefur reynst okkur mjög vel. Heilbrigði kúnna er meira en áður var, frumtala jöfn og lág. Það verður bara að viðurkennast að róbótarnir eru betri í mjöltunum en mannshöndin. Það kennir reynslan okkur,“ segir Eiríkur og aðspurður segir hann bankahrunið hafa haft sín áhrif á reksturinn, líkt og flestra annarra atvinnufyrirækja sem staðið höfðu í fjárfestingum skömmu fyrir hrun. „Okkar lán var að hafa verið búin að kaupa bæði kvóta og byggja nýja fjósið fyrir hrun. Ekki síst skipti máli að hafa verið búin að fjárfesta í kvóta því ef við skoðum fjárfestingar á búinu síðasta áratuginn þá er kvótinn um þriðjungur af þeim,“ segir Eiríkur. Kjötvinnsla skilaði auknum tekjum Þau Eiríkur og Elín ákváðu árið 2009 að útbúa kjötvinnsluaðstöðu í eldri kartöflugeymslunni á Seljavöllum með það að markmiði að selja beint til neytenda. Skapa þannig auknar tekjur fyrir búið til að mæta stökkbreyttum lánum.
8
Þau markmið segir Eiríkur að hafi náðst og um margt hafi kjötvinnslan gengið betur en þau þorðu að vona. Fyrstu skrefin í vinnslunni voru tekin með aðstoð frá Matís sem rekur matarsmiðju á Höfn. Eiríkur segir hana hafa verið hvatningu fyrir framleiðendur á svæðinu til aukinnar verðmætasköpunar. „Við slátrum 60-70 gripum á ári og vinnum úr um 35-40 þeirra hér heima fyrir neytendamarkað. Salan gengur mjög vel og við önnum tæplega eftirspurn. Hingað koma viðskiptavinir að stærstum hluta frá Höfn en því til viðbótar seljum við ferðaþjónustuaðilum hér á svæðinu og loks sendum við kjöt til viðskiptavina lengra til. Í þeim tilfellum seljum við mest unnið kjöt úr fjórðungi úr skrokki. Heimamarkaðurinn er mjög vaxandi og ég finn að neytendur eru viljugir að kaupa kjöt með þessum hætti beint frá bónda. Fyrir okkur verða tekjur af hverjum grip meiri og það skilar búinu þannig ávinningi. Ég tel að markaður fyrir heimaunnið nautakjöt sé mjög stór og því gætu mun fleiri bændur nýtt sér þau tækifæri en það er mikilvægt að vera bæði skammt frá sláturhúsi og neytendum, líkt og við erum.“ Heilfóðurblandarinn ómissandi Eiríkur keypti Valmetal heilfóðurblandara frá Jötunn Vélum fyrir tveimur árum og segir hann mikla byltingu. „Þetta er það tæki sem ég vildi síst missa í dag. Fóðrun kúnna er mun betri og þar með heilbrigði þeirra. Við notum heimaræktað korn í heilfóðurblandarinn og höfum mjög góða reynslu af því að nýta okkur ósöluhæfar kartöflur frá Hjalta og nágrönnum okkar í Akurnesi í fóðrið. Sömuleiðis finnst mér fást betri nýting á hána í heilfóðruninni. Allt saxast þetta mjög vel niður og til að mynda sjáum við kartöflurnar myljast vel. Og kýrnar eru sólgnar í þær,“ segir Eiríkur. Vorið 2011 tóku þeir Seljavallabændur í notkun vökvunarbúnað frá Jötunn Vélum til að bregðast við þurrkatíðinni. Eiríkur segir ekkert vafamál að sá búnaður hafi lágmarkað
Fréttabréf - apríl 2103
uppskerutjón og fyllilega skilað tilætluðum árangri. „Jafnvel hér í Hornafirði þar sem alltaf rigndi í gamla daga erum við að upplifa löng þurrkatímabil á sumrin. Við notuðum vökvunarbúnaðinn bæði á kornakrana, kartöflugarðana og tún. Út frá þeirri reynslu sjáum við mikilvægi þess að vökva snemma til að koma áburðinum niður í jarðveginn og keyra vökvunarbúnaðinn í samfelldum tímabilum, allan sólarhringinn. Næturvökvun skilar betri árangri“ segir hann. Tækifæri fyrir bændur í ræktuninni Kornrækt er orðin fastur og mikilvægur þáttur í búrekstrinum á Seljavöllum. Með henni og annarri ræktun segir Eiríkur að bændur geti hvað best brugðist við háu kjarnfóðurverði á heimsmarkaði sem hann segir bæði komið til að vera til framtíðar og muni hækka enn frekar. „Íslenskir bændur eiga mikil tækifæri framundan og þau felast ekki hvað síst í ræktuninni og framleiðslu á kjarnfóðri. Það er knýjandi að ná góðum árangri á því sviði til að auka samkeppnishæfni okkar í búvöruframleiðslunni,“ segir hann en jafnframt kornræktinni er á Seljavöllum verið að gera tilraunir með ræktun á olíufræjum sem hugmyndin er að vinna úr matarolíu í neytendaumbúðir. Próteinhlutinn nýtist aftur á móti í fóður fyrir kýrnar. Níu Fergusonar! Frá upphafi búskapar á Seljavöllum hafa Ferguson dráttarvélar verið allsráðandi á búinu. Fyrstu vélina þeirrar gerðar keypti Egill á Seljavöllum árið 1956 og sú er enn á bænum og gangfær. Í heild eru Ferguson vélarnar á bænum níu talsins! „Það þarf því varla að spyrja að því hvernig okkur líki við Massey Ferguson - þetta eru fyrirtaks vélar og hafa staðið sig vel. Þegar saman fara gæði og góð þjónusta, viljum við ekkert annað,“ segir Eiríkur.
TREK reiðhjólin slá í gegn Jötunn Vélar hófu á síðasta sumri sölu á amerísku TREK reiðhjólunum og um leið kom til liðs við fyrirtækið Þóroddur Kristjánsson sem er einn reyndasti reiðhjólasölumaður landsins. Óhætt er að segja að reiðhjólasalan hafi slegið í gegn á Suðurlandi á fyrsta sumri hjá Jötunn Vélum því salan fór langt fram úr væntingum og þurfti á köflum að vinna fram á nætur við samsetningar á reiðhjólum! „Það er einfaldast að tala um sprengingu í reiðhjólasölunni hjá okkur í fyrrasumar,“ segir Þóroddur. Hvergi veikur punktur „Það sem skilur TREK hjólin frá öðrum framleiðendum er að hvergi er veika punkta að finna í framleiðslunni en fyrirtækið skiptir henni upp í gæða- og verðflokka þannig að viðskiptavinurinn á auðvelt með að finna sér það hjól sem fellur að hans væntingum hvað þessa þætti varðar. Við bjóðum í TREK hjólalínunni gott úrval fyrir alla fjölskyldumeðlimi, allt frá barnahjólum og uppúr. Og því til viðbótar línu af mjög góðum fjalla- og götuhjólum fyrir þá sem stunda reiðhjólasportið af meiri alvöru. Markmiðið er að höfða til breiðs hóps reiðhjólafólks og sá hópur fer sífellt stækkandi,“ segir Þóroddur sem býr yfir mikilli þekkingu á vali reiðhjóla sem hann miðlar til viðskiptavina Jötunn Véla.
Vnr: 26-ST180. Skófla á þrítengi með sturtu Verð: 149.345,- kr. / 119.000,- kr. án vsk.
Vnr: 26-TL18. Flutningskassi á þrítengi með sturtu
Þóroddur Kristjánsson
Verð: 122.990,- kr. / 98.000,- kr. án vsk.
Auk sölu á reiðhjólunum annast hann sölu ýmiss konar auka- og varahluta fyrir reiðhjól. Léttari efni - enn sterkari reiðhjól Aðspurður um þróun í framleiðslu TREK segir Þóroddur að fyrst beri að nefna léttari efni í grindunum og léttmálmsblöndur í gjörðum, öxlum og fleiru. Hann segir hjólin mun léttari en áður en samt sem áður sterkari. Síðan megi nefna framþróun í skiptingum en sérstaklega þó í bremsubúnaði. „Aðal einkenni TREK hjólanna eru gæðin og það skynja viðskiptavinirnir, líkt og salan sýnir,“ segir Þóroddur. TREK hjól eru í boði í verslun Jötunn Véla á Akureyri og á Selfossi.
Léttar fjárgrindur 1,5 og 2 m Verð frá: 11.295,- kr. - 9.000,- kr. án vsk.
www.jotunn.is
Hagstæð tækjafjármögnun Landsbankinn býður hagstæð kjör á tækjafjármögnun. Viðskiptavinir bankans njóta alltaf betri kjara. Kynntu þér málið hjá sérfræðingum okkar í bíla- og tækja ármögnun.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
www.jotunn.is
9
Starfsfólk Jötunn Véla Bergur Ketilsson
Finnbogi Magnússon
Geir Guðjónsson
Guðlaugur Eggertsson
Eiður Jónsson
þjónusta
varahlutir - Akureyri
Guðmundur Þór Guðjónsson
Guðný Ósk Pálmadóttir
framkvæmdastjóri
varahlutir / deildarstjóri
Gunnar Biering
Gunnar Jónsson
Haraldur Páll Bjarkason
Helgi J. Jóhannsson
Hrafn Hrafnsson
Íris Ásdísardóttir
Júlía Gunnarsdóttir
Jóhannes Bjarnason
Lára Jóhannesdóttir
Lúðvík Kaaber
Magnús Marísson
Oddur G Bjarnason
Ragnhildur Guðrún Eggertsd.
Rakel Róbertsdóttir
Sigurður Birgir Guðmundsson
Tómas Guðmundsson
Valbjörn Þorsteinsson
Þóroddur Kristjánsson
Örn Bragi Tryggvason
Össur Björnsson
verslun
skrifstofa
varahlutir
varahlutir
varahlutir
skrifstofa
verslun
verslun - Akureyri
þjónusta
vélasala
verslunarstjóri
skrifstofa
verslun
fjármálastjóri
vélasala
verslun
lager
þjónusta
skrifstofa
vélasala - Akureyri
varahlutir
varahlutir
þjónustustjóri
Sláttutraktorar og sláttuvélar
Ný Valtra N103 kynnt Fyrir áramót kynntu Valtra verksmiðjurnar nýja gerð af hinni geysvinsælu N línu sem fengið hefur tegundarheitið N103 og er 111 hestöfl. Meðal spennandi nýjunga í þessari vél má helst nefna glænýja 3 strokka Valtra díselvél með 4 ventlum á strokk og Common rail eldsneytiskerfi sem gerir mótorinn samtímis mjög öflugan og sparneytinn. Síðan má nefna glænýja hönnun á húddi vélarinnar sem nú er niðursveigt fram sem eykur útsýni stjórnandans til muna, ekki síst við ámokstursækjavinnu. Síðast en ekki síst skal nefna að í N103 vélinni er val um glænýja útgáfu af hinni vel þekktu Hi Tech 3 gírskiptingu sem nefnist Hi Tech 5 og samanstendur af 5 vökvagírum í stað 3 áður og skiptingu á milli gíra með hnöppum í stað gírstanga.
10
Með tilkomu nýju N103 vélarinnar lýkur kynningu nýrra gerða í N línunni en síðastliðið ár hefur Valtra kynnt nýjar gerðir í allri línunni, þar á meðal Valtra N163 sem er stærsta fjöldaframleidda 4 strokka dráttarvélin á markaðnum með 171 hestöfl. N línan er vinsælust þeirra dráttarvélalína sem Valtra framleiðir í Finnlandi í dag með um 50% af framleiðslunni en T og A línan skipta með sér afganginum. Fyrstu vélarnar af N103 línunni eru væntanlegar til landsins í júní og munu til byrja með verða í boði á sérstöku kynningarverði sem verður frá 9,250.000+vsk fyrir N103 vél með ámoksturstækjum.
Fréttabréf - apríl 2103
Þar sem viðtökur við Massey Ferguson sláttutraktorunum og sláttuvélunum hafa farið fram úr björtustu vonum undanfarin ár var ákveðið að auka úrval þessara tækja enn frekar í ár. Nú eru í boði nýjar gerðir Zero Turn véla auk enn meira úrvals hefðbundinna sláttutraktora með safnkössum.
Sunnlenski sveitadagurinn 4. maí
Mikilvægi djúpþjöppunar Djúpvaltarar eru sérstök gerð valtara sem mikið er notuð í jarðvinnslu erlendis og eru þeir hugsaðir til að tryggja góða þjöppun jarðvegs undir yfirborðinu á meðan að hefðbundnir valtarar þjappa mest yfirborðið.
Bændaglíma á Sunnlenska sveitadeginum
Búfénaður, baggakast og gott á grillinu Sunnlenski sveitadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður á Suðurlandi en hann verður haldinn í fimmta sinn laugardaginn 4. maí næstkomandi. Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum en hann er óður til landbúnaðarins og er haldinn á athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja við Austurveg á Selfossi. Á deginum gefst sunnlenskum fyrirtækjum tækifæri til að kynna fyrir gestum eigin framleiðslu og þjónustu en rúmlega 10.000 manns hafa sótt sýninguna undanfarin ár. Á dögunum var Auður I. Ottesen, ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn, ráðin sýningarstjóri Sunnlenska sveitadagsins. Auður er ekki ókunnug sýningarhaldi en hún stóð að farsælum og fjölsóttum sýningum á vegum Sumarhússins og garðsins á árunum 2002-2008 á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun sjá um skipulag og framkvæmd sýningarinnar þar sem gestir munu komast í tæri við allar hliðar landbúnaðarins, tæki og tól af öllum toga, afurðir garðyrkjubænda og búfénað. Börn komast á hestbak, sjá má kálfa, kindur með lömb og geiturnar vekja alltaf athygli sýningargesta. Einnig verða kanínur til sýnis, sem og hreinræktaðir hundar. Sérstök sýning á fiðurfénaði vekur alltaf mikla athygli, þá sérstaklega landnámshænur og skrautlegar dúfur. Á sýningunni geta gestir gert góð kaup, keypt beint frá bændum; handverk og garðyrkjuvörur, svo eitthvað sé nefnt. Boðið verður upp á þrautabrautir fyrir börn, kynningu á glímu, andlitsmálun og sýning verður á traktorum og landbúnaðartækjum.
Þá munu félagar í Hestamannafélaginu Sleipni gefa gestum kost á að fara á hestbak. Á hátíðinni í ár verður Íslandsmeistaramót í baggakasti í annað sinn. Keppt verður bæði í kvenna- og karlaflokki og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig til keppni hjá Jötunn Vélum. Svo fer enginn svangur af hátíðinni en heitt verður í grillkolunum, heilgrillað naut í boði, lambakjöt og fleira sem gestir kunna svo sannarlega að meta.
Ástæða þess að menn sækjast eftir að þjappa neðri lög jarðvegarins líka (5-15sm dýpi) er að til að hárpípuleiðni hans virki og fræið fái góðan grunn til að draga til sín raka og næringarefni er nauðsynlegt að allur jarðvegurinn sem unnin var sé vel þjappaður. Hérlendis hafa menn lítið þurft að velta þessu fyrir sér þar sem öruggar og miklar rigningar að vorinu eftir sáningu tryggðu áður næga þjöppun flaganna en síðustu ár hefur sú staða víða gjörbreyst. Djúpvaltarar eru oft notaðir þannig að þeir eru settir í frambeisli dráttarvélar og sáðvélin síðan aftan í. Oft eru djúpvaltararnir útbúnir með vökvastilltum jöfnunarborðum fremst sem hægt er að nota til að framkvæma lokajöfnun flagsins um leið og sáð er. Fyrsti djúpvaltarinn var afhentur hérlendis síðasta vor og er reynsla af notkun hans mjög góð. Fleiri djúpvaltarar eru á leiðinni til landsins tilbúnir til afhendingar fyrir vorverkin.
Bændur treysta
Opið alla virka daga frá 8:15 - 17:30
Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • 577 1515 • www.skorri.is
www.jotunn.is
11
„Vökvunin jók uppskeruna hér í Keldudal í fyrrasumar um 30-40% og gerði að verkum að við þurftum ekki að kaupa hey í vetur. Árangurinn er því fyllilega eftir væntingum,“ segir Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Hann ákvað að bregðast við þurrkatíð síðustu ára með kaupum á vökvunarbúnaði frá Jötunn Vélum. Þórarinn segir mestu skipta að vökva í kjölfar áburðardreifingar á vorin ef ekki rignir og ekki síður strax eftir fyrri slátt. Það tryggi mun meiri uppskeru úr seinni slætti. „Það má alls ekki bíða með vökvunina þar til þurrka fer að gæta og plönturnar að skaðast. Ég notaði vökvunarbúnaðinn bæði á tún og kálakra í fyrra og var líkast til einn af fáum í Skagafirði sem fékk góða uppskeru af káli. En hvað heyin varðar þá eru þau bæði meiri og betri. Með vökvuninni verður meiri blaðvöxtur og heyin orkuríkari,“ segir Þórarinn en vökvunarbúnaðinn knýr hann með 23 kw rafmótor sem hann segir mun ódýrari leið en knýja dæluna með dráttarvél og tilheyrandi olíukostnaði. „Margir bændur eiga varaaflstöðvar og gætu nýtt þær til að knýja búnaðinn þar sem ekki er hægt að komast í þriggja fasa rafmagn. Ávinningurinn er sá að ekki er verið að binda dráttarvél við vökvunina og ef eitthvað kemur uppá drepa stöðvarnar sjálfar á sér en það gera dráttarvélarnar ekki. Þetta er því betri kostur ef vökvunin er keyrð á nóttunni en það komum við til með að gera í sumar ef á þarf að halda. Næturvökvun nýtist betur þar sem alla jafna er meira kyrrviðri á nóttunni en daginn. Það er kostur í vökvuninni,“
Vökvað í Keldudal
Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal í Hegranesi:
Vökvunarbúnaðurinn borgaði sig Bændur eiga sóknarfæri
Vistvænar rekstrarvörur
- fyrir þig og umhverfið
Engin ólykt Engar stíflur í klósetti Engar stíflur í frárennslislögnum BIOTECH pappírinn frá Papernet er frábær nýjung sem kemur í veg fyrir ólykt á salernum, hindrar stíflur í klósettum, heldur frárennslislögnum hreinum og hraðar niðurbroti í rotþróm.
Rekstrarvörur - vinna með þér
12
Fréttabréf - apríl 2103
RV 03/13
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is
segir Þórarinn. Næst á dagskrá segir Þórarinn að koma upp föstum lögnum frá vatnsbóli að svæðum sem þarf að vökva til að minnka vinnuþáttinn og hámarka nýtingu búnaðarins. Í Keldudal er blandað bú með rösklega 320 þúsund lítra mjólkurframleiðslu, 55 kúm, hátt í 100 öðrum nautgripum, um 150 kindum, 10 geitum og 25 hrossum. Því til viðbótar reka þau Þórarinn og Guðrún Lárusdóttir, kona hans, ferðaþjónustu og eru aðilar að Ferðaþjónustu bænda. „Búskapur gengur best hjá þeim í dag sem ekki eru að kljást við miklar skuldir. Skuldsett bú geta verið í vanda og bankarnir hafa verið óbilgjarnir og reynst mörgum erfiðir hvað varðar úrvinnslu skuldamála. Fjármagn er óhóflega dýrt og það dregur úr nýliðun í landbúnaðinum í dag. Það þarf mikið átak til að hefja búskap við þessar aðstæður,“ segir Þórarinn en hann sér sóknartækifæri fyrir bændur. „Það er mikil þróun í kornrækt og hún á eftir að halda áfram. Hins vegar hafa alltof margir gefist upp og dregið úr kornræktinni en hún er að mínu mati komin til að vera. Ég held að ef við stöndum vel og faglega að kornræktinni þá getum við náð betri tökum á henni. Það er betra að vanda vinnuna við að sá í 5 hektara en kasta til hendinni við að sá í 10. Síðan tel ég mikil tækifæri vera í framleiðslu á nautakjöti og sé fyrir mér að fleiri sérhæfi sig í að framleiða gott nautakjöt. Sá markaður er fyrir hendi og ekki þarf að kaupa framleiðslurétt til nautakjötsframleiðslu. Og sama er að segja um þróunina í vörum sem seldar eru neytendum beint frá býli. Við finnum á bæði innlendum og erlendum ferðamönnum hversu mikill áhugi er á matvælum framleiddum hér á svæðinu. Sala á t.d. kjötvörum beint frá býli er vaxandi markaður sem margir gætu nýtt sér til meiri tekjuöflunar. Sláturleyfishafar eru að átta sig á að þessi þróun er þeim ekki ógn heldur þvert á móti tækifæri. Þetta stækkar bara kjötmarkaðinn í heild,“ segir Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal.
Sérhæfðir í mjaltatækjaþjónustunni Tveir af starfsmönnum Jötunn Véla, þeir Örn Bragi Tryggvason og Bergur Ketilsson, hafa sérhæfða tækniþekkingu á viðhaldi SAC mjaltakerfanna frá Jötunn Vélum og annast þeir bæði viðgerðarþjónustu hjá notendum þeirra og reglubundið eftirlit. „Stærstur hluti okkar starfs felst í því síðarnefnda; árlegum skoðunum á kerfunum samkvæmt forskrift fram-
leiðandans. Í þessum heimsóknum yfirförum við kerfin og endurnýjum í búnaðinum það sem þarf hverju sinni,“ segir Örn en jafnframt mjaltaþjónustunni annast þeir eftirlit og viðhald Mullerup fóðurvagnanna frá Jötunn Vélum. Örn segir margþættan ávinning af reglubundnu eftirliti með mjaltakerfunum.
Örn Bragi Tryggvason
„Mesti ávinningurinn er að fyrirbyggja stærri bilarnir síðar og skilar þannig notendum fjárhagslegum ávinningi. En að sama skapi er mikilvægt fyrir heilbrigði kúnna og þar með gæði framleiðslunnar að kerfin vinni alltaf rétt og að búnaðurinn sé eins og best verður á kosið,“ segir Örn en auk reglubundna eftirlitsins annast Örn og Bergur viðgerðir á mjaltakerfinum samkvæmt beiðnum viðskiptavina.
Öryggismenning í landbúnaði bjargar mannslífum og verðmætum
Að stærstum hluta er um að ræða mjaltakerfi í mjaltabásum en nýverið hafa Jötunn Vélar einnig selt SAC IDC-T lite með mjólkurmæli og sjálfvirkri aftöku í þrjú básafjós sem Örn segir ágæta reynslu af. „Mjaltaþjónusta okkar nær til viðskiptavina um allt land. Við erum mest á ferðinni á haustin og veturna í þessari þjónustu en vinnum þess utan einnig að öðrum verkefnum fyrirtækisins hér á Selfossi,“ segir Örn.
ENNEMM / SÍA / NM5571 1
RéttaR foRvaRniR skipta sköpum í kRefjandi vinnuumhveRfi Samhliða sérsniðinni tryggingaþjónustu fyrir búrekstur vinnur VÍS náið með bændum að því að byggja upp öflugar forvarnir. Bændur búa við starfsumhverfi þar sem óhöpp geta
valdið ómetanlegum skaða, en með réttu verklagi og ráð stöfunum er hægt að útrýma alvarlegum slysum og tjónum. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
www.jotunn.is
13
Plógherfi
Reynsla undanfarinna vora þar sem fjöldi bænda hefur prófað HEVA plógherfið hefur sýnt að áhugi viðskiptavina á notkun þessara tækja í stað plóga hefur aukist mjög.Dæmi eru um að ræktunar-og búnaðarfélög séu farin að fjárfesta í þessum tækjum. Líkt og áður munum við leitast við að bjóða þeim bændum sem langar að kynnast þessari tækni að prófa herfi frá okkur en aðaláherslan í vor verður á bændur staðsetta á Norður- og Austurlandi. Hvetjum við áhugasama bændur á þessum svæðum að hafa samband við okkur sem fyrst þannig að auðveldara verði að skipuleggja notkun plógherfisins og sem flestir geti prófað. Auk þess viljum við benda á að við eigum von á viðbótarsendingu af plógherfum sem væntanleg er í byrjun maí.
Lausnir fyrir kornþurrkun
Með vaxandi kornrækt hefur áhugi fyrir kornþurrkun aukist verulega. Líkt og áður bjóða Jötunn Vélar fjölbreytt úrval lausna á þessu sviði hvort sem lýtur að einföldum heimatilbúnum lausnum, færanlegum þurrkurum eða staðbundnum þurrklausnum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við sölumenn Jötunn Véla sem fyrst þar sem hönnun og uppsetning þurrkkerfa tekur nokkurn tíma.
Fjósinnréttingar og steinbitar Eins og undanfarin ár gerum við tilboð í fjósinnréttingar og steinbita fyrir þá viðskiptavini sem hyggja á endurbætur og breytingar á fjósum. Vörurnar koma frá hollensku framleiðendunum Beerepoot og Holchim.
Úrval gróðurhúsa í Jötunn Vélum
Serralux Breidd: 3 m / Hæð: 2,5 m Lengd á einingu: 0,75 m
Hafið samband við sölumenn okkar og fáið upplýsingar um fjölbreytt úrval gróðurhúsa og möguleika varðandi viðbætur og aukahluti.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Splendid
Breidd: 3 m / Hæð: 2 m Lengd: 4,5 m
Lónsbakki - 601 Akureyri
Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610
14
Fréttabréf - apríl 2103
Sími 480 0400
Cardinal, sexhyrnd
Þverm.: 3,1 m / Hæð: 2,6 m Hlið: 2 m
www.jotunn.is jotunn@jotunn.is
Við fjármögnum bílaog tækjakaupin þín Aðstoðum með ánægju.
Suðurlandsbraut 14
>
sími 440 4400
>
www.ergo.is
>
ergo@ergo.is
www.jotunn.is
15
Notaðar vélar
Vökvunarkerfi
JCB traktorsgrafa Árgerð 1990 Verð: 1.190.000,- kr. án vsk.
Eins og áður hefur komið fram í þessu fréttabréfi fer áhugi fyrir sjálfvirkum vökvunarkerfum jafnt og þétt vaxandi ár frá ári. Nokkuð var um að bændur pöntuðu vökvunarkerfi fyrir áramót og fyrirspurnir eru enn að berast. Til að vera viðbúnir eftirspurn var ákveðið að kaupa nokkur kerfi á lager af algengustu stærðum til að geta afgreitt með skömmum fyrirvara. Hvetjum við þá viðskiptavini sem áhuga hafa á að skoða fjárfestingu í vökvunarkerfum fyrir sumarið að hafa samband sem fyrst þar sem um takmarkað magn kerfa er að ræða.
A 93 McCormick C 105 Árgerð 2007 Verð: 4.590.000,- kr. án vsk.
Ný kynslóð - meiri þægindi Valtra dráttarvélar hafa verið framleiddar frá því árið 1951 og hafa getið sér orðspor fyrir áreiðanleikan, fjölhæfni og mikla endingu. Þær eru hannaðar í samræmi við mismunandi þarfir notenda og framleiddar til að standast ströngustu kröfur við erfiðar aðstæður. Það eru þessar staðreyndir sem skilja Valtra frá öðrum dráttarvélum.
Sisu Diesel 101 hestafl með:
McCormick MC 115 Árgerð 2004 Verð: 4.890.000,- kr. án vsk.
- Common Rail eldsneytisinnspýtingu - Vökvavendigír - Upphengd fótstig - Vökvaaflúrtakskúpling - Rafstýrt beisli
Verð: 7.990.000,- kr + vsk.* *Verð miðast við vélar án ámoksturstækja og gengi 153 EUR
Eigum úrval af nýjum og notuðum vélum á hagstæðu verði til afgreiðslu strax Hafið samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar!
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
John Deere 6320
Lónsbakki - 601 Akureyri
Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610
Árgerð 2004 Verð: 4.790.000,- kr. án vsk.
Sími 480 0400
www.jotunn.is jotunn@jotunn.is
Úrval notaðra tækja á
www.jotunn.is
5450 - 107 hö Staðalbúnaður
Diskaherfi
Vinsældir diskaherfa aukast jafnt og þétt hérlendis enda má með notkun þeirra oft spara umtalsverða fjármuni við jarðvinnslu. Notkun herfanna er mun kostnaðarminni og þau afkasta meiru en tætarar auk þess sem hætta á ofvinnslu er mun minni. Diskaherfi eru því tilvalin í tækjasafn búnaðar- og ræktunarfélaga sem valkostur í stað tætara fyrir félagsmenn.
16
Sparneytnar 4ra strokka Perkings dieselvélar. Hitari á mótor. Vökvavendigír með stillanlegu átaki og útslætti á keyrslu. Dyna-4 gírkassi 16F/16R (hægt er að skipta vökvaþrepum bæði í gírhandfangi og með vendigírnum). 2 tvívirkar vökvaspólur / vagnbremsuventill. 4 aflúrtakshraðar (hraðabreytir í ökumannshúsi). Opnir beislisendar / lyftudráttarkrókur. Loftpúðasæti / farþegasæti. Fullkominn vinnuljósabúnaður. Rafstýrt beisli. Verkfærakassi. Flotmikil framdekk 440/56R24 og 540/65R34 að aftan. Niðursveigð vélarhlíf (lágnefja). Vökvadæla 100 l. 130 l olíutankur. Lyftigeta á beislisendum 5000 kg.
Massey Ferguson 5450 4x4 - með ámoksturstækjum Verð: 8.680.000,- kr. + vsk.*
Hafið samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar! *Verð miðast við vélar án ámoksturstækja og gengi 153 EUR
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakki - 601 Akureyri
Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610
Fréttabréf - apríl 2103
Sími 480 0400
www.jotunn.is jotunn@jotunn.is