Sjálfbærniskýrsla ELKO 2024

Page 1


2024 SJÁLFBÆRNISKÝRSLA

1.0 ÁVARP FRAMKVÆMDASTJÓRA

SKÝR STEFNA SKILAR ÁRANGRI

Árið 2024 fagnaði ELKO 26 árum í rekstri og var það einstakt ár. Við héldum áfram að þróa starfsemi okkar

í takt við stefnu fyrirtækisins þar sem framtíðarsýnin og langtímamarkmiðið eru að eiga ánægðustu viðskiptavini á raftækjamarkaði. Í innleiðingarferlinu hefur verið skýr aðgerðaráætlun í fimm flokkum í gangi: í verslunum, varðandi mannauð, sjálfbærni, stafræna þróun og þjónustu. Þegar við lítum nú yfir

árið fyllumst við gríðarlegu stolti að sjá afrakstur af okkar starfi, bæði í formi viðurkenninga og verðlauna, en þá aðallega með aukinni ánægju viðskiptavina og starfsfólks.

ELKO var valið Menntafyrirtæki ársins 2024 af Samtökum atvinnulífsins, fyrirtækið fékk Jafnvægisvog FKA í þriðja sinn og var tilnefnt sem sérleyfishafi ársins hjá Elkjøp- samsteypunni. ELKO Lindir var söluhæsta verslun Elkjøp, sem er sögulegur árangur og í fyrsta skipti sem sérleyfishafi nær þeim árangri en reknar eru 400 verslanir undir merkjum félagsins á Norðurlöndunum. Þá fékk elko.is einnig tilnefningu fyrir besta söluvef ársins hjá SVEF.

Við fengum einnig titilinn Besta vörumerki vinnustaðar 2024 hjá Brandr, sem er viðurkenning á okkar framúrskarandi mannauðsstarfi en ELKO var einnig tilnefnt sem Besta alþjóðlega vörumerkið hjá Brandr árið 2024. Í könnun Maskínu fyrir Hugverkastofuna var ELKO eitt af tíu vörumerkjum sem oftast voru nefnd úr hópi innlendra og alþjóðlegra vörumerkja sem sýnir styrk vörumerkisins til framtíðar.

Árið 2025 hófst svo með langþráðri viðurkenningu að vera í fyrsta sæti á raftækjamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni 2024. Þar náðum við loks langtímamarkmiði okkar um að eiga ánægðustu viðskiptavini á raftækjamarkaði sem staðfestir árangurinn af þrotlausri vinnu síðustu fimm ára. ELKO mældist í þriðja sæti meðal allra smásöluverslana í Íslensku ánægjuvoginni og sýna mælingar fram á að ELKO býður framúrskarandi þjónustu og heildarupplifun viðskiptavina.

Þessar viðurkenningar og verðlaun sem vörumerkið hefur hlotið á síðustu misserum staðfesta að við erum á réttri leið – bæði í þjónustu við viðskiptavini og í því að skapa framsækinn og metnaðarfullan vinnustað. Við munum nýta þennan meðbyr sem hvatningu til þess að halda áfram og gera enn betur.

Áhersla á sjálfbærni

Við höfum lagt ríka áherslu á sjálfbærni og unnið markvisst að því að draga úr vistspori okkar. Á árinu hófum við þjöppun á frauðplasti í eigin húsnæði, sem gerði okkur kleift að selja hráefnið á alþjóðamarkaði. Við tókum einnig mikilvægt skref með því að ljúka mati á birgjum okkar, sem samanstanda af yfir 98% af veltunni, sem hluta af sjálfbærnivegferð félagsins. Þá var einnig innleidd ný löggjöf um sjálfbærni stærri fyrirtækja og við fórum í tvöfalda mikilvægisgreiningu sjálfbærniupplýsinga okkar. Við kortlögðum í fyrsta skipti áætlaða losun virðiskeðjunnar í heild sinni og er hún birt í skýrslu þessari. Við keyptum notuð raftæki af viðskiptavinum fyrir metupphæð og náðum besta flokkunarhlutfalli síðan við hófum mælingar. Við stigum fyrsta skref í aukinni upplýsingagjöf um sjálfbærni til viðskiptavina með því að bæta sjálfbærnieiginleikum vara inn á vefverslun okkar.

Snjallari til framtíðar

Tækniframfarir voru í brennidepli og við settum á laggirnar staðsetningarkerfi fyrir vörur, sem auðveldar viðskiptavinum leit í verslunum. Við innleiddum nýtt viðskiptavinaupplýsingakerfi til að bæta samskipti við viðskiptavini og stækkuðum viðgerðarlagerinn í takt við aukna þjónustu. Þá var vefsölu úr verslun hrint í framkvæmd, sem gerði okkur kleift að auka vöruúrval vefverslunar um 20% fyrir viðskiptavini og draga úr akstri.

ELKO Lindir fór í gegnum eina stærstu endurnýjun frá upphafi með það að markmiði að stórbæta upplifun viðskiptavina, og var verslunin skjávædd ásamt því var bætt við fyrirtækjahorni.

Besti vinnustaðurinn

Áhersla okkar á mannauð skilaði sér í metþátttöku starfsfólks í ýmsum verkefnum. Yfir 10% starfsmanna tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og í fyrsta sinn vorum við með sölubása á Þjóðhátíð í Eyjum og á Fit and run ráðstefnunni fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þá var starfsfólki boðið að skrá sig í kaupréttarkerfi Festi þar sem skráning starfsfólks ELKO náði yfir 80%.

Nærumhverfið skiptir máli

ELKO hefur ávallt lagt ríka áherslu á að styðja við íslenskt samfélag, og á árinu styrktum við ýmis verkefni tengd menntun, íþróttum og góðgerðarstarfsemi. Í verkefninu „viltu gefa milljón“ fengu bæði viðskiptavinir og starfsfólk tækifæri að velja sér styrktarmálefni sem skiptu þau máli og fór afhending þessara styrkja fram í desember. ELKO tók einnig virkan þátt í rafíþróttaverkefnum með RÍSÍ.

Framtíðin er björt. Við höldum áfram fullri framþróun í tækni, mannauði, þjónustu, verslunum og sjálfbærni. Langtímaáætlanir okkar eru að ganga eftir, starfsfólk upplifir stefnuna og við erum sannarlega á réttri leið.

„Það sem skiptir
þig máli skiptir okkur máli“

2.0 STEFNUR, MARKMIÐ OG VIÐURKENNINGAR

STEFNUR, MARKMIÐ

OG VIÐURKENNINGAR

ELKO kom með krafti inn á íslenskan raftækjamarkað árið 1998 og er í dag stærsta raftækjaverslun landsins. Verslanirnar eru þrjár á höfuðborgarsvæðinu, ein á Akureyri og tvær á Keflavíkurflugvelli ásamt vefverslun elko.is sem er í dag ein stærsta vefverslun landsins. Vöruhúsaþjónusta ELKO er frá Bakkinn vöruhóteli. ELKO er í fullri eigu Festi hf.

2.2 STEFNA ELKO

ELKO er leiðandi á raftækjamarkaði á Íslandi og eru allar helstu ákvarðanir teknar út frá stefnu fyrirtækisins. Áhersluverkefni hvers árs eru ákveðin út frá gögnum og tilgreind með skýrri framtíðarsýn og kynnt inn á við og heimsótt reglulega svo allt starfsfólk ELKO geti gengið í takt í átt að þar tilgreindum markmiðum.

er aðili að eftirfarandi samtökum:

ELKO
HLUTVERK
LOFOR
OGGILDI

STEFNUSKRÁ ELKO

STEFNUSKRÁ FESTI

MANNAUÐSSTEFNA

ELKO leggur áherslu á að ráða og efla hæft starfsfólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, bjóða sanngjörn laun og viðhalda öflugri fræðslu. Starfsfólki er ekki mismunað eftir kyni, aldri, uppruna eða öðrum þáttum og er hvatt til að sýna frumkvæði og taka virkan þátt í að betrumbæta fyrirtækið.

UMHVERFISSTEFNA

ELKO ætlar að leggja sitt af mörkum við að draga úr álagi á umhverfið vegna raftækjaúrgangs sem fellur til vegna smásölu sem og annarrar losunar sem tengist rekstri fyrirtækisins með beinum hætti. Mikilvægur þáttur í þeirri vegferð er að upplýsa starfsfólk og viðskiptavini hvernig hægt sé að hlúa að umhverfinu fyrir komandi kynslóðir.

ÞJÓNUSTUSTEFNA

Stafrænt umhverfi og traustir ráðgjafar í raftækjum veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu með jákvæðu og lausnamiðuðu viðmóti.

VERÐSTEFNA

ELKO ætlar að vera ábyrgt í verðlagningu og vera samkeppnishæft gagnvart ytra umhverfi og uppfylla reglur, lög og tilmæli stjórnvalda.

JAFNLAUNASTEFNA

Jafnlaunastefna ELKO gildir fyrir allt starfsfólk sem gætir jafnréttis í launaákvörðunum til að starfsfólk fái jöfn laun fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf óháð kyni eða öðrum þáttum. Einnig er stefnan órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu fyrirtækisins.

FRÆÐSLUSTEFNA

ELKO vill skapa öflugan hóp traustra ráðgjafa sem hefur þekkingu á sínu ábyrgðarsviði til að geta veitt framúrskarandi þjónustu og frætt viðskiptavini til að gera lífið betra, þægilegra og ánægjulegra.

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

ELKO ber virðingu fyrir persónuupplýsingum og vill að viðskiptavinir séu upplýstir með einföldum hætti hvernig og af hverju persónuupplýsingum er safnað, notaðar og varðveittar og hvaða réttindi viðskiptavinir hafa.

FYRIRTÆKJASTEFNA

ELKO selur vörur til fyrirtækja á einfaldan og fljótlegan hátt með framúrskarandi þjónustu með áherslu á lítil og millistór fyrirtæki (SMB).

SJÁLFBÆRNISTEFNA

Festi og rekstrarfélög eru meðvituð um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið og leitast við að lágmarka neikvæð áhrif hennar eins og mögulegt er.

STARFSKJARASTEFNA FESTI

Festi og dótturfélög þess eru samkeppnishæf og geta ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk. Stjórnendur geta boðið samkeppnishæf laun eins og tíðkast hjá sambærilegum fyrirtækjum og hlúð vel að kjörum starfsmanna til að tryggja þeim eðlilegan og sanngjarnan afrakstur vinnu sinnar.

JAFNRÉTTISSTEFNA

Mismunun vegna kyns er óheimil í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna Festi og rekstrarfélaga að gæta fyllsta jafnréttis milli alls starfsfólks og meta alla að verðleikum.

STEFNA FJÁRFESTATENGSLA FESTI

Festi veitir markaðinum upplýsingar til að hlutabréfaverð fyrirtækisins endurspegli ávallt gangvirði fyrirtækisins. Til að ná því markmiði er stefnt að því að veita fjárfestum og greiningaraðilum nákvæmar fjárhags- og fyrirtækjaupplýsingar á réttum tíma.

MARKMIÐ SEM NÁÐUST 2024

Sjálfbærnimat á

birgjum verður klárað

MARKMIÐ NÁÐIST

Að safna tveimur tonnum af snúrum í hringrásarhagkerfi

MARKMIÐ NÁÐIST AÐ HLUTA

Um 1 tonn safnaðist á árinu

Hefja móttöku á frauðplasti

frá viðskiptavinum og eigin

rekstri og koma í hringrás

MARKMIÐ NÁÐIST AÐ HLUTA

Öllu frauðplasti frá rekstri er safnað saman og komið hringrás en ekki hefur verið hægt að taka við frauðplasti frá viðskiptavinum

Allar starfsstöðvar og verslanir verða LED-lýstar

MARKMIÐ NÁÐIST

Kláraðist þegar ný verslun Linda opnaði í október

Að birta flokkunarleiðingar

raftækja á elko.is

MARKMIÐ NÁÐIST

Gera flokkunarhandbók, skipuleggja græn teymi og hlutverk þeirra

MARKMIÐ NÁÐIST

Flokkunarhandbók var útbúin, skipuð græn teymi á hverri starfstöð voru skipuð og hlutverk þeirra skilgreind

Alls 95% starfsfólks telur sig vera trausta ráðgjafa

MARKMIÐ NÁÐIST EKKI

86% starfsfólks telur sig vera trausta ráðgjafa í raftækjum

Afhendingarseðlar verða rafrænir úr vöruhúsi

MARKMIÐ NÁÐIST EKKI

Vinna stendur ennþá yfir

Hefja sölu á stórum og litlum heimilstækjum til móttökuaðila raftækjaúrgangs

MARKMIÐ NÁÐIST EKKI

Verkefnið skilaði ekki tilætluðum árangri

VIÐURKENNINGAR, TILNEFNINGAR OG VOTTANIR

Menntaverðlaunin

Stjórnarráð Íslands

Íslenska Ánægjuvogin

1. sæti meðal raftækjaverslana

Besta íslenska vörumerki mannauðs

Brandr

Jafnvægisvogin

Fyrir jafnrétti á vinnustað

Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo

Undanfarin 10 ár

Tilnefning sem sérleyfishafi ársins

ELKJØP

Tilnefning fyrir besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi

Brandr

Tilnefning fyrir söluvef ársins

SVEF

HEIMSMARKMIÐIN

ELKO er annt um samfélagslega ábyrgð og vinnur að því að hafa áhrif til góðs og til þess þurfa allir að vera saman í liðið; starfsfólk, birgjar og viðskiptavinir. ELKO hefur unnið hörðum höndum að því að samræma markmið fyrirtækisins við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

ELKO vinnur að því markmiði að vera leiðandi fyrirtæki í hringrásarhagkerfi raftækja á Íslandi til aðog hafa góð áhrif á heimsvísu.

ÁRIÐ Í TÖLUM

Tækifærisvörur seldar á árinu

Netspjöll afgreidd

Starfsandinn skv. VR

Vara með sjálfbærniseiginleika

ELKO gegnir mikilvægu hlutverki á íslenskum raftækjamarkaði. Eins og sést á tölunum hvílir mikil ábyrgð á herðum okkar í ljósi hlutdeildar á markaði. ELKO vill bjóða upp á góða þjónustu, sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og uppfylla loforð okkar gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki: „Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli.“

Rafrænir hillumiðar

Netpantanir á árinu

Afrit af reikningum sótt rafrænt

Ánægja viðskiptavina

Starfsfólks hefur fengið þjálfun

Starfsánægja að meðaltali

Launamunur kynja

Af úrgangi var flokkaður

Starfsfólks hefur fengið 15 mín. spjall

Ánægja með 15 mín. spjöll

Hrós frá samstarfsfólki

Starfsfólks nýtti líkamsræktarstyrkinn

Í íslensku ánægjuvoginni á raftækjamarkaði

Heildarupplifun í verslun

Mínútur í Lífshlaupinu

Í Reykjavíkurmaraþoninu

Útgefnar inneignarnótur

Vörum skilað með 30 daga skilarétti

Greiddar fyrir notuð raftæki

Virkar viðbótartryggingar

LAUFIÐ

Laufið er fyrsta græna upplýsingaveitan á Íslandi sem er stafrænn vettvangur fyrir fyrirtæki til að halda utan um umhverfismál, draga úr umhverfisspori og vera samfélagslega ábyrgari. ELKO er með samstarfssamning við Laufið og er það fyrirtæki komið einna lengst í að uppfylla aðgerðirnar þrjár sem Laufið skilgreinir, umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir.

TÖLULEG GÖGN

Á árinu 2024 hóf ELKO að sækja töluleg gögn í gegnum rafræna reikninga og fjárhagsbók okkar til þess að reikna kolefnisspor Festi og dótturfélaga. Þetta tryggir samræmingu á fjárhags- og sjálfbærnibókhaldi og tryggir meiri sjálfvirkni og gegnsæi í útreikningum og gögnum.

Stjórnarhættir

3.0 UMHVERFISMÁL

3.1 UMHVERFISSTEFNA OG FRAMTÍÐARSÝN

Þar sem ELKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum raftækjamarkaði þarf að taka ábyrgð í umhverfismálum. Félagið er með skráða umhverfisstefnu sem nær til allrar starfsemi fyrirtækisins með það að markmiði að draga úr álagi á umhverfið og að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri.

HLUTVERK UMHVERFISSTEFNU

ELKO ætlar að leggja sitt af mörkum til að draga úr álagi á umhverfið sem hlýst vegna raftækjaúrgangs.

ELKO ætlar að leggja sitt af mörkum til að draga úr álagi á umhverfið sem hlýst vegna raftækjaúrgangs sem er tilkominn vegna smásölu og annarrar losunar beint frá rekstri fyrirtækisins. Mikilvægur þáttur í þeirri vegferð er að upplýsa starfsfólk og viðskiptavini hvernig hægt sé að hlúa að umhverfinu fyrir komandi kynslóðir.

FRAMTÍÐARSÝN UMHVERFISSTEFNU

ELKO ætlar að verða leiðandi fyrirtæki í hringrásarhagkerfi raftækja á Íslandi.

ELKO ætlar að verða leiðandi fyrirtæki í hringrásarhagkerfi raftækja á Íslandi með sérstakri áherslu á hringrásarhagkerfið, fræðslu og hvata til viðskiptavina. Með aðgerðum í eigin rekstri ætlar ELKO að halda áfram að stuðla að því að gömul raftæki rati inn í hringrásarhagkerfið. Þannig stuðlar ELKO bæði að lengri líftíma raftækja ásamt því að þau tæki sem fara í endurvinnslu eru endurunnin eftir ítrustu stöðlum þar sem sjaldgæfir málmar og aðrir íhlutir rata rétta leið í endurvinnsluferlinu.

MARKMIÐ UMHVERFISSTEFNU

Flokkaður úrgangur verði orðinn meira en 90% af heildarúrgangi ELKO árið 2030

Á árinu voru sjálfbærniteymi sett á laggirnar í öllum verslunum ELKO þar sem helstu verkefni voru þau að hafa eftirlit með flokkun í verslun, kaffistofu og lager. Haldin hafa verið staðnámskeið og rafræn námskeið í flokkun og sjálfbærnimálum.

Pure North var fengið í úttekt í flokkunar- og úrgangsmálum þar sem fjölmörg verkefni voru sett í vinnslu. Eitt af því var að fá þjöppunarvél til þess að þjappa allt frauðplast frá rekstri og hráefnið svo selt á alþjóðamörkuðum. Á árinu var ráðist í eina stærstu framkvæmd ELKO frá upphafi í endurnýjun verslunar í Lindum. Þar voru pöntuð flokkunarílát fyrir iðnaðarmenn á svæðinu og allur úrgangur flokkaður eins vel og hægt var.

Að gróðursettar verði 470.000 trjáplöntur fyrir lok árs 2025 og rekstur félagsins þannig kolefnisjafnaður til næstu 50 ára.

Á árinu 2024 voru um 124.000 trjáplöntur gróðursettar. Í ljós kom að úthlutað svæði í verkefnið var ekki nógu stórt fyrir 470.000 plöntur og því endaði verkefnið í 430.000 og telst gróðursetningarhluta því lokið. Verkefnið er í vottunarferli sem stefnt er að að klára fyrri hluta árs 2025.

Hringrásarhagkerfið

Að hlutfall gallaðrar vöru sem fargað er lækki í 0,6% fyrir árið 2030

Unnið hefur verið að gæðamælingum verkstæða til að bæta þjónustu og viðgerðir. Unnið hefur verið töluvert að þróun þjónustubeiðnikerfis til að bæta gæðaferli. Ítarlegar

skýrslur um förgun niður á vörunúmer eru nú aðgengilegar stjórnendum. Á næstu árum er svo áætlað að koma fleiri vörum í viðgerð en verið hefur.

Að fyrir árið 2030 verði minnst 20 þúsund vörum á ári komið í hringrásarhagkerfið.

Það hefur gengið vel að hvetja viðskiptavini til að koma með vörur í hringrásarhagkerfi raftækja og er fyrirtækjum einnig boðið að taka þátt. Til að ná markmiðum verður þó að ná fleiri vöruflokkum inn í hringrásina og er það verkefni næstu ára.

Að árleg sala notaðrar vöru verði yfir 10.000 fyrir árið 2030.

Mjög takmarkað framboð hefur verið á notuðum raftækjum frá erlendum birgjum. Einnig hefur eftirspurn verið takmörkuð þrátt fyrir vitneskju um að notaðar vörur séu í boði. ELKO mun halda áfram vegferðinni með nýjum markaðsáherslum og auknu vöruframboði til að ná aukinni sölu.

Endurvinnsluhlutfall úrgangs
úrgangs

LOFTSLAGSMÁL

ELKO LOFAR AÐ DRAGA ÚR LOSUN

Markmið ELKO er að draga úr kolefnisspori sínu og hefur fyrirtækið skuldbundið sig með undirritun loftslagsyfirlýsingar Reykjavíkurborgar og Festi árið 2021, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs með því að setja sér mælanleg markmið til framtíðar.

MÆLD LOSUN KOLEFNISJÖFNUÐ

Við kolefnisjöfnun á losun reksturs hjá ELKO fyrir árið 2024 í gegnum móðurfélagið FESTI hf. skilgreinir ELKO losun reksturs sem umfang 1,2 og úrgang og viðskiptaferðir í umfangi 3. Fyrir árið 2024 keypti ELKO í heildina 100 vottaðar kolefniseiningar frá tveimur verkefnum:

Elmali Wind Power Plant

Verkefni GS44421, Tyrkland

Clean Cooking Project for Refugees

Verkefni GS12114, Indland

Aðgerðarsvið 1

Bein losun gróðurhúsalofttegunda

frá starfsemi og eldsneytisnotkun farartækja.

Aðgerðarsvið 2

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda

sem tengd eru raforkunotkun og notkun á heitu vatni í fasteignum og á lóðum ELKO.

Aðgerðarsvið 3

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda

í virðiskeðju ELKO. Úrgangur frá rekstri og viðskiptaferðir.

FJARÐARHORN

3

ELKO í gegnum móðurfélagið FESTI var meðal fyrstu fyrirtækja hér á landi til að skrá vottað kolefnisbindingarverkefni í Loftslagsskrá Íslands sem unnið er í gæðakerfinu Skógarkolefni. Verkefnið fólst í að gróðursetja um 470 þúsund plöntur og lauk gróðursetningu árið 2024. Markmiðið varðandi fjölda plantna náðist ekki en svæðið er nú fullgróðursett og þeim hluta lokið. Áætlað er að með verkefninu verði bundin ríflega 70.000 tonn af CO2 á næstu 50 árum. Kolefnisbinding í þessu verkefni er áætluð um 84% af losun vegna starfsemi rekstrarfélaga FESTI á sama tímabili miðað við núverandi losun. Stefnt er að því að draga úr losun til að koma til móts við það sem út af stendur. Ef markmið um samdrátt næst ekki verður ráðist í frekari verkefni til kolefnisbindingar.

HRINGRÁSARHAGKERFI

OG LÍFTÍMI RAFTÆKJA

ELKO í samstarfi við eistneska fyrirtækið Foxway kaupir notuð raftæki af viðskiptavinum. Markmið samstarfsins er að koma notuðum raftækjum í hringrásarhagkerfi raftækja þar sem þau eru ýmist endurnýtt eða endurunnin á ábyrgan hátt. Foxway endurvinnur hvern einasta smáhlut í tækjum þar sem ekkert fer til spillis. Árið 2024 var heildarfjöldi tækja sem ELKO sendi í hringráshagkerfið 7.539 talsins. Þessi tæki voru annars vegar keypt af viðskiptavinum og hins vegar frá eigin rekstri.

Verðmæti sem ELKO greiðir viðskiptavinum eykst með hverju árinu og árið 2024 fengu viðskiptavinir greiddar rúmar 20 milljónir sem er 17% meira en árið áður.

Fyrirtækjaþjónusta ELKO býður fyrirtækjum upp á að kaupa af þeim gömul raftæki líkt og fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, farsíma og snjallúr og koma þeim í ábyrga endurvinnslu þar sem tækin rata áfram í hringrásarferli raftækja í gegnum Foxway. Fyrirtæki fá greitt fyrir þau tæki sem þau skila inn ásamt því að fá skýrslu um CO2 endurnýtingu sem hægt er að gera grein fyrir í rekstrinum.

Haldin er nákvæm skráning hvað verður um tækin sem eru send út. Byrjað er á að greina ástand hverrar vöru fyrir sig, sum tæki þurfa gagnaviðgerð og önnur frekari viðgerð. Reynt er eftir fremsta megni að nota varahluti úr öðrum tækjum áður en keyptir eru nýir varahlutir. Ef tæki eru ekki viðgerðarhæf er hægt að endurvinna þau og endurnýta íhluti, góðmálma og önnur efni úr þeim.

ALÞJÓÐLEGUR DAGUR RAFTÆKJAÚRGANGS HVAÐ ER ECOVADIS?

ELKO hóf að birta sjálfbærniupplýsingar á vörum á elko.is. á alþjóðlegum degi raftækjaúrgangs 2024.

Annað árið í röð tók ELKO þátt í alþjóðlegum degi raftækjaúrgangs sem samtökin Weee Forum standa fyrir þann 14. október á ári hverju. Markmið átaksins er að vekja athygli á þeim áskorunum sem fylgja raftækjaúrgangi og hvetja fólk til að koma raftækjum í endurvinnslu. ELKO tekur virkan þátt í að kynna daginn með það að markmiði að hvetja fólk til að stuðla að aðgerðum sem lengja líftíma raftækja eða koma gömlum ónotuðum raftækjum í endurnýtingu eða ábyrga endurvinnslu og stuðla þannig að því að efla hringrásarhagkerfi raftækja.

EcoVadis er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem vinnur kerfisbundið að því að votta fyrirtæki fyrir sjálfbærnivinnu þeirra sem samanstendur af frammistöðu þeirra á umhverfi, siðferði og samfélagslegri ábyrgð. EcoVadis fylgist með framleiðendum vörumerkja sem ELKO selur og metur starfshætti þeirra árlega til að tryggja að vara sé framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan hátt við góðar umhverfis- og vinnuaðstæður. Framleiðendur vara fá þannig einkunn hve vel þeir standa sig sem er birt á elko. is.

Í tilefni af Alþjóðlegum degi raftækjaúrgangs árið 2024 hóf ELKO að birta sjálfbærniupplýsingar um vörur á elko.is sem viðskiptavinir geta nú notað til aðstoðar við kaupákvörðun. Sjálfbærniupplýsingar eru enn eingöngu á hluta af vörunum og er stefnt að því að fjölga þeim enn frekar næstu ár.

Í dag má meðal annars sjá á fjölda vara:

Ecovadis-vottun

Aðrar vottanir frá þriðja aðila

Áætlaðan endingartíma vörunnar

Aðgengi að varahlutum

ELKO TEKUR ÞÁTT Í UMRÆÐUM UM SÓUN

ELKO hefur lagt mikið kapp á að stuðla að vitundarvakningu varðandi hringrásarhagkerfi raftækja með því að kaupa gömul raftæki, selja notuð og taka þátt í aðgerðum og fræðslu varðandi það hvernig við lengjum líftíma raftækja. Af því tilefni tók framkvæmdarstjóri ELKO þátt í pallborðsumræðum í tengslum við verkefnið „Saman gegn sóun“. Baráttumál ELKO í pallborðinu var að lækka virðisaukaskattsþrep á notuðum vörum, varahlutum og viðgerðum til að efla hringrásarhagkerfið.

ELKO SETUR FILMUR Á SNJALLTÆKI

ELKO býður upp á þjónustu sem felur í sér að starfsfólk setur sterkar skjáfilmur á allar helstu gerðir snjallsíma, úra og spjaldtölva. Þjónustan er ætluð að lengja líftíma raftækja enda verja skjáfilmur snjalltæki fyrir höggum og draga úr líkum á því að skjáir rispist eða brotni. Ef djúp rispa kemur í filmuna eða hún brotnar er hún tryggð út líftíma tækisins og hægt er að fá nýja í næstu verslun ELKO. Árið 2024 voru settar rúmlega átta þúsund skjáfilmur á snjalltæki viðskiptavina ELKO.

8.000 SELDAR SKJÁFILMUR

ÁRIÐ 2024

ELKO SELUR TÆKIFÆRISVÖRUR

Stefna ELKO er að lengja líftíma raftækja en á sama tíma að eiga ánægðustu viðskiptavinina og tryggja að þeir velji rétta vöru. Af því tilefni hefur verið rúmur skilaréttur í boði

hjá ELKO frá upphafi sem er allt að 30 dagar frá kaupum og mega viðskiptavinir hafa prófað vöruna. Gríðarlegt magn af skilavöru kemur því inn daglega og við það bætast vörur sem hafa farið í viðgerð og útlitsgallaðar vörur sem hafa skemmst í flutningum eða vörur sem hafa verið í sýningu í verslun. Á hverju ári eru lögð rík áhersla á að selja þessar vörur og koma þeim í umferð. Í gamla daga voru þessar vörur kallaðar b-vörur en eru nú kallaðar tækifærisvörur.

Viðskiptavinir fá kost á því að kaupa vörurnar með góðum afslætti en með sömu skilmálum og ábyrgðartíma eins og um nýja vöru sé að ræða.

Eftirfarandi sorpflokkum er skilað í ábyrga endurvinnslu eða förgun:

ÚRGANGSMINNKUN OG FLOKKUN

FLOKKUN SORPS

ELKO er með skýr umhverfismarkmið og vill sýna gott fordæmi og vera hvatning fyrir viðskiptavini og önnur fyrirtæki.

Til þess að ná árangri er mikilvægt að fá starfsfólk með sér í lið og af þeirri ástæðu hélt ELKO í byrjun árs flokkunarnámskeið til að fræða starfsfólk hvernig eigi að flokka rétt. Fyrirtækið fékk Pure North til að taka út alla flokkun og úrgangsmál hjá ELKO. Á árinu var einnig bætt við flokkun á frauðplasti frá rekstri í samstarfi við PureNorth. ELKO sá um að þjappa frauðplastinu í þjöppunarvél á miðlægum stað og var hráefnið selt á alþjóðamarkaði. Samstarfið gekk vel en ljóst var að vélin var of stór fyrir rekstur ELKO. Til framtíðar verður áframhaldandi flokkun í samstarfi við Íslenska gámafélagið. Flokkunar- og endurvinnsluhlutfall úrgangs hefur aldrei verið hærra en árið 2024. Flokkunarhlutfall úrgangs var á árinu 85,5% og hækkaði um 17% á milli ára og endurvinnsluhlutfall úrgangs var 84,2%.

Raftæki í hringrásarhagkerfi

Raftæki í ábyrga endurvinnslu

Dósir og flöskur til endurvinnslu

Óflokkanlegt sorp

Bylgjupappi

Glært brettaplast

Dökkt brettaplast

Pappír

Málmar

Plast

Lífrænn úrgangur

Perur og flúrperur

Rafhlöður

Trúnaðargögn til eyðingar

Grófur úrgangur

Frauðplast

Snúrur og kaplar

Allt almennt sorp sem fellur til er pressað, baggað og sent til Evrópu þar sem það fer í brennslu í hátæknibrennslustöð. Orkan sem verður til er nýtt til rafmagnsframleiðslu og upphitunar húsa þar sem annars væru notuð kol og olía.

Raftæki sem hægt er að skila í ábyrga endurvinnslu í verslunum ELKO:

Lítil raftæki

Leikjatölvur

2023 2024

Flokkunarhlutfall úrgangs Endurvinnsluhlutfall úrgangs

FLOKKA RAFTÆKI

Endurvinnsluskápar eru í öllum verslunum ELKO þar sem hægt er að koma með smærri raftæki, perur, rafhlöður, fartölvur og fleiri tæki. Þeim er síðan komið áfram í rétt endurvinnsluferli og tryggt að hráefnin séu endurunnin eins vel og hægt er.

Farsímar

Ljósaperur

Snjallúr

Rafhlöður

Spjaldtölvur

Snúrur

Fartölvur

Fjöltengi

Borðtölvur

Snúrur og kaplar

ELKO TEKUR VIÐ SNÚRUM TIL ENDURVINNSLU

Í samstarfi við endurvinnslufyrirtækið Furu tekur ELKO á móti snúrum frá viðskiptavinum og kemur þeim í ábyrgt endurvinnsluferli. Snúrurnar eru tættar í sundur og aðskildar frá kápunni svo koparinn og aðrir málmar standa eftir sem hráefni. Samstarfið hófst árið 2023 og eykst magnið sem skilað er inn ár eftir ár. Árið 2024 skilaði

ELKO 940 kílógrömmum af snúrum frá viðskiptavinum til Furu í ábyrgt endurvinnsluferli.

AFPÖKKUNARBORÐI KOMIÐ FYRIR Í SKEIFUNNI

Í tilraunaskyni var á árinu komið fyrir afpökkunarborði fyrir utan verslun ELKO í Skeifunni þar sem viðskiptavinir geta tekið umbúðir utan af þeim vörum sem þeir versla í versluninni og flokkað þær til endurvinnslu.

ELKO HJÁLPAR LANDSMÖNNUM AÐ

Heildarnotkun A4

ORKUNOTKUN OG

SJÁLFBÆRNI Í REKSTRI

RAFRÆNAR KVITTANIR

ELKO býður viðskiptavinum upp á val hvort þeir vilji útprentaðar kvittanir eða nótur en hægt er að óska eftir afriti reikninga í tölvupósti þegar viðskiptavinir ljúka við vörukaup á elko.is. Viðskiptavinir geta einnig með rafrænum skilríkjum skráð sig á innra vef elko.is sem kallast „Mínar síður“. Þar er hægt að skoða kaupnótur, gildistíma trygginga, ábyrgðartíma raftækja, viðgerðaraðila á keyptum tækjum og margt fleira. Í gegnum „Mínar síður“ voru sóttir tæplega 30.000 reikningar árið 2024.

Prentun á ELKO-blaðinu dregst saman með hverju árinu og töluverður sparnaður hefur orðið í pappírsnotkun. Stefnt er að því að viðhalda dreifingu næstu árin en á sama tíma leita leiða til að auka stafræna dreifingu og lestur á blaðinu. Blaðinu er deilt á alla stafræna miðla fyrirtækisins og eykst fjöldi fólks sem skoðar blaðið rafrænt með hverju árinu þó svo að prentuð eintök af blaðinu séu töluvert mikið lesin. Árið 2024 fékk rafræna ELKO blaðið rúmlega 159.000 flettingar en þriðjungur þeirra sem skoðaði blaðið smellti á vöru í blaðinu fyrir frekari upplýsingar.

PAPPÍRSLAUS STARFSEMI (9,12,13)

ELKO hefur skipt út öllum útprentuðum verðmiðum í verslunum sínum og eru aðeins rafrænir verðmiðar í notkun til að minnka pappírsnotkun og veita betri þjónustu. Í verslunum ELKO eru 29.000 rafrænir hillumiðar.

30.000 reikningar sóttir í gegnum „Mínar síður“.

Fjöldi reikninga sóttir rafrænt

PAPPÍRSNOTKUN

Verulega hefur dregið úr pappírsnotkun með framþróunarverkefnum síðustu ára. Magnið er orðið hverfandi sem notað er til reksturs og þó ekki hafi náðst að draga úr notkun á A4 pappír vegna opnunar nýrrar verslunar í Lindum þá gera spár ráð fyrir áframhaldandi minnkun næstu ár.

Rafræn tínsla vefpantana: 107.000 rafrænar vefpantanir og við spöruðum eitt tonn af pappír.

Tínslulausnir við tiltekt á vefpöntunum í vöruhúsi gerir starfsfólki kleift að taka saman pantanir með rafrænum skannalausnum þar sem pantanir eru flokkaðar í tölvukerfi í stað þess að prenta þær út. Áætlaður pappírssparnaður við tínslulausnina er rúmlega eitt tonn á árinu ásamt því að afköst starfsfólks hafa aukist umtalsvert. Árið 2024 var tínsla á rafrænum vefpöntunum 107.000 talsins sem er tæplega 20% aukning frá árinu á undan. Á árinu var plastinu sem vefpantanir voru pakkaðar inn í skipt út fyrir endurunnið plast.

STAFRÆNT AUGLÝSINGAEFNI Í VERSLUNUM

Mikil aukning hefur orðið á notkun auglýsingaskjáa og stafrænna lausna í stað þess að notast við útprentað auglýsingaefni. Markaðsefni er nú stýrt að hluta til miðlægt af markaðsdeild ELKO með stafrænu efni í fjórum af sex verslunum fyrirtækisins. Verkefnið er enn í vinnslu og er stefnt að því að halda áfram innleiðingu stafrænna merkinga á næstu árum.

ORKUSPARNAÐUR VEGNA LÝSINGAR Í VERSLUNUM

Árið 2024 var verkefnið sem snýr að orkusparnaði með LED-lýsingu verslana klárað með endurnýjun á verslun

ELKO í Lindum og eru nú allar verslanir fyrirtækisins og starfsmannarými led lýst.

GRÆNAR FJÁRFESTINGAR Í ELKO

Grænarfjárfestingareru þærsem stuðla að umhverfisvernd, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða styðja við sjálfbæra þróun. Sérstakar ívilnanir eru veittar grænum fjárfestingum á Íslandi. Árið 2024 voru um 20 milljónir kr. skilgreindar sem grænar fjárfestingar í ELKO m.a. vegna rafbílahleðslu og LED-ljósabúnaðar í verslunum.

20 milljónir kr. í grænar fjárfestingar á árinu.

ENDURNÝJANLEGIR ORKUGJAFAR

Í RAFMAGNI

Allt rafmagn sem ELKO nýtir í rekstri sínum á uppruna í 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er tryggt með kaupum ELKO á upprunaábyrgð á raforku frá Landsvirkjun.

ELKO UPPLÝSIR VIÐSKIPTAVINI UM RAFORKUNOTKUN

Í verslunum og á elko.is eru valdar vörur merktar með stöðluðum orkumerkingum sem gefa til kynna hversu mikla orku tæki notar og veitir upplýsingar um gæði orkunýtingu þess. Ráðgjafar í verslunum aðstoða viðskiptavini við að lesa úr þessum upplýsingum og við val á rétta tækinu. Leiðbeiningum frá Hús- og mannvirkjastofnun er fylgt eftir við birtingu á orkuflokkum.

UMHVERFISVÆNIR FERÐAMÁTAR

Hleðslustöð fyrir starfsfólk hefur verið staðsett í ELKO

Lindum ífjöldamörg ár. Skilgreint verkefni í sjálfbærniskýrslu

var að hefja innleiðingu á hleðslulausnum í aðrar verslanir á árinu sem og þá er stefnt að uppsetningu árið 2024.

Nú þegar hafa verið lagðar lagnir fyrir hleðslustöðvar

í Skeifunni og á Akureyri. Verið er að fjölga stöðvum í

Lindum upp í 6-8 hleðslur sem verður klárað árið 2025.

Öllu starfsfólki stendur til boða að geyma reiðhjól og lítil

rafmagnsfarartæki í starfsmannarýmum ELKO, til að hlaða eða geyma, meðan á vinnu stendur.

Félagið rekur þrjár bifreiðar, eina rafmagnsbifreið og tvær sem ganga fyrir dísel. Vöruflutningabifreið félagsins gengur fyrir dísel en eingöngu er tekið lífdísel á þá bifreið. Lífdísel losar aðeins 0.2% af Co2 í kolefnisbókhaldi félagsins á móti dísel og er því aukin áhersla lögð á notkun lífdísel. Markmið næsta árs er að minnsta kosti 50% af bifreiðum ELKO gangi fyrir rafmagni.

3.6 SJÁLFBÆRNI Í VIRÐISKEÐJU

Samkvæmt upplýsingum frá ELKJOP vilja átta af hverjum tíu viðskiptavinum frekar kaupa vöru sem er sjálfbær og tekur ELKJOP ábyrgðarhlutverk sitt alvarlega. Langtímasjálfbærnimarkmið ELKJOP, sem ELKO nýtur góðs af, eru einföld: Kolefnisjafnaður rekstur, að söluhæstu vörurnar séu umhverfisvænar, allar vörur viðgerðarhæfar og endurvinnanlegar.

ELKJOP nýtir sér enn fremur mælikvarðann EcoVadis þar sem framleiðendum er gefin einkunn út frá umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Á árinu hóf ELKO að birta Ecovadis-einkunn á þeim vörum þar sem framleiðandinn hefur verið metinn.

ÁBYRG INNKAUP

Meirihluti vara sem ELKO kaupir til endursölu er frá samstarfsaðilanum ELKJOP. Aðrir birgjar eru valdir í samræmi við kröfur ELKO varðandi samkeppnishæf verð, þjónustu, skilmála og samfélagslega ábyrgð. Á árinu kláraði ELKO birgjamat af 98% af allri innkaupaveltu. Birgjamatinu er ætlað að meta birgja okkar út frá þeim siðareglum sem Festi og rekstrarfélög þess hafa sett og snýr þessi liður matsins að því að fá staðfestingu frá birgjum að þessum reglum sé hlítt. Tilgangur birgjamats Festi og rekstrarfélaga þess er að stuðla að áreiðanlegu og traustu innkaupaumhverfi með skýrum kröfum til eigin starfsemi, birgja og þjónustuaðila. Reglurnar styðja við sjálfbærnimarkmið samstæðunnar og lögð er áhersla á ábyrgð í umhverfismálum, virðingu fyrir mannréttindum og á heilbrigða viðskiptahætti. Þá er í birgjamatinu lagður fyrir spurningalisti sem byggir á þessum siðareglum og er ætlað að veita innsýn í starfshætti birgja og þjónustuaðila með tilliti til ábyrgra og sjálfbærra vinnubragða. Með þessu mati tryggjum við skýra, faglega og ábyrga nálgun í samskiptum við birgja okkar.

TVÍÞÁTTA MIKILVÆGISGREINING (DMA)

Sem hluti af sjálfbærnivegferð móðurfélags ELKO, Festi, þá var framkvæmd á árinu tvíþátta mikilvægisgreining (DMA) til að greina á kerfisbundinn hátt efnisleg áhrif, áhættu og tækifæri (IROs) í allri virðiskeðju fyrirtækisins.

Ferlið byggði á ítarlegri greiningu á starfseminni, viðskiptaháttum og landfræðilegri starfsemi. Kortlagning var gerð á virðiskeðju sem náði til Festi-samstæðunnar og þar með talið ELKO.

Virðiskeðja fyrirtækja geta verið mjög flóknar og með mörgum milliliðum. Hún hefst með hráefnisöflun, síðan fer fram hreinsun og framleiðsla vara, og að lokum flutningur. Rekstur Festi nær yfir viðskiptaferla og sölu, á meðan eftirfarandi þættir í virðiskeðjunni fela í sér notkun og neyslu vara hjá viðskiptavinum, auk úrgangsstjórnunar og endurvinnslu.

Greiningin tók til uppruna vara, þar sem metnir voru lykilbirgjar og aðrir hagsmunaaðilar í framleiðsluferlinu. Kortlagningin byggði á fyrirliggjandi innri gögnum, þ.m.t. á vöruframboði, sölu, þjónustu og starfssvæðum. Greiningin var unnin í samræmi við ESRS aðferðafræðina þar sem áhersla var lögð á að greina helstu áhrifasvæði í virðiskeðjunni.

Við mat á IROs var notast við frumgögn til að greina raunveruleg áhrif og afleidd gögn til að varpa ljósi á möguleg áhrif. Hagsmunaaðilar komu að ferlinu með viðtölum og samtölum, þar sem fyrstu samskipti fóru fram við notendur sjálfbærniskýrslu Festi, þar á meðal eigendur fyrirtækisins. Einnig tóku fulltrúar ELKO virkan þátt í staðfestingarferli DMA.

Áframhaldandi hagsmunaaðilagreining er fyrirhuguð, þar á meðal varðandi nánari samskipti við fulltrúa starfsfólks og viðskiptavini.

Mikilvægisgreiningin skilaði mikilli þekkingu til Festi á áhrifum, áhættum en sérstaklega tækifærum fyrirtækisins. Hún verður notuð til að tryggja samkeppnishæfni ELKO og systurfélaga og er vegvísir til að draga úr áhrifum í allri virðiskeðjunni.

SVANSVOTTUÐ RÆSTINGARÞJÓNUSTA (3,12,13)

ELKO er umhugað um að umhverfisvottuð hreinsiefni séu notuð við þrif hjá fyrirtækinu og hefur ræstingarþjónusta, sem vottuð er með norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum, séð um þrif hjá fyrirtækinu frá árinu 2010.

3.0 FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR

(3,4,5,8,9,10,11,12,13,16,17)

ÁNÆGJA VIÐSKIPTAVINA

ÁNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAVINIRNIR (8,12,16)

Stefna ELKO og framtíðarsýn eru skýr að eiga ánægðustu viðskiptavini á raftækjamarkaði.

Tilgangur ELKO:

Með ótrúlegri tækni hjálpum við öllum að gera lífið betra, þægilegra og ánægjulegra

ÁNÆGJA VIÐSKIPTAVINA SKIPTIR

OKKUR ÖLLU MÁLI

ELKO leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og eru ánægjumælingar viðskiptavina mældar í rauntíma alla daga. Mælingin „HappyOrNot“ er notaður til að mæla ánægju viðskiptavina sem geta svarað á leið sinni úr verslun hvernig þeim fannst þjónustan með því að gefa bros- eða fýlukarl ásamt að skilja eftir opin svör ef þeir kjósa.

Ánægjumælingarnar eru vaktaðar daglega af stjórnendum

ELKO og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef þjónustufall verður. Þessar ánægjumælingar eru dýrmætar fyrir fyrirtækið til að gera betur og eiga ánægðustu viðskiptavinina.

Hæsta ánægjumæling í Happy or

HVAÐ GETUM VIÐ GERT BETUR?

Til að bæta þjónustuna er framkvæmd árleg þjónustukönnun þar sem viðskiptavinir eru spurðir út í upplifun þeirra af verslunum og þjónustu ELKO, ásamt tryggð þeirra við fyrirtækið. ELKO er stolt af því hversu ánægðir viðskiptavinir eru með þjónustuna og tryggð þeirra við fyrirtækið.

HULDUHEIMSÓKNIR NÝTTAR TIL ÁRANGURS

Á árinu hóf ELKO mælingar á þjónustu, upplifun og útliti verslana í samstarfi við BetterBusiness. Niðurstöðurnar hafa gert félaginu kleift að sjá tækifæri til úrbóta með því að bæta þjónustu og ferla. Mælingum er skipt upp í viðmót, vöruþekkingu, útlit verslunar, afgreiðslu og heildarupplifun viðskiptavinar.

Að þessu sinni voru niðurstöður birtar fyrir 48 fyrirtæki í 15 atvinnugreinum. ELKO hafnaði í 3. sæti samkvæmt Ánægjuvoginni meðal allra 13 mældra smásöluverslana og í 8. sæti sé fyrirtækið borið saman við öll þau 48 fyrirtæki sem mæld voru í Íslensku ánægjuvoginni á síðastliðnu ári. ELKO þakkar öllum góðu viðskiptavinum fyrir traustið og vill halda áfram að leggja sig fram að gera betur.

Í 1. SÆTI Á RAFTÆKJAMARKAÐI SAMKVÆMT

ÍSLENSKU ÁNÆGJUVOGINNI.

ELKO mældist efst meðal viðskiptavina raftækjaverslana

í Íslensku ánægjuvoginni 2024 með 76,2 stig, en árangurinn þakkar ELKO markvissum aðgerðum og áætlun frá 2020 um að eignast ánægðustu viðskiptavinina

á raftækjamarkaði. Unnið hefur verið markvisst að aðgerðum til að auka starfsánægju, bæta þjónustu, efla stafræna þróun, gera aðgerðum tengdum sjálfbærni hærra undir höfði ásamt því að stilla upp framúrskarandi verslunum. ELKO er afar þakklátt fyrir að þessi vinna sé ekki aðeins að skila sér inn á við heldur einnig í mælanlegum árangri í Íslensku ánægjuvoginni, sem er framkvæmd af óháðum aðila, Stjórnvísi í samvinnu við Prósent.

Hlutverk starfsfólks, að vera traustir ráðgjafar, er skýrt í stefnu ELKO. Traustir ráðgjafar tengjast strax inn í ferlið og þurfa að hafa loforðin að leiðarljósi svo félagið geti náð framtíðarsýn sinni og uppfyllt tilgang félagsins. Traustir ráðgjafar skipta máli og að markmið loforðanna séu skýr og skiptast þau í þrjá flokka: viðmót, aðgerðir og upplifun. Um 86% starfsfólks telur sig vera traustan ráðgjafa.

Áhersla er lögð á skýr hlutverk, gildi og stefnu sem gerir starfsfólki kleift að tengjast vörumerkinu djúpt og upplifa að það sé ómissandi hluti af árangri þess.

ÞJÓNUSTURÁÐGJAFAR TIL TAKS (8,9,16)

Þjónustuver ELKO hefur vaxið gríðarlega eftir að það var formlega sett á laggirnar í ársbyrjun 2020. Erindum hefur fjölgað umtalsvert og í ár voru erindin rúmlega 94 þúsund sem er rúmlega 13% hækkun frá árinu áður. Vel þjálfaðir þjónusturáðgjafar aðstoða viðskiptavini alla daga hvaða þjónustu þeir kunna að þarfnast í gegnum alla helstu samskiptamiðla, svo sem síma, tölvupóst, samfélagsmiðla og netspjall.

Á árinu var innleitt viðskiptavinaupplýsingakerfi til að bæta þjónustu til muna fyrir viðskiptavini. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá og greina erindin til að hægt sé að vinna betur úr þeim. Hægt er með þessu að stytta þjónustutímann, aðlaga þjónustu að hverjum og einum, tryggja samfellu í þjónustu og hægt að greina frávik og tækifæri til úrbóta.

Fjöldi erinda í þjónustuveri

RAUNTÍMAAÐSTOÐ Í GEGNUM MYNDSÍMTAL (9,10,12,13)(8,9,12)

ELKO hefur boðið viðskiptavinum alls staðar á landinu upp á að hringja myndsímtal í gegnum elko.is og fá aðstoð frá söluráðgjafa og þar með spara akstur í verslun. Með þjónustunni geta viðskiptavinir fengið að sjá vörur í rauntíma eða fengið tæknilega ráðgjöf frá sérfræðingi með vöru sem hefur nú þegar verið keypt. Þessi þjónusta gerir ELKO kleift að bjóða öllum landsmönnum, hvar sem þeir eru búsettir, upp á persónulega þjónustu. Þjónustan var í stuttri biðstöðu vegna framkvæmda í Lindum um miðbik ársins en stefnt er að því að setja hana á laggirnar snemma á nýju ári.

Persónuleg þjónusta um allt land.

Á árinu opnaði ELKO nýja verslun í Lindum. Í uppfærðri verslun mæta gestum nýjar innréttingar og nýtt útlit, þar sem skjáir eru nýttir til upplýsingagjafar. Þá hefur verið útbúinn nýr og aðgengilegri inngangur í verslunina með gleranddyri þar sem áfram verður að finna endurvinnsluskáp og aðstöðu til að pakka inn gjöfum.

Til að bæta flæði í versluninni og um leið upplifun viðskiptavina hefur þjónustuborði jafnframt verið komið fyrir á kassasvæði. Þar hefur afgreiðsluröð einnig verið skipt út fyrir númerakerfi, sem einnig auðveldar viðskiptavinum að fá þjónustu án biðraðar. Í Lindum hefur ELKO jafnframt opnað nýtt fyrirtækjaver þar sem tekið er á móti fulltrúum fyrirtækja í söluráðgjöf.

STAFRÆN ÞRÓUN OG

ÖFLUG NETVERSLUN (9,12,13)

ELKO hefur á undanförnum árum lagt ríka áherslu á stafræna þróun til að bæta þjónustu og aðgengi fyrir viðskiptavini. Vefverslunin elko.is er nú meðal stærstu söluvefja landsins og er um fjórðungur af heildarsölu ELKO (án Keflavíkurflugvallar). Vefurinn nýtur mikilla vinsælda, en samkvæmt rannsóknum heimsækja hana um 85% landsmanna árlega. Vefurinn er byggður upp með það í huga að hann sé aðgengilegur á öllum tungumálum í gegnum þýðingarhugbúnað allra helstu vafra.

Til að tryggja stöðuga framþróun hafa verið gerðar reglulegar úrbætur á vefnum, sem hlaut á árinu tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna sem söluvefur ársins. Á árinu var elko.is opnaður í nýju og notendavænna útliti, þróað eftir ítarlegar notendaprófanir og með bættri virkni sem eykur upplifun viðskiptavina. Mínar síður voru einnig endurbættar og geta viðskiptavinir nú séð viðgerðaraðila á öllum þeim vörum sem þeir hafa keypt.

Ein stærsta nýjungin á árinu var innleiðing á fyrirtækjalausn á elko.is, sem veitir prókúruhöfum möguleika á að sækja um reikningsviðskipti, stýra úttektaraðilum, skilgreina heimildir og hafa yfirsýn yfir kaupnótur – allt á einum stað. Þessi lausn hefur stórbætt þjónustu við þau 21.000 fyrirtæki sem versla árlega hjá ELKO, en þegar hafa um 3.500 fyrirtæki skráð sig í viðskipti í gegnum elko.is.

Á árinu var innleitt staðsetningarkerfi vara til að auðvelda viðskiptavinum að finna vörur í verslunum. Viðskiptavinir geta séð í rauntíma hvar varan er í verslun á korti á elko.is og látið stafrænan verðmiða blikka.

Á árinu hóf ELKO þá þjónustu að viðskiptavinir geta verslað vörur í gegnum elko.is sem eru uppseldar í vefverslun en til í verslun. Þetta opnar allt vöruúrval verslana fyrir viðskiptavinum á netinu og geta þeir nú fengið netpantanir sendar úr hvaða verslun sem er. Þetta eykur þjónustu við viðskiptavini og býður upp á sama vöruúrval fyrir þá hvar sem er á landinu. Með þessum hætti næst hagkvæmari dreifing og þar af leiðandi verður minni losun út í andrúmsloftið.

Með stöðugri nýsköpun í stafrænum lausnum heldur ELKO áfram að þróa sterka netverslun sem býður upp

á hraða, þægilega og persónulega þjónustu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.

85% landsmanna hafa heimsótt elko.is síðustu 12 mánuði.

Samkeppnishæfni í þjónustuþáttum

SAMKEPPNISUMHVERFIÐ ER KREFJANDI (8,9,12)

Framúrskarandi þjónusta er einn af hornsteinum ELKO og lykillinn að góðu sambandi við viðskiptavini. Þrátt fyrir að félagið starfi á íslenskum markaði hefur alþjóðlegur samkeppnisþrýstingur aukist og kallað á að innlend verslun sé samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi, bæði hvað verð, vöruúrval og þjónustu varða. Til að greina stöðu og finna tækifæri til úrbóta var sérfræðingur frá BeOmni fenginn til að framkvæma ítarlega rannsókn á þjónustuþáttum sem einn hluti af Áttavitanum sem er heildstæð rannsókn. Í greiningunni voru skoðaðir 299 stakir þjónustuþættir í öllu kaupferlinu, bæði í verslunum og netverslun, og þeir bornir saman við þjónustu innlendra og erlendra lykilsamkeppnisaðila. Niðurstöðurnar sýndu að ELKO er leiðandi í þjónustu á íslenskum markaði og býr yfir miklum styrk gagnvart erlendum aðilum. Þrátt fyrir sterka stöðu voru greind tækifæri til úrbóta á ýmsum sviðum, sem leiddi til þess að fjöldi þjónustuverkefna var settur af stað til að bæta upplifun viðskiptavina enn frekar. Með því að fylgjast stöðugt með þróun í þjónustu og nýta niðurstöður greininga eins og þessa tryggir ELKO að viðskiptavinir fái besta mögulega þjónustu, hraða afgreiðslu og aðgengi að tæknilausnum sem mæta breyttum þörfum þeirra.

ELKO er leiðandi aðili á raftækjamarkaði.

Viðskiptavinir sem versla í verslunum og vefverslun hafa úr mörgum afhendingarmöguleikum að velja. Í boði er að senda vörur með Dropp á fjölmargar N1 stöðvar, í afhendingarbox vítt og breitt um landið. Einnig er heimsending í boði og möguleiki er að fá stór heimilistæki send heim, þau borin inn og uppsett af fagmanni. Árið 2024 var metár í dreifingu með yfir 100.000 pantanir í dreifingu. Til að ná skilvirkari dreifingu í akstri með stór tæki á höfuðborgarsvæðinu var innleitt aksturskerfi sem stóð samstarfsaðila til boða án aukakostnaðar. Með kerfinu næst mun betri nýting í akstri þar sem hagkvæmasta leiðin á fjölmarga áfangastaði er valin ásamt því að stefnt er að sjálfvirkum tilkynningum til viðskiptavinar um stöðu og tímasetningu akstursins. Með hagkvæmni stærðarinnar í flutningum næst sparnaður í útblæstri viðskiptavina sem annars hefðu komið í verslun.

Fyrir utan ELKO í Lindum er fyrirtækið með sitt eigið afhendingarbox fyrir pantanir úr vefverslun sem er opið allan sólarhringinn.

ELKO á í samstarfi við samstarfsfyrirtækið Herra Snjall sem býður upp á tækniþjónustu og uppsetningu í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu.

ÞJÓNUSTA

OG EFTIRKAUPAÞJÓNUSTA

Á árinu ákvað ELKO að bjóða upp á sjö ára ábyrgð á stórum heimilistækjum frá vörumerkinu EPOQ til viðskiptavina

í stað tveggja ára. Neytendaábyrgðin er ein sú besta á Íslandi á sjálfbærum vörum á viðráðanlegu verði sem framleiddar eru undir ströngum skilyrðum.

LENGJUM LÍFTÍMA RAFTÆKJA (9,12,13,17) ELKO AÐSTOÐAR VIÐ FJÁRMÖGNUN (8,10,12)

Markmið ELKO er að bjóða bestu eftirkaupaþjónustu á raftækjamarkaði. Fyrir tveimur árum var þjónustupantanakerfið Golíat innleitt. Kerfið heldur utan um eftirkaupaþjónustumál og hefur vaxið gríðarlega frá innleiðingu og hjálpar okkur að bæta þjónustu og draga úr sóun. Notkun kerfisins gefur fyrirtækinu betri yfirsýn yfir skipulag og fjölda tækja í viðgerð. Golíat sendir viðskiptavinum reglulega stöðufærslu af vöru í viðgerð og hefur það skilað sér bæði í betra utanumhaldi á öllum tækjum í viðgerðarferli sem og að starfsfólk og viðskiptavinir eru ánægðari.

ELKO býður upp á lengri skilafrest á vörum en söluaðilar gera almennt til að tryggja öflugt þjónustustig og lengri líftíma raftækja með því að tryggja að viðskiptavinir hafi valið rétt.

ELKO á í samstarfi við um 60 verkstæði um allt land sem sinna viðgerðum á raftækjum. Til að styrkja enn frekar viðgerðarferlið rekur ELKO sérstakan viðgerðarlager sem er eingöngu ætlaður til að hýsa vörur í viðgerðarferli. Þessu til viðbótar rekur ELKO flutningabíl til að sjá um akstur milli verkstæða og til viðskiptavina sem stóreykur þjónustustig og minnkar viðgerðartíma. Viðskiptavinir sem flytjast búferlum innan Norðurlandanna geta fengið þjónustu á vörum í gegnum samstarfsaðila ELKO. Öflug eftirkaupaþjónusta eykur líftíma vara og dregur þar með úr sóun.

Samstarf við 60 verkstæði um land allt.

Raftæki geta verið stór fjárfesting og býður ELKO viðskiptavinum upp á fjölbreytt úrval hagstæðra greiðslumáta. Þarfir hvers og eins eru mismunandi og vill ELKO létta viðskiptavinum lífið með því að bjóða upp á fjölmarga lánamöguleika, allt frá 14 daga lánum án kostnaðar upp í 60 mánaða afborganir.

BROSTRYGGING (10,12,16)

„Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli“ er eitt af loforðum ELKO og er Brostryggingin því ein leið til að uppfylla loforð ELKO. Það sem fellur undir hana er meðal annars:

30 DAGA SKILARÉTTUR

Til að stuðla að ánægju viðskiptavina býður ELKO upp á 30 daga skilarétt. Ef viðskiptavinum líkar ekki varan geta þeir skilað henni og fengið inneign eða vöruna endurgreidda að fullu. Þetta á líka við um vörur sem búið er að opna og prófa. Allar skilavörur, sem mögulega hafa verið prófaðar, fara í sérstakan vöruflokk, sem er markaðssettur sem „tækifæri“ og eru vörurnar þá seldar aftur á lækkuðu verði. Skilavörur fá því nýtt líf í höndum nýrra eigenda á kostakaupum.

FRAMLENGDUR SKILARÉTTUR

ELKO framlengir skilarétt á jóla- og fermingargjöfum ár hvert. Venjulegur skilaréttur er 30 dagar en framlengdur

skilaréttur á jólagjöfum eða fermingargjöfum getur verið yfir 100 dagar. Hjá ELKO verður ekki til nein sóun vegna gjafa sem missa marks því skilavörur rata alltaf í hendur nýrra eigenda.

gjafir hitti í mark. Viðskiptavinir eiga því ekki að sitja uppi með vörur sem þeir ætla sér ekki að nota.

VERÐSAGA

ELKO leggur áherslu á traust og gagnsæi í viðskiptum og sýnir verðsögu allra vara á elko.is. Verðsagan sýnir verð á vöru frá því hún kemur í sölu til dagsins í dag, ef hækkanir verða eða vara fer á tilboð er það sérstaklega merkt í verðsögunni. Með þessu útspili sýnir ELKO það í verki að það sem skiptir viðskiptavini máli, skiptir okkur máli.

á

VERÐÖRYGGI

Lækki vara í verði hjá ELKO innan 30 daga frá kaupum í verslun geta viðskiptavinir haft samband og fengið mismuninn endurgreiddan að því gefnu að varan sé enn til í vöruúrvali. Verðöryggi gildir einungis um vörur sem keyptar voru í ELKO.

GJAFAKORT OG INNEIGNARNÓTUR

Ef viðskiptavinir fá gjafakort úr ELKO eða eignast inneign vegna vöruskila þá eiga þeir þá upphæð inni hjá fyrirtækinu. ELKO hefur í hávegum heiðarlega viðskiptahætti og því er enginn gildistími á inneignum eða gjafakortum. ELKO gaf út á árinu 2.200 gjafakort og um 16.000 inneignarnótur og er því mikilvægt að skilmálarnir séu hagstæðir fyrir viðskiptavini.

GJAFA- OG SKILAMIÐAR

Þegar viðskiptavinir ELKO kaupa gjöf er boðið upp á auðkennda gjafamiða til að auðvelda skil á vörum og gilda þá almennar reglur varðandi skilarétt. Rúmur skilaréttur á gjöfum stuðlar að ánægju viðskiptavina og tryggir að allar

VIÐBÓTARTRYGGING

Viðskiptavinir geta keypt viðbótartryggingu með langflestum vörum úr ELKO. Hún nær yfir óhöpp og tjón á tækjum sem heimilistryggingar ná oft ekki að bæta. Ekki skiptir máli hvort óhappið hafi átt sér stað heima eða á ferðalagi, viðbótartryggingin gildir um allan heim og er uppsegjanleg hvenær sem er á tímabilinu. Áður en kemur til útskipta þar sem skemmt tæki er bætt með nýju er ávallt viðgerð reynd á skemmda tækinu. Þannig reynir ELKO að lengja líftíma raftækja og vernda umhverfið. Viðbótartryggingin nýtur mikilla vinsælda, en í dag eru um 56.000 virkra trygginga í gildi og á árinu var stofnað til 25.000 nýrra trygginga. Með þessari lausn veitir ELKO viðskiptavinum aukið öryggi, betri fjárhagslega vernd og stuðlar að sjálfbærari notkun raftækja.

OG STARFSUMHVERFI

FRÆÐSLA ER HLUTI AF FRAMTÍÐARSÝN ELKO (4,8,10,12,17)

Fræðsla og þjálfun eru lykilatriði í að ELKO geti átt ánægðustu viðskiptavini á raftækjamarkaði í takt við framtíðarsýn. ELKO er með virka fræðslustefnu og á hverju ári er starfsfólki kynnt fræðsluáætlun sem birt er fram í tímann.

Tilgangur fræðslustefnu er að skapa öflugan hóp traustra ráðgjafa.

SKIPULÖGÐ OG MARKVISS FRÆÐSLA Í ELKO

ÚTSKRIFTARGJÖF

ELKO HEFUR HLOTIÐ JAFNVÆGISVOGIN

ÞRJÚ ÁR Í RÖÐ (5,8,10)

ELKO er stolt af því að hafa fengið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar þrjú ár í röð. Til þess að hljóta viðurkenninguna þarf kynjahlutfall í framkvæmdarstjórn að vera jafnt. Í ár voru veittar 130 viðurkenningar.

FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI

TÍU ÁR Í RÖÐ (8,9,12)

ELKO hefur náð þeim áfanga að vera valið framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo tíunda árið í röð. Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði í rekstri og hafa það að leiðarljósi að efla hag allra.

Ásamt því að vera framúrskarandi fyrirtæki í rekstri þá leggur ELKO mikið kapp á að veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum fyrirtækisins.

FRÆÐSLUSTEFNA ELKO

ELKO hefur ávallt lagt mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og stuðla að ánægjulegri upplifun viðskiptavina. Fræðslustefna ELKO endurspeglar þessa áherslu með því að skapa öflugan hóp traustra ráðgjafa sem eru tilbúnir að fræða og aðstoða viðskiptavini á hverjum degi. Stefnan inniheldur skýra framtíðarsýn og markmið um að starfsfólk telji sig vera trausta ráðgjafa á raftækjamarkaði og hafi góð tök á sínu starfi.

Með markvissri fræðslu og þjálfun skapar ELKO umhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að gera líf viðskiptavina betra, þægilegra og ánægjulegra.

Hjá ELKO starfa um 260 einstaklingar og er markmiðið að allt starfsfólk sé vel upplýst um fyrirtækið, vörur og þjónustu, verkferla og til hvers er ætlast af þeim í starfi. Á hverju ári eru nýliðar þjálfaðir og starfsfólk bætir við sig þekkingu. Í hverjum mánuði kemur fram á sjónarsviðið ný tækni og er líftími raftækja í sölu skemmri en tólf mánuðir að jafnaði. Því þarf öflugt fræðslustarf til að viðhalda þekkingunni, en hluti hverrar vinnuviku er helgaður fræðslu, sem miðar meðal annars að því að kynna nýjar vörur og skerpa á þekkingu. ELKO á í farsælu sambandi við innlenda og erlenda vörubirgja og umboðsaðila sem halda mánaðarlega vöru- og sölunámskeið.

ELKO HLAUT MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS ÁRIÐ 2024

ELKO hlaut verðlaunin fyrir fræðslustarf sitt, sem hefur verið í stöðugri þróun og einkennist af miklum metnaði og fagmennsku. Þessi viðurkenning endurspeglar markvissa stefnu í fræðslumálum, þar sem sérstök áhersla er lögð á vandaða móttöku nýliða og öfluga sí- og endurmenntun.

Fræðslustarfið er mikilvægur liður í því að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði.

FRÆÐSLUPAKKI ELKO

Fræðslupakki ELKO er hannaður með mikilvægi fræðslu og áhuga starfsfólks í huga, en í grunninn snýst fræðslustarfið um að tryggja starfsfólki greiðan aðgang að upplýsingum og að það fái stuðning jafnt í starfi sem starfsþróun. Í fræðslupakkanum er ótalin öll sú fræðsla út á við sem ELKO sinnir gagnvart viðskiptavinum.

Námsárangri ber að fagna og viðurkenna. Þegar starfsfólk útskrifast úr námi fær það afhenta útskriftargjöf, sem samanstendur af blómvendi og gjafabréfi. Þessi viðurkenning stendur öllu starfsfólki til boða, óháð starfshlutfalli.

NÝLIÐAMÓTTAKA

ELKO vill að starfsfólk viti frá upphafi til hvers er ætlast af því og að það geti mætt þeim kröfum. Starfsfólk fær nýliðakynningu og í kjölfarið tekur við starfsþjálfun. Í

ELKO- skólanum og á samskiptakerfi ELKO má finna allar helstu upplýsingar sem getur nýst nýráðnu starfsfólki.

Með skýru ferli fyrir nýráðið starfsfólk er ELKO betur í stakk búið til að tryggja jákvæð tengsl við nýliðann og þar gegna starfsþjálfarar lykilhlutverki. Þeir veita félagslegan stuðning sem miðar að því að nýliðar kynnist starfsfólki og félagslífinu fyrr, sem dregur úr óöryggi og kvíða, sem stundum gera vart við sig í nýju starfi.

ELKO GETUR GEFIÐ STARFSFÓLKI

Í FRAMHALDSSKÓLA

ELKO býður upp á að vera milliliður fyrir starfsfólk sem óskar eftir náms- og/eða starfsráðgjöf. ELKO býður starfsfólki upp á að fara í raunfærnimat sem er staðfesting og mat á færni einstaklings. Matið gerir færni og þekkingu sýnilega með því að meta hana á móti formlegu námi eða kröfum atvinnulífsins.

Nemendur geta fengið raunfærnimatið metið til eininga á móti kenndum áföngum á framhaldsskólastigi. Á þann hátt fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni metið til eininga og styttingar á námi til stúdentsprófs eða fagnáms verslunar og þjónustu.

Á árinu fengu tveir vottaðir matsmenn í ELKO, sem sótt höfðu námskeið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, leyfi til að stýra raunfærnismatsviðtölum. Áhugi starfsfólks á að fara í raunfærnimat er mikill og luku átta einstaklingar raunfærnimati á árinu.

SAMSKIPTAKERFI OG STAFRÆN FRÆÐSLA

ELKO notar samskiptakerfið Relesys til þess að tryggja gott upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Þar er haldið utan um viðburði, samskipti starfsfólks, fréttir, rafræna fræðslu sem og aðrar nytsamlegar upplýsingar eins og starfsmannahandbók. Fræðsluáætlun hvers ársfjórðungs er birt í viðburðardagatali samskiptamiðilsins. Í dag er 94% starfsfólks ELKO virkir notendur á Relesys.

FRÆÐSLA FRÁ SAMSTARFSAÐILUM

Starfsfólk ELKO hefur aðgang að víðtæku fræðslusafni Akademías sem býður upp á námskeið fyrir framlínufólk, skrifstofufólk og stjórnendur fyrirtækja. ELKO er einnig skráð í Stjórnvísi og Dokkuna þar sem áhugaverðir fyrirlestrar eru í boði fyrir starfsfólk til að bæta við sig þekkingu.

ÞARFAGREINING FRÆÐSLU OG MÆLINGAR

Það skiptir ELKO miklu máli að starfsfólk hafi vettvang til að veita mat á þjálfun sinni. Það gerir félaginu kleift að bæta fræðslustarfið enn frekar. Þjálfun, námskeið og fræðsla eru metin út frá ánægju og notagildi, og niðurstöður mælinga ásamt opnum svörum úr könnunum eru nýttar til að bæta þá þætti sem þarfnast úrbóta. Auk mælinga á gæðum og ánægju með fræðslu er einnig litið til árangurs ákveðinna átaksverkefna.

desember 2023.

Á hverju ári er framkvæmd fræðslukönnun sem kannar hvort starfsfólk telji sig hafa nauðsynlega þekkingu til að sinna starfinu og hvort eitthvað vanti upp á. Niðurstöðurnar hafa verið mjög jákvæðar og tekist hefur að greina hvaða þætti þarf að leggja áherslu á í fræðslu.

Á árinu var framkvæmd þarfagreining fyrir fræðslu. Markmiðið var að athuga stöðu starfsfólks í þeim hæfnisflokkum sem tengjast starfinu og nýta niðurstöður til að betrumbæta fræðslustarfið. Framkvæmd var tvíþætt greining þar sem starfsfólk svaraði sjálfsmatslista og næsti stjórnandi veitti einnig mat á hverjum og einum. Svör starfsfólks og stjórnenda voru borin saman, þar sem meðaltalið gefur raunverulegri mynd en einhliða mat. Niðurstöður skiptust í þrjú bil, það er styrkleikabil (4,20–5,00), starfshæft bil (3,70–4,19) og aðgerðabil (1,00–3,69).

ELKO lagði ríka áherslu á fræðslu og starfsþróun á árinu. Fyrirtækið styrkti sex starfsmenn í námi sínu og hélt tólf nýliðanámskeið, fyrir 33 nýliða. ELKO sendi 30 fulltrúa á Campus, stærstu raftækjaráðstefnu Norðurlandanna. Þar fékk starfsfólk dýrmæta innsýn í nýjustu tækni, átti samtöl við vöruframleiðendur og sankaði að sér nýrri þekkingu. Fræðsla um vörur var einnig í forgrunni, en yfir 60 ný vörufræðslunámskeið bættust við í ELKO-skólann og yfir 50 fræðslunámskeið um vörur voru haldin á árinu, sem náðu yfir fjölbreytt svið, allt frá tannburstum til unaðstækja. Auk þess var unnið að endurbótum og uppfærslum á öryggisnámskeiðum, þar á meðal á nýju námskeiði um eld- og brunavarnir, þjófnað og ofbeldi gegn starfsfólki.

Fræðsla er ómissandi hluti af starfsemi ELKO og lykillinn að framúrskarandi þjónustu og faglegri ráðgjöf til viðskiptavina. Með stöðugri þekkingaröflun tryggir ELKO að starfsfólk sé vel undirbúið til að takast á við nýjungar í tækniheiminum, sem gerir lífið betra, þægilegra og ánægjulegra.

GRÆJUHORNIÐ Í BÍTINU STARFSFÓLK SÆKIR SÉR ÞEKKINGU

ELKO kostar græjuhorn í Bítinu á Bylgjunni alla fimmtudagsmorgna en Bítið er einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins. Markmið græjuhornsins er að fræða hlustendur um áhugaverðar vörur og benda á notkunarmöguleika og hagnýt atriði, sem hjálpa viðskiptavinum að velja réttu vörurnar og bætir notkun þeirra á tækjunum. Innslagið í þáttunum er einnig nýtt til þess að leggja enn frekari áherslu á markaðs- umhverfisog sjálfbærnimál.

ELKO-HLAÐVARPIÐ

Á árinu steig ELKO sín fyrstu skref í gerð hlaðvarpa fyrir starfsfólk til fræðslustarfa. Fjallað var um ýmsar vörur en einnig var saga ELKO rakin síðustu 26 ára. Hlaðvörpin voru aðgengileg í gegnum Spotify.

ELKO-BLOGGIÐ

ELKO heldur úti bloggsíðu þar sem haldið er utan um upplýsingar og fréttir um raftæki sem passa ekki í vörulýsingu á elko.is. Bloggið miðar að því að miðla fræðslu um raftæki, eiginleika þeirra og notkun með það að markmiði að hjálpa neytendum að finna réttu vöruna sem hentar þeirra þörfum sem og að bæta nýtingu og auka líftíma vara. Yfir 60 færslur voru skrifaðar á árinu og fengu tíu vinsælustu færslurnar yfir 5-15 þúsund heimsóknir á árinu. Langtímamarkmið er að koma blogginu yfir á vef elko.is til að viðskiptavinir geti nálgast allar upplýsingar á einum stað.

Yfir 60 nýjar greinar á ELKO blogginu á árinu.

Í hröðum heimi tækninýjunga í raftækjum hefur ELKO

lagt mikið upp úr því að halda starfsfólki sínu vel upplýstu um þær vörur og tækninýjungar sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Á árinu sendi félagið 25 aðila á stærstu

raftækjaráðstefnu Norðurlandanna sem haldin er af Elkjöp í Noregi en ELKO fær boð á ráðstefnuna ár hvert í gegnum vörumerkjasamning sinn við samsteypuna. Einnig voru sendir starfsmenn á bæði CES- raftækjasýninguna í Las Vegas sem og IFA-sýninguna í Berlín. Á þessum ráðstefnum fékk starfsfólk tækifæri til að kynna sér nýjar vörur, tækninýjungar og sækja sér fræðslu. Það sem stóð einna helst upp úr fyrir starfsfólk ELKO á ráðstefnunni er sú áskorun sem raftækjaframleiðendur standa frammi fyrir í umhverfismálum og gervigreind. Lykiláhersla raftækjaframleiðenda til framtíðar er að leggja áherslu á lengri líftíma tækja sem og viðgerðar- og endurvinnsluhæfni þeirra ásamt því að nýta gervigreind til að minnka sóun og auka gæði.

Stærsta raftækjaráðstefna Norðurlandanna heimsótt ásamt þeirri stærstu í Evrópu og í Bandaríkjunum.

JÖFNUM KYNJAHLUTFALL (5,8,10)

Hjá ELKO starfa um 60 konur en mun fleiri karlmenn eða um 200. Ein aðaláskorun fyrirtækisins er að jafna kynjahlutfallið og kynna ELKO sem skemmtilegan vinnustað sem hentar öllum kynjum. Unnið hefur verið markvisst að þessu með markaðsstarfi inn á við jafnt sem út á við sem og að horft er til uppsetningar atvinnuauglýsinga svo þær laði að fjölbreyttari hóp umsækjenda. ELKO hefur fengið Jafnvægisvogina síðustu þrjú ár fyrir jafnt kynjahlutfall í forstöðumannahóp en á enn langt í land varðandi heildarmyndina.

Jafnvægisvogin í ELKO þrjú ár í röð.

REYKJAVÍKURMARAÞON (3,8,17)

HEILSA OG ÖRYGGI

LÍFSHLAUPIÐ (3,8,17)

ELKO hvetur starfsfólk til að hreyfa sig og tóku verslanir og skrifstofa þátt í Lífshlaupinu árið 2024 sem er heilsuog hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Það stendur yfir í þrjár vikur í febrúar ár hvert. ELKO var í 16. sæti í sínum flokki. Verðlaun voru veitt því starfsfólki sem var með flestar skráðar mínútur, bæði yfir fyrirtækið allt og á hverri starfsstöð.

Um 10% starfsfólks ELKO tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og fékk merkta peysu og hlaupagleraugu til að nota í hlaupinu. Til viðbótar styrkti ELKO málefni allra hlaupara sérstaklega að heildarupphæð 500.000 kr. eða 20.000 kr. á hvert málefni.

ÖRYGGI ER Í FYRIRRÚMI (3,8,16)

Ár hvert er febrúar tileinkaður öryggi og lögð er áhersla á að framkvæma áhættumat verslana ásamt því að haldin eru ýmis námskeið er varða lýðheilsu, skyndihjálp, líkamsbeitingu og öryggisatriði. Á árinu var einnig ráðinn

öryggisvörður til ELKO í ljósi aukins þjófnaðar, til að tryggja öryggi starfsfólks og koma í veg fyrir þjófnað.

Ár hvert er febrúar tileinkaður öryggi og lögð er áhersla á að framkvæma áhættumat verslana ásamt því að haldin eru ýmis námskeið er varða lýðheilsu, skyndihjálp, líkamsbeitingu og öryggisatriði. Á árinu var einnig ráðinn öryggisvörður til ELKO í ljósi aukins þjófnaðar, til að tryggja öryggi starfsfólks og koma í veg fyrir þjófnað.

VELFERÐARPAKKINN (3,8,10)

ELKO er annt um að starfsfólk sitt rækti bæði andlega jafnt sem líkamlega heilsu og býður fyrirtækið upp á velferðarpakka sem styður við heilbrigt líferni. Starfsfólki býðst að fá niðurgreiðslu á margs konar þjónustu, til að

mynda íþróttastyrk, sálfræðitíma, hjónabandsráðgjöf

og margt fleira. Allt nýtt starfsfólk er kynnt fyrir

Velferðarpakkanum og eru allir reglulega minntir á yfir

árið að nýta sér það sem í boði er.

VELFERÐARPAKKINN BÝÐUR MEÐAL ANNARS UPP Á:

Sálfræðiráðgjöf

Lífsstílsráðgjöf

Næringarráðgjöf

Hjónabandsráðgjöf

Uppeldisráðgjöf

Velferðarþjónustu

STARFSFÓLK HVATT TIL HREYFINGAR (3,8,10) ÁVEXTIR OG HOLLUR HÁDEGISMATUR (3,8,12)

ELKO hvetur starfsfólk sitt til að stunda hreyfingu og í hverri viku stendur því annars vegar til boða að mæta í tíma með þjálfara í líkamsræktarstöð eða innanhússfótbolta.

ELKO styður við heilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði hjá sínu starfsfólki. Á öllum starfsstöðvum ELKO er starfsfólki boðið upp á niðurgreiddan hádegismat, auk þess sem því stendur til boða að fá sér millimál í formi ávaxta og heilsustanga. Á árinu niðurgreiddi ELKO um 10.000 matarskammta handa starfsfólki sínu.

Á hverju ári stendur starfsfólki til boða að fara í einfalda heilsufarsskoðun á sinni starfsstöð. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsuvernd mælir púls og blóðþrýsting ásamt því að gerð er blóðfitumæling og blóðsykursmæling. Í viðtali hjúkrunarfræðings er m.a. komið inn á almenna líðan og heilsufar og áhættuþætti. Hjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og fræðslu vegna heilsufars- og/eða lífsstílsvandamála eftir aðstæðum og niðurstaðna mælinga.

Markmið heilsufarsskoðunar er að veita hverjum einstaklingi innsýn í stöðu eigin heilsu sem getur í sumum tilfellum stuðlað að snemmbæru inngripi varðandi heilsufarsvandamál. Fjölmargir starfsmenn fara á hverju ári í skoðun sem hefur reynst mjög vel.

Árlega er svo starfsfólki gefið tækifæri á að fá flensusprautu til að varna gegn óþarfa veikindum.

Um 10.000 matarskammtar niðurgreiddir til starfsmanna á árinu.

ELKO vill vera til staðar fyrir starfsfólk sitt upplifi það einelti eða kynferðislega áreitni á vinnustað. Sett var upp viðbragðsáætlun, ef starfsfólki finnst brotið á sér í starfi getur það tilkynnt tilfellið til næsta yfirmanns, til mannauðsdeildar eða beint til Siðferðisgáttarinnar sem er öruggur vettvangur fyrir starfsfólk þar sem óháður aðili tekur á málinu. Á árinu var boðið upp á kynningu hjá Auðnast sem fræddi starfsfólk og stjórnendur um EKKOviðmið á vinnustað til að leggja grunn að sálfélagslegu öryggi starfsfólks.

SAMSKIPTASÁTTMÁLINN (8,16,17)

ELKO er með samskiptasáttmála sem snýr að því að starfsfólk sýni ábyrga hegðun á netinu þegar kemur að umtali tengt fyrirtækinu, viðskiptavinum eða samstarfsfólki. Sáttmálinn setur skýrar línur hvað eigi ekki heima á netinu. Einnig eru skýrar verklagsreglur hvernig fjölmiðlum skuli svarað svo skilaboð frá félaginu séu rétt og tímanleg.

SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ

STYRKTARSJÓÐUR ELKO (3,4,10,17)

ELKO starfrækir styrktarsjóð og hafa verkefni tengd honum hjálpað öllum að njóta ótrúlegrar tækni. Áhersla er lögð á styrkveitingar í formi raftækja þar sem málefni sem nýtast fleirum en færri eru sett í forgang.

Starfsfólk og viðskiptavinir hafa fengið að kjósa um og tilnefna styrktarmálefni sem standa þeim nærri á elko. is undir yfirskriftinni „Viltu gefa milljón“. Umhyggja, félag langveikra barna var það málefni sem varð fyrir valinu af viðskiptavinum í ár og styrkti ELKO félagið um eina milljón króna. Styrkir starfsfólks fóru í nokkur valin málefni og voru þeir styrkir afhendir af starfsfólki í desember. ELKO styrkti einnig valin málefni starfsfólks sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst um samtals 500.000 kr., en þess má geta að starfsfólk ELKO hljóp samtals um 400 km í hlaupinu sem nær frá ELKO í Lindum og norður

Í Mottumars seldust yfir 300 sokkar sem voru til sölu í flestum verslunum ELKO.

ÖNNUR STYRKTARVERKEFNI (3,4,10,17)

Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar

Vilyrði fyrir styrk um þrjár fartölvur á ári

Barnaspítali Hringsins

85“ sjónvarp, PlayStation 5 leikjatölvur og leikir

Kópavogsbýlið

Þvottavél og þurrkari í íbúðir félagsins

Geðdeildin Akureyri

65“ sjónvarp

Kvennaathvarfið Akureyri

Raftæki að andvirði 400.000 kr.

Kvennaathvarfið

Barnapíutæki

Ýmsir smærri styrkir

Fjáraflanir, góðgerðarstarfsemi og viðburðir

„Viltu gefa milljón“ verkefnið í boði bæði fyrir starfsfólk

ELKO er stoltur endursöluaðili Bleiku slaufunnar og árið 2024 seldust 460 bleikar slaufur í bleikri viku í verslunum ELKO. Á bleikum dögum rennur 10% af söluvirði valdra bleikra vara til Bleiku slaufunnar og styrkti ELKO Krabbameinsfélagið um 750.000 krónur í kjölfarið. Starfsfólk ELKO tekur einnig þátt í deginum með því að klæðast bleiku og eru oft bleikar veitingar í boði til að ýta

HEILBRIGÐ NÁLGUN Á

RAFÍÞRÓTTIR BARNA (3,4,10,17)

Rafíþróttir njóta sívaxandi vinsælda og hefur ELKO sýnt uppbyggingu rafíþróttasenunnar á Íslandi góðan stuðning. ELKO og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ), hafa gert með sér samning um aukið samstarf þar sem ELKO verður, meðal annars, aðalstyrktaraðili Fortnite-deildar RÍSÍ þar sem ELKO fær nafnarétt á deildinni, ELKO-Deildin í Fortnite. Samningurinn felur jafnframt í sér stuðning ELKO við deildir RÍSÍ í Counter Strike, Rocket League og Dota 2 auk framhaldsskólaleikja Rafíþróttasambands Íslands (FRÍS).

Með þessu samstarfi vill ELKO styðja við uppbyggingu rafíþrótta og faglegt utanumhald í tengslum við mótahald, fræðslu og sýningar frá rafíþróttum sem fara fram á íslensku. ELKO gaf einnig út fræðslubækling í samstarfi við Rísí árið 2022 sem enn er í dreifingu og inniheldur fróðleik fyrir bæði tölvuleikjaspilara og foreldra með áherslu á heilbrigða nálgun við rafíþróttir. Með því að auka skilning á efninu má stuðla að jákvæðum samskiptum foreldra og iðkenda. Í bæklingunum má finna fróðleik um áhrif og styrkleika rafíþróttafólks ásamt drögum að rafíþróttasáttmála fjölskyldunnar og nútímaorðabók tölvuleikjaspilara, svo eitthvað sé nefnt.

Á árinu var ráðist í tilraunaverkefni sem sneri að því að fá börn og ungmenni til að keppa í rafíþróttum með foreldrum sínum. Verkefnið snerist um að halda sérstaka fjölskylduviðburði í Arena og tókst verkefnið vel til og voru nokkrir viðburðanna vel sóttir.

Samstarfssamningur RÍSÍ og ELKO undirritaður á árinu.

FÖGNUM UMFJÖLLUN (9,12,16)

ELKO leggur ríka áherslu á gagnsæi og áreiðanleg samskipti við fjölmiðla og fylgir skýrri verklagsreglu um að svara öllum fyrirspurnum skilmerkilega, tímanlega og á ábyrgan hátt.

Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í því að upplýsa almenning um málefni sem tengjast verslun, neytendamálum og þróun í raftækjaiðnaði. ELKO hefur verið áberandi í fjölmiðlum á árinu og hefur ávallt lagt sig fram um að veita skýr og heiðarleg svör, hvort sem um er að ræða jákvæðar fréttir, áskoranir í rekstri eða spurningar um þróun markaðarins. Þegar ekki er hægt að veita svör um einstök mál, er það gert ljóst með skýrri og ábyrgri upplýsingagjöf, en markmiðið er alltaf að viðhalda trausti og faglegum samskiptum við fjölmiðla og almenning.

STYÐJUM VIÐ SKÓLASTARF (4,8,9)

ELKO leggur áherslu á að styðja við menntakerfið á Íslandi með því að taka virkan þátt í skólastarfi og fræðslu ungs fólks. Þegar skólar óska eftir því, heimsækja fulltrúar ELKO nemendur og veita þeim innsýn í rekstur, þjónustu og þróun verslunar á Íslandi.

Markmið þessara heimsókna er að miðla reynslu, deila lærdómi af rekstri ELKO og skapa samtal um þau tækifæri og áskoranir sem fylgja smásölu. Með þessu vill ELKO efla þekkingu nemenda á viðskiptum, þjónustu og nýsköpun, sem getur reynst dýrmætt fyrir framtíðarstarfsfólk í verslun og rekstri.

Jólahlaðborð

Á ári hverju hefur starfsfólki verið boðið á jólahlaðborð ásamt sínum mökum.

OG MANNAUÐUR

ELKO ER ANNT UM STARFSFÓLK SITT

(5,8,10)

Mikilvægasti auður ELKO er starfsfólkið, hjá fyrirtækinu starfa 260 einstaklingar. Lögð er áhersla á að ráðningarferlið sé faglegt og er stefna ELKO að gæta jafnréttis og að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta. ELKO er með jafnlaunastefnu og jafnréttisstefnu og hvetur öll kyn til að sækja um auglýst störf.

VIÐBURÐIR OG SKEMMTANIR (3,5,8,16)

Gerður er dagamunur á öllum starfsstöðvum á öskudaginn, bóndadaginn, konudaginn og kváradaginn. Á sumrin eru svo eftir atvikum grilldagar og ísdagar sem stjórnendum er gert kleift að láta verða af með „vopnabúri stjórnenda“ til að ýta undir teymiskennd hjá sínum hóp með ýmsum aðgerðum. Þar fá stjórnendur fjármagn og eru hvattir til að taka hádegismat með sínu lykilfólki, maður á mann, a.m.k. einu sinni á ári til að kynnast betur og rækta sitt starfsfólk og efla vinskap. Stjórnendur fá fjármuni ætlaða í stærri viðburði yfir árið til að þjappa hópnum saman sem getur verið í formi veislu, íþrótta, sýninga eða það sem fólk kýs. Þar að auki eru starfsstöðvar hvattar til að halda „Flæðandi fössara“ þar sem hópurinn hittist mánaðarlega til að spila, spjalla eða gera eitthvað skemmtilegt. Fimm stærri viðburðir eru svo haldnir á hverju ári til að ná hópnum saman: jólahlaðborð, óvissuferð, árshátíð, uppskeruhátíð og stefnumót. Enn aðrir minni viðburðir eru haldnir ýmist af starfsmannafélaginu Festival eða ELKO:

Dæmi um viðburði:

Golfmót Festival

Frisbígolfmót Festival

Páskabingó Festival

Partípíla ELKO

Hrekkjavökupartí ELKO

ELKO-LAN og tölvuleikjamót

Jólaball Festival

Fjölskyldudagur Festival

Allir stjórnendur eru með vopnabúr til að ýta undir teymiskennd á starfsstöðvum

Óvissuferð

Allt starfsfólk ELKO hefur tækifæri til að skrá sig í óvissuferð sem er farin einu sinni á ári. Viðburðurinn er haldinn þegar lokað er í verslunum ELKO og hefst snemma eða fyrir hádegi. Fjölbreytileg dagskrá er yfir daginn sem endar á mat og drykk að kvöldi.

Árshátíð

Árlega er haldin árshátíð félagsins sem ýmist hefur verið haldin sameiginlega með Festi dótturfélögum eða eingöngu verið fyrir ELKO starfsmenn. Á árinu var sérstök

ELKO árshátíð í Hvalasafninu þar sem forstöðumenn félagsins stigu á stokk með dansatriði.

Stefnumót

Stefnumót er haldið árlega að hausti til þar sem áhersla er lögð á að kynna lykilverkefni félagsins, nýjungar og stærstu málefni hverju sinni. Starfsfólk fær um klukkustundar kynningu og á eftir eru síðan léttar veitingar og skemmtiatriði. Markmiðið með viðburðinum er að stilla saman strengi svo öll upplifi stefnuna á sem bestan hátt.

Uppskeruhátíð

Haldin er uppskeruhátíð í upphafi hvers árs þar sem árangri síðasta árs er fagnað. Allar starfsstöðvar eru boðnar á viðburðinn ásamt mökum. Komin er hefð fyrir

því að veita einstaklingum og starfsstöðvum verðlaun fyrir t.d. ánægðasta starfsfólkið, hetjusögur úr þjónustu og ánægðustu viðskiptavinina.

STARFSÞRÓUN

Lagt er upp með að starfsfólk fái tækifæri til starfsþróunar.

Margt starfsfólk hefur byrjað í hlutastarfi og unnið sig upp í stjórnendastöður og má til dæmis nefna að 88%

stjórnenda ELKO hefur náð að vinna sig upp í fyrirtækinu.

Einnig er starfsaldur hár hjá fyrirtækinu miðað við verslunarrekstur en um 30% starfsfólks hefur verið lengur en fimm ár hjá félaginu.

Stjórnendur sem hafa unnið sig upp í fyrirtækinu

Til að laða að fjölbreyttan hóp umsækjenda voru auglýsingar á ráðningarmiðlum (50skills og Alfred.is) endurhannaðar, myndefni uppfært og kynhlutlaust orðalag notað sem höfðar til flestra. Staðlaður spurningalisti var hannaður fyrir atvinnuviðtöl sem tryggir að hver og einn sem fær starfsviðtal svari sömu stöðluðu spurningunum, sem leiðir að sanngjarnara mati á umsækjendum.

VIRKT SAMTAL STJÓRNENDA

ELKO er samheldinn vinnustaður þar sem góð vinnustaðamenning ríkir. Áhersla er lögð á að allir hafi rödd og að samskipti séu opin og óþvinguð. Til að undirstrika góð samskipti eru starfsreglur skýrar, að stjórnendur hitti sitt starfsfólk mánaðarlega maður á mann í 15 mínútna spjalli þar sem rætt er um líðan, frammistöðu og/eða almennt um lífið og tilveruna til að mynda traust og öryggi. Alls 72% starfsfólks hefur fengið mánaðarlegt spjall að meðaltali samkvæmt mánaðarlegum starfsmannakönnunum og var 85% ánægt með spjallið.

RÁÐNINGARFERLI

Ráðningar eru stöðugt ferli í ELKO. Árið 2024 bættist stöðugildi við í mannauðsdeild ELKO og með auknum starfskrafti hefur fyrirtækið betrumbætt ráðningarferlið og samræmt það meðal stjórnenda. Stjórnendur njóta nú meiri stuðnings frá mannauðsdeild, sem aðstoðar þá í hverju skrefi og tryggir að ferlið sé bæði skilvirkt og faglegt.

Það má sjá beina fylgni milli starfsánægju og virkni 15 mínútna spjalla. Þeir starfsmenn sem fá spjall eru að meðaltali 10% ánægðari í starfi.

SÖMU LAUN FYRIR SÖMU STÖRF

ELKO er með jafnlaunavottun og er áhersla hjá ELKO að greiða jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni.

Framkvæmd er launagreining á ári hverju til þess að sjá hvort einhver óútskýrður launamunur sé til staðar milli kynja. Jafnlaunakerfið er tekið út árlega og hefur óútskýrður launamunur kynjanna dregist saman síðustu ár og verður sífellt minni, árið 2024 mældist hann 0,1%.

Óútskýrður launamunur kynjanna

Mánaðarleg maður á mann samtöl stjórnenda með öllum starfsmönnum.

Fékkstu
mín 1:1 spjall vi ð stjórnanda á sí ðustu 30 dögum?

BESTI VINNUSTAÐURINN

Langtímamarkmið ELKO er að eiga ánægðasta starfsfólkið á raftækjamarkaði og lykilatriði til að það náist er að starfsfólk hafi rödd hvernig hægt sé að bæta vinnustaðinn. Í upphafi hvers árs er farið af stað með verkefnið „Besti vinnustaðurinn“ sem er grundvöllur fyrir starfsfólk að koma sínum skoðunum á framfæri.

VINNUSTOFUR UM BESTA VINNUSTAÐINN

Allt starfsfólk fyrirtækisins sækir vinnustofur ár hvert þar sem öllum gefst tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri hvernig vinnustaðurinn getur orðið betri. Allar hugmyndir eru velkomnar og í lokin kjósa þátttakendur um aðalverkefni sem fara áfram í átt að úrbótum.

15 MÍN. SPJALL VIÐ ALLA

FYRIR BESTA VINNUSTAÐINN

Framkvæmdastjóri og forstöðumenn taka árlega 15 mínútna spjall við allt starfsfólk sem hluti af besta vinnustaðnum. Markmiðið er að skrá nafnlausa punkta niður sem koma fram í spjallinu sem notaðir eru til að bæta úr þeim verkefnum sem þarfnast úrbóta.

VINNUSTAÐAGREINING: VINNUSTOFUR

FYRIR BESTA VINNUSTAÐINN

Ár hvert er framkvæmd vinnustaðagreining sem mælir líðan og afstöðu starfsfólks til vinnustaðarins. Hver

starfsstöð velur málefni sem skoraði lágt og kemur

starfsfólk með tillögur að úrlausnum, hvað er hægt að gera betur. Niðurstöður vinnustofanna eru settar á lista og mikilvægustu atriðin tekin fyrir og sett inn í verkefnið „Besti vinnustaðurinn“.

STARFASKIPTI FYRIR BESTA VINNUSTAÐINN

Allir forstöðumenn taka árlega vaktir í öllum verslunum fyrirtækisins. Tilgangurinn er að auka skilning á störfum mismunandi stöðugilda til að skilja og bera kennsl á áskoranir sem koma upp í daglegum störfum. Úr vinnuskiptum koma alls kyns úrbótaverkefni sem fara til úrvinnslu í Besta vinnustaðnum.

NIÐURSTÖÐUR

Niðurstöður úr vinnustofum, spjalli og vinnustaðagreiningum eru notaðar til að setja saman safn afverkefnum í eitt stórt verkefni: „Besta vinnustaðurinn.“ Verkefnið er kynnt fyrir starfsfólki formlega og staða verkefna gefin upp ársfjórðungslega. Í árslok er heildarniðurstaða verkefna kynnt og hvernig gekk að leysa úr verkefnunum. Um þessar mundir eru 27 verkefni í vinnslu og eru á ábyrgð mismunandi forstöðumanna að klára.

Besti vinnustað urinn 2024 -2025

STARFSÁNÆGJUMÆLINGAR

OG EFTIRFYLGNI

ELKO býður starfsfólki sínu upp á nafnlausar

ábendingar í gegnum samskiptakerfið Relesys. Þær eru ópersónugreinanlegar og er til viðbótar við mánaðarlegar mælingar þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að svara opnum spurningum. Farið er yfir nafnlausar ábendingar vikulega og brugðist við öllum áskorunum samstundis sem þar koma inn. Ef ábendingin er léttvæg er hún tekin fyrir á næsta starfsmannafundi á öllum starfsstöðvum.

Lykilmannauðsmælikvarðar mældir mánaðarlega.

ELKO framkvæmir mánaðarlegar ópersónugreinanlegar

mælingar til að geta brugðist við fljótt ef eitthvað bregður

út af. Kannanir eru sendar út í samskiptakerfinu Relesys og eru eftirfarandi atriði mæld:

Starfsánægja

Hrós samstarfsfólks

Hrós stjórnanda

með viðburði

Opin svör

Þátttaka í könnunum er frá 40-70% eftir atvikum og

Hvernig fannst þér árshá1ð ELKO 2024? (%)

���� Mjög skemm?legt!

Skemmtilegt

Hvorki né

Mjög leiðinlegt

2024 bárust um 1.400 svör. Eftir hverja könnun fara forstöðumenn yfir niðurstöðurnar og meta hvort þurfi að bregðast við. Ef upp koma frávik þurfa mannauðsstjóri eða forstöðumaður verslana í sumum tilfellum að mæta

á starfsstöð og fylgja þessu eftir með 1:1 spjalli við starfsfólk til að greina áskorun betur. Farið er yfir opin svör sem eru þá flokkuð, endurorðuð og svarað formlega

á mánaðarlegum starfsmannafundum.

VINNUSTAÐAGREINING

Árlega eru dýpri og stærri vinnustaðagreiningar framkvæmdar að lágmarki einu sinni á ári og stundum tvisvar. Árið 2024 fór fram vinnustaðagreining með samstarfsaðilum Brandr en til viðbótar var vísitala mannauðs einnig mæld. Vísitalan endurspeglar viðhorf starfsfólksins í garð ELKO í fjölmörgum mismunandi flokkum. Mælingarnar komu mjög vel út og var ELKO hærri í 16 af 20 liðum miðað við meðaltal markaðarins.

FYRIRTÆKI ÁRSINS HJÁ VR

Á hverju ári tekur ELKO þátt í fyrirtæki ársins hjá VR og náði ELKO 67% svarhlutfalli á árinu. ELKO telur mjög mikilvægt að fá samanburð við aðra svipaða vinnustaði til að geta borið kennsl á tækifæri til úrbóta. ELKO var fyrirmyndarfyrirtæki VR árið 2021 og hefur síðan þá fyrirtækjum fjölgað gríðarlega í könnuninni. Samanburður

ELKO við efstu fyrirtæki í smásölu í könnuninni er mjög

jákvæður og sýnir að félagið er með fyrirmyndarstýringu á mannauðsmálum.

HVATT TIL HRÓSMENNINGAR (8,10,16)

Vinnustaðurinn hvetur til jákvæðrar endurgjafar og hrósmenningar. Lagt hefur verið mikið upp úr jákvæðum samskiptum og að það megi geri mistök sem endurspeglar loforð ELKO „snjallari til framtíðar“. Hrós og endurgjöf eru mæld mánaðarlega fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn.

Dæmi um starfsmannafríðindi og kjör:

Afsláttarkjör

Velferðarpakka

Fótboltatíma

Aðgang að Reykjavíkurmaraþoni

Fræðslupakka

Skóstyrk

Fatastyrk

Niðurgreiddan hádegismat

Ávaxtaborð á þeim starfsstöðvum

Starfsaldursviðurkenningar

Stórafmælisgjafir

Brúðkaupsgjafir

STARFSMANNAFRÍÐINDI OG KJÖR (3,5,8,10)

Starfsfólk ELKO nýtur fjölbreyttra fríðinda í gegnum félagið og þá einnig starfsmannafélagið. Öll fá ríflegan afslátt í ELKO og góðan afslátt hjá systurfélögunum Lyfju, Krónunni og N1 og um jólin er gert enn betur fyrir starfsfólk með sérstökum jólaafslætti. Starfsfólk fær einnig aðgang að velferðarpakkanum þar sem veglegur íþróttastyrkur er í boði ásamt allt að sex tímum hjá sérfræðingi, s.s. sálfræðingi. Starfsmenn fá m.a.:

Jólagjöf

Páskaegg, bollur og annað matarkyns á tyllidögum

Viðurkenningu á námsárangri

Árlega heilsufarsskoðun

Tækifæri til að velja styrktarmálefni fyrir ELKO

Aðgang að bústöðum til leigu

Ungbarnagjafir

VERÐLAUN Í ÁTAKSVERKEFNUM (4,8,10)

Yfir árið eru ýmis átaksverkefni í gangi hjá ELKO þar sem starfsfólki gefst kostur á að ná sérstökum árangri og eru veitt verðlaun fyrir þau sem skara fram úr.

KAUPRÉTTARKERFI FESTI (8,10,16)

Starfsfólki Festi varboðið að kaupa hlutabréfí móðurfélaginu og skráðu yfir 80% starfsfólks ELKO sig í Kaupréttarkerfi Festi. Markmiðið er að tengja hagsmuni allra fastráðinna starfsmanna félagsins við afkomu og langtímamarkmið félagsins. Kerfið stuðlar að því að ELKO geti ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk og stjórnendur.

STARFSFÓLK TEKUR ÞÁTT Í MARKAÐSSTARFI

Á árinu voru starfsmenn fengnir til að taka upp myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Töluvert af efni var birt á TikTok sem og á Instagram og fleiri miðlum. Myndböndin fjölluðu almennt um vörur og ýmis góð ráð um raftæki. Einnig voru opnaðar tvær sprettiverslanir bæði á Þjóðhátíð í Eyjum sem og á Fit and Run sýningunni í Laugardalshöll. Markmið sprettiverslana var aðallega markaðsstarf og sá starfsfólk ELKO þar um kynningu fyrir fyrirtækið.

GERVIGREIND EYKUR SKILVIRKNI (8,9,12,17)

Á árinu var tekin ákvörðun um að innleiða gervigreind

(AI) í störf ELKO með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta þjónustu og létta álagi af starfsfólki. Allt starfsfólk

skrifstofu og allir stjórnendur fengu markvissa fræðslu í

notkun gervigreindar, þar sem lögð var áhersla á hvernig tæknin getur einfaldað og stuðlað að betra vinnuflæði.

Gervigreind er nú þegar farin að gegna mikilvægu hlutverki

í daglegum rekstri ELKO og hefur verið innleidd á ýmsum sviðum.

Gagnavinnsla og úrvinnsla upplýsinga

Gervigreind aðstoðar við greiningu stórra gagnasafna, sem flýtir fyrir ákvörðunum og dregur úr villum í útreikningum

Textasmíð og samskipti

Gervigreind er nýtt til að móta og betrumbæta texta fyrir ýmis skjöl, viðskiptatengsl og markaðsefni

Töflureiknihugbúnaður og kóðagreining

Gervigreind styður við úrvinnslu flókinna gagna í töflureiknum og getur metið einfaldan kóða sem sparar tíma og eykur gæði gagnaúrvinnslu

Sett var af stað þróunarverkefni þar sem gervigreind er notuð til að sjálfvirknivæða flokkun og greiningu á þjónustuerindum og er stefnt að innleiðingu árið 2025.

Markmiðið er að hraða þjónustu við viðskiptavini og auðvelda starfsfólki að sinna erindum á skilvirkari hátt.

ELKO mun halda áfram að þróa og bæta innleiðingu gervigreindar á næstu misserum með það að markmiði að auka nýtingu gervigreindar í rekstrinum, bæta starfsumhverfi og veita enn betri þjónustu.

Með þessum aðgerðum er ELKO ekki aðeins að styrkja innri ferla fyrirtækisins, heldur líka að stíga inn í framtíðina með tækni sem styður við bæði starfsmenn og viðskiptavini.

5.0 STJÓRNARHÆTTIR

(3,5,8,12,16)

Áhættumat er reglulega uppfært í ELKO, að minnsta kosti árlega, og er gert til að greina, meta og lágmarka áhættu sem gæti haft áhrif á starfsemi, starfsfólk, viðskiptavini eða nánasta umhverfi. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að vinna áhættuskrá með sínum forstöðumönnum. Ásamt áhættum eru stýringar tilgreindar, eftir umfangi er áhætta áætluð og tíðni og áhrif metin. Áhætta eru flokkuð í 16 mismunandi flokka og enn fleiri undirflokka. Árið 2024 voru skilgreindar í ELKO 44 mismunandi áhættur og þar af aðeins ein á aðgerðarbili. Haldið er utan miðlæga aðgerðarskrá fyrir áhættur á aðgerðarbili. Öll frávik í rekstri eru skráð miðlægt í frávikaskrá til að hægt sé að draga lærdóm og lagfæra eða setja betri stýringar.

Stjórnendur ELKO eru meðvitaðir um áhrifin sem félagið hefur á samfélagið og leggja upp úr góðum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Á heimasíðu Festi eru siðareglur sem ná yfir öll dótturfélögin og alla starfsemi ELKO, hvort sem um starfsfólk, stjórn eða verktaka sem vinna fyrir félagið er að ræða.

Allar verslanir ELKO eru starfsleyfisskyldar og er samstæðuársreikningur félagsins gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (e. IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Í samræmi við lög nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sitja í stjórn ELKO einn karl og tvær konur og er önnur þeirra stjórnarformaður. Stjórn Festi hf. fer með æðsta vald í málefnum ELKO og annarra rekstrarfélaga í eigu móðurfélagsins á milli lögmætra hluthafafunda.

Framkvæmdarstjóri ELKO situr í framkvæmdarstjórn Festi og fer framkvæmdarstjórn móðurfélagsins með meginábyrgð á rekstri Festi hf. og rekstrarfélaganna, þar með talið ELKO.

Nánari upplýsingar um stjórnarhætti Festi er að finna á heimasíðu félagsins. Félagið leggur áherslu á sanngjarnan vinnurétt og að það sé val starfsfólks hvort það sé í stéttarfélagi.

Stjórnarformaður ELKO er Ásta S. Fjeldsted og stjórnarmaður Magnús Kr. Ingason. Kynjahlutfall stjórnar er 50%.

Kynjahlutfall kvenna í forstöðumannahóp var 50% árið 2024.

6.0 MARKMIÐ ELKO 2025

(3,5,8,12,16)

Bílafloti félagsins verði að minnsta kosti 50% rafmagnsknúinn

Setja upp rafbílahleðslur

fyrir starfsfólk í tveimur verslunum

Ná veikindahlutfalli starfsfólks í í 3,5%

Yfir 95% starfsmanna telur sig vera trausta ráðgjafa

Afhendingarseðlar úr

vöruhúsi verði rafrænir

Birta áætlað kolefnisspor allra vara á elko.is

Birta sjálfbærnieiginleika

á 40% vara á elko.is

Best í úrlausn kvartana

á raftækjamarkaði

Fá hinsegin vottun

7.0

ANNAÐ

Yfirlitstölur

Rekstrarþættir

Losunarbókhald

Umhverfisþættir

Umhverfisstjórnun

Félagslegir þættir

Stjórnarhættir

8.0 UM SKÝRSLUNA

UM SKÝRSLUNA

Sjálfbærniskýrsla þessi er unnin af starfsfólki og sérfræðingum ELKO og Festi. Á árinu var lögð áhersla á að kortleggja sjálfbærnigögn innan samstæðunnar og nýta fjárhagsbókhald sem grunn fyrir sjálfbærnibókhald. Til þess voru nýtt kerfi eins og bókhaldskerfi, vöruupplýsingakerfi og sölukerfi. Þessi breyting gerir félaginu kleift að reikna áhrif, þar á meðal kolefnisspor, fyrir fleiri þætti og veitir betri yfirsýn yfir umhverfisáhrif starfseminnar. Félagið telur að með því að tengja sjálfbærnigögn við fjárhagsbókhalds aukist nákvæmni í útreikningum, auk þess sem miðlun og vöktun upplýsinga verður einfaldari, t.d. í mælaborðum samstæðunnar. Fjárhagsbókhald og tengdir ferlar byggja á samþykktum reikningum sem eru reglulega endurskoðaðir, sem tryggir að sjálfbærniupplýsingar séu byggðar á áreiðanlegum og samþykktum gögnum.

Þessi breyting hafði í för með sér að tölur í losunarbókhaldi fyrir árið 2023 stemma ekki við þær sem birtar voru á síðasta ári. Með innleiðingu rafrænna reikninga og fjárhagsbókhalds í útreikninga á kolefnisspori bættist einnig verulega við útreikninga á kolefnisspori virðiskeðjunnar. Losun fyrir árið 2023 var því ekki aðeins endurreiknuð á nýjum grunni heldur líka með auknu umfangi.

Í kjölfar þessarar vinnu hefur árið 2023 verið ákveðið sem grunnár.

SJÁLFBÆRNIUPPGJÖRIÐ

Félagið er skráð á aðallista NASDAQ og er sjálfbærniuppgjör

þetta unnið með hliðsjón af ESG leiðbeiningum NASDAQ á Íslandi og Norðurlöndum og ESG Reporting guide 2.0 útgefnum í febrúar 2020 með ársskýrslu. Þær leiðbeiningar byggja á ráðleggingum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (e. Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (e. World Federation of Exchange). Upplýsingar í skýrslunni koma frá starfsfólki og sérfræðingum á viðkomandi sviðum ELKO og Festi.

Skýrslan nær yfir alla starfsemi félagsins og byggir á rekstrarárinu 2024. Fjöldi flugferða var gefinn upp hjá viðkomandi flugfélagi og eldsneytislítrar úr viðskiptamannabókhaldskerfi N1. Upplýsingar um sorplosun eru fengnar frá viðkomandi losunaraðila og orku- og vatnsnotkun frá viðkomandi veitum. Uppgjörið er staðfest af 3. aðila.

9.0 YFIRLITSTÖFLUR

REKSTARÞÆTTIR

REKSTRAR Þ ÆTTIR

9.2 LOSUNARBÓKHALD

LOSUNARBÓKHALD

Mótvægisaðger

Losun á fyrri stigum vegna eldsneytisnotkunar

Losun á fyrri stigum vegna rafmagnsnotkunar

Flutnings- og dreifitap raforku og hitaveitu

ðsla á áframseldri raforku

UMHVERFISÞÆTTIR

UMHVERFISÞ ÆTTIR

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

Umhverfisstefna

Flokkun

Auka flokkun á úrgangi

Umhverfisstefna

Sjálfbærni raftækja

Auka fjölda tækja sem fara í hringrásarferli

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna

Sjálfbærni raftækja

Sjálfbærni raftækja

12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki,verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna

Sjálfbærni raftækja

Lækka hlutfall gallaðra vara í endurvinnslu

Auka sölu á notuðum vörum

Auka styrki til verkefna tengdum minnkun raftækjaúrgangs

Sjálfbærni raftækja

Auka birtingu sjálfbærnivottana á vörum

Flokkunarhlutfall úrgangs

Fjöldi tækja sem fer í hringrásarferli

Hlutfall afskrifta á móti sölu

Notaðar vörur seldar til endaneytenda Hlutfall styrkja í umhverfisverkefni

Hlutfall vara í úrvali með sjálfbærnivottun

Umhverfisstefna

Sjálfbærni raftækja

Hafa virkt sjálfbærnismat birgja á meirihluta innkaupa ELKO

Hlutfall innkaupaveltu frá birgjum með sjálfbærnimat

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið

Loftslagsyfirlýsing

Loftlagsmarkmið

13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

Loftslagsyfirlýsing

Loftlagsmarkmið

Draga úr losun gróðurhúsalofttegund í umfangi 1

Auka hlutfall bifreiða sem ganga á umhverfisvænum orkugjöfum

Mæld losun umfangi 1: jarðefniseldsneyti Hlutfall bifreiða með umhverfisvænum orkugjöfum

Umhverfisstefna

Loftlagsmarkmið

13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finnaí landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi

Umhverfisstefna

Loftlagsmarkmið

Skilgreindar mælingar í umfangi 1, 2 og 3 eru kolefnisjafnaðar með vottuðum kolefniseiningum Móðurfélag ELKO gróðursetur trjáplöntur í vottuðum skógi til kolefnisjöfnunar í framtíðinni

Fjöldi trjáplantna gróðursettar frá upphafi

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi

ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan

Stefna ELKO:

Það sem skiptir

þig máli, skiptir okkur máli

Stefna ELKO:

Það sem skiptir

þig máli, skiptir okkur máli

Velferð starfsfólks

Velferð starfsfólks

Að allt starfsfólk viti hvernig hægt er að nýta sér velferðarpakkann og siðferðisgáttina

Að allavega helmingur starfsfólks ELKO nýti sér árlegan 30.000 kr. líkamsræktarstyrk

Stefna ELKO:

Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli

3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verði fyrir alla

Stefna ELKO:

Það sem skiptir

þig máli, skiptir okkur máli

Stefna ELKO:

Það sem skiptir

þig máli, skiptir okkur máli

Velferð starfsfólks

Aukum ánægju starfsfólks í vinnu

Hlutfall starfsfólks sem kann að nýta sér þjónustuna

Hlutfall starfsfólks sem nýtir sér styrkinn

Meðaltal mánaðarlegra ánægjukannanna

Velferð starfsfólks

Viðhalda góðum starfsanda hjá starfsfólki

Árleg mæling starfsfólks

„mér finnst góður starfsandi í minni deild“

Velferð starfsfólks

Allir starfsmenn fái samtal við stjórnanda reglulega á hverju ári

Árleg mæling starfsfólks um hvort þau fái

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið

Jafnlaunastefna

Jafnlaunavottun

Lækka óútskýrðan launamunur kynjana

5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri

þeirra til að vera leiðandi við

ákvarðanatöku á öllum sviðum

stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi

Jafnlaunastefna

Jafnrétti

Jafnlaunastefna

Jafnrétti

Að jafna hlutfall kynja í starfi

Hlutfall óútskýrðs launamuns kynja úr jafnlaunakerfinu

Konur sem hlutfall af heild

eining

Jafnlaunastefna

Jafnrétti

Jafna hlutfall kvenna stöðu forstöðumanna

Jafna hlutfall kvenna stöðu stjórnenda

Konur sem hlutfall af heild Konur sem hlutfall af heild stjórnanda með mannaforráð (forstöðumenn undanskildir)

Tengsl við forgangsmarkmið Stjórnarráðsins

Tenging við stefnu Festi Heiti markmiðs Undirmarkmið

Stefna ELKO: Ánægðustu viðskiptavinirnir Þjónustustefna

Þjónustuáherslur

Þjónustuáherslur

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka

Mannauðsstefna

Mannauður

Aukum ánægju viðskiptavina verslana ELKO í ánægjumælingum Happy or Not

Auka hlutfall vefverslunar af viðskiptum ELKO innanlands

Allir starfsmenn séu skráðir í rafrænt samskiptakerfi

Mannauðsstefna

Mannauður

Mannauðsstefna

Mannauður

Auka rafræna þjálfun starfsfólks

Að þjálfunar- og fræðslustarf gagnist starfsfólki

Hlutfall ánægðra viðskiptavina

Hlutfall vefverslunar af sölu verslana innanlands

Hlutfall skráðra í samskiptakerfi af starfsmannafjölda Hlutfall starfsfólks sem hefur nýtt sér rafræna þjálfun Ánægjumælingar með fræðslustarf

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.