Bleikjustofnum heimsins fer fækkandi og stofnstærðir minnka. Á sama tíma eykst til muna sókn í stangveiðar. Skýrt dæmi er bleikjustofninn í Eyjafjarðará, þar sem að sókn jókst jafnt og þétt til ársins 2001 en eftir það verður algert hrun í stofninum. Hverjar sem ástæður fækkunar bleikju eru, má segja að skynsamlegt sé að bregðast við með veiðistjórn, er miðar að sjálfbærni. Markmið veiða og sleppa (V&S) sem veiðistjórnunaraðferðar er að minnka afföll vegna veiða með því að sleppa veiddum fiski aftur lifandi. Aðferðinni hefur verið beitt til margra ára með ágætis árangri í ýmsum tegundum sportfisks, m.a. laxi og urriða. Litlar heimildir var hinsvegar að finna um að V&S hafi verið notað við veiðistjórnun á bleikju og almennt virðist lítt hugað að veiðistjórnun á bleikju.
Markmið þessa verkefnis var því að kanna áhrif og möguleika veiða og sleppa til veiðistjórnunar á bleikju í Eyjafjarðará.
Rannsóknin var þannig framkvæmd að fiskur var fangaður og merktur, sleppt og fylgst með en