Hjartarlundir
Hjartarlundir í bláberjasósu 1 kg hjartarlundir olía til steikingar salt og pipar
Beringer North Coast Zinfandel (Bandaríkin)
Múrsteinsrautt. Góð fylling, ávaxtaríkt með fínlega krydduðum keim
Sósan ½ l villisoð 1 peli rjómi 1 dl bláberjasulta 1 dl púrtvín dökkt 1 tsk. ferskt timían. Nokkur fersk bláber (ekki nauðsynlegt) Smjörbolla til að þykkja Lundirnar eru brúnaðar á mjög heitri pönnu bara til að loka þeim og þær bakaðar í ofni við 120° í ca 10 mín. eða þar til þær ná 57-59° í kjarna. Soð, púrtvín, timían og bláberjasulta er sett í pott og soðið niður um ca 10% Þá er sósan þykkt og rjóminn settur út í. Gott er að setja nokkur bláber í sósuna áður en hún er borin fram.
Sultaður rauðlaukur 500 g rauðlaukur ½ dl sykur 2 dl rifsberjahlaup 2 dl vatn
2 msk. olía ½ dl dökkt púrtvín 2 msk. rauðvínsedik salt og pipar
Laukurinn er afhýddur og skorinn í lauf eða þunnar sneiðar. Olía og laukur sett í pott og steikt í 1 mín. Þá er öllu bætt út í og látið krauma í 1 klst.
r i t t é r r i t f E með ð á r b i l l i v