noatun_bladid_19des_2

Page 1

Villibrád Nóatúns 2007


Krónhjartarfillet ad höfdingjahætti 1 kg krónhjartarfillet olía til steikingar salt og pipar Kjötið er brúnað á pönnu í olíunni, kryddað með salti og pipar og bakað í 120° heitum ofni í 20-25 mín. eftir stærð.

Gott er að hræra smá klípu af köldu smjöri út í sósuna áður en hún er borin fram, hún má þó ekkert sjóða eftir að smjörið er komið saman við.

Heimalagad raudkál

Sósan 700 ml villisoð, OSCAR 6 sneiðar beikon, saxaðar ½ laukur, saxaður 2 tsk tómatpúrra 30 g smjör 40 g hveiti salt og pipar Beikon og laukur er brúnað í smjöri, hveitinu er bætt út í og smjörbollan, brúnuð aðeins. Setjið soðið út í ásamt tómatpúrrunni salti og pipar. Látið malla við hægan hita í 20 mín.

½ rauðkálshaus, stór (fínt skorinn) 1 grænt epli, flysjað og skorið smátt 30 g smjör 2 msk rauðvínsedik 1 dl hindberjasaft 1 msk sykur salt og pipar Kálið er steikt í smjörinu í rúmgóðum potti. Afganginum af hráefninu bætt saman við, lok sett á pottinn og látið sjóða við vægan hita í 30-40 mín.


Wolf Blass President Selection Cab. Sauvignon

Heit Súkkuladikaka med blautum kjarna

– Ástralía Kröftugt, eikað, berjaríkt, mjúkt og margslungið. Þetta er mjög mikið vín með ilm af sólberjum, myntu og súkkulaði.

Laxatartar 400 g roð og beinlaus lax, smátt saxaður 4 msk ferskur kóríander, smátt saxaður 4 msk af söxuðum rauðlauk Salt og pipar 250 ml balsamedik sítrónuolía

Laxi, kóríander og lauk blandað saman og kryddað með salti og pipar. Edikið er sett í pott og soðið niður þar til það verður þykkt og sætt. Laxinum er skipt niður á 4 diska í fallegan hring og olíunni og edikinu er hellt jafnt yfir í rendur. Gott að bera fram með rúgbrauði.

140 g smjör 140 g 70% súkkulaði 2 egg 3 eggjarauður 140 g flórsykur 60 g hveiti Smjör og súkkulaði er brætt saman í potti við vægan hita. Eggjarauður og egg þeytt saman, flórsykri bætt út í og þeytt vel. Súkkulaðiblöndunni hellt saman við og hrært vel í á meðan og að lokum er hveitinu hrært út í. Deigið er sett í smurð suffleform og bakað í 200° heitum ofni í 8-10 mín.

noatun.is Villibráðaruppskrfitirnar má einnig finna á noatun.is ásamt kennslumyndbandi frá meistarakokki Nóatúns. Vefurinn er uppfærður í hverri viku og þar geturðu stofnað þína eigin uppskriftasíðu og haldið utan um þínar uppáhalds uppskriftir.


Rjúpa og brennivín 4 bringur af rjúpum olía klípa smjör 3 skalottlaukar, smátt saxaðir 10 einiber, möluð 10 græn piparkorn, möluð salt og pipar úr kvörn

Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, þroskuð tannín með sólbakaðan berjabláma og kryddaðan eucalyptuskeim.

Marineradur noatun.is hörpudiskur

Sjá kennslumyndband á

Sósan 2 paprikur, skornar smátt 3 cl brennivín 2 dl villibráðarsoð 2 msk graslaukur, saxaður 2 greinar af fersku timjani ½ msk oreganó, saxað

Penfolds Bin 28 – Ástralía

1 msk salvia, söxuð 2 msk steinselja, söxuð 100 g rjómaostur ½ dl hvítvín 2 dl rjómi 3 cl Brennivín

Hitið olíu og smjör á pönnu og brúnið bringurnar ásamt skalottlauk, einiberjum, pipar og papriku, kryddið með salti og pipar. Hellið brennivíninu út á og berið eld að, gætið þess að pannan sé vel heit því annars kviknar ekki í brennívíninu. Slökkvið eldinn með því að hella hvítvíninu og rjómanum út á. Takið bringurnar, setjið á fat og haldið heitum. Sjóðið þar til rjóminn er farinn að þykkna og hellið þá soðinu og rjómaostinum út í ásamt öllu kryddinu, látið sjóða í 1-2 mín og setjið þá bringurnar aftur út í og hellið restinni af brennivíninu yfir.

10-14 risahörpudiskar 6 msk ólífuolía 1 msk rósapipar

safi úr 2 sítrónum graslaukur salt og pipar

Hörpudiskurinn er skorinn í þunnar sneiðar. Gott er að gera það þegar enn er smá frost í honum. Raðið sneiðunum á fjóra diska. Blandið saman sítrónusafanum og olíunni og dreypið yfir. Merjið rósapiparinn og stráið honum yfir diskana. Klippið ögn af graslauk yfir diskana og kryddið með salti og pipar. Berið fram strax.

Kaffifraud

Bakadar kartöflur

400 g kartöflur, afhýddar og skornar í bita 400 g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita

1 búnt ferskt timjan, saxað ½ dl ólífuolía salt og pipar

Blandið öllu saman, setjið í eldfast mót og eldið við 180° í 1 klst. Hrærið í reglulega á meðan.

120 g mascarpone 1 einfaldur espresso 40 g sykur 1 ½ bl matarlím 200 g léttþeyttur rjómi Sykur er leystur upp í heitum espresso og blandað saman við mascarpone í hrærivél. Matarlím leyst upp í 2 msk kaffi og blandað varlega saman við með sleikju. Að lokum er léttþeytta rjómanum blandað saman við og sett í espressobolla og geymt í kæli í 2 klst.


Hreindyralundir í Calvadossósu 1 kg hreindýralundir salt og pipar smjör til steikingar

Sjá kennslumyndband á

Masi Amarone – Ítalía – Veneto Dökkmúrsteinsrautt, góð fylling, þurrt, ferskt með þéttan sólbakaðan og kryddaðan ávöxt og gott eftirbragð.

Villisveppasúpa

noatun.is

Hitið smjörið á pönnu og steikið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið og bakið í ofni við 120° í 12-15 mín. eftir stærð, kryddið með salti og pipar.

Sósan 4 dl villisoð 8 cl calvados eplakoníak 50 g ósaltað smjör Hellið villisoðinu á pönnuna, látið suðuna koma upp og bætið þá við eplakoníakinu. Hrærið smjörinu saman við smátt og smátt. Eftir það má sósan ekki sjóða.

Strengjabaunir med hnetum 50 g valhnetur, grófmuldar 500 g strengjabaunir salt 50 g smjör 1 sítróna

Þennan rétt þarf reyndar að gera að mestu á síðustu stundu, rétt áður en hann er borinn á borð, en hann krefst þó lítillar fyrirhafnar. Baunirnar eiga mjög vel við með t.d. lamba- og nautasteik, svo og svínakjöti og fuglakjöti. Hitið 2 lítra af vatni að suðu í stórum potti, saltið og setjið svo baunirnar út í og sjóðið (án loks) í 5 mín., hellið þá baununum í sigti og látið kalt vatn renna á þær til að stöðva suðuna. Látið hneturnar krauma í smjöri á stórri pönnu í 3-4 mín. og setjið þá baunirnar á pönnuna. Þvoið sítrónuna vel, fínrífið börkinn af henni yfir baunirnar og kreistið e.t.v. safann úr ½ sítrónu yfir. Hrærið í baununum þar til þær eru heitar í gegn og hellið þeim svo á fat.

35 g villisveppir 1 l villisoð 1 msk bláberjasulta 1 msk smjör 350 ml rjómi 50 g rjómaostur 1 dl púrtvín, dökkt smjörbolla (100 g hveiti / 75 g smjör) Sveppirnir eru settir í vatn þar til þeir mýkjast, þá eru þeir saxaðir og steiktir í smjörinu. Villisoði, púrtvíni og bláberjasultu bætt út í og allt soðið í ca 30 mín. Að lokum er rjóma og rjómaosti bætt út í og súpan þykkt ef þurfa þykir. Kryddað með salti og pipar.

Panna cotta

3 ½ bl matarlím 2 msk heitt vatn 200 ml rjómi 100 g sykur 170 g sýrður rjómi 150 g mascarpone ostur 1 stk vanillustöng 1 msk sítrónusafi Allt sett saman og hitað í 80 gráður við vægan hita í potti. Matarlímið sett síðast. Þeytt saman með töfrasprota og hellt í form. Sett í kæli í 2 klukkustundir.


Heilsteikt villiönd med furuhnetum og púrtvínssósu 2 villiendur salt og pipar ½ l andasoð 1 dl púrtvín 2 dl rjómi

Beringer Stone Cellar Zinfandel – USA – Nappa Valley Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, milt með ferskum berjakeim, krydd og jarðartóna

½ dl ristaðar furuhnetur 1 msk sólberjasulta 50g smjörbolla sósulitur

Stráið salti og pipar á endurnar og setjið í 210° heitan ofn í 10 mínútur. Lækkið ofnhitann í 160° og hafið ofninn opinn í smá stund til að leyfa mesta hitanum að rjúka úr ofninum, steikið áfram í 40 mínútur. Setjið soðið, vínið og rjómann í pott og bakið upp með smjörbollunni. Bætið hnetunum og sultunni í og bragðbætið með salti og pipar. Litið með sósulit. Berið fram eplasalat, rauðvínssoðnar perur og smjörsteiktar soðnar kartöflur með þessum rétti. Sjá kennslumyndband á

Raudvínssodnar perur

noatun.is

Salti, sykri, rósmarín og pipar blandað saman og núið vel inn í kjötið. Helmingnum af blöndunni sem eftir er stráð á fat, kjötið lagt ofan á og afganginum af kryddblöndunni dreift yfir. Ákavíti dreypt yfir og sett í kæli. Látið liggja í 2-3 sólarhringa og snúið tvisvar til þrisvar á dag.Borið fram t.d. með grófu brauði, salati og sósu úr sýrðum rjóma og kryddjurtum.

Mjólkursúkkuladi creme caramel 4 perur 2 kanilstangir 1 dl rauðvín 1 dl sykur

10 negulnaglar ½ l vatn ½ dl Grenadine 1 dl rifsberjahlaup

Perurnar eru afhýddar og settar í pott ásamt öllu hráefninu og látið sjóða létt í 20 mín. Þá er slökkt undir og perurnar látnar kólna í leginum. Berið fram kalt með villibráð eða dökku kjöti.

Ákavítsgrafid lambakjöt 500 g lambahryggvöðvi, fituhreinsaður 2 msk ferskt rósmarín, saxað 200 g gróft salt

2 tsk. grófmalað piparkorn 2 msk sykur 2 msk ákavíti

6 tsk sykur ½ bolli mjólk ¾ bolli rjómi 3 eggjarauður ¼ bolli sykur 100 g mjólkursúkkulaði í bitum ½ tsk vanilla innan úr vanillustöng smjör til að smyrja formin Forhitið ofnin í 160°, setjið 1 tsk af sykri í hverja skál og brennið þar til hann verður karamella. Setjið þá súkkulaðið í skálarnar og bakið í ofninum í 3 mín. Setjið til hliðar. Setjið mjólk og rjóma í pott og og látið suðuna koma upp. Þeytið saman eggjarauðurnar og sykurinn og vanilluna létt saman. Hrærið þá mjólkurblöndunni hægt út í eggin og hellið svo í formin. Bakið í ofninum í 35-40 mín. Kælið í 1 klst. í kæliskáp og setjið svo restina af sykrinum yfir skálarnar og brennið með brennara.


Kengúra í villisveppasósu 1 kg kengúrufillet olía til steikingar salt og pipar

Wolf Blass Yellow Label Cab. Sauvignon – Ástralía Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, þroskuð tannín með grösugum sólberja og myntutónum.

Grafin villigæs

Sjá kennslumyndband á

noatun.is

Kjötið er brúnað á mjög heitri pönnu til að loka því og bakað í 140° heitum ofni í ca 15-18 mín. eða þar til það nær 59° í kjarna.

Sósan ½ l villisoð 1 dl púrtvín, dökkt 1 peli rjómi 1 msk bláberjasulta

25 g þurrkaðir villisveppir salt og pipar smjörbolla til að þykkja smjörklípa

Sveppirnir eru lagðir í bleyti þar til þeir verða mjúkir og þá eru þeir saxaðir og steiktir í smjörinu. Púrtvíni, villisoði og sultu bætt í og allt látið malla við hægan hita í 25 mín. Að lokum er rjómanum bætt út í og þykkt ef þurfa þykir, kryddað með salti og pipar.

Karamelad grænmeti

2 gæsabringur 1½ msk sykur ½ msk piparblanda 1 hvítlauksrif, saxað

3 msk gróft salt 1½ msk steinselja, söxuð 1 msk ferskt timjan, saxað 4-6 einiber möluð

Bringurnar eru þerraðar vel og velt upp úr sykri og salti og kryddinu þrýst vel inn í þær. Settar í kæli í 1-1½ sólarhring og snúið nokkrum sinnum á meðan. Skafið mestu blönduna af áður en bringan er skorin og berið fram með salati og berjasultu eða sultuðum rauðlauk. Setjið í eldfast mót og inn í 180° heitan ofn og bakið í 35-40 mín. Hrærið í á meðan.

Myntukryddud jardarber med kampavíni 300 g jarðarber, skorin í tvennt 1 myntubúnt 3 msk flórsykur kampavín

4 bollar perlulaukur, afhýddur 1 hvítlaukur, afhýddur og skorinn gróft 4 gulrætur, afhýddar og skornar í 3 cm bita 2 steinseljurætur, afhýddar og skornar endilangt í 3 cm bita 2 bökunarkartöflur, afhýddar og skornar í 1 cm sneiðar 1 rófa, afhýdd og skorin í 1 cm sneiðar 4 msk ólívuolía Sigtið flórsykurinn yfir jarðarberin. Veljið fjórar salt og pipar fallegar myntuhríslur til skreytingar, en skerið niður Hitið pönnu vel og steikið allt grænmetið upp úr olíunni u.þ.b. 2 msk af myntulaufum og blandið saman við jarðarberin. Dreifið þessu jafnt í skálar og látið í 1-2 mín. Kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfast standa í kæli þar til borið er fram. Þegar að því mót, inn í 180° heitan ofn og bakið í 35-40 mín. kemur er smá kampavíni hellt yfir, skreytt með Hrærið í öðru hvoru. myntulaufum og flórsykri.


Hjartarlundir í bláberjasósu 1 kg hjartarlundir olía til steikingar salt og pipar

Sjá kennslumyndband á

noatun.is

Lundirnar eru brúnaðar á mjög heitri pönnu bara til að loka þeim og þær bakaðar í ofni við 120° í ca 10 mín. eða þar til þær ná 57-59° í kjarna.

Sósan ½ l villisoð 1 peli rjómi 1 dl bláberjasulta 1 dl púrtvín dökkt 1 tsk ferskt timjan nokkur fersk bláber (ekki nauðsynlegt) smjörbolla til að þykkja Villisoð, púrtvín, timjan og bláberjasulta er sett í pott og soðið niður um ca 10%. Þá er sósan þykkt og rjóminn settur út í. Gott er að setja nokkur bláber í sósuna áður en hún er borin fram.

Trönuberjasósa 500 g trönuber 2½ dl vatn 200 gr sykur

Castillo de Molina Cab. Sauvignon - Chile Kirsuberjarautt. Tæp meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín með mjúkan berjarauða og sveitatón.

Búrgúndísniglar í kryddsmjöri 24 sniglar 10 hvítlauksgeirar 3 tsk þurrkað estragon 3 tsk þurrkuð basilíka 1½ tsk þurrkuð salvia 1½ tsk þurrkað marjoram 2 tsk Dijon sinnep

½ tsk möluð fennelfræ 150 g smjör 1 dl jómfrúarólífuolía 2 cl Pernod

Hvítlaukur er hakkaður í matvinnsluvélinni, kryddi, smjöri og olíu blandað vel saman og skvettu af Pernod bætt út í. Sniglarnir settir í eldfastar sniglapönnur (sex í hverja). Kryddsmjörinu smurt vel yfir og sniglarnir bakaðir í 10-15 mín. í 220° heitum ofni eða þar til smjörið hefur brúnast vel og er orðið sjóðandi heitt. Það er áríðandi að það sjóði á smjörinu þannig að brún skán myndist ofan á sniglunum. Athugið að hafa ofnskúffu undir sniglapönnunum, því bráðið smjörið lekur niður með köntunum á þeim. Takið sjóðheitar pönnurnar út og látið þær á diska með servíettu undir og berið fram með miklu brauði. Gott er að dýfa brauðinu í bragðmikið kryddsmjörið þegar sniglarnir eru borðaðir.

Hálstöflusorbet 2½ dl vatn 100 g sykur ½ pk Fishermans friend í bláu og röndóttu pökkunum

Sjóðið trönuberin í vatninu þar til berin springa og takið þá af hitanum og hrærið sykrinum saman við og kælið niður.

Hitið allt hráefnið saman í potti og látið sjóða við vægan hita í 5 mín. Kælið blönduna og setjið hana síðan í ísvél þar til blandan er frosin. Ef ekki er aðgangur að ísvél er blandan látin í eldfast mót eða skál og síðan í frysti. Þá verður að hræra í henni á 30 mín. fresti eða þar til hún er alveg frosin. Gott er að nota töfrasprota til að ná sem mestu lofti í blönduna, annars bara gaffal eða písk.


Gæsabringa med bláberjum 2 gæsir olía til steikingar salt og pipar 1 laukur 1 gulrót 2 sellerístilkar 1/3 blaðlaukur 2 lárviðarlauf 4 einiber 2 negulnaglar

6 svört piparkorn ½ tsk timjan 2 l vatn 4 msk bláberjasulta 1½ dl rjómi 100 g fersk bláber sósujafnari 40 g kalt smjör

Rosemount GSM – Ástralía Frábært og flókið vín, ilmur af lakkrís með kryddi, þroskuðum ávöxtum, ferskum hvítum pipar og keim af sætum rjómakenndum vanillutóni.

Bakad grænmeti med eplum 3-4 gulrætur, flysjaðar og skornar í teninga ½ sellerírót, flysjuð og skorin í teninga 1-2 græn epli, flysjuð og skorin í teninga 1 tsk saxað ferskt timjan 1 msk smjör 1 dl villisoð salt og pipar úr kvörn

Sjá kennslumyndband á

Sósan

noatun.is

Skerið bringurnar frá og takið til hliðar. Höggvið restina af gæsinni smátt og brúnið á pönnu í olíu uns beinin er orðin dökkbrún. Setjið yfir til suðu í köldu vatninu. Skerið lauk, gulrót, sellerí og blaðlauk smátt og brúnið á pönnunni í olíu, kryddið með salti og pipar og bætið í pottinn. Bætið einiberjum, lárviðarlaufi, negulnöglum, piparkornum og timían í pottinn og látið suðuna koma upp. Fleytið af froðu og látið sjóða í 2 tíma. Sigtið soðið í annan pott og látið sjóða niður uns ½ l er eftir, bætið rjómanum í og bragðbætið þá soðið með kjötkrafti, salti og pipar. Þykkið með sósujafnara og bætið í bláberjasultu. Endið á að taka sósuna af hitanum og þeyta köldu smjörinu í smá bitum út í og að endingu er bláberjunum bætt í sósuna en hún ekki látin sjóða eftir það. Matreiðsla Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar við meðalhita uns þær eru fallega brúnaðar, kryddið með salti og pipar og steikið við 100°c í 30-40 mínútur eftir stærð, takið úr ofninum og látið standa nokkrar mínútur undir stykki til að láta safann setjast áður en kjötið er skorið. Framreiðsla Gott er að bera fram smjörsteiktar soðnar kartöflur og soðnar sykurbaunir, gulrætur og smámaís með gæsabringunum.

Léttsteikið gænmetið og eplið í smjörinu, kryddið með timjani, salti og pipar. Hellið soðinu yfir og látið sjóða þar til grænmetið er orðið mátulega mjúkt og soðið er gufað upp.

Reykt andabringa med appelsínubasil vinagrette 1 pk sneiddar reyktar andabringur 1 poki klettasalat (rucola) 1 appelsína 10 lauf ferskt basil, saxað ½ dl ólífuolía 1 msk rauðvínsedik salt og pipar

Rífið niður börkinn af hálfri appelsínunni og setjið í skál ásamt basil, olíu, ediki, salti og pipar. Skerið appelsínuna í sundur og kreistið safann úr helmingnum og setjið í skálina. Kryddið með salti og pipar. Setjið salatið á disk, raðið öndinni yfir salatið og dreypið dressingunni yfir.


Villigæs med trönuberjasósu Fyrir 4

Rosemount Traditional – Ástralía Dökkkirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, þurrt, ferskt, mjúk tannín. Þéttur berjakjarni, sólber, skógarbotn, krydd.

Sjá kennslumyndband á

1 villigæs salt og pipar

noatun.is

Stráið salti og pipar á gæsina og setjið í 210° heitan ofn í 10 mínútur. Lækkið ofnhitann í 140° og hafið ofninn opinn í smá stund til að leyfa mesta hitanum að rjúka úr ofninum, steikið áfram í 60 mínútur. Berið fram með eplasalati, rauðvínssoðnum perum og smjörsteiktum soðnum kartöflum.

Trönuberjasósa 1 msk smjör 50 g grænmeti (sellerírót, nípa, gulrætur, skallotlaukur, blaðlaukur) 100 ml trönuberjasafi 400 ml villibráðarsoð 2 tsk sykur 2 msk kartöflumjöl skvetta af rauðvíni nýmalaður hvítur pipar sjávarsalt Léttsteikið fínskorna grænmetið í smjöri á pönnu. Bætið trönuberjasafa, soði og sykri saman við og látið malla í um 20 mín. Sigtið sósuna og þykkið með kartöflumjöli, leysið upp í rauðvíni. Látið malla í 5 mín.

Marinering Setjið hangikjötsvöðvana í skál og hellið koníakinu yfir. Saxið kryddjurtirnar fínt og blandið saman í skálina. Kryddið til með grænum og svörtum pipar. Marinerið hangikjötið yfir nótt í kæli. Vefjið hangikjötsvöðvunum inn í plastfilmu og setjið í frysti.

Bökud epli 1 kg epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í báta 150 g hrásykur 100 g bráðið smjör 100 ml eplasafi 1 tsk kanill

¼ tsk allrahanda,malað ¼ tsk múskat, rifið negull á hnífsoddi 100 ml rjómi 1 l vanilluís

Hangikjöts carpaccio 600 g hangikjötsvöðvar 1 msk ferskt timjan 1 msk ferskt rósmarin 6 blöð fersk salvía 3 stilkar steinselja 1 tsk malaður svartur pipar 1 tsk malaður grænn pipar 100 ml brandý eða koníak

Eplin eru sett í eldfast mót. Kryddi, smjöri og helming af sykri og eplasafa blandað saman og sett yfir eplin. Bakið í 200° heitum ofni í 35-40 mín. og hrærið í nokkrum sinnum á meðan. Lækkið hitann í 160° og hellið leginum í pott, og setjið eplin aftur í ofninn. Blandið afgangi af sykri og eplasafa saman við löginn, sjóðið í 5-8 mínútur. Hellið sósunni yfir eplin og berið fram með ís.


Hreindyrafillet med porchini 1 kg hreindýrafillet salt og pipar olía til steikingar

Sjá kennslumyndband á

noatun.is

Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað með salti og pipar og bakað í ofni við 120° þar til það nær 59° í kjarna það gæti tekið frá 40-50 mín.

Sósan 25 g þurrkaðir porchini sveppir ½ l villisoð, OSCAR 1 dl dökkt púrtvín

400 ml rjómi 2 msk smjör 1 tsk bláberjasulta salt og pipar

Sveppirnir eru lagðir í vatn til að mýkja þá, síðan saxaðir smátt og og brúnaðir í smjörinu, þá er soði og púrtvíni hellt út í og allt látið malla í 10 mín. Að lokum er rjómanum bætt í og látið malla aftur í 10 mín. og sultunni þá bætt út í og saltað og piprað eftir smekk. Hægt er að þykkja sósunna með sósujafnara ef hún þykir of þunn.

Humarhalar í hvítlaukssmjörsósu med villisveppum

800 g stórir humarhalar, skelflettir 25 g þurrkaðir blandaðir villisveppir 50 g smjör 1 msk saxaður laukur 2 hvítlauksgeirar

2 dl rjómi 2 dl humarsoð eða fisksoð 50 g kalt smjör salt og pipar 1 msk söxuð fersk steinselja

Wolf Blass President Selection Shiraz – Ástralía Dimmrúbínrautt. Bragðmikið, þurrt, margslungið með miklu eikar- krydd og ávaxtabragði

Undirbúningur Setjið villisveppina í skál, hellið sjóðandi vatni yfir og látið standa í 5 mínútur, veiðið sveppina upp og saxið gróft niður. Matreiðsla Hitið smjör á pönnu og steikið humarinn við snarpan hita, bætið lauk, villisveppum og hvítlaukum á pönnuna, kryddið með salti og pipar. Hellið soðinu og rjómanum á pönnuna og látið sjóða í 1-2 mínútur. Takið humarinn úr sósunni og bragðbætið með salti, pipar og e.t.v. kjötkrafti. Takið pönnuna af hitanum og þeytið köldu smjörinu út í sósuna í litlum bitum. Setjið humarinn aftur í sósuna og stráið saxaðri steinseljunni yfir.

Súkkuladimús 4 dl rjómi, stífþeyttur 6 cl kalt kaffi 140 g súkkulaði 2 eggjarauður 1 tsk Grand mariner 1 tsk Kahlua

Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði, kaffinu ásamt líkjörunum er blandað saman við og kælt. Eggjarauðunum er hrært saman við súkkulaðið og síðan hrært varlega saman við rjómann með sleif. Hellt í form og kælt.


Elgur í Madeira 1 kg elgur í 250 g steikum smjör til steikingar salt og pipar

Sjá kennslumyndband á

noatun.is

Hitið smjörið á pönnu og steikið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið og bakið í ofni við 160° í 8-10 mín. Kryddið með salti og pipar.

Rosemount Shiraz – Ástralía Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með lítil tannín og létt berjabragð

Andalifur med brandí og lauk 12 sneiðar „block of foie gras“ andalifur 10 msk smjör 2 skalottlaukar, saxaðir 3 msk brandí 100 ml andasoð

2 tsk hunang hnífsoddur af sinnepsdufti pipar og salt klettasalat (rucola) ristað hvítt brauð

Sósan 2 msk olía 2 skalottlaukar, fínt saxaðir ½ tsk timjan 1 lárviðarlauf 1 dl madeira eða púrtvín

2 msk balsamedik soðið af kjötinu sósujafnari 30 g kalt smjör salt og nýmalaður pipar

Hönnun EXPO • Prentun Oddi

Látið laukinn krauma í olíunni uns hann fer að glansa. Bætið þá timjani, lárviðarlaufi, madeira og balsamediki í pottinn og sjóðið niður í síróp. Soðinu er þá bætt í pottinn og þykkt með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni, bætið smjörinu út í og hrærið í með þeytara þar til smjörið hefur samlagast sósunni. Eftir þetta má sósan ekki sjóða. Bragðbætið með salti og pipar.

Laukurinn er svissaður létt í smjörinu og brandí, soði, hunangi og sinnepsdufti bætt út í og soðið létt saman. Salatið er sett á disk, 3 sneiðar af andalifur settar ofan á og sósunni dreift yfir. Borið fram með ristuðu brauði og sætu hvítvíni.

noatun.is Villibráðaruppskrfitirnar má einnig finna á noatun.is ásamt kennslumyndböndum frá meistarakokki Nóatúns. Vefurinn er uppfærður í hverri viku og þar getur þú stofnað þína eigin uppskriftasíðu og haldið utan um þínar uppáhalds uppskriftir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.