Nóatún Grillsumar 2013

Page 1

ill-r Grm a su túns nóa

þig! meira fyrir Við gerum

Grill

sumar!


ásTRALíA

Lindemans Cawarra Shiraz / Cabernet – rauðVíN

rúbínrautt, létt meðalfylling, hálfþurrt, mild tannín. rauð ber, krydd.

sinneps- og villijurtakryddað lambaprime 1 kg lambaprime 1 krukka Kofoed´s klassik sinnep 4 msk villijurtakrydd (þurrkað) 1 msk paprikuduft

aðalréttur fyrir

4

Aðferð Blandið kryddjurtunum og paprikuduftinu saman og veltið kjötinu upp úr blöndunni. Penslið kjötið reglulega yfir grilltíma með sinnepinu, grillið kjötið við meðalhita í u.þ.b. 20–25 mín. og snúið reglulega eða þangað til kjötmælir sýnir 54 °C. Látið hvíla í 5 mín. eftir grillun.

sumargúrku- & radísusalat

1 gúrka 1 poki radísur 1 msk ferskur graslaukur, saxaður 1 msk lime safi 3 msk ólífuolía 10 jarðarber

meðlæti fyrir

4

Aðferð Skerið gúrkuna endilangt með ostaskera, skerið radísur í þunnar sneiðar og jarðarberin í þrennt. Blandið öllu saman í skál eða disk og berið fram. Salt og pipar eftir smekk.

siKiLey

Montalto Organci Nero D‘avola – rauðVíN

rúbínrautt, meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk og rauð ber, krydd, lyng.

Mangóte kryddað lambalæri 1 stk lambalæri án mjaðmabeins 1 poki mangóte frá te og Kaffi 2 tsk hvítlauksduft 2 tsk oreganó 2 tsk kóriander ólífuolía

aðalréttur fyrir

4-6

Aðferð Hellið 3–4 dl af ólífuolíu á lambið og látið standa í kæli í 3 daga fyrir grillun. Blandið saman öllum kryddum og tei saman í skál og berið vel á lærið 2 tímum fyrir grillun. Grillið við háan hita, 3 mín. á hverri hlið og slökkvið svo á einum eða öðrum brennaranum á grillinu og látið lærið vera þeim megin sem slökkt er (óbein eldun). Snúið á 15–20 mín fresti í 2 tíma (mismunandi eftir grillum) best er að nota kjötmæli 52 °C og látið hvíla í 10 mín. undir viskastykki.

sinneps-kartöflusalat

600 g kartöflur, smælki 2 dl aB mjólk 2 dl sýrður rjómi 4 msk Kofoed‘s sinnep 2 msk ferskur graslaukur, saxaður 1 tsk ferskur engifer, saxaður

meðlæti fyrir

4-6

Aðferð Sjóðið kartöflurnar og kælið. Blandið öllu saman í skál, kartöflunum bætt í síðast. Gott er að strá klipptum graslauk yfir í lokin.


íTALíA

Piccini Memoro – rauðVíN

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sælgætiskenndur berjablámi, vanilla, eik.

Heilgrillað hunangs-BBQ ungnauta rib-eye 1 kg ungnauta rib-eye salt pipar Hunts Honey mustard BBQ sósa

aðalréttur fyrir

4

Aðferð Saltið og piprið eftir smekk og grillið við háan hita í 4 mín. á hvorri hlið. Slökkvið þá á öðrum brennaranum og hafið kjötið þeim megin sem slökkt er. Penslið kjötið með BBQ sósunni reglulega og snúið á 15–20 mín. fresti. Steikið við meðalhita þangað til kjötið nær 54–56 °C í kjarnhita (meðalsteikt) takið þá af og hvílið í 10 mín. undir viskastykki.

Grilluð sætkartöflumús

2 stk sætar kartöflur Grillið kartöflunar í heilu lagi í hýðinu í 60–70 mín. einstaklega auðvelt og alveg frábært meðlæti.

meðlæti fyrir

4

íTALíA – TosKAnA

Mamma Piccini – rauðVíN

Kirsuberjarautt, meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungstannín. Skógarber, lyng, vanilla.

Heimatilbúinn grillborgari aðalréttur 800 gr ungnautahakk 3 tsk hvítlauksduft 3 tsk paprikuduft 2 tsk tímjan (þurrkað) 2-3 msk worcestersósa 4 stk rösti kartöflur beikonsmurostur kál (t.d. iceberg) tómatar súrar gúrkur tómatsósa Kofoed‘s sinnep wasabi mayonnaise 4 hamborgarabrauð

fyrir

4

Aðferð Blandið öllum þurrkryddum saman við hakkið ásamt worcestersósunni og skiptið í fjóra 200 g hamborgara. Grillið borgarana og rösti kartöfluna og smyrjið beikonostinum á í lokin. raðið svo hamborgurnum saman, athugið að áleggið og sósur hér að ofan er aðeins viðmiðun en hægt er að setja hvað sem hugurinn girnist á hamborgarana. Gott að bera fram með sætkartöflufrönskum.


ásTRALíA

rosemount Cabernet / Merlot – rauðVíN

Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, mild sýra, mild tannín. rauð ber, plóma, krydd, lyng.

Grísarif daníels 3–4 grísarif 6 stk negulnaglar 4 stk lárviðarlauf ½ dós egils maltöl 4 dl Jack Daniels BBQ sósa salt pipar

aðalréttur fyrir

4

Aðferð Blandið öllu hráefninu saman í pott ásamt vatni og sjóðið rifin í 40–45 mín. (hægt að gera daginn áður). Kælið. Grillið svo rifin í u.þ.b. 10–15 mín. og penslið reglulega með Jack Daniels BBQ sósu.

Heimatilbúið hrásalat

meðlæti

4 gulrætur ½ haus kínakál ½ ananas, afhýddur og kjarnhreinsaður 1 tsk paprikuduft safi úr 3 lime 1 lítil dós mayonnaise, 1 msk ferskur kóriander, saxaður

fyrir

4

Aðferð flysjið gulrætur og rífið niður ásamt kína­ kálinu. Skerið ananasinn í litla bita og blandið öllu saman í skál. Hrærið saman.

íTALíA – VeneTo

Masi Campofiorin – rauðVíN

Kirsuberjarautt, góð lfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, kirsuber, krydd, eik.

Fennel- og karríkryddaður grísahnakki

1 kg grísahnakki (skorinn í u.þ.b. 1–2 cm sneiðar) 2 msk karrí 2 msk rósmarín, þurrkað aðalréttur 2 msk fennel, þurrkað fyrir 1 msk miðjarðarhafskrydd 4 salt pipar Aðferð Blandið öllu þurrkryddi saman og kryddið sneiðarnar. Grillið á háum hita í 15 mín. (mismunandi eftir grillum). Snúið fjórum sinnum.

sítrónukryddað grænmetisspjót

1 kúrbítur 1 eggaldin 8 kirsuberjatómatar 4 sveppir

salt pipar lemon vinaigrette

meðlæti fyrir

4

Aðferð Skerið kúrbítinn og eggaldinið í hæfilega bita og raðið á spjót ásamt tómötum og sveppum. Saltið og piprið eftir smekk og veltið upp úr lemon vinaigrette. Grillið við meðalhita í 10 mín. Perlu kúskús

200 g perlu kúskús 100 g sólþurrkaðir tómatar (gróft saxaðir) 100 g grænar ólífur (skornar í tvennt) 2 msk fersk steinselja, söxuð 3 dl kjúklingasoð (vatn+kraftur)

meðlæti fyrir

4

Aðferð Sjóðið upp á soðinu og hellið út á kúskúsið. Látið standa í lokuðum potti í 7–10 mín. Blandið öllu saman. Saltið og piprið eftir smekk.


íTALíA – TosKAnA

Piccini Chianti – rauðVíN

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Þroskuð rauð ber, kirsuber.

Kryddlegið kjúklingaspjót 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri 2 msk engifermauk 2 msk soyasósa 1 msk paprikuduft 1 tsk hvítlauksduft sveppir kirsuberjatómatar

aðalréttur fyrir

2

Aðferð Blandið öllu saman og veltið kjúklingnum upp úr leginum og látið standa í 1–2 klst. Þræðið upp á spjót ásamt tómötum og sveppum. Grillið við meðalhita þar til kjúklingurinn er grillaður í gegn. Möndlu- og hnetufylltur kúrbítur

1 stk kúrbítur 200 g möndlur, hýðislausar 200 g kasjúhnetur 2 hvítlauksgeirar 1 rautt chili, steinhreinsað 1 tsk engifer 3 msk sesamolía

meðlæti

Aðferð Skerið kúrbítinn eftir endilöngu og kjarn­ hreinsið með skeið. Setjið restina af hráefninu í matvinnsluvél og maukið gróft. Setjið fylling­ una í kúrbítinn. Grillið í u.þ.b. 10–12 mín. Grillaður maís

meðlæti

4 stk ferskur mais smjör salt krydd (t.d oreganó)

4

fyrir

Aðferð Leggið stönglana í bleyti í 10 mín., færið svo blöðin frá þannig að hægt sé að fjarlæga þræðina á bak við. Leggið blöðin aftur að og grillið í um 15 mín. en passið að snúa reglulega svo hann brenni ekki. Kryddið svo með smjöri, salti og kryddi eftir smekk eða bara með smjöri og salti.

fyrir

4

íTALíA

Piccini Pinot Grigio – hVítVíN

Ljóssítrónugult, létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Pera, epli, melóna.

Rifsberja- & myntukjúklingabringur 4 kjúklingabringur 200 g rifsber 1 msk mynta, fersk 4 msk hlynsíróp safi úr 1 lime 2 rauð chili (steinhreinsuð)

aðalréttur fyrir

4

Aðferð Setjið berin, myntuna, sírópið, chili og lime­ safann í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið marineringunni yfir bringurnar og látið standa í Brie fyllt paprika u.þ.b. 1 klst. Passið að grilla kjúkling í gegn. 2 paprikur 4 x 1 cm sneiðar af Brie (ostur) 2 msk ferskur vorlaukur, saxaður pipar

meðlæti fyrir

4

Aðferð Skerið paprikurnar í tvennt og kjarnhreinsið. Setjið ostinn í skálina og stráið vorlauknum yfir ásamt pipar. Grillið í u.þ.b. 10 mín.


íTALíA

Piccini Memoro – hVítVíN

Strágult, meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, pera, eik, hunang.

Grillaður steinbítur með tómat og avocado aðalréttur 1 kg steinbítur 1 lítil dós af tómatpurru 1 dós maukaðir tómatar 1 msk fersk basilíka, söxuð 2 ms reykt paprikuduft 1 msk hvítlaukur, saxaður pipar salt olía

fyrir

4

Avocado og vínber

Aðferð Skerið steinbítinn í steikur, jafn stórar og grill­ spaðinn sem notaður er til að snúa. Penslið fiskinn með olíu, saltið og piprið. Setjið allt annað í matvinnsluvél og maukið vel saman. Grillið fiskinn á annarri hliðinni í u.þ.b. 5 mín. (fer eftir stærð) og snúið svo. Setjið maukið á og grillið áfram þangað til hann er grillaður í gegn.

2 avocado 200 g vínber 1 askja jarðarber 1 stk lime 1 poki klettasalat salt pipar

meðlæti fyrir

4

Aðferð flysjið avocadoið og skerið í bita og kryddið með ólífuolíu, salti, pipar og limesafa. Setjið allt saman í skál og blandið salatinu saman.

nýjA sjáLAnd

Matua Valley Pinot Noir – rauðVíN

Ljóskirsuberjarautt, létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, mild tannín. rauð ber, jarðarber, lyng, jörð.

Lemonlax

1 laxaflak, meðalstórt 1 krukka lemon mayonnaise salt 3 msk fersk steinselja, söxuð 1 msk ferskur graslaukur, saxaður 1 stk appelsína

aðalréttur fyrir

4

Appelsínufylltir sveppir

Aðferð Skerið laxinn í sömu stærð og grillspaðinn er. Blandið saman steinselju og graslauk við lemon mayonnaise og smyrjið á laxa­ steikurnar. Skerið appelsínuna í sneiðar og leggið á laxasteikurnar. Grillið á roðhliðinni eingöngu, en reynið að halda grillinu eins heitu og hægt er á meðan.

1 askja stórir sveppir 125 g rjómaostur með appelsínu 1 appelsína

meðlæti fyrir

4

Aðferð fjarlægið stilkinn af sveppunum og fyllið holuna með ostinum. Skerið appelsínuna í sneiðar og leggið yfir. Grillið í u.þ.b. 7 mín.


íTALíA – VeneTo

Masi Modello delle Venezie – rauðVíN

rúbínrautt, létt fylling, þurrt, fersk sýra, mild tannín. Berjablámi, kirsuber, lyng.

Grill pizza

1 stk pizza deig 1 poki rifinn ostur 1 rauðlaukur skinka fetaostur klettasalat bernaisesósa köld (Toppsósur)

aðalréttur fyrir

4

Aðferð Til að baka pizzu á grilli þarf pizzastein. Setjið steininn á grillið og hitið vel. Setjið svo deigið á steininn, látið smjörpappírshliðina snúa niður og bakið í 3–4 mín. Takið af grillinu og snúið deiginu við. fjarlægið smjörpappírinn, setjið þá sósu og álegg á pizzuna fyrir utan salat og fetaostinn það fer síðast þegar pizzan er klár. Bakið svo pizzuna inni í grillinu í 7–9 mín. (fer eftir grillum). reynið að halda góðum hita í grillinu allan tímann ekki opna og loka í tíma og ótíma. Áleggin hér að ofan er einungis viðmiðun, hægt er að nota allt sem þig langar á pizzuna.

Grillaður Pipp banani

4 stk vel þroskaðir bananar 4 stk Pipp súkkulaði

eftirréttur fyrir

4

Aðferð Skerið í bananana og troðið Pippinu í rifuna og grillið í hýðinu eða setjið í álpappír. Skiptir engu máli hvaða Pipp tegund, er bara uppáhalds.

Nóatún 17

Austurver

Grafarholt

Grillið í u.þ.b. 7–10 mín. Mjög einfaldur og góður eftirréttur sem klikkar aldrei. Gott að bera fram með t.d. vanilluís.

Hamraborg

Hringbraut


Grillsósur ②

① Tandoorí

jógúrtsósa

1 dós grísk jógúrt 2-3 msk tandoorí krydd frá Pottagöldrum 1 dós sýrður rjómi 3 msk ferskur graslaukur, saxaður 2 msk hunang salt pipar safi úr 1 lime Aðferð Öllu blandað saman í skál og hrært saman. Gott að láta standa í kæli í 10 mín. áður en borið er fram.

③ Raida jógúrtsósa 1 dós grísk jógúrt 4 msk hunang 1 rauð paprika ½ gúrka 1½ msk fersk mynta 1 rautt chili (steinhreinsað)

Aðferð Skerið papriku og chili í smáa bita og saxið myntu, rífið gúrkuna út í og blandið öllu saman. Má smakka til með hunangi.

② Grillsæla 1 lítil dós kotasæla ½ rauðlaukur 1 msk grænt pestó pipar

Grill

sumar!

Aðferð Skerið laukinn í strimla og blandið öllu saman.

daníel Pétur Daníel Pétur Baldursson, kjötmeistari í Nóatúni, er höfundur sumaruppskrifta Nóatúns 2013. Daníel lærði til matreiðslumanns á Hilton reykjavík Nordica og útskrifaðist árið 2009. eftir útskrift þróaði hann hæfileika sína áfram á Vocal restaurant auk fleiri veitingastaða sem hann vann á. Nú er hann kjötmeistari í Nóatúni og erum við afar stolt af því að hafa slíkan hæfileikamann innan okkar raða og geta boðið viðskiptavinum upp á spennandi grilluppskriftir hans.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.