Ársskýrsla Golfklúbbsins Odds 2014

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2014


2

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

EFNISYFIRLIT: Efnisyfirlit........................................................................................... 2 Dagskrá aðalfundar........................................................................... 3 Handhafar heiðursmerkja................................................................ 4 Stjórn og nefndir................................................................................ 4 Skýrsla stjórnar Golfklúbbsins Odds starfsárið 2011-2012........ 5 Ársreikningur og sundurliðanir fyrir starfsárið 2011..................... 17 Áritun stjórnar............................................................................... 19 Áritun endurskoðenda................................................................. 20 Rekstrarreikningur........................................................................ 21 Efnahagsreikningur....................................................................... 22 Sjóðstreymi.................................................................................... 23 Skýringar ....................................................................................... 26 Sundurliðanir................................................................................. 27 Tölfræði............................................................................................... 32 Skýrslur nefnda.................................................................................. 33 Afreksnefnd .................................................................................. 33 Kvennanefnd.................................................................................. 35 Mótanefnd..................................................................................... 37 Félagsstarfsnefnd.......................................................................... 38 Aganefnd........................................................................................ 38

Ljósmyndirnar í árskýrslunni eru teknar af Helgu Björnsdóttur og Emil Emilssyni.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 3

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds. Haldinn í golfskálanum Urriðavelli, þriðjudaginn 2. desember 2014. DAGSKRÁ AÐALFUNDAR: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. 6. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 7. Ákveðið árg jald og önnur g jöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. 8. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 9. Kosning tvegg ja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 10. Önnur málefni ef einhver eru.


4

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

STJÓRN OG NEFNDIR GO 2014 Stjórn: Ingi Þór Hermannsson, formaður Guðmundína Ragnarsdóttir, varaformaður Þorvaldur Þorsteinsson, g jaldkeri Ágústa Grétarsdóttir, ritari Svavar Geir Svavarsson, meðstjórnandi Einar Geir Jónsson, varamaður Mótanefnd: Einar Geir Jónsson, formaður Birgir Sigurðsson Björn Þór Svavarsson Júlíus Thorarensen Lilja Ólafsdóttir Svavar Geir Svavarsson Valdimar Lárus Júlíusson Þorkell Jónsson Afreksnefnd: Svavar Geir Svavarsson, formaður Hulda Hallgrímsdóttir Guðný Hrund Þórðardóttir Árni Traustason Sigríður Hrund Guðmundsdóttir

Kvennanefnd: Guðmundína Ragnarsdóttir, formaður Edda Hrafnhildur Björnsdóttir Inga Engilbertsdóttir Kristín Einarsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Sigfríð Runólfsdóttir Sigurlaug Friðriksdóttir Aganefnd: Guðmundína Ragnarsdóttir, formaður Haukur Örn Birgisson Þórður Ingason Félagsstarfsnefnd: Ágústa Arna Grétarsdóttir, formaður Elín Hrönn Ólafsdóttir, Hlíf Hansen Sonja María Hreiðarsdóttir Vallarnefnd: Ingi Þór Hermannsson, formaður Emil Emilsson Tryggvi Ölver Gunnarsson Þorbergur Karlsson

HANDHAFAR HEIÐURSMERKJA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2013: Handhafi: Heiðursmerki: Stund: Ing jaldur Ásvaldsson Gullmerki 20 ára afmæli GO Jón Otti Sigurðsson Gullmerki 20 ára afmæli GO Páll Jóhannsson Gullmerki 20 ára afmæli GO Páll Kristjánsson Gullmerki 20 ára afmæli GO E.T. ehf. Heiðursviðurkenning 20 ára afmæli GO 2014 Handhafi: Heiðursmerki: Stund: Baldur Hólmsteinsson Silfurmerki Meistaramót GO Lilja Ólafsdóttir Silfurmerki Meistaramót GO Þorkell Jónsson Silfurmerki Meistaramót GO


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 5

SKÝRSLA STJÓRNAR GOLFKLÚBBSINS ODDS STARFSÁRIÐ 2013 – 2014 Seg ja má að starfsárið hafi byrjað með látum. Mjög svo óvenjuleg veðurskilyrði í vetur urðu til þess að svell lá yfir flestum flötum vallarins á þriðja mánuð. Óhætt er að seg ja að stjórn og starfsfólk hafi óttast að illa færi. Sérfræðingur á sviði gras- og gróðurræktunar líkti ástandinu við hljóðlátar náttúruhamfarir og lyktin af grasi sem leið súrefnisskort leyndi sér ekki. Starfsmenn okkar lögðu hart að sér við að brjóta svellbunkana en í hvert sinn sem hlýnaði í veðri rann vatn, sér í lagi úr hrauninu, út á flatirnar og svo fraus allt á ný. Þannig endurtók sagan sig hvað eftir annað. Og vissulega komu margir íþróttavellir illa undan þessum vetri. Með dugnaði og ósérhlífni vallarstarfsmanna okkar fór betur en á horfðist og með markvissum aðgerðum jöfnuðu golfvellirnir okkar sig að mestu snemma sumars. Ég vil hér í upphafi færa starfsmönnum Odds okkar bestu þakkir fyrir frábær störf á starfsárinu. Ég vil einnig þakka þeim u.þ.b. 30 félagsmönnum sem svöruðu kallinu og komu einn góðan laugardag með sína járnkarla, hamra og borvélar og lögðu hönd á plóg. Urriðavöllur opnaði inn á 16 sumarflatir þann 15. maí og um 10 dögum síðar inn á allar flatir vallarins.

Veðurfarslega var sumarið nokkuð hlýtt í sögulegu samhengi en úrkomusamt svo ekki sé meira sagt því blautara hefur það ekki verið frá 1920. Sólin var heldur ekki að þvælast fyrir kyflingum því sólskinsstundir hafa ekki verið færri frá 1984. Óneitanlega hafði þetta veðurfar neikvæð áhrif á starfsemi og rekstur klúbbsins, ekki síst tekjulega séð. Þó september hafi verið með eindæmum blautur þá var haustið milt og Urriðavelli því ekki lokað fyrr en 20. október.

STJÓRN OG STARFSFÓLK Á síðasta aðalfundi var Ingi Þór Hermannsson kjörinn formaður til eins árs og með honum í stjórn Ágústa Arna Grétarsdóttir og Svavar Geir Svavarsson, kjörin til tvegg ja ára. Einar Geir Jónsson var kjörinn varamaður til eins árs. Fyrir í stjórninni sátu Guðmundína Ragnarsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Sigurður Ingi Halldórsson sat stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi samkvæmt samningi við landeigendur. Stjórnin hélt 13 bókaða stjórnarfundi á árinu auk vinnufunda. Emil Emilsson er framkvæmdastjóri klúbbsins


6

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

en með honum á skrifstofu í hlutastarfi er Erna Flygenring. Þjónustu við félagsmenn í afgreiðslu önnuðust Valdimar Júlíus Lárusson og Svavar Geir Svavarsson en með þeim í sumar var Anna Ragnheiður Jörundardóttir. Þjónusta við kylfinga í leik var í öruggum höndum Baldurs Hólmsteinssonar. Tryggvi Ölver Gunnarsson lauk sínu 15. ári sem vallarstjóri en við umsjón valla og tækja störfuðu með honum Halldór Leifsson, Kristinn S. Jónsson og Maron Tryggvi Bjarnason í föstu starfi. Að auki komu 13 sumarstarfsmenn að umhirðu vallarins í sumar. Golfkennsla var í höndum Phill Hunter og Magnúsar Birgissonar en með þeim störfuðu Rögnvaldur Magnússon og Andrea Ásgrímsdóttir auk unglinga úr klúbbnum, sem veittu aðstoð við barnanámskeið. Veitingaþjónusta var í umsjón Par 3 ehf, með þau Pálu og Nikka í fararbroddi.

FÉLAGSMENN Fjöldi félagsmanna í Oddi stendur nánast óbreyttur á milli ára. Hins vegar fór þeim kylfingum sem greiða fullt félagsg jald fækkandi, en félögum með aðild að Ljúflingi fjölgaði. Tölfræði yfir félagsmenn má finna aftar í skýrslunni. FÉLAGSSTARF Fjárhagsleg geta okkar til að stunda kraftmikið félagsstarf er takmörkuð svo ekki sé meira sagt. Fjármunir og orka ligg ja að mestu í rekstri golfvallanna. Þó svo að vilji stjórnar standi til þess að geta og gera betur, fer fram gott starf innan klúbbsins. Inniaðstaðan okkar í Kauptúni var vel sótt á árinu. Golfhermarnir njóta mikilla vinsælda og aðstaðan hefur verið nýtt af krafti til æfinga og undirbúnings. Að venju var félagsfundur haldinn í vor þar sem farið var yfir komandi sumar, spjallað og kynnin efld. Sem fyrr var húsfyllir og ánæg julegt er að sjá hversu margir sýna starfinu áhuga með þessum hætti. Á félagsfundinum var m.a. verkefninu „Braut í fóstur“ hrint af stað. Allir félagsmenn fengu hver um sig eina braut til þess að fóstra og tilgangur með verkefninu var að auka þátttöku félagsmanna í því

að hugsa enn betur um völlinn, tína rusl, laga kylfuog boltaför og þess háttar. Seg ja má að vel hafi tekist til og völlurinn okkar hafi verið til fyrirmyndar í sumar. Án efa verður framhald á þessu á næsta sumri. Sem fyrr tóku margir félagsmenn þátt í gróðurdegi, plöntuðu trjám og snyrtu umhverfið. Efnt var til fræðslufunda, m.a um næringu og rétt hugarfar við undirbúning og leik. Axel F. Sigurðsson og Gauti Grétarsson fluttu erindi fyrir fullu húsi. Mikið var hlegið því óhætt er að seg ja að fundarmenn hafi séð sjálfa sig í þeim dæmigerðu kylfingum og aðstæðum sem dregnar voru upp. Haldið var fræðslunámskeið fyrir nýliða og reglunámskeiðin fyrir byrjendur sem lengra komna eru alltaf jafn vinsæl. Sjá nánar í skýrslu félags- og fræðslunefndar síðar í ársskýrslunni. Eins og sjá má í skýrslu kvennanefndar hér síðar í ársskýrslunni var kvennastarfið að venju þróttmikið á árinu og okkur mikill sómi af. Meistaramót klúbbsins var haldið 6. – 12. júlí. Ágæt þátttaka var að þessu sinni en það lætur nærri að um fjórðungur félagsmanna taki þátt. Örn Smári Gíslason var fenginn til að hanna verðlaunagripi mótsins og sótti hann innblástur til bautasteinanna


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 7 Klúbbmeistarar Odds 2014, Andrea Ásgrímsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz.

sem eru við teiga hverrar brautar Urriðavallar. Að mati stjórnar tókst mjög vel til og er þar líklega komin hönnun sem verður notuð á næstu árum. Klúbbmeistarar 2014 voru Andrea Ásgrímsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz. Ánæg julegt var að sjá Ottó taka „gömlu refina“ en Ottó er 18 ára gamall og hefur vaxið og dafnað sem kylfingur úr barnaog unglingastarfi klúbbsins. Að venju var slegið upp veislu í mótslok og félagar gerðu sér glaðan dag. Við það tækifæri voru þrír félagsmenn sæmdir silfurmerki félagsins fyrir mikið og gott starf tengdu mótahaldi klúbbsins til fjölda ára. Þeir sem hlutu silfurmerki að þessu sinni voru Baldur Hólmsteinsson og heiðurshjónin Lilja Ólafsdóttir og Þorkell Jónsson. Við færum þeim enn á ný þakkir fyrir þeirra framlag til klúbbsins á liðnum árum. Seg ja má að árið hafi endað á Alcaidesa á Spáni

Verðlaunahafar í Meistaramóti Odds 2014.

því þangað lögðu 70 félagsmenn leið sína og spiluðu golf í viku og nutu samvista. Sem fyrr legg ja Heimsferðir sig fram við að bjóða okkur áhugaverða valkosti á sanng jörnu verði.

MÓTAMÁL Ekki verður undan því vikist að fjalla um mótamál með nokkrum orðum í þessari skýrslu en óánæg juraddir hafa heyrst vegna mótamála. Því er fyrst til að svara að vilji félagsmanna til innanfélagsmótahalds er skýr. Í viðhorfskönnunum hefur ítrekað komið fram vilji mikils meirihluta félagsmanna til að stjórnin standi fyrir innanfélagsmótum. Stjórnin hefur litið svo á að hér sé ekki verið að taka rástíma frá félagsmönnum heldur má seg ja að rástímum sem teknir eru frá fyrir innanfélagsmót sé úthlutað með öðrum hætti en við almennar rástímabókanir.


8

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 9


10

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

Góð þátttaka hefur verið í innanfélagsmótunum. Á þessu ári var fyrirkomulagi mótahaldsins breytt frá síðasta ári. Ánæg julegt var að inn kom að nýju holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi sem gekk vel og ánæg ja var með. Einnig var boðið upp á hjóna- og parakeppni. Reikna má með að mótahald félagsmanna taki einhverjum breytingum á næsta ári og farið verði yfir hvað gekk vel og hverju megi breyta. Varðandi fyrirtækjamót sem og opin mót þá eru þau nauðsynlegur hlekkur í tekjuöflun klúbbsins. Reynt hefur verið að stýra þessu mótahaldi þannig að þau dreifist jafnt yfir sumarið og jöfnuður sé á milli félagsmanna þannig að mót séu bæði á virkum dögum og um helgar, fyrir og eftir hádegi. Til að mótahaldið stangist sem minnst á við eftirsóknarverðustu rástíma félagsmanna þá er slíkum mótum markvisst komið fyrir á föstudagseftirmiðdögum, því reynslan sýnir að eftirspurn félagsmanna eftir rástímum er minnst þá. Þá höfum við reynt að koma því þannig fyrir að mótahald sé ekki tvær samligg jandi helgar í röð og ekki bæði laugardag og sunnudag á sömu helgi, nema við mótahald hjá GSÍ. Því miður tókst þetta skipulag ekki næg janlega vel í sumar en reynt verður að gera betur næsta sumar. Þá er gaman frá því að seg ja að stjórn Odds hefur samþykkt beiðni Golfsambands Íslands og Golfsambands Evrópu, EGA, um að Evrópumót kvennalandsliða fari fram á Urriðavelli sumarið 2016. Það er mikil heiður og viðurkenning fyrir klúbbinn og okkar starf að verða fyrir valinu og ekki síður fyrir íslensku golfhreyfinguna. Það

verður ánæg julegt að bjóða bestu áhugakylfinga kvenþjóðarinnar í Evrópu velkomna á Urriðavöll og fylg jast með golfleik í hæsta gæðaflokki. Við höfum trú á að þetta mót geti fært klúbbnum og Urriðavelli tækifæri til framtíðar. Sjá nánar skýrslu mótanefndar síðar í ársskýrslunni.

AFREKS-, BARNA- OG UNGLINGASTARF Enn á ný hefur barna- og unglingastarf dregist saman. Nokkrar ástæður eru fyrir því en peningaskortur vegur þar einna þyngst. Nauðsynlegt er fyrir stjórn klúbbsins að endurmeta þetta starf og spyrna við fótum. Í stefnumótun sem samþykkt var fyrir rúmum fjórum árum var fjölskyldustefna ásamt barna- og unglingastarfi sett fram sem einn af fimm mikilvægustu áhersluþáttum í starfi klúbbsins. Kylfingar úr okkar röðum tóku þátt í mótum GSÍ og LEK, eldri kylfinga. Árangur Ragnars Gíslasonar vekur þar mesta athygli en hann vann sér sæti í landsliði eldri kylfinga og var efstur á stigalista með forg jöf. Þá endaði Guðlaugur R. Jóhannsson í 6. sæti á stigalista til landsliðs í flokki 70 ára og eldri og tók sæti í landsliði Íslands í þeim flokki. Árangur öldungasveitar karla var líka eftirtektarverður, en sveitin hafnaði í 2. sæti í sveitakeppni GSÍ. Því miður varð það hlutskipti annarra sveita í fullorðinsflokkum að falla niður um deild og til umhugsunar fyrir forystu klúbbsins á næsta starfsári. Tveir kylfingar úr Oddi tóku þátt í Íslandsmótinu í höggleik, sjálfur forseti golfsambandsins, Haukur Örn Birgisson, og Ottó Axel Bjarmarz en hann komst í gegnum niðurskurðinn alla fjóra dagana. Yngri kylfingarnir okkar tóku þátt í sveitakeppnum


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 11 GSÍ og á Áskorenda- og Íslandsbankamótaröðinni. Sjá nánar í skýrslu unglinga- og afreksnefndar.

ÁSTAND VALLA OG FRAMKVÆMDIR Eins og fram kom í inngangi var veturinn okkur erfiður og mildi að ekki fór verr. Tvær flatir komu illa undan svellinu en jöfnuðu sig merkilega fljótt. Hins vegar tók það brautir lengri tíma og kaflar á 3. og 9. braut voru ljótir fram undir haust. Þrátt fyrir allt voru flatir vallarins með allra besta móti í sumar. Nýjar sláttuvélar eiga vafalítið mikinn þátt í því. Með tilkomu nýrra véla varð hægt að hafa eina vél sem eingöngu sinnti því að valta flatir en það jók hraða á þeim og bætti gæði þeirra til muna. En fyrst og fremst eru það færir og duglegir vallarstarfsmenn undir forystu Tryggva sem eiga heiðurinn af frábærum Urriðavelli í sumar, að margra mati besta golfvelli landsins þetta sumarið. Takmörkuð fjárráð urðu þess valdandi að nýjar framkvæmdir á vegum klúbbsins voru ekki margar. Þó var haldið áfram með stígalagningu á 4. braut en eins og áður hefur komið fram er stígurinn g jöf klúbbsins til landeigenda. Einnig var miklum og góðum áfanga náð þegar stígurinn á 13. braut var malbikaður og má með sanni seg ja að nú sé brautin orðin ein sú fallegasta á Urriðavelli. Þá eru hafnar framkvæmdir við lagningu stígs meðfram 15. braut en gönguleiðin þar þoldi illa áganginn í þeirri vætutíð sem hefur verið undanfarin tvö sumur. Nokkrar minni framkvæmdir fóru þó fram á golfvöllunum. Meðal þeirra má nefna uppsetningu á bekk og bautasteini við annan teig ásamt því að stækka álagssvæðið við teiginn. Einnig voru byggðir tveir nýjir gervigrasteigar við þriðju og fjórðu braut á Ljúflingi. VINAVELLIR Samningar voru endurnýjaðir við Strandarvöll við Hellu, Húsatóftarvöll við Grindavík, Þorláksvöll við Þorlákshöfn, Hamarsvöll við Borgarnes, Garðavöll á Akranesi og Glannavöll við Bifröst. Leiknum hring jum á vinavöllum fækkaði nokkuð á milli ára og á blautt og vindasamt tíðarfar sumarsins eflaust stærstan þátt í þeim samdrætti. SAMSKIPTI VIÐ LANDEIGANDA Í upphafi starfsársins tók gildi endurskoðaður

samstarfssamningur við landeiganda, Golfklúbb Oddfellowa fyrir hönd Oddfellow reglunnar. Mesti ávinningurinn af þeim samningi er endurnýjun tækjakosts. Með hagstæðum samningum við söluaðila Toro búnaðar má seg ja að ríflega helmingur tækja sem til stóð að endurnýja yfir þrigg ja ára tímabil hafi verið endurnýjaður á starfsárinu. Fyrir vikið dró úr viðhaldskostnaði samhliða því að gæði valla jukust eins og glöggt mátti finna á flötum í sumar. Í samningnum var einnig kveðið á um að framkvæma hagkvæmnisúttekt á mögulegri stækkun Urriðavallar í 27 holur. Fjallað er nánar um það á öðrum stað í ársskýrslunni. Ýmsum öðrum verkefnum á forræði leigusala var ekki sinnt í sumar og bíða þau næsta árs. Þar má nefna borholumál og viðhald í golfskála en mest aðkallandi verkefni sem ekki var sinnt er að mati stjórnar endurnýjun á jarðvegsdúk í tjörnum við aðra og fimmtu flöt Urriðavallar. Nú eru hafnir miklir jarðvegsflutningar frá nýju byggingasvæði í Urriðaholti inn á svæði innan fimmtu brautar vallarins. Farið er með efnið um malbikaða vegi og bílastæði vallarins og lagður hefur verið nýr vegbútur meðfram og þvert á 2. braut. Furulundi vinstra megin við þá braut var m.a. fórnað að hluta fyrir vegastæðið. Lítið samráð vart haft við stjórn klúbbsins áður en framkvæmir hófust sem er all sérstakt í ljósi þess að Oddur hefur þetta land og mannvirki á leigu. Ljóst er að þetta mun valda


12

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

Ein af mörgum vélum sem voru endurnýjaðar í sumar.

röskun í vetur og vor og hafa áhrif á tekjur klúbbsins. Af þeirri ástæðu hefur stjórn Odds gert kröfu um að leiga verði lækkuð á meðan á efnisflutningum stendur og um að efnisflutningar verði stöðvaðir þar til gengið hefur verið frá samningi. Þegar þessi skýrsla var rituð hefur erindum okkar enn ekki verið svarað. Stjórnin mun því skoða gaumgæfilega hvort og þá hvernig verði gripið til ráðstafana sem trygg ja hagsmuni klúbbsins. Miklar fjárhæðir sparast við að flytja efni svo stutta vegalengd sem raun ber vitni. Stjórn GO hefur séð drög að samningi milli Urriðaholts, sem er að tveimur þriðju í eigu Oddfellowreglunnar og Styrktar og líkarsjóðs Oddfellowa. Í þeim drögum er ekki hægt að sjá að gerð hafi verið tilraun til þess að láta uppbyggingu eða rekstur golfvallarins njóta þessa ávinnings með einhverjum hætti. Það þykir okkur unnendum þessa svæðis dapurlegt. Vondandi verða einhver breytingar á því til lengri tíma litið, t.d. ef til stækkunar kemur.

SAMSKIPTI VIÐ BÆJARYFIRVÖLD Í GARÐABÆ Á síðastliðnum fimm árum hefur stjórn Odds leitað til Garðabæjar og óskað eftir þátttöku bæjarins í greiðslu leigu vegna íþróttaðstöðu okkar í Urriðavatnsdölum. Rök okkar hafa verið á þá leið að þar sem Garðabær greiðir fyrir íþróttaaðstöðu nánast allra íþróttagreina og flokka sem stunda íþróttir í Garðabæ þá beri bæjarfélaginu, sé jafnræðis gætt, að taka þátt í greiðslu leigukostnaðar Odds. Eins og flestir þekkja hefur hvorki gengið né rekið í þessum efnum. Oddur fær nú 6 milljónir

Jarðvegsflutningar gegnum Urriðavöll.

frá Garðabæ og er sú tala nú óbreytt þriðja árið í röð. Að auki fær GO stuðning bæjarfélagsins til greiðslu hluta launa nokkurra sumarstarfsmanna frá Garðabæ. Á félagsfundi sem haldinn var 1. maí var einróma samþykkt ályktun þar sem skorað er á bæjarstjórn Garðabæjar að leiðrétta hið snarasta það ójafnræði sem klúbburinn býr við varðandi leigu á íþróttaaðstöðu sinni. Oddur greiðir um þriðjung tekna af félagsg jöldum í leigu fyrir mannvirkin í Urriðavatnsdölum á sama tíma og önnur íþróttastarfsemi í Garðabæ, og reyndar víðar á höfuðborgarsvæðinu, borgar óverulegt eða ekkert g jald fyrir þá íþóttaðstöðu sem nýtt er í þágu bæjarbúa og nærsveitunga. Þessari ályktun var vísað til Íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ (ÍTG) sem tók það fyrir á síðasta fundi sínum fyrir kosningar. Niðurstaðan var að ÍTG gæti ekki orðið við erindinu og vísaði því til baka til bæjarráðs. Eftir kosningar var nýkjörinni bæjarstjórn og ÍTG boðið í heimsókn til kynningar á aðstöðu og starfsemi klúbbsins. Á þann fund mætti m.a. nýr formaður ÍTG. Sá fundur var jákvæður og niðurstaða þess fundar að erindi okkar yrði


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 13

„Braut í fóstur“. Allir félagsmenn fengu hver um sig eina braut til þess að fóstra og tilgangur með verkefninu var að auka þátttöku félagsmanna í því að hugsa enn betur um völlinn, tína rusl, laga kylfu- og boltaför og þess háttar. Segja má að vel hafi tekist til og völlurinn okkar hafi verið til fyrirmyndar í sumar.

lagt fyrir að nýju. Það er skemmst frá því að seg ja að erindi okkar fékk sömu meðferð og fyrr; „ekki hægt að verða við erindinu“ og því vísað aftur til bæjarráðs. Formaður og framkvæmdastjóri fóru þá enn einn ganginn á fund bæjarstjóra og óskuðu eftir liðsinni hans. Á þeim fundi undirstrikaði bæjarstjóri að Oddur muni ekki njóta frekari stuðnings bæjaryfirvalda en sem nú nemur og kann að felast í almennum hækkunum á styrkjum til allra íþróttafélaga. Á fundum með bæjarstjóra hefur margsinnis komið fram að þar á bæ telji menn að þegar samþykki fyrir uppbyggingu Urriðavallar var veitt hafi Oddfellowhreyfingin gefið loforð um að ekki yrði leitað til bæjaryfirvalda um fjárframlög til rekstrar golfvallarins. Að mati stjórnar GO er þetta dapurleg niðurstaða í ljósi þess að bærinn ver nú 250 milljónum til uppbyggingar á klúbbhúsi næsta nágranna okkar og 100 milljónum til uppbyggingar íþróttaaðstöðu hestamanna, sem við gerum ekki ráð fyrir að viðkomandi félög þurfi að greiða leigu fyrir. Oddur er sjálfstætt íþróttafélag, þar sem um 85% félagsmanna á ekki aðild að Oddfellowreglunni. Hins vegar er augljós afstaða bæjarins að Oddfellowreglan eigi að lækka leigu til Odds og greiða þannig götu þessa íþróttafélags því bærinn ætlar sér það ekki umfram það sem nú er. Í Oddi eru um 25% félagsmanna Garðbæingar sem er svipað og hlutfall Garðbæinga í GKG. Á sama tíma eru bæjaryfirvöld í Garðabæ í samstarfi við Urriðaholt ehf. um uppbyggingu

hverfisins norðan Urriðavallar, þ.m.t. byggingu skólahúsnæðis, en þetta sama Urriðaholt er í eigu Oddfellowreglunnar að tveimur þriðju hlutum. Það sem vekur athygli okkar er að svo virðist sem að við samninga Urriðaholts við Garðabæ hafi tækifæri til þess að láta þann síðarnefnda styðja við bakið á starfseminni í Urriðavatnsdölum ekki verið gripið. Afstaða Garðbæjar er líka athyglisverð í ljósi þess að við skólabygginguna í Urriðaholti mun bærinn spara gríðarlegar fjárhæðir við jarðvegslosun þar sem þeim voru veittar heimildir af landeiganda til þess að losa jarðveginn, á skítugum skónum liggur mér við að seg ja, inn á land golfvallarins. Sama land og fóstrar starfsemi þá sem þeir vilja sem minnst vita af. Þá er rétt að geta þess að í styrktarsamningi bæjarins við golfklúbbana í bænum var gerður fyrirvari af hálfu bæjarins um stuðning að fram fari viðræður á milli klúbbanna um sameiningu þeirra. Engar slíkar viðræður hafa farið fram enda


14

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

er það skoðun okkar forsvarsmanna kúbbanna að frumkvæði að slíkum viðræðum og mati á ávinningi verði að koma frá bæjaryfirvöldum.

STÆKKUN URRIÐAVALLAR Hugmyndir hafa lengi verið á lofti um stækkun Urriðavallar í austur og norður af núverandi vallarstæði. Í tengslum við áðurnefndar framkvæmdir í Urriðaholti hafa margir klúbbfélagar horft vonaraugum á efni það sem hlaðist hefur upp á holtinu og nýst gæti m.a. til golfvallargerðar. Samkvæmt samningi við landeigendur fór fram í sumar hagkvæmnisúttekt á stækkun vallarins í 27 holur. Skipuð var nefnd begg ja aðila til þess að meta kostnað við stækkun á vellinum um 9 holur og mögulegar auknar framtíðartekjur. Fulltrúar Odds í nefndinni voru Þorvaldur Þorsteinsson g jaldkeri og Þorbergur Karlsson vallarnefndarmaður. Gerð var nokkuð ítarleg kostnaðaráætlun og var mat nefndarinnar að framkvæmdakostnaður yrði um það bil 180 milljónir króna m.v. verðlag um mitt ár og gefnar forsendur um efnisöflun meðal annars. Til hliðsjónar voru ýmis gögn s.s. eldri teikningar af vellinum og nýleg skýrsla frá Edwin Roald Rögnvaldssyni um efnisflutninga frá Urriðaholti auk hugmynda um umhverfismál og tengsl golfvalla við almenna útivist. Miðað við varfærnar tekjuforsendur er niðurstaða nefndarinnar að félögum í Oddi þurfi að fjölga um 350 til þess að klúbburinn geti staðið undir leigugreiðslum sem af umræddri stækkun

hlýst. Það er niðurstaða allra sem að vinnunni komu að hagkvæmni stækkunar er ótvíræð, bæði fyrir klúbbinn og landeigendur. Með stækkun yrði klúbburinn betur í stakk búinn til að efla starfsemi sína og standa undir leigugreiðslum auk þess feng ju landeigendur ásættanlega ávöxtun á sína fjármuni. Næstu skref stjórnar Odds í þessu efni er að vinna áfram með landeigendum að málinu, trygg ja þætti sem varða skipulagsmál og afla þessari hugmynd fylgis hagsmunaaðila.

ÁHERSLUR TIL NÆSTU TVEGGJA ÁRA Tilgangur Golfklúbbsins Odds er að gefa félagsmönnum klúbbsins kost á að stunda golfíþróttina sér til skemmtunar og heilsubótar í fallegu umhverfi. Maður er manns gaman og því er það hlutverk klúbbsins að efla vettvang fyrir félagsmenn til að taka þátt í félagsstarfi hvers konar sem tengist golfíþróttinni. Auka þarf vægi þessa þáttar á næstu tveimur árum m.a. með því að efla upplýsingamiðlun og fræðslustarfsemi. Ávallt hefur snyrtimennska og góð umhirða svæðisins verið í fyrirrúmi og hefur skapað vellinum sess sem einn besti golfvöllur landsins. Það hlýtur að vera markmið okkar að völlurinn sé talinn sá besti á landinu, sé eftirsóknarverður hjá íslenskum kylfingum og sé fyrsta val útlendinga sem vilja spila golf á Íslandi. Hér er nokkur verkefni óunnin sbr. umfjöllun um tjarnir hér á undan. Til að hægt sé að skapa þetta umhverfi til


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 15

golfiðkunar og annars félagsstarfs er nauðsynlegt að rekstur klúbbsins sé traustur. Grundvöllur að góðum rekstri GO og reyndar annarra frjálsra félagasamtaka er að skapa þau skilyrði að það sé eftirsóknarvert og skemmtilegt að vera félagi í klúbbnum og samstarfs- og styrktaraðilar sjái sér hag í samstarfi við klúbbinn. Á sama tíma er nauðsynlegt að klúbburinn hagi rekstri sínum áfram þannig að það fé sem aflað er sé notað á sem hagkvæmastan hátt og í samræmi við þau markmið sem klúbburinn hefur sett sér. Efling á markaðsstarfi klúbbsins er lykilatriði hvað þetta varðar. Í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu hefur íþróttastarf verið frekar rólegt hjá klúbbnum og hafa keppnissveitir félagsins ekki náð góðum árangri með örfáum undantekningum. Þrátt fyrir að GO sé fjórði stærsti klúbbur landsins eigum við enga afrekskylfinga, hvorki í karla né kvennaflokkum, sem eru að ná markverðum árangri á þeim mótaröðum sem Golfsambandið stendur fyrir. Fjöldi barna og unglinga sem er að æfa íþóttina innan GO er ekki mikill. Þróunin undanfarin ár hefur frekar verið í átt til fækkunar hjá börnum og unglingum og þeirri þróun þarf að reyna að snúa við. Viðkvæðið hefur verið að aðgengi þeirra að vellinum sé erfitt þar sem engar almenningssamgöngur eru til okkar og því þurfi börn og unglingar að reiða sig á foreldra og aðra ætting ja til að skutla sér á æfingar. Það kann

að vera hluti af skýringunni en hér þurfum við einnig að líta í eigin barm og viðurkenna að við getum gert betur og leita leiða til að snúa þessari þróun við.

AÐ LOKUM Að framansögðu má sjá að mörg verkefni eru framundan. Stærsta og mikilvægasta verkefnið að mati stjórnar er þó að vinna stækkun vallarins fylgis. Rekstrarhæfi klúbbsins til lengri tíma litið mun ráðast af því hvort af stækkun vallarins verður eða ekki. Það er trú okkar að ekki munu líða meira en tvö til þrjú ár þar til ljóst verður hvort vilji bæði landeigenda og bæjaryfirvalda sé til staðar til þess að hrinda verkefninu af stað. Ég hvet alla félaga í Oddi til þess að legg jast á árar og nota hvert tækifæri sem gefst til að hvetja landeigendur og bæjaryfirvöld til að veita stækkuninni brautargengi. Ég ítreka þakkir mínar til starfsmanna klúbbsins fyrir vel unnin störf á árinu. Þá færi ég öllum þeim félagsmönnum og velunnurum þakkir sem lögðu fram vinnu við að efla, bæta og kæta starfsemi okkar á árinu. Samstarfs- og stuðningsaðilum þakka ég fyrir samstarfið og stuðning á árinu. Stjórn Odds óskar félagsmönnum sínum farsældar á nýju ári og þakkar samveru á liðnu ári. F.h stjórnar Golfklúbbsins Odds Ingi Þór Hermannsson, formaður


16

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 17

Golfklúbburinn Oddur Ársreikningur 2014

Golfklúbburinn Oddur Kennitala 611293-2599 Pósthólf 116, 212 Garðabær


18

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

Efnisyfirlit

bls. Áritun stjórnar ............................................................................................... Áritun óháðs endurskoðenda ........................................................................ Rekstrarreikningur ......................................................................................... Efnahagsreikningur ........................................................................................ Sjóðstreymi .................................................................................................... Skýringar ........................................................................................................ Sundurliðanir ..................................................................................................

Ársreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

2

3 4 5 6 7 8 9-11

Golfklúbburinn Oddur


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 19


20

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 21

Rekstrarreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

Skýringar

1.11.201331.10.2014

1.11.201231.10.2013

Rekstrartekjur: Félagsgjöld ........................................................................ Vallartekjur ......................................................................... Styrkir og fjáraflanir ............................................................ Aðrar tekjur ........................................................................

2 3 4 5

89.581.900 26.482.050 19.799.640 7.386.826 143.250.416

90.369.409 26.974.241 16.829.233 8.614.268 142.787.151

Rekstrargjöld: Vörunotkun ........................................................................ Laun og launatengd gjöld .................................................. Íþróttastarf ......................................................................... Rekstur Urriðavallar ........................................................... Rekstur golfskála og bygginga .......................................... Rekstur véla og tækja ........................................................ Skrifstofu og stjórnunarkostnaður ......................................

6 7 8 9 10 11 12

2.248.350 65.932.881 10.872.805 35.216.213 5.888.912 15.967.530 6.543.887 142.670.578

2.716.728 65.351.272 11.916.135 34.717.116 6.563.254 15.814.456 6.626.976 143.705.937

Rekstrarhagnaður f. afskr. og fjármagnsliði

579.838

(918.786)

Afskriftir fastafjármuna .......................................................

223.125

262.500

849.287 (518.318) 330.969

1.211.036 (510.541) 700.495

687.682

(480.791)

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Vaxtatekjur og verðbætur .................................................. Vaxtagjöld og verðbætur ...................................................

Hagnaður (tap) tímabilsins

Ársreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

5

Golfklúbburinn Oddur


22

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

Efnahagsreikningur 31. október 2014

Skýringar

Eignir Fastafjámunir Vallareftirlitsbíll ................................................................... Veltufjármunir Viðskiptakröfur ................................................................... Birgðir, endursöluvörur ...................................................... Handbært fé .......................................................................

6 13

Eignir samtals

31.10.2014

31.10.2013

1.264.375

1.487.500

6.311.630 1.637.894 7.220.029 15.169.553

4.069.993 1.924.883 12.021.780 18.016.656

16.433.928

19.504.156

Eigið fé og skuldir Eigið fé Óráðstafað eigið fé ............................................................

14

8.416.841

7.729.159

Skammtímaskuldir Ógr laun og launatengd gjöld ............................................. Ýmsar skammtímaskuldir ..................................................

15 16

3.162.899 4.854.188 8.017.087

5.681.230 6.093.767 11.774.997

8.017.087

11.774.997

16.433.928

19.504.156

Skuldir samtals Eigið fé og skuldir samtals

Ársreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

6

Golfklúbburinn Oddur


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 23

Sjóðstreymi 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

1.11.201331.10.2014

1.11.201231.10.2013

687.682

(480.791)

223.125 910.807

262.500 (218.291)

(2.241.637) 286.989

1.877.284 (203.797)

(3.757.910) (5.712.558)

2.229.589 (556.102)

(4.801.751)

(774.393)

0 0 0

0 (1.750.000) (1.750.000)

0 0 0

0 0 0

Hækkun (lækkun) á handbæru fé

(4.801.751)

(2.524.393)

Handbært fé í byrjun tímabils .............................................

12.021.780

14.546.173

7.220.029

12.021.780

Rekstrarhreyfingar Hreint veltufé frá rekstri: Hagnaður (tap) ársins ....................................................... Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir .............................................................................. Lækkun (hækkun) rekstrartengdra eigna: Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ........................ Birgðir endursöluvörur ........................................................ Hækkun (lækkun) rekstrartengdra skulda: Skammtímaskuldir ..............................................................

Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) Fjárfestingahreyfingar Framkvæmdir á golfvelli ..................................................... Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ....................... Fjármögnunarhreyfingar Ný langtímalán ................................................................... Afborganir langtímalána ....................................................

Handbært fé í árslok

Ársreikningur 1. nóvember 2013til 31. október 2014

7

Golfklúbburinn Oddur


24

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 25


26

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

Skýringar

1.

Yfirlit um helstu reikningsskilaaðferðir

1.1

Grundvöllur reikningsskila

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Gerð er grein fyrir helstu reikningsskilaaðferðum, sem í meginatriðum eru þær sömu og árið á undan, að öðru leyti en því sem fram kemur hér á eftir. Við gerð reikningsskilanna þurfa stjórnendur að meta ýmis atriði og gefa sér forsendur um mat á eignum, skuldum, tekjum og gjöldum. Þó svo möt þessi séu samkvæmt bestu vitund stjórnenda geta raunveruleg verðmæti þeirra liða sem þannig eru metnir reynst önnur en niðurstaða samkvæmt matinu. 1.2

Viðskiptakröfur

Viðskiptakröfur eru færðar á nafnverði að frádreginni niðurfærslu til að mæta þeim kröfum sem kunna að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati á tapsáhættu gagnvart einstökum kröfum og kröfunum í heild. Kröfur sem eru endanlega tapaðar eru færðar út úr bókum félagsins. 1.3

Birgðir

Vörubirgðir eru metnar til eignar á innkaupsverði. 1.4

Handbært fé

Handbært fé samanstendur af sjóði, óbundnum bankainnistæðum að frádreginni skuld við lánastofnanir. Yfirdráttur við lánastofnanir er færður á meðal skammtímaskulda.

1.5 Samningur við Golfklúbb Oddfellowa Þann 25. nóvember 2010 var undirritaður samningur við Golfklúbb Oddfellowa um leigu á öllum eignum Golfklbúbbs Oddfellowa í Urriðavatnsdölum. Nánar er hér um að ræða 18 holu golfvöll GOF ásamt æfingaaðstöðu, golfskála, vélageymslu með tilheyrandi lausafé og níu holu æfingarvellinum Ljúflingi. Þá tekur GO á leigu vélar og tæki GOF, samkævmt tækjalista. Samningurinn gildir frá 1.11.2010 til 31.10.2015. Samingurinn var endurskoðaður í nóvember 2013 til 3ja ára. Leigugjaldið fyrir ofangreind afnot eru kr. 26.000.000 árlega, auk þess kr. 5.000.000 fyrir afnot af vélum og tækjum sem hækkar um 1.000.000 árlega til loka samnings.

Ársreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

8

Golfklúbburinn Oddur


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 27

Sundurliðanir 1.11.201331.10.2014

2. Félagsgjöld Félagsgjöld ........................................................................ Inntökugjald........................................................................

1.11.201331.10.2013

89.052.900 529.000 89.581.900

89.217.409 1.152.000 90.369.409

5.114.500 5.564.100 12.965.650 (1.272.100) 4.079.400 0 30.500 26.482.050

5.814.350 6.903.400 13.933.900 (2.873.104) 4.571.800 (1.441.105) 65.000 26.974.241

13.799.640 6.000.000 0 19.799.640

10.724.232 6.000.000 105.001 16.829.233

2.261.491 1.065.950 2.997.585 1.061.800 7.386.826

2.480.621 831.915 3.700.132 1.601.600 8.614.268

1.961.361 1.924.883 (1.637.894) 2.248.350

2.920.525 1.721.086 (1.924.883) 2.716.728

49.502.933 4.260.803 4.590.562 828.288 1.543.632 1.954.544 100.881 2.296.661 (321.590) 484.215 691.952 65.932.881

49.012.648 4.272.079 4.532.594 800.107 1.939.580 1.925.214 81.260 2.006.243 (264.600) 395.061 651.086 65.351.272

3. Vallartekjur Urriðavöllur......................................................................... Ljúflingur............................................................................. Tekjur af mótahaldi............................................................. Gjöld v/ vallartekna og mótahalds...................................... Tekjur af boltavél á æfingasvæði........................................ Gjöld af boltavél á æfingasvæði......................................... Aðrar vallartekjur................................................................ 4. Styrkir og fjáröflun Styrkir og stuðningur fyrirtækja........................................... Styrkir sveitarfélaga............................................................ Aðrar fjáraflanir................................................................... 5. Aðrar tekjur Leigutekjur af golfskála....................................................... Lottó-getraunir.................................................................... Vörusala ............................................................................. Aðrar tekjur ........................................................................ 6. Vörunotkun Innkaup til endursölu ......................................................... Vörubirgðir í ársbyrjun ....................................................... Vörubirgðir í árslok ............................................................ 7. Laun og launatengd gjöld Launagreiðslur ................................................................... Tryggingargjald .................................................................. Lífeyrissjóðsgjöld ............................................................... Sjóðagjöld .......................................................................... Aðkeypt vinna ................................................................... Bifreiðaafnot og bifreiðakostnaður starfsmanna ................ Ábyrgðartryggingar ............................................................ Fæðiskostnaður vallarstarfsmanna ................................... Endurgreiddur fæðiskostnaður .......................................... Önnur launatengd gjöld ..................................................... Vinnufatnaður ....................................................................

Ársreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

9

Golfklúbburinn Oddur


28

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

Sundurliðanir 1.11.2013-

8. Íþróttastarf Þáttaka í mótum ................................................................ Rekstur keppnissveita ....................................................... Verðlaun ............................................................................ Þjálfun og kennsla ............................................................. Æfingaraðstaða Kauptúni .................................................. Félagsgjöld (aðildargjöld að GSÍ o.fl.) ............................... Vallargjöld á vinavelli .........................................................

1.11.2013-

427.700 129.660 790.249 2.398.750 778.900 4.964.546 1.383.000 10.872.805

497.371 236.160 327.000 3.434.705 744.150 4.978.499 1.698.250 11.916.135

26.000.000 3.051.157 4.140.792 324.500 1.420.684 279.080 35.216.213

26.000.000 2.692.070 4.283.096 585.000 1.036.951 119.999 34.717.116

401.204 2.589.974 266.773 1.543.859 1.087.102 5.888.912

696.659 2.671.064 958.167 1.079.575 1.157.789 6.563.254

5.300.710 3.339.257 417.024 1.910.539 5.000.000 15.967.530

5.694.200 3.208.665 376.097 1.535.494 5.000.000 15.814.456

673.732 586.310 2.222.006 250.001 524.984 324.788 76.209 151.046 1.587.649 147.162 6.543.887

447.364 1.484.262 1.398.773 14.834 361.641 453.622 190.808 121.655 1.929.206 224.811 6.626.976

9. Rekstur Urriðavallar Leiga til GOF ...................................................................... Almennt viðhald vallar ........................................................ Áburður og fræ .................................................................. Túnþökur ........................................................................... Jarðefni, mold, sandur og akstur ....................................... Aðrar framkvæmdir á velli ................................................. 10. Rekstur golfskála og bygginga Viðhald húss og áhalda ..................................................... Rafmagn og hiti ................................................................. Rekstur öryggiskerfa .......................................................... Sorphirða ........................................................................... Annar kostnaður ................................................................ 11. Rekstur véla og tækja Varahlutir og viðgerðir tækja .............................................. Eldsneyti og olíur ............................................................... Vátryggingar og skattar ...................................................... Smááhöld, verkfæri og rekstravörur .................................. Leiga á tækjum frá GOF .................................................... 12. Skrifstofu og stjórnunarkostnaður Sími, nettengingar, burðargjöld o.fl. ................................... Ritföng, prentun, ljósrit, bækur og blöð .............................. Tölvu- og hugbúnaðarþjónusta .......................................... Áhöld og tæki skrifstofu ..................................................... Fundarkostnaður, ráðstefnur ............................................. Auglýsingar ........................................................................ Gjafir, risna ........................................................................ Vátryggingar ...................................................................... Aðkeypt bókhalds- og sérfræðiþjónusta ............................ Annar kostnaður ................................................................

Ársreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

10

Golfklúbburinn Oddur


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 29

Sundurliðanir 1.11.2013-

1.11.2013-

13. Handbært fé Íslandsbanki; 0546-26-803 ................................................ Íslandsbanki; 0546-14-401460 .......................................... Sjóður ................................................................................

7.108.385 0 111.644 7.220.029

11.903.882 0 117.898 12.021.780

14. Óráðstafað eigið fé Óráðstafað eigið fé 1/11 .................................................... Hagnaður (Tap) ársins .......................................................

7.729.159 687.682 8.416.841

8.209.950 (480.791) 7.729.159

1.430.000 615.604 1.117.295 3.162.899

3.735.299 636.106 1.309.825 5.681.230

4.552.361 301.827 4.854.188

5.996.827 96.940 6.093.767

15. Ógreidd laun og launatend gjöld Ógreidd laun ...................................................................... Ógreidd launatengd gjöld ................................................... Ógreidd staðgeiðsla og tryggingargjald ............................. 16. Ýmsar skammtímaskuldir Ógreiddir reikningar og kostnaður ..................................... Uppgjörsreikningur virðisaukaskatts ..................................

Ársreikningur 1. nóvember 2013 til 31. október 2014

11

Golfklúbburinn Oddur


30

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 31


32

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

TÖLFRÆÐI Meðal leikhraði samkvæmt skráningarkerfi Odds 2014. Alls tímar 5:00 4:45 4:30 4:15 4:00 3:45 3:30 3:15 3:00 2:45 2:30 2:15 2:00

Hægasti hringur 4:54:58

4:02:44

4:00:22

3:56:52

Meðal spilahraði 3:58:43

Hraðasti hringur 2:14:43

Fyrir hádegi

Frá kl. 12-15

Eftir kl. 15

Skipting félaga eftir búsetu 2014.

Kynjaskipting 2014.

1%

25% 42% 42% 58%

10%

22%

Skipting félagsmanna eftir aldri 2014.

Spilaðir hringir eftir mánuðum 2014.

2% 2%

24% 21%

20%

25% 14% 71%

12% 9%


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 33 SKÝRSLUR NEFNDA:

SKÝRSLA AFREKSNEFNDAR Aðalverkefni nefndarinnar var að hafa umsjón með skipulagi æfingatíma í samráði við þjálfara MP Golf og velja lið klúbbsins fyrir sveitakeppni GSÍ, en hún fer fram fer í ágústmánuði ár hvert. Keppt er í karla- og kvennaflokkum í flokki unglinga, meistaraflokki og í flokki öldunga. Afreksstarf Golfklúbbsins Odds starfsárið 2014 var með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fjárhagsrammi afreksnefndar hefur verið svipaður undanfarin ár og erfitt að mæta öllum þörfum sem venjulega myndu styðja betur við afreksstarf klúbbsins. Nefndin hefur þó reynt að auka vægi æfinga hjá flestum hópum en um leið stutt minna við unglinga í keppnum á vegum GSÍ. Afreksnefnd vonast þó til þess á komandi starfsárum að geta betur sinnt öllum hópum og í þeirri mynd sem aðrir klúbbar eru að gera og er sú þróun á verkefnaborðinu. Að venju hófum við starfið í nóvember og fram að áramótum var unglingum sinnt og þar höfum við reynt að bjóða upp á opnar æfingar til að reyna að fá fleiri inn í unglingastarfið. Í byrjun janúar 2014 var starfið farið að taka á sig mynd og þegar púttvöllurinn grænkaði í byrjun febrúar lifnaði allt æfingastarfið við í inniaðstöðunni og húsið var vel nýtt af æfingahópum fram á vorið. Aðaláhersla var lögð á að unglingar klúbbsins gætu sótt 2-3 æfingar í viku. Öldungarnir fengu fasta æfingatíma sem voru vel nýttir. Stofnaður var æfingahópur meistaraflokks kvenna þar sem ný viðmið voru sett við val á æfingum sem skilaði að mati nefndarformanns áhugaverðum árangri. Það fyrirkomulag mun vonandi halda áfram að styrkja kvennastarfið og búa þeim ungu stúlkum sem eru við æfingar góða liðsheild, en stúlkurnar hafa því miður verið fáar í starfinu gegnum árin. Þegar komið var fram í maí færðust svo æfingar upp á Urriðavöll og hélt starfið þar áfram fram að sveitakeppnum. Sveitakeppnin fór fram í ágúst eins og undanfarin ár og sendi GO alls 7 sveitir til þátttöku. Helstu afrek okkar keppnissveita var frábær árangur eldri kylfinga karla en aðrar sveitir áttu við ramman reip að draga þetta árið.

Karlasveitin okkar lék á Selfossi og leikir sveitarinnar voru flestir mjög spennandi þótt úrslitin hafi ekki fallið okkar megin og lauk liðið leik í 7. sæti og því verður það hlutskipti okkar manna að leika í 4. deild að ári. Það kom mér á óvart hversu gífurlega sterk keppni þetta er þó það heiti 3. deild en vissulega eru menn oft dæmdir af árangri og ég er viss um að okkar drengir hafa metnað í að koma sér ofar í deild og vonandi kemur það til með að takast á næstu misserum. Sveitin var þannig skipuð: Ottó Axel Bjartmarz, Rögnvaldur Magnússon, Theodór Sölvi Blöndal, Phill Hunter, Magnús Birgisson og Skúli Ágúst Arnarson. Kvennalið Odds lék óvænt í efstu deild kvenna þar sem lið Mostra frá Stykkishólmi dró sig úr keppni og þáði lið GO það með þökkum enda fátt skemmtilegra en að keppa í efstu deild. Keppnissveit okkar var skipuð að mestu leyti góðum hluta af þeim nýju stúlkum sem fengu tækifæri til að æfa með meistaraflokki ásamt reynsluboltunum og þeim ungu stúlkum sem hafa verið að festa sig í sessi í liðinu. Liðið átti í hörkukeppni við erfiða andstæðinga. Síðasti leikur liðsins fór á síðustu holu og þar munaði sáralitlu að liðið næði að knýja leikinn sinn í bráðabana sem mögulega hefði haldið liðinu inni í 1. deild, en því miður fór það ekki þannig. Lið GO kvenna skipuðu: Andrea Ásgrímsdóttir,


34

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

Sólveig Guðmundsdóttir, Auður Skúladóttir, Ólöf Agnes Arnardóttir, Laufey Sigurðardóttir, Elín Hrönn Ólafsdóttir, Kristjana S. Þorsteinsdóttir og Etna Sigurðardóttir. Öldungalið karla lék í Leirunni og átti alveg magnaða keppni sem kom þeim í úrslitaleik við lið GR sem fáir áttu kannski von á nema þeir sjálfir. Að endingu höfðu þó GR-ingar sigur í úrslitaleiknum en ég er viss um að þessi frábæri árangur er liði GO hvatning til þess að halda áfram á þessari braut og veita GR og öðrum liðum harðari keppni á næstu árum. Í keppnissveitinni voru: Ægir Vopni Ármannsson, Jóhann Ríkharðsson, Gunnlaugur Magnússon, Magnús Birgisson, Magnús Ólafsson, Ragnar Gíslason, Þór Geirsson, Páll Kolka Ísberg og Vignir Sigurðsson, sem einnig var liðsstjóri. Öldungalið kvenna keppti í Grindavík þar sem liðið hafnaði í 7. sæti eftir sigur í síðasta leik mótsins við lið Golfklúbbs Öndverðarness. Konurnar munu því leika í 2. deild að ári en við erum þess fullviss að þar munu þær stoppa stutt við. Liðið skipuðu þær Aldís Björg Arnardóttir, Ágústa Arna Grétarsdóttir, Erla Pétursdóttir, Hlíf Hansen, Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Magnhildur Baldursdóttir, Margrét Aðalsteinsdóttir, Sif Haraldsdóttir og Hulda Hallgrímsdóttir sem einnig var liðsstjóri. Í keppni dreng ja, 15 ára og yngri, var keppt á Flúðum þar sem ung keppnissveit frá okkur átti skemmtilega helgi og þeir stóðu sig mjög vel. Í lokaleik mótsins sigruðu þeir lið heimamanna og því var mikil gleði í herbúðum þeirra eftir mótið og fyrsta spurning hjá þeim var hvenær næsta æfing væri, þvílíkur var spenningurinn. Liðið skipuðu þeir Ísleifur Arnórsson, Egill Úlfarsson, Ívar Andri

Hannesson, Magnús Skúli Magnússon og Axel Óli Sigurjónsson. Liðsstjóri var Andrea Ásgrímsdóttir. Í keppni dreng ja, 18 ára og yngri, í Þorlákshöfn var í nægu að snúast enda hófu þeir leik snemma dags alla keppnisdagana. Þar sem ekki var gist í næsta nágrenni þá var mæting fyrir bílferð eigi síðar en klukkan 06:00 að morgni og haldið af stað. Sveitin hafnaði í 15. sæti þrátt fyrir marga góða leiki. Liðið skipuðu þeir Ottó Axel Bjartmarz, Hilmar Leó Guðmundsson, Róbert Atli Svavarsson, Brynjar Grétarsson og Jón Otti Sigurjónsson. Liðsstjóri var Rögnvaldur Magnússon. Í keppni stúlkna, 18 ára og yngri, var leikið í sameinaðri sveit með einni stúlku frá Selfossi. Stúlkurnar háðu hörkukeppni við sterk lið og keppt var í einum fimm liða riðli þar sem allir léku við alla. Liðið hafnaði í 5. sæti. Liðið skipaði Ólöf Agnes Arnardóttir, Sandra Ósk Sigurðardóttir, Eydís Eir Óttarsdóttir og frá Selfossi kom Alexandra Eir Grétarsdóttir. Liðsstjóri var Phill Hunter. Þegar sumarið er tekið saman er gaman að horfa til þess að nýr klúbbmeistari golfklúbbsins, Ottó Axel Bjartmarz, sé kominn upp í gegnum unglingastarfið og hafa unglingarnir okkar látið að sér kveða í meistaramótum síðustu árin og vonandi heldur sú þróun áfram. GO átti keppendur á flestum mótum sem haldin voru á vegum GSÍ og í flestum flokkum. Öldungarnir stóðu sig vel og í dag eigum við tvo landsliðsmenn í öldungaflokki, þá Ragnar Gíslason og Guðlaug R. Jóhannsson. Þegar horft er á markmið starfsársins var ætlunin að virkja æfingahópa og fjölga í kvennahópum ásamt því að styðja við bakið á eldri kylfingum í æfingum og keppni. Það er vissulega svo að mikið verk er óunnið en þróunin er þó jákvæð á ýmsum sviðum. Markmiðin fyrir komandi keppnisár eru þau að hlúa betur að æfingastarfinu og ytri umg jörð hvers flokks og vonandi skilar það sér í góðum árangri og skemmtilegu starfi. Það er gaman frá því að seg ja að nú, í byrjun þess starfsárs sem nú er hafið, höfum við strax fengið til okkar nokkur ný andlit á barnaog unglingaæfingar og vonandi halda þessir krakkar áfram og einnig viljum við hvetja félagsmenn til að koma með sín börn og barnabörn og vini þeirra til æfinga. Með von um bætt og betra starf á komandi ári, Svavar Geir Svavarsson,form. afreksnefndar GO.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 35

SKÝRSLA KVENNANEFNDAR Í kvennanefnd árið 2014 voru Guðmundína Ragnarsdóttir formaður, Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, Inga Engilbertsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigfríð Runólfsdóttir og Sigurlaug Friðriksdóttir. Kvennanefnd hittist reglulega til að skipulegg ja starf sumarsins, sem var afar öflugt sem fyrr. Eins og fyrri ár var mikil og góð þátttaka í kvennastarfinu og óhætt að seg ja að GO konur séu upp til hópa til fyrirmyndar í golfíþróttinni. Þótt veðrið hafi verið votviðrasamt í sumar hafði það lítil sem engin áhrif á kvennastarfið ólíkt árinu á undan. Kvennastarfið hófst í byrjun febrúar með púttmótaröð kvenna í inniaðstöðu GO í Kauptúni, Garðabæ. Haldin voru 6 púttmót og var þátttaka að venju með besta móti. Eftir keppni var g jarnan sest niður og spjallað um heima og geima og sumar skelltu sér í golfhring í golfherminum. Púttmótaröðin er fyrirtaks vettvangur kvenna til að hefja golfárið og að kynnast nýjum golffélögum. Konukvöld GO var haldið 21. mars í golfskálanum við Urriðavöll. Þangað streymdu GO konur í sínu fínasta pússi og var þátttaka hreint út sagt frábær, en uppselt var á konukvöldið. Kvöldið var hið skemmtilegasta og hófst með fordrykk og ýmis konar leikjum og uppátækjum. Púttdrotting GO árið 2014 var krýnd Aldís Björg Árnardóttir en baráttan um toppsætið var ótrúlega jöfn. Allar konur fengu „teig“ g jafir sem biðu þeirra á borðum og var fjöldi kvenna leystur út með flottum happdrættisvinningum og einnig voru flott verðlaun fyrir verðlaunasætin. Fimmtudagskvöldið 14. maí var haldið „létt“ vorkvöld í golfskálanum þar sem dagskrá sumarsins 2014 var kynnt. Kynningar voru á alls kyns golfvörum og starfsmaður Golfskálans mætti og fræddi GO konur um það nýjasta í kvengolfdriverum. Frábær tilboð voru á öllu því nýjasta í kvengolftískunni árið 2014, frá Ecco, og OGIO golfpokum, Abacus, Sigurboganum, Blue lagoon og Bestu Búðinni. Gerðu margar GO konur frábær kaup þetta kvöld. Öll fyrri þátttökumet voru slegin

en síðustu tölur bentu til að um 120 konur hefðu mætt í Urriðaskála þetta kvöld. Vorferð GO kvenna var farin miðvikudaginn 28. maí og var þátttaka hreint frábær. Við heimsóttum golfvöllinn að Kiðjabergi og fengum ágætis veður eða réttara sagt bara frábært miðað við ferðina árið á undan þegar farið var á Selfoss. Allar fengu flottar teigg jafir og nesti og sendi Nikki „skot“ með kveðju frá Öðlingi, til að hressa upp á konurnar áður en haldið var út á völl. Spilað var 18 holu punktamót og besta skor og auðvitað voru frábærir vinningar að vanda enda er kvennanefndin ótrúlega dugleg í að afla vinninga fyrir GO mót. Í júní var haldið hið árlega vinkvennamót GO og GKG en þetta eru með eindæmum vinsæl mót og alltaf fullt í þau. GKG konur komu á Urriðavöll og spiluðu við GO 10. júní. GO konur heimsóttu GKG konur þann 19. júní. Úrslitin urðu þau að GKG konur sigruðu í klúbbakeppninni með 24 punktum meira en GO konur. GKG hélt þar með verðlaunaskildinum heima í Leirdalnum en GO konur voru í forystu eftir fyrri hringinn. Við missum ekki móðinn heldur gerum betur á næsta ári og hirðum skjöldinn heim á Urriðavöll. Í júlí var haldið næsta vinkvennamót á milli GO og GK kvenna, en þetta mót hefur einnig fest sig


36

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

í sessi. GO konur fóru á Hvaleyrina 22. júlí og heimsóttu Keiliskonur og þær komu svo á Urriðavöll þann 29. Júlí. Veðrið lék við golfkonur en nokkur blástur á Hvaleyrinni, sem er nú ekki fréttaefni. Úrslitin urðu þau að Keiliskonur unnu okkur enn einu sinni með þó nokkrum mun. GO konur stefna auðvitað að því að gera betur á næsta ári og skorar kvennanefndin á þær að mæta sem flestar til keppni á næsta ári, til að halda upp heiðri okkar golfklúbbs. Hlutfall GO kvenna var einungis 1/3 af keppendum í vinkvennamótinu en möguleikar okkar á betra skori aukast eftir því sem fleiri GO konur taka þátt í mótinu. Pilsa- og hattamótið var haldið þann 14. ágúst á Ljúflingi. Þetta er grín- og glensmót sumarsins þar sem konur klæða sig upp í skemmtilega búninga og eingöngu eru leyfðar tvær kylfur. Enn var slegið þátttökumet og voru tvö holl ræst út á nær öllum teigum. Mikil gleði og hlátrasköll eru einkenni þessa móts og bruna kvennanefndarkonur um á veitingagolfbíl með brjóstbirtu handa þátttakendum. Eftir mót var haldið í frábæran mat hjá Öðlingi og verðlaunaafhendingu upp í skála þar sem mikið var hlegið yfir spilamennsku dagsins. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, næst holu, lengsta drive og flottasta búninginn. Þann 13. september var haldið lokamót kvenna GO og var leikfyrirkomulag tvegg ja manna Texas scramble. Sumar skráðu sig saman og fundu upp á hinum skemmtilegustu liðsnöfnum, s.s. BlingBling, Elítan, Dívurnar ofl. Þær sem voru stakar var raðað saman og óhætt að fullyrða að margar

hafi þar kynnst nýjum og frábærum spilasystrum. Fínt veður var og gekk mótið mjög vel þótt enn einu sinni væri yfirfullt í mótið. Að leik loknum var glæsilegur veislumatur borinn fram í Öðlingi. Verðlaun voru að vanda stórglæsileg og svo mörg að hreint út sagt þurfti mörg borð undir allan þann fjölda verðlauna sem veitt voru fyrir bestu skorin og auk þess fyrir hin ótrúlegustu sæti. Þá var einnig dregið úr skorkortum og fóru allar konurnar heim sælar og glaðar með verðlaun í sínu farteski. Kvennanefndin heldur úti Fésbókarsíðunni “Konur í Golfklúbbnum Oddi”, þar sem dagskrá kvennastarfsins er uppfærð reglulega og settar inn myndir af helstu viðburðum. Fésbókarsíðan hefur verið mikið notuð af konum í Oddi og eru nú skráðar á þriðja hundrað konur sem meðlimir. Á síðunni er hægt að fylg jast reglulega með hvað er í gangi á hverjum tíma, senda fyrirspurnir á kvennanefnd, finna spilafélaga ofl. Kvennanefndin er ákaflega þakklát öllum þeim aðilum og fjölda fyrirtækja sem hafa styrkt kvennastarfið svo rausnarlega með stórum og smáum g jöfum sem notuð eru í verðlaun í kvennamótin okkar. Kunnum við öllum okkar bestu þakkir fyrir. Öllum þeim frábæru konum sem unnu að kvennastarfinu s.l. ár vil ég þakka kærlega fyrir frábærlega vel unnin og óeiging jörn störf í þágu kvennastarfsins hjá GO. Kvennanefndin er mjög ánægð með kvennastarfið árið 2014 og vonast auðvitað eftir áframhaldandi góðri þátttöku GO kvenna. Það er eindregið markmið nefndarinnar að kvennastarfið styrkist enn frekar á komandi árum Óhætt er að fullyrða að kvennastarfið er öflugasta félagsstarfið innan GO en þess er einnig að geta að konum hefur fjölgað í klúbbnum undanfarin ár og eru konur nú orðnar 42% félagsmanna, eins og kemur fram á bls. 16, en voru rétt rúmlega 30% fyrir nokkrum árum. Samkvæmt upplýsingum frá GSÍ eru kvenkylfingar á landsvísu 28,7% af heildarfjölda kylfinga á Íslandi. Kvennanefndin er gríðarlega stolt af árangri kvennastarfsins sem á örugglega sinn þátt í að skila fleiri kvenkylfingum í raðir GO.F.h. kvennanefndar Guðmundína Ragnarsdóttir formaður


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 37

SKÝRSLA MÓTANEFNDAR Innanfélagsmót eru ómissandi þáttur í starfi allra golfklúbba. Það er afar mismunandi eftir hverju kylfingar sækjast sem taka þátt í golfmótum. Sumir koma einfaldlega til að vinna, aðrir vilja kynnast fleiri klúbbmeðlimum, einhverjir vilja bara komast út í golf og taka þátt. Eflaust eru ástæðurnar jafn margar og kylfingarnir. Það kemur skýrt fram í viðhorfskönnunum sem gerðar hafa verið, að vilji félagsmanna er sá, að halda skuli nokkur innanfélagsmót yfir sumarið. Stjórn GO vill einkum halda úti mótum af tveimur ástæðum, félagslegum og fjárhagslegum. Það er því eðlilegt að upp komi ágreiningur um mótaálag, því eins og fyrr er getið erum við misjöfn með misjafnar væntingar.

FJÖLDI INNANFÉLAGSMÓTA Á MÁNUÐI VORU SEM HÉR SEGIR: • maí eitt innanfélagsmót • júní þrjú innanfélagsmót • júlí þrjú innanfélagsmót, þ.m.t. meistaramót • ágúst eitt innanfélgasmót • september tvö innanfélagsmót Innanfélagsmótin voru því tíu alls í sumar, þ.e. Opnunarmót, Powerade (6), 17. júní-mót/ Greensome, Meistaramót og loks Bændaglíma. Kylfingar geta svo deilt um hvort þetta er of mikið eða of lítið af mótum og hvort fjölbreytnin er næg janleg. Styrktaraðilar og ýmis fyrirtæki og samtök sækja mjög í að halda mót á Urriðavelli. Það þarf vart að útskýra það hér, en völlurinn og aðstaðan gera það að verkum að slíkt er afar eftirsótt. Fæst þessara móta eru á forræði mótanefndar en það breytir ekki þeirri staðreynd að í ljósi fjárhagsstöðu GO eru þessi mót nauðsynleg tekjuöflun. Er útlit fyrir að svo verði áfram, nema að aðrar tekjur aukist.

MÓT Powerade-mótaröð GO er liðakeppni sem átt hefur fastan sess í okkar starfi á undanförnum árum og hefur tekist afbragðs vel til með hana. Í sumar

var mótunum fjölgað um eitt og þannig tekin til baka fækkunin frá 2013. Sigurvegarar mótaraðarinnar í ár var enn á ný, nýtt lið, nefnist það Vinir og vandamenn, fengu þau ferðavinnig frá Icelandair. Kvennanefnd hefur staðið fyrir keppnum við aðra klúbba, heimsótt þá og tekið á móti kylfingum þeirra klúbba. Hefur þetta heppnast vel líkt og undanfarin ár.

GSÍ MÓT Dagana 20. - 22. júní var haldið Íslandsmót í holukeppni unglinga í Íslandsbankamótaröðinni. Alls tóku þátt 150 keppendur í upphafi, en þeim fækkaði dag frá degi, eðli málsins samkvæmt. Tókst mótið með miklum ágætum og var haft á orði af bæði foreldrum og keppendum hve völlurinn okkar væri fallegur, góður, skemmtilegur og krefjandi. HOLUKEPPNI GO Sú skemmtilega nýbreytni var gerð í sumar að Opnunarmót GO var jafnframt notað til að raða upp fyrir Holukeppni GO. Af þeim 200 þátttakendum sem skráðu sig til leiks komust 64 efstu áfram í Holukeppnina. Laufey Sigurðardóttir stóð uppi sem sigurvegari. Golfmót verða ekki haldin án undirbúnings, utanumhalds eða frágangs. Að starfi mótanefndar komu fórnfúsir aðilar sem eru reiðubúnir að gefa af tíma sínum og fjölskyldu sinnar svo GO geti haldið mót sín með sóma. Þessir aðilar sinna ræsingu, dómgæslu og ýmsum öðrum mikilvægum og skemmtilegum störfum við mótahald. Þeim ber öllum að þakka og líkt og fyrri ár eru það einkum Júlíus Thorarensen, Lilja Ólafsdóttir, Þorkell Jónsson sem og Birgir Sigurðsson. Jafnframt ber að þakka starfsfólki í klúbbhúsi, þeim Svavari Geir Svavarssyni og Valdimari Lárusi Júlíussyni. Að endingu viljum við hvetja fleiri til að legg ja okkur lið og dreifa þannig álaginu en ekki síður til að efla félagsandann. Með góðri golfkveðju, fh. mótanefndar, Einar Geir Jónsson


38

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2014

SKÝRSLA FÉLAGSSTARFSNEFNDAR Félagsstarfsnefnd skipu þær Ágústa Arna Grétarsdóttir, Elín Hrönn Ólafsdóttir, Hlíf Hansen og Sonja María Hreiðarsdóttir. Nefndin stóð fyrir fræðslufundi þann 15. maí. Fundurinn var afar vel sóttur enda voru tveir framúrskarandi fyrirlesarar á mælendaskrá. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og umsjónarmaður vefsíðunnar mataræði.is, hélt erindi sem bar yfirskriftina: Golf er hjartans mál. Axel benti á að mataræði skiptir sköpum fyrir íþróttamenn og sjálfsagt hefur það komið einhverjum á óvart að heyra að kylfingar geta brennt allt að fimmtánhundruð til tvöþúsund hitaeiningum á þeim fjórum til fimm tímum sem það tekur að leika 18 holu golfhring. Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari, talaði um það hvernig kylfingar geta haft meiri ánæg ju af golfi með réttum líkamsæfingum og hugarfari. Það er óhætt að seg ja að bæði erindin hafi verið afar fróðleg og skemmtileg og ljóst er að fræðslufundirnir eru komnir til að vera. Nýliðum var boðið upp á fræðslu fimmtudagskvöldið 22. maí. Markmið nýliðakvöldsins er að auðvelda nýliðum að stíga sín fyrstu

spor út á golfvöll og kynna starfsemi klúbbsins. Farið var yfir ýmis hagnýt atriði eins og forg jafarkerfið og helstu umgengnis-, siða- og golfreglur. Æfingaaðstaðan, kvennastarfið og innanfélagsmót voru einnig kynnt ásamt ýmsu öðru. Þátttaka á nýliðakvöldinu var frekar dræm og hefur það verið til umræðu í nefndinni hvort miðla megi fræðslu til nýliða með öðrum hætti á næsta ári. Þórður Ingason, alþjóðadómari, hélt áfram að viðhalda og auka þekkingu félagsmanna á golfreglunum, með reglunámskeiði sem haldið var 24. maí. Reglunámskeið Þórðar eru ávallt vel sótt og var engin undantekning þar á í ár. F.h. félgasstarfsnefndar Ágústa Arna Grétarsdóttir

SKÝRSLA AGANEFNDAR Aganefnd var óbreytt frá fyrri árum og skipuð Guðmundínu Ragnarsdóttur formanni, Hauki Erni Birgissyni og Þórði Ingasyni. Enn eitt árið þurfti aganefnd ekkert að koma saman enda ekkert tilefni til. F.h. aganefndar, Guðmundína Ragnarsóttir formaður.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 39



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.