Fjölmargir möguleikar Hér eru nokkur dæmi um skipulag á ýmsum húsum
BYKO Rammahús
- Þrjú byggingarstig - Kemur í efnispökkum - Forsniðin að hluta
frábær Nýjung hjá byko
Forsniðin rammahús
Bylting á byggingavörumarkaði í gerð sumarhúsa
Efnispakkar Veldu þitt byggingarstig
Burðarviður í húsin kemur tilsniðinn í réttum stærðum og lengdum ásamt festingum með greinargóðum leiðbeiningum (sperrur og gólfbitar koma samsett). Auk þess að geta fengið húsin í fjölmörgum stærðum þá er hægt að kaupa 3 mismunandi efnispakka fyrir hvert og eitt hús sem helgast þá af því hversu mikið eða langt er farið í byggingu sumarhússins. Efnispakki 1 miðast við allt efni til að gera húsið tilbúið að utan, fokhelt að innan. Efnispakki 2 að gera húsið tilbúið að utan og innan með innihurðum og gólfefnum. Efnispakki 3 miðast við fullbúið hús með innréttingum og tækjum. Sölumenn reikna pallaefni og skjólgirðingar eftir óskum hvers og eins. Hannað af Magnúsi Ólafssyni arkítekt FAÍ.
Stig 1 Grunnstig Aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt að byggja sumarhús og með nýju Rammahúsunum frá BYKO sem koma að hluta forsniðin og tilbúin í pakka. Húsin eru hönnuð í samræmi við íslenskar byggingareglugerðir og er hönnuður þeirra Magnús Ólafsson, margreyndur hönnuður á sviði eininga- og sumarhúsa. Allar bygginganefndarteikningar fylgja, og margar gerðir teikninga eru í boði. Efnið í húsin eru framleidd eftir ströngustu gæðakröfum sem við gerum til sumarhúsabygginga á Íslandi. Innifalið er gerð aðalteikninga,skráningartöflu, sérteikninga og burðarþolsteikninga að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess og afstöðumynd til notkunar við gerð aðalteikninga. Efnispakkann má fá í mörgum stærðum, allt frá 14 upp í 49 fermetra rammahús. Þau byggja öll á sömu grindareiningunni og eru því öll jafn breið. Auðvelt er að stækka við húsin sem einnig getur verið spennandi valkostur í ferðaþjónustu þar sem hægt er að hafa húsin sem lengju minni gistirýma með allt að 2-12 íbúðum. Raflagnir og pípulagnaefni er ekki innifalið í efnispökkum. Allar nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum BYKO í síma 515-4000 eða með tölvupósti á fsv@byko.is.
• Dregarar undir gólfbita • Burðargrind tilsniðin og forboruð fyrir festingar • Sperrur og gólfbitar samsett • Krossviður í botni er tilsniðinn • Gluggar og hurðir með gleri • Allar festingar vegna grindar og klæðningar (þak og veggir) • Krossviður utan á hús • Loftunargrind • Borðaklæðing, þakpappi og þakjárn á þak • Utanhússklæðing, bandsöguð 21x120 mm eða kúpt vatnsklæðning • Vatnsbretti og gerefti í kringum glugga
Stig 2 Allt í stigi 1 og að auki • Einangrun í loft, veggi og gólf • 22 mm nótaðar gólfefnaspónaplötur • Panell, áfellur og gerefti inn í húsið • Innveggjagrindur • 95 mm panell á innveggi • Þilull • Innihurðir • Gólfefni (plastparket)
Stig 3 Allt í stigi 2 og að auki • Fataskápar og eldhúsinnrétting • Raftæki í eldhús: Helluborð, ofn og kæliskápur • Baðtæki: Sturta, WC, handlaug og skápur undir handlaug
Samsett efnisgrind
Rammahús BYKO – Gerð 23
23,3 m2 ©
Rammahús BYKO – Gerð 32
32,0 m2 ©
Rammahús BYKO – Gerð 36
36,3 m2 ©
Rammahús BYKO – Gerð 49
49,3 m2 ©
Rammahús BYKO – Gerð 19
19,0 m2 ©
Heppileg Rammahús fyrir ferðaþjónustu Sýnishorn af skipulögðu frístundahúsasvæði. Húsunum má fjölga eftir sem starfsemin vex. Hægt er að byrja smátt og bæta má svo við. Allt frá þjónustuhúsnæði fyrir tjaldsvæði upp í stærri ferðaþjónustuþyrpingar.
©