Eystrahorn 12 tbl

Page 1

EYSTRAHORN

12.tbl. 41. árgangur 6.apríl 2023 Hljómsveitin Fókus, sigurvegarar Músíktilrauna Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, Alexandra Hernandez, Anna Lára Grétarsdóttir, Amylee Trindade og Pia Wrede Ljósmyndari Brynjar Gunnarsson Músíktilraunir

HLJÓMSVEITIN FÓKUS SIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA

Það má með sanni segja að Hornfirðingar séu ríkir af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki. Laugardaginn 1. apríl síðastliðinn áttu Hornfirðingar fulltrúa í tveimur stórum tónlistarkeppnum. Ísabella Tigist Feleksdóttir tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FAS þar sem hún flutti lagið all the pretty girls með Kaleo, Ísabella flutti lagið glæsilega og var FAS til mikils sóma.

Rokkhljómsveitin Fókus tók þátt í hljómsveitarkeppninni Músíktilraunir það

sama kvöld. Fókus samanstendur af fimm ungum tónlistarkonum: Amylee Trindade gítarleikara, Alexöndru Hernandez bassaleikara, Önnu Láru Grétarsdóttur hljómborðsleikara, Arnbjörgu Ýr Sigurðardóttur trommuleikara og Piu Wrede sem leikur á synth. Þær eru allar á aldrinum 16-18 ára og eru búnar að spila saman í eitt ár. Stelpurnar fluttu þrjú frumsamin lög og óhætt er að segja að þær komu, sáu og sigruðu. Þær tóku heim með sér þrenn verðlaun eftir kvöldið, Alexandra Hernandez og Amylee Trindade

fengu verðlaun fyrir besta söng kvöldsins, Anna Lára Grétarsdóttir vann verðlaunin sem besti hljómborðsspilari kvöldsins, og til þess að kóróna kvöldið sigruðu þær í keppninni. Fókus eru svo sannarlega búin að setja sig á kortið með þessum sigri og með ferskum hljómi, unglegri orku og með óumdeilanlegum hæfileikum munu þessar efnilegu tónlistarkonur ná langt og skapa sér nafn í tónlistarheiminum. Eystrahorn óskar Fókus til hamingju með verðskuldaðan sigur og góðs gengis með framtíðar tónlistarverkefnin.

Austurbraut 20 Sími: 662-8281

Útgefandi: Eystrahorn ehf.

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Arndís Lára Kolbrúnardóttir

Netfang: arndis@eystrahorn.is

Prófarkalestur: Guðlaug Hestnes

Prentun: Litlaprent

ISSN 1670-4126

Ljósmyndari Brynjar Gunnarsson- Músíktilraunir. Pia og Anna Lára Ljósmyndari Brynjar Gunnarsson- Músíktilraunir. Arnbjörg Ýr Ljósmyndari Brynjar Gunnarsson- Músíktilraunir. Amylee og Alexandra Ljósmyndari Brynjar Gunnarsson- Músíktilraunir. Frá verðlaunaafhendingu Umbrot: Arndís Lára Kolbrúnardóttir

Sviðsstjóri velferðarsviðs

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf Sviðsstjóra velferðarsviðs. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun í velferðarmálum á svæðinu. Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu sveitarfélagsins, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á þjónustu og rekstri velferðarsviðs sveitarfélagsins í samræmi við lög og reglugerðir þar um. Starfið felur meðal annars í sér stefnumótun og áætlanir í málaflokkum velferðarþjónustu og krefst starfið víðtækrar þekkingar á sviði velferðarmála. Á velferðarsviði starfa 26 manns í rúmlega 20 stöðugildum við fjölþætta þjónustu sviðsins.

Sveitarfélagið Hornafjörður er vaxandi samfélag umvafið stórkostlegri náttúru við rætur Vatnajökuls. Í Hornafirði búa rúmlega 2500 manns og þar er alla helstu þjónustu að finna og frábæra innviði. Vel er hlúð að skólastarfi, íþróttum og mikil áhersla hefur verið lögð á nýsköpun, rannsóknir og þekkingu á svæðinu undanfarin ár.

Ábyrgðar- og starfsvið

• Fagleg forysta í málefnum velferðar­ og félagsþjónustu, þróun hennar og stefnumótun

• Dagleg stjórnun og rekstur velferðarsviðs

• Áætlanagerð og eftirfylgni

• Samningagerð um málefni sviðsins

• Undirbúningur og eftirfylgni með fundum nefnda

• Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa og ráðuneyti ásamt öðrum hagsmunaaðilum

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði félagsráðgjafar

• Meistaragráða sem nýtist í starfi er æskileg

• Farsæl reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi er æskileg

• Reynsla og þekking af starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga

• Þekking og reynsla af starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur

• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni

• Metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæði

• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Velferðarsvið sveitarfélagsins er staðsett í nýrri og glæsilegri byggingu, Miðgarði þjónustumiðstöð, þar sem aðstaða er öll hin besta. hagvangur.is

Sótt er um starfið á hagvangur.is

Fyrir fermingarbarnið

Rúm, náttborð, sængur, koddar,

Bifreiðaskoðun á Höfn 11., 12. og 13.apríl.

Tímapantanir í síma 570-9090

fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 5. apríl.

Næsta skoðun 8., 9. og 10. maí.

Páskabingó

Kiwanisklúbbsins Óss

Laugardaginn 8. apríl í

Sindrabæ klukkan 14.00.

Styrkjum til góðs og höfum gaman saman.

FUNDARBOÐ

Aðalfundur í félagi Harmonikuunnenda Hornafirði, verður haldinn í Ekrusal , laugardaginn 15. apríl kl. 11.00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin.

Þegar vel er skoðað S: 478-2535 / 898-3664 Opið virka daga kl.13-18

GEFUM BÖRNUM TÆKIFÆRI TIL AÐ STUÐLA AÐ GÓÐRI

HEILSU

Öll börn þurfa nægan svefn, næringarríkt mataræði og reglulega hreyfingu. Þetta er ekki flókin uppskrift en í amstri hversdagsleikans getur þetta reynst börnum og fjölskyldum þeirra erfitt.

Svefn er eitt af því mikilvægasta sem ég ræði við börn og foreldra sem leita til mín á HSU vegna ýmissa vandamála. Mér finnst allt of lítil virðing borin fyrir svefni, bæði barna og fullorðinna, og tækifæri til að fá nægan svefn ætti að vera forgangsatriði á hverju heimili. Helsta hindrun góðra svefnvenja er að mínu mati skjátækjanotkun og það krefst oft samvinnu allra á heimilinu til að koma á góðum svefnvenjum. Það hefur reynst mörgum fjölskyldum vel að eftir kvöldmat sé lokað fyrir aðgengi að skjám, bæði barna og fullorðinna. Samverustund fjölskyldunnar verður þá oft með nýju sniði, örvunin ekki eins mikil rétt fyrir svefninn og auðveldara að fara að sofa á skynsamlegum tíma. Viðbættur sykur er sérstök ógn við heilsu

barna, en hann leynist oft í fljótlegri og ódýrri fæðu. Hraðinn í samfélaginu leiðir oft til þess að við gefum okkur ekki tíma til matseldar með næringarríkri fæðu og fyrir vikið veljum við það sem er auðvelt og fljótlegt. Börnin okkar hafa mörg hver litla þekkingu á mat og grípa það sem hendi er næst þegar komið er heim úr skólanum. Það fellur í hlut okkar foreldra að kenna börnunum um næringu, hráefni, samsetningu hollrar máltíðar og að gera þau að þáttakendum í matargerð. Slík þekking er gríðarlega mikilvæg því með aldrinum þurfa börnin sjálf að taka meiri ábyrgð á fæðuvali. Líkamleg hreyfing barna er mikilvægur þáttur í góðri heilsu. Hreyfingin stuðlar að vellíðan, bætir svefn, styrkir bein og vöðva sem er sérstaklega mikilvægt hjá vaxandi börnum. Skólaíþróttir og sund eru oft eina hreyfingin sem börn fá ef þau æfa ekki íþróttir. Veður og færð gerir það að verkum að börnum er oft skutlað í stað þess að nýta ferðina til hreyfingar. En þegar tækifæri gefst hvet ég alla til að spyrja

sig: Gæti ég farið fótgangandi eða á hjóli, og þá er ég ekki að meina rafmagnshlaupahjóli. Stærsta áskorunin varðandi reglubundna hreyfingu er einmitt að gera hana reglulega, koma hreyfingu inn í rútínu og vana. Hér geta foreldrar hjálpað börnum sínum mikið og skipulagt sameiginlega hreyfingu, hvort sem það er einhver útivera eða líkamsrækt heima, því þátttaka foreldra getur verið lykilatriði til lengri tíma.

Mig langar til að foreldrar og forráðamenn velti fyrir sér: Er barnið mitt að fá nægan svefn? Er mataræðið næringarríkt? Er mikill viðbættur sykur í fæðunni? Stundar barnið mitt reglulega hreyfingu?

Ef ekki, hvaða möguleikar eru til að bæta þá þætti sem stuðla að heilsu og hvaða hindranir eru í veginum?

Vignir Sigurðsson, barnalæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

MÁ BÍLLINN EKKI VERA OFTAR HEIMA?

tíma. Þó er það svo að við veljum ansi oft þægindin sem fylgja því að setjast upp í bíl frekar en að klæða okkur örlítið betur og halda af stað gangandi eða hjólandi.

Staðreyndin er sú að breyttar ferðavenjur geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins fyrir umhverfið, heldur einnig fyrir andlega og líkamlega heilsu. Með færri bílum á götunum eykst jafnframt umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, svo ekki sé minnst á sparnaðinn sem hlýst af því að skilja bílinn eftir heima í ljósi hás eldsneytisverðs.

meiri árangur næst í markmiðum um losun á þeim.

Til að hvetja fólk til að skoða sínar ferðavenjur unnu Orkusetur og Vistorka að tæknilausn utan um alþjóðlega hugmyndafræði sem snýst um að allir íbúar geti fullnægt flestum þörfum sínum í stuttri göngu- eða hjólaferð frá heimili sínu. Verkefnið samanstendur af vefsíðu, appi og prentuðu korti og segir einn af hönnuðum verkefnisins fólk oft vanmeta hversu langt það kemst án þess að nota einkabílinn.

Þegar snjóa leysir og vorið virðist handan við hornið er viðeigandi að fá fólk til að huga að breyttum ferðavenjum. Í þéttbýlinu á Höfn búa íbúar við þann munað að vegalengdir innanbæjar eru oftast stuttar. Í raun eru þær svo stuttar að líklegt er að hægt sé að ganga þær á 10-15 mínútum og hjóla á enn skemmri

Aðstæður á Höfn eru með besta móti til útivistar þar sem brattanum er ekki fyrir að fara auk þess sem vetrarfærð spillir sjaldnar fyrir en víða annars staðar. Að velja oftar að ganga eða hjóla, þau okkar sem það geta, eykur hreyfingu og útivist. Sterk tengsl eru á milli hreyfingar og útivistar og bættrar andlegrar og líkamlegrar heilsu, sem aftur getur dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið.

Að velja oftar að ganga eða hjóla, nú eða nota rafhlaupahjól eða aðra virka ferðamáta, dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því fleiri sem nýta aðra ferðamáta en bílinn aðeins oftar, því

Tæknilausnin nefnist kortER en þar er hægt að fletta upp heimilisföngum eða öðrum staðsetningum til að komast að því hversu langt þaðan viðkomandi kemst á 15 mínútum. Á meðfylgjandi mynd sýnir græni liturinn hve stórt svæði er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Miðbæ. Sömu forsendur eiga við um bláa litinn ef viðkomandi væri hjólandi. Ég hvet lesendur til þess að kynna sér kortER og spyrja sig hvort ekki megi skilja bílinn oftar eftir heima.

Stefán Aspar Stefánsson Verkefnastjóri umhverfismála

Listamaðurinn Hlynur Pálmason ætti flestum að vera vel kunnur, það mætti eiginlega helst kalla hann fjöllistamann, en hann kemur víða við í lisstsköpun sinni. Hlynur segir verkin ráða því hvaða leið hann fer í listinni hvert sinn.

„Ég vinn í ólíkum miðlum svo velur miðillinn sjálfur hvað hann ætlar að verða, hvort það verði ljósmyndasería eða ef það verður mikil saga sem verður til, ákveður miðillinn að það skuli verða kvikmynd, verkefnin ákveða sjálf hvað þau ætla að verða og ég bara vinn það sem verkefnin segja mér“.

Hlynur hefur fengist við ýmisskonar verkefni og hefur átt góðu gengi að fagna með kvikmyndir sínar. Hann hefur gert myndir eins og Hvítur Hvítur dagur, Vetrarbræður og nú nýjustu myndirnar hans sem komu út nú á dögunum Volaða land og Hreiðrið. Volaða land er þriðja kvikmynd Hlyns í fullri lengd og hefur fengið mikið lof víðsvegar um heiminn, ásamt stuttmyndinni Hreiðrið. Báðar myndir hafa verið tilnefndar og unnið til fjölda verðlauna, sem Hlynur segist vera mjög þakklátur fyrir, aðallega fyrir viðurkenninguna sem myndirnar hafa hlotið, bæði fyrir sig og fyrir allan fjöldann af fólk sem kom að myndunum og fyrir framtíðar verkefnin.Verðlaun gefa ákveðinn meðvind fyrir framtíðarverkefni sem nóg er af að taka segir Hlynur.

Volaða land fjallar um danskan prest

SKRAFAÐ VIÐ HLYN PÁLMASON

sem siglir til Íslands og ætlar að byggja þar kirkju og ákveður að ferðast yfir hálendið til að taka myndir af landinu og fólkinu. Hann ræður sér leiðsögumann til að koma honum á áfangastað og saman lenda þeir í ýmisskonar uppákomum. Myndir Hlyns hafa verið teknar upp í Austur-Skaftafelsssýslu að langmestu leyti. Volaða land var tekin út um alla sýsluna sem gaf góða innsýn í hvernig aðstæður og andrúmsloft er á svæðinu.

„Þegar ég sá myndina úti fann ég lyktina af Hornafirði. Við náðum að fanga staðinn og stemninguna mjög vel fannst mér“.

Hlynur velur að gera myndirnar sínar á Hornafirði, þar líði honum vel með fjölskyldu sinni í nærumhverfinu í einstakri náttúrufegurð. Veðurfar og tími spilar stórt hlutverk í list Hlyns og segir hann hornfirskt veðurfar vera einstaklega gott viðfangsefni.

kynslóðir. Myndirnar sem Hlynur gerir eru oft teknar yfir langan tíma, sér í lagi stuttmyndirnar hans sem geta spannað yfir 2 ára tímabil, sem fangar þá , veðurfar-, landið- og menninguna.

Það er mikið þolinmæðisverk að koma kvikmynd í framkvæmd og getur tekið allt að 10 ár frá hugmynd að fæðingu. Hlynur segist vera mjög þolinmóður þegar kemur að vinnu þó það eigi kannski ekki við í öllum aðstæðum. Framundan eru að minnsta kosti 3 myndir sem eru komnar í vinnslu en verkefnin eru mörg og hugmyndirnar hætta aldrei segir Hlynur.

„Hjólin eru stöðugt að snúast, ég er örugglega með alltof mörg verkefni í hausnum og ef ég myndi telja þau öll upp myndu þau endast mér næstu 60 árin auðveldlega. Ég á ekki eftir að gera þetta allt, ég vel verkefnin með því að hugsa hvað er framkvæmanlegt og hvað stendur næst hjartanu þá stundina. Hvað hentar mér hér í umhverfinu mínu núna“.

Aðspurður hvaðan hugmyndir af verkefnunum koma segist Hlynur vera með frjótt ímyndunarafl og að áhuginn fyrir listinni sé mikill.

„Ég kann að meta andstæðurnar í veðrinu hérna, það er svo fallegt en á sama tíma svo brutal, það er svo mikið líf í því. Ég vinn mikið með árstíðirnar, hvernig tíminn líður og hringrásina í lífinu, ég held það séu bara þessar andstæður, lífið, dauðinn-, fallega- og ljóta. Verkefnin framundan taka svo mikið frá lífinu og eru svo inspereraðar af hlutunum í kring. Í gær t.d. þegar það var brjálað rok og rigning fór ég á rúntinn til þess að taka upp veðrið, ég keyrði um með græjurnar mínar og skrúfaði niður rúðuna af og til til þess að ná skotum af rokinu. Ég veit ekkert hvað ég geri við þetta, en svona vinn ég oft. Ef það er eitthvað sem mér finnst spennandi reyni ég að fanga það, svo byrja hugmyndir og sögur að myndast í kringum það“.

Hlynur segir að mikilvægasta hlutverk kvikmynda hans sé menningararfurinn sem þær skapa. Að taka svona margar kvikmyndir á einum stað sé ekki algengt en það heimildar svæðið vel fyrir komandi

„Ég er fyrst og fremst ímyndunarveikur, svo fann ég bara leið til að vinna með því, gera þetta að vinnu. Þegar eg var unglingur átti ég erfitt með þetta að vera svona ýmindunarveikur. Svo þegar ég varð eldri náði ég stjórn á þessu. Ég er bara svona “dreamer“, mér finnst gott að grúska og spennandi að vinna með hljóð og mynd og setja saman, ég hef gaman af því að búa til söguþráð og karaktera, ég hef áhuga á myndlist og tónlist og öllum þessum hlutum og þetta tengist allt kvikmyndalist sem er svo góð blanda af þessu öllu. Svo þetta hentar mér bara rosa vel“.

Ljósmynd frá Hlyni Pálmasyni Ljósmynd frá Hlyni Pálmasyni Ljósmynd frá Hlyni Pálmasyni Ljósmynd frá Hlyni Pálmasyni

Hlynur er ekki bara með áform um nýjar kvikmyndir heldur er hann ásamt fleirum með áform um að opna bíóhús á Höfn og hafa þau stofnað bíóklúbbinn Bíóloftið sem vinnur að því markmiði. Ásamt því hefur hann verið að vinna að gerð aðstöðu fyrir eftirvinnslu kvikmynda sem komið verður í gagnið á næstu misserum vonar hann. Hlynur segir Hornafjörð vera kjörinn stað fyrir allskonar starf tengdum kvikmyndalist, enda erum við hér rík af

náttúru eins og jöklinum, frið og ró og góðu samfélagi.

Áfram Sindri segir Hlynur að lokum

Eystrahorn þakkar Hlyni fyrir gott og fróðlegt spjall og óskar honum góðs gengis með framtíðarverkefnin sem vonandi verður hægt að sjá í bíóhúsi Bíóloftsins.

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga

Aðalfundur Ferðafélags Austur- Skaftfellinga verður haldinn í fundarsal Afls að

Víkurbraut 4 fimmtudaginn 13.apríl kl. 20.00

Venjuleg aðalfundarstörf. (skýrsla stjórnar og farið yfir ársreikninga). Kosning stjórnar og nefnda. ( laust er í nokkrar stöður í stjórn og nefndum) Önnur mál.

A. Farið yfir starfsemi og stöðu félagsins.

B. Áhugi kannaður á utanlandsferð í umsjón félagsins.

Félagsmenn og aðrir sem áhuga hafa á gönguferðum og útivist, hvattir til að mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Stjórnin

Sviðsstjóri fjármála & framkvæmda

Viltu vinna að spennandi verkefnum allt í kringum Vatnajökul? Þjóðgarðurinn býður góða starfsaðstöðu víðsvegar um landið þar sem samheldinn hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu starfar. Sviðsstjóri fjármála og framkvæmda ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð Vatnajökulsþjóðgarðs og situr að auki í stjórnendateymi Vatnajökulsþjóðgarðs. Starfið er auglýst óháð staðsetningu.

Nánari upplýsingar er að finna hjá Hagvangi. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2023.

Ljósmynd frá Hlyni Pálmasyni

Forstöðumaður Áhaldahúss

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir til umsóknar starf forstöðumanns í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% ótímabundið stöðugildi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfslýsing

Forstöðumaður Áhaldahúss er bæjarverkstjóri sveitarfélagsins og hefur umsjón með rekstri og viðhaldi Hornafjarðarveitna, samgöngumannvirkja og opinna svæða í umsjá sveitarfélagsins. Hann sér um daglegan rekstur, starfsmannahald og að skipuleggja og fylgja eftir framkvæmdum í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir þær stofnanir sem undir hann heyra. Forstöðumaður vinnur að fjárhagsáætlanagerð og svarar í síma utan hefðbundins vinnutíma vegna kerfa sem undir verksvið hans heyra.

Hæfnis- og menntunarkröfur

Bæjarverkstjóri skal sýna lipurð í mannlegum samskiptum, vera þjónustulundaður og liðlegur. Hann þarf að búa yfir ákveðinni festu og hafa góða þekkingu á þeim málaflokkum sem tilheyra starfinu. Skilyrði er að viðkomandi hafi vinnuvélaréttindi og meirapróf sem og góða skipulags- og stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun og teymisvinnu. Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af verklegum framkvæmdum er æskileg. Bæjarverkstjóri þarf að sýna frumkvæði og drifkraft í starfi og er megináhersla lögð á vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum.

Leitað er eftir einstaklingum sem eru reglusamir og snyrtilegir. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um starfið. Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sambands sveitarfélaga við Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi eða Afl starfsgreinafélag. Umsóknarfrestur er til 17.apríl 2023.

Frekari upplýsingar veitir Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis - og skipulagsstjóri á netfanginu skipulag@hornafjordur.is eða í síma 865 8003

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á afgreidsla@hornafjordur.is

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

VEL HEPPNUÐ FJÖLBREYTILEIKAVIKA

Síðastliðna viku stóð sveitarfélagið Hornafjörður fyrir fjölbreytileikaviku til þess að vekja athygli á og fagna þeirri fjölbreyttri mannflóru sem sveitarfélagið býr yfir. Vikan fór fram með ýmisskonar uppákomum og fræðslu sem tengjast fjölbreytileikanum. Channel Björk Sturludóttir frá Mannflórunni kom og hélt fræðslu um fjölbreytileika og fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fræðsluvettvangur og samfélag fyrir þá sem vilja fagna fjölmenningu á Íslandi og auka sýnileika fólks af erlendum uppruna í íslensku

samfélagi. Menningarmiðstöðin bauð upp á myndatöku fyrir alla sem höfðu áhuga á, teknar voru 150 myndir af allskonar fólki sem eru til sýnis í Nýheimum. FAS stóð fyrir ýmisskonar fræðslu og uppbrotum í skólanum og vikan endaði svo á samverustund í Nýheimum þar sem nemendur í 3. bekk upp í 7.bekk sungu lagið Gordjöss við undirleik meðlima úr lúðrasveit Tónskóla AusturSkaftafellssýslu og gestir gátu gætt sér á kökum og kaffi. Vikan var hin fróðlegasta og fjölbreytileikanum vel fagnað.

AFMÆLISHÁTÍÐ UMF VÍSIS UMF SINDRI FÆR VEGLEGAN STYRK

Umf. Vísir var stofnað 8. apríl 1912 og í tilefni þess verður blásið til afmælishátíðar. Haldið verður innanhússmót í frjálsum íþróttum laugardaginn 8. apríl frá kl 12-17 á Hrollaugsstöðum. Keppt verður frá 6 ára aldri og upp í öldungaflokk. Boðið verður upp á kaffi og kökur og hægt verður að taka þátt í spurningaleik (Pub quiz). Hægt verður að ganga í Umf. Vísi á staðnum.

-Veitt verða þátttökuverðlaun í barnaflokkum auk verðlauna fyrir besta afrek mótsins (miðað við aldur).

-Keppt verður í eftirtöldum greinum í öllum aldursflokkum frá 6 ára aldri og upp í öldungaflokk.

* Langstökk án atrennu

* Þrístökk án atrennu

* Kúluvarp

* Spretthlaup

* einnig verður keppt í hástökki án atrennu frá 10 ára aldri

Mótið er skráð í mótaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands, Mótsstjóri er Bjarni Malmquist Jónsson, Jaðri Yfirdómari er Steinþór Torfason, Hala

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Bjarni Malmquist

Á dögunum barst okkur hjá Sindra 600.000 kr. styrk frá þeim góðu konum er standa að Hirðingjunum á Hornafirði.

Einnig barst okkur annar styrkur frá

ónefndum aðila og saman gerði stuðningur þeirra okkur kleift að kaupa fyrir félagið tvær Live Veo myndavélar, aukahluti og ársáskrift, sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna leiki félagsins í beinu streymi á netinu. Þá munu stærri deildir okkar, körfuknattleiksdeildin og knattspyrnudeildin geta nýtt upptökur af keppnisleikjum til þess að leikgreina og nýta í faglegt starf þjálfarana. Yngri flokkarnir munu einnig notast við myndavélarnar í sama tilgangi og meistaraflokkarnir og því frábær viðbót við þá góðu umgjörð sem við erum að byggja í kringum starfið okkar. Við hjá Sindra þökkum Hirðingjunum og öðrum stuðningsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag til félagsins með kærleik og virðingu og þá sérstaklega Hirðingjunum fyrir þeirra óeigingjarna starf.

Fyrir hönd Ungmennafélagsins Sindra, Margrét Kristinsdóttir

Samverustund í tilefni fjölbreytileikaviku

UPPSKRIFT VIKUNNAR

Mömmufiskur með byggsalati

Heiðdís Hauksdóttir

Hráefni fyrir 3-4

Fiskréttur

-1 kg bein- og roðflettur fiskur (ég notaði lúðu en mæli líka með þorskhnökkum)

-250 g íslenskt smjör

-1 stk blaðlaukur – fínt saxaður

-150 g rifinn ostur

-150 g brauðraspur

Byggsalat

-300 g soðið bankabygg

Kærar þakkir fyrir áskorunina kæru Anna og Óli. Uppskriftin að þessu sinni er fiskréttur sem kemur úr smiðju móður minnar Ernu Gísladóttur. Þessi fiskréttur er ótrúlega auðveldur og slær alltaf í gegn meira að segja hjá krökkunum!

Mig langar að skora á hana Ingibjörgu Gísladóttur móðursystur mína í Gautaborg. Þau hjónin eru alltaf höfðingjar heim að sækja.

Aðferð fiskur

Raðið fisknum í fat og sáldrið salti yfir. Bræðið smjörið í potti og slökkvið undir. Bætið svo fínt söxuðum blaðlauki útí ásamt rifna ostinum og brauðraspinum og hrærið saman. Dreifið blöndunni yfir fiskinn og bakið í ofni við 180 gráður í um það bil 25 mínútur.

Aðferð byggsalat

1 Blandið öllu saman í skál

SPURNING VIKUNNAR

Hvað ætlar þú að gera um páskana?

HÉRAÐSLÖGREGLUMAÐUR

TÁLKVENNDI

Stefanía Hannesdóttir Fara í fermingu á fimmtudaginn, svo verð ég bara heima
VATNSMELÓNA TRÉ VÉLMENNI TUNGLIÐ KÚLA
Johnro Derecho Magno Hitta vinina
KÖRFUBOLTI
ORÐALEIT PÁSKAEGG KANÍNA
KROSS PÁLMASUNNUDAGUR
Þorvarður
Kristín Eva Eyjólfsdóttir Reyna að sofa eins mikið og ég get
Árnason Leika við afastrákana mína

Þjónustufulltrúi

Stjórnsýslu- og fjármálasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa/gjaldkera . Starfið felst í almennri þjónustu við ytri og innri viðskiptavini sveitarfélagsins, verkefnum tengdum bókhaldi, skjalavörslu, innkaupum og greiðslu reikninga fyrir sveitarfélagið og fyrirtæki þess.

Hæfniskröfur:

• Stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eða reynsla af skrifstofuog afgreiðslustörfum.

• Reynsla af bókhaldi er kostur.

• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.

• Góð almenn tölvukunnátta.

• Góð íslensku- og enskukunnátta.

• Þekking og reynsla í Navision bókhaldskerfi og One málakerfi er kostur.

• Sjálfstæði, skipulagsfærni, samviskusemi og nákvæmni.

Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2023.

Umsóknir sendist rafrænt á netfangið olof@hornafjordur.is. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ólöf I. Björnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 470-8018 eða á olof@hornafjordur.is

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 470 -8000 / www.hornafjordur.is
og gjaldkeri í ráðhúsi

Við leitum að traustu starfsfólki

Sumarstörf hjá Olís

Olís auglýsir eftir hressu og duglegu sumarstarfsfólki á Höfn. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í líflegu umhverfi.

Helstu verkefni:

• Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

• Áfyllingar og vörumóttaka

• Þrif og annað tilfallandi

Hæfniskröfur:

• Snyrtimennska og reglusemi

• Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og stundvísi

• Hæfni í mannlegum samskiptum

• Reynsla af verslunarstörfum er kostur

Við hvetjum unga sem eldri af öllum kynjum til að sækja um. Kíktu á laus sumarstörf hjá Olís í þínu bæjarfélagi á Alfreð eða jobs.50skills.com/olis/is

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, uppbyggileg samskipti og fagleg vinnubrögð.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.