Eystrahorn 7.tbl 2023

Page 1

EYSTRAHORN

7.tbl. 41. árgangur 2.mars 2023

GEITAFJÖR Á HÁHÓLI

Nú hafa eflaust margir séð líflegar geitur hoppa um í haga á sumrin og einhverjir jafnvel smakkað á geitakjöti frá þeim hjónum Lovísu Rósu Bjarnadóttur og Jóni Kjartanssyni á Háhóli. Eystrahorn kíkti í heimsókn til þess fræðast um lífið á fjöruga geitabýlinu. Fyrir 11 árum bönkuðu 2 geitur upp á hjá þeim hjónum og síðan var ekki aftur snúið.

Jón: „Ég var að vinna á Dynjanda og var spurður hvort ég vildi ekki bara fá borgað í geitum, ég sagði jú jú, um að gera að eiga geitur. Þetta var einhverntímann í nóvember, svo annan í jólum var bankað hjá okkur þá voru mættar 2 geitur í hestakerru og þannig byrjaði það. Svo gátum við ekki hætt, þær eru svo skemmtilegar“. Smám saman bættust svo fleiri í hópinn, í dag eru 67 geitur á Háhóli og von er á um 50 kiðlingum núna með vorinu.

Lovísa: „Þær eru svo miklir vinir manns, þær eru svo uppátækjasamar og erfiðar, það er ekki annað hægt en að finnast þær skemmtilegar, þær eru svo miklir karakterar. Geitur eru bara þannig að annað hvort finnst þér þær skemmtilegar eða þú þolir þær ekki, þær gera bara það sem þeim dettur í hug. Það er allt í lagi að hafa geitur í lélegri girðingu á meðan þeim leiðist ekki en um leið og hún sér eitthvað spennandi hinum megin þá skiptir engu máli hvernig girðingu þú ert með, hún finnur gat og kemst í gegn ef hún ætlar sér, svo það getur farið mikill tími í eltingaleik, mjög gott að vera með skrefamæli þegar maður er geitabóndi“.

Þau segja geitabúskapinn vera hobbý eins og er enda sé geitabúskapur erfiður einn og sér. Til þess að það beri sig sem atvinnubúskapur þyrfti að bæta við mjólkun og jafnvel ferðaþjónustu. Þau útiloka ekki að umfangið stækki einn daginn en eins og er njóta þau þess að gera þetta í hjáverkum. Starfsemin er þó ansi mikil og ýmislegt sem þau framleiða. Kjötið er þeirra helsta afurð en þau reyna að nýta þær til fulls og eru með ýmsar aðrar vörur eins og sápur, band sem gert

er úr fiðinu sem losnar á vorin og von er á stökum sem voru sendar til Svíþjóðar í sútun, geitastökur eru mjög hlýjar og henta vel í barnavagna til að mynda. Allar vörurnar eru seldar beint frá býli sem þýðir að öll sala fer í gegnum þau beint. Þau segja kjötsöluna ganga ágætlega en að fólk sé stundum smeykt við geitakjöt, það hafi kannski ekki gott orðspor á sér en að kjötið sé einstaklega ljúffengt ef það er eldað rétt.

„Kjötið er mjög prótínríkt og eiginlega engin fita en hefur ekki gott orð á sér það eru ekki margir sem vilja þetta af einhverjum ástæðum, fólk talar stundum um að það sé vond lykt af þeim. Hafrarnir auðvitað lykta á haustinn af því þeim finnst sexy að sitja og míga framan í sig og það er bara ekki geðslegt eftir mánuðinn svo eðlilega lykta þeir á fengitímanum en huðnurnar lykta ekkert illa. Margir

Austurbraut 20 Sími: 662-8281

Útgefandi: Eystrahorn ehf.

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Arndís Lára

Kolbrúnardóttir

Netfang: arndis@eystrahorn.is

Prófarkalestur: Guðlaug Hestnes

sem segjast hafa smakkað geitakjöt sem var ekki gott en svo þegar við leyfðum svo sama fólkinu að smakkka hjá okkur skipti það um skoðun. Geitakjöt á nefnilega ekki að elda eins og lamb. Það er oft verið að reyna láta þetta passa í lambalærisuppskriftina, en þú eldar ekki hreindýr eins og hross bara af því þetta er sama stærð af dýri þetta er sitthvort kjötið og það þarf að pæla í því. Það er svo magurt svo það þarf að passa að það þorni ekki. Afi borðaði aldrei kjúkling af því kjúklingurinn sem hann fékk í sveitinni var svo vondur, en það var líka bara gamli haninn, eðlilega var hann ekki góður. Sama á líklega við hjá mörgum að hafa smakkað gamlan hafur eða gamla horaða huðnu sem hefur ekki verið gott kjöt og skepnan ekki á þeim stað að það ætti að vera að borða hana“.

Geitakjöt er mikið eldað á heimilinu

Umbrot: Arndís Lára

Kolbrúnardóttir

Prentun: Litlaprent

ISSN 1670-4126

og eru þau dugleg að prófa allskonar aðferðir. „Við elduðum einu sinni læri eins og lamb sem var ekki gott, svo bara leituðum við okkur upplýsinga á netinu og keyptum okkur geitauppskriftabók sem við fórum að elda upp úr. Það sem við komumst þá að var að hún er alltaf elduð við mikið lægri hita í lengri tíma. Einfaldast og best er að elda geitabóg með salti, pipar, timían eða rósmarín og lárviðarlaufi, setja svo grænmeti í stórum bitum í svarta pottinum. Svo bara inn í ofn og leyfa því að vera lengi, ekkert vatn eða neitt þannig. Leyfa því að bakast í 3-3,5 tíma í 140°-150°c heitum ofni. Þetta er langeinfaldast og mjög gott. En það er líka rosa gott að gera allskonar pottrétti og nota til þess mið-austurlensk krydd eins og kanil, kardimommur og kakó eitthvað sem maður myndir frekar nota í kökur passa rosalega vel með geitinni“.

Þau segja það besta við búskapinn séu kiðlingarnir, þeir hafi heillað þau upp úr skónum fyrir 11 árum og gera enn. „Það

getur verið voða gaman að setjast bara niður í stíu og kiðlingarnir koma svo og klifra á manni, þetta er svo róandi. Sérstaklega er þetta notalegt þegar þær eru á vissum aldri, þá eru þær svo kelnar. Svo byrja þær að brölta og vilja aðeins slást við mann og stanga og svoleiðis. Þú ert algjörlega í núinu þegar þú ert með kiðling, maður er ekkert hugsað um neitt annað. Þau eru svo forvitin og skemmtileg svolítið eins og hvolpar. Þegar maður fer ofan í stíuna hópast þær alveg að manni, það er það sem heillar okkur alveg, kiðlingarnir sækja svo fast í mann en ekki til að fá að borða bara til þess að fá knús. Stundum bara hoppa þeir í fangið á manni og sofna“.

Við enduðum heimsóknina á því að heimsækja fjósið og heilsa upp á geiturnar þar sem kiðlingarnir tóku fagnandi á móti knúsum og mat. Þau segja að allir megi hafa samband og koma í heimsókn til þess að kíkja og klappa eins er hægt að hafa samband við þau til þess að kaupa geitaafurðir. Að lokum vilja þau þakka öllum þeim sem gáfu þeim jólatré það kom sér mjög vel og geiturnar sérstaklega hamingjusamar með snarlið. Eystrahorn þakkar þeim hjónum fyrir spjallið og óskar þeim góðs gengis í komandi kiðlingaburði.

MINNIHÁTTAR BREYTINGAR Á SORPHIRÐUDAGATALI - DREIFBÝLI

Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á sorphirðudagatali sveitarfélagsins sem varða sérstakar söfnunarferðir í dreifbýli á heyrúlluplasti, brotajárni og spilliefnum, smáum raftækjum og textíl. Söfnun á spilliefnum og smáum raftækjum sem átti að fara fram í febrúar hefur verið seinkað fram í miðjan mars. Í þeirri söfnun verður einnig tekið við fötum og textíl sem tilraunaverkefni. Öllum fötum og textíl sem berst á söfnunarstöðina á Höfn er komið til Rauða krossins. Brotajárnshreinsuninni sem átti að fara fram í mars seinkar einnig og verður nú í lok apríl. Að lokum hefur verið brugðist við athugasemdum um söfnun á heyrúlluplasti sem

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Samvera í Ekru föstudaginn 3. mars kl. 17:00. Steinunn Hödd kynnir starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði. Mætum nú vel og hlýðum á þennan fróðleik.

átti að fara fram um mánaðarmótin maí – júní og henni seinkað fram í þriðju vikuna í júní. Þessar safnanir verða auglýstar sérstaklega en til þess að nýta þjónustuna er nauðsynlegt að óska eftir henni með því að skrá sig hjá sveitarfélaginu. Sorphirðudagatalið stendur annars óbreytt og hafa engar breytingar verið gerðar á hirðutíðni hefðbundinna úrgangsflokka. Úrgangur er sóttur á þriggja vikna fresti í þéttbýli en á fjögurra til fimm vikna fresti í dreifbýli. Ólík hirðutíðni stafar einkum af því að matarleifum er safnað sérstaklega í þéttbýli auk þess sem ílát undir endurvinnsluefni í dreifbýli er nærri þrefalt stærra en ílát undir endurvinnsluefni í þéttbýli.

Sorphirðan mun þó taka breytingum á þessu ári og mun sorphirðudagatalið breytast í kjölfarið. Á þessu ári ber sveitarfélögum að safna fjórum aðgreindum úrgangsflokkum við heimili í þéttbýli. Í tengslum við breytingarnar hefur sveitarfélagið verið að skoða möguleika á söfnun matarleifa í dreifbýli auk söfnunar á málmumbúðum og gleri. Þessi atriði, auk annarra, eru enn til skoðunar en sveitarfélagið vinnur nú að gerð útboðsgagna fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs. Breytt söfnunarfyrirkomulag á því eftir að koma endanlega í ljós en verður kynnt sérstaklega þegar það liggur fyrir.

Félagsvist Minnum á félagsvistina 2. og 9. mars kl. 20:00 í Ekru

FJÖLMENNUM OG TÖKUM SLAGINN!

Fyrir fermingabarnið

Rúm, náttborð, sængur, koddar,

Aðalfundur Golfklúbbs

Hornafjarðar

Aðalfundur Golfklúbbs

Hornafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 9.mars kl. 20:00 í golfskálanum.

S: 478-2535 / 898-3664

Opið virka daga kl.13-18

Venjuleg aðalfundarstörf og fleira. Hvetjum alla félagsmenn að mæta og taka með sér gesti.

Stjórn GHH

matarleifar og blandaður úrgangur Höfn/nes 

/ brotajárn*

SMÞMFFLSMÞMFFLSMÞMFFL 1 23456 7 123 4 123 4 8 910111213 145 678910 115 678910 11 15 1617181920 21 12 1314151617 18  1314151617 18  2324252627 2819 2021222324 2519 2021222324 25 29 3031 26 2728 26 2728293031 SMÞMFFLSMÞMFFLSMÞMFFL 1 1 2345 6 12 3 2 345 67 87 89101112 134 56789 10 9 10 11121314 1514 151617 18 19 2011 1213141516 17 16 171819 20 21 2221 2223242526 27  1920212223 24  2425262728 2928 29 3031 25 2627282930 30 SMÞMFFLSMÞMFFLSMÞMFFL 1 1234 5 1 2 2 34567 86 7 891011 123 45678 9 9 1011121314 1513 1415161718 1910 1112131415 16 16 1718192021 2220 2122232425 2617 1819202122 23 23 2425262728 2927 28293031 24 2526272829 30 30 31 SMÞMFFLSMÞMFFLSMÞMFFL 1 23456 7 123 4 1 2 8 910111213 145 678910 113 45678 9 15 1617181920 2112 1314151617 1810 1112131415 16  2324252627 2819 2021222324 2517 1819202122 23 29 3031 26 27282931 24 2526 272829 30 31 Endurvinnanlegt,
Hreinsivika
 Heyrúlluplast* Endurvinnanlegt og blandaður úrgangur dreifbýli  Spilliefni, lítil raftæki og föt / textíll* * Söfnun í dreifbýli. Til að nýta þjónustuna þarf að skrá sig hjá sveitarfélaginu. Október Nóvember Desember
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September
2023 Sorphirðudagatal

ALÞJÓÐLEGT VERKEFNI UM MENNTUN LEIÐSÖGUMANNA OG ÖRYGGI FERÐAFÓLKS Á

NORÐURSLÓÐUM

Með vaxandi ferðamennsku á norðurslóðum hefur öryggi ferðafólks komist í kastljósið. Ýmsir þættir gera það að verkum að ferðalög á norðurslóðum geta reynst varasöm. Veður geta orðið válynd með stuttum fyrirvara, loftslag er kalt, fjarlægðir miklar og innviðir, til dæmis til leitar- og björgunarstarfa eru takmarkaðir. Ef slys henda eru leiðsögumenn oftar en ekki fyrstir á vettvang og eru því í lykilhlutverki til að tryggja öryggi ferðafólks.

Dagana 15. - 17. febrúar síðastliðinn fór fram fyrsti fundur í verkefninu Arctic Guides Safety Education Collaboration. Verkefnið er fjármagnað af Nordplus Horizon áætluninni og miðar að

því að kortleggja og efla menntun leiðsögumanna á norðurslóðum og vinna þannig að bættu öryggi ferðafólks á svæðinu. Land- og ferðamálafræðistofa Háskóla Íslands leiðir verkefnið en aðrir þátttakendur eru Háskólinn í Stavanger og þrjár menntastofnanir sem bjóða uppá nám fyrir leiðsögumenn: Háskólasetrið á Svalbarða sem er hluti af Háskólanum í Tromsø, Campus Kujalleq á Grænlandi og fjallamennskunám Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. Enn fremur tók Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði þátt í undirbúningi og skipulagi fundarins.

Á fundinum kynntu aðilar leiðsögunám sem verið er að vinna að innan skólanna, miðluðu reynslu og þekkingu og ræddu

samstarfsmöguleika ásamt því að heimsækja ferðaþjónustufyrirtæki og Samhæfingarstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Jafnframt var haldin vinnustofa með hagaðilum þar sem helstu öryggisáskoranir í ferðamennsku hérlendis voru greindar ásamt leiðum til að efla menntun leiðsögumanna. Þátttakendur á vinnustofunni komu m.a. frá Landhelgisgæslunni, 112, Samtökum ferðaþjónustunnar, Félagi Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, fyrirtækjum í ferðaþjónustu og rannsakendum.

Næsti fundur verkefnisins verður haldinn á Svalbarða í maí. Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér: http://arcticguideeducation.com/

Gunnar Þór Jóhannesson prófessor við Háskóla Íslands

ÁÐUR SINDRAVELLIR, NÚ JÖKULFELLSVÖLLURINN

Knattspyrnudeild Sindra og Jökulfell ehf., í eigu Óskars Hauks Gíslasonar frá Svínafelli

í Nesjum, hafa nú samið um kaup þess síðarnefnda á nafni Sindravalla sem nú verður Jökulfellsvöllurinn. Sindravellir hafa aldrei skipt um nafn áður og mun þetta þess vegna vera tímamótasamningur í sögu vallarins. Þessi samningur er til 3ja ára og Knattspyrnudeildin hefur fulla trú á að komandi samstarf muni ganga vel og hlakkar mikið til þess við Jökulfell ehf. Það er ánægjulegt að fyrirtæki geti og vilji styrkja íþróttastarf í heimabyggð og þökkum við Jökulfelli ehf. að halda því áfram.

Óskar Haukur Gíslason og Arna Ósk Harðardóttir
Kynntu þér nýja kynslóð heyrnartækja! Verðum á heilsugæslunni á 534-9600 www.heyrn.is Hlíðasmára 19, 2.hæð, 201 Kópavogur TÍMAPANTANIR 534-9600 TÍMAPANTANIR 534-9600 Höfn í Hornafirði Höfn í Hornafirði föstudaginn 10. mars 2023 föstudaginn 10. mars 2023

SPURNING VIKUNNAR

Af hverju höldum við upp á öskudaginn?

ORÐALEIT

Sigrún Ylva Janusdóttir/Hafmeyja Út af hafmeyju. Embla Dís Pétursdóttir/Norn Svo allir verði glaðir. Ynja María Skúladóttir/Mirabell Til að skemmta sér.
RÉTTLÆTI VEGGUR SOKKABUXUR FLEY ASKUR GEITALÆRI SULTA DALSMYNNI
Jóhann Óskar Axelsson/Svarthöfði Af því.

G-veisla

G-veisla Kiwanis verður haldin á Hafinu þann 4. mars.

Veislustjóri: Þorkell Guðmundsson höfundur Pabbabrandara.

Listaverkauppboð þar sem boðin eru upp verk hornfirskra listamanna.

leðiveisla Groddaveisla

Dansleikur með hjómsveitinni 6-Pence eftir skemmtun, húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Allir velkomnir. Dansleikur hefst uppúr 23.

Góð veisla

Ágóði rennur til styrktar leikskólum sveitarfélagsins.

Matseðill

Hrossakjöt, saltað og soðið, Saltkjöt, Hvalur grillaður, Svartfugl grillaður

Meðlæti: Kartöflur, rófur, grænar og rauðkál, jafningur, Bernessósa

Glæsi veisla Góðgerðaaveisla

Miðaverð 9000- á skemmtun
ball, 4000- bara á ball Forsala aðgöngumiða í Martölvunni!
og

NORÐURLJÓSABLÚS

FÖSTUDAGUR

10. MARS

á Hafinu 10. - 11. mars

• Beggi Smári & Bexband

ásamt Nick Jameson

• Blúsband Þollýar

• Drýslar

LAUGARDAGUR

11. MARS

• Eyþór Ingi og Babies með Þursaflokks tribute

• JAK

• Fókus

Menningarhátíð Hornafjarðar

10. mars kl. 17:00 í

Nýheimum

Dagskrá:

Ávarp, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri

• Afhending styrkja bæjarráðs

• Afhending styrkja atvinnu- og rannsóknarsjóðs

• Afhending styrkja atvinnu- og menningarmálanefndar

Tónlistaratriði, upphitun fyrir blúshátíð

• Afhending umhverfisviðurkenninga

• Afhending styrkja fræðslu- og tómstundarnefndar

• Afhending menningarverðlauna

Veitingar í boði og öll velkomin

MIÐAVERÐ Á STAKT KVÖLD 4500 KR., HELGARPASSI 8000KR. - MIÐASALA VIÐ INNGANGINN HÚSIÐ OPNAÐ KL. 20:00 DAGSKRÁ HEFST KL. 20:30
og menningarverðlauna Austur- Skaftafellsýslu 2023
Afhending styrkja, umhverfisviðurkenninga

Á Óslandshæðinni á Höfn blasir við látlaus steindrangur. Minnisvarði um merkan atburð. Áletrun á minnisvarðanum er eftirfarandi: „Erik H. Nelson flaug fyrstur til Íslands 2. ágúst 1924.“

Það voru Bandaríkjamenn sem stofnuðu til heimsflugsins. Gert var ráð fyrir að flugvélarnar flygju yfir 22 þjóðlönd. Flugvélarnar fjórar, sem nefndust Seattle, Chicago, New Orleans og Boston, lögðu af stað frá Seattle í Bandaríkjunum þann 6. apríl 1924. Vélarnar voru af gerðinni Douglas, 12 metra langar með 16 metra vænghaf og vógu rúm fjögur tonn fulllestaðar, segir í heimildum. Fyrst var flogið í átt til Alaska. Þar henti forystuflugvélina „Seattle“ mikið óhapp. Hún rakst á fjall og fórst, en flugmennirnir björguðust.

Hinar þrjár vélarnar héldu förinni áfram. Eftir að hafa flogið um Japan, Kína, Indland og meginland Evrópu komu þær til Bretlands í endaðan júlí. Að morgni 2.ágúst lögðu þær af stað til Íslands. Skammt frá Orkneyjum skall þoka yfir og treystu tveir flugmannanna sér ekki til að halda áfram og sneru við. Þriðja vélin „New Orleans“, sem Svíinn Erik H. Nelson, stýrði, hélt áfram og lenti heilu og höldnu á Hornafirði eftir 8 ½ klst flug. Auk flugmannsins var flugvélstjóri, John Harding jr.

Á Hornafirði var mikill viðbúnaður. Fyrri part sumars kom einn af umsjónarmönnum

hnattflugsins, C.E. Crumrine, liðsforingi úr

HEIMSFLUGIÐ 1924

bandaríska flughernum, til Hafnar til að annast undirbúning lendingar þar. Björn Eymundsson, lóðs Hornfirðinga var fenginn til að mæla út lendingarsvæðið, sem var Mikleyjaráll rétt utan við sjóhúsin í Mikley. Á húsið var málað með stórum stöfum „WelcomeHornafjörður“. Í bók Önnu Þórhallsdóttur, „Brautryðjendur á Hornafirði“, sem út kom árið 1972, birtir hún útvarpserindi, sem hún flutti í árslok 1969 og segir þar á eftirminnilegan hátt frá þessum atburði.

Árið 1954, þegar 30 ár voru liðin, var atburðarins minnst. Flugfélag Íslands bauð Erik H. Nelson til Íslands undir forystu flugmálastjóra, Agnars Kofoed-Hansen og Jóns Eyþórssonar, veðurfræðings. Þann 2. ágúst 1954 var haldið til Hornafjarðar og með í för var Ingólfur Jónsson, samgönguráðherra. Flugmálastjórn hafði látið reisa minnismerki um atburðinn 1924 og var það afhjúpað við flugvöllinn á Melatanga við hátíðlega athöfn. Þessi minnisvarði er nú á Óslandshæðinni eins og vitnað er til hér í byrjun.

Í ágúst 1994, þegar sjötíu ár voru liðin frá heimsfluginu, hafði Bæjarstjórn Hornafjarðar forgöngu um að afhjúpað var listaverk við Árnanesflugvöll í tilefni afmælisins. Verkið er eftir Pétur Sigurbjörnsson, vélsmið á Höfn, en stækkað í Vélsmiðju Hornafjarðar.

Flugvélarnar tvær, sem sneru við til Orkneyja 2. ágúst héldu áfram för sinni næsta dag.

Önnur þeirra, „Boston“, neyddist til að nauðlenda á sjónum, en áhöfninni var bjargað af breskum togara, en hin vélin „Chicago“ náði til Hornafjarðar. Þann 5. ágúst 1924 héldu vélarnar tvær áfram flugi sínu til Reykjavíkur. Heimsfluginu lauk svo þann 28. september 1924 á sama stað og það hófst, þ.e. í Seattle í Bandaríkjunum. Í Nova Scotia bættist þriðja vélin „Boston II“ í hópinn og voru vélarnar því þrjár sem luku fluginu í Seattle. Í Magnusson´s Park í Seattle hefur verið reist minnismerki um atburðinn.

Framangreint er hér rifjað upp í tilefni þess, að á næsta ári -2. ágúst 2024-er ein öld liðin frá heimsfluginu.

Vart leikur neinn vafi á því hve merkur atburður þetta var fyrir samgöngur í heiminum. Þetta var líka upphaf þess samgöngumáta Íslendinga og erlendra ferðamanna, sem mest er notaður í samskiptum Íslands við umheiminn. Ekki þarf heldur að fara í grafgötur með hve mikilvægar flugsamgöngur hafa verið fyrir Hornafjörð ekki síst áður en samgöngur á landi komust í það horf sem varð við opnun hringvegarins árið 1974.

Vonandi hafa forystufólk Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt samgönguyfirvöldum á Íslandi frumkvæði að því að þessa merka atburðar verði minnst með viðeigandi hætti á aldarafmæli heimsflugsins árið 2024.

ELDFJALLALEIÐIN VEKUR EFTIRTEKT

Ljósmynd: Þorvarður Árnason

Mótun Eldfjallaleiðarinnar, nýrrar ferðaleiðar á Suðurlandi og Reykjanesi, hefur vakið mikla eftirtekt en hátt á hundrað manns lögðu orð í belg á vinnustofum um leiðina í vetur. Ferðaleiðin er eitt áhersluverkefna Sóknaráætlunar Suðurlands á árinu 2023. Eldfjallaleiðin er ný ferðaleið á milli Keflavíkur og Hafnar í Hornafirði, með áherslu á eldvirkni. Átta eldfjöll vísa veginn og draga fram sögur og áfangastaði á sínu áhrifasvæði:

• Fagradalsfjall

• Hengill

• Hekla

• Eldfell

• Eyjafjallajökull

• Katla

• Laki

• Öræfajökull

Eldfjöllin vísa ferðamönnum veginn um Reykjanes og þaðan inn á Suðurland og austur, með viðkomu á mikilvægum eldfjallasvæðum utan hringvegarins, svo sem í Vestmannaeyjum, Þjórsárdal og Skaftárhreppi. Svartir sandar og víðfeðmar hraunbreiður setja svip á leiðina að jökulklæddum Eldfjöllunum ógleymdum. Þegar komið er austur til Hornafjarðar blasa að lokum við ævaforn eldfjöll, alls ólík hinu nýja hrauni á Reykjanesi.

Ljósmynd: Þorvarður Árnason

Markvisst hægt á ferðinni Í dag sjáum við aukna áherslu á áhugasvið ferðamanna í stað lýðfræðilegra markaðsþátta á borð við aldur, kyn og stöðu. Með það í huga viljum við draga áfangastaðinn Suðurland fram með fjölbreyttum þemaleiðum. Vitaleiðin, ferðaleið á milli Selvogsvita og Knarrarósvita var opnuð árið 2021 og nú er unnið að Eldfjallaleiðinni. Þemaleiðirnar draga fram fjölbreytina sem í boði er með það að markmiði að laða að ferðamenn sem dvelja lengur og ferðast hægar yfir.

Gagnlegar vinnustofur

Opnar vinnustofur um Eldfjallaleiðina fóru fram á fimm stöðum á Suðurlandi ásamt einni á Reykjanesi og einni fjarvinnustofu. Að lokinni kynningu unnu þátttakendur fjölbreytt verkefni þar sem miklar umræður sköpuðust undantekningalaust. Fyrsta verkefni þátttakenda var þankahríð út frá spurningunni: „Hvernig tengist okkar nærsvæði eldvirkni?“ Útkoman var vel yfir 300 ólík atriði og því augljóst að hagaðilar eiga auðvelt með að tengja sig við þema ferðaleiðarinnar á einhvern hátt. Í næstu verkefnum var farið meira á dýptina og smám saman skapaðist góður gagnabanki yfir það hvað Eldfjallaleiðin

skyldi standa fyrir. Þessi gögn hafa nýst Markaðsstofunni við að ramma leiðina betur inn.

Vilja fróðleiksfúsa ferðamenn Á hverri vinnustofu fengu þátttakendur nokkrar mínútur til að hugsa inn á við og svara spurningunni: „Hvaða jákvæðu áhrif vil ég að Eldfjallaleiðin hafi?“ Yfir 200 svörum var skilað inn og sú áhersla sem stendur upp úr er að fræðsla verði aukin og að Eldfjallaleiðin laði til sín fróðleiksfúsa ferðamenn. Margir nefndu einnig bætta dreifingu ferðamanna, þá sérstaklega að fjölga áfangastöðum og byggja upp innviði á minna sóttum stöðum. Þá er þess óskað að Eldfjallaleiðin skapi grundvöll fyrir nýsköpun og vöruþróun. Það kom skýrt fram á vinnustofunum að hagaðilar vonast til að Eldfjallaleiðin tengi ferðamenn meira við sögu, menningu og mannlíf svæðisins.

Eftirfarandi tilvitnanir eru gott dæmi um það sem fólki var ofarlega í huga.

„Að fyrirtæki og íbúar tengi sig betur við nærumhverfið og geti þannig skapað tækifæri byggð á því. Sérstaðan á þessu svæði skíni í gegn.“

„Ferðamaðurinn kynnist okkur betur“

„Ég vona að ferðamenn stoppi lengur og að það takist að markaðsetja Slow Travel. Það er svo mikilvægt að fólk nái að hægja á, tengjast náttúrunni og læra af henni. Ég vona að þetta geri ferðaþjónustuna sjálfbærari hvað varðar náttúruvernd, samfélagið og auðvitað efnahagslega líka. Það er því mín von að þessi leið nái að gera ferðaþjónustuna jafnari allan ársins hring. Náttúrutenging, virðing fyrir náttúrunni, samkennd, traust samvinna er allt lykilþættir að sjálfbærni og það er hægt að [byggja] undir allt þetta með ferðaþjónustu.“

„Ég vil auðvitað að fólk stoppi lengur og fræðist. En á sama tíma vil ég að við sjálf fræðumst meira - höfum meira og betra aðgengi að upplýsingum sem við “nennum” annars ekki að sækja okkur eða hlusta á í skólastofu. Upplifun á staðnum fyrir okkur og ferðamennina.“

„Sagan okkar fái að njóta sín. Saga okkar Íslendinga er svo mikilvæg og hvernig við lifum með eldfjöllunum.“

„Að gestir dreifist á mjög breitt svæði meðfram “leiðinni” s.s. Keyri ekki endilega þjóðveg 1 heldur meðfram honum og upplifi það sem þeir vilja sem tengist eldfjöllum, sumir vilja sýningar, sumir bara ganga á vikri og á fjöll.“

„Meðvitaða ferðamenn sem tefla ekki á tvær hættur og sem bera virðingu fyrir því afli sem náttúra Íslands er“

Svörin eru í samræmi við umræðuna sem fór fram á vinnustofunum sem sýnir að fólk var almennt ófeimið við að orða skoðanir sínar á þessum vetvangi. Niðurstöðurnar sýna okkur að Eldfjallaleiðin ætti að vera miðuð að fróðleiksfúsum ferðamönnum sem vilja kynnast íslenskri menningu, bera virðingu fyrir náttúru og versla við heimamenn

Kynnt í vor Verkefnið hlýtur nú styrk sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands annað árið í röð og vonast er eftir að leiðin verði klár til kynningar fyrir sumarið. Ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar

munu geta tengt sig við Eldfjallaleiðina og nýtt til kynningar á sínu svæði líkt og aðilar gera nú þegar á Gullna hringnum og öðrum þekktum ferðaleiðum landsins. Drög að Eldfjallaleiðinni verða kynnt í vor og gefst áhugasömum þá tækifæri til að koma með ábendingar og hugmyndir að framhaldinu.

Ljósmynd: Þórir N. Kjartansson

UPPSKRIFT VIKUNNAR

Tortillur Evu Óskar Eiríksdóttur

Takk Steini fyrir að senda boltann til mín :)

Ég hef gaman af að elda og baka og það var erfitt að velja eitthvað eitt til að gefa uppskrift af. En ég er með fjótlega og sérlega bragðgóða uppskrift af fylltum tortillum í ofni. Ég mæli með að þið prófið.

Hráefni

200-300 gr rjómaostur

1 krukka salsasósa

2-3 msk safi úr lime

1-2 tsk cumin (ath. ekki sama og kúmen)

1-2 tsk oregano

1 tsk chillíduft

1-2 tsk laukduft

salt og pipar

2 hvítlauksrif, kramin

1/2 bolli kóríander, saxað

1 rauðlaukur, saxaður

3 bollar kjúklingakjöt, eldað og skorið í bita, fínt að nota afganga

2 bollar rifinn ostur 8-10 tortillur

Þegar ég geri þennan rétt er ég ekkert að mæla hráefnin of mikið, það skiptir ekki miklu máli hvort það sé of mikið eða lítið af einhverjum hráefnum. En reyni að setja eitthvað hér til viðmiðunar.

Aðferð

Ég set allt í hrærivél og hræri lauslega saman. Þessu er svo skipt á tortillurnar, þeim rúllað upp og raðað í eldfastmót. Örlítil ólífuolía sett yfir og svo bakað í ofni í svona 15-20 mínútur. Það má alveg setja smá rifinn ost yfir en það er ekki nauðsynlegt. Fínt að láta svo aðeins standa til að osturinn leki ekki út um allt. Verði ykkur að góðu!

Mig langar að skora á Kristján Reyni Ívarsson að deila með okkur góðri uppskrift. Hann er upprennandi matreiðslumaður og mikill áhugamaður um mat og matreiðslu.

Með bestu kveðju, Eva Ósk

ir

Allt fyrir helgina!

Tilboð
gilda 2.–5. mars
Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
855kr/kg 1.069 kr/kg Súpukjöt 20%
Apptilboð - afsláttur í formi inneignar Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Við leitum að starfsmanni í mötuneyti

Skinney – Þinganes hf. leitar að liðsauka í mötuneytið sitt á Höfn í Hornafirði og felur starfið í sér aðstoð við matseld ásamt undirbúningi og frágangi í eldhúsi mötuneytisins

Menntunar- og hæfiskröfur:

• Góður liðsfélagi með mikla aðlögunarhæfni

• Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

• Stundvísi og reglusemi

• Bílpróf æskilegt

• Þekking og reynsla í eldhúsi er kostur

Í anda jafnréttisstefnu Skinneyjar-Þinganess eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 10. mars.

Áhugasamir eru beðnir um að senda starfsumsókn í tölvupósti til Guðrúnar Ingólfsdóttur, gudrun@sth.is

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um starfið hjá Óðni Eymundssyni í síma 470-8108.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.