Eystrahorn Fimmtudagurinn 12. janúar 2017
1. tbl. 35. árgangur
www.eystrahorn.is
Áramótapistill HSU Hornafirði 2017 Gleðilegt ár kæru Hornfirðingar, og kærar þakkir fyrir árið sem liðið er.
Góðir samningar Árið 2016 hefur verið viðburðarríkt að vanda á heilbrigðisstofnuninni. Má einnig segja að þetta hafi verið mikið óvissuár. Nú um áramótin rann út þjónustusamningur sem gerður var árið 2012 um rekstur heilbrigðisþjónustu sem hefur verið á ábyrgð sveitarfélagsins frá árinu 1996. Það var lögð mikil áhersla á að endurnýja samninginn og hófst vinna við það strax í upphafi árs 2016. Lítið þokaðist framan af en rétt fyrir kosningar rofaði til og samningagerð hófst og kláraðist á mjög skömmum tíma. Nýr samningur tekur því gildi nú um áramótin. Mikill sigur náðist með fjölgun sjúkrarýma um eitt en nýting sjúkrarýma hefur verið vel yfir 100% síðustu tvö ár. Á sama tíma voru undirritaðir rammasamningar um öldrunarþjónustu milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sjúkratrygginga Íslands sem var tímamótasamningur en fram til þessa hafa ekki verið í gildi samningar um öldrunarþjónustu við langflest hjúkrunarheimili landsins. Heilbrigðisstofnunin hefur verið aðili að samtökunum og þar með aðili að þessum samningnum. Það er því breytt fyrirkomulag er varðar samninga um heilbrigðisþjónustu á Hornafirði þar sem starfað er eftir tveimur samningum, rammasamning um rekstur öldrunarþjónustu annars vegar og samning um rekstur heilsugæslu og sjúkrarýma hins vegar. Undirritun samnings um öldrunarþjónustu gerði það að verkum að rekstur ársins 2016 var tryggður fjárhagslega en fjárhagsáætlun ársins hafði gert ráð fyrir 13 milljóna króna hallarekstri.
Sjúkraflutningar aukast Starfsemi stofnunarinnar er í föstum skorðum. Fjölgun ferðamanna hefur töluverð áhrif á starfsemina þá helst er varðar álag bæði á heilsugæslu og sjúkraflutninga. Fjöldi sjúkraflutninga hefur aukist stöðugt síðustu ár en á árinu 2016 voru 231 sjúkraflutningar miðað við 181 á árinu 2015 sem er 28% aukning milli ára. Það voru gerðar breytingar á árinu í starfsmannamálum sjúkraflutninga með fjölgun sjúkraflutningamanna um fjóra sem eflir getu stofnunarinnar til að bregðast við fjölgun verkefna. Mikill erill var einnig á heilsugæslunni í sumar þá sérstaklega frá júlí og út september, þessu fylgir mikið álag á starfsfólk en fram til þessa hefur verið dregið úr mönnun yfir sumartímann. Fjölgun ferðamanna hefur einnig þau áhrif að erfiðara er að fá starfsfólk í afleysingar
yfir sumartímann þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er gríðarleg á svæðinu. Það eru margar áskoranir sem þarf að takast á við en einhvern veginn hefur tekist að þjónusta íbúa heimilisins og sveitarfélagsins vel miðað við þær þjónustukannanir sem hafa verið gerðar.
Öldrunarþjónustan Öldrunarþjónustan er stór þáttur í starfsemi stofnunarinnar. Þar hafa verið töluverðar sveiflur en ekki hefur verið fullnýting á hjúkrunarrýmum á árinu sem skýrist af því að óvenju margir íbúar hafa fallið frá eða 13 í heildina miðað við 8 á árinu 2015. Þetta eru miklar sveiflur fyrir heimilið enda búa að jafnaði eingöngu 24 einstaklingar á heimilinu. Starfsemi hjúkrunar- og dvalarheimilisins gengur almennt mjög vel. Þar er haldið uppi öflugu félagsstarfi, mönnun hefur verið góð og hlutfall fagmenntaðra starfsmanna gott. Þjónustukannanir hafa sýnt að íbúar eru ánægðir með starfsemina og umönnun.
Stækkun Skjólgarðs Annað er þó að segja um aðbúnað en eins og er vel þekkt er ávallt barist fyrir nýrri byggingu svo hægt verði að bjóða öllum íbúum upp á einbýli. Nú undir lok árs tók bæjarráð ákvörðun um að láta vinna frumteikningar af viðbygginu við Skjólgarð þannig að umsókn í Framkvæmdasjóðs aldraðra verði unnin á sem bestan hátt en umsóknafrestur hefur verið í byrjun febrúar ár hvert. Fyrstu drög voru send til arkitektanna til endurskoðunar í desember og er vonast eftir nýjum teikningum á næstu dögum. Mun þá verða send inn umsókn þó svo að fjármagn sé ekki tryggt af hendi ríkisins. Fjármögnun hjúkrunarheimila hefur skipts þannig að
Jólasamvera 2010 -mynd úr safni
45% hluti hefur verið fjármagnaður af ríkinu, 40% af Framkvæmdasjóði aldraðar og 15% af sveitarfélaginu.
Hjólað óháð aldri Á árinu fékk Skjólgarður gefins frábært þríhjól sem 4x4 klúbbur Hornfjarðar safnaði fyrir. Á sama tíma voru gefin hjól á fleiri hjúkrunarheimili á landinu og er þetta hluti af stærra verkefni „Hjólað óháð aldri“. Hjólið kom til okkar á vordögum og var kílómetramælirinn kominn yfir 200 km í haust enda mikið hjólað í sumar. Mig langar að vekja athygli á því að öllum er frjálst að gerast „hjólari“ gegn því að fá smá kynningu og prufu á hjólið. Hjólið er með rafmagnsmótor sem gerir það að verkum að létt er að hjóla á því þó tveir farþegar sitji framan á. Ef þið hafið áhuga á að gerast „hjólarar“ þá má hafa samband við starfsfólk Skjólgarðs. Hjólið má nota fyrir íbúa Skjólgarðs og einnig aðra íbúa sveitarfélagsins sem hafa áhuga á að komast í hjólatúr.
Gott starfsfólk Starfsmenn stofnunarinnar er það dýrmætasta sem við búum yfir. Hér hefur ríkt stöðugleiki í starfsmannamálum þó ávallt sé einhver hreyfing. Það var gerð starfsmannakönnun á árinu sem sýndi aukna starfsánægju frá því sem verið hefur sem er mjög ánægjulegt. Mig langar að nota tækifærið og þakka starfsfólki fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða með von um að árið 2017 verði ánægjulegt og árangursríkt. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði
2
Fimmtudagurinn 12. janúar 2017
Prestsvígsla
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
Sunnudaginn 15. janúar kl. 11:00 mun María Rut Baldursdóttir vígjast til prestsþjónustu í Bjarnanesprestakalli.
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA
Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir annast vígsluna. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Allir eru velkomnir í athöfnina Sóknarnefndir í Bjarnanesprestkalli.
Málþingi um safna og sýningarmál Menningarmálanefnd Hornafjarðar og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir málþingi um safna- og sýningarmál fimmtudaginn 26. janúar, kl. 20:00 í Nýheimum. Tilgangur málþingsins er að ná saman aðilum sem áhuga hafa á uppbyggingu nýrrar sýningar um jökla, náttúru og byggðasögum héraðsins. Hvernig sjá Hornfirðingar uppbyggingu nýrrar byggða- og náttúrusýningar? Hvaða máli skiptir fyrir samfélagið að hafa metnaðarfull söfn og sýningar? Þeir áhuga hafa að því að flytja erindi á málþinginu er bent á að hafa samband í síma 470-8050 eða senda póst á netfangið bryndish@hornafjordur.is, fyrir 19. janúar.
Mig vantar atvinnu Rúnar Bergsson, sími 848-4274
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Þorrablót í Sindrabæ. Föstudaginn 27. janúar. Rekstur á tjaldsvæðinu á Höfn Bæjarráð Hornafjarðar hefur ákveðið að auglýsa rekstur og uppbyggingu við tjaldsvæði á Höfn laust til umsóknar með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi við tjaldsvæði. Um er að ræða nýtingarleyfi frá 1. janúar 2017 til 1. janúar 2032. Leyfishafa verður heimilt að byggja á svæðinu samkvæmt skipulagi. Öll uppbygging á svæðinu er á kostnað og ábyrgð leyfishafa. Með tilboði skal fylgja greinargerð varðandi uppbyggingu og rekstrarfyrirkomulag. Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi: • Hvernig viðkomandi hyggst nýta skipulagsreit í þeim tilgangi að hafa þar starfsemi fyrir ferðamenn • Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á svæðinu • Áform um þjónustu á svæðinu • Gjald fyrir nýtingarleyfi • Vetrarþjónusta • Reynsla og þekking viðkomandi aðila af ferðaþjónustu • Samstarf við Sveitarfélagið Hornafjörð vegna sérstakra viðburða. Má þar nefna árlega Humarhátíð og Unglingalandsmót UMFÍ á 5-6 ára fresti. Athugið að vægi skilmálanna er óháð röðun þeirra. Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til bæjarráðs Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 20. janúar 2017. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er á grunni greinargerðar eða hafna öllum. Umsækjendur geta nálgast frekari upplýsingar um nýtingarleyfið í Ráðhúsinu á Höfn í síma 470-8000 eða sent fyrirspurn á netfangið ardis@hornafjordur.is Bæjarráð Hornafjarðar.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 12. janúar 2017
Hvað er núvitund? Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður í núinu um það sem er að gerast, á meðan það gerist, án þess að taka afstöðu eða dæma. Núvitund snýst því um að lifa í augnablikinu, vera betur vakandi og meira lifandi. Segja má að andstaðan við núvitund sé að vera á „sjálfsstýringunni“ þ.e. að framkvæma, en vera um leið með hugann upptekinn við eitthvað allt annað. Að vera á „sjálfsstýringunni“ er hjá mörgum mun algengara heldur en að vera í núinu og getur sú staða valdið streitu og margvíslegri vanlíðan. Til að breyta vana þarf æfingu og hægt er að þjálfa sig á kerfisbundinn hátt í því að vera meira hér og nú. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af „sjálfstýringu“ hugans og sættast betur við það sem er. Í Hornhúsinu er boðið upp á núvitundarnámskeið. Þar eru gerðar stuttar hugleiðsluæfingar og æfingar til að auka skilning á huganum og venjum hans. Þátttakendur fá verkefni með sér heim og eru þeir hvattir til að æfa sig á milli tíma. Kennt er einu sinni í viku, eina klst. í senn í átta vikur. Starfið á vorönn 2017 Næsta núvitundarnámskeið hefst 18. janúar og þú ert velkomin/nn.
3
Menntastefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2015-2030
Hulda í Hornhúsinu • Grunnnámskeið í jóga, hefst 16. janúar.
• Núvitundarnámskeið, hefst 18. janúar. • Opnir jógatímar samkvæmt stundaskrá. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hornhússins á slóðinni, www.hornhusid.com Skráning á námskeiðin fer fram á síðunni. Starfið á vorönn 2017 Verið hjartanlega velkomin • Grunnnámskeið í jóga, hefst 16. janúar. • Núvitundarnámskeið, hefst 18. janúar. • Opnir jógatímar samkvæmt stundaskrá. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hornhússins á slóðinni, www.hornhusid.com Skráning á námskeiðin fer fram á síðunni. Verið hjartanlega velkomin
Skyndihjálp 8 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Staðsetning og tími: Nýheimar, 22. og 23. febrúar kl. 17:00-19:00 og kl. 20:00-22:00 -bæði kvöldin. Verð: 17.000.Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir Eftir
Í janúarlok árið 2014 var ákveðið að endurskoða stefnu sveitarfélagsins um skólamál. Jafnframt var ákveðið að ný stefna skyldi vera víðtækari en fyrri stefnur, að hún skyldi vera menntastefna þar sem lögð væri áhersla á að nám hefur engan endi heldur erum við að læra alla ævi. Við lifum á tímum örra samfélagsbreytinga og eitt af mikilvægustu verkfærunum til þess að vinna með breytingar er öflug menntun. Mikilvægt er að auka tækifæri og fjölbreytni í námsframboði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Þannig fá allir betur notið hæfileika sinna og eiga möguleika á að endurskoða reglulega hvar kraftar þeirra nýtast best. Nám alla ævi er ekki einungis hluti af því að bregðast við ófyrirsjáanlegum breytingum heldur einnig hluti af því að hlúa að sjálfum sér. Aukin fjölbreytni í námsframboði skilar sér í hærra menntunarstigi íbúa og þar með í aukinni menntamenningu en menntamenning miðar að því að: • Auka virðingu fyrir hvers kyns formlegu og óformlegu námi. • Fjölga tækifærum og hvetja íbúa til að efla menntun sína. • Auðvelda aðgengi að námi í samstarfi við skóla, atvinnulíf, nærsamfélag, tómstundastarf og íbúana sjálfa. • Gera nám sýnilegt og nýta það til uppbyggingar og þróunar samfélagsins. Menntastefnan var unnin í samvinnu við íbúa sveitarfélagsins og komu 295 íbúar að mótun hennar. Hún endurspeglar því hugmyndir og sýn íbúa á öllum aldri til menntamála og framtíðarþróunar í sveitarfélaginu. Nú hefur menntastefnan litið dagsins ljós eftir rúmlega 2 ára vinnu og útdráttur úr henni hefur verið sendur á hvert heimili í sveitarfélaginu. Þeir sem vilja kynna sér stefnuna í heild sinni er bent á að skoða hana á veffanginu www.hornafjordur.is
Skyndihjálp 4 klukkustundir
Þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Staðsetning og tími: Nýheimar, 13. febrúar kl. 17:00-19:00 og kl. 20:00-22:00 Verð: 9.900.Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir
að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum.
4
Fimmtudagurinn 12. janúar 2017
Verðum á heilsugæslunni föstudaginn 20. janúar. Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn. Að félaginu koma líka aðstandendur og aðrir áhugamenn um málefni heyrnaskertra. Félagið var stofnað 14. nóvember árið 1937. Nokkur af markmiðum Heyrnarhjálpar: • að gæta hagsmuna félagsmanna • að efla skilning innan félagsins og utan á heyrnarfötlun • að hvetja til heyrnarverndar • að fylgjast með framförum og nýjungum, efla notkun hjálparbúnaðar og þar með að bæta aðgengi heyrnarskertra að samfélaginu • að viða að okkur fræðsluefni er tengist heyrnarfötlun • að gefa út fréttabréf með fræðslu og kynningarefni • að gefa út bæklinga af ýmsu tagi Allir eru velkomnir Kolbrún Stefánsdóttir Framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar
Ferðafélag AusturSkaftfellinga
Eyðibýlaþema. Bær í Lóni Sunnudaginn 15. janúar Brottför kl.10.00 frá Þjónustumiðstöð SKG, tjaldstæði Hafnar. Göngutími ca. 4 klst. Gengið frá Reyðará. Verð 1000 kr.fyrir 18 ára og eldri, 1500 kr.fyrir hjón. Létt ferð og tilvalin fyrir fjölskylduna. Gamalt bæjarstæði og falleg fjallasýn. Munið nesti og klæðnað eftir veðri og séu hundar meðferðis skal hafa þá í ól. Upplýsingar Hrafn í s. 869-0192. Allir velkomnir.
Eystrahorn
Dregið var í jólahappdrætti knattspyrnudeildar Sindra þann 30. desember. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
427 281 51 179 418 212 317
8. 199 9. 226 10. 175 11. 402 12. 344 13. 228 14. 209
Óskum öllum gleðilegt nýtt ár og þökkum stuðninginn á liðnu ári. Knattspyrnudeild Sindra
Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. janúar.
Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. janúar. Næsta skoðun 20., 21. og 22. febrúar. Þegar vel er skoðað
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 12. janúar 2017
Þrettándabingó 2017
BEINT FLUG FRÁ EGILSSTÖÐUM
5
6. - 9. október 2017
EKKI IS M SA AF ÞESSU!
RÓM - ÍTALÍU Hið árlega Þrettándabingó Kvenfélagsins Óskar var haldið að Hrollaugsstöðum föstudagskvöldið 6. janúar síðast liðinn. Rúmlega 70 manns ungir sem aldnir mættu til að spila um þá fjölmörgu og veglegu vinninga sem gefnir voru. Að loknu bingói gæddu gestir sér á girnlegum kaffiveitingum í boði Suðursveitunga og Mýramanna. Þau fyrirtæki og einstaklingar sem gáfu vinninga eru: Ásbjörn Ólafsson heildsali, Bjarni Malmquist Jónsson (Málmlist – Hönnun og Smíði), Erla Berglind Antonsdóttir gaf ísaum í 2 handklæði sem kvenfélagið gaf, Extreme Iceland, Gingó, Gistiheimilið Hali, Glacier Adventures, Hamborgarafabrikkan, Hótel Smyrlabjörg, Humarhöfnin, Húsasmiðjan, Húsgagnaval, Jón Ríki, Jaspis, Jökulsárlón, Nettó, Norðlenska, Pakkhúsið, Pósthúsið, Subway, Sundlaugin og Z-bistro. Við kvenfélagskonur viljum þakka þessum fyrirtækjum og einstaklingum fyrir stuðninginn og einnig þeim gestum sem mættu. Að venju mun ágóðinn renna til stofnanna eða einstaklinga innan sveitarfélagsins sem þurfa aðstoð. Stjórn kvenfélagsins Óskar
Fyrirtæki, hópar, starfsmannafélög, hjón, pör og einstaklingar! BEINT FLUG FRÁ EGILSSTÖÐUM TIL RÓMAR 6. - 9. október 2017 Við bjóðum nú upp á einstaklega heillandi og áhugaverða ferð til Rómar á Ítalíu þar sem saga kristinnar trúar er út um allt með sjálft Vatikanið í forgrunni. Þá er óvíða að sjá og upplifa forna tíma hins rómverska heimsveldis hvort sem um er að ræða virkisveggi, rústir halla, eða forn torg og hringleikahús. Njóttu lystisemda Ítalíu í hópi góðra vina á haustdögum í þessari stórkostlegu borg!
Verð á mann frá 116.800 kr.
í tveggja manna herbergi. Innifalið: Flug, og íslensk fararstjórn.
Nánari upplýsingar í síma 588 8900 eða í tölvupósti: egill@transatlantic.is
Vínbúðin Höfn
Óskum eeir starfskraai Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er lbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð - Sala og þjónusta við viðskiptavini - Framsslling á vöru og vörumeðhöndlun - Umhirða búðar Hæfniskröfur - Reynsla af verslunarstörfum er kostur - Jákvæðni og rík þjónustulund - Góð hæfni í mannlegum samskiptum - Almenn tölvukunnááa ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eii af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmmlegur þar sem samskipp einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi Vínbúðanna eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum
- Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is - Umsóknarfrestur er l og með 23.01.2017 - Starfshluuall er 87% - Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri - Sakavooorðs er krafist Nánari upplýsingar veiir Anna Ólöf Ólafsdóór (hofn@vinbudin.is - 471 3267)
Þorrablót Hafnarbúa 2017
ð u svo an t t æ H ... matin skíta í kar ok
LEITUM LEITUM AÐ AÐ ÖFLUGUM ÖFLUGUM LEITUM ÖFLUGUM SÖLU OGAÐ AFGREIÐSLUMANNI LEITUM AÐ ÖFLUGUM SÖLU OG AFGREIÐSLUMANNI
SÖLU OG AFGREIÐSLUMANNI Húsasmiðjan á Höfn í Hornafirði vill ráða sölu og SÖLU OG AFGREIÐSLUMANNI afgreiðslumann í verslun. Húsasmiðjan á Höfn í Hornafirði vill ráða sölu og
afgreiðslumann í verslun. Húsasmiðjan á Höfn í Hornafirði vill ráða sölu og Vinnutími virka daga 9-18 og annan hvern laugardag. afgreiðslumann í verslun. Húsasmiðjan á Höfn í Hornafirði vill ráða sölu og Byrjunardagsetning Vinnutími virka dagasamkv. 9-18 ogsamkomulagi. annan hvern laugardag. afgreiðslumann í verslun.
Byrjunardagsetning Vinnutími virka dagasamkv. 9-18 ogsamkomulagi. annan hvern laugardag. Ábyrgðarsvið Byrjunardagsetning samkv. samkomulagi. virka daga 9-18 og annan hvern laugardag. Ábyrgðarsvið •Vinnutími Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini Byrjunardagsetning samkv. samkomulagi. •Ábyrgðarsvið Umsjón með vöruframsetningu og merkingum í verslun • Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini ••Ábyrgðarsvið Önnur tilfallandi störf • Sala, Umsjón með vöruframsetningu og merkingum í verslun afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini Önnur tilfallandi störf •••Hæfniskröfur Umsjón með vöruframsetningu og merkingum í verslun Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini •Hæfniskröfur Önnur tilfallandi störf • Umsjón með Sjálfstæð og vöruframsetningu vönduð vinnubrögðog merkingum í verslun •Hæfniskröfur tilfallandi störf Samskiptahæfni og þjónustulund • Önnur Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð ••• Sjálfstæð Þekking á byggingavörum kostur Samskiptahæfni og þjónustulund og vönduð vinnubrögð Hæfniskröfur Þekking á byggingavörum kostur ••• Samskiptahæfni og þjónustulund Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð •• Þekking á byggingavörum kostur Samskiptahæfni og þjónustulund • Þekking á byggingavörum kostur
Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og Húsasmiðjan leggur metnað sinn í hafa gott aðgengi að vörum sínum að veita fyrsta flokks þjónustu og og starfsfólki.leggur Það sem einkennir Húsasmiðjan metnað sinn í hafa gott aðgengi að vörum sínum starfsmenn Húsasmiðjunnar eru að veita fyrsta flokks þjónustu og og starfsfólki. Það sem einkennir Húsasmiðjangildi: leggur metnað sinn í eftirfarandi hafa gott aðgengi að vörum sínum starfsmenn Húsasmiðjunnar eru að veita fyrsta flokks þjónustu og og starfsfólki. Það sem einkennir eftirfarandi gildi: hafa gott aðgengi að vörum sínum Metnaður starfsmenn Húsasmiðjunnar eru og starfsfólki. Það sem einkennir eftirfarandi gildi: Þjónustulund Metnaður starfsmenn Húsasmiðjunnar eru
eftirfarandi gildi: Sérþekking Þjónustulund Metnaður Sérþekking Þjónustulund Metnaður Umsóknir berist fyrir Sérþekking Þjónustulund
25. janúar berist n.k. fyrir Umsóknir Sérþekking
Til Kristjáns 25. janúar berist n.k. fyrir Umsóknir Björgvinssonar, Til Kristjáns 25. janúar berist n.k. fyrir Umsóknir kristv@husa.is Björgvinssonar, Til Kristjáns 25. janúar n.k. kristv@husa.is Björgvinssonar, Til Kristjáns kristv@husa.is Björgvinssonar, kristv@husa.is