Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 19. janúar 2017
2. tbl. 35. árgangur
Áramótaávarp bæjarstjóra
Góðir Austur-Skaftfellingar. Áramót eru kjörinn tími til að setja markmið til framtíðar og meta árangur liðinna tíma, og þegar horft er um öxl þá hefur árið 2016 verið gott fyrir Austur-Skaftfellinga. Að sjálfsögðu má finna eitthvað sem betur hefði mátt fara en þannig er það alltaf. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn með bjartsýni og gleði til góðra verka.
Atvinna og þróun byggðar Atvinnuástandið í sveitarfélaginu hefur verið gott undanfarin misseri og hefur atvinnuleysi að jafnaði mælst undir einu prósenti. Mikil fjölgun ferðamanna til landsins árið um kring býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri hér í sveitarfélaginu og er ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eru nú rekin á heilsárs grundvelli. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif fyrir íbúa sveitarfélagsins, til að mynda með auknu framboði á vörum og þjónustu, og má þar ekki síst nefna fjölbreytta flóru veitingastaða. Hingað vantar fólk til starfa á nánast öllum sviðum atvinnulífsins sem skapar tækifæri til vaxtar. Húsnæðismálin hafa verið ofarlega á baugi og sem lið í því að efla húsnæðismarkaðinn á svæðinu stofnaði sveitarfélagið sjálfseignarstofnunina Íbúðarfélag Hornafjarðar hses. á liðnu ári. Ánægjulegt er að segja frá því að stofnframlag sem félagið sótti um til byggingar almennra leiguíbúða í fjölbýlishúsi hefur verið samþykkt og munu framkvæmdir væntanlega hefjast á næstunni.Um er að
ræða lítið fjölbýli með þremur þriggja herbergja íbúðum, einni fjögurra herbergja íbúð og einni eins herbergja íbúð. Að auki hefur talsverður áhugi verið á byggingarlóðum á Höfn síðustu misserin og hefur 11 lóðum verið úthlutað á skömmum tíma, þar af eru átta einbýlishúsalóðir. Eru framkvæmdir nú þegar hafnar við tvö einbýlishús á Leirunni. Ástandið hefur því heldur vænkast á húsnæðismarkaðnum hér á Höfn en í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir 1% fólksfjölgun á ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum um fjölda íbúa í sveitarfélaginu þá eru þeir 2196 í lok árs 2016, samanborið við 2171 þann 1. janúar 2016. Íbúum hefur því fjölgað um 1,1% á síðastliðnum 11 mánuðum. Til að setja þetta í samhengi við fasteignamarkaðinn þá er nauðsynlegt að byggðar verði fimm til sjö íbúðareiningar á ári ef sú þróun sem nefnd er hér að ofan á að geta gengið upp. Æskilegt er að þessi uppbygging verði sem mest á höndum íbúa sveitarfélagsins en þó getur verið nauðsynlegt að sveitarfélagið komið að uppbyggingunni að einhverju leyti.
Framkvæmdir Þær náttúrulegu aðstæður sem við búum við krefjast þess að fráveitumál á svæðinu séu til fyrirmyndar og var á árinu 2016 haldið áfram að vinna að framtíðarfyrirkomulagi fráveitumála. Þar er stefnt að því að koma öllu skólpi í gegnum hreinsistöð í Óslandi. Áætlað er að ljúka því að mestu fyrir árslok 2018. Á næstunni verður annar áfangi fráveitu boðinn út, sem og bygging
hreinsivirkis í Óslandi. Í öðrum áfanga fráveitu er austasti hluti Hafnarbrautar og hafnarsvæðið, ásamt Hafnavík-Heppu, tengt við fráveitulagnir sem lagðar voru í fyrsta áfanga. Nú er á lokametrunum vinna við hönnun á endurbótum og viðbyggingu við leikskólann að Kirkjubraut 47. Þessi vinna hófst með samþykkt í bæjarstjórn á fundi hennar í mars 2016. Stefnt er að útboði á verkinu nú í byrjun árs. Framkvæmdartími er áætlaður um 12 mánuðir og verður því öll starfsemi leikskóla komin undir eitt þak í byrjun árs 2018. Samhliða endurbótum á húsnæðinu verður skólalóðin lagfærð. Þessar breytingar koma til með að valda tímabundnu raski á starfsemi skólanna með tilheyrandi álagi á starfsfólk. Nýr leikskóli mun geta tekið á móti 120 til 140 börnum og aðbúnaður barna og starfsfólks verður í samræmi við það sem best þekkist. Við þessar hrókeringar í húsnæðismálum leikskólanna skapast aðstæður til að tryggja húsnæði fyrir málefni fatlaðs fólks, en í áætlun bæjarstjórnar er gert ráð fyrir að húsnæðið að Víkurbraut 24, sem nú hýsir leikskólann Krakkakot, muni verða notað fyrir málaflokkinn. Að öðrum kosti væri nauðsynlegt að hefja byggingaframkvæmdir til að hýsa þá þjónustu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fara í hönnunarvinnu og áætlunargerð fyrir nýja notkun húsnæðisins, enda brýnt að leysa úr þeim húsnæðisvanda sem fyrst. Málefni fatlaðra hafa að hluta til verið í umsjá sveitarfélagsins frá árinu 1997 og síðan fluttist
málaflokkurinn alveg yfir til sveitarfélagsins árið 2011. Það ár var þessi málaflokkur færður frá ríki til sveitarfélaganna í landinu og á sama tíma samþykkt að Sveitarfélagið Hornafjörður yrði sér þjónustusvæði varðandi málefni fatlaðs fólks. Í lok ársins var samþykkt framkvæmdarleyfi fyrir hringveg um Hornafjarðarfljót. Eins og flestir vita er sú framkvæmd ekki hafin yfir gagnrýni og hafa nú borist þrjár kærur vegna framkvæmdaleyfisins Unnið er að því að safna saman gögnum og svara þeim athugasemdum sem fram koma í þessum kærum. Þeir sem ekki eru sáttir við ákvarðanir stjórnvalda geta skotið málum sínum til úrskurðar á æðri dómsstigum og í þessu tilfelli er það Úrskurðarnefnd umhverfisog auðlindamála. Það er mikilvægt að átta sig á að það er ekkert óeðlilegt við að fólk leiti réttar síns telji það á sér brotið. Bæjaryfirvöld hafa vandað til verka við undirbúning og afgreiðslu þessa framkvæmdarleyfis en það er mikilvægt að virða skoðanir og rétt allra í þessu máli. framhald á 3. bls..
2
Fimmtudagurinn 19. janúar 2017
Sumarstörf á HSU Hornafirði Viltu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig: Legudeildir: Sjúkraliðar og ófaglærðir við umönnun. Einnig félagsstörf, ræsting og mötuneyti. Um vaktavinnu er að ræða. Upplýsingar gefur Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470-8630 eða netfang asgerdur@hssa.is. Heilsugæsla: Sjúkraliðar í umönnun í heimahjúkrun, ritari og ræsting á heilsugæslu. Einnig starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 470-8600 eða netfang ester@hssa.is Aðstoðarmaður húsvarðar: Fjölbreytt starf við umhirðu lóðar, almennt viðhald og ýmislegt fleira. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar gefur Andrés Júlíusson húsvörður í síma: 861-8452 eða netfang: andres@hssa.is Vinsamlegast sendið umsókn á ofangreind netföng. Hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um. Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2017.
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Bóndadagur Þorra Samverustund kl. 17:00 -Sögur og ljóð tengd þorra, tónlist og fjöldasöngur og rifjuð upp minnisstæð atvikUmsjón: Zophonías Torfason Málþing um safna- og sýningarmál Fyrirhuguðu málþingi um söfn og sýningar sem halda átti fimmtudaginn 26. janúar verður frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna, til fimmtudagsins 23. febrúar Þeir sem áhuga hafa að flytja erindi hafi samband í netfangið bryndish@hornafjordur.is Nánar auglýst síðar Fyrir hönd menningarmiðstöðvar Eyrún Helga Ævarsdóttir
Þann 25. janúar verða Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf og Unnur Svava Jóhannsdóttir ráðgjafi í Kvennaathvarfinu á Höfn til að ræða um heimilisofbeldi. Er heimsóknin liður í því að kynna teiknimyndina Tölum um ofbeldi, fræðslumynd fyrir börn, sem Kvennaathvarfið lét gera og fékk styrk úr Jafnréttissjóði til að kynna á landsbyggðinni. Fundað verður með starfsfólki grunnskóla og leikskóla auk annars fagfólks að deginum en um kvöldið verður opinn fundur í Nýheimum. Þar verður rætt um heimilisofbeldi með áherslu á teiknimyndina og það hvernig hægt er að aðstoða þau sem búa við ofbeldi á heimilum. Fundurinn sem er haldinn í samstarfi við félagsþjónustu Hornafjarðar er öllum opinn og hefst klukkan 20:00.
HEYRNARÞJÓNUSTA
Verðum Verðumáá heilsugæslunni heilsugæslunni ííHöfn Grundarfirði föstudaginn föstudaginn20. 13.janúar. júní
Verið velkomin
Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu
Við hlökkum til að sjá ykkur á Höfn. Starfskonur Kvennaathvarfsins
Eystrahorn
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson
Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.is
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 19. janúar 2017
3
Sameining sveitarfélaga
Heilbrigðismál Nýverið var skrifað undir nýjan samning við ríkið um rekstur heilbrigðisþjónustu á vegum sveitarfélagsins. Markmið samningsins er að samþætta þjónustu á sviði heilbrigðis-, öldrunar- og félagsþjónustu í sveitarfélaginu með því að fella þessa þjónustuþætti heildstætt að staðbundnum aðstæðum er unnt að bæta þjónustu við notendur og nýta fjármuni betur. Þessu hefur sveitarfélagið unnið að allt frá því árið 1997, fyrst sem reynslusveitarfélag en síðar með þjónustusamningum. Árangur sveitarfélagsins gagnvart þessum markmiðum er mjög góður. Það þarf að halda vel á málum, líkt og gert hefur
verið undanfarin ár, til að svo verði áfram. Mikilvægt er að farið verði í nauðsynlegar endurbætur á hjúkrunar- og dvalarheimili og er nú í gangi vinna við frumhönnun að nýju hjúkrunarheimili sem styður umsókn sveitarfélagsins í framkvæmdasjóð aldraðra.
Fjármál Fjárhagsáætlun ásamt þriggja ára áætlun sveitarfélagsins var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í lok árs. Staða sveitarsjóðs er sterk og geta þess til að standa að þeim verkefnum sem framundan eru góð. Hér eru lykiltölur úr fjárhagsáætlun.
Undanfarin ár hefur verið talsverð umræða um eflingu sveitarstjórnarstigsins og þessu tengt hefur verið umræða um tilfærslur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Grundvöllur fyrir slíkri verkefnatilfærslu er að sveitarfélögin séu nægilega stór og burðug til að taka við þessum verkefnum. Í ljósi þessa var samþykkt á nýliðnu ári að kanna áhuga nágrannasveitarfélaganna, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps, til sameiningar við Sveitarfélagið Hornafjörð. Stofnuð hefur verið samstarfsnefnd þessara þriggja sveitarfélaga sem hefur það hlutverk að kanna kosti sameiningar og leggja fram tillögu til bæjarog sveitarstjórna sveitarfélaganna. Það eru að lokum íbúar sveitarfélaganna sem kjósa um valkostina og hafa þannig síðasta orðið í málinu. Sveitarfélögin sömdu við ráðgjafafyrirtækið KPMG um undirbúning og gerð kynningarefnis vegna þessarar vinnu. Á næstunni verður send út rafræn skoðanakönnun til íbúa, sem og haldnir íbúafundir til að tryggja að öll sjónarmið liggi á borðinu þegar kosið verður um valkostina. Ég óska íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar gleðilegs nýs árs og þakka um leið samfylgdina og samvinnuna á árinu sem liðið er.
Með kærri kveðju, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
Þorrablót Hafnarbúa 2017
4
Fimmtudagurinn 19. janúar 2017
Eystrahorn
FAS hlýtur menntaverðlaun SASS 2016
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands þar sem einnig voru veitt Menntaverðlaun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Þetta var í 15. sinn sem styrkurinn var veittur en í 9. sinn sem menntaverðlaunin voru veitt. Alls bárust 10 tilnefningar til menntaverðlaunanna en það var samdóma álit dómnefndar að Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hlyti verðlaunin fyrir náttúrufarsrannsóknir nemenda sem hafa staðið allt frá árinu 1990. Þessi vöktunarverkefni nemenda taka m.a. til mælinga á hopun jökla, framvindu gróðurs á Skeiðarársandi, talninga
á fuglum í Óslandi og álftatalninga í Lóni. Verkefnin eru unnin í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Náttúrustofu Suðausturlands. Gögn sem safnast í ferðunum eru birt á http://nattura.fas.is/ en þar má einnig sjá myndir frá mörgum ferðanna. Upplýsingar um jöklamælingar er einnig að finna á http://spordakost.jorfi.is/index.shtml?lang=isl Í umsögn dómnefndar kemur m.a. fram: „Skólinn er í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Náttúrustofu Suðausturlands og nemendur öðlast þannig mikilvæga þekkingu á náttúrunni og fá leiðsögn í vísindalegri úrvinnslu sem nýtist áfram í lífinu og frekari námi. Það er mat úthlutunarnefndar að náttúrurannsóknir skólans eru einstakar á margan hátt og eiga ekki sinn líka á framhaldsskólastigi. Þær eru einstakt framlag til rannsóknarvinnu og kennslu á náttúrunni í nærsamfélagi skólans sem nýtist m.a. nemendum, fræðasamfélaginu og sögu lands og náttúru á Íslandi“. Eins og ævinlega heiðraði forseti Íslands hátíðarfundinn með nærveru sinni. Ólafur Ragnar Grímsson hafði gert það fjórtán sinnum en nú fetaði Guðni Th. Jóhannesson í fótspor fyrirrennara og sá um verðlaunaafhendingu en auk viðurkenningarskjals og blóma fylgja 250.000 krónur sem ætlaðar eru til að vinna áfram að verkefninu. Á myndinni má sjá þær Hjördísi Skírnisdóttur kennara í FAS og Hildi Þórsdóttur áfangastjóra FAS ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Gunnari Þorgeirssyni formanni stjórnar SASS.
Umboðsmaður á Höfn í Hornafirði ALP hf. leitar að umboðsmanni félagsins fyrir bílaleigur Avis og Budget á Höfn í Hornafirði. Bílaleigur AVIS og Budget eru meðal stærstu bílaleiga í heimi og starfa í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi
Ábyrgð og helstu verkefni:
Almennar hæfniskröfur:
• Þjónusta og sala til viðskiptavina á svæðinu • Afhending og móttaka bílaleigubíla • Gerð leigusamninga • Þrif á bílaleigubílum • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini
• Bílpróf er skilyrði • Tungumálakunnátta er skilyrði (helst 2 tungumál) • Framúrskarandi þjónustulund • Góð tölvuþekking og lipurð í mannlegum samskiptum • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska og aðgengi að þvottaaðstöðu fyrir bíla Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Björnsdóttir , mannauðsstjóri, sigridur@alp.is Umsóknum skal skilað inn í formi ferilskrár og kynningarbréfs í gegnum netfangið atvinna@alp.is, merkt #Umboðsmaður. Umsóknarfrestur er til 27.janúar 2017. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Viðskiptavinir athugið Rakarastofan verður lokuð frá mánudeginum 30. janúar til þriðjudagsins 14. febrúar. Kveðja Baldvin
Söfnun á landbúnaðarplasti Söfnun á landbúnaðarplasti verður sem hér segir: Suðursveit .......... .föstudaginn 20. janúar. Mýrar ................. .föstudaginn 27. janúar. Nes .................... .föstudaginn 3. febrúar. Lón ..................... .föstudaginn 10. febrúar.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 19. janúar 2017
Nýr forstöðumaður Þekkingarseturs Nýheima
Hugrún Harpa Reynisdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Þekkingarsetursins Nýheima. Hugrún Harpa er með meistarapróf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið BA-prófi í félagsfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað síðastliðin tvö ár hjá Þekkingarsetrinu sem verkefnastjóri og þar fengist við ýmis verkefni, einkum varðandi rannsóknir á högum ungs fólks og á umhverfismálum. Hugrún Harpa er fædd og uppalin á Hlíðabergi á Mýrum. Hún er nú búsett á Höfn, eiginmaður hennar er Trausti Magnússon og börn þeirra eru þrjú: Sigursteinn Ingvar (9 ára) og tvíburarnir Sólrún Freyja og Svavar Breki (4 ára). Hugrún Harpa tekur við starfinu 1. febrúar af Davíð Arnari Stefánssyni sem heldur til starfa hjá Landgræðslu ríkisins.
Þorrablót Nesja- og Lónmanna 2017 Þorrablót Nesja- og Lónmanna verður haldið í Mánagarði laugardaginn 28. janúar nk. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.
Hljómsveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi að blóti loknu. Miðaverð: 7.500 kr. Miðapantanir hjá Elínu í síma 845-4146 og Eydísi í síma 894-7830. Miðasala verður í Mánagarði fimmtudaginn 26. janúar og föstudaginn 27. janúar kl. 15:00 til 19:00. Ekki verður tekið við greiðslukortum. Tökum frá borð fyrir hópa af öllum stærðum.
Aldurstakmark 18 ára, dagurinn gildir. Verið velkomin!
Þorrablótsnefnd Nesja- og Lónmanna
5
6
Fimmtudagurinn 19. janúar 2017
Hirðingarnir gjafmildir
Eystrahorn
Aðalfundur Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar verður haldinn í Nýheimum fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Komandi blúshátíð
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Hirðingjarnir hafa verið gjafmildir í desember. HSU Hornafirði nýtur góðs af gjafmildi þeirra en í desember gáfu Hirðingjarnir kvenskoðunarbekk að verðmæti 450.000 kr. á heilsugæslustöðina en bekkurinn er hækkanlegur og getur einnig nýst sem hefðbundinn skoðunarbekkur. Bekkurinn er strax kominn í notkun og mikil ánægja ríkir með hann. Einnig hafa Hirðingjarnir fært Skjólgarði margar gjafir, helst má nefna nýtt spari matarstell. Fram til þessa hefur ekki verið til sérstakt sparistell en nú er breyting þar á. Keypt var nýtt matar- og kaffistell ásamt nýjum glösum og hnífapörum fyrir 42 íbúa. Stellið var tekið í notkun á aðfangadag við mikla ánægju íbúa. Ýmsir skrautmunir hafa einnig verið keyptir til að prýða heimilið. Hirðingarnir er verslun sem rekin er af sjálfboðaliðum. Íbúar geta farið með gamla hluti svo sem skrautmuni, húsgögn o.fl. til Hirðingjanna þar sem þeir eru seldir á ný. Ágóði af sölu rennur síðan til góðgerðamála líkt og lesa má í þessari frétt en gjafir til HSU Hornafjarðar á liðnu ári eru að verðmæti í kringum 1.000.000 kr. Hirðingjarnir eru hópur starfsmanna af Skjólgarði. Markaðsstjóri er Elísabet Einarsdóttir og fjármálastjóri er Halla Sigurðardóttir. Stjórnendur vilja færa Hirðingjunum kærar þakkir fyrir hlýhug og gjafmildi í gegnum árin.
LÍFIÐ ER NÚNA!
STYRKTU KRAFT MEÐ MÁNAÐARLEGU FRAMLAGI. Skráðu þig á www.lifidernuna.is
FÉLAG UNGS FÓLKS SEM GREINST HEFUR MEÐ KRABBAMEIN OG AÐSTANDENDUR
KRAFTUR
ÞAÐ ÞARF KRAFT TIL AÐ TAKAST Á VIÐ KRABBAMEIN
Félagar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn Stjórnin
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur mun halda fræðslufund fyrir iðkendur umf. Sindra og foreldra þeirra miðvikudaginn 25. janúar kl. 18:00 í fyrirlestrarsal nýheima. Hvetjum sem flesta til að mæta.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 19. janúar 2017
Deiliskipulag Hólabrekka
Deiliskipulag Tjaldsvæði og Fiskhóll
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið að deiliskipulagi fyrir Hólabrekku á Mýrum. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 12. janúar 2017. Skipulagsnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum þann11. janúar 2017. Tillagan var kynnt í samræmi við 30-31. gr. skipulagslaga. Tillagan var kynnt á tímabilinu 22. september 2016 til og með 3. nóvember 2017. Eftir athugasemd voru eftirfarandi breytingar gerðar en þeim var bætt inn á uppdrátt. Innan skipulagssvæðis hafa verið skráðar fornminjar á þremur stöðum og ekki verður hróflað við þeim nema í samráði við minjavörð. Minjar eru staðsettar á loftmynd skv. gögnum frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Ofangreindar breytingar hafa ekki áhrif á megin markmið eða forsendur deiliskipulagsins og breyta því ekki tillögunni í grundvallaratriðum. Bréf hefur verið sent til þeirra sem gerðu athugasemdir og þeim kynnt afgreiðsla bæjarstjórnar og svör athugasemda. Deiliskipulagstillagan verður send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska upplýsinga geta snúið sér til skipulagsstjóra sveitarfélagsins. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæði og Fiskhól á Höfn í Hornafirði. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 12. janúar 2017. Skipulagsnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum þann11. janúar 2017. Tillagan var kynnt í samræmi við 30-31. gr. skipulagslaga. Tillagan var kynnt á tímabilinu 22. september 2016 til og með 3. nóvember 2017. Eftir athugasemd voru eftirfarandi breytingar gerðar en þeim var bætt inn á uppdrátt og í greinargerð. Afmörkun lóðar við Fiskhól 11 var breytt og var hún stækkuð til austurs og vesturs. Gerð var grein fyrir vatnstanki á Fiskhól en hann nýtur verndar. Einnig var gerð grein fyrir dæluhúsi við Hafnarbraut á móts við Fiskhól 1. Þá var gert grein fyrir að hús við Fiskhól 5 er friðað og þarf heimild Minjastofnunar fyrir breytingum á því. Ofangreindar breytingar hafa ekki áhrif á megin markmið eða forsendur deiliskipulagsins og breyta því ekki tillögunni í grundvallaratriðum. Bréf hefur verið sent til þeirra sem gerðu athugasemdir og þeim kynnt afgreiðsla bæjarstjórnar og svör athugasemda. Deiliskipulagstillagan verður send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska upplýsinga geta snúið sér til skipulagsstjóra sveitarfélagsins. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Hvað á ég að gera hér? #ungt fólkútálandi
Dagskrá:
Ráðstefna um ungt fólk á landsbyggðinni, haldin í Nýheimum 26. janúar 2017
10:30 – 10:45 Davíð Arnar Stefánsson, ráðstefnustjóri 10:45 – 11:15 Hlíf Gylfadóttir: Könnun á líðan stúlkna í FAS 11:15 – 12:00 Margrét Gauja Magnúsdóttir: LUV: Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni 12:00 – 12:45 Léttur hádegisverður 12:45 – 13:15 Sigrún Birna Steinarsdóttir og Sævar Örn Christiansen: Lýðræðisvitund ungs fólks 13:15 – 14:00 Fulltrúi SVH: Áherslur sveitarfélagsins í málefnum ungs fólks 14:00 – 14:30 Tinna Kolbrún Halldórsdóttir: Brottflutningur ungs fólks af jaðarsvæðum 14:30 – 14:45 Kaffihlé 14:45 – 15:30 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir: „Ég á Ísafjörð og Ísafjörður á mig“ 15:30 – 17:00 Kristín Tómasdóttir: Sterk sjálfsmynd barna og unglinga Ráðstefna er opin öllum og að kostnaðarlausu. Áhugasamir um málefni ungs fólks á landsbyggðinni eru hvattir til að mæta og taka þátt. Þekkingarsetrið Nýheimar.
7
! r á 0 í1 Reynslunni ríkari göngum við til framtíðar AFL Starfsgreinafélag varð til 28. apríl 2007 með samruna þriggja félaga, Vökuls Stéttarfélags, Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar og AFLs Starfsgreinafélags Austurlands. Bæði Vökull og AFL Starfsgreinafélag Austurlands höfðu áður orðið til úr sameiningum minni félaga. Verkalýðsbarátta á Austurlandi á sér hins vegar sögu allt aftur til 1896 er fyrsta verkalýðsfélagið var stofnað á Seyðisfirði.
Félagssvæði AFLs nær allt frá Skeiðará í suðri að Þórshöfn í norðri. Stærð félagsins fylgja kostir og ókostir. Félagið hefur reynt með ýmsu móti að vinna gegn ókostunum með öflugu starfi trúnaðarmanna, rekstri þjónustuskrifstofa á sjö stöðum á félagssvæðinu og með vinnustaðaheimsóknum. Styrkleika sína hefur félagið reynt að virkja félagsmönnum til hagsbóta.
Við munum fagna 10 ára afmæli AFLs með margvíslegum hætti. Meðal annars verður mikið lagt í ársfund trúnaðarmanna sem haldinn verður í mars og aðalfundur félagsins verður með sérstakri afmælisdagskrá. Þá ætlum við að auka samtal okkar við ungt fólk á félagssvæðinu með ýmsum hætti. Við viljum líta til framtíðar því þangað stefnum við.