Eystrahorn 1.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 11. janúar 2018

1. tbl. 36. árgangur

Áramótakveðja bæjarstjóra

Ég óska íbúum og starfsfólki sveitarfélagsins, sem og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu sem er að hefjast. Sálmur Valdimars Briem frá árinu 1886 hefst á þessum frægu línum „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Þessi sálmur fangar vel þessi tímamót sem áramót eru í hugum okkar flestra. Minningar frá liðnu ári eru okkar um ókomna tíð, þó árið komi ekki aftur. Í mínum huga var árið 2017 nokkuð gott ár. Það einkenndist af fjölmörgum verkefnum og áskorunum bæði í einkalífi og störfum mínum sem bæjarstjóra.

Atvinnulífið Atvinnuástand er mjög gott í sveitarfélaginu og atvinnumöguleikar með þeim betri á landinu. Atvinnuleysi síðustu árin hefur verið undir 1% og er vöntun á starfsfólki í mörgum greinum. Að búa í þessu fallega sveitarfélagi í nálægð við svo stórbrotna náttúru eru mikil forréttindi sem fleiri og fleiri sækjast eftir. Þetta umhverfi laðar fram nýsköpun og frjóa hugsun sem endurspeglast í fjölgun fyrirtækja sem nýta sér þessar aðstæður, sem og stórbrotið landslag, sem hvata til listsköpunar. Við höfum nú verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fjölgun íbúa sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili nemur 5.8% og er nú íbúafjöldi sveitarfélagsins 2.294 manns. Er þetta mjög jákvæð þróun. Undirstöður sveitarfélagsins byggja á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði. Það er því í mörg horn að líta varðandi framtíð og þróun sveitarfélagsins. Innsiglingin um Hornafjarðarós og Grynnslin halda áfram að vera þröskuldur í frekari þróun sjávarútvegs. Mikilvægt er að fundin verði varanleg lausn til að tryggja ásættanlegt dýpi á Grynnslum fyrir utan Hornafjarðarós og henni hrint í framkvæmd. Einnig þarf að ýta undir að fjölbreyttur landbúnaður blómstri í sveitarfélaginu því þar felast mikil tækifæri til nýsköpunar. Starfsumhverfi greinarinnar þarf að vera hvetjandi til að tryggja afkomu þeirra sem innan hennar starfa því landbúnaður styður meðal annars við aðrar atvinnugreinar. Sem stendur er unnið að gerð nýrrar fjallskilasamþykktar fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð sem er ætlað að einfalda framkvæmd fjallskila og mæta nýjum aðstæðum vegna samfélagsbreytinga í landbúnaði. Náttúruöflin hafa spilað stóran þátt í samfélaginu okkar gegnum árin og nú á nýliðnu ári var það skjálftavirkni í Öræfajökli og náttúruhamfarir vegna rigninga. Þess háttar inngrip geta haft mikil áhrif á undirstöðu atvinnugreinanna, og er

því mikilvægt að áætlanir og uppbygging taki mið af því. Ferðaþjónustan er ört vaxandi atvinnugrein og er mikilvægt að hún haldi áfram að vaxa og dafna með öryggi gesta okkar í öndvegi, og ekki síður mikilvægt að uppbygging sé í sátt við íbúa sveitarfélagsins.

Vatnajökulsþjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarður er mikilvægur fyrir sveitarfélagið vegna sérstöðu náttúrunnar á svæðinu.Eftir að jörðin Fell og þjóðlendur á Breiðamerkursandi voru friðlýstar sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði eru um 58% sveitarfélagsins innan þjóðgarðsins, og á landsvísu er það hæsta hlutfall sveitarfélags innan þjóðgarðsins. Sem stendur er í undirbúningi stofnun þjóðgarðastofnunar og munu Vatnajökulsþjóðgarður, Snæfells­ þjóðgarður og þjóðgarðurinn á Þingvöllum auk allra friðlýstra svæða á Íslandi tilheyra stofnuninni. Í ljósi þess hve stór hluti Sveitarfélagsins Hornafjarðar er innan þjóðgarðs myndi hæfa vel að höfuðstöðvar þjóðgarðastofnunar yrði staðsettar innan sveitarfélagsins, og væri það okkur mikill heiður ef svo yrði.

Hjúkrunarrými, húsnæðismál og leikskólamál Í október síðast liðnum gaf Velferðar­ ráðuneytið út nýja áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022. Hjúkrunar­ heimili hér á Höfn er hluti af þessari framkvæmdaáætlun, en bæjarstjórn hefur barist fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Markmið bæjarstjórnar er að hönnun byggingar fari fram á þessu ári og framkvæmdir hefjist að ári. Í fjárhagsáætlun 2018 og næstu þrjú árin þar á eftir er gert ráð fyrir að árlegt framlag sveitarfélagsins til byggingar nýs hjúkrunarheimilis verði 150 milljónir króna. Þetta eru miklar og löngu tímabærar framkvæmdir sem bæta svo um munar aðbúnað starfsfólks og íbúa hjúkrunarheimilisins. Brýnt hefur verið að auka framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu til að mæta mikilli eftirspurn. Á árinu sem leið hófu bæði sveitarfélagið og einkaaðilar byggingu tveggja lítilla fjölbýlishúsa, en íbúðir þeirra verða tilbúnar til útleigu í byrjun sumars. Því til viðbótar er í byggingu sex íbúða raðhús auk þess sem nokkur einbýlishús hafa risið eða eru í byggingu á árinu. Mikilvægt er að haldið verði áfram að auka framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og ættu næstu verkefni þar að lútandi að snúa að byggingu hagkvæmra

leiguíbúða fyrir eldri íbúa. Einnig er brýnt að frekari uppbygging íbúðarhúsnæðis hefjist í dreifbýli. Nægt framboð á íbúðarhúsnæði og gott atvinnuástand er undirstaða þess að sveitarfélagið haldi áfram að vaxa og dafna. Æskulýðs- og tómstundastarf er hverju samfélagi mikilvægt. Stuðningur stuðlar að heilsueflandi samfélagi og styrkir einstaklinga til stærri verka. Samstarf sveitarfélagsins og Ungmennafélags Sindra við kaup á félagsheimili, vænti ég að verði lyftistöng fyrir starfsemi félagsins. Þá hefur sveitarfélagið í samvinnu við USÚ og Sindra hafið undirbúning að Unglingalandsmóti 2019. Óhætt að segja að hér séu spennandi tímar og verkefni framundan. Á kjörtímabilinu hafa leikskólarnir á Höfn verið sameinaðir og hefur nýr leikskóli fengið heitið Sjónarhóll. Starfsemin fer nú fram í bráðabirgðahúsnæði sem reynt hefur á starfsfólk og leikskólabörn, eiga þau öll hrós skilið fyrir samstöðu og útsjónarsemi meðan á framkvæmdum stendur. Leikskólinn flyst í nýtt og glæsilegt húsnæði í sumar þar sem aðstaðan verður öll eins og best verður á kosið svo nú hillir undir betri tíð.

Fráveitu- og sorphirðumál Fyrirferðarmikið verkefni á árinu 2017 var áframhaldandi vinna við að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í betra horf. Liður í því er að byggja hreinsivirki og sameina ..framhald á bls. 3


2

Fimmtudagurinn 11. janúar 2018

Hafnarkirkja

Sunnudaginn 14. janúar kl. 11

HAFNARKIRKJA 1966 2016

Sunnudagaskólafjör Sungið, sögð saga, gerðar leikfimisæfingar, litað og haft gaman. Djús og kex eftir stundina. Allir velkomnir. Prestarnir

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SAMVERUSTUND Í EKRUNNI Á NÝJU ÁRI. Samverustund er í EKRUnni föstudaginn 12.jan. kl. 17:00. Umsjón Sigurður Mar Halldórsson. Við syngjum áramótasöngva en hvað skyldi Sigurður Mar bjóða okkur að heyra og sjá ?? Mætið vel !

Þakkir

Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför Unnar Kristjánsdóttur frá Lambleiksstöðum Þökkum starfsfólki hjúkrunar­ heimilisins Skjólgarðs fyrir góða umönnun.

Bifreiðaskoðun á Höfn 15., 16. og 17. janúar. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 12. janúar.

Börn, tengdabörn og aðrir ástvinir

Næsta skoðun 19., 20. og 21. febrúar.

Kaþólska kirkjan

Þegar vel er skoðað

Messa verður haldin sunnudaginn 14. janúar kl. 12:00.

Kvensjúkdómalæknir á Hornafirði Arnar Hauksson dr med kvensjúkdómalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni föstudaginn 19.janúar n.k.

Háls-, nef- og eyrnalæknir á Hornafirði Sigríður Sveinsdóttir háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni Hornafirði dagana 25.-26. janúar.

Kynningafundur vegna breytingar á aðalskipulagi við Reynivelli II Kynningarfundur vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður haldinn í Ráðhúsi Hafnar þann 11. janúar kl. 12:00. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Tímapantanir eru í síma 470-8600 alla virka daga.

tt Ný

sk

krá ás

krá ás

tt Ný

tt á

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Sími: 478-2000 GSM: 895-2115 snorri@valholl.is

MIÐTÚN

Gott 133,7m² einbýlishús ásamt um 33m² bílskúrssökkli, 5 svefnherb., verönd með skjólveggjum, laust í febrúar 2018

HEIÐARBRAUT

Rúmgott 139,1 m², einbýlishús ásamt 37,8 m² bílskúr, samtals 176,9 m² 4 svefnherb., verönd út frá stofu, góð lóð með fallegum trjágróðri í enda á botngötu.

HÓLABRAUT

Parhúsíbúð, vel skipulögð 102,6m², 3- 4 herb, ásamt 28,7 m² bílskúrplötu. Sér lóð, sólpallur við stofu


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 11. janúar 2018

útrásir fyrir þéttbýlið á Höfn, auk þess að ná betri utanumhaldi og skráningu á fráveitu í dreifbýli. Um viðamikil og flókin verkefni er að ræða, sem mikilvægt er að ljúka á næstu misserum. Næstu skref eru að ljúka 2. áfanga fráveitu á Höfn, byggja hreinsivirki í Óslandi og ljúka fráveituframkvæmdum í í Nesjahverfi. Sorphirða og sorpförgun verður efni í aðra grein. Miklar breytingar hafa orðið í þeim málaflokki undanfarin ár og er markmiðið að hvetja til aukinnar flokkunar og draga þannig úr urðun sorps eins og skyldur sveitarfélagsins kveða á um. Breytingar eru hins vegar alltaf þannig að þær ýta við okkur á misjafnan hátt, eiga það til að valda erfiðleikum og óvissu. Það er sveitarfélagsins að leiða þessar breytingar og koma á framfæri upplýsingum um tilgang þeirra.

Samgöngumál og sameining sveitarfélaga. Sífellt eru gerðar umfangsmeiri kröfur á sveitarstjórnarstigið, og er því ljóst að efling þess er mikilvæg til að halda uppi góðri þjónustu við íbúa og lágmarka sveiflur vegna ytri aðstæðna. Til að bregðast við áskorunum þessu tengdu voru skoðaðir kostir þess að sameina Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp og Djúpavogshrepp í eitt sveitarfélag. Því miður

höfðu óvænt stjórnarslit ríkisstjórnarinnar og kosningar í kjölfarið gert það að verkum að enn er spurningum okkar um mögulega útfærslu á stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags og aðkomu ríkis að áhersluverkefnum enn ósvarað. Framkvæmdir við nýjan hringveg um Hornafjarðarfljót eru hafnar eftir margra ára skipulagsvinnu. Framkvæmdin mun verða mikil samgöngubót á hringveginum og stytta talsvert vegalengdir innan sveitarfélagsins. Tryggja þarf áframhaldandi fjármagn til að þessari framkvæmd ljúki hratt og vel.

Að lokum Ég hef nú farið yfir það helsta þegar litið er til liðins ár og helstu verkefni sem unnið er að á nýju ári. Það væri hægt að nefna fjölmargt í viðbót en það verður að bíða að sinni. Í vor líkur þessu kjörtímabili og gengið verður til kosninga laugardaginn 26. maí n.k. Samstarf innan bæjarstjórnar allrar á þessu kjörtímabili hefur verið mjög gott og mikil samheldni innan hópsins, sem er til fyrirmyndar og ekki alveg sjálfgefið. Fyrir það er vert að þakka. Ég ítreka af heilum hug óskir mína um farsælt komandi ár og þakkir fyrir það liðna. Með kærri kveðju, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

3

Viðskiptavinir athugið Rakarastofan verður lokuð vikuna 15.-19. janúar Kveðja Baldvin

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Skógey - Fjölskylduferð 13. janúar kl. 10:00 Broddar. Tími: ca. 3 klst.

LEIÐRÉTTING Í jólablaði Eystrahorns, greininni Ævintýraferð til Skotlands 1977, misritaðist nafn Brynju Björnsdóttur, sem var í fararstjórn ferðarinnar og hún sögð heita Birna. Beðist er velvirðingar á þessu.

Laugardaginn 20. janúar í íþróttahúsi Hafnar Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30

BABIES FLOKKURINN leikur fyrir dansi Miðasala hefst fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00 – 19:00 í íþróttahúsinu. Miðaverð 8.500 kr. (Ekki er tekið við greiðslukortum) (Óseldir miðar verða seldir í íþróttahúsinu föstudaginn 19. janúar á milli kl. 17:00 og 18:00)

Miðar á dansleik sem hefst á miðnætti verða seldir við innganginn. Verð á dansleik er 3.500 kr. 18 ára aldurstakmark


4

Fimmtudagurinn 11. janúar 2018

Eystrahorn

ÞORRABLÓT FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA verður í Nýheimum föstudaginn 26. janúar 2018 • • • •

Húsið opnað kl. 18:30 Blótið hefst stundvíslega kl. 19:00 Fjöldi frábærra skemmtiatriða Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar • Eftir borðhald verður dansað við undirleik Hilmars og fuglanna Allir eldri borgarar velkomnir Blótsgestir athugið: Ekki er hægt að taka við greiðslukortum á blótinu er því nauðsynlegt að hafa pening við höndina.

Góða skemmtun! Þorrablótsnefnd FeH 2018

Fab Lab Námskeið Arduino grunnnámskeið

Hönnun fyrir CNC

Fab Lab námskeið

12 tíma námskeið, 2 tímar í lotu hefst 23. janúar.

12 tíma námskeið, 2 tímar í lotu hefst 6. mars.

12 tíma námskeið, 3 tímar í lotu hefst 17. apríl.

Kennd er forritun og uppsetning verkefna í Arduino iðntölvum. Unnnið er með LED ljós, ýmsa skynjara, DC og servo mótora ásamt fleiru. Fræðandi námskeið um iðntölvur.

Kennt er á teikniforritin Inkscape og Fusion 360 í þeim tilgangi að teikna fyrir CNC viðarfræsara og plasma skera. Námskeiðið er unnið í samstarfi við Vélsmiðjuna Foss ehf.

Kennt verður á þriðjudögum kl.17:00-19:00 Gjald15.000 kr. á námskeið (fyrir utan efniskostnað) Skráning: vilhjalmurm@hornafjordur.is eða í síma: 862-0648.

Hönnunarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna í Fab Lab. Áhersla verður lögð á smellismíði og samsetningu mismunandi efna. Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið!

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 11. janúar 2018

5

Framsóknarflokkurinn og stuðningsfólk undirbýr sveitarstjórnarkosningar Framsóknarflokkurinn og stuðningsfólk hans er að hefja undirbúning að framboði til sveitarstjórnarkosninga í vor. Á næstunni verður framboðslisti flokksins ákveðinn. Niðurröðun á lista mun endanlega verða ákveðin af stjórn félagsins en að undangenginni skoðanakönnun meðal skráðra félaga. Þeir sem áhugasamir eru að taka sæti á lista flokksins eru hvattir til að senda línu til Ásgríms Ingólfssonar, formanns Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga, í síma 895-4250 eða með pósti á asgrimuri@simnet.is. Jafnframt mun vinnu að málefnaskrá flokksins verða ýtt úr vör á næstunni. Sú vinna leggur grunn að áherslum og málflutningi frambjóðenda og kjörinna fulltrúa flokksins á næsta kjörtímabili.

HEYRNARÞJÓNUSTA

Verðum Verðumááheilsugæslunni heilsugæslunni ááHöfn í Hornafirði Selfossi fimmtudaginn 18. janúar föstudaginn 28. apríl Verið Veriðvelkomin velkomin

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu

Hundahreinsun

Hundahreinsun fer fram mánudaginn 15. janúar frá klukkan 9:00-10:00 og þriðjudaginn 16. janúar klukkan 16:00-17:00. Ef annar tími hentar betur þarf að hafa samband við Janine Arens og panta tíma í síma 690-6159. Mikilvægt er að hundaeigendur nýti sér þessa þjónustu, hún er innifalin í hundaleyfisgjöldunum. Hundahreinsunin verður eins og venjulega á Hólabraut 13. Umhverfissvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Góð heyrn glæðir samskipti Tímapantanir 534 9600 Heyrn Hlíðasmári 11 201 Kópavogi heyrn.is


6

Fimmtudagurinn 11. janúar 2018

Eystrahorn

Áramótapistill HSU Hornafirði 2018 Gleðilegt ár kæru Hornfirðingar og kærar þakkir fyrir árið sem liðið er, megi árið 2018 færa ykkur gleði, gæfu og ný ævintýri.

Starfsemi á árinu Starfsemin hefur verið í föstum skorðum þetta ár. Reksturinn hefur gengið betur nú en undanfarin ár eftir að gerðir voru nýir samningar í lok árs 2016. Það hefur verið mikill léttir að starfa í betra fjárhagslegu rekstrarumhverfi. Það er þó alveg ljóst að ekki má sofna á verðinum því fjárlög þessa árs fela ekki í sér markverða aukningu og því rekstrarumhverfi erfitt. Verkefnin undanfarin ár hafa verið að aukast samhliða auknum ferðamannastraum á svæðinu. Yfir sumartímann leita fjölmargir ferðamenn á heilsugæsluna ásamt fjölda erlendra starfsmanna en ekki er reiknað með slíkum fjölda í fjármögnun heilsugæslunnar. Einnig hafa slys í sveitarfélaginu verið að aukast þó hægt hafi á aukningunni milli áranna 2016-2017. Fjölgun slysa hefur í för með sér aukið álag á sjúkraflutninga, lækna og hjúkrunarfræðinga og einnig á aðra viðbragðsaðila. Löggæsla í Öræfum hefur aukist undanfarin tvö ár og viðbragðsaðilar á Höfn, Öræfum og Kirkjubæjarklaustri finna greininlegan árangur aukinnar löggæslu þar. Áhrifin eru þau að dregið hefur úr fjölgun slysa á því svæði ásamt því að fyrstu bjargir eru fljótari á vettvang. Vonandi er aukin löggæsla í Öræfum komin til að vera. Gott samstarf ríkir á milli viðbragðsaðila í sveitarfélaginu og víðar, það sýndi sig nú rétt fyrir áramót þegar rúta með tæplega 50 ferðamönnum fór út af veginum vestan við Kirkjubæjarklaustur. Viðbragðsaðilar á Hornafirði og úr Öræfum brugðust við kallinu og fór nokkuð fjölmennt lið á Klaustur til aðstoðar. Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hópslysaæfingar og bar það árangur í umræddu slysi. Allir viðbragðsaðilar á Suðurlandi eiga heiður skilið fyrir fagleg störf í erfiðum aðstæðum þennan örlagaríka dag.

ræða, einungis bættur aðbúnaður þar sem mannréttindi íbúa hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs hafa verið brotin um árabil sökum þröngra húsakynna. Þetta eru gríðarlega ánægjulegar fréttir. Framkvæmdin verður unnin í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins en ríkið fjármagnar 85% af byggingarkostnaði og sveitarfélagið 15%, þó mun hlutur sveitarfélagsins verða í við hærri þar sem nýtt líkhús verður hluti af nýbyggingunni og er sá hluti á kostnað sveitarfélagsins. Hafin er vinna við þarfagreiningu og frumathugun líkt og lög kveða á um hjá Framkvæmdasýslunni. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdatíminn verði í heild 3 ár og því stefnt að því að nýtt heimili verði tilbúið í byrjun árs 2021. Við fögnum því að fá loks jákvæðar fréttir af byggingarmálum.

Öldrunarþjónusta Til öldrunarþjónustu telst Skjólgarður, dvalarheimilið Mjallhvít, dagdvöl aldraðra og heimahjúkrun. Hjúkrunarrýmin eru samtals 24 í dag og dvalarrýmin 6. Lengri bið hefur verið eftir hjúkrunarrýmum undanfarið og því reynt töluvert meira á heimahjúkrun og aðstandendur. Það er við því að búast að biðlisti lengist á næstunni á meðan rýmum fjölgar ekki á sama tíma og öldruðum fjölgar. Sjúkrarými stofnunarinnar hafa verið vel nýtt og margir af þeim einstaklingum hafa verið í biðplássi eftir hjúkrunarrými. Mikilvægt er að viðhalda færni eldra fólks eins lengi og hægt er og er þörf á framtíðarstefnumörkun í málaflokknum. Það er margt hægt að gera og eitt af því var að setja bekki á gönguleiðir á Hornafirði líkt og komið er til framkvæmda. Eins er hægt að setja upp heilsueflingu fyrir eldra fólk líkt og hefur verið gert í öðrum sveitarfélögum s.s. Reykjanesbæ, Hvolsvelli og Hafnafirði. Hornafjörður er heilsueflandi sveitarfélag og ber að horfa til þess í öllu stjórnkerfinu.

Nýtt hjúkrunarheimili

Góður stuðningur samfélagsins við stofnunina

Í mörg ár hafa stjórnendur stofnunarinnar, bæjarstjóri og bæjarfulltrúar barist fyrir byggingu hjúkrunarheimilis. Undir lok árs 2017 fengust loksins góðar fréttir af þeim málum. Nú hefur ríkið tekið ákvörðun um að byggja við hjúkrunarheimilið á Hornafirði. Ekki er um fjölgun hjúkrunarrýma að

Það er ómetanlegt að finna fyrir velvild íbúa í sveitarfélaginu. Fjárframlög til tækjakaupa á heilbrigðisstofnuninni eru í lágmarki og svigrúm til endurnýjunar nánast ekkert. Á undanförnum árum hefur stofnunin notið mikillar velvildar frá líknarfélögum

Hafnarhittingur

á staðnum auk stuðnings frá fyrirtækjum og einstaklingum og ekki má gleyma Hirðingjunum sem er orðinn mikilvægur bakhjarl stofnunarinnar. Á árinu var stofnuninni gefin ýmis tæki og búnaður og nú er verið að safna fyrir tveimur nýjum síritum og endurlífgunartæki fyrir heilsugæsluna. Sú söfnun gengur framar vonum og er þegar búið að panta síritana. Fyrir hönd stjórnenda vil ég færa öllum þeim sem hafa styrkt stofnunina með einhverjum hætti kærar þakkir.

Starfsmenn Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólki í heilbrigðisþjónustunni. Mikið hefur verið um veikindi hjá starfsfólki og því töluvert álag undanfarin misseri. Við erum heppin með starfsfólk og stjórnendur hafa kappkostað að gera vel við starfsfólkið með m.a. endurmenntun, góðu skipulagi í vaktafyrirkomulagi og lýðræðislegum samskiptum. Stjórnendur í opinberum rekstri hafa lítinn sveigjanleika í að gera vel við starfsfólk enda bundin kjarasamningum og starfsmati. Það er mikil samkeppni um starfsfólk á svæðinu þar sem atvinnutækifærin eru víða. Það verður áskorun að halda í það góða starfsfólk sem hefur kosið að vinna hjá okkur á næstu misserum. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki HSU Hornafirði fyrir frábær störf og vona að nýtt ár verði ár gleði, starfsánægju og að sjálfsögðu fullt áskorana. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði

Þriðjudaginn 16. janúar frá kl. 17:00-19:00 í Heppuskóla og íþróttahúsinu

Þar verður eitthvað að gera fyrir alla, fjölskylduþrek, breakout, forritun, föndur, jóga, spil, tafl, djammsession, zumba, blak, barnagæsla, prjón og notalegheit, föndur, sund, þvottaefnisgerð, lúðrasveit og ýmislegt fleira. Svo verður að sjálfsögðu hægt borða kvöldmat á staðnum fyrir 500 kr. Tilvalið tækifæri til að sinna áhugamálum eða eignast ný og hitta fólk og hafa gaman. Börn yngri en 12 ára komi með fullorðnum. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Nánari dagskrá á heimasíðu skólans, gs.hornafjordur.is

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 11. janúar 2018

Valhöll fasteignasala

Snorri Snorrason fasteignasali, sem undanfarin 15 ár hefur starfað sem fasteignasali hér á Höfn í Hornafirði og nágrenni, hefur hafið störf hjá Valhöll fasteignasölu Síðumúla 27 í Reykjavík. Valhöll fasteignasala sem starfað hefur frá 1995 og er framúrskarandi fyrirtæki (skv,greiningu Credit info) hefur einnig útibú í Ólafsvík / Snæfellsnesi og er þar því góð reynsla af sölu fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins sem og innan þess. Á Valhöll eru eingöngu löggiltir fasteignasalar og lögfræðingar sem annast söluferli fasteigna frá a til ö. Valhöll fasteignasala verður með útibú á Höfn að Krosseyjarvegi 17, 780 Höfn frá og með 1. janúar 2018 og mun Snorri veita útibúinu forstöðu. Opnunartími skrifstofunnar og viðvera verður óregluleg til að byrja með en hafið samband við mig í síma 8952115 eða með tölvupósti snorri@valholl.is. Með von um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Snorri Snorrason lfs

Safnvörður Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir stöðu safnvarðar í 50% starfshlutfall til afleysinga í 1 ár við Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Starfslýsing: Daglegur rekstur safna, yfirsýn yfir verk í eigu sveitarfélagsins og samskipti við listamenn. Skráning listaverka, umsjón með geymslum safnsins. Uppsetning sýninga og umsjón sýningarsala, afleysingar og þátttaka í barnastarfi. Viðkomandi þarf að geta sýnt fram á lipurð í mannlegum samskiptum, vera þjónustulundaður og liðlegur auk þess að vera leiðandi í faglegu starfi safnsins. Vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa góða skipulags hæfileika. Starfsmaður þarf að vera samviskusamur og eiga auðvelt með að vinna með ýmsum aðilum að ýmsum verkefnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða yfirsýn yfir starfsemi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Menntun: Menntun á sviði lista eða safnfræða æskileg eða reynsla á sviði sem nýtist í starfi stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra Sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefur Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar í síma 470 8052 eða eyrunh@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 21.01.2018 og skulu umsóknir sendar á rafrænu formi á netfangið eyrunh@hornafjordur.is.

7

Austurland opnast rafbílaeigendum

Þann 28. desember tók Orka náttúrunnar í notkun tvær hlöður fyrir rafbílaeigendur, á Egilsstöðum og í Freysnesi í Öræfum. Hlaðan á Egilsstöðum er við þjónustustöð N1, sem er miðsvæðis í bænum og liggur vel við samgöngum í landshlutanum. Báðar hlöðurnar eru búnar hraðhleðslum sem geta þjónað flestum gerðum rafbíla auk hefðbundinna hleðsla.

Á Egilsstöðum hlóð Stefán Sigurðsson rafbílaeigandi fyrstur manna bílinn sinn að viðstöddum þeim Bjarna Má Júlíussyni framkvæmdastjóra ON og Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur stöðvarstjóra N1 á Egilsstöðum. „Austurland er kjörið fyrir rafbíla,“ segir Bjarni Már. „Vegalengdir milli staða eru þannig að þessi hlaða okkar á Egilsstöðum, sem er mjög miðsvæðis, getur þjónað hverjum þeim sem er að skreppa á milli byggðanna í fjórðungnum. Nýju Norðfjarðargöngin skipta líka miklu máli,“ bætir Bjarni Már við. Hann segir að undirbúningur vegna nýrrar hlöðu ON á Stöðvarfirði sé langt kominn og á næsta ári verði hringveginum lokað með hlöðum á leiðinni milli Austurlands og Norðurlands og við Hornafjörð. Í desember bættust fjórar hlöður við þetta net innviða sem ON hefur byggt upp til að þjóna rafbílaeigendum. Markmið orkufyrirtækisins er að ýta undir og flýta orkuskiptum í samgöngum sem eru í senn umhverfisvænar og hagkvæmar. Auk þeirra tveggja sem opnaðar voru í dag, voru hlöður á Djúpavogi og við Jökulsárlón teknar í notkun fyrr í mánuðinum. Við uppbyggingu þessara innviða hefur ON leitað til fjölda samstarfsaðila til að finna hlöðunum stað. N1 hefur reynst ON mikilvægasti samstarfsaðilinn. Þjónustustöðvar fyrirtækisins eru víða um land og vel í sveit settar til að þjóna vegfarendum. Þá hefur ON notið fjárstyrks úr Orkusjóði til uppbyggingarinnar en markmiðið er að opna landið fyrir rafbílaeigendur og varða hringveginn hlöðum. Í Freysnesi, rétt við Skaftafell, er Skeljungur samstarfsaðili ON. Við opnun hlöðunnar þar tók Ragna Kristín Jónsdóttir á móti Jóni Sigurðssyni, verkefnisstjóra hjá ON.

Sögustundin á Bókasafninu Laugardaginn 13. Janúar n.k. verður Sögustund á Bókasafninu kl. 13.30 – 14.00. Lesefnið miðast við börn á aldrinum 3-6 ára. Góðir sófar og allrahanda lesefni handa mömmum, pöbbum, ömmum og öfum á meðan á lestrinum stendur. Verið velkomin á bókasafnið. Ef þú hefur áhuga á því að gerast gestalesari vinsamlegast hafðu samband við bókasafn í síma 470-8050 Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.