Eystrahorn 2.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 18. janúar 2018

2. tbl. 36. árgangur

www.eystrahorn.is

Samvinna viðbragðsaðila og hópslys Um árabil hafa fulltrúar allra viðbragðsaðila á Höfn hist reglulega yfir árið til að ræða mikilvæg málefni sem viðkoma þeirra starfi og öryggi. Þarna sitja fulltrúar frá lögreglu, slökkviliði, heilsugæslu, sjúkraflutningum og björgunarsveit. Markmið fundanna er að vinna sameiginlega að því sem þarf að breyta til að tryggja öryggi viðbragðsaðila, ferðalanga og heimamanna. Ýmsu hefur verið áorkað, til dæmis átti hópurinn stóran hlut í því að fá löggæslu í Skaftafell ásamt láglendisgæslu björgunarsveita í Skaftafell í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Láglendisgæslan verður með svipuðu sniði og hálendisgæslan og kemur til vegna fjölda útkalla yfir sumartímann sem íþyngt hefur litlum björgunarsveitum eins og Kára í Öræfum. Á samráðsfundum viðbragðsaðilanna kom einnig upp hugmynd um sam­ eiginlega þjálfun viðbragðsaðila sem hefur orðið til þess að boðið er upp á mismundandi uppákomur og námskeið einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Þetta fyrirkomulag hófst haustið 2015 og hefur verið haldið úti síðan. Þar fyrir utan hafa verið haldin sameiginleg námskeið s.s í fyrstu hjálp, talstöðva samskiptum, viðbrögð í hópslysum, aðgerðastjórnun og sálrænni aðstoð svo dæmi séu nefnd. Viðbragðseiningar hafa skipts á að skipuleggja þennan mánaðarlega hitting sem hefur einnig verið nýttur til

fundahalda vegna almannavarnamála. Fjórða hvert ár er haldin stór flug­ slysaæfing á vegum ISAVIA. Mikill undirbúningur er í tengslum við æfinguna, námskeiðshald og æfingar. Mikill metnaður er hjá viðbragðsaðilum vegna flugslysa æfingarinnar og miklu kostað til svo hún lukkist vel. Þótt flugslys séu sem betur fer fátíð þá er nánast sama viðbragðsáætlun notuð við öll hópslys. Vegna mikillar umferðar hópferðabíla um okkar svæði hefur verið tímaspursmál hvenær slíkt slys verði og því mikilvægt að þjálfa viðbragðið oftar en á fjögurra ára fresti. Niðurstaðan var sú að sett var upp stór rútuslysaæfing vorið 2015, aftur haustið 2017 og fyrirhugað er að festa æfinguna í sessi á fjögurra ára fresti. Það verður því alltaf ein stór hópslysaæfing á tveggja ára fresti.

Samvinna við viðbragðsaðila á Suðurlandi Eins og flestum er kunnugt varð stórt rútuslys rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur þann 27. desember 2017 en 47 ferðamenn voru í rútunni. Margir voru alvarlega slasaðir og er þetta slys það alvarlegasta sem orðið hefur á Íslandi í fjölda mörg ár. Tólf alvarlega slasaðir voru fluttir beint á Landspítalann með þyrlum og 33 voru fyrst fluttir í fjöldahjálparstöð á Klaustri og þaðan á HSU Selfossi með þyrlu, sjúkrabílum og björgunarsveita bílum. Allir sem tóku þátt í þessari aðgerð

voru sammála um að heimamenn á Kirkjubæjarklaustri og Vík hafi unnið þrekvirki. Þau voru verulega fáliðuð í byrjun, en fljótlega streymdu viðbragðsaðilar að úr heimabyggð sem boðin fengu og unnu sem einn maður. Þeim tókst að hlúa að mikið slösuðu fólki, koma lítið slösuðum í skjól og lyfta rútunni ofan af tveimur einstaklingum sem þar lágu fastir.Töluvert síðar barst liðsauki bæði úr vestri og austri til að létta undir með heimamönnum ásamt því að mikill styrkur barst frá hinum ýmsu einingum almannavarna kerfisins. Allir lögðu sitt af mörkum til að bæta líðan þolenda í slysinu og létta undir með heimamönnum. Þegar svona slys verða er svo mikilvægt að allir viðbragðsaðilar tali sama tungumál, þekki „leikreglurnar“ og vinni sem einn maður. Eina leiðin til að tryggja að svo verði er að stuðla að góðu samstarfi milli viðbragðseininga og sveitarfélaga, halda reglulegar æfingar þar sem slys eru sviðsett. Leikreglurnar eru skráðar í viðbragðsáætlunum almannavarna og er eins konar handbók um hvað skal gera og hvernig þegar almannavarna ástand eða hópslys verður. Við á Hornafirði höfum lagt okkar af mörkum til að auðvelda þetta samstarf á milli viðbragðseininga og stefnum á að halda því áfram um ókomna tíð. Elín Freyja Hauksdóttir framkvæmdastjóri lækninga HSU Hornafirði


2

Fimmtudagurinn 18. janúar 2018

Afmæli

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

Í tilefni af 90 ára afmælinu mínu þann 30. janúar n.k langar mig til að fagna því með að bjóða upp á kaffi og meðlæti, laugardaginn 27. janúar frá kl. 14:30 - 17:00 í Ekrusal. Afmælisgjafir vinsamlegast afþakkaðar. Allir velkomnir

Helgi Hálfdanarson

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA ÍÞRÓTTIR, BADMINTON-RINGÓ OFL. Miðvikudaginn 24. janúar er FeH með íþróttatíma í íþróttahúsinu frá kl. 11:50 - 13.00 og svo verður áfram á miðvikudögum. Hvetjum alla félaga og fólk 60 ára + að mæta og hreyfa sig svolítið.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 Bæjarstjórn auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að skilgreina verslunar- og þjónustusvæði að Reynivöllum II í Sveitarfélaginu Hornafirði. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 18. janúar nk. til mánudagsins 5. mars 2018 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagins undir http://www.hornafjordur.is/ stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til mánudagsins 5. mars 2018. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

ÞORRABLÓT FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA verður í Sindrabæ

föstudaginn 26. janúar 2018 • Húsið opnað kl. 18:30 • Blótið hefst stundvíslega kl. 19:00 • Aðgöngumiðar seldir í Ekru miðvikudaginn 24. janúar frá kl. 15-17 og við innganginn • Miðaverð kr. 6.000, Ekki tekið við greiðslukortum • Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar • Hilmar og fuglarnir leika fyrir dansi

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri

Allir eldri borgarar velkomnir Akstur í boði Lionsklúbbs Hornafjarðar

Maður er manns gaman Þorrablótsnefndin tt Ný krá

sk

ás

tt á

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Sími: 478-2000 GSM: 895-2115 snorri@valholl.is

SANDBAKKI

Vel skipulögð 107,7 m² í 2ja hæða íbúð í vinsælu raðhúsi, 2 svefnherbergi, 2 baðherbergi, mikið útsýni.

KIRKJUBRAUT 43

Steypt og vel skipulagt 157m² einbýlishús með 5 svefnherbergum ásamt, 48,3m² bílskúr 50fm risloft og 40fm geymslu undir bílskúr samtals nýtingargólfflötur um 300 m². Góð verönd er við húsið og frábær lóð með garðhýsi.

SILFURBRAUT

Gott 147,6m2 íbúðarhús ásamt 50m² bílskúr, samtals 197,6 m². Auðvelt er að breyta skipulagi hússins en núna eru fimm herbergi og þrjú baðherbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og borðstofu. Eignin er laus fljótlega.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 18. janúar 2018

3

Fjáröflun þriðju flokka í knattspyrnu

Þriðju flokkar karla og kvenna í knattspyrnu hjá Sindra stóðu fyrir fjáröflun nú rétt fyrir jól en þau eru að safna fyrir æfingaferð til Spánar í sumar. Krakkarnir gengu í hús og seldu klósett- og eldhúspappír, túlípana og fjölnota bökunarpappír. Salan gekk mjög vel þó á enn eftir að afhenda eitthvað af bökunarpappír þar sem hann var uppseldur. Við viljum þakka íbúum fyrir góðar móttökur og sérstaklega viljum við þakka KASK flutningum fyrir að styrkja okkur með flutningi á varningi frá Reykjavík. Fjáröflunarnefndin

Auglýsing um viðtalstíma hjá skipulags- og byggingafulltrúa Sveitarfélagið Hornafjörður tilkynnir að hér eftir er nauðsynlegt að panta viðtalstíma hjá skipulags- og byggingafulltrúa. Viðtals- og símatímar verða á þriðjudögum og fimmtudögum á milli 13:00 og 15:00. Tímapantanir í síma 4708000 eða á netfangið afgreiðsla@hornafjörður.is Vegna mikils fjölda verkefna og erinda til afgreiðslu á tæknideildinni er nauðsynlegt að geta skipulagt tíma starfsmanna svo þjónusta við íbúa verði skilvirkari. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Manstu eftir taupokanum?


4

Fimmtudagurinn 18. janúar 2018

Eystrahorn

Þorrablót Nesja- og Lónmanna 2018 Verður haldið í Mánagarði þann 27. janúar nk. Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30 Eyþór Ingi og hljómsveit Tomma Tomm leika fyrir dansi. Miðarverð 9000 kr. 18 ára aldurstakmark.

Miðar á dansleik eftir miðnætti verð 3000 kr. Miðapantanir hjá Lenu s: 695-7719 og Tinnu s: 869-3372. Miðasala verður í Mánagarði 25. janúar frá kl. 16-19. Ekki tekið við greiðslukortum. Húsnæði óskast til leigu

Auglýsing um skipulagsmál Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 9. nóvember 2017 að auglýsa lýsingu að aðalskipulagsbreytingu, hitaveita í Hornafirði skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að staðsetja nýtt iðnaðarsvæði í landi Hoffells þar sem er núverandi virkjunarsvæði RARIK, staðsetja tæplega 20 km langa línu fyrir stofnæð hitaveitu frá núverandi virkjunarsvæði RARIK við Hoffell að Höfn en áætlað er að þörf sé á 1-2 dæluhúsum á þeirri leið. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður sett inn lega stofnæðar ásamt dæluhúsum og staðsetning iðnaðarsvæðis á skipulagsuppdrátt ásamt tillögu að breytingu í greinargerð. Markmið breytingarinnar er að nýta nýtanlegan jarðhita í Hoffelli til að anna húshitunarþörf á Höfn og draga þannig úr rafmagns og olíukyndingu í sveitarfélaginu. Gögn vegna ofangreindrar lýsingar verður til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 15. janúar 2018 til og með 15. febrúar 2018 og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. febrúar 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri

Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures óskar eftir samstarfi við Hornfirðinga sem hafa tök á að leigja íbúðarhúsnæði undir tökuteymi Hornfirðingsins Hlyns Pálmasonar í kringum upptökur á hans nýjustu kvikmynd. Þessi önnur mynd hans í fullri lengd er íslensk, heitir HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR og er með Ingvar E. Sigurðssyni í aðalhlutverki.

Von okkar er að geta tekið myndina upp að stærstum hluta á Hornafirði og því mikilvægt að það náist að púsla saman gistimöguleikum fyrir bæði leikara og tökulið. Tökur eru planaðar að mestu í ágúst og september 2018 og því mikils virði að heyra frá þeim sem geta mögulega leigt okkur húsnæði sitt á tímabilinu, allt frá einni viku til tveggja mánaða. Hlökkum til að heyra frá ykkur. Bestu kveðjur, Join Motion Pictures teymið. Fyrirspurnum svarar Emil í síma 691-6750 og emilmoravek@gmail.com


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 18. janúar 2018

5

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands úthlutar styrkjum Þann 11. janúar síðastliðinn voru veittir styrkir til náms úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands. Styrkþegar að þessu sinni voru tveir og fengu hvor um sig 750.000 kr. Annarsvegar var það Sigríður Jónsdóttir til að vinna að MA verkefni sínu "Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, reynsla bænda, aðferðir og árangur". Markmið verkefnis hennar er að afla þekkingar meðal bænda, sem hafa unnið að uppgræðslu á hálendinu, til að geta nýtt og miðlað þekkingu þeirra á skilvirkari hátt en nú er gert. Hinsvegar fékk Hornfirðingurinn Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir styrk til að vinna að MA verkefni sínu "Málefni Breiðamerkursands og evrópski landslagssáttmálinn". Markmið verkefnis hennar er að kanna hvaða áhrif evrópski landslagssáttmálinn gæti haft á málefni Breiðamerkusands. Styrkurinn var afhentur af forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessyni á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 11. janúar 2018. Sigrún er búsett í Svíðþjóð ásamt Sigursteini Hauki Reynissyni og tveimur börnum þeirra og er hún í meistaranámi í landfræði við Háskóla Íslands og vinnur um þessar mundir að lokaverkefninu sínu. "Öll námskeið hef ég tekið í Svíþjóð þar sem ég bý ásamt fjölskyldu minni. Síðastliðið sumar lauk ég gagnaöflun fyrir verkefnið og stefni á námslok á árinu" segir Sigrún. Verkefnið fjallar um málefni Breiða­ merkursands sem hún skoðar meðal annars

Guðni Th. forseti Íslands ásamt Sigríði Jónsdóttur og Sigrún Ingu Sigurgeirsdóttur við úthlutunina

í tilliti við Evrópska landslagssáttmálann, sem er fjölþjóðlegur sáttmáli um landslag og undirritaði Ísland sáttmálann árið 2012, enn hefur aðild Íslands að samningum þó ekki verið fullgild. Leiðbeinendur Sigrúnar eru Þorvarður Árnason hjá Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði og þær Edda Ruth Hlín Waage og Anna Dóra Sæþórsdóttir við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Gagnaöflun hefur þegar farið fram og var hún með tvenns konar hætti: "Annars vegar var unnið að samantekt á grunnupplýsingum um Breiðamerkursand

Framtíðarstörf laus til umsóknar á HSU Hornafirði Viljirðu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig: Auglýsum eftir starfsmanni í skólamötuneyti HSU Hornafirði, um er að ræða þægilegan vinnutíma með möguleika á vaktavinnu samhliða. Umsóknafrestur er til 1. febrúar 2017. Frekari upplýsingar hjá Kristjáni Guðnasyni í síma 470-8640 / 693-7116 eða á netfangið kristjang@ hornafjordur.is. Einnig er óskað eftir framtíðarstarfsmanni í aðhlynningu á dvalar- og eða hjúkrunarheimilinu Skjólgarði. Óskað er eftir umsóknum frá körlum og konum, strákum og stelpum frá 18 ára aldri. Umsóknafrestur til 1. febrúar. Frekari upplýsingar hjá Ásgerði Gylfadóttur hjúkrunarstjóra, hjúkrunardeild í síma 470-8635 eða á netfangið asgerdur@hornafjordur.is. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

og niðurstöður birtar í formi skýrslu og korta. Hins vegar voru tekin viðtöl við valda hagsmunaaðila sem hafa, eða hafa haft, einhvers konar atvinnustarfsemi á svæðinu. Leitað var eftir sýn viðmælenda á málefnum Breiðamerkursands, meðal annars með tilliti til náttúruverndar. Nú vinn ég að greiningu á gögnunum, með það að markmiði að draga fram gildi landslags á svæðinu og kanna þá möguleika sem eru fyrir hendi þegar unnið er með landslag í náttúruvernd, með hliðsjón af innihaldi evrópska landslagssáttmálans".

Starfsfólk óskast Ajtel Iceland ehf. - Niðursuðuverksmiðja óskar eftir að ráða starfsfólk í vinnslu yfir vertíðina sem stendur frá janúar – maí. Um er að ræða framleiðslustörf.

100%

starf

við

almenn

Laun samkvæmt kjarasamningum. Einnig er óskað eftir manneskju í ræstingar. Í stafinu felst umsjón með skrifstofu-, salerniskaffi- og búningsherbergja aðstöðu ásamt öðrum rýmum utan vinnslu. Um er að ræða hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma. Unnið er alla virka daga. Allar nánari upplýsingar um störfin veita: Inga Rósa Ingvadóttir Sími: 859-9832, e-mail: qc@ajtel.is Jón Áki Bjarnason Sími: 859-9582, e-mail: jonaki@ajtel.is


Starfsmenn í veiðieftirlit Akureyri og á Höfn í Hornafirði Fiskistofa óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og jákvæða starfsmenn í veiðieftirlit. Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Starfandi veiðieftirlitsmenn eru nær eingöngu karlar og er því athygli kvenna sérstaklega vakin á starfinu í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll í starfsgreininni, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Helstu verkefni:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Eftirlit á sjó, en í því felst m.a. lengdarmæling á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirlit með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð. • Eftirlit í landi, en það felur m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu afladagbóka. Eftirlit með löndunum erlendra skipa og úttektir á afurðum vinnsluskipa, eftirlit með lax- og silungsveiði ásamt skrifstofustörfum s.s. skýrslugerð þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma.

• • • • • • •

Haldgóð reynsla af störfum í sjávarútvegi. Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta er áskilin. Gott heilsufar. Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum. Sanngirni og háttvísi. Mjög góð hæfni í samskiptum nauðsynleg. Menntun sem nýtist í starfi s.s. skipstjórnar­réttindi, stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hildur Ösp Gylfadóttir mannauðs- og fjármálastjóri í síma 569-7900. Ferilskrá sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum heimasíðu fiskistofu, www.fiskistofa.is

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2018. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt og eru höfuðstöðvar á Akureyri. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is

Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt og eru höfuðstöðvar á Akureyri. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is

Laugardaginn 20. janúar í íþróttahúsi Hafnar Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30 18 ára aldurstakmark (dagurinn gildir)

BABIES FLOKKURINN leikur fyrir dansi Miðasala hefst fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00 – 19:00 í íþróttahúsinu. Miðaverð 8.500 kr. (Ekki er tekið við greiðslukortum) Hver einstaklingur getur aðeins keypt 20 miða (Óseldir miðar verða seldir í íþróttahúsinu föstudaginn 19. janúar á milli kl. 17:00 og 18:00)

Miðar á dansleik sem hefst á miðnætti verða seldir við innganginn. Verð á dansleik er 3.500 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.