Eystrahorn 3.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 3. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 26. janúar 2017

www.eystrahorn.is

Mynd Glacier Trips

Það má með sanni segja að uppgangur í ferðaþjónustunni hefur verið með ólíkindum allra síðustu ár og hafa íbúar Hornafjarðar notið góðs af því. Áhugi á íshellaskoðun er alltaf að aukast og kemur ekki á óvart þegar myndir eins og þessi birtast í auglýsingum og miðlum.

Kæru Hornfirðingar

Við kveðjum Kartöfluhúsið með þakklæti fyrir frábær ár. Við erum afskaplega þakklátar fyrir að hafa fengið afnot af Kartöfluhúsinu og hefur þessi tími verið virkilega góður. Nú öðlast húsið nýtt hlutverk og munum við selja vörurnar frá Millibör og Töfra Tröllum á öðrum vettvangi og kynna það frekar síðar meir. Í kjölfar breytinga á húsnæði Kartöfluhússins þá ætlum við að hafa síðasta opnunartímann um helgina. Það verður opið frá kl. 14:00-18:00 á fimmtudag, föstudag og frá kl. 14:00-16:00 á laugardag. Tilboð verða alla dagana. Hlökkum til að sjá ykkur. Ragnheiður og Berglind

Prestar settir í embætti

Mynd Ágústa Guðrún

Í messu í Hafnarkirkju sunnudaginn 29. janúar kl. 14:00 mun sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur setja sr. Gunnar Stíg Reynisson og sr. Maríu Rut Baldursdóttur í embætti við Bjarnanessókn með formlegum hætti. Sr. Stígur þjónar fyrir altari og sr. María Rut predikar. Messukaffi að lokinni athöfn. Allir velkomnir og sóknarbörn sérstaklega hvött til að mæta og taka vel á móti ungu prestunum. Sóknarnefndir í Bjarnanesprestkalli


2

Fimmtudagurinn 26. janúar 2017

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 29. janúar Messa kl. 12:00.

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Vöffluballið fellur niður á sunnudaginn.

Prestarnir ykkar

Andlát Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. Pétur Helgi Ragnarsson frá Rannveigarstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði, laugardaginn 21. janúar síðastliðinn. Útför fer fram frá Hafnarkirkju, laugardaginn 28. janúar kl. 11:00.

LANDVARÐANÁMSKEIÐ

Vatnajökulsþjóðgarður vekur athygli á landvarðanámskeiði sem Umhverfisstofnun stendur fyrir. Markmið námskeiðsins er að tryggja framboð af hæfum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum. Kennt er samkvæmt námskrá Umhverfisstofnunar og reglugerðar um landverði, nr. 061/1990. Meðal efnis á námskeiðinu er t.d. náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála, gestir friðlýstra svæði, mannleg samskipti, náttúrutúlkun, ofl. Námskeiðið hefst 9. febrúar og skráningarfrestur er til 31. janúar. Allar upplýsingar um námskeiðið og skráningu má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is.

Guðmunda Guðný Pétursdóttir, Pétur Marías Pétursson, Magnhildur Pétursdóttir, Ragna Pétursdóttir, Ólafur Helgi Pétursson, Heiður Ósk Pétursdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

Viðskiptavinir athugið Rakarastofan verður lokuð frá mánudeginum 30. janúar til þriðjudagsins 14. febrúar. Kveðja Baldvin

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

ÞAÐ ÞARF KRAFT TIL AÐ TAKAST Á VIÐ KRABBAMEIN LÍFIÐ ER NÚNA!

STYRKTU KRAFT MEÐ MÁNAÐARLEGU FRAMLAGI. Skráðu þig á www.lifidernuna.is

FÉLAG UNGS FÓLKS SEM GREINST HEFUR MEÐ KRABBAMEIN OG AÐSTANDENDUR

KRAFTUR

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Eystrahorn Eystrahorn


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 26. janúar 2017

3

HEYRNARÞJÓNUSTA

Verðum Verðumáá heilsugæslunni heilsugæslunni í Höfn í Grundarfirði miðvikudaginn febrúar. föstudaginn 13.1.júní

Verið velkomin

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu

Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.is

Nudd- og nálastungumeðferðir fyrir barnshafandi konur Meðganga felur í sér ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi og almennri líðan konunnar. Talið er að helmingur allra barnshafandi kvenna glími við sársauka í baki og mjaðmagrind. Mjaðmagrindarverkir geta verið mjög sárir og þeir hafa áhrif á lífstíl og lífsgæði en einnig neikvæð áhrif á gæði svefns og auka því hættu á meðgönguþunglyndi. Nálastungumeðferð hefur verið notuð með góðum árangri við mjaðmagrindarverkjum á meðgöngu. Íslensk rannsókn á notkun nálastungumeðferðar á grindarverki sýndi fram á jákvæð áhrif meðferðarinnar fyrir barnshafandi konur. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að meðferð sem er veitt í sex til átta skipti getur aukið hreyfifærni og getu til daglegra athafna. Jafnframt voru áhrif á svefn og andlega líðan jákvæð. Telja rannsakendur að nálastungumeðferð sé góður valkostur fyrir barnshafandi konur með verki frá grind og að meðferðin samræmast þjónustu sem ljósmæður veita á meðgöngu. Ljósmæður á Fæðingardeild HSU veita nálastungumeðferðir við ógleði, mjaðmagrindarverkjum og fleiri meðgöngutengdum kvillum. Nudd er snerting sem er veitt af umhyggju meðferðaraðilans fyrir skjólstæðingi sínum og hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi nudds til að veita slökun og auka vellíðan. Nudd hefur margþætt áhrif á heilsu okkar, það örvar blóðflæði, slakar á vöðvum, örvar meltingarog sogaæðakerfi og hvetur þannig til aukins útskilnaðar. Nudd fyrir barnshafandi konur stuðlar að minni streitu, veitir slökun og bætir gæði svefns. Kenningar um áhrif nudds og nálastungu eru nokkrar, er hliðatilgátan ein þeirra. Hún felur í sér að verkjaskilaboð ferðist hægar og með öðrum taugaþráðum en skilaboðin sem þrýstingurinn kemur af stað og því komist þau skilaboð fyrr til heilans og loki hliðinu á verkjaskilaboðin.Vegna þessara áhrifa er talið að meðferðirnar henti vel sem verkjastilling í fæðingu. Þátttaka maka í nuddmeðferð á meðgöngu og í fæðingu hefur einnig aukist með tilkomu námskeiða, þá er makanum gefið hlutverk í fæðingarferlinu með því að taka þátt í nuddmeðferð og sýna rannsóknir að það efli öryggi þeirra og ánægju í fæðingarferlinu. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Margrét Unnur Sigtryggsdóttir Nuddari og ljósmóðir M.S.

Íbúð óskast til leigu Hótel Höfn óskar eftir að taka á leigu íbúð fyrir starfsmann. Húsnæðið þarf að vera a.m.k. 3ja svefnherbergja, helst stærra. Tengiliður og frekari upplýsingar gefur Hanna Björg í síma 697-6929 og info@hotelhofn.is


STARFSSVIÐ:

VERSLUNARSTJÓRI NETTÓ HÖFN Í HORNAFIRÐI Við leitum að jákvæðum, ábyrgðarfullum og kraftmiklum verslunarstjóra sem hefur gaman af mannlegum samskiptum.

• • • • •

Ábyrgð á rekstri verslunar. Samskipti við viðskiptavini og birgja. Umsjón með ráðningum starfsmanna og almennri starfsmannastjórnun. Ábyrgð á birgðahaldi í verslun. Önnur tilfallandi störf.

HÆFNISKRÖFUR: •

Marktæk reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi hjá verslunar og/eða þjónustufyrirtækjum. Styrkleiki í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árverkni í hvívetna.

Allar nánari upplýsingar veitir: Falur Harðarson, starfsmannastjóri í síma 421 5400. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á umsokn@netto.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar nk.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.