Eystrahorn 3. tbl. 35. árgangur
Fimmtudagurinn 26. janúar 2017
www.eystrahorn.is
Mynd Glacier Trips
Það má með sanni segja að uppgangur í ferðaþjónustunni hefur verið með ólíkindum allra síðustu ár og hafa íbúar Hornafjarðar notið góðs af því. Áhugi á íshellaskoðun er alltaf að aukast og kemur ekki á óvart þegar myndir eins og þessi birtast í auglýsingum og miðlum.
Kæru Hornfirðingar
Við kveðjum Kartöfluhúsið með þakklæti fyrir frábær ár. Við erum afskaplega þakklátar fyrir að hafa fengið afnot af Kartöfluhúsinu og hefur þessi tími verið virkilega góður. Nú öðlast húsið nýtt hlutverk og munum við selja vörurnar frá Millibör og Töfra Tröllum á öðrum vettvangi og kynna það frekar síðar meir. Í kjölfar breytinga á húsnæði Kartöfluhússins þá ætlum við að hafa síðasta opnunartímann um helgina. Það verður opið frá kl. 14:00-18:00 á fimmtudag, föstudag og frá kl. 14:00-16:00 á laugardag. Tilboð verða alla dagana. Hlökkum til að sjá ykkur. Ragnheiður og Berglind
Prestar settir í embætti
Mynd Ágústa Guðrún
Í messu í Hafnarkirkju sunnudaginn 29. janúar kl. 14:00 mun sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur setja sr. Gunnar Stíg Reynisson og sr. Maríu Rut Baldursdóttur í embætti við Bjarnanessókn með formlegum hætti. Sr. Stígur þjónar fyrir altari og sr. María Rut predikar. Messukaffi að lokinni athöfn. Allir velkomnir og sóknarbörn sérstaklega hvött til að mæta og taka vel á móti ungu prestunum. Sóknarnefndir í Bjarnanesprestkalli