Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 2. febrúar 2017
4. tbl. 35. árgangur
Styðjum okkar stelpu Frábær árangur og flottur flutningur Þórdísar Imslands í keppninni Voice hefur vakið verðskuldaða athygli. Ritstjóri hafði samband við Þórdísi;
Mikilvægt að kjósa „Á föstudaginn fer keppnin þannig fram, að hver keppandi er með tvö lög í höndunum. Eftir að allir eru búnir að syngja fyrsta lagið sitt, er það þjóðin sem kýs tvo áfram og fá þeir tveir keppendur sem eru hæstir í símakosningu að syngja seinni lagið sitt. Síðan er það aftur símakosning sem velur sigurvegarann.
Ævintýri Þetta er svo mikið ævintýri. Ég er búin að vera á bleiku skýi síðan að þetta byrjaði. Maður er umkringdur svo flottu fólki sem hefur bullandi trú á manni og það sem er skemmtilegt við þetta er að maður er
trítaður eins og prinsessa. Við æfum vel fyrir þættina og á þeim æfingum fyllist maður af reynslu og lærir alltaf eitthvað nýtt, enda eru endalausir fagmenn á staðnum. Að syngja á sviði og gefa af mér er ólýsanleg tilfinning. Þú færð svo mikla orku frá áhorfendum og getur síðan skilað henni í flutningnum. Svala er svo klár í því sem hún gerir, enda fagmaður á heimsmælikvarða, og síðan er hún líka bara svo góð manneskja. Að hafa kynnst henni eru forréttindi því hún er búin að gera svo mikið fyrir mig. Ragga Gísla, aðstoðarþjálfari og Einar Egils eiginmaður Svölu hafa séð til þess að róa taugarnar áður en maður fer á svið og Gulla Ólafs hefur séð til þess að ég sé niðrá jörðinni áður en þátturinn byrjar.
Held áfram í tónlistinni Sama hvað gerist á föstudaginn, mun ég halda áfram í tónlistinni. Ég hef alltaf elskað að syngja og haft mikinn áhuga á tónlist, en
eftir að ég fór í The Voice, hefur þetta kveikt á áhuganum ennþá meira þannig ég vil læra allt sem við kemur tónlist. Einfaldlega að elta drauminn því maður getur allt sem maður ætlar sér og ég vona að aðrir taki það til fyrirmyndar. Að vera komin í úrslit er bara sigur útaf fyrir sig, en þegar maður er komin svona langt, þá langar manni að vinna þetta, enda er ég mikil keppnismanneskja.
Stuðningurinn ómetanlegur Ég verð eiginlega bara orðlaus þegar ég er að reyna að þakka fyrir allan stuðninginn. Það eru svo margir sem standa við bakið á mér, sem kemur manni svona langt. Takk æðislega fyrir allan stuðninginn, vona að sem flestir taki föstudagskvöldið frá til að horfa á Voice, og jafnvel kjósa litla Hornfirðinginn.“