Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 2. febrúar 2017
4. tbl. 35. árgangur
Styðjum okkar stelpu Frábær árangur og flottur flutningur Þórdísar Imslands í keppninni Voice hefur vakið verðskuldaða athygli. Ritstjóri hafði samband við Þórdísi;
Mikilvægt að kjósa „Á föstudaginn fer keppnin þannig fram, að hver keppandi er með tvö lög í höndunum. Eftir að allir eru búnir að syngja fyrsta lagið sitt, er það þjóðin sem kýs tvo áfram og fá þeir tveir keppendur sem eru hæstir í símakosningu að syngja seinni lagið sitt. Síðan er það aftur símakosning sem velur sigurvegarann.
Ævintýri Þetta er svo mikið ævintýri. Ég er búin að vera á bleiku skýi síðan að þetta byrjaði. Maður er umkringdur svo flottu fólki sem hefur bullandi trú á manni og það sem er skemmtilegt við þetta er að maður er
trítaður eins og prinsessa. Við æfum vel fyrir þættina og á þeim æfingum fyllist maður af reynslu og lærir alltaf eitthvað nýtt, enda eru endalausir fagmenn á staðnum. Að syngja á sviði og gefa af mér er ólýsanleg tilfinning. Þú færð svo mikla orku frá áhorfendum og getur síðan skilað henni í flutningnum. Svala er svo klár í því sem hún gerir, enda fagmaður á heimsmælikvarða, og síðan er hún líka bara svo góð manneskja. Að hafa kynnst henni eru forréttindi því hún er búin að gera svo mikið fyrir mig. Ragga Gísla, aðstoðarþjálfari og Einar Egils eiginmaður Svölu hafa séð til þess að róa taugarnar áður en maður fer á svið og Gulla Ólafs hefur séð til þess að ég sé niðrá jörðinni áður en þátturinn byrjar.
Held áfram í tónlistinni Sama hvað gerist á föstudaginn, mun ég halda áfram í tónlistinni. Ég hef alltaf elskað að syngja og haft mikinn áhuga á tónlist, en
eftir að ég fór í The Voice, hefur þetta kveikt á áhuganum ennþá meira þannig ég vil læra allt sem við kemur tónlist. Einfaldlega að elta drauminn því maður getur allt sem maður ætlar sér og ég vona að aðrir taki það til fyrirmyndar. Að vera komin í úrslit er bara sigur útaf fyrir sig, en þegar maður er komin svona langt, þá langar manni að vinna þetta, enda er ég mikil keppnismanneskja.
Stuðningurinn ómetanlegur Ég verð eiginlega bara orðlaus þegar ég er að reyna að þakka fyrir allan stuðninginn. Það eru svo margir sem standa við bakið á mér, sem kemur manni svona langt. Takk æðislega fyrir allan stuðninginn, vona að sem flestir taki föstudagskvöldið frá til að horfa á Voice, og jafnvel kjósa litla Hornfirðinginn.“
2
Fimmtudagurinn 2. febrúar 2017
Hafnarkirkja
Sunnudaginn 5. febrúar. HAFNARKIRKJA
1966
2016
Fjölskyldumessa kl. 11:00. Sr. Stígur og sr. María sjá um stundina. Barnasálmar og sögur í fyrirrúmi. Allir velkomnir.
Prestarnir
Minningarsjóður Ingibjargar Guðmundsdóttur
Minningarkort fyrir slysavarnadeildirnar á Höfn eru til sölu hjá: Guðbjörgu Sigurðardóttur, Fákaleiru 10c, 780 Höfn sími 478-1352 og 692-2936. Elínborgu Ólafsdóttur, Fákaleiru 8b, 780 Höfn sími 478-1030 og 895-3830. Ingu Kr. Sveinbjörnsdóttur Smárabraut 16, 780 Höfn sími 478-1347 , 894-1347 og 478-2225. Hægt er að millifæra á reikning 0169-15-556211, kt. 621189-2559.
Slysavarnardeildirnar
Deiliskipulag Hvammur í Lóni Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag Hvammur í Lóni verður haldinn mánudaginn 6. febrúar 2017 kl. 12:00 í fundarsal 3. hæð í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 Höfn. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR KL.17:00. JÖKLASAMVERUSTUND með Helgu Árnadóttir hjá Vatnajökulsþjóðgarði á suðursvæði. Sungið og fræðst um starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Allir að koma í Ekruna ! Sundleikfimin byrjar á ný á fimmtudaginn kl. 16:00. Stjórn Félags eldri Hornfirðinga vill þakka gestum, skemmtikröftum, hótelhöldurum Smyrlabjörgum og Þorrablótsnefnd fyrir frábært blót í Sindrabæ.
Andlát Sveinn Sighvatsson frá Brekku í Lóni fæddur 16. september 1941, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Skjólgarði 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Nanna Unnur Bjarnadóttir og Sighvatur Davíðsson. Hann var þriðji í systkina röðinni, á undan honum eru fæddir Gunnar 1936, Karl 1938, og eftir Sveini eru fædd Dagný 1943, Bjarni 1944, Pálína 1947 og Katrín 1953. Æskuslóðirnar voru honum kærar og hugsaði hann alltaf hlýlega heim í Lónið. Sveinn ólst upp á kærleiksríku heimili, þar ríkti glaðværð og þar voru verkin látin tala í orðsins fyllstu merkingu. Sveinn hafið snemma mikinn áhuga á smíðum, ungur fór hann á smíðasamning hjá Guðmundi Jónssyni, lauk sveinsprófi frá Iðnskóla Reykjavíkur og meistaraprófi eftir tilskyldan verktíma. Sveinn lagði mikla vinnu í handverk sitt, hann þótti útsjónarsamur, handlaginn og natinn smiður. Margir ungir menn voru á samningi hjá honum. Fyrri eiginkona Sveins er Ásta Káradóttir og börn þeirra eru; Davíð 1964, Helga 1966, Sigrún 1967 og Laufey 1979. Þau skildu árið 1984. Í dag eru barnabörnin eru 10 og 1 langafa barn. Seinni kona Sveins er Símonía Ellen Þórarinsdóttir fædd 1947, börn hennar af fyrra hjónabandi eru 5 og afkomendur þeirra eru 26. Félagsstörf voru Sveini hugleikin og starfaði hann fyrir hin ýmsu félög. Útför Sveins fer fram fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13:00 í Hafnarkirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á: Minningarsjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur sem er til styrktar Björgunarfélagi Hornafjarðar. 0169-15-556211. Kt. 621189-2559.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 2. febrúar 2017
Söngvakeppnin í Sindrabæ
Þann 25. janúar síðastliðinn var haldin söngvakeppni á vegum nemenda í 8.-10. bekk Heppuskóla. Um er að ræða forkeppni fyrir SamAust söngvakeppnina sem fram fer á Fáskrúðsfirði þann 10. febrúar. Alls tóku þátt sjö nemendur úr Heppuskóla, þannig að enginn skortur er á hæfileikum þar á bæ. Húsið var vel pakkað af fjölskyldu og Hafdís Ýr Sævarsdóttir vinum. Dómnefnd valdi sigurvegara í þrjú efstu sætin: 1. Sæti 2. Sæti 3. Sæti
Hafdís Ýr Sævarsdóttir með lagið Hollow eftir Tori Kelly Angela Rán Egilsdóttir og Dagmar Lilja Óskarsdóttir með lagið Stay With Me eftir Sam Smith Steinunn Erla Jónsdóttir með lagið Dancing On My Own eftir Robyn
Öll atriðin halda áfram og taka þátt í SamAust söngvakeppninni, sem haldin er 10. febrúar. Þeir sem hreppa tvö fyrstu sætin í SamAust taka síðan þátt í Söngvakeppni Samfés. Aðstandendur söngvakeppninnar vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til allra dómara söngvakeppninnar: Ernu Gísladóttur, Kristjóns Elvarssonar, Salóme Morávek og Vilhjálmi Magnússyni. Einnig viljum við þakka Sigga Palla tónmenntakennara fyrir sérstaka aðstoð við keppendur og Jóhann Morávek, skólastjóra Tónskólans AusturSkaftafellssýslu, fyrir afnot af Sindrabæ fyrir tónleikahald. Landcruiser til sölu. Toyota jeppinn minn er til sölu. Árg.´97, ekinn 415 þús. km. Er í góðu lagi nema sílsarnir eru ryðgaðir. Upplýsingar í s. 478-1550 / 896-6412 Ásmundur G. Árnanesi
Leikskólabolti ! Leikskólaboltinn byrjar aftur laugardaginn 4. febrúar kl. 12:10 Námskeiðið eru 10 tímar og yfirumsjón hafa Kristján Örn Ebenezar og Samir Mesetovic. Kenndur verður bæði fótbolti og körfubolti. Börn á aldrinum 3-5 ára velkomin. (Árgangar 2014, 2013, 2012, 2011) Verð fyrir námskeið er 5.500-, stakir tímar 600-. Hlökkum til að sjá ykkur í boltatíma
3
Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu
Mynd: Þorvarður Árnason
Helgina 28.-30. apríl verður haldin ráðstefna á Höfn í Hornafirði með yfirskriftinni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu. Fyrir ráðstefnunni stendur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn, í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Til ráðstefnunnar er boðið rithöfundum og fræðimönnum á sviði bókmennta, myndlistar og jöklafræða. Meðal gesta verða rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Ófeigur Sigurðsson. Í tengslum við ráðstefnuna verða settar upp sýningar af ýmsu tagi; í Svavarssafni verður málverkasýning á verkum í eigu safnsins, auk nokkurra verka sem koma frá Listasafni Íslands. Í Nýheimum verður ljósmynda- og kortasýning, handverkssýning, sýning á teikningum barna, sem og sýning á heimildamyndinni Jöklaland eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Ráðstefnan er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitafélaga (SASS) og Vinum Vatnajökuls. Allir eru velkomnir að taka þátt: hlýða á fyrirlestra og skoða sýningar. Dagskráin verður kynnt síðar. Til hornfirskra handverksmanna: Háskólasetrið vill bjóða handverksmönnum að leggja fram verk á sýningu. Hér gætu til að mynda verið um að ræða verk úr tré, leir eða garni, svo fátt eitt sé talið. Eina skilyrðið er að verkin tengist þema ráðstefnunnar, jöklum. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða fram verk mega hafa samband við; Soffíu Auði Birgisdóttur (vs. 470-8042, gsm. 848-2003) Arndísi Láru Kolbrúnardóttur (gsm. 662-8281). Þar sem sýningarrými er takmarkað má gera ráð fyrir að valið verði úr innsendum verkum.
Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar verður haldinn í Golfskálanum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20:00. Venjulega aðalfundarstörf. Hvetjum alla, unga sem aldna, að kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt. Stjórn GHH
Eystrahorn Ljósleiðaratenging í dreifbýli Ísland ljóstengt 2017 Sveitarfélagið Hornafjörður sótti um styrk fyrir ljósleiðaratengingar á Mýrum, Nesjum og í Lóni í verkefnið Ísland ljóstengt 2017. Fjarskiptasjóður mun tilkynna þann 1. febrúar hvaða sveitarfélög hljóta styrk í verkefnið að þessu sinni. Ef styrkur verður veittur til sveitarfélagsins þarf staðfestingu íbúar á áðurtöldum um þátttöku.
Útboð á uppbyggingu fráveitukerfis á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Uppbygging fráveitukerfis á Höfn - Jarðvinna og lagnir-2. áfangi“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Lauslegt yfirlit yfir verkið Um er að ræða 2. áfanga uppbyggingu fráveitukerfis á Höfn sem felur í sér að koma fyrir lögnum frá sniðræsi, þar sem það endaði í 1. áfanga verksins á móts við syðri enda Ránarslóðar 3 (Ásgarðs), leggja lögnina í gegnum hafnarsvæðið að sláturhúsi og langleiðina að gatnamótum Víkurbrautar og Álaugarvegar. Einnig er um að ræða regnvatnslagnir í hluta af leiðinni ásamt niðurföllum. Einnig þarf verktaki að koma fyrir bráðabrigða lögn frá væntanlegu hreinsivirki við Miðós og að núverandi brunni sem er u.þ.b. 300 m austar í Miðós. Um er að ræða gröft fyrir lögnum, söndun og frágang þeirra, fyllingu og frágang í og við lagnaskurði
Kynningarfundir verða haldir á þeim svæðum sem hljóta styrki fyrir 10. febrúar og verða dreifibréf send fyrir fundinn og tilkynning sett á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is.
Einnig er um að ræða rif og förgun á timburbryggju í norðvestur hluta hafnarinnar. Fyllt verður upp í hluta kverkarinnar sem þessi bryggja stendur í dag. Um er að ræða að koma fyrir burðarhæfri fyllingu, utan á hana kjarna og þar utan á grjótvörn.
Björn Ingi Jónsson Bæjarstjóri
960 m 1.100 m³ 1.300 m³ 650 m³ 1.000 m³ 1.150 m³ 300 m³ 300 m³ 100 m³ 1.330 m 20 stk.
Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja síðan 2010. Greining þessi og listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki stuðlar að frekari þekkingu um viðskiptaumhverfið hérlendis. Aukið gegnsæi og þekking á starfsemi fyrirtækja eykur traust og orðspor þeirra fyrirtækja sem standa sig vel og verður jafnframt öðrum hvatning til að gera betur. Þau félög sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Félögin þurfa að hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára, einnig þurfa líkur á alvarlegum vanskilum að vera undir 0,5% og félögin þurfa sýna fram á rekstrarhagnað síðustu þriggja ára. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð. Þessi fyrirtæki úr héraðinu hlutu nafnbótina;
Stórt Meðalstórt Meðalstórt Lítið Lítið
Skinney-Þinganes hf. Sigurður Ólafsson ehf. Hótel Skaftafell ehf. Erpur ehf. Ís og ævintýri ehf.
Helstu magntölur eru u.þ.b.: Gröftur fyrir lögnum, lengd skurða Fylling undir lagnir Fylling í lagnaskurð (uppgrafið efni) Fylling í lagnaskurð (aðkomið efni) Söndun lagna Landfylling (burðarhæft efni) Kjarni undir grjótvörn Grjótvörn (aðkomið efni) Grjótvörn (efni á staðnum) Skólp- og regnvatnslagnir Skólp- og regnvatnsbrunnar með járnloki
Miðað er við, að full ljúka öllum verkþáttum útboðs. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Gunnlaug Róbertsson á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti í netfangið utbod@hornafjordur.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með fimmtudeginum 2. febrúar 2017 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.