Eystrahorn 4.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 1. febrúar 2018

4. tbl. 36. árgangur

Vatnajökulsþjóðgarður hafi gildi fyrir allt mannkyn Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verða tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisog auðlindaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu tilnefninguna fyrir hönd íslenska ríkisins. Umsóknin verður afhent heimsminjaskrifstofu UNESCO í París miðvikudaginn 31. janúar 2018. Í tilnefningunni er áhersla lögð á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem einstakt er talið á heimsvísu. Á heimsminjaskrá UNESCO eru staðir sem teljast hafa gildi ekki einvörðungu fyrir viðkomandi land heldur fyrir allt mannkyn. Mikil ásókn er frá ríkjum heims að fá staði á heimsminjaskrána og eru sett ströng skilyrði af hálfu heimsminjanefndar áður en samþykki er veitt. Vonast er til að ákvörðun af hálfu heimsminjanefndar UNESCO liggi fyrir um mitt ár 2019. Ísland á þegar tvo staði á heimsminjaskránni, Þingvelli (2004) og Surtsey (2008). Lilja Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra sagði: „Í dag rekum við smiðshöggið á mikla undirbúningsvinnu sem miðar að því að koma Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá UNESCO. Ég er verulega ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað og ég er bjartsýn á að þjóðgarðurinn bætist við heimsminjaskrána árið 2019. Það eru mörg tækifæri fólgin í því að efla þjóðgarðinn með þessum hætti, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna og byggðirnar í nágrenni garðsins.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisog auðlindaráðherra sagði: „Friðlýst svæði eru mörg hver segull fyrir ferðamenn á sama tíma og þau tryggja vernd náttúrunnar. Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs er lóð á þessa vogarskál og afar ánægjulegt skref. Rannsóknir hérlendis sýna að þjóðgarðar skila okkur raunverulegum efnahagslegum ávinningi bæði fyrir Ísland í heild og í heimabyggð. Náttúruverndin er óumdeilanlega ein grunnundirstaða ferðaþjónustunnar. Í þessu samhengi má nefna að stofnun miðhálendisþjóðgarðs er næsta stóra verkefnið okkar.“ Formlegur undirbúningur vegna tilnefningarinnar hefur staðið yfir frá árinu 2016 þegar sérstakri verkefnastjórn var falið að halda utan um og stýra vinnu við tilnefninguna í samræmi við leiðbeiningareglur UNESCO.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð og samráð haft við sveitarstjórnir á viðkomandi svæðum. Vinir Vatnajökuls styrktu gerð og undirbúning tilnefningarinnar. Undirritunin fór fram við Hoffellsjökul, en auk ráðherranna tveggja voru viðstaddir fulltrúar sveitarfélaga, Vatnajökulsþjóðgarðs, og höfunda texta, ásamt verkefnisstjórn.

Framúrskarandi fyrirtæki Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Fyrirtæki á listanum sýna góða viðskiptahætti með sterka innviði og eru ekki líkleg til að skapa kostnað fyrir samfélagið. Það felast því mikil verðmæti í þessum fyrirtækjum fyrir samfélagið í heild sinni. Þessi fyrirtæki úr héraðinu hlutu nafnbótina;

Skinney-Þinganes hf. Útgerðarfélagið Vigur ehf. Ránarslóð ehf Þriftækni ehf. Sigurður Ólafsson ehf. Erpur ehf Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. Ís og ævintýri ehf Árnanes ehf


2

Fimmtudagurinn 1. febrúar 2018

Viðskiptavinir athugið Rakarastofan verður lokuð vikuna 12.-16. febrúar Kveðja Baldvin

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Þökkum Þorrabótsnefnd FeH 2018 fyrir gott blót ! Framundan er 3ja kvölda félagsvist fimmtudagana 8.- 15. og 22. febrúar kl. 20:00. SAMVERUSTUND föstudaginn 9. febrúar kl. 17:00.með Soffíu Auði Birgisdóttur.

Kynningarfundur deiliskipulag Skálafelli

Íþrótta tími í íþróttahúsinu á miðvikudögum kl. 11:50 - 13:00. Allir 60 + velkomnir.

Kynningarfundur vegna tillögu að nýju deiliskipulagi að Skálafelli verður haldinn í Ráðhúsi Hafnar þann 8. febrúar 2018 kl. 12:00.

Stjórnarfundur fimmtudaginn 1. febrúar kl. 14:30.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Tjarnarbrú á Höfn í Hornafirði Til sölu

Starfsmaður í mötuneyti SÞ

Skinney – Þinganes hf. auglýsir eftir starfskrafti í mötuneyti félagsins. 75% starfshlutfalli breytilegur vinnutími. Helstu verkefni starfsmannsins er annars vegar undirbúningur og framreiðsla á mat fyrir starfsmenn félagsins og hinsvegar frágangur og þrif í matsal. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Ármannsdóttir, í s: 470-8134 / 895-4569 eða á kristin@sth.is. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar.

Lækkað verð: 25,9 m.kr. Björt, falleg og vel skipulögð 5 herbergja, efri sérhæð í fallegu steyptu tvíbýlishúsi byggðu 1959. Íbúðin er nú með 3 svefnherbergjum og 2 stofum. Sameiginlegur inngangur og þvottahús er á neðri hæð. Rishæð er í séreign efri hæðar og er um 20 m² yfir fullri lofthæð. Íbúðin getur losnað fljótlega.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Skinneyjar – Þinganess hf. eða á kristin@sth.is.

Reisulegt og fallegt 182,2m², steinsteypt einbýlishús ásamt 17,5 m² timbur bílskúr, samtals 199,7 m². Húsið er á tveimur megin hæðum ásamt kjallara og risi. Mikið endurnýjað hús, 5 herbergi, 2 stofur og stór verönd út frá stofu.

Vel skipulögð 3ja herb. íbúð í þríbýlishúsi. Íbúðin er 68,9 m², en með sameign 77 m².Garður er byggt 1915 og fyrsta steypta húsið á Höfn og íbúð í vesturenda hússins er einnig til sölu og er hér því einstakt tækifæri til að eignast stærstan hluta í þessu sögufræga húsi.

SVALBARÐ

Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Sími: 478-2000 GSM: 895-2115 snorri@valholl.is

krá

sk

tt á

ás

tt Ný

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933

HAFNARBRAUT

HAFNARBRAUT

Rúmgóð 4-5 herb. íbúð í þríbýlis­ húsi Íbúðin er á tveimur hæðum, ásamt hlutdeild í kjallara hússins. Garður er byggt 1915 og fyrsta steypta húsið á Höfn og íbúð í austurenda hússins er einnig til sölu og er hér því einstakt tækifæri til að eignast stærstan hluta í þessu sögufræga húsi.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 1. febrúar 2018

Gestir í Gömlubúð árið 2017 Eftir stöðuga aukningu heimsókna í Gömlubúð frá því að upplýsingamiðstöðin var opnuð árið 2013, fækkaði heimsóknum í Gömlubúð um rúmlega 10% á síðasta ári. Þrátt fyrir að allir sumarmánuðirnir hafi borið merki fækkunar, var fækkunin einna mest áberandi í júlí og ágúst, þegar heimsóknum fækkaði um 15-22% frá árinu áður, og í september, en þá fækkaði heimsóknum um rúm 29% á milli ára.

Það er hins vegar gaman að sjá hvað fjöldi gesta yfir vetrartímann eykst ár frá ári. Heimsóknir yfir vetrartímann, þ.e. janúar-maí, og október-desember, jukust um að meðaltali 88% á milli ára, með mestu aukninguna í október, eða 226%. Þó svo að heimsóknir í Gömlubúð eina segi ekki mikið, þá má á þessum tölum sjá hvað vetrarferðamennskan á svæðinu er að aukast og er orðin mikilvægur hluti af ferðaþjónustu í Austur Skaftafellssýslu.

Auglýsing um skipulagsmál Óveruleg breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 – 2030 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar 2018 að gera breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 20122030. Hof 1 í Öræfum, í greinargerð og á uppdrætti breytist eftirfarandi: Breyting á uppdrætti Breyting er gerð á sveitarfélagsuppdrætti - Öræfi. Fært hefur verið inn á uppdrátt svæðisafmörkun fyrir landnotkun verslun og þjónustu. Breyting í greinargerð Breyting verður gerð á töflu 16.2, verslun og þjónusta í Nesjahverfi og sveitunum. Breyting verður gerð á stærð svæðis fyrir [VÞ31]. Þar sem nú stendur í töflu 16.2: [VÞ31]: Hof/Nónhamar. Verslun og þjónusta, þ.m.t. hótel, gistiheimili, gistiskálar og veitingahús og ýmis hreinleg atvinnustarfsemi. Uppbygging hennar skal heimil skv. deiliskipulagi. Svæðisafmörkun er 20 ha. Mun standa (breytingar eru undirstrikaðar): [VÞ31]: Hof/Nónhamar. Verslun og þjónusta, þ.m.t. hótel, gistiheimili, gistiskálar og veitingahús og ýmis hreinleg atvinnustarfsemi. Uppbygging hennar skal heimil skv. deiliskipulagi. Svæðisafmörkun er 21 ha.

Í júlí s.l. varð svo Jökulsárlón og Breiðamerkursandur hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í mörg ár hafa starfsmenn þjóðgarðsins og Háskóla Íslands sinnt talningum á helstu áfangstöðum, innan þjóðgarðsins, og samkvæmt þeim talningum er talið að rúmlega 770 þúsund manns hafi heimsótt Jökulsárlón á síðasta ári og er það rúmlega 20% aukning frá árinu á undan. Að lokum vil ég vekja athygli á því að Vatnajökulsþjóðgarður mun á næstu dögum auglýsa eftir sumarstarfsfólki, og vil ég hvetja alla þá sem hafa áhuga að starfa hjá þjóðgarðinum að sækja um, óháð aldri og kyni. Steinunn Hödd Harðardóttir

Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012 – 2030. Verslunarog þjónustusvæði er við jaðar svæðis og er stærð þess skilgreint sem 20 ha fyrir breytingu en verður 21 ha eftir breytingu. Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsstjóra sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, 780 Höfn Hornafirði.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags A-Skaft verður haldinn 11.febrúar nk. Dagskrá • Hefðbundin aðalfundarstörf • Kosning fulltrúa á Landsfund • Önnur mál. Von er á góðum gestum Stjórnin

Manstu eftir taupokanum?

3


Losunardögum sorps fjölgað

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 29. janúar breytingu á sorphirðu í þéttbýli, þannig að lífrænt og óendurvinnanlegt sorp verður losað á þriggja vikna fresti í stað mánaðarlega. Í haust var losunardögum á óendurvinnanlegu sorpi fækkað eftir að ákveðið var að breyta stærð á tunnum við heimili. Áður voru tunnurnar 140 l. og losaðar á tveggja vikna fresti. Við breytinguna var tunnan undir óendurvinnanlegt efni stækkuð í 240 l. og 37 l. hólf undir lífrænt efni sett ofan í tunnuna. Ákveðið var að losa einu sinni í mánuði eða fjögurra vikna fresti. Í ljós hefur komið að sú tíðni hentar ekki fyrir lífrænt sorp og var því ákveðið að fjölga losunardögum þannig að losað verði á þriggja vikna fresti. Ekki náðist að dreifa lífrænu hólfunum til allra heimila á Höfn vegna tafa á framleiðsluferli og var því ákveðið að setja 140 l. tunnu við þau heimil á meðan beðið er eftir hólfunum. Einnig samþykkti bæjarráð að bjóða þeim sem vilja 140 lítra tunnu í stað lífræna hólfsins, án aukakostnaðar. Beiðni um slíka breytingu þarf að berast afgreiðslu ráðhúss í síma 470-8000 eða á afgreidsla@hornafjordur.is. Þá stendur íbúum til boða að fá auka tunnur fyrir endurvinnanlegt og óendurvinnanlegt sorp gegn gjaldi. Íbúar geta ávallt losað sorp á opnunartímum móttökustöðvar með klippikorti auk þess sem flokkunarbarinn fyrir endurvinnanlegt efni er alltaf opinn.

Laugardaginn 3. febrúar verður föndrað í aðalsalnum í Svavarsafni frá kl. 11-13. Þemað er klippimyndir og vatnslitir. Börnin skoða listaverk Bjarna Henrikssonar sem innblástur til að prufa að blanda saman þessum tveimur listformum. Smiðjan er ætluð börnum 3-13 ára en ætlast er til að yngstu börnin mæti í fylgd með fullorðnum sem aðstoða þau við að skapa sín verk. Listasmiðjan verður í gangi á meðan efniviður er til og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu. Hanna Dís Whitehead safnvörður og hönnuður leiðir smiðjuna. Sýning á verkum barnanna verður að þessu sinni hengd upp í fremra rými listasafnsins og stendur þar til 9. febrúar. Svavarssafnið er opið alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-15. Engin aðgangseyrir

Leitum að öflugum sölumanni Húsasmiðjan á Höfn í Hornafirði vill ráða sölumann í verslun. Vinnutími virka daga 9-18 og annan hvern laugardag. Ábyrgðarsvið • Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Vöruframsetning og merkingar í verslun • Önnur almenn verslunarstörf Hæfniskröfur • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Samskiptahæfni og þjónustulund • Þekking á byggingavörum æskileg Æskilegt að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst Byggjum á betra verði

Húsasmiðjuna einkennir góður starfsandi og gott og öruggt starfsumhverfi Umsóknir berist fyrir 10. febrúar til Kristjáns Björgvinssonar, kristv@husa.is

listfo


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.