Eystrahorn 4. tbl. 40. árgangur
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 27.janúar 2022
Ný deild við leikskólann Sjónarhól Í haust var opnuð ný deild við leikskólann Sjónarhól sem kallast Selið enda er hún einskonar sel út frá Sjónarhólsbyggingunni sjálfri. Í Selinu eru yngstu börnin og miðað er við að 10 börn geti verið þar. Þrátt fyrir að Selið sé ekki tengt við leikskólalóðina og ekki með bestu aðstæður þá hafa bæði foreldrar og starfsmenn verið ánægðir með viðbótina. Núna er verið að skoða hvernig hægt er að bæta við húsnæði leikskólans til næstu framtíðar því börnum er smám saman að fjölga á sama tíma og meiri krafa er gerð til þess að börn geti hafið leikskólagöngu fyrr, helst strax við 12 mánaða aldur þegar fæðingarorlofi sleppir. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að geta tekið vel á móti fólki sem flytur á svæðið og leikskólapláss og góður leikskóli er eitt af lykilatriðunum. En það er líka mikilvægt að hlúa vel að
barnafjölskyldum sem búa hér. Við státum af glæsilegum leikskóla með fyrirmyndarstarfsemi en höfum fram til þessa ekki getað tekið inn öll börn strax
Sindri og Máni í samstarf Knattspyrnudeild Sindra og Knattspyrnudeild Mána skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þess efnis að senda inn lið í 4. deild undir merkjum Mána. Tilgangur samstarfsins er að ungir leikmenn Sindra fái verkefni. Undanfarin ár hefur Sindri ekki verið með 2.flokk sem er flokkur fyrir 17-19 ára leikmenn. Nú er verkefni í 4.deild fyrir þessa drengi ásamt leikmönnum sem eru gengnir upp úr yngri flokkum Sindra. Síðustu ár hefur Knattspyrnudeild Sindra lagt mikla vinnu í það að endurskipuleggja uppbyggingastarf félagsins og er þetta stór liður í þeirri uppbyggingu. Máni kemur því til með að fylgja öllum þeim strúktúr og þeim gildum sem Knattspyrnudeild Sindra vinnur eftir. Sindri sér um að ráða þjálfara Mána sem vinnur náðið með þjálfurum meistaraflokks Sindra. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra er spennt fyrir komandi sumri og samstarfsins við Umf.Mána Knattspyrnudeild Sindra
við 12 mánaða aldur. Nú er verið að leita leiða til þess og það verður spennandi að sjá hverjar þær verða.
Hreiður valin á Berlinale Special
Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Hreiður var sérvalin af Carlo Chatrian listrænum stjórnanda hátíðarinnar og verður heimsfrumsýnd á sérstakri sýningu ásamt stuttmyndinni Terminal Norte eftir Lucrecia Martel. Hreiður er saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni og framleiðendur eru Anton Máni Svansson fyrir íslenska framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir danska framleiðslufyrirtækið Snowglobe
Nálgast má blaðið og eldri blöð á www.eystrahorn.is