Eystrahorn 4.tbl 2022

Page 1

Eystrahorn 4. tbl. 40. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 27.janúar 2022

Ný deild við leikskólann Sjónarhól Í haust var opnuð ný deild við leikskólann Sjónarhól sem kallast Selið enda er hún einskonar sel út frá Sjónarhólsbyggingunni sjálfri. Í Selinu eru yngstu börnin og miðað er við að 10 börn geti verið þar. Þrátt fyrir að Selið sé ekki tengt við leikskólalóðina og ekki með bestu aðstæður þá hafa bæði foreldrar og starfsmenn verið ánægðir með viðbótina. Núna er verið að skoða hvernig hægt er að bæta við húsnæði leikskólans til næstu framtíðar því börnum er smám saman að fjölga á sama tíma og meiri krafa er gerð til þess að börn geti hafið leikskólagöngu fyrr, helst strax við 12 mánaða aldur þegar fæðingarorlofi sleppir. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að geta tekið vel á móti fólki sem flytur á svæðið og leikskólapláss og góður leikskóli er eitt af lykilatriðunum. En það er líka mikilvægt að hlúa vel að

barnafjölskyldum sem búa hér. Við státum af glæsilegum leikskóla með fyrirmyndarstarfsemi en höfum fram til þessa ekki getað tekið inn öll börn strax

Sindri og Máni í samstarf Knattspyrnudeild Sindra og Knattspyrnudeild Mána skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þess efnis að senda inn lið í 4. deild undir merkjum Mána. Tilgangur samstarfsins er að ungir leikmenn Sindra fái verkefni. Undanfarin ár hefur Sindri ekki verið með 2.flokk sem er flokkur fyrir 17-19 ára leikmenn. Nú er verkefni í 4.deild fyrir þessa drengi ásamt leikmönnum sem eru gengnir upp úr yngri flokkum Sindra. Síðustu ár hefur Knattspyrnudeild Sindra lagt mikla vinnu í það að endurskipuleggja uppbyggingastarf félagsins og er þetta stór liður í þeirri uppbyggingu. Máni kemur því til með að fylgja öllum þeim strúktúr og þeim gildum sem Knattspyrnudeild Sindra vinnur eftir. Sindri sér um að ráða þjálfara Mána sem vinnur náðið með þjálfurum meistaraflokks Sindra. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra er spennt fyrir komandi sumri og samstarfsins við Umf.Mána Knattspyrnudeild Sindra

við 12 mánaða aldur. Nú er verið að leita leiða til þess og það verður spennandi að sjá hverjar þær verða.

Hreiður valin á Berlinale Special

Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Hreiður var sérvalin af Carlo Chatrian listrænum stjórnanda hátíðarinnar og verður heimsfrumsýnd á sérstakri sýningu ásamt stuttmyndinni Terminal Norte eftir Lucrecia Martel. Hreiður er saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni og framleiðendur eru Anton Máni Svansson fyrir íslenska framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir danska framleiðslufyrirtækið Snowglobe

Nálgast má blaðið og eldri blöð á www.eystrahorn.is


2

Eystrahorn

Hreyfiseðill Hvað er hreyfiseðill?

Breiðabólstaður – Hali Deiliskipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 13.01.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Breiðabólstaðs – Hala í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með deiliskipulaginu er að móta ramma um byggð á Breiðabólsstaðartorfu og staðsetja grunninnviði. Skilgreindar eru byggingaheimildir til að þróa byggðina áfram og efla starfsemi á svæðinu. Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fasta íbúa og starfsfólk sem býr í skemmri tíma á staðnum. Ennfremur gistirými í viðbyggingum við gistihús sem þegar standa og nýjum smáhýsum. Heimiluð er endurnýjun eldri húsa og bygging nýrra til notkunar í landbúnaði og til að þróa ferðaþjónustu á staðnum. Tillagan verður til sýnis frá og með 26. janúar til 9. mars 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn. Einnig er hægt að skoða deiliskipulagstillöguna á heimasíðu sveitarfélagsins www. hornafjordur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina til 9. mars 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Brynja Dögg Ingólfsdóttir Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Hreyfiseðill er eitt af meðferðarúrræðum sem heilsugæslan bíður upp á. Með hreyfiseðli gefst lækni eða hjúkrunarfræðingi möguleiki á að ávísa hreyfingu til þeirra sem þau telja að hreyfing gagnist sem meðferð við heilsufarsvandamálum. Í kjölfar er viðkomandi boðið að koma í tíma hjá hreyfistjóra (sjúkraþjálfara). Hlutverk hans er að ræða við viðkomandi um hreyfingu og möguleikann á því að nýta hreyfingu sem meðferð við vandamálum hans.

Hvað er ætlast af viðkomandi? Eftir að læknir eða hjúkrunarfræðingur hefur stuttlega kynnt hreyfiseðilinn og viðkomandi hafi tekið ákvörðun um að þiggja þetta meðferðarúrræði, er viðkomandi beint til hreyfistjóra. Viðtalið við hann tekur um 1 klst og felst í samtali og einnig er boðið í viðeigandi mælingar s.s. 6 mín. göngupróf, blóðþrýstingsmælingu o.fl. Hreyfistjórinn setur upp æfingaráætlun í samráði við viðkomandi. Jafnframt er boðið upp á eftirfylgd hreyfistjórans í gegnum heilsuveru og tölvupóst. Viðkomandi getur alltaf hætt eftirfylgninni hvenær sem hann kýs.

Hvaða úrræði eru í boði? Mikilvægt er að velja sér hreyfingu sem byggir á áhuga skjólstæðings og getu. Hreyfing getur verið margskonar og getur verið allt frá 15 mínútum upp í 1-2 klukkustundir. Dæmi um hreyfingar sem hægt er að stunda en listinn er ekki tæmandi Almennt: • Ganga, stigaganga, garðvinna, þrekhjól eða hjól, stafganga Þolþjálfun: • Rösk ganga, stafganga, hjól, sund, róður (róðratæki), fjölþjálfi / stigvél/ skíðavél, hlaup / skokk, skíði / skautar, vatnsleikfimi, leikfimi / þolfimi / dans, bolta- og spaðaíþróttir

Sveitarfélagið Sveitarfélagið Hornafjörður Hornafjörður // Hafnarbraut Hafnarbraut 27 27 // S: S: 4708000 4708000 // www.hornafjordur.is www.hornafjordur.is

Styrktarþjálfun: • Með eigin líkamsþyngd sem mótstöðu, með teygju sem mótstöðu, með lóð / tæki sem mótstöðu, pilates

Hvað segja rannsóknir? Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Bókasafn Hornafjarðar

Menningarmiðstöð Hornafjarðar auglýsir eftir bókaverði. Um er að ræða framtíðarstarf í fullt stöðugildi á bókasafni Hornafjarðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfslýsing: - Annast daglegan rekstur bókasafns. - Annast bókakaup, flokkun, skráningu, frágang og útlán á gögnum safnsins. - Safnafræðsla. - Kemur að viðburða- og verkefnastjórnun. - Birting pistla, greina og upplýsinga í frétta- og samfélagsmiðlum.

Hæfni- og menntunarkröfur: -

Reynsla af starfi í bókasafni. BA-próf í bókasafns- og upplýsingafræði kostur. Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Frumkvæði í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar gefur Eyrún Helga Ævarsdóttir í síma 4708052 eða á eyrunh@hornafjordur.is

Skipulögð hreyfing er öflugt meðferðarúrræði til að vinna á sjúkdómum og sjúkdómseinkennum eins og langvarandi verkjum, kvíða, depurð, sykursýki, offitu, kransæðasjúkdómum, hjartabilunareinkennum, afleiðingum lungnaþembu, háum blóðþrýstingi, hækkaðri blóðfitu svo eitthvað sé nefnt. Umfangsmikil vísindaleg þekking er fyrir jákvæðum áhrifum hreyfingar á hina ýmsu sjúkdóma sem m.a. hefur komið fram í rannsóknum Pedersen, B.K. og Saltin, B Scand J Med Sci Sports 2006 og Blair et al JAMA 1996. Á töflunum hér má sjá dæmi um jákvæð áhrif hreyfingar á háþrýsting (tafla 1) annars vegar og langvinna lungnateppu (tafla 2) hins vegar. Einar Smári Þorsteinsson, hreyfistjóri hjá heilsugæslunni HSU

Lumar þú á áhugaverðu efni í Eystrahorn? Við hvetjum þig til að senda okkur línu á eystrahorn@eystrahorn.is Hefur þú hlustað á hlaðvarp Eystrahorns ? Hlustaðu á þættina á www.eystrahorn.is/hladvarp eða á Spotify

Umsóknarfrestur er til 17.02.2022. Svalbarð 5 • Sími: 848-3933

Litlubrú 2, Nýheimar – 780 Höfn – menningarmidstod@hornafjordur.is

Útgefandi: HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tjörvi Óskarsson Netfang: tjorvi@eystrahorn.is

Prófarkalestur: Guðlaug Hestnes Umbrot: Tjörvi Óskarsson Prentun: Litlaprent ISSN 1670-4126


Eystrahorn

3

Samanburður nokkurra gjalda sveitarfélaga Sveitarfélagið Hornafjörður vill að gefnu tilefni bregðast við frétt sem birtist á vef AFL Starfsgreinafélags um hækkanir á gjaldskrám þriggja sveitarfélaga; Sveitarfélaginu Hornafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Almennar gjaldskrárhækkanir í sveitarfélaginu eru tengdar þróun vísitölu. Umframhækkanir voru á gjaldskrám umhverfisog skipulagssviðs og gjaldskrá leikskóla. Til þess að íbúar geti kynnt sér málið betur hafa starfsmenn greint umræddar gjaldskrár fyrir þessi þrjú sveitarfélög. Í þeim fjórtán gjaldliðum sem skoðaðir voru er Sveitarfélagið Hornafjörður átta sinnum með lægsta gjaldið, þrisvar með næst hæsta/lægsta gjaldið og þrisvar með hæsta gjaldið. Leikskólagjöld í sveitarfélaginu, ásamt fæðisgjöldum, voru hækkuð um 9% þann 1. janúar 2022. Til grundvallar hækkun lá fyrir samanburður gjalda um allt land. Við samanburðinn kom í ljós að gjöldin í sveitarfélaginu eru þónokkuð undir meðaltalsgjaldi, eftir hækkun eru gjöldin 92% af meðaltali fyrir allt landið en einungis þrjú af sambærilegum sveitarfélögum voru með lægri gjöld en Sveitarfélagið Hornafjörður. Systkinaafsláttur er óbreyttur eða 50% með öðru barni og 100% með þriðja barni. Skólamáltíðir hækkuðu einnig og eru nú greiddar 360 kr. fyrir skólamáltíð í grunnskóla. Í

þeim sveitarfélögum sem hægt var að nálgast upplýsingar var verð fyrir skólamáltíð á bilinu 370 – 504 kr. máltíðin, þar eru undir öll stærstu sveitarfélög landsins og einnig sveitarfélög af sambærilegri stærð og Sveitarfélagið Hornafjörður. Varðandi gjaldskrár á umhverfisog skipulagssviði þá var þeim

var raunkostnaður fyrir veitta þjónustu greindur og taka gjaldliðir mið af meðalkostnaði. Meðfylgjandi eru helstu gjöld þeirra gjaldskráa sem fjallað er um í fréttinni. Lægstu gjöldin eru grænlituð og þau hæstu rauðlituð.

Fráveita Í 2. mgr. 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitu segir að miða skuli við að fráveitugjald ásamt öðrum tekjum fráveitu standi undir rekstri hennar þ.m.t. fjármagnskostnaði og fyrirhuguðum stofnkostnaði skv. langtímaáætlun veitunnar. Hornafjörður

Múlaþing

Fjarðabyggð

Fráveitugjald

0.335% af fasteignam. 0,35 % af fasteignam.

0,275 % af fasteignam.

Tengigjald ≤150 mm

90.000 kr.

235.600 kr.

120.645 kr.

Tengigjald >150 mm

190.000 kr.

284.600 kr.

241.285 kr.

Sorphirða og sorpeyðing Í 1. mgr. 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 segir að gjald sem rekstraraðila förgunarstaðar ber að innheimta skuli nægja fyrir öllum kostnaði við förgun úrgangsins. Þá segir einnig í 3. mgr. sömu greinar að gjald sem sveitarfélag innheimtir skuli aldrei vera hærra en nemur þeim kostnaði við meðhöndlun úrgangs og tengda starfsemi. Hornafjörður

Múlaþing

Fjarðabyggð

Sorphirða p. íbúð

29.040 kr.

23.393 kr.

31.883 kr.

Sorpeyðing

17.490

10.021 kr.

15.123 kr.

Leikskólar Í 1. mgr. 27. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 segir að gjaldtaka fyrir hvert barn í leikskóla megi ekki Inngangur nema hærri fjárhæð en nemur meðalraunkostnaði við dvöl hvers leikskólabarns í leikskólum á vegum sveitarfélagsins. Í þessu skjali er sýnt hvernig nota á merki Sveitarfélagsins Hornafjarðar allt frá því að birstast á bréfs-

Hornafjörður Múlaþing (Bjarkartún) Fjarðabyggð efnum, umslögum í auglýsingum, merkingum eða öðru auglýsingaefni. Merki sveitarfélagsins var hannað af Árna Kjartanssyni hjá GlámuKím.

Almennt tímagjald

2.951 kr.

Fullt fæðisgjald

10.281 staðlinum. Mikilvægt er 9.044 að réttir kr. litir séu notaðir þegar merkið er4.760 prentaðkr. og að lögun þess sé ekki afbökuð.

4.087 kr.

3.583 kr.

Það er ákaflega mikilvægt að við sem notum merkið förum eftir þeim reglum sem settar eru í hönnunar-

sé ekki notað í of lítilli upplausn sem veldur því að það verður óskýrt og Mánaðargjald 8 klst. m. 33.885 Einnig kr. þarf að passa að merkið 41.740 kr. 33.424 kr. virðist ekki í fókus. fullu fæði

Vatnsveita Í 1. mgr. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 segir að miða skuli við að vatnsgjald ásamt öðrum tekjum vatnsveitu standi undir rekstri hennar þ.m.t. fjármagnskostnaði og fyrirhuguðum stofnkostnaði skv. langtímaáætlun veitunnar.

breytt í samræmi við lagakröfur s.s. að miða skuli við að tekjur fráveitu og vatnsveitu standi undir rekstri þeirra þ.m.t. fjármagnskostnaði og fyrirhuguðum stofnkostnaði skv. langtímaáætlun. Þá höfðu gjöld vatnsveitu og fráveitu haldist óbreytt frá árinu 2014. Við endurskoðun gjaldskránna

Vatnsgjald

Inni á Sameign Ráðhús (S:) drifinu og einnig Forstöðumenn (G:) drifinu má finna möppu sem heitir “Logo-MERKI SVEITARFÉLAGSINS“. Inni í þeirri möppu er að finna allar útgáfur af merkinu í mismunandi skjalagerðum og merki deilda. Önnur gögn eins og auglýsingar, Power Point skjöl, umslög, og annað tengt Hornafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Logostaðlinum eru á sömu drifum undir nafninu “Auglýsingaform-template”.

0,155% af fasteignam. Fastagjald + gjald per m2. 0,267%

Notkunargjald

35 kr. per m3

35. kr. per m3 (27 kr. frá 44.1 kr. per m3

Heimæð 32 mm

í Word, Excel 300.000 kr.EMF format til að nota283.000 kr.eða Power Point.

284.716 kr

Heimæð 40 mm

300.000

388.887 kr.

ÚTSKÝRINGAR Urriðavatnsveitu)

Logó pixlast ekki þótt það sé stækkað eða minnkað. kr.Hefur transparent bagrunn. 405.000 kr.

Heimæð 50 mm

JPG format, almenn notkun fyrir ýmis forrit, stærð litil.

410.000 kr.

519.330 kr.

Heimæð 63 mm

fyrir ýmis forrit, stærð stór. 410.000 kr.JPG format, almenn notkun 880.000 kr.

857.123 kr.

599.000 kr.

JPG format, mjög lítil upplausn fyrir vefi eða skjái. PDF format til að nota í auglýsingar, bæklinga

og efniá prentað í prentsmiðjum. Grenndarkynning vegna óverulegrar breytinga deiliskipulagi við Hof í Öræfum

Sveitarfélagið Hornafjörður kynnir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Hof í Öræfum þar sem heimilt verður að byggja allt að 385 m2 raðhús á lóðum 3 og 5 við Borgartún. Aðkoma að lóðum breytist og verður norðanmegin við húsin við lóðamörk. Þeir sem hafa hagsmuna að gæta geta gert athugasemdir við breytinguna til 24. febrúar 2022 skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

SVG til að senda á auglýsingastofur og merkinga-

Uppdrátt breytingunni má sjá á www.hornafjordur.is undir þjónusturmeð sem vinna við að setja upp gögn. skipulag í kynningu. Athugasemdir skulu berast til Brynju Daggar Ingólfsdóttur umhverfisog skipulagsstjóra eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Sveitarfélagið Hornafjörður er þátttakandi í verkefnu

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.isHeilsueflandi Samfélag og mun birta þetta merki sem

víðast á sínu kynningarefni. Við hvetjum deildir til að nota merkið þegar það á við.


Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á húseignum þjóðgarðsins í Skaftafelli og Jökulsárlóni

Ítarlegri gögn er varða verkefnið (tilboðslýsingu) og frekari upplýsingar veitir Hrafnhildur Ævarsdóttir (842-4372) fyrir Skaftafell og Steinunn Hödd Harðardóttir (842-4373) fyrir Jökulsárlón. Hafa má samband í síma og/eða senda tölvupóst á netföngin hrafnhildur.aevarsdottir@vjp.is eða steinunn.h.hardardottir@vjp.is.

H

EIM

SMINJA

R

W

• E M L ONDIA

Niðurstaða bæjarstjórnar

ORLD HER

A

IT

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 13.01.2022 nýtt deiliskipulag fyrir Reynivelli II. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 15. júní til 29. júlí 2021, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en hafði áður verið auglýst 29. janúar til 11. mars 2020. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að byggja upp ferðaþjónustu, gistingu og/eða hótel. Engar athugasemdir bárust en umsagnir gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu. Skipulagssvæðið var stækkað, sundlaug felld út úr skipulagi, ákvæði um yfirborð gatna og bílastæða sett inn, ákvæðum um vatnsöflun breytt og settir frekari skilmálar um fráveitu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsigngu í B-deild Stjórnartíðinda. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs í Ráðhúsi Hornafjarðar.

Um er að ræða tímabilið frá 1. apríl til 31. október 2022. Tilboðsfrestur er til klukkan 16:00 11. febrúar 2022. Einstaklingar jafnt sem lögaðilar eru hvattir til að bjóða í verkið.

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna

GE

IN

Reynivellir II, deiliskipulag

PATRIM

O

Vatnajökulsþjóðgarður Lifandi samspil elds og íss Samþykktur á heimsminjaskrá 2019

Umhverfis- og skipulagsstjóri Hornafjarðar

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Menningarverkefni

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni

Bætt menning, velferð og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri

Öflugt atvinnulíf á Suðurlandi með aukinni nýsköpun, bættri framleiðni og fleiri fyrirtækjum

Kynnið ykkur áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins á www.sass.is

UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT ÞRIÐJUDAGINN 1. MARS, KL. 16:00 RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND

Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. STYRKIR@SASS.IS

S. 480-8200

WWW.SASS.IS

Uppbyggingarsjóður er hluti af


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.