Eystrahorn 5.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 9. febrúar 2017

5. tbl. 35. árgangur

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar. Þetta var í tíunda skipti sem haldið var upp á þennan dag en 6. febrúar er merkisdagur í sögu leikskólakennara því á þessum degi árið 1950 stofnuðu leikskólakennarar fyrstu samtök sín. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli, Landssamtök foreldra. Dagur leikskólans var að þessu sinni helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins og dregið fram það sem hefur áunnist sl. ár t.d. með kynningarátakinu Framtíðarstarfið. Að verkefninu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Menntaog menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Efling stéttarfélag. Framtíðarstarfið er átak til að fjölga leikskólakennurum. Mikil vöntun er á leikskólakennurum til starfa í leikskólum landsins og mikilvægt að manna flestar stöður í skólum af fagfólki. Leikskólakennarastarfið er skemmtilegt og gefandi, engir tveir dagar eru eins. Í leikskólanum eru allir að læra, hver á sinn hátt, hvort sem þú ert kennari eða nemandi. Ómögulegt er að vita hvaða upplifanir hver og einn fær að

njóta og hvaða ávinninga hver og einn hreppir. Í leikskólanum er mikill sveigjanleiki og aðalmarkmiðið er að öllum líði vel. Okkur finnst gaman að fá gesti enda alltaf allir velkomnir í heimsókn, foreldrar eru sérstaklega velkomnir í leikskólann enda nauðsynlegt að eiga gott samstarf við þá. Að þessu sinni var mikið um að vera í leikskólunum og við fengum marga góða gesti. Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri og Herdís Waage verkefnastjóri á skólaskrifstofu komu í heimsókn í báða leikskólana. Hópur úr dagþjónustu aldraðra í Ekrunni kom í heimsókn á Lönguhóla. Boðið var upp á nýbakaðar kleinur og kaffi. Opið hús var í skólanum og börnin hoppuðu á milli deilda og léku sér í frjálsum leik. Hópur úr dagþjónustu fatlaðra kom í heimsókn á Krakkakot og fengu nýbakaðar vöfflur sem árgangur 2012 bakaði. Elstu börnin buðu svo upp

á tvær leiksýningar. Þau settu upp leikritin um Rauðhettu og úlfinn og Mjallhvíti og dvergana. Ekki var annað að sjá og heyra en að allir hefðu skemmt sér konunglega og það er einstaklega gaman að brúa bilið á milli kynslóða á þennan hátt.

112-dagurinn og ný slökkvibifreið Slökkvulið Hornafjarðar fékk nýja slökkvibifreið í flotann nýlega. Bifreiðin er af gerðinni FORD F550 Super duty crew cab árgerð 2015 breyttur af fyrirtækinu Ósland ehf. vélin er Turbo Diesel Intercooler Power stroke. V 8 sex gíra með burðargetu upp á 5.200 kg. Bifreiðin er með öllum nýjustu tækjum, rúlluhurðum, froðutanki og öðrum staðalbúnaði. 112 dagurinn verður haldinn á laugardaginn 11.2 og í tilefni af deginum verður opið hús hjá slökkviliðinu kl. 13:00 – 16:00. Jafnframt mæta þar aðrir viðbragðsaðilar s.s. lögreglan, björgunarsveit og sjúkraflutningamenn. Allir velkomnir.


2

Fimmtudagurinn 9. febrúar 2017

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

FÉLAGSSTARF

Sunnudaginn 12. febrúar. Guðsþjónusta kl. 11:00.

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

2016

Gideonfélagið mun kynna starf sitt. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til mæta. Allir velkomnir.

ÞRIGGJAKVÖLDA SPILAVISTIN hefst fimmtudagskvöldið 16. febrúar.

Prestarnir

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 12. febrúar. Messa kl. 12:00.

Eystrahorn

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra Keilir býður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra á Höfn í Hornafirði og nærsveitum. Boðið verður upp á námskeiðin „Lög og reglur“ og „Umferðaröryggi“ í Hoffelli laugardaginn 18. febrúar og sunnudaginn 19. febrúar, kl. 10:00 - 17:00. Nánari upplýsingar og skráning í síma 578 4075 eða á: www.keilir.net/namskeid

Prestarnir ykkar

Þakkir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, Sveins Sighvatssonar húsasmíðameistara Kærleiks kveðja Aðstandendur

Bifreiðaskoðun á Höfn 20., 21. og 22. febrúar. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. febrúar. Næsta skoðun 3., 4. og 5. apríl.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona, margfaldur Íslandsmeistari og ólympíufari í sundi, verður með fyrirlestur í Heppuskóla (gengið inn í íþróttahúsinu vallarmegin) laugardaginn 11. febrúar kl. 13:00 á vegum Umf. Sindra. Allir þjálfarar, iðkendur, foreldrar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hlusta á þessa frábæru afrekskonu í íþróttum.

Þegar vel er skoðað Kaupmannshúsið/Kaupfélagshúsið.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

Til sölu er elsta íbúðarhús Hafnar, byggingarár 1897, er einstaklega reisulegt og fallegt og stendur á frábærri lóð við hafnarsvæðið á Höfn. Húsið er 292.8 m2 á 3 hæðum, hefur allt verið gert upp að utan sem innan og er með veitingaleyfi á 2 hæðum ásamt leyfi fyrir gistingu í íbúð á efstu hæð. Um er að ræða einstakt atvinnutækifæri sem gæti t.d. hentað samhentum hjónum sem gætu búið í íbúðinni og starfað á veitingahúsinu. Verð kr 95.000.000 Eigendur skoða skipti á fasteignum


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 9. febrúar 2017

3

Páskaúthlutun í orlofshús AFLs Umsóknarfrestur um páskatímabil í orlofshúsum AFLs Starfsgreinafélags er til 10. mars. Úthlutað verður 16. mars. Tímabilið sem úthlutað er 12.-19. apríl og úthlutað verður í sumarhúsum félagsins í Lóni, Einarsstöðum og Illugastöðum. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félagsins eða á næstu skrifstofu. AFL Starfsgreinafélag.

Bændur athugið! Næstu stórgripaslátranir Norðlenska á Höfn verða sem hér segir: 8.-9. mars 29.-30. mars 25.-26. apríl Þeir sem vilja leggja inn eru hvattir til að hafa samband við Önnu Kristínu í síma 460-8834 eða með tölvupósti á annak@nordlenska.is. www.nordlenska.is

PÓKER

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 20.-23. febrúar nk.

í Golfskálanum föstudaginn 10. febrúar 3.000 kr. Bounty Rebuy Hefst kl. 20:00, hægt að koma inn til ca. 21:30 Sjáumst þar. Facebook.com/pkhofn

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

Verkefnastjóri í Þekkingarsetrinu Nýheimum á Höfn í Hornafirði Óskað er eftir öflugum aðila í starf verkefnastjóra í Þekkingarsetrinu Nýheimum. Þekkingarsetrið er samfélag fjölmargra stofnana sem starfa undir merki Nýheima. Starfið er fjölþætt og heyrir undir forstöðumann og stjórn setursins. Meginmarkmið Þekkingarsetursins Nýheima er að stuðla að auknu samstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila með sérstaka áherslu á samþættingu menningar, menntunar, nýsköpunar og rannsókna.

Helstu ábyrgðarsvið:

• Umsjón með stærri og smærri verkefnum. • Undirbúningur, skipulagning, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna í samræmi við stefnu setursins. • Verkefnavinna, þjónusta og samskipti við samstarfsaðila, samstarfsfólk og hagsmunaaðila. • Hafa frumkvæði að þróun og mótun verkefna og rannsókna, svo sem við leit að samstarfsaðilum, styrkjasókn og styrkumsóknagerð.

Menntunar- og hæfniskröfur: • • • • •

Háskólamenntun sem nýtist í starfi Góð samskiptahæfni Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Leiðtogahæfileikar Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku

Búseta í Sveitarfélaginu Hornafirði er skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar um starfið veitir Hugrún Harpa Reynisdóttir forstöðumaður Þekkingarsetursins í síma: 892-3757. Umsóknir skulu merktar „Þekkingarsetur Nýheima" og berast á rafrænu formi á netfangið: hugrunharpa@nyheimar.is. Með umsókn skal fylgja kynnisbréf auk ferilskrár með yfirliti yfir námsferil og fyrri störf. Afrit prófskírteina þarf að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar næstkomandi og gert er ráð fyrir að umsækjandi geti hafið störf 1. mars eða eftir samkomulagi. Öllum umsóknum verður svarað.


Markhönnun ehf

Girnilegt og gott

Lambabógur

kryddlegin í sítrónusmjöri - kylfa með beini

-34% -35%

-30%

Ferskt

Lambahryggur

2.385 KRKG

3.289

Lambasaltkjöt blandað

790

KR KG

Áður: 4.698 kr/kg

Áður: 1.498 kr/kg

fylltur

Áður: 3.669 kr/kg

Nauta piparsteik

989 KRKG

Safaríkar appelsínur fullar af vítamíni

Appelsínur

115

KR KG

Áður: 898 kr/kg

KR KG

-50%

Áður: 230 kr/kg

Allt fyrir tacosveisluna á 15% afslætti

NÝTT Í

-15% NatureC Kínóaborgarar

-10%

3 gerðir - 4x70 gr.

599 KRKG

Áður: 689 kr/kg

Allar vörur á 10% afslætti

NÝTT Í

www.netto.is | Tilboðin gilda 9 . – 12. febrúar 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.