Eystrahorn 6. tbl. 35. árgangur
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
Piltur og stúlka
Leikhópur FAS og Leikfélag Hornafjarðar í samstarfi við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu æfir um þessar mundir leikritið Piltur og stúlka. Leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson og hefur hann unnið nýja leikgerð sem byggir á bók Jóns Thoroddsen. Verkið er hugljúf og bráðskemmtileg saga af ástum en flestir ættu að kannast við bráðskemmtilegar aukapersónur á borð við Gróu á Leiti og Bárð á Búrfelli sem þar koma við sögu. Áætluð frumsýning er 18. mars. Sýningar verða í Mánagarði og takmarkaður fjöldi fólks kemst á hverja sýning og því um að gera að panta sem fyrst. Tekið verður við miðapöntunum eftir 15. febrúar í síma 892-9707 (Ragnheiður) á milli kl. 17:00-22:00.
Góðar gjafir
Í kjölfar banaslyss í Öræfum í lok janúar sáum við hjá viðbragðsaðilum að það var mikil þörf fyrir að hafa hjartastuðtæki tiltæk á svæðinu. Settum við okkur í samband við Eimskip (en sá látni var í vinnu hjá þeim) og leituðum eftir stuðning við að eignast tækið. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og þeir tilkynntu að fyrirtækið væri tilbúið að gefa tvö tæki sem staðsett verða sitt hvoru megin við Sandfell vegna ófærðar sem þar er oft. Einnig leituðum við til ÍSAVÍA sem ætlar að færa Káramönnum tvær sjúkratöskur með sjúkrabúnaði, til að hafa með stuðtækjunum. Elín læknir mun svo fara í Öræfin í lok febrúar og aftur um miðjan mars og kenna félögum í björgunarsveitinni og heimamönnum notkun á stuðtækjum, endurlífgun ásamt almennri Fyrstu hjálp og aðkomu að slysum. Með þessu er verið að leitast við að bæta aðbúnað og auka umferðaröryggi í Öræfum. Hér er um sameiginlegt verkefni HSU og Björgunarfélags Hornafjarðar sem Elín Freyja læknir og Friðrik Jónas sjúkraflutingamaður og meðlimur björgunarsveitarinnar höfðu frumkvæði að og vilja þau koma á framfæri sérstöku þakklæti til gefenda.
Rúnar Gunnarsson frá Eimskip afhendir Ármanni Guðmundssyni og Gunnari Sigurjónssyni fulltrúum Kára tækin.
Íslandsmeistaramótið
verður í Skaftfellingabúð Laugavegi 178 föstudaginn 24. febrúar kl. 20:00 Þátttökugjald 500,- kr. Útbreiðslustjóri
2
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
Eystrahorn
Andlát
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Á SJÓ, SAMVERUSTUND. Föstudaginn 17. febrúar kemur Jóhannes H. Danner skipstjóri og sýnir okkur myndir af síldveiðum í Grundarfirði og segir okkur frá lífinu um borð í uppsjávarveiðiskipi. Við syngjum líka nokkur lög sem tengjast sjómennsku. FÉLAGSVISTIN byrjar fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:00. Aðgangseyrir 1000 kr. Spilanefndin
Sveitarfélagið auglýsir eftir flokksstjórum í Vinnuskólann fyrir sumarið 2017. Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri. Æskilegt væri að viðkomandi væri 20 ára eða eldri. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Ráðnir verða fjórir einstaklingar, launakjör samkv. kjarasamningum sveitarfélagsins. Umsóknir með upplýsingum um umsækjendur skal senda á netfangið afgreidsla@hornafjordur. is fyrir 28. febrúar 2017. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri á skólaskrifstofu Herdis I. Waage í tölvupósti herdisiw@hornafjordur.is eða í síma 470-8028. Þeir sem búnir eru að sækja um nú þegar þurfa ekki að skila inn annarri umsókn.
Hálfdán Björnsson fæddist á Kvískerjum í Öræfum 14. mars 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn föstudaginn 10. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Björn Pálsson f. 1879, d. 1953 og Þrúður Aradóttir f. 1883 d. 1968. Hálfdán var yngstur þrettán systkina. Þau eru Flosi Þorlákur f. 1906, d. 1993. Guðrún f. 1908, d. 1991. Ari f. 1909, d.1982. Guðrún f. 1910, d. 1999. Páll f. 1913, d. 1913. Páll f. 1914, d. 1993. Óskírður drengur f. 1916, d. 1916. Sigurður f. 1917, d. 2008. Jón Arnljótur f. 1919, d. 1919. Ingimundur f. 1921, d. 1962. Óskírð stúlka f. 1922, d. 1922. Helgi f. 1925, d. 2015. Einnig ólst upp á Kvískerjum Finnbjörg Guðmundsdóttir f. 1941, d. 2002. Hálfdán ólst upp á Kvískerjum og bjó þar alla tíð. Snemma komu í ljós hæfileikar hans á mörgum sviðum og áhugi hans á náttúrunni. Hann stundaði hefðbundna skólagöngu í Öræfum og fór einn vetur á Laugarvatn. Hann var fljótur að tileinka sér nýjungar á sviði bíla og véla. Vakinn og sofinn var hann yfir náttúrunni og margar rannsóknarferðir fór hann með vísindamönnum. Má þar nefna Surtsey og Grænland. Ungur að árum hóf hann að skoða og merkja fugla. Eftir Hálfdán liggur stærsta skordýrasafn í einkaeigu ásamt fjölda vísindagreina. Ásamt því að sinna áhugamálum sinnti hann hefðbundnum búskap heima á Kvískerjum og fór einnig á vertíðar til Vestmannaeyja og á Höfn. Hálfdán var mikill öðlingur og fólk sótti í félagsskap hans. Frá árinu 2013 dvaldi hann á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. Útför Hálfdáns fer fram frá Hofskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.
Umsóknir - Styrkir
Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, eða í tölvupósti á usu@hornafjordur.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 6. mars. Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu USÚ, www.usu.is.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is
NÝTT Á SKRÁ
LANDSPILDA HAMRAR MÝRUM
Til sölu er ca 8 ha landspildu í eigu Hestamannafélagsins Hornfirðings Nánari upplýsingar á Jaspis fasteignasölu.
NÝTT Á SKRÁ
SANDBAKKI
Frábær 2ja herbergja 65,1 m² íbúð á fyrstu hæð með 2 veröndum. Fjöleignahús í góðu viðhaldi
NÝTT Á SKRÁ
VÍKURBRAUT / EKRA
Góð 56,4 m² studioíbúð, með sólstofu. Sér inngangur um sólstofu frá 2. Hæð Laus strax.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
Stuðningur sveitarfélagsins við foreldra barna sem komast ekki í dagvistun eða leikskóla
Undanfarið eitt og hálft ár hefur skapast alvarlegt ástand í dagvistarog leikskólamálum ungra barna í Sveitarfélaginu Hornafirði. Pláss hjá dagforeldrum eru yfirfull og starfsfólk vantar á leikskólana til þess að hægt sé að taka inn ný börn. Þessi staða hefur vaxandi áhrif út í samfélagið þar sem foreldrar koma börnum sínum ekki í viðeigandi úrræði yfir daginn og geta því ekki stundað vinnu nema með aðstoð ættingja eða vina. Til þess að koma til móts við fólk í þessari stöðu samþykkti bæjarstjórn þann 9. febrúar sl. reglur um greiðslur til foreldra. Þessar greiðslur miðast við niðurgreiðslur til dagforeldra og eru ætlaðar foreldrum ungra barna til þess að brúa þann tíma sem þeir bíða eftir vistun fyrir barn hjá dagforeldri með starfsleyfi eða í leikskóla. Greiðslurnar geta foreldrar til dæmis nýtt til þess að greiða þeim sem annast barnið. Hægt er að sækja um greiðslurnar þegar barn hefur náð eins árs aldri og þær falla niður þegar það fær pláss hjá dagforeldri, inngöngu í leikskóla eða þegar barn verður þriggja ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu ráðhúss Hornafjarðar. Þess má að lokum geta að hafi fólk áhuga á að starfa sjálfstætt sem dagforeldrar veitir sveitarfélagið styrk til þess að gera húsnæði og aðstöðu þannig úr garði að skilyrði laga séu uppfyllt. Þeir sem hafa áhuga á að starfa á leikskóla er bent á að snúa sér til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra í síma 470-8490/470-8480 eða með tölvupósti á netfangið mariannaj@hornafjordur.is Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
3
ATVINNA
Mig vantar manneskju til starfa í sumar. Starfið felst í umbúnaði og þrifum á herbergjum, hlutastarfi í eldhúsi og jafnvel þjónustu í sal á kvöldin. Upplýsingar í síma 478-1550 og 896-6412. Ásmundur Gíslason
Auglýsing um skipulag Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hvamm í Lóni. Deiliskipulag Hvammur Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha landspildu úr landi Hvamms í Sveitarfélaginu Hornafirði. Deiliskipulagið tekur til tveggja byggingarreita fyrir allt að 9 gestahúsa auk þjónustuhúss. Í aðalskipulagsbreytingu Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, sem er í ferli, er svæðið skilgreint sem verslunar og þjónustusvæði. Deiliskipulagstillaga ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/stjórnsysla undir skipulag í kynningu, frá 16. febrúar 2017 til 3. apríl 2017. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. apríl 2017 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri.
4
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
Eystrahorn
Útboð Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Stækkun og endurbætur á leikskóla við Kirkjubraut 47“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Lauslegt yfirlit yfir verkið Verkið felst í að reisa og fullklára viðbyggingu við núverandi leikskóla sem verður 548,6 m² á einni hæð og endurinnrétta núverandi leikskóla sem er 431,1 m² á einni hæð. Þá verður einnig öll lóð leikskólans endurunnin. Í núverandi leikskóla verður allt hreinsað út, þ.e. léttir veggir, hurðar, innréttingar, loftaefni og gólfefni. Einnig á að skipta út öllum útihurðum og gluggum, síðan skal endurinnrétta allan leikskólann. Viðbyggingin verður úr krosslímdum timbureiningum klætt að utan með álklæðningu og torfþaki. Miðað er við að fullljúka öllum verkþáttum útboðs. Verklok eru 15. mars 2018 Útboðsgögn má nálgast á usb lykli frá og með föstudeginum 17. febrúar 2017 á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn gegn 5.000 kr. greiðslu. Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is. Nauðsynlegt er að taka fram um hvaða gögn er verið að biðja um og hver það er sem óskar eftir þeim. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn eigi síðar en fimmtudaginn 23. mars 2017 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi. Nánari upplýsingar veitir: Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8000 eða 894-8413 Gunnlaugur Róbertsson gunnlaugur@hornafjordur.is sími 470-8000
Bifreiðaskoðun á Höfn 20., 21. og 22. febrúar. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. febrúar. Næsta skoðun 3., 4. og 5. apríl. Þegar vel er skoðað
Skref til framtíðar Ráðstefna um stöðu og uppbyggingu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Rætt verður um uppbyggingu menningarmiðstöðvar og safnahúss. Farið yfir stöðu safnsins og hlutverk þess. Safn, sýning eða setur hvert skal stefnt og er jöklasýning svarið? Ráðstefnan verður haldin 23. febrúar í Nýheimum og hefst kl. 18:30. Allir velkomnir, skráning æskileg Skráning á ráðstefnuna er á eyrunhelga@hornafjordur.is
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
5
Hvað eiga ungmenni að gera hér?
Tilefni þessara orða er umræða sem fór fram á bæjarstjórnarfundi 9. febrúar. Þar var rætt um ráðstefuna „Hvað á ég að gera hér?“ sem haldin var af frumkvæði Þekkingasetursins Nýheima 26. janúar. Ráðstefnan fjallaði um samfélagsþátttöku, jafnréttismál, lýðræðisvitund og valdeflingu ungmenna. Fyrirlesarar voru ungmenni og sérfræðingar um stöðu ungs fólks sem miðluðu af reynslu sinni og sögðu frá niðurstöðum rannsókna sinna. Tilgangurinn var að ræða stöðu og aðstæður ungmenna í dreifðum byggðum, hvar væri helst úrbóta þörf og hvaða leiðir séu færar til að bæta hag ungmenna á landsbyggðinni. Óhætt er að segja að ráðstefnugestir urðu margs vísari. Erindin voru fróðleg og umræður áhugaverðar. Ég vil nýta þetta tækifæri og þakka ráðstefnuhöldurum, fyrirlesurum og þeim sem komu og tóku þátt í ráðstefnunni. Umræðan verður svo að halda áfram. Mín skoðun er sú að hér höfum við ótal margra góða sprota sem byggjandi er á í málefnum ungmenna. Þar gegnir Ungmennaráð Hornafjarðar lykilhlutverki að mínu mati. Ungmennaráðið hefur verið nokkuð virkt, flestar fastanefndir sveitarfélagsins fá nú fulltrúa ungmennaráðs inn á fundi sína. Þar hafa ungmennin, allt frá 14 ára til rúmlega tvítugs, málfrelsi og tillögurétt. Ungmennaráðið ætlar nú að standa fyrir ungmennahúsi eða samveru ungmenna, í Þrykkjunni, fast einu sinni í viku.
Til stendur að stofna Ungmennráð Suðurlands og er stofnfundur þess ráðs fyrirhugaður með vorinu. Þar munu ungmenni frá öllum 15 sveitarfélögunum á Suðurlandi eiga fulltrúa. Undirbúningshópur, skipaður ungmennum, tómstundarfulltrúum og tengilið úr sveitarstjórn hefur hist til að marka ráðinu ákveðið erindisbréf. Þar segir m.a. að hlutverk Ungmennaráðs Suðurlands verður: • Að vekja athygli á málefnum ungs fólks á Suðurlandi og gæta hagsmuna þeirra. • Að sýna frumkvæði og virka þátttöku sem íbúar á Suðurlandi og öðlast þannig sterka rödd í samfélaginu að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. • Að auka jafningjafræðslu og styðja við ungmennaráð á Suðurlandi. • Að koma tillögum og ábendingum til sveitarstjórna um öll þau málefni sem ráðið telur skipta ungmenni á Suðurlandi máli. • Að stuðla að bættum skilyrðum fyrir ungmenni á Suðurlandi með tillit til náms, velferðar, vinnu og framtíðarbúsetu á Suðurlandi. Þessi vinna lofar góðu og verður spennandi að sjá hvernig sunnlensk ungmenni munu þróa þennan vettvang áfram. Hugleiðing mín að lokum er að beina því til allra ungmenna á Hornafirði, að opna augu sín fyrir því að hér eru margir möguleikar sem bjóðast til að taka þátt í samfélaginu. Hvort sem það er hjá leikfélaginu, golfklúbbnum,
hestamannafélaginu, skemmtifélaginu, björgunarsveitinni, ungmennaráði, í kórunum eða allskonar íþróttum. Verið virk, nýtið ykkur tækifærin og takið þátt í að breyta og bæta það öfluga starf sem fyrir er. Skapið sjálf nýja hluti. Það er margt hægt að gera hér því þar sem er vilji þar er leið. Orðum mínum beini ég líka til okkar sem eldri erum. Við skulum hlusta og taka röddum og skoðunum unga fólksins opnum örmum þegar kallið kemur og aðstoða eftir bestu getu. Sæmundur Helgason, kennari og fulltrúi 3. framboðsins í bæjarstjórn
Framsóknarfélag Austur -Skaftfellinga boðar til íbúafundar í Papóshúsinu Álaugarvegi, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20:00. Aðalmál á dagskrá eru: • Leikskólamál • Samgöngumál • Sameining sveitafélaga • Borun eftir heitu vatni og annað sem íbúar vilja ræða. Vonumst til að sjá sem flesta Stjórn Framsóknarfélags A-Skaft.
Afhending verðlauna, viðurkenninga og styrkja.
Afhending Menningarverðlauna, umhverfisviðurkenninga, styrkja Atvinnuog rannsóknarsjóðs auk styrkja nefnda sveitarfélagsins fer fram í Nýheimum 23. febrúar kl. 17:00. Léttar veitingar Allir velkomnir
Sumarvinna Skinney – Þinganes hf. óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk 16 ára og eldri til almennra fiskvinnslustarfa fyrir sumarið 2017. Tekið er við umsóknum til 20. mars. Vinsamlega hafið samband í síma 470-8134 eða á netfangið kristin@sth.is og sækið um.
6
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
Breyting á deiliskipulagi HSSA og nýtt deiliskipulag Austan Vesturbrautar – S3 Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið að breytingu á deiliskipulagi HSSA og að nýju deiliskipulagi Austan Vesturbrautar – S3. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti tillögurnar á fundi sínum þann 9. febrúar 2017. Skipulagsnefnd fjallaði um tillögurnar á fundi sínum þann1. febrúar 2017. Tillögurnar voru kynntar í samræmi við 30-31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar voru kynntar á tímabilinu 8. desember 2016 til og með 23. janúar 2017. Eftir athugasemdarfrest voru eftirfarandi breytingar gerðar en þeim var bætt inn á uppdrátt og í greinargerð. Breyting á deiliskipulagi HSSA Göngustígur norðan við Júllatún 15 verður ekki lagður niður heldur fluttur að lóðarmörkum Júllatúns 15 og 17. Þá voru lóðir Júllatúns 15 til 21 lagfærðar til að skapa pláss fyrir göngustíg. Deiliskipulag Austan Víkurbrautar – S3 Akfær stígur til neyðaraksturs er færður til suðurenda Víkurbrautar. Þá er staðsetningu og stærð svæðis undir sorp bætt á deiliskipulagsuppdrátt. Bréf verður sent til þeirra sem gerðu athugasemdir og þeim kynnt afgreiðsla bæjarstjórnar og svör athugasemda. Deiliskipulagstillögurnar verða sendar til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Eystrahorn
Bjóddu dömunni þinni í dögurð Konudagurinn á Hótel Höfn Sunnudaginn 19. febrúar kl.11:30 - 14:00
Verð 2.990 kr. 50% afsláttur fyrir börn 6-12 ára Frítt fyrir börn 5 ára og yngri Verið hjartanlega velkomin Borðapantanir í síma 478-1240 eða í tölvupósti á info@hotelhofn.is
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri.
Námskeið um samskipti foreldra og barna. Dagana 4. og 25. mars verður haldið námskeið um samskipti foreldra og barna þar sem stuðst er við kenningar Tomasar Gordon og bókina Hollráð Hugos Þórissonar. Kennari á námskeiðinu er Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur og samstarfsmaður Hugos í áratugi. Námskeiðið hefur notið mikilla vinsælda hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Kenndar eru aðferðir um hvernig best er að bregðast við þegar barnið er í vanda og mikil áhersla er lögð á að foreldrar nái tökum á virkri hlustun. Virk hlustun er aðferð sem auðveldar foreldri að sýna barni sínu skilning og virðingu þegar eitthvað bjátar á hjá því, án þess að taka ábyrgðina af barninu. Á námskeiðinu er einnig lögð áhersla
á að foreldrar geti sett börnum sínum skýr mörk um hegðun, að þeim sé kennt að bera virðingu fyrir foreldrum sínum og taki tillit til annarra. Námskeiðið stuðlar að leiðandi uppeldi og er byggt upp á stuttum fyrirlestrum umræðum og æfingum. Námskeiðið stendur yfir í tvö skipti, um átta tíma í senn. Það kostar kr. 16.000 – fyrir manninn og veittur er 20% afsláttur af gjaldi fyrir maka. Fólk er hvatt til að nýta sér stuðning stéttarfélaga við að niðurgreiða námskeið. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Herdís I. Waage verkefnastjóri á skólaskrifstofu í skráningar á námskeiðið. Skráningarfrestur er til síma 470-8028, netfang herdisiw@ 27. febrúar nk. hornafjordur.is. Hún tekur einnig niður
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum
Ertu með frábæra Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi
hugmynd?
Umsóknarfrestur er til og með 14.mars nk. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna, sjá nánar á vefnum sass.is Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sass.is
• Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi
Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sass.is
menningtækifæri atvinna
uppbygging nýsköpun
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshluta samtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. Uppbyggingarsjóður Suðurlands er hluti af sóknaráætlun Suðurlands
Austurvegi 56 - 800 Selfoss - 480-8200 - sass@sass.is
Í tilefni af konudeginum ætlum við á Z bistro að bjóða uppá 3 rétta konudagsseðil. (Gildir laugardag og sunnudag).
Forréttur: Djúpsteiktir humarhalar á spjóti, með chili mæjó. Aðalréttur: Nautalund, kartölfugratín og grænmenti borið fram með piparostasósu eða saltfiskur með pistasíu àbreiðu, sætkartöflumús og basiliku mæjó.
Eftirréttur: Súkkulaðimús borin fram með kirsuberjarjóma. Verð: 4900 kr. Um helgina munum við vígja nýju BJÓRDÆLUNA og nýja KOKTEILASEÐILINN. Af því tilefni verður happy hour á laugardaginn 18. febrúar frá 22-23 og barinn opinn til 1. Hlökkum til að sjá ykkur!
Útboð Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – 1 áfangi“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Lauslegt yfirlit yfir verkið Fyrirhugaðar eru heildar endurbætur innandyra í Vöruhúsinu sem verður unnið í áföngum. 1. áfangi verksins sem þetta útboð felur í sér snýr að endurbótum á hluta kjallara hússins. Svæðið sem um ræðir er þar sem stafsemi Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunar verður og véla og málmsmíði á vegum Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu ásamt stoðrýmum þeirra. Einnig verða rými inntaks og tæknirými því tengdu með í þessum áfanga. Utanhúss eru verkliðir tengdum endurbótum inni. Innanhúss eru helstu verkþættir: Rif og förgun á núverandi veggjum, gólfum og loftum og lögnum. Smíði nýrra milliveggja, innihurða og –glugga. Smíði nýrra lofta, lagningu nýrra gólfefna og smíði og uppsetning fastra innréttinga. Endurnýjun neysluvatns-, hita-, og frárennslislagna eftir þörfum. Endurnýjun raflagna, tölvulagna, og uppsetningu öryggis- og brunakerfa. Endurnýjun loftræstilagna. Nettófermetrar innanhúss eru ca. 250m2 og brúttó ca. 295m2 Utanhúss eru helstu verkþættir: Endurnýjun á inngangi inn í félagsmiðstöð, útbúinn ný flóttaleið út úr stigagangi, viðgerð á gluggum og endurbætur á fráveitulögnum Útboðið innifelur fullnaðarfrágang á öllum verkþáttum útboðsins. Verklok eru 20. ágúst 2017 Útboðsgögn má nálgast á usb lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27. 780 Höfn frá og með fimmtudeginum 16. febrúar 2017, eftir klukkan 13:00 gegn 3.000 kr. greiðslu. Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is Nauðsynlegt er að taka fram um hvaða gögn er verið að biðja um og hver það er sem óskar eftir þeim. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27. 780 Höfn eigi síðar en fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir . Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi. Nánari upplýsingar veitir: Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8000 eða 894-8413 Gunnlaugur Róbertsson gunnlaugur@hornafjordur.is sími 470-8000
7
Hálfdán Björnsson 1927–2017
Þegar horft er til Kvískerja og þess mannlífs sem þar dafnaði á öldinni sem leið kemur manni í hug háskóli í sveit. Barnahópur hjónanna Þuríðar og Björns, sem þar óx upp á fyrrihluta 20. aldar, vakti athygli margra sem komu við á Kvískerjum. Vilmundur Jónsson landlæknir er dæmi um slíkan, en hann gisti þar sumarið 1935 á ferð sinni landleiðina frá Hornafirði til Reykjavíkur. Ummæli hans um heimilisbraginn á Kvískerjum hafa síðan oft komið mér í hug þar sem hann segir „ ... öll börnin einstaklega myndarleg og svo snyrtileg, að þau myndu ekki skera sig úr í Austurstræti.“ Öll nutu þau góðs atlætis foreldranna, en einangrun Öræfa átti eflaust þátt í því að flest staðfestust einhleyp heima fyrir. Á bænum þróaðist verkaskipting, jafnt við bústörf og áhugamál. Í fræðaiðkun bar mest á þremur bræðranna. Flosi kannaði jökla og jarðfræði, Sigurður sá um söguna og félagsmál út á við, en Hálfdán kannaði lífríkið, fugla og smádýr en einnig gróður. Skólaganga í Héraðsskólanum á Laugarvatni var honum betri en engin, en framhaldið var sjálfsnám byggt á ótrúlegri athyglisgáfu, ögun og næmi fyrir öllu kviku. Ég hitti Hálfdán fyrst á Breiðamerkursandi í júlí 1966 þar sem byrjað var að brúa Jökulsá og hann í hlutverki ferjumanns. Nokkru seinna komst ég svo í Kvísker og fékk fylgd Hálfdáns um sveitina, fyrst út í Ingólfshöfða þar sem hann var á heimavelli. Spurningum svaraði Hálfdán hvorki með já eða nei fremur
en aðrir sannir Skaft-fellingar, heldur hlutlaust með „náttúrlega“, áherslan á síðari orðlið. Vegna starfa minna í Skaftafellsþjóðgarði á 8. áratugnum kom ég iðulega við á Kvískerjum og bar saman bækurnar við heimafólk. Hálfdán vígði mig inn í skordýrsafn sitt og miðlaði Náttúrugripasafninu í Neskaupstað góðum sýnishornum. Verndarhugsun var samgróin Kvískerjafólki. Á fundum Náttúruverndarsamtaka Austurlands miðlaði Hálfdán oft fróðleiksefni og á aðalfundi NAUST vorið 2011 var hann heiðraður og hylltur fyrir störf sín. Viðstaddir fundu að þessum hógværa vísindamanni þótti vænt um þá viðurkenningu. Þeir voru ófáir upprennandi náttúrufræðingar sem á seinnihluta síðustu aldar gengu í Kvískerjaskólann, sumir sendir þangað „í sveit“ til sumardvalar, en tengdust síðan staðnum traustum böndum. Í þessum hópi er Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun sem hefur ásamt með Hálfdáni ritað margt greina, m.a. um fiðrildi, en rannsóknir á þeim fallega dýrastofni eru líklega glæstasta uppskeran úr ævistarfi Hálfdáns. Rit hans um varpfugla í Öræfum sem gefið var út á vegum Náttúruverndarráðs 1979 fór einnig víða.
Árið 1998 kom út Kvískerjabók, mikið rit til heiðurs Kvískerjafólki og árið 2003 var stofnaður Kvískerjasjóður er árlega veitir styrki til rannsókna. Allt er það mikilsvert og verðugt, en jafnframt þarf að huga að stórbrotnu landi Kvískerja, sem liggur að Vatnajökulsþjóðgarði. Lífsstarf og framlag Kvískerjasystkina og nú síðast Hálfdáns á að verða okkur hvatning til að hlúa að fræðslu um íslenska náttúru og verndun hennar. Hjörleifur Guttormsson
Vinnslustjóri hjá Skinney – Þinganes hf. Skinney-Þinganes hf. auglýsir eftir vinnslustjóra í fiskvinnslu fyrirtækisins á Höfn. Um er að ræða fjölþætta starfsemi þar sem meðal annars eru unnar afurðir úr uppsjávartegundum, bolfiski og humri. Við vinnsluna starfa um 100 manns, auk iðnaðarmanna og viðhaldsteymis sem þjónustar vinnsluna. Vinnslustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra veiða- og vinnslu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í einu af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Helstu verkefni vinnslustjóra eru: • Dagleg stýring vinnslu. • Yfirumsjón með starfsmannahaldi í vinnslusal. • Þátttaka í samþættingu veiða, vinnslu og sölu. • Umsjón með þrifadeild. • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum. • Úrvinnsla gæðakrafna og úrbætur.
• Halda utan um aðföng og birgðir fyrir framleiðsluna. • Dagleg umsjón með framleiðslulínum. • Þátttaka í fyrirbyggjandi viðhaldi á húsum og vinnslulínum. • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur.
Starfið krefst reynslu og þekkingu á framleiðslu, leiðtogahæfileika og góðrar færni í samskiptum. Umsóknum skal skilað til Ásgeirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra veiða- og vinnslu, fyrir 1. mars nk. á netfangið asgeir@sth.is. Nánari upplýsingar veitir: Ásgeir Gunnarsson 892 3500 / asgeir@sth.is