Eystrahorn 6. tbl. 35. árgangur
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 16. febrúar 2017
Piltur og stúlka
Leikhópur FAS og Leikfélag Hornafjarðar í samstarfi við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu æfir um þessar mundir leikritið Piltur og stúlka. Leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson og hefur hann unnið nýja leikgerð sem byggir á bók Jóns Thoroddsen. Verkið er hugljúf og bráðskemmtileg saga af ástum en flestir ættu að kannast við bráðskemmtilegar aukapersónur á borð við Gróu á Leiti og Bárð á Búrfelli sem þar koma við sögu. Áætluð frumsýning er 18. mars. Sýningar verða í Mánagarði og takmarkaður fjöldi fólks kemst á hverja sýning og því um að gera að panta sem fyrst. Tekið verður við miðapöntunum eftir 15. febrúar í síma 892-9707 (Ragnheiður) á milli kl. 17:00-22:00.
Góðar gjafir
Í kjölfar banaslyss í Öræfum í lok janúar sáum við hjá viðbragðsaðilum að það var mikil þörf fyrir að hafa hjartastuðtæki tiltæk á svæðinu. Settum við okkur í samband við Eimskip (en sá látni var í vinnu hjá þeim) og leituðum eftir stuðning við að eignast tækið. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og þeir tilkynntu að fyrirtækið væri tilbúið að gefa tvö tæki sem staðsett verða sitt hvoru megin við Sandfell vegna ófærðar sem þar er oft. Einnig leituðum við til ÍSAVÍA sem ætlar að færa Káramönnum tvær sjúkratöskur með sjúkrabúnaði, til að hafa með stuðtækjunum. Elín læknir mun svo fara í Öræfin í lok febrúar og aftur um miðjan mars og kenna félögum í björgunarsveitinni og heimamönnum notkun á stuðtækjum, endurlífgun ásamt almennri Fyrstu hjálp og aðkomu að slysum. Með þessu er verið að leitast við að bæta aðbúnað og auka umferðaröryggi í Öræfum. Hér er um sameiginlegt verkefni HSU og Björgunarfélags Hornafjarðar sem Elín Freyja læknir og Friðrik Jónas sjúkraflutingamaður og meðlimur björgunarsveitarinnar höfðu frumkvæði að og vilja þau koma á framfæri sérstöku þakklæti til gefenda.
Rúnar Gunnarsson frá Eimskip afhendir Ármanni Guðmundssyni og Gunnari Sigurjónssyni fulltrúum Kára tækin.
Íslandsmeistaramótið
verður í Skaftfellingabúð Laugavegi 178 föstudaginn 24. febrúar kl. 20:00 Þátttökugjald 500,- kr. Útbreiðslustjóri