Eystrahorn 6.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 15. febrúar 2018

6. tbl. 36. árgangur

www.eystrahorn.is

Undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi 2018 Félagsmiðstöðin Þrykkjan tók þátt í Undankeppni söngkeppni samfés á Suðurlandi(USSS). Keppnin fór fram þann 2. febrúar síðastliðinn í íþróttahúsinu á Laugarvatni og tóku 11 félagsmiðstöðvar á Suðurlandi þátt. Þetta var í fyrsta sinn sem Þrykkjan keppti á Suðurlandi. Dagmar Lilja Óskarsdóttir tók þátt fyrir hönd Þrykkjunar og vann hún sér rétt til að keppa í söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll þann 24. mars nk. en alls unnu 3 félagsmiðstöðvar rétt til að keppa í aðalkeppninni.

Fyrirmyndar fyrirtæki 2017

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er viðhorf starfsmanna til lykilþátta í starfsumhverfi vinnustaðarins metið. Könnunin er vettvangur fyrir félagsmenn til að koma skoðunum sínum á framfæri og láta stjórnendur vita af því sem vel er gert og hvað betur má gera. Niðurstöðurnar eru stjórnendum hafsjór upplýsinga og hagnýtur leiðarvísir um hvort úrbóta sé þörf og hvar. Þær sýna ekki einungis hver staða fyrirtækisins er í augum starfsmanna heldur einnig hver staða þess er í samanburði við önnur fyrirtæki á vinnumarkaði. Eftirtalin fyrirtæki í sveitarfélaginu hlutu titilinn Fyrirmyndar fyrirtæki 2017. Lítil fyrirtæki: Erpur ehf. Árnanes ehf. Humarhöfnin ehf. Meðalstórra fyrirtækja: JÖKLAVERÖLD ehf. Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. Ís og ævintýri ehf. Ránarslóð ehf. Þriftækni ehf. Sigurður Ólafsson ehf. Hótel Höfn ehf. Hótel Skaftafell ehf. Stór fyrirtæki: Útgerðarfélagið Vigur ehf. Skinney-Þinganes hf.

Kiwanisklúbburinn Ós gefur öryggisvesti

Kiwanisklúbburinn Ós gaf 8 öryggisvesti sem forvörn fyrir börn á námskeiðum hjá Hestamannafélaginu Hornfirðingi. Formaður Hornfirðings Pálmi Guðmundsson og Snæja kennari námskeiðanna með nokkrum barnanna veittu vestunum viðtöku. Sex félagar mættu og aðstoðuð börnin að klæðast þeim. Öryggisvestin eru merkt Ós og Hornfirðingi. Viðstaddir félagar voru Álfgeir Gíslason, Diðrik Sæmundsson, Sigfús Þorsteinsson forseti Óss, Sigurður Einar Sigurðsson svæðisstjóri Sögusvæðis, Ingvar Snæbjörnsson fráfarandi forseti Óss og Pétur Bragason kjörforseti Ós.

Lokun á heilsugæslunni á Hornafirði Vegna árshátíðar verður heilsugæslan á Höfn lokuð frá kl. 13 á föstudag 23. febrúar. Fólki er bent á að hringja í vaktsímanúmerið 1700 eftir hádegi ef þarf að ná í lækni. Í bráðatilfellum skal hringt í 112. Lyfjaendurnýjanir eru gerðar til hádegis 23. febrúar.


2

Fimmtudagurinn 15. febrúar 2018

Hafnarkirkja

Kyrrðarstundir á föstu alla

HAFNARKIRKJA 1966 2016

fimmtudaga kl. 18:15

Fyrsta kyrrðarstundin verður 15.febrúar. Sjá nánar á www.bjarnanesprestakall.is eða á Facebooksíðu Bjarnanesprestakall.

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Munið félagsvistina í kvöld fimmtudagskvöld þetta er annað kvöldið af þremur. Hefst kl. 20:00. Kostar 1000 kr. inn. Vel var mætt síðast og nú er bara að halda dampinum. Endilega komið í íþróttatímana í íþróttahúsinu á miðvikudögum kl. 11:50 -13:00. 60+ velkomnir.

Aðalfundur Framsóknarfélag Austur -Skaftfellinga boðar til Aðalfundar í Papóshúsinu að Álaugarvegi, mánudaginn 26. febrúar kl. 20:00. Mál á dagskrá eru: • Venjuleg aðalfundarstörf • Kynning og samþykkt framboðslista • Undirbúningur fyrir kosningar • Kosning fulltrúa á flokksþing Framsóknarflokksins, 9.-11. mars • Önnur mál Vonumst til að sjá sem flesta Stjórn Framsóknarfélags A-Skaft.

Bifreiðaskoðun á Höfn 19., 20. og 21. febrúar. Tímapantanir í síma 570-9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. febrúar. Næsta skoðun 9., 10. og 11. apríl. Þegar vel er skoðað

Eystrahorn

Stjórnin

Aðalfundur Samkór Hornafjarðar auglýsir aðalfund þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20 í safnaðarheimili Hafnarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Áhugasamir nýliðar hvattir til að mæta og kynna sér starf kórsins.

Alltaf eitthvað nýtt Vorum að taka upp nýju litina tvo frá IItalla en þeir heita Aqua og Moos Green og eru mjög fallegir Fyrir fermingabarnið eigum við góð rúm,sængur kodda og rúmföt og margt fleira.

Húsgagnaval

Hlakka til að sjá ykkur. Valgeir Hjartarson

Stafafell – Hvannagil í Lóni 17. febrúar

Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

478-2535 / 898-3664 Alla virka daga kl. 13:00 - 18:00

Þann 21. febrúar næstkomandi fagna ég sjötugs afmæli mínu. Af því tilefni býð ég ættingjum og vinum uppá humarsúpu í Ekrunni frá kl. 18-21 þann dag.

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga

Fiskhól 5 • Sími: 848-3933

Símar: Opið:

Er ekki um að gera og rífa af sér slenið, skella sér í góða göngu og njóta Íslenskrar náttúru í hornfirskum vetrarskrúða. Laugardaginn 17. febrúar er ferðafélagið með göngu frá Stafafelli og inn að Hvannagili Undir fararstjórn Rögnu Pétursdóttur. Sennilega verður brodda færi og á ferðafélagið einhver pör til láns, hægt

að panta hjá farastjóra Lengd 3,5 til 4 tímar hækkun 200 metrar Klæðnaður eftir veðri og munið nesti. Séu hundar hafðir með skal ól vera meðferðis. Lagt af stað frá tjaldstæði kl 10 og um að gera að sameinast í bíla Þátttökugjald 1000kr pr fullorðinn. 1500kr á fjölskyldu. Upplýsingar veitir Ragna Pétursdóttir s: 662-5074


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 15. febrúar 2018

3

Starfsmenn KASK frá 1963 til 2000

Til starfsmanna sem unnu í Kjörbúð KASK tímabilið 1963 – 2000, eða þegar Kaupfélag Austur-Skaftfellinga rak verslunina: Við ætlum að hittast fimmtudagskvöldið 22. febrúar n.k. og rifja upp gamlar og góðar endurminningar og hlæja saman eina kvöldstund. Við skorum á alla sem mögulega geta að skemmta sér með okkur þessa kvöldstund. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Með KASK-kveðju, Alla, Agga og Gugga.

Söfnun á landbúnaðarplasti.

Afhending Menningarverðlauna, umhverfisviðurkenninga og styrkja Hátíðleg athöfn Menningarverðlauna, umhverfis­viðurkenninga, styrkja Atvinnuog rannsóknarsjóðs auk styrkja nefnda Sveitarfélagsins Hornafjarðar fer fram þann 22. febrúar kl. 17:00 í Nýheimum. Léttar veitingar og listviðburðir, allir velkomnir. Eystrahorn_150218.pdf 1 13.2.2018 17:05:51

Endurmenntun LbhÍ

Til stendur að safna rúlluplasti neðangreinda daga. Öræfi 9. febrúar Suðursveit 23. febrúar Mýrar 28. febrúar Nes 1. mars Lón 2. mars

Hænsnahald í sveit og bæjum! C

Í samstarfi við Frið og frumkraft, hagsmunafélag atvinnulífs í Skaftárhreppi

M

Námskeiðið er ætlað öllum sem eiga hænur eða vilja hefja ræktun og nýtist vel ræktendum hænsnfugla. Fjallað verður um mismunandi tegundir og farið yfir þætti eins og egg, útungun, ungaeldi, atferli/ræktun, fóðrun, aðbúnað, almenna umhyrðu, dýravelferð, sjúkdóma og húsakost.

Y

CM

Sem fyrr er ætlast til að plastið sé hreint, án banda eða nets. Það þarf ekki að minnast á aðra aðskotahluti t.d. hey eða hálm. Tómir áburðapokar verða teknir ef menn vilja, en þeir þurfa að vera sér, t.d. í einum sekk. Sama á við um net og bönd, í sér bagga. Bílstjóra er heimilt í samráði við bónda að meta hreinleika plastsins. Ef plastið er metið óhæft til böggunar, ber bílstjóra að vigta og viðkomandi bóndi þá að greiða fyrir förgun. 26 kr.pr. kg. án VSK Eða þá að greiða fyrir hreinsun 5.500 kr.pr.klst. án VSK. Ef bændur óska ekki eftir að plastið verði sótt, senda þá skilaboð á birgira@igf.is

MY

CY

Kennsla: Júlíus Már Baldursson bóndi og ræktandi í Þykkvabæ.

CMY

Tími: Lau, 10. mars, kl. 10:00-17:00 á Kirkjubæjarklaustri.

K

Torf- og grjóthleðslur á ferðamannastöðum Í samstarfi við ASCENT verkefni Landgræðslu ríkisins Námskeiðið verður í bland bóklegt- og verklegt þar sem innsýn verður veitt inn í stað- og hefðbundið handverk og hvernig það getur nýst við landmótun og uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. í Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum er eindregið mælt með að nýttur sé efniviður úr nærumhverfi viðkomandi staða. Kennsla: Gunnar Óli Guðjónsson landslagsarkitekt, Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Örn Þór Halldórsson arkitekt hjá Landgræðslu ríkisins. Tími: 5. og 6. apr. kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000

Þið sem unnuð í Kjörbúð KASK tímabilið 1963 – 2000: Hittumst hress fimmtudagskvöldið 22. febrúar Vinsamlega hafið samband við okkur sem allra fyrst og skráið ykkur svo við getum haldið undirbúningi áfram og fengið húsnæði við hæfi. Alla símar: 864-1194 og 478-1294 Agga símar: 478-2121 og 478-1588 Gugga sími: 692-2936 Velkomin á opnun sýningarinnar “Náttúrusýn” fimmtudaginn 15. febrúar 2018 kl. 17:00 Á þessari sýningu eru kynntar ljósmyndir af nokkrum geimþokum, ljósmynduðum frá Íslandi. Til þess að öðlast dýpri sýn á stjörnuhiminninn eru teknar myndir af daufum geimþokum, forséðum eða ósýnilegum í sjónskoðun. Ljósi þeirra er safnað á myndir með löngum myndatökum. Í sumar myndirnar á sýningunni hefur ljósi verið safnað með 30 mín. tökum í 12-24 klukkustundir. Höfundurinn er Snævarr Guðmundsson en hann hefur verið einlægur sjörnuathugandi í 30 ár. Hann hefur notað meira en 1200 nætur til athugana á stjarnfyrirbærum. Á þeim tíma hefur hann sinnt ljósmyndun geimfyrirbæra og ljósmælingar á breytistjörnum og fjarreikistjörnum.

Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni Framsóknarflokkurinn býður til opins fundar á Höfn í Hornafirði, í kvöld fimmtudaginn 15. febrúar kl: 20:00 á Hótel Höfn. Frummælandi: Sigurður Ingi Jóhannsson Kaffi á könnunni


Sveitarfélagið auglýsir eftir flokksstjórum í Vinnuskólann fyrir sumarið 2018. Auglýst er eftir bæði körlum og konum, 20 ára eða eldri. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Ráðnir verða fjórir einstaklingar, launakjör samkv. kjarasamningum AFL stéttarfélags og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir skal senda í rafrænu formi á netfangið herdisiw@hornafjordur.is Frekari upplýsingar um starfið veitir Herdís I Waage, tómstundafulltrúi í síma 470-8028.

Í tilefni af konudeginum bjóðum við upp á konudagsseðil laugardag og sunnudag.

Forréttur

Forréttatvenna, djúpsteiktar tígrisrækjur og grafinn lax

Aðalréttir

Nautalund eða smjörsteiktur lax ásamt meðlæti

Eftirréttir

Lavalova eða hindberjasæla

Verð: 5990 Borðapantanir í síma 478-2300 og zbistro780@gmail.com

Laus störf sumarið 2018 Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa á Hótel Eddu Höfn. Starfsreynsla er æskilegt. Hótelið verður opið frá 10. maí til 30. september. Leitað er að fólki í almenn hótelstörf sem felast meðal annars í þrifum hótelherbergja og vinnu í þvottahúsi. Einnig í gestamóttöku, við framreiðslu á morgunverði og næturvörslu. Nánari upplýsingar veitir Signý Rafnsdóttir í tölvupósti signy@icehotels.is eða í síma 863-9170 Hægt er að senda inn umsókn á rafrænu formi á heimasíðu Edduhótelanna www.hoteledda.is Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. og verður öllum umsóknum svarað. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann. Edduhótelin eru 10 talsins og þau er að finna hringinn í kringum landið. Áhersla er lögð á lipra þjónustu og hagstætt verð. Fjöldi herbergja er frá 28 upp í 204. Edduhótelin eru rekin af Flugleiðahótelum ehf, sem reka einnig Icelandair hótelin, Hilton Reykjavík Nordica og Canopy Reykjavík City Center. Yfir sumartímann starfa um 900 manns hjá fyrirtækinu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.