Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 23. febrúar 2017
7. tbl. 35. árgangur
Sameining sveitarfélaga Undanfarin ár hefur verið rætt um eflingu sveitarstjórnarstigsins og frekari tilfærslur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Grundvöllur fyrir slíkri verkefnatilfærslu er að sveitarfélögin séu nægilega stór til að hafa burði til að taka við þessum verkefnum og er því mikilvægt að efla sveitarstjórnarstigið í landinu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur mikla reynslu af því að taka til sín verkefni sem alla jafna eru á könnu ríkisins. Má þar til dæmis nefna málefni fatlaðs fólks og rekstur heilbrigðis- og öldrunarþjónustu allt frá árinu 1996. Málefni aldraðra og framhaldsskólinn gætu verið verkefni sem næst verða færð yfir til sveitarfélaganna. Sveitarstjórnarstigið er það stjórnvald sem stendur almenningi næst og á að gæta hagsmuna íbúa sinna. Sterk sveitarfélög eru betur fær um að gæta hagsmuna þegna sinna og þar með öflugri málssvari þeirra. Nú eru til skoðunar kostir og gallar þess að sameina sveitarfélögin Skaftárhrepp, Djúpavogshrepp og Sveitarfélagið Hornafjörð. Þessi vinna hófst með samþykki bæjar- og sveitarstjórna þessara sveitarfélaga í maí 2016. Í kjölfarið var stofnuð samstarfsnefnd skipuð þremur einstaklingum frá hverju sveitarfélagi til að skoða grundvöll sameiningar, og hefur hún nú fengið ráðgjafafyrirtækið KPMG til að leiða þá vinnu. Ef til sameiningar þessara sveitarfélaga kemur, verður nýtt sameinað sveitarfélag landstærsta sveitarfélag landsins. Hér kæmu saman Sveitarfélagið Hornafjörður sem er 6.280 km2 stærð með 2.171 íbúa, Skaftárhreppur sem er 6.946 km2 með 470 íbúa og Djúpavogshreppur sem er 1.133 km2 með 456 íbúa. Sveitarfélagið verður þá 14.359 km2 að flatarmáli og með alls 3.097 íbúa. Heildaríbúafjöldi á Íslandi er í dag 332.529 og yrði íbúafjöldi í nýju sveitarfélagi því 0,93% af heildaríbúum landsins, en svæðið myndi hinsvegar ná yfir um 14% af þeim 102.698 km2 sem Ísland er. Það er því ljóst að um fámennt en víðfeðmt sveitarfélag verður að ræða. Í undirbúningsvinnunni er mikilvægt að velta við hverjum steini
varðandi kosti og galla sameiningar, og er þar lykilatriði að allir hafi kost á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem liður í því að fanga öll sjónarmið var lögð fyrir rafræn skoðanakönnun þar sem íbúum og öðrum áhugasömum gafst kostur á að velta fyrir sér þeim þáttum er varða þjónustu sveitarfélaganna og meta hvort þeir teldu að sameining væri til bóta eða vansa í þeim málaflokkum. Markmiðið með könnunni var ekki að kanna afstöðu með eða á móti sameiningu, heldur var með henni verið að afla gagna fyrir frekari greiningarvinnu. Í liðinni viku hittust bæjar- og sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja á tveggja daga vinnufundi á Djúpavogi þar sem farið var vítt og breitt yfir þau mál sem brenna á sveitarstjórnarfólki varðandi mögulega sameiningu. Enn er mikil vinna fyrir höndum áður en tillaga samstarfsnefndarinnar verður lögð fram. Framundan eru t.d. opnir fundir með íbúum sveitarfélaganna, ítarleg skoðun á fjárhagslegum þáttum og umræður um mögulegt fyrirkomulag stjórnsýslu í sameinuðu sveitarfélagi. Áætlanir gera ráð fyrir að niðurstaða samstarfsnefndarinnar liggi fyrir nú í vor munu þær í framhaldi af því fara til til umræðu í bæjarstjórn áður en þær
verða kynntar íbúum. Gert er ráð fyrir að kynningarferlið taki tvo mánuði og er stefnt að því að íbúar kjósi um tillöguna í haust.
Íbúafundur laugardaginn 4. mars Laugardaginn 4. mars nk. klukkan 16:00 verður haldinn opinn íbúafundur í Nýheimum þar markmiðið er að kynna verkefnið ítarlega fyrir íbúum áður en lagðar verða fram nokkrar sviðsmyndir um mögulega framtíð sveitarfélaganna. Þar á eftir mun eiga sér stað samtal um framtíðaráherslur íbúa, sem kemur til með að vera veigamikið innlegg í áframhaldandi sviðsmyndagreiningu. Er því mikilvægt að íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar fjölmenni á fundinn og verði með því virkir þátttakendur í mótun mögulegs sameinaðs sveitarfélags. Ég vil hvetja íbúa til að mæta á fundinn 4. mars í Nýheimum. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
2
Fimmtudagurinn 23. febrúar 2017
Hafnarkirkja
Sunnudaginn 26. febrúar. Fjölskylduguðsþjónusta HAFNARKIRKJA 1966 2016 kl. 11:00. Söngur, biblíusaga, leikfimi og margt skemmtilegt. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Verið öll hjartanlega velkomin.
Prestarnir
Kaþólska kirkjan Sunnudagur 26. febrúar. Messa kl. 12:00.
Þakkir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar Péturs Helga Ragnarssonar frá Rannveigarstöðum. Kærleiks kveðja Guðmunda Guðný Pétursdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Félagsvistin heldur áfram í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:00. Þátttökugjald 1000 kr. Spennan magnast! VÖFFLUBALL Á sunnudaginn 26. febrúar. kl. 16:00.-17:30. Hljómsveit hússins spilar. Allir 60 + velkomnir. Aðgangseyrir 550 kr. Hvetjum fólk 60 ára og eldri til að ganga til liðs við félagið! Þetta er bara gaman! Snóker-píla-þythokký-boccia-söngursundleikfimi-leikfimi í sal-handavinna-danssamverustundir ofl.ofl. Drífið ykkur! Stjórn FeH
Andlát Kristinn Auðbergur Pálsson fæddist 20. júlí 1941. Hann lést á Skjólgarði Hjúkrunarheimili á Höfn 14. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Sigurborg Sigurðardóttir f. 31. júlí 1922 d. 24.september 1957 og Páll Vídalín Einarsson f. 20. nóvember 1914 d. 13. desember 1988. Kiddi eins og hann var ætíð kallaður var elstur af fimm systkinum. Systkini hans eru Svanhvít f. 1945, Sigurður f. 1949 d. 1984, Jón Ingi f. 1953, Sigurborg f. 1957.
Leikskólaboltinn - fótbolti
Sambýliskona hans til 15 ára var Guðný Jónsdóttir fædd 1931 frá Álftafirði hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 2001.
Verður í Bárunni Laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00
Kiddi fæddist á Sólstöðum, nú Fiskhóll 5 og ólst þar upp til 9 ára aldurs er fjölskyldan flutti í nýbyggt hús sitt Varmahlíð, nú Fiskhóll 7 bjó hann þar til rúmlega þrítugsaldurs, ásamt föður sínum og systkinum. Síðar flytur hann að Silfurbraut 25 og átti hann þar sitt heimili uns veikindi sögðu til sín í apríl 2014, er hann fluttist á Skjólgarð Hjúkrunarheimli og dvaldi þar til dauðadags.
Sjáumst þá!
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Eftir grunn- og unglingaskóla vann hann á tækjum KASK. Áhugi hans á bílum var mikill, keypti hann sinn fyrsta bíl 16 ára og tók bílpróf og öll bifreiðaréttindi strax og hann hafði aldur til. Um tvítugsaldurinn kaupir hann sinn fyrsta vörubíl, og varð það hans aðalstarf, akstur eigin vörubíla. Hann var mjög útsjónarsamur og farsæll bílstjóri, einstaklega laginn við akstur og vinnu á bíl sínum. Kristinn verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 24. febrúar og hefst athöfnin kl.11:00. Jarðsett verður í Laxárkirkjugarði. Þeir er vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningasjóð Skjólgarðs.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 23. febrúar 2017
3
Forkeppni í Stíl á Höfn Þann 17. febrúar var haldin hönnunarkeppni í Nýheimum. Um er að ræða forkeppni fyrir Stíl, en það er hönnunarkeppni sem fer fram árlega, þar sem keppa lið hönnuða hvaðanæva af landinu. Þemað í ár eru Gyðjur og goð og keppnin verður haldin í Laugardalshöll þann 4. mars næstkomandi. Sunna Guðmundsdóttir nýsköpunarkennari sá um að halda utan um allsherjarverkefnið sem er Stíllhönnunarsmiðjan. Þáttakendur voru nemendur í 8.-10. bekk Heppuskóla á Höfn. Alls tóku þátt sjö lið, en það voru tuttugu-og tveir hönnuðir í heildina og sjö módel. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin – en einnig fyrir bestu hönnunarmöppuna, besta hárið og bestu förðunina.
Þriðja sæti: Nanna Guðný Karlsdóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir Besta hönnunarmappan: Arna Ósk Arnarsdóttir, Harpa Lind Helgadóttir, Hildur Margrét Björnsdóttir, Salvör Dalla Hjaltadóttir Besta hárið: Anna María Harðardóttir, Hafdís Jóhannesdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Nína Dögg Jóhannsdóttir Besta förðunin: Nanna Guðný Karlsdóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir
Fyrsta sæti: Ingunn Ósk Grétarsdóttir, Íris Mist Björnsdóttir, Selma Mujkic og Vigdís María Geirsdóttir Annað sæti: Ástrós Aníta Óskarsdóttir, Malín Ingadóttir og Margrét Líf Margeirsdóttir
Fyrsta sætið hlaut gyðjan Hulda, en hún er gyðja loftslags og hennar tilgangur er að minnka mengun á móðir Jörð. Keppnisliðið er síðan á leiðinni suður og tekur þátt í Stíl hönnunarkeppni Samfés, fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar, þann 4. mars í Laugardalshöllinni. Við óskum þeim öllum góðs gengis!
Dómnefndina skipuðu þau Anna Björg textílkennari, förðunarfræðingur, Guðrún Ásdís atvinnuráðgjafi og verkefnastjóri hjá SASS og eigandi GASTU vörulínunnar, Sigurður Páll tónlistar- og myndlistarkennari og Ragnheiður aðalhönnuður og sköpunargyðja Millibör.
Húsnæði til leigu. Iðnaðar-, verslunar/vöru eða framleiðsluhúsnæði ferðavagninn og ýmislegt annað. með góðu aðgengi og nægum bílastæðum. Tækifæri fyrir nokkra einstaklinga að leigja saman. Margar stærðir fáanlegar. Erum með efrihæð allt að 300 fm hægt að skipta niður, flott fyrir geymslu Upplýsingar í síma 899-1141 hjá Páli V. Ólafssyni á jóladóti, garðhúsgögnum o.fl. Neðri hæð allt að 200 fm flott verslunarrými eða Vélsmiðja Hornafjarðar ehf geymslurými fyrir gamla bílinn sem á að gera upp,
4
Fimmtudagurinn 23. febrúar 2017
Styrkir
Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði Laus eru til umsóknar eftirfarandi sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði. Sumarstörf í Skaftafelli— Um er að ræða landvörslu, tjaldsvæðisvörslu, ræstingar og störf í móttöku og minjagripaverslun Sumarstörf í Jökulsárgljúfrum— Um er að ræða landvörslu, verkamannastörf og störf í móttöku Landvarsla á láglendi og í gestastofum - Um er að ræða störf í landvörslu á láglendi og í gestastofum þjóðgarðsins í Snæfellsstofu á Skriðuklaustri í Fljótsdal, í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði og Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri
Hefur þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem:
Landvarsla á hálendi— Um er að ræða landvörslu á hálendisstarfsstöðvum þjóðgarðsins: Askja (Herðubreiðarlindir, Holuhraun, Ódáðahraun) Krepputunga (Kverkfjöll, Hvannalindir), Möðrudalur, Snæfell Lónsöræfi Lakagígar, Eldgjá & Langisjór, Hrauneyjar & Tungnaáröræfi og Nýidalur. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.
Eystrahorn
�
stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.
�
flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað.
Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars.
Umsóknarfrestur er til og með 6. mars.
Ítarlegri upplýsingar um störfin og leiðbeiningar um umsóknarferli má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs www.vjp.is
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.
Sími 455 54 00 Fax 455 54 99
postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is
Laus störf sumarið 2017 Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa á Hótel Eddu Höfn. Starfsreynsla er æskileg. Hótelið verður opið frá 12. maí til 30. september. Leitað er að fólki í almenn hótelstörf sem felast meðal annars í þrifum hótelherbergja og vinnu í þvottahúsi. Einnig í gestamóttöku og við framreiðslu á morgunverði. Nánari upplýsingar veitir Karl Rafnsson í tölvupósti: karl@hoteledda.is. Hægt er að senda inn umsókn á rafrænu formi á heimasíðu Edduhótelanna www.hoteledda.is Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. og verður öllum umsóknum svarað. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann. Edduhótelin eru 11 talsins og þau er að finna hringinn í kringum landið. Áhersla er lögð á lipra þjónustu og hagstætt verð. Fjöldi herbergja er frá 28 upp í 204. Edduhótelin eru rekin af Flugleiðahótelum ehf, sem reka einnig Icelandair hótelin, Hilton Reykjavík Nordica og Canopy Reykjavík City Center. Yfir sumartímann starfa um 900 manns hjá fyrirtækinu.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 23. febrúar 2017
5
Myndlistarsýning
Fræðslunet Suðurlands hélt á dögunum myndlistarnámskeið fyrir Dagvist fatlaða á Höfn. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Elísabet Þorsteinsdóttir og lét hún nemendur leika sér með fljótandi liti sem komu mjög skemmtilega út á striganum. Myndirnar verða til sýnis í Nýheimum, frumkvöðlagangi til 1. apríl en sumar myndirnar eru til sölu.
Aðalfundur Hornafjarðardeildar RKÍ verður haldinn í Hafnarskóla 3. mars kl. 17:00.
Kaupmannshúsið/Kaupfélagshúsið, fasteign og rekstur á Höfn í Hornafirði.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Til sölu er elsta íbúðarhús Hafnar, byggingarár 1897, einstaklega reisulegt og fallegt og stendur á frábærri lóð við hafnarsvæðið á Höfn.
Stjórnin
Húsið er 292.8 m2 á 3 hæðum, hefur allt verið gert upp að utan sem innan og er með veitingaleyfi á 2 hæðum (VeitingastaðurinnNýhöfn) ásamt leyfi fyrir gistingu í íbúð á efstu hæð.
Bæjarmálafundur sjálfstæðisfélaganna
Haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 11:00 Bæjarfulltrúar mæta Súpa í boði Allir velkomnir
Húsið er tilbúið til rekstrar fyrir komandi ferðamannasprengju sumarsins en Höfn í Hornafirði er einn af fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Um er að ræða einstakt atvinnutækifæri sem gæti t.d. hentað samhentum hjónum sem gætu búið í íbúðinni og rekið veitingahúsið. Eigendur skoða skipti á fasteignum. Nánari upplýsingar á Jaspis fasteignasölu á Höfn og jaspis.is
Stjórnir sjálfstæðisfélaganna
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlabrú 1, 780 Höfn s. 478 2000 snorri@jaspis.is
Námskeið um samskipti foreldra og barna. Dagana 4. og 25. mars verður haldið námskeið um samskipti foreldra og barna þar sem stuðst er við kenningar Tomasar Gordon og bókina Hollráð Hugos Þórissonar. Kennari á námskeiðinu er Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur og samstarfsmaður Hugos í áratugi. Námskeiðið hefur notið mikilla vinsælda hjá endurmenntun Háskóla Íslands. Kenndar eru aðferðir um hvernig best er að bregðast við þegar barnið er í vanda og mikil áhersla er lögð á að foreldrar nái tökum á virkri hlustun. Virk hlustun er aðferð sem auðveldar foreldri að sýna barni sínu skilning og virðingu þegar eitthvað bjátar á hjá því, án þess að taka ábyrgðina af barninu.
Á námskeiðinu er einnig lögð áhersla á að foreldrar geti sett börnum sínum skýr mörk um hegðun, að þeim sé kennt að bera virðingu fyrir foreldrum sínum og taki tillit til annarra. Námskeiðið stuðlar að leiðandi uppeldi og er byggt upp á stuttum fyrirlestrum, umræðum og æfingum. Námskeiðið stendur yfir í tvö skipti, um átta tíma í senn. Það kostar kr. 16.000 – fyrir manninn og veittur er 20% afsláttur af gjaldi fyrir maka. Fólk er hvatt til að nýta sér stuðning stéttarfélaga við að niðurgreiða námskeið. AFL starfsgreinafélag greiðir 75% af námskeiðsgjaldi fyrir sína félagsmenn. Allar nánari upplýsingar um
námskeiðið veitir Herdís I. Waage verkefnastjóri á skólaskrifstofu í síma 470-8028, netfang herdisiw@hornafjordur.is. Hún tekur einnig niður skráningar á námskeiðið
Skráningarfrestur er til 27. febrúar nk.
Fimmtudagurinn 23. febrúar 2017
Eystrahorn
Íbúar Nesjum og Mýrum ATH! Sveitarfélagið Hornafjörður fékk styrk fyrir lagningu og tengingu ljósleiðara í Nesjum og á Mýrum úr verkefninu Ísland ljóstengt 2017. Til að verkefnið gangi upp er þátttaka íbúa nauðsynleg, kynningarfundur var haldinn þann 11. febrúar þar sem verkefnið var kynnt, og að ljósleiðari verður lagður að heimilum og öðrum styrkhæfum tengistöðum. Nægur ljósleiðaraforði verður í stofnstreng svo bjóða megi fleiri tengingar síðar en þá greiðist allur kostnaður vegna tengingar af viðkomandi. Kerfið verður opið aðgangskerfi, öllum þjónustuveitum er frjáls aðgangur að kerfinu. Endanleg lagnaleið verður valin í samráði við landeigendur. Meðalkostnaður við hverja tengingu er áætlaður rúmlega 1 milljón króna. Stofnkostnaður notanda er 350.000 kr. m. vsk. Í framhaldi af ljósleiðaratengingu mun örbylgjukerfi Gagnaveitu Hornafjarðar á Mýrum verða tekið niður gert er ráð fyrir að verkinu ljúki á árinu 2017. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo verkefnið geti orðið að veruleika, eigendur húsnæðis og jarða þurfa að undirrita skuldbindingu við verkefnið fyrir þann 15. mars 2017 við Sveitarfélagið Hornafjörð. Hægt er að nálgast gögn til að undirritunar í afgreiðslu sveitarfélagsins eða á netfanginu afgreidsla@hornafjordur.is Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
Orlofsíbúð AFLs á Spáni Umsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante. Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá Alicante.
Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót). Leigt er í hálfan mánuð í einu og er leiga 60.000,- fyrir félagsmenn.
Fyrstur kemur fyrstur fær! 1. - 21. mars, 21. mars - 4. apríl, 4. apríl - 18. apríl, 18. apríl - 2. maí, 2. maí - 16. maí. 3. oktbóer - 17. október, 17. október - 31. október, 31. október - 14. nóvember, 14. - 28. nóvember. Úthlutað: 16. - 30. maí, 4. júlí - 18. júlí, 18. júlí - 1. ágúst, 1. ágúst - 15. ágúst, 15. ágúst - 29. ágúst,29. ágúst - 12. september. Sækja má um á skrifstofum AFLs fyrir 8. mars nk. Úthlutað verður 10. mars.
AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is
Héraðsprent
6