Eystrahorn 7.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn 7. tbl. 36. árgangur

Fimmtudagurinn 22. febrúar 2018

www.eystrahorn.is

Ævintýraferðaþjónusta á Hornafirði - nýsköpun og menntun Háskólasetrið og FAS eru í forsvari fyrir tveimur fjölþjóðlegum verkefnum sem snúast um þróun, nýsköpun og menntun í ævintýraferðaþjónustu. Verkefnin nefnast SAINT - Slow Adventure in Northern Territories, styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPA) og ADVENT - Adventure Tourism in Vocational Education and Training, styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins (Erasmus+). Starfstími verkefnanna beggja er þrjú ár - SAINT hófst sumarið 2015 og lýkur nú á vormánuðum, en ADVENT hófst í september s.l. og lýkur haustið 2020. SAINT er samstarfsverkefni fjölmargra aðila (háskóla, stofnana, markaðsstofa og ferðaþjónustufyrirtækja) í sjö löndum: Skotlandi, Írlandi, Norður Írlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Íslenski hluti verkefnisins er unninn í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála en með aðaláherslu á ferðaþjónustuaðila á Hornafirði. Meginmarkmið SAINT er að vinna með fyrirtækjum í afþreyingarferðaþjónustu að vöruþróun og markaðssetningu svo að þau geti betur nýtt sér þau tækifæri sem felast í Slow Adventure ferðum. Slow Adventure – eða „yndisævintýri“ á íslensku – vísar til afþreyingarferða sem eru ekki adrenalíndrifnar og hraðar eins og hefðbundnar ævintýraferðir eru gjarnan. Slow Adventure leggur áherslu á afslappaðar og innihaldsríkar ferðir, að upplifa náttúruna í augnablikinu óháð veðri, árstíma eða hvað annað sem kann að hafa áhrif á upplifunina. Þessar ferðir fela gjarnan í sér: Staðbundinn mat, nálægð við dýralíf, þægindi í náttúrunni, aukinn skilning á umhverfinu, göngur eða annan óvélknúinn ferðamáta og tengingu við staði og staðarmenningu. ADVENT er samstarfsverkefni framhaldsog háskóla, rann­ sóknarstofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu í Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi. Meginmarkmið þess er að virkja á markvissan hátt þann

Mynd tekin á SAINT vinnufundi sem haldinn var í Fjällnäs i Svíþjóð 2017

mannauð, þekkingu og reynslu sem afþreyingarferðaþjónustan býr yfir til eflingar fyrirtækjanna og samfélagsins í heild. Í ADVENT verkefninu er unnið með starfandi aðilum á þessu sviði ferðaþjónustunnar að gerð námsefnis út frá greiningu þeirra á þörf fyrir menntun innan greinarinnar. Ferðaþjónustuaðilarnir nýta þekkingu sína og reynslu til að byggja upp námspakka í samstarfi við aðra þátttakendur verkefnisins. Stefnt er að því að þessir námspakkar nýtist síðan á fjölbreyttan hátt í samfélögum þátttökuaðilanna, meðal annars fyrirtækjunum sjálfum við að efla endurmenntun starfsmanna sinna. Einnig verður hefðbundið nám í afþreyingarferðaþjónustu í þátttökuskólunum endurskoðað í samstarfi við fyrirtækin. Miðvikudaginn 14. mars n.k. munu erlendir og innlendir samstarfsaðilar FAS og Rannsóknarsetursins í SAINT og ADVENT koma til Hafnar og taka þátt í sameiginlegri ráðstefnu verkefnanna. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Nýsköpun og Menntun í Ævintýraferðaþjónustu“ og eru íbúar hvattir til að mæta í Nýheima og hlýða á áhugaverða fyrirlestra og kynningar. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst hér i blaðinu þegar nær dregur.


2

Fimmtudagurinn 22. febrúar 2018

Hafnarkirkja

Sunndaginn 25. febrúar

HAFNARKIRKJA 1966 2016

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

Bjarnaneskirkja

Sunndaginn 25. febrúar

Helgistund á föstu kl. 20:00

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016

Kyrrðarstund á föstu alla fimmtudaga kl. 18:15 Sjá nánar á www. bjarnanesprestakall.is

Allir velkomnir

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Fimmtudagur 22. febrúar. Lokakvöld félagsvistarinnar í kvöld kl. 20:00. 1000 kr. inn. Stefnir í spennandi úrslitkvöld. Ekki hika við að mæta. Föstudagur 23. febrúar. SAMVERUSTUND kl. 17:00 í umsjá Guðnýjar Helgu Örvar í myndum og máli. Við tökum líka lagið. Allir velkomnnir. Sunnudagur 25. febrúar. Góugleði GLEÐIGJAFA í Ekrunni kl. 15:30. Söngur, dans og grín. Kaffi og gott með. EKRUBANDIÐ leikur fyrir dansinum. 1000 KR. INN. Tækifæri fyrir alla að kætast nú!

Aðalfundur Tillaga að nýju deiliskipulagi Skálafell Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Skálafell í Hornafirði. Deiliskipulagið nær yfir tæplega 4 ha spildu úr landi Skálafells. Deiliskipulagstillagan tekur til frekari uppbyggingar á núverandi gistiaðstöðu. Einnig tekur skipulagið til bílastæðis vegna gönguleiðar um Hjallanes og Heinabergssvæðið. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu frá 22. febrúar 2018 til 6. apríl 2018. Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna deiliskipulagstillögu við Skálafell skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. apríl 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Aðalfundur Ungmennafélagsins Sindra verður haldinn fimmtudaginn 1. mars kl. 17.00 í Golfskálanum að Dalbraut. Á dagskrá fundarins eru árlegir félagsfundir allra deilda hjá Sindra auk venjulegra aðalfundastarfa. Allir velkomnir Stjórn Ungmennafélagsins Sindra

Lokað

Sundlaug Hafnar verður lokuð vegna árhátíðar starfsmanna föstudaginn 23. febrúar frá kl.18:00 Opnum aftur laugardaginn 24. febrúar kl. 10:00, hress og kát. Starfsfólk sundlaugar

Opinn fundur um umferðaröryggi- og umferðarhraða

Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Umhverfisnefnd boðar til fundar að Hótel Höfn þann 27. febrúar kl. 19:30 um umferðaröryggisáætlun og breytingar á umferðarhraða innanbæjar. Nefndin hefur lagt til í nýrri umferðaröryggisáætlun, að við íbúagötur verði hámarks­ hraði lækkaður niður í 30 km. á klst. en við stofnbrautir verði hámarkshraði 50 km. á klst. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og segja skoðun sína á málinu.

Umhverfisnefnd


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. febrúar 2018

Þann 15. febrúar var opnuð glæsileg ljósmyndasýning eftir Snævarr Guðmundsson í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði sem ber heitið Náttúrusýn. Á sýningunni eru sýndar ljósmyndir af nokkrum geimþokum, ljósmynduðum frá Íslandi. Þetta er fyrsta einkasýning Snævarrs en hann hlaut menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands til uppsetningar hennar. Myndatökur af daufum geimþokum, torséðum eða ósýnilegum í sjónskoðun eru með öðru sniði en í hefðbundnum ljósmyndatökum. Lýsa þarf myndirnar afar lengi og samtímis þarf sjónaukinn að fylgja eftir göngu stjarna yfir himinninn. Í sumum myndunum á sýningunni hefur ljósi verið safnað með 30 mín tökum í 12-24 klukkustundir. Í myndatökum var notuð ljósflögumyndavél og linsusjónauki á rafdrifnu stæði. Myndað er í gegnum sérhæfðar ljóssíur til að draga fram liti. Tvær gerðir eru notaðar: annars vegar ljóssíur sem afmarka vítt tíðnisvið í rauðu, grænu og bláu ljósi (RGB). Með slíkum síum er náttúrulegt ljós geimþokanna fangað, sem hæfir okkar sjón.

3

Náttúrusýn

Snævarr útskýrir myndatökurnar við opnun sýningarinnar

Hins vegar eru teknar myndir með litsíum sem eru skorðaðar við þær örfáu bylgjulengdir ljóss sem skín frá geimþokum. Það ljós stafar frá jónuðum brennisteini (SII), vetnis-alfa (Ha) og tvíjónuðu súrefni (OIII). Þar sem tvær þeirra eru rauðar hæfir ekki að litblanda þær sem RGB heldur er notað litspjald sem er kennt við Hubblegeimsjónaukann. Fyrir vikið birtast ekki raunlitir geimþoka, sem eru að megninu

til rauðir, heldur falslitir en með þeim er hægt að draga fram sérkenni í þokunum. Snævarr Guðmundsson hefur verið einlægur stjörnuathugandi í 30 ár. Hann hefur notað meira en 1200 nætur til athugana á stjarnfyrirbærum. Á þeim tíma hefur hann sinnt ljósmyndun geimfyrirbæra og ljósmælingar á breytistjörnum og fjarreikistjörnum. Sýningin stendur frá 15. febrúar til 15. mars.

Tvær listasmiðjur á vegum Svavarssafns

Styrkir Hefur þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem: �

stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað.

Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.

Sími 455 54 00 Fax 455 54 99

postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is

Laugardaginn 24. febrúar

verður næsta listasmiðja á Svavarssafni frá kl. 11-13. Í henni skoðum við svokallaðar grímumyndir Svavars Guðnasonar, tölum um öskudaginn, búninga og skoðum bækur frá karnivali ýmissa landa. Í kjölfarið fá börnin tíma til að skapa sínar eigin persónur, skissa upp og föndra litríkar grímur.

Laugardaginn 3. mars

verður svo síðasta listasmiðja vetrarins. Hún verður á bókasafninu frá kl. 11-13. Börnin fá að prófa sig áfram með fljótandi málningu, abstrakt list og að mála eftir tilfinningu og tónlist. Við mælum með að börnin mæti í málningarfötum. Smiðjurnar eru fyrir börn á aldrinum 3-12 ára. Ætlast er til að yngstu börnin vinni í samstarfi við foreldra sína. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu og eru smiðjurnar í gangi á meðan efniviður er til.


Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki

1

Menningarverkefni Til eflingar á menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

2

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni Styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um

Ertu með frábæra

hugmynd ?

RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna. Nánari upplýsingar á vef SASS.

Umsóknarfrestur er til hádegis 13. mars 2018 STYRKIR@SASS.IS

WWW.SASS.IS

Uppbyggingarsjóður er hluti af

S. 480-8200

SUMARSTÖRF Á OLÍS HÖFN Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, þjónustu við viðskiptavini, vörumóttöku og -áfyllingar, þrif og annað tilfallandi.

VIÐ LEITUM AÐ HRESSU SUMARSTARFSFÓLKI Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Hæfniskröfur • Snyrtimennska og reglusemi • Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af verslunarstörfum er æskileg Umsóknir á olis.is Umsóknarfrestur er til 2. mars. Nánari upplýsingar hjá verslunarstjóra á staðnum eða í síma 840 1718.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.