Eystrahorn Fimmtudagurinn 1. mars 2018
8. tbl. 36. árgangur
www.eystrahorn.is
Vinir Vatnajökuls úthluta styrkjum Vinir Vatnajökuls úthlutuðu 23. febrúar við hátíðlega athöfn á Hótel Natura hátt í 50 milljónum króna til styrktar verkefnum í Vatnajökulsþjóðgarði og 13 umsóknarverkefnum sem falla undir rannsóknir, kynningu og fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni hans. Vinir Vatnajökuls eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 2009. Samtökin hafa á síðastliðnum sjö árum veitt yfir 500 milljónum króna til styrktar verkefnum sem stuðla að fræðslu, rannsóknum og kynningu á Vatnajökulsþjóðgarði. Nú hafa Vinir Vatnajökuls og Vatnajökulsþjóðgarður ákveðið að vinna í nánara samstarfi en áður og gera með sér langtíma samninga um viðamikil, tíma- og fjárfrek verkefni. Vinirnir hafa kostað gerð fræðsluáætlunar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð sem unnið hefur verið að um nokkurra ára skeið og sér nú fyrir endann á verkinu. Fræðsluáætlunin er mjög kærkomið tæki fyrir þjóðgarðinn og Vinina þar sem hún gerir allt fræðslustarf innan garðsins hnitmiðaðra og árangursríkara. Fræðsluáætlunin verður lögð til grundvallar sýningu sem Vinirnir og þjóðgarðurinn ætla að setja upp við Jökulsárlón. Sýndar verða á bökkum Lónsins myndir frá þjóðgarðinum teknar af Ragnari Th. Sigurðssyni ásamt texta vísindamanna. Verður sýningin við Lónið tengd enn viðameiri upplýsingasýningu á vefsíðu, þar sem myndir og texti kynna allan þjóðgarðinn enn ítarlegar og á fleiri tungumálum en íslensku. Vinirnir styrktu umsókn þjóðgarðsins til heimsminjaskrár UNESCO. Umsóknin geymir samantekt og texta um merka staði
Styrkþegar Vina Vatnajökuls ásamt stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra Vina.
og náttúruundur í garðinum og verður sú þekking nýtt við gerð áðurnefndrar sýningar. Myndasýningin við Jökulsárlón verður þannig uppsett að hana má auðveldlega flytja milli staða. Til gamans má geta þess að fyrsta verkefnið sem Vinir Vatnajökuls styrktu var sýning á myndum Ragnar Th. Sigurðssonar á bökkum Jökulsárlóns. ,,Það er ánægjulegt að styrkja þessi fjölbreyttu verkefni sem umsækjendur hafa lagt mikla vinnu og metnað í. Þau eiga það sameiginlegt að stuðla að því að sem flestir geti notið þeirra náttúrufyrirbæra og þeirrar sögu sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur að geyma,“ segir Kristbjörg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Vina Vatnajökuls. Við afhendinguna kynnti einn af styrkþegum Vinanna Snorra Þór Tryggvason tvö verkefni sem hann hefur unnið fyrir styrki
frá samtökunum. Og Snorri Baldursson verkefnastjóri UNESCO-umsóknar hjá þjóðgarðinum kynnti fyrir gestum umsóknarferlið og mikilvægi þess fyrir land, þjóð og umheiminn að fá Vatnajökulsþjóðgarð skráðan á heimsminjaskrá. Kristbjörg segir að til að ná settum markmiðum og sinna sínu hlutverki þurfi Vinir Vatnajökuls á liðsinni að halda. Fram til þessa hafa margir lagt Vinunum lið, en stærsti bakhjarl samtakanna frá upphafi er Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. Þá hafa Landsvirkjun, Íslensk Erfðagreining, verkfræðistofan Mannvit, Bílaleiga Akureyrar, Toyota, Icelandair og þeir einstaklingar sem gerst hafa Vinir Vatnajökuls veitt samtökunum dyggan stuðning.
Leikhópur FAS og Leikfélag Hornafjarðar setja upp Ronju Ræningjadóttur Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu bætti nýlega nýju sviði við skólann, Lista-og menningarsviði. Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í listastarfi innan skólans og hafa nemendur í Leikhópi FAS í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og Tónskóla AusturSkaftafellssýslu sett upp leiksýningu á hverju vori, mörg ár í röð. Lista- og menningarsviðið er frábær viðbót við gott starf skólans og býður upp á fjölbreyttara námsval fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Í vetur hafa nemendur á Lista- og menningarsviði undir leiðsögn Stefáns Sturlu krufið ævintýrið um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren í þaula. Nemendur og leiðbeinandi unnu jafnframt leikgerð og setja nú upp leiksýningu byggða á bókinni. Leikstjóri er Stefán Sturla. Nemendur æfa stíft um þessar mundir og ríkir gott samstarf við Leikfélag Hornafjarðar og Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu eins og síðustu ár. Leiksýninguna á að frumsýna í Nýheimum þann 3. mars næstkomandi. Miðasala og sýningatímar verða auglýstir nánar á komandi dögum. Við hvetjum alla Hornfirðinga að koma á sýningar og lofum mikilli gleði og skemmtun!
Leikhópur FAS
2
Fimmtudagurinn 1. mars 2018
Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016
Kyrrðarstund á föstu alla fimmtudaga kl. 18:15 Sjá nánar á www. bjarnanesprestakall.is
Allir velkomnir Prestarnir
Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar Aðalfundur kirkjugarða í Hafnarsókn Sameiginlegur aðalfundur verður haldinn í Safnaðarheimili Hafnarkirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 18:00
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Stjórnarfundur í dag fimmtudag kl. 14:30 í Ekrunni. Föstudagur 2. mars, Viðtalstími formanns fyrir félagsmenn frá kl. 15:30 til 16:00.í Ekrunni. AÐALFUNDUR Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn í Ekrunni laugardaginn 24.mars kl. 14:00.
Sóknarnefnd Hafnarsóknar
FÉLAGSVIST Þriggja kvölda FÉLAGSVIST í Ekrusalnum á sunnudagskvöldum. Nú höldum við áfram að spila og er fyrsta kvöldið 4. mars, næsta 11. mars og þriðja og síðasta kvöldið 18. mars kl. 20:00. Boðið verður uppá kökur kaffi og djús. Flott verðlaun verða veitt öll kvöldin og svo aðalverðlaun í lokin. Aðgangseyrir 1500 kr. Allur ágóði rennur til 3. fl. Kk og kvk. vegna æfingaferðar til Spánar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði. Stjórnin
Eystrahorn Vildaráskrift Fiskhól 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Aðalfundur UMF Mána verður haldinn fimmtudaginn 8. mars kl. 20:00 í Mánagarði.
Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Groddaveisla 2018 17. mars Forsala að hefjast. Talið við næsta Ós félaga. Kiwanisklúbburinn ÓS
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 1. mars 2018
3
Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir afhent Fimmtudaginn 22. febrúar var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá fór fram afhending styrkja, Menningarverðlauna og umhverfisviðurkenninga sveitarfélagsins við húsfylli í Nýheimum. Alls voru 23 styrkir veittir á viðburðinum, en voru það styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, sem og styrkir út atvinnu- og rannsóknarsjóði. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri setti viðburðinn greindi hann frá mikilvægi þess að bjóða bæjarbúum upp á hátíðarviðburð þegar menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir sveitarfélagsins eru afhent. Viðburðurinn minnir okkur á hversu fjölbreytt og mikil gróska menningar og frumkvöðla er í samfélaginu okkar. Kristín Gestsdóttir afhenti menningar verðlaun í hennar máli kom fram, að menningin er allt sem á sér stað á milli manna í samfélaginu okkar. Við búum okkur til okkar menningu. Menningin eru líka samskipti okkar og það sem við gerum á hverjum degi. Menning er það sem við gerum og þau áhrif sem við höfum á aðra með því að framkvæma. Fjórtán voru tilnefndir til menningarverðlauna árið 2017, sagði Kristín að tilnefningin segir þeim sem eru tilnefndir að þeir hafa áhrif á aðra með því að vinna að því sem þeir gera, sýna og framkvæma. Áhrifin eru augljós og smita menningu okkar nýrri hugsun. Var það Þorvarður Árnason forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Hann hefur fengist við ljósmyndun og kvikmyndagerð í um þrjá áratugi samhliða fræðistörfum. Hann hefur verið duglegur við að birta myndir og fjalla um fegurð landsins og fjarðarins. Myndir sem laða að gesti til okkar sem langar í lifanir af fegurðinni. Þorvarður var með sýningu á Nýtorgi sem stóð frá apríl til sept. Og einnig tók hann myndir sem sýndar eru í jökulheimum í Hoffelli og var sýningin opnuð í apríl s.l. þessar sýningar voru í tengslum við ráðstefnuna Jöklar í bókmenntun, listum og lífinu.
Styrkir atvinnu- og rannsóknarsjóðs Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnuog ferðamálafulltrúi afhenti styrki úr atvinnu og rannsóknarsjóði. Sagði hún að gróskumikið athafnalíf og rannsóknastarf vera í miklum blóma, en það voru rannsóknartengd verkefni sem einkenndu umsóknir í atvinnu- og rannsóknasjóð að þessu sinni. Alls bárust atvinnumálanefnd 7 metnaðar fullar umsóknir í sjóðinn og var heildarupphæð umsókna upp á fjórar milljónir króna. Alls eru 2.6 milljónir króna til úthlutunar. Náttúrustofa Suðausturlands fékk styrk upp á eina milljón króna úr A sjóði fyrir verkefnið „Mat á ástandi beitarlands á Kvískerjum 2018“ Markmið verkefnisins er að kortleggja gróðurfar og meta ástand beitarlands í landi Kvískerja í Öræfum. Svæðið frá Múlagljúfri og vestur að Vattárárgljúfri verður skoðað, en með sérstakri áherslu á svæðið í kringum þjóðveginn og upp að fjalli. Talsverð sauðfjárrækt er í sveitarfélaginu auk þess sem fjalllendi er einnig búsvæði hreindýra. Er því brýn þörf á að kortleggja gróðurfar í sýslunni til að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands. Fjögur verkefni hlutu styrk úr B sjóði þeir sem hlutu styrkina voru: • Nýheimar Þekkingarsetur 400 þúsund í verkefnið „Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun“ • Vatnajökulsþjóðgarður og Náttúrustofa Suðausturlands hlutu 350 þúsund króna styrk til að sækja fornt tré sem fannst við
Þorvarður handhafi Menningarverðlauna 2018 ásamt öðrum styrkþegum og þeim sem voru tilnefndir
norðanvert Jökulsárlón, forverja það og gera að sýningargrip innan héraðs. • Fuglaathugunarstöð Suðausturlands fékk 450 þúsund til að viðhalda rannsóknum Hálfdáns Björnssonar heitins frá Kvískerjum með því að kortleggja varpútbreiðslu skúms, sem og að merkja skúmsunga á Breiðamerkursandi. • Náttúrustofa Suðausturlands hlaut 400 þúsund króna styrk úr atvinnu- og rannsóknasjóði til að meta „Uppskerutap vegna gæsaágangs í ræktarlönd á Suðausturlandi vorið 2018“, en sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Suðausturlandi árið 2014.
Umhverfisviðurkenningar 2017 Sæmundur Helgason formaður umhverfis nefndar afhenti umhverfisviðurkenningar sagði að tilgangur umhverfisviðurkenninga að vekja íbúa til umhugsunar um gildi náttúru og umhverfis fyrir samfélag og atvinnulíf í sveitarfélaginu og hvetja þá til að sýna því tilhlýðilega virðingu með sjálfbærri þróun að leiðarljósi. • Rannveig Einarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir einstaklings framlag í þágu skógræktar og umhverfismála. Rannveig hefur í gegnum áratugi unnið ötullega að ýmsum umhverfismálum. Í störfum sínum sem landvörður, blómasali, í nefndum og ráðum hefur hún verið talsmaður náttúrunnar
þannig að eftir er tekið. Í óeigingjarnri sjálfboðavinnu, sem félagi í Ferðafélagi A-Skaftfellinga, Hollvinum Hornafjarðar og Skógræktarfélaginu er okkur hinum augljóst að hjarta hennar brennur fyrir náttúruvernd. • Gunnhildur Lilja Gísladóttir og Valgeir Steinarsson hlutu viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega lóð að Austurbraut 10. Í umsögn kom fram að viðurkenningin er veitt fyrir fallegan garð og fallegt og vel viðhaldið hús. Garðurinn er vel hirtur, með runnagróðri, trjám og blómgróðri sem raðað hefur verið saman af natni. • Galcier Adventure hlaut viðurkenningu fyrir umhverfisvæna ferðarþjónustu. Glacier Adventure er ungt ferða þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í jökla- og fjallatengdri ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls. Ferðir Glacier Adventure ganga út á að njóta íslenskrar náttúru og um leið fræðast um loftlagsbreytingar, menningu, sögu og lifnaðarhætti frumbyggja svæðisins.
Athöfnin var hátíðleg tvö ungmenni fluttu tónlistaratriði, Oddleifur Eiríksson spilaði á harmonikku lagið „Stungið af“ eftir Jóhannes Jóhannesson. Dagmar Lilja Óskarsdóttir söng lagið Believe eftir Cher en hún söng það lag þegar hún sigraði í Söngkeppninni USS eða undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi. Fengið af www.hornafjordur.is
Oddleifur Eiríksson spilaði fyrir gesti
Leikhópurinn Lotta sýnir á Höfn
Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur mánudaginn 26. febrúar. Listann skipa: 1. Ásgerður Gylfadóttir............Hjúkrunarstjóri 2. Ásgrímur Ingólfsson............Skipstjóri 3. Erla Þórhallsdóttir................Leiðsögumaður/skrifstofustjóri 4. Björgvin Sigurjónsson..........Verkfræðingur 5. Kristján Guðnason................Matreiðslumaður 6. Íris Heiður Jóhannsdóttir....Framkvæmdastjóri 7. Finnur Smári Torfason........Forritari 8. Nejra Mesetovic....................Verkefnastjóri 9. Steinþór Jóhannson..............Framkvæmdastjóri 10. Arna Ósk Harðardóttir.........Skrifstofumaður 11. Hjalti Þór Vignisson.............Framkvæmdastjóri hjá SÞ 12. Erla Rún Guðmundsdóttir...Bóndi 13. Kolbrún Reynisdóttir............Þroskaþjálfi 14. Reynir Arnarson...................Framkvæmdastjóri
Leikfélag Hornafjarðar & Leikhópur FAS & Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu Leikgerð: Lista- og menningarsvið FAS Byggt á bók Astrid Lindgren
Ronja
r i t t ó d a j Ræning í Nýheimum
Leikstjóri: Stefán Sturla
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum. Núna hefur Lottan ákveðið að dusta rykið af þessum gömlu sýningum og endurvekja þær, 10 árum síðar og nú innandyra. Við byrjum því á byrjuninni, á Galdrakarlinum í Oz sem er fyrsta verkið sem sérstaklega var skrifað fyrir Lottu. Sýnt verður í Sindrabæ Höfn í Hornafirði þriðjudaginn 6. mars nk. kl. 17:30. Miða má nálgast á tix.is eða í gegnum leikhopurinnlotta.is Flestir þekkja söguna af ævintýralegu ferðalagi Kansasstúlkunnar Dórótheu og Tótó, hundinum hennar, til ævintýralandsins Oz. Þar kynnist hún heilalausu Fuglahræðunni, hjartalausa Pjáturkarlinum og huglausa Ljóninu auk þess sem hún lendir í klóm vondu Vestannornarinnar. Dóróthea og vinir hennar lenda í allskyns hremmingum og þurfa að leita á náðir Galdrakarlsins ógurlega í Oz. Spurningin er núna hvort Galdrakarlinn getur hjálpað Dórótheu að komast aftur heim til sín og vinum hennar að fá það sem þá svo sárlega vantar. Leikstjóri – Ágústa Skúladóttir Höfundur leikgerðar – Ármann Guðmundsson Lög og söngtextar – Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson og Snæbjörn Ragnarsson. Leikarar – Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Huld Óskarsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson
Fatamarkaður
frá Rósinni tískuverslun á Akureyri Verð í morgunverðarsalnum Höfn-inn laugardaginn 3. mars frá kl. 13 – 18. Úrval af nýjum vor og sumarfatnaði frá Dk í stærðum frá 36 upp í 56 t.d buxur, leggings, blússur, tunikur, kjólar og yfirhafnir. Hlakka til að sjá ykkur.
T
EL Frumsýning 3. mars kl. 20:00 UPPS 2. sýning 4. mars kl. 20:00 3. sýning 7. mars kl 20:00 4. sýning 9. mars kl. 20:00 Miðaverð: 2500 kr. (Tökum ekki kort) Miðapantanir í síma 8929707 (Ragnheiður) á milli 16-19:00 alla daga.
Sunnuhlíð 12 - Akureyri - sími 414-9393