Eystrahorn 8.tbl 2022

Page 1

Eystrahorn 8. tbl. 40. árgangur

Hlynur Pálmason, mynd­ listarmaður og kvikmynda­ leikstjóri lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaupmannahöfn en býr og starfar á Höfn í Hornafirði. Hlynur vinnur jöfnum höndum að myndlist og kvikmyndagerð. Í Svavarssafni sýnir hann seríu samtímaljósmynda sem hann hefur unnið að undanfarin ár samhliða kvikmyndagerð. Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir. Sýningin er öllum opin og stendur til 15. maí 2022. Ljósmyndaverkið Harmljóð um hest varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í síbreytilegri náttúru Íslands. Verkið er að sögn Hlyns sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands. Hlynur hefur lengi haft áhuga á að kanna hvernig umhverfið mótar okkur, hversu nátengd við erum náttúrunni og hvernig hún endurspeglar hugsanir okkar og tilfinningalíf. Í verkinu kannar Hlynur hið mannlega og hið náttúrulega, hvernig ólík blæbrigði veðráttu og tilfinninga birtast og breytast frá einni árstíð til annarrar, og hvernig andstæðir pólar eins og birta og myrkur, mýkt og harðneskja, fegurð og ljótleiki móta bæði náttúru og einstaklinga.

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 24.febrúar 2022

Harmljóð um hest – Hlynur Pálmason Harmljóð um hest

Sýnishorn úr seríunni

Hlynur Pálmason er fæddur árið 1984 og ólst upp á Höfn í Hornafirði. Hann lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð við Evrópska kvikmyndaskólann (2005-2006) og Den Danske Filmskole (2009-2013) í Kaupmannahöfn og bjó þar og starfaði í tólf ár. Hlynur hefur hlotið lof og verðlaun fyrir kvikmyndir sínar Vetrarbræður (2017) og Hvítur, hvítur dagur (2019). Árið 2018 flutti Hlynur ásamt eiginkonu sinni og börnum aftur til Hafnar og starfar þaðan að myndlist og kvikmyndagerð. Nýverið frumsýndi hann stuttmyndina NEST á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hlynur vinnur jöfnum höndum

að myndlist og kvikmyndagerð. Í febrúar verður opnuð sýning á ljósmyndaverkum eftir Hlyn í Svavarssafni á Höfn. Hlynur er einnig að leggja lokahönd á nýja kvikmyndafurð í fullri lengd: Volaða Land sem til stendur að frumsýna í sumar. Ástríður Magnúsdóttir (f. 1972) er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og kennari við Ljósmyndaskólann og Listnámsbraut Myndlistaskólans í Reykjavík. Ástríður lauk BA prófi í listasögu og listfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Ástríður hefur á undanförnum árum unnið að sýningum fyrir t.a.m. Listasafn

Árnesinga: RÓSKA – Áhrif & andagift og Iðustreymi, og fyrir Hönnunarsafnið: Ertu tilbúin frú forseti og Á pappír, ásamt því að sinna kennslu, ritstörfum, rannsóknum og nefndarsetu á sviði menningar og lista. Áhugaog rannsóknarsvið Ástríðar er femínísk listfræði og listasaga, saga ljósmyndarinnar sem miðils í myndlist og staða kvenna í listheiminum fyrr og nú. Verið velkomin á opnun sýningarinnar Harmljóð um hest í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði, laugardaginn 26. febrúar, kl. 16:00

Aldrei of seint að byrja í lok september 2021 og var hann nokkuð vel sóttur. Fundum við fyrir mikilli þörf hjá ákveðnum hópi á þessari þjónustu og var ákveðið í kjölfarið að bjóða upp á Heilsuþjálfun 60+ í Sporthöllinni tvisvar í viku í 6 mánuði gegn vægu gjaldi eða 1500 kr. á mánuði. Einnig er boðið upp á ýmsar mælingar samhliða þjálfuninni.

Í haust ákvað velferðarsvið Sveitarfélags Hornafjarðar að fara í tilraunaverkefni í samstarfi við Kolbrúnu Björnsdóttur í Sporthöllinni og bjóða upp á námskeið sem kallast Heilsuþjálfun60+ sem hefur fengið góðar viðtökur. Haldinn var kynningarfundur

Ennþá hægt að taka þátt

Það er nóg eftir af námskeiðinu og opið fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja og prófa æfingar. Við hvetjum alla áhugasama 60+ til að hafa samband við Kollu í Sporthöllinni eða Sindra Ragnarsson, sindri@hornafjordur.is. Í anda heilsueflandi samfélags er áhersla á að hlúa vel að heilsu íbúa sveitarfélagsins Góð þátttaka og notaleg stemmning og mæta kröfum um þjónustu, og úrræði er Kolbrún Björnsdóttir rekstrar­ aðili snúa að líkamlegri sem og andlegri heilsu Sporthallarinnar, hefur alfarið séð um og vellíðan einstaklinga. Aukinn þrýstingur þjálfunina og er mikil ánægja með hennar hefur verið frá eldri borgurum um að bæta framlag í þessu verkefni. Að hennar sögn slíka þjónustu. Fyrir hönd velferðarsviðs Sveitarfélagsins *Sýnishorn hefur skapast yndisleg stemmning og eru umúr seríunni* Hornafjarðar, 15-20 manns sem sækja æfingarnar. Sindri Ragnarsson

3


2

Eystrahorn

HAFNARKIRKJA

Sunnudaginn 27. febrúar

HAFNARKIRKJA

1966

2016

Sunnudagaskóli kl. 11:00 Við munum syngja, hlusta á sögu, lita og hafa gaman Djús og kex eftir stundina. Allir velkomnir.

Messa fermingarbarna kl. 14:00 Væntanleg fermingarbörn munu taka yfir messuna og sjá um alla liði hennar. Messukaffi í boði barnanna að messu lokinni. Allir velkomnir

Andlát Kolbrún Benediktsdóttir fæddist í Akurnesi í Nesjum 21.05 1944. Kolbrún lést á Skjólgarði 14.02 2022 Foreldrar hennar voru Hallgerður Jónsdóttir frá Hoffelli í Nesjum f. 27.05 1920 d. 17.06 2001 og Benedikt Eiríkson frá Miðskeri í Nesjum f. 20.04 1914 d. 10.08 2002. Kolbrún á 3 sistkyni. 1. Steinunn Benediktsdóttir f. 04.03 1949 2. Jón Benediktsson 05.03 1950 3. Guðjón Benediktsson 26.12 1960. Börn Kolbrúnar eru 1. Benedikt Örn Valsson f. 28.11 1966 hann á tvö börn 2. Hallgerður Valsdóttir f. 15.11 1967 d. 20.05 2011 hún á fjögur börn. 3. Gyða Steinunn Valsdóttir f. 08.05 1972 hún á einn son. 4. Sævar Þór Valsson f. 19.04 1973 d. 25.10 1985 5. Guðlaugur Helgi Valsson f. 02.12 1980 og hann á tvær dætur. Útför Kolbrúnarfer fram frá Hafnarkirkju 25.02 2022 kl. 13:00. Athöfninni verður streymt á vef Hafnarkirkju, www.hafnarkirkja.is

Tónskóli A-Skaft. verður með opið hús milli kl. 11.00 og 14:30 laugardaginn 26. febrúar Tónleikar, spurningakeppni og skemmtilegar uppákomur. Allir velkomnir hvenær sem er á þessum tíma. Grímuskylda. Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi: HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tjörvi Óskarsson Netfang: tjorvi@eystrahorn.is

Prófarkalestur: Guðlaug Hestnes Umbrot: Tjörvi Óskarsson Prentun: Litlaprent ISSN 1670-4126

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

KÆRU FÉLAGSMENN! SAMVERA föstudaginn 25. feb. kl. 17:00. Nú förum við í heimsókn í geymslu Menningarmiðstöðvar, Álaleiru 1, og skoðum byggðasafnsmunina. Þeir sem þurfa far eru beðnir um að mæta tímanlega við Ekru helst aðeins fyrir kl. 17:00. Félagsvistin heldur áfram 24. febrúar og 3. mars. Munið sóttvarnir


Eystrahorn

Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum?

3

Dagur Tónlistarskólanna

Ungmennafélagið Sindri auglýsir eftir framboðum í aðalstjórn og stjórnir einstakra deilda. Allir áhugasamir eru hvattir til að bjóða sig fram í þetta uppbyggingastarf í þágu félagsins. Stefnt er að jöfnum kynjahlutföllum og eru því öll kyn hvött til þess að bjóða sig fram.

Aðalfundurinn verður haldinn 1. mars kl. 17.00 í Heklu félagsheimili Sindra. Óskað er eftir að tilkynningar um framboð til stjórnar verði sendar á netfangið sindri@umfsindri.is fyrir 1. mars nk. til að hægt sé að undirbúa fundadagskrána. Ungmennafélagið Sindri hefur á að skipa um 1300 félagsmönnum en það eru um 350 einstaklingar sem æfa íþróttir hjá félaginu og margir af þeim æfa fleiri en eina íþrótt. Sameiginleg velta er um 180 milljónir og árlega starfa um 40 manns hjá félaginu yfir mismunandi tímabil.

Dagur Tónlistarskólanna er 7. febrúar sem er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra. Litið er á hann sem „föður“ íslenska tónlistarskólakerfisins vegna framgöngu hans á 7. áratug síðustu aldar um fyrstu lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Af því tilefni ætlar Tónskóli A-skaft. að halda upp á þann dag n.k. laugardag 26. febrúar og bjóða gestum og gangandi á tónleika, slagverksæfingu og spurningakeppni. Við munum byrja með tónleika kl. 11:00 – 11:45 þá bjóðum við upp á spurningakeppni fyrir alla. Svo verða aðrir tónleikar kl. 12:00 - 12:45 og þá bjóðum við upp á slagverks hópa sem skipaðir verða nemendum og gestum. Kl. 13:10 verða 3. tónleikarnir sem enda með spurningakeppni. Nánari uppl. um tónleikana má finna á fréttasíðunni á heimasíðu tónskólans - www. hornafjordur.is/þjónusta/tónskóli Við hvetjum fólk til að mæta og taka þátt í þessum degi okkar. Húsið er opið fyrir alla þennan tíma og fólk má koma og fara að vild. Engar fjöldatakmarkanir verða en grímuskylda.

Verkefnastjóri umhverfismála Sveitarfélagi Hornafjörður auglýsir eftir verkefnastjóra umhverfismála. Um framtíðarstarf er að ræða og ört vaxandi málaflokk. Starfslýsing Verkefnastjóri ber ábyrgð á umhverfismálum og gegnir lykilhlutverki í umsjón og eftirfylgni með verkefnum umhverfis- og loftslagsstefnu. Situr fundi umhverfis- og skipulagsnefndar og ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög og reglugerðir og stefnumörkun sveitarfélagsins í málaflokknum. Hæfnis- og menntunarkröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og þekkingu á umhverfismálum. • Haldbær þekking á lagaumhverfi málaflokksins. • Skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi. • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. • Samskiptahæfni og geta til að vinna í samhentum hópi • Reynsla af verkefnastjórnun og opinberri stjórnsýslu. • Tölvulæsi og þekking og reynsla af framsetningu kynningarefnis og notkun skjalakerfa. Umsóknarfrestur er til 10. mars 2022. Umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað á afgreidsla@hornafjordur.is. Frekari upplýsingar veita Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri, matthildur@hornafjordur.is og Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfisog skipulagsstjóri, brynja@hornafjordur.is, einnig í síma 470 8000.

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Deiliskipulag Hálsaskers, Svínafelli 2

Efnistaka á Suðurfjörum - Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 deiliskipulag Hálsaskers, Svínafelli 2 í Öræfum. Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst frá 19. nóvember 2021 til 3. janúar 2022 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, vegna nýs efnistökusvæðis á Suðurfjörum. Tillaga að breytingunni var auglýst frá 16. desember 2021 til 30. janúar 2022, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áætlað er m.a. að endurbyggja gamla Hnappavallabæinn og lögð er áhersla á að skapa á lóðinni bæjarhlað og húsaþyrpingu eftir ríkjandi hefðum. Engar athugasemdir bárust en umsagnir gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu og bætt við umfjöllun um birkiskóg, fornleifar og flóðahættu. Deiliskipulagið hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs í Ráðhúsi Hornafjarðar. Umhverfis- og skipulagsstjóri Hornafjarðar

Markmið með breytingunni er að heimila efnistöku, í landi Borgar skammt vestan Hornafjarðar, til rannsóknar á svæði/svæðum sem samanlagt verða undir 25.000 m². Hámark efnistöku er 2.000 m3. Efnið verður harpað á staðnum og flutt út til frekari rannsókna. Ef rannsóknir á efninu koma vel út og fyrirhugað verður að fara í vinnslu efnis verður gerð önnur breyting á aðalskipulagi og metið hvort framkvæmdin skuli háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Ein athugasemd barst en gaf hún ekki tilefni til breytinga á skipulagsgögnum. Umsagnir bárust og var gerð breyting á skipulagsgögnum og sett inn ákvæði vegna hugsanlegara minja á svæðinu, styrkingar aðkomuvegar og frágangi svæðisins. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og loka afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga og mun hún taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs í Ráðhúsi Hornafjarðar. Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Umhverfis- og skipulagsstjóri Hornafjarðar

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Auglýst er eftir yfirflokkstjóra og flokkstjórum við Vinnuskóla Hornafjarðar sumarið 2022 Störfin henta öllum kynjum en æskilegur aldur er 20 ára eða eldri. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Yfirflokkstjóri stýrir verkefnum flokkstjóra í samvinnu við bæjarverkstjóra, stjórnar starfi flokkstjóra, kennir þeim rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd. Flokkstjórar stjórna starfi vinnuskólahópa, kenna nemendum rétt vinnubrögð, vinna með liðsheild og verkvit, eru uppbyggilegir og góðar fyrirmyndir. Umsóknarfrestur er til 6. mars n.k.

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berast til Herdísar I. Waage tómstundafulltrúa á netfangið; herdisiw@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar eða til Skúla Ingólfssonar bæjarverkstjóra á netfangið skuli@hornafjordur.is

Deiliskipulag Reynivalla, Efribæjar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Reynivalla, Efribæjar, í Suðursveit í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til núverandi bæjartorfu og m.a. eru afmarkaðar lóðir og byggingarreitir fyrir frístundahús, smáhýsi og skemmu fyrir búfé og vinnuvélar. Gerð er grein fyrir fjölda gesta á svæðinu í nýjum og núverandi húsum og á svæði fyrir stöðuhýsi. Tillagan verður til sýnis frá og með 24. febrúar til 11. apríl 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is undir: Skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina til 11. apríl 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Brynja Dögg Ingólfsdóttir Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.