Eystrahorn 9.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 9. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 9. mars 2017

www.eystrahorn.is

Bæjarráð furðar sig á ákvörðun samgönguráðherra

Mynd: Þorvarður Árnasson Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar furðar sig á þeirri ákvörðun samgönguráðherra og ríkisstjórnar Íslands að fara ekki eftir samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti samhljóða í október 2016. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar, frá 10. janúar 2017 segir: "Álag á samgöngukerfið hefur vaxið mikið undanfarin ár, einkum vegna fjölgunar ferðamanna. Í því ljósi verður aukinn kraftur lagður í uppbyggingu í samgöngumálum á öllum sviðum..." Bæjarráð Hornafjarðar getur ekki með nokkru móti séð hvernig þessi orð í stjórnarsáttmálanum ríma við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ætla sér að setja 0 krónur í nýjan veg um Hornafjörð.

Sumarferð eldri Hornfirðinga

Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 gerir ráð fyrir því að 1000 milljónir verði settar í framkvæmdir árið 2017 við styttingu hringvegarins um Hornafjörð, um 12 km. Framkvæmdin mun leysa af hólmi þrjár einbreiðar brýr sem komnar eru til ára sinna. Undirbúningur þessa verkefnis hefur átt sér langan og kostnaðarsaman aðdraganda og sveitarfélagið hefur þegar afgreitt framkvæmdarleyfi Vegagerðarinnar vegna framkvæmdarinnar. Það er mat bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar að ráðherra og ríkisstjórn fari fram í fullkomnu heimildarleysi með breytingu á forgangsröðun samgönguáætlunar án þinglegrar meðferðar. Við þetta munu Hornfirðingar ekki una.

Bókun bæjarráðs

Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar um umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak frá fundi þess í gær. „Bæjarráð tekur undir ábendingar Landlæknis og fjölmargra annarra aðila sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum sem vara við þeirri breytingu sem felst í frumvarpinu. Auk þess benda rannsóknir á að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er andvígur frumvarpinu. Bæjarráð hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um verslun með áfengi."

Fyrirhugað er að sumarferð Félags eldri Hornfirðinga verði farin dagana 4. – 6. júní nk. Ferðinni er heitið norður í land og helstu áfangastaðir verða; Mývatn, Akureyri og Siglufjörður. Gist verður á Narfastöðum sem er nokkurn veginn miðsvæðis milli Mývatns og Akureyrar. Á þessum stöðum og á þessari leið er margt áhugavert að skoða sem gerð verður betri grein fyrir síðar. Ferðin verður aðeins farin ef 25 þátttakendur eða fleiri skrá sig í ferðina. Kostnaður á hvern þátttakanda er um 45.000- kr. Innifalið er aksturskostnaður, gisting í tvær nætur með morgunverðarhlaðborði og kvöldverður báða dagana. Allir Hornfirðingar eldri en 60 ára eru velkomnir en ef þátttaka verður framar vonum hafa félagsmenn FeH forgang. Frekari upplýsingar veita Haukur Helgi formaður sími 897-8885 og Albert sími 862-0249 og tilkynna skal þátttöku til þeirra fyrir 25. mars nk. Ferðanefnd FeH

ÍBÚAR LOKA ÞJÓÐVEGI 1 VIÐ HORNAFJARÐARFLJÓT SUNNUDAGINN 12. MARS KL. 17:00 MÆTUM ÖLL OG SÝNUM SAMSTÖÐU!


2

Fimmtudagurinn 9. mars 2017

FÉLAGSSTARF

Hafnarkirkja Miðvikudagar 8. og 15. mars. HAFNARKIRKJA

1966

2016

Eystrahorn

Kyrrðarstund kl. 18:15.

Sunnudagur 12. mars. Guðsþjónusta klukkan 11:00. Verði öll hjartanlega velkomin í kirkjuna.

Bjarnaneskirkja. Sunnudagur 12. mars. Guðsþjónusta kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomir. Prestarnir

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 12. mars.

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Kynning verður á kundaliri Yoga með Ástu Sigfúsdóttur í Ekrusal miðvikudaginn 15. mars kl. 14:30. Áhugasamir hvattir til að koma. AÐALFUNDUR FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA verður laugardaginn 25.mars.n.k.

SAMICK PÍANÓ TIL SÖLU Verð 250.000 kr. Upplýsingar í síma: 894-0216 Helga Bogga og 899-8921 Þór

Messa kl. 12:00. Spilakvöld í Ekru á fimmtudögum Næstu fimmtudaga 9.,16. og 23. mars ætlum við að spila félagsvist í Ekru. Allir velkomnir að koma og spila.

Allur ágóði rennur til Björgunarfélags Hornafjarðar.

Ástkær dóttir okkar, systir og unnusta, GUÐLAUG MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR landvörður, lést 1. mars. Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 10. mars klukkan 14.

Spilagjald 1000 kr. Enginn posi.

Anna Lilja Ottósdóttir Björn Jón Ævarsson Hjörvar Freyr Kolbrún Rós Helena Draumey Einar Björn Halldórsson

Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn í Safnaðarheimili Hafnarkirkju 14. mars kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin

Tilboð og afslættir á hárvörum frá 13. til 30. mars

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Óskum eftir að ráða starfsmann í hlutastarf í Nýjabæ guesthouse. Metnaður og sjálfstæð vinnubrögð skilyrði. Allar nánari upplýsingar veitir, Ragnheiður í síma 892-9707.

Jaspis hársnyrtistofa

Jaspis Miðbæ


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 9. mars 2017

3

Nýr forstöðumaður Menningarmiðstöðvar

Sumarið 2016 auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Eyrún Helga Ævarsdóttir yrði fyrir valinu. Eyrún Helga útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri með B.s gráðu í umhverfis- og skipulagsfræði árið 2009. Í náminu er lögð áhersla á samspil náttúru, manns og forma með námsgreinum á sviðum náttúruvísinda, skipulags, tækni og hönnunar, skipulagsmál sveitarfélaga, landslagsfræði, kortagerð, plöntunotkun, listsköpun, hönnun, byggingafræði, auk félagsfræðilegra þátta. Veitir námið hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf hjá opinberum aðilum, sveitarfélögum og ráðgjafafyrirtækjum, auk umsjónar með náttúruverndar- og útivistarsvæðum. Eftir skólalok vann Eyrún Helga að ýmsum verkefnum tengdum umhverfi, fagurfræðum og skipulagsmálum bæði hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Árið 2012 tók Eyrún Helga við rekstri Byggðasafns Garðskaga sem forstöðumaður og sá um daglegan rekstur safnsins, fjárhagsáætlanir og ýmiss verkefni sem féllu þar undir sem og viðurkenningu safnsins til Safnaráðs. Hún ritaði sögu Byggðasafns Garðskaga í bókina Byggðasöfn á Íslandi 2. Sá hún einnig um að búa til og móta starfstefnu safnsins, söfnunarstefnu og að rita stofnskrá. Í starfi forstöðumanns sá Eyrún Helga um og sinnti með starfi sínu um menningar- og auglýsingarmál sveitarfélagsins. Eyrún Helga var tilnefnd af Þjóðminjasafni til setu í Minjaráð Suðurnesja og var í ráðinu í 2 ár. Eyrún Helga á 3 börn Carmen Diljá 12 ára, Oliver Ævar 6 ára og Bellu Dís 2 ára og er búsett á Höfn.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar auglýsir eftir safnverði. Óskað er eftir safnverði í 50% starf á Menningarmiðstöð Hornafjarða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfslýsing:

Daglegur rekstur safna, yfirsýn yfir verk í eigu sveitarfélagsins og samskipti við listamenn. Skráning listaverka, umsjón með geymslum safnsins. Uppsetning sýninga og umsjón sýningarsala, afleysingar og Þátttaka í barnastarfi. Viðkomandi þarf að geta sýnt fram á lipurð í mannlegum samskiptum, vera þjónustulundaður og liðlegur auk þess að vera leiðandi í faglegu starfi safnsins. Vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa góða skipulags hæfileika. Starfsmaður þarf að vera samviskusamur og eiga auðvelt með að vinna með ýmsum aðilum að ýmsum verkefnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða yfirsýn yfir starfsemi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Menntun:

Menntun á sviði lista eða safnfræða æskileg eða reynsla á sviði sem nýtist í starfi stofnunarinnar.

Laun:

Samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra Sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 20.03.2017 og skulu umsóknir sendar á rafrænu formi á netfangið eyrunhelga@hornafjordur.is Frekari upplýsingar um starfið veitir Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í síma 4708052, eða á netfangið eyrunhelga@hornafjordur.is

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að endurbyggja Netaloftið við hlið Miklagarðs Við höfnina hefur verið lagður grunnur að endurgerð einnar elstu byggðar á Höfn. Þar eru áhugaverðir möguleikar á uppbyggingu t.d. í þjónustu við ferðamenn, í sambýli söguminja og nútíma atvinnuhátta – í heillegri þyrpingu gamalla- og endurgerðra húsa. Sveitarfélagið óskar eftir því að áhugasamir aðilar taki Netaloftið við Miklagarð og endurbyggi með það að markmiði að húsið rísi í sínu upprunalega útliti og einkennum og að fá starfsemi í húsið sem samrýmist hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Rífa þarf núverandi hús og endurbyggja á ný áður en starfsemi getur farið þar fram. Skila skal inn greinargerð um fyrirhugaða notkun á húsinu, tímasetta framkvæmdaáætlun, hugmyndum umsækjanda um eignarhald hússins, hvað umsækjandi er tilbúinn að greiða fyrir húsið og upplýsingum um heildar fjármögnun verksins fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 31. maí 2017 í Ráðhús sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 eða með tölvupósti á netfangið: gunnlaugur@hornafjordur.is merkt „Netaloft-greinargerð“. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


4

Fimmtudagurinn 9. mars 2017

Eystrahorn

Jaspis hársnyrtistofa lokar

Vinstri hreyfingin grænt framboð auglýsir félagsfund þriðjudaginn 14. mars kl. 19:30 í sal AFLs að Víkurbraut 4. Fundarefni: Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs og önnur mál. Nýir félagar velkomnir.

Umsóknir í styrktar- og afrekssjóð USÚ Framlengdur frestur Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, eða í tölvupósti á usu@hornafjordur.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 13. mars. Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu USÚ, www.usu.is.

Ágætu viðskiptavinir Síðasti opnunardagur Jaspis hársnyrtistofu verður fimmtudaginn 30. mars 2017. Jaspis hársnyrtistofa opnaði 21. september 1988 að Austurbraut 10 og hefur verið starfrækt óslitið síðan á 4 stöðum hér á Höfn, nú síðast í Miðbæ frá opnun hans eða 15. nóvember 2001. Það eru blendar tilfinningar sem fylgja því að loka þessum dyrum og án ykkar, viðskiptavinir góðir hefði þetta fyrirtæki ekki orðið til. Við höfum ekki tölu á öllum þeim sem hafa skipt við okkur í gengum árin en margir hafa verið hjá okkur frá upphafi. Ýmis tilboð og afslættir verða í gangi hjá okkur frá og með 13. mars og því tilvalið að líta við á Jaspis. Ekki vitum við hvað framtíðin ber í skauti sér en nú fyrst um sinn mun Jaspis fasteignasala og umboð TM flytja að Krosseyjarvegi 17 og opna þar 3. apríl. Við eigum eftir að sakna gamla Miðbæjar sem byggður var m.a. til að halda utan um litla rekstaraðila, en sú fjölbreytni og stemning sem einkenndi þetta hús fyrstu árin hefur markvisst verið brotin niður að undanförnu. Sá „STÓRI“ hefur étið þá litlu og hrakið hina á brott. Við vonumst til að sjá sem flesta í mars. Heiða Dís og Snorri

Skref til framtíðar Skref til framtíðar Ráðstefna um stöðu og uppbyggingu Skref til framtíðar Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Rætt

Ráðstefna stöðu og uppbyggingu verður um um uppbyggingu menningarmiðstöðvar Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. og safnahúss. safnsinsRætt og Ráðstefna um Farið stöðuyfir og stöðu uppbyggingu verður um uppbyggingu menningarmiðstöðvar hlutverk þess. Safn sýning eða setur hvert Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Rætt skal og safnahúss. Farið yfir stöðu safnsins og stefnt og jöklasýning svarið. verður umeruppbyggingu menningarmiðstöðvar hlutverk þess. Farið Safn sýning eðasafnsins setur hvert og safnahúss. yfir stöðu og skal stefnt og er jöklasýning svarið. hlutverk þess. Safn sýning seturíhvert skal Ráðstefnan verður haldin eða 29. mars Nýheimum stefnt og er jöklasýning svarið. og hefst 18:45 Ráðstefnan verður haldin 29. mars í Nýheimum og hefst 18:45 Ráðstefnan verður haldin 29. mars Allir velkomnir, skráning æskileg á í Nýheimum og hefst 18:45 eyrunhelga@hornafjordur.is Allir velkomnir, skráning æskileg á eyrunhelga@hornafjordur.is Allir velkomnir, skráning æskileg á eyrunhelga@hornafjordur.is


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 9. mars 2017

Lífshlaupið

5

Útboð

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir tilboðum í verkið:

Sorphirða Í Sveitarfélaginu Hornafirði

Björn Ingi Jónsson tekur á móti viðurkenningarskjali fyrir 1. sæti í lífshlaupinu fyrir hönd starfsmanna bæjarskrifstofu Hornafjarðar.

Í febrúar mánuði, oft kallaður Meistaramánuður, tóku vinnustaðir innan sveitarfélagsins þátt í vinnustaðakeppni í Lífshlaupinu. Lífshlaupið er átakskeppni í hreyfingu sem allir geta tekið þátt í. Keppnin tók þrjár vikur, frá 2. febrúar til 21. febrúar og var þátttakan liður í Heilsueflandi samfélagi. Veitt voru verðlaun fyrir tvö efstu sætin en það voru Hótel Höfn og Pakkhúsið sem gáfu verðlaunin. Efstu þrjú liðin fengu viðurkenningarskjöl en þau voru: 1. sæti, Bæjarskrifstofur Hornafjarðar 2. sæti, Grunnskóli Hornafjarðar „Hafnarskóli“ 3. sæti, Nýheimar með liðið „Sigurvegararnir“ Á næsta ári verða fyrirtæki á Höfn hvött til að taka þátt í þessari vinnustaðakeppni.

Óskum eftir starfsmanni í Lyfju Höfn í sumarafleysingar. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Ásdís útibússtjóri í síma 4781224 eða á asdis@lyfja.is.

Sorphirða, rekstur móttökustöðvar, gámaleiga, endurvinnsla, meðhöndlun lífræns úrgangs og rekstur urðunarstaðar. Verkið felst í allri almennri sorphirðu við heimili í sveitarfélaginu Hornafirði ásamt rekstri móttökustöðvar, gámaleigu, meðhöndlun lífræns úrgangs og ráðstöfun endurvinnsluúrgangs ásamt rekstri urðunarstaðar. Væntanlegir bjóðendur eru hvattir til að kynna sér staðhætti á móttökustöð og urðunarstað fyrir tilboðsgerð. Útboðsgögn verða send á stafrænu formi frá og með mánudeginum 6. mars 2017. Beiðni um útboðsgögn skal send á netfangið agustm@mannvit.is. Í beiðninni skal koma frá nafn, heimilisfang netfang og símanúmer bjóðanda. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 Höfn Hornafirði miðvikudaginn 5. apríl 2017 fyrir kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Groddaveisla Kiwanisklúbbsins Ós • Verður haldin í Sindrabæ 11. mars. • Gamanmál og gaman saman. • Húsið opnað kl. 19:30 og er opið til 23:00. • Veislustjóri er Sveinn Waage • Málverkauppboð til góðgerðarmála. bjórkennari og skemmtikraftur.

Boðið verður upp á hlaðborð með söltuðu spikfeitu hrossa- og sauðakjöti og grillaðri langreyð. Þetta verður borið fram með Seljavallakartöflum, rófum, uppstúf og öðru meðlæti. Styrkið styrktarsjóð Óss.

Verð aðeins kr 6.000. Miðapantanir hjá næsta Ós félaga. Ennfremur er hægt að senda póst á kiwanisclubosiceland@gmail.com


m nn m a gi . j d da 16 s ú gar 14- ! l B u l. nn a k ti l á frá rít F


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.